Top Banner
EINNIG Í FRÉTTATÍMANUM Í DAG: SAMTÍMINN: GUNNAR SMÁRI SKRIFAR UM SIÐASKIPTI Á MARKAÐI OG Í STJÓRNMÁLUM – TÍSKA – UPPELDI VIÐTAL MARGRÉT EDDA GNARR, ATVINNUMAÐUR Í FITNESS ÓKEYPIS Fastur á Suður- pólnum um jólin Arnór Guðjónsson bifvélavirki tafðist á Suðurpólnum um þessi jól þegar leið- angur Arctic Trucks tók breytingum. SÍÐA 24 28 VIÐTAL Ljósmynd/Hari Guðfræði Nick Cave Kristján guðfræðinemi kafaði í verk tónlistar- mannsins Nick Cave og skrifaði lokaritgerð um guðfræði í textum hans. 30 VIÐTAL Brynhildur Oddsdóttir er með mörg járn í eldinum. Lífið er blúsaður djass 70 DÆGURMÁL HELGARBLAÐ Keppnin Biggest Loser breytti lífi þátttakenda. Keppendurnir tólf vógu samtals 1,8 tonn þegar tökur á þáttunum hófust. Í átaki fyrir framan alþjóð 38 24.–26. janúar 2014 4. tölublað 5. árgangur ÞORRINN 20 VIÐTAL NÝJAR VÖRUR KRINGLUNNI/SMÁRALIND Facebook.com/selected.island Instagram: @selectediceland Fitness er ekki keppni í kynþokka Margrét Edda Gnarr er heimsmeistari í fitness og fyrsti Íslendingurinn til að verða atvinnumaður í keppnis- greininni. Hún vísar því á bug að sportið gangi út á kynþokka og segir að þeir keppendur sem haldi það séu á miklum villigötum á sviðinu. Mar- grét Edda hefur stundað íþróttir alla sína tíð og byrjaði snemma að keppa og þjálfa listdans á skautum, fimleika og tækwondó. Í febrúar tekur hún þátt í fyrsta atvinnu- mannamóti sínu þegar hún stígur á svið í hópi 16 bestu atvinnukvenna í heimi í bikini-fitness í Banda- ríkjunum. Umfjöllun um þorramatinn og þorrabjórinn dæmdur. Matur og drykkur á þorra
72

24 01 2014

Mar 25, 2016

Download

Documents

Fréttatíminn

Frettatiminn, Fréttatíminn, fréttir, news, newspaper, Iceland
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: 24 01 2014

ein

nig

í F

rét

tatí

ma

nu

m í

da

g: S

am

tím

inn

: g

un

na

r S

ri

Sk

riF

ar

um

Sið

aS

kip

ti

á m

ar

ka

ði

og

í S

tjó

rn

lum

– t

íSk

a –

up

pe

ld

i

Viðtal Margrét Edda gnarr, atVinnuMaður í fitnEss

ókEypis

Fastur á Suður­pólnum um jólinarnór guðjónsson bifvélavirki tafðist á Suðurpólnum um þessi jól þegar leið-angur arctic trucks tók breytingum.

síða 24

28Viðtal

ljós

myn

d/H

ari

guðfræði nick Cave

kristján guðfræðinemi kafaði í verk tónlistar-

mannsins nick Cave og skrifaði lokaritgerð um

guðfræði í textum hans. 30

Viðtal

Brynhildur oddsdóttir er með mörg járn í eldinum.

Lífið er blúsaður djass

70Dægurmál

H E l g a r b l a ð

keppnin Biggest loser breytti lífi þátttakenda. keppendurnir tólf vógu samtals 1,8 tonn þegar tökur á þáttunum hófust.

Í átaki fyrir framan alþjóð

38

24.–26. janúar 20144. tölublað 5. árgangur

Þorrinn

20 Viðtal

NÝJARVÖRUR

K R I N G L U N N I / S M Á R A L I N D

Facebook.com/selected.islandInstagram: @selectediceland

Fitness er ekki keppni í kynþokkamargrét edda gnarr er heimsmeistari í fitness og fyrsti Íslendingurinn til að verða atvinnumaður í keppnis-greininni. Hún vísar því á bug að sportið gangi út á kynþokka og segir að þeir keppendur sem haldi það séu á miklum villigötum á sviðinu. mar-grét edda hefur stundað íþróttir alla sína tíð og byrjaði snemma að keppa og þjálfa listdans á skautum, fimleika og tækwondó. Í febrúar tekur hún þátt í fyrsta atvinnu-mannamóti sínu þegar hún stígur á svið í hópi 16 bestu atvinnukvenna í heimi í bikini-fitness í Banda-ríkjunum.

umfjöllun um þorramatinn og þorrabjórinn dæmdur.

matur og drykkur á þorra

Page 2: 24 01 2014

Forsetinn opnaði skrifstofu LS Retail í DubaíÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði í vikunni formlega nýja skrifstofu LS Retail í Dubaí. Skrifstofan verður miðstöð þjónustu og sölustarfs LS Retail sem hefur um tveggja áratuga skeið þróað hugbúnaðarlausnir fyrir versl-anir og veitingarekstur og er leiðandi á heimsvísu á sviði hugbúnaðarlausna og þjónustu á grunni Microsoft Dynamics. Þau svæði sem heyra undir skrifstofuna í Dubaí eru Miðausturlönd, Afríka og Indland. Dubaí er nú í öðru sæti á eftir Lundúnum yfir borgir með hæst hlutfall alþjóðlegra fyrirtækja í verslunar-rekstri, samkvæmt skýrslu alþjóðlega fasteignaþjónustufyrirtækisins CBRE. „Meira en helmingur smásöluverslana í Miðausturlöndum notar nú þegar lausnir frá LS Retail og við höfum þannig tekið þátt í uppgangi Dubaí í alþjóðasamhengi og hyggjumst styrkja stöðu okkar til framtíðar með þessari skrifstofu,“ segir Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail.

Barnaspítalinn fær gjöf frá landsliðskonumLeikmenn kvennalandsliða Íslands í fót-bolta og handbolta afhentu Barnaspítala Hringsins 400.000 krónur að gjöf í gær. Upphæðinni söfnuðu þær í góðgerðarleik sem liðin léku á milli jóla og nýárs. Keppt var í fótbolta og handbolta en vel var mætt á viðburðinn.Forsvarsmenn Barnaspítala Hringsins

afhentu landsliðskonunum við þetta tækifæri þakkarskjal frá spítalanum og höfðu á orði að peningarnir myndu nýtast spítalanum vel.Landsliðskonurnar Margrét Lára Viðars-dóttir, Anna María Baldursdóttir, Elín Metta Jensen og Rakel Hönnudóttir úr fótbolt-anum og Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir afhentu gjöfina í gær.

Rauði krossinn sendir föt til Hvíta RússlandsGámur með tæpum tíu tonnum af fatnaði frá Rauða krossinum á Íslandi hefur verið sendur til Hvíta-Rússlands til dreifingar þar. Rauði krossinn sendir að jafnaði tvo fatagáma á ári út í samstarfi við systur-félag sitt í Hvíta-Rússlandi sem sér um að koma fatnaðinum til fátækra barnafjöl-skyldna og annarra skjólstæðinga þar í landi.Hérlendis hafa um 450 sjálfboðaliðar unnið að verkefninu sem kallast Föt sem framlag. Sjálfboðaliðarnir hafa útbúið staðlaða ungbarna- og barnapakka með hlýjum ullarflíkum, teppum og öðrum fatnaði. Um 26 prjóna- og saumahópar eru að störfum um allt land við að fram-leiða í pakkana, auk þess sem valin eru góð barna- og unglingaföt sem gefin eru í fatagáma Rauða krossins. Tæplega 3.000 manns í borgunum Vitebsk og Migolev fengu á síðasta ári föt og skólavörur frá Rauða krossinum.

Rúmlega 21 þúsund ríkisstarfsmennAlls starfa 21.102 manns hjá ríkinu sam-kvæmt svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðis-flokksins.„Af þeim eru 1.149 skipaðir fyrir 1. júlí 1996. Eftir þann tíma er enginn lengur skipaður ótímabundið heldur aðeins til fimm ára, að undanskildum hæstaréttar- og héraðsdómurum, og 37 ráðnir til starfa ótímabundið án gagnkvæms uppsagnar-frests,“ segir ennfremur í svarinu.

Á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs létust 570 einstaklingar og hafa aldrei látist fleiri einstaklingar á einum ársfjórðungi frá því að Hagstofan tók að birta mann-fjölda eftir ársfjórðungum árið 2010. Á sama tíma fæddust 1.060 börn, en það eru nokkru færri börn en fæddust á 4. ársfjórðungi 2012. Þá fæddust 1.110 börn.

Í lok síðasta ársfjórðungs 2013 bjuggu 325.620 manns á Íslandi, 163.280 karlar og 162.340 konur. Landsmönnum fjölg-aði um 610 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 22.690 og á höfuð-

borgarsvæðinu bjuggu 208.710 manns.Á fjórðungnum fluttust 120 einstak-

lingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 25 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 140 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá land-inu.

Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 170 manns á 4. árs-fjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 350 íslenskir ríkis-

Mannfjöldi Í árslok bjuggu 325.620 Manns á Íslandi

Aldrei látist fleiri einstaklingar á einum ársfjórðungiUm áramót bjuggu 325.620 manns hér á landi. Lands-mönnum fjölgaði um 610 á síðasta fjórðungi ársins 2013. Alls létust 570 einstaklingar á sama tíma og hafa aldrei fleiri andast á einum fjórðungi.

borgarar af 580 alls. Af þeim 720 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands eða 180 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku, 160, frá Noregi komu 120 og 100 frá Svíþjóð, samtals 380 manns af 560. Pólland var uppruna-land flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 310 til landsins af alls 860 erlendum innflytjendum. Bandaríkin komu næst, en þaðan fluttust 50 erlendir ríkisborgarar til landsins.

Allar tölur eru námundaðar að næsta tug. -jh

Þ egar ný lög um velferð dýra og búfjár-hald tóku gildi um síðustu áramót og málaflokkurinn var fluttur frá sveitar-

félögum til Matvælastofnunar voru sex sér-fræðingar í velferð og aðbúnaði dýra ráðnir til starfa víðs vegar um landið. Einn þeirra er Óðinn Örn Jóhannsson sem sinnir eftirliti í Suðurlandsumdæmi. Árið 2007 varð hann uppvís að slæmri meðferð á stóðhestinum Blæ frá Torfunesi sem hann var með á leigu til und-aneldis. Í lok dvalarinnar hjá Óðni var Blær í mjög slæmu ástandi og sagði meðal annars í skýrslu dýralæknis að hægt hafi verið að sjá nær öll rif hestsins og að hálsinn hafi verið eins og á veturgömlu trippi, auk þess sem bak- og lendarvöðvar voru mjög rýrir. Jafnframt kom þar fram að ljóst væri að ekki væri veik-indum um að kenna heldur alfarið vanfóðrun.

Baldvin Kr. Baldvinsson, hrossaræktar-bóndi í Torfunesi og eigandi Blæs, segist að-spurður undrandi á ráðningunni hjá Matvæla-stofnun og að á sínum tíma hafi einnig komið sér á óvart að Óðinn hafi fengið að halda þá-verandi starfi sínu við búfjáreftirlit og forð-agæslu á vegum Bændasamtakanna hjá sveit-arfélögum á Suðurlandi.

Haft var samband við Óðin við vinnslu frétt-arinnar en hann vildi ekki tjá sig um málið. Í frétt á miðlinum Hestafrettir.is frá 21. septem-ber 2007 er haft eftir Óðni að hann tæki fulla

ábyrgð á slæmu fóðurástandi Blæs frá Torf-unesi og að hann hafi talið ástæðuna vanmat sitt á holdafari hestsins.

Í skriflegu svari frá Stefáni Guðmundssyni, forstöðumanni rekstrar- og mannauðssviðs Matvælastofnunar, við fyrirspurn Fréttatím-ans kemur fram að í ráðningarferlinu hafi Mat-vælastofnun skoðað mál Blæs frá Torfunesi en eftir jákvæða umsögn fyrri vinnuveitenda hafi Óðinn verið metinn hæfasti umsækjandinn um auglýst starf í Suðurlandsumdæmi. Í svarinu segir einnig að þegar málið fór til Landbúnað-arstofnunar árið 2007 hafi verið gerðar alvar-legar athugasemdir við fóðurástand og um-hirðu hestsins en ekki þótt ástæða til að ætla að hann hefði orðið fyrir varanlegum skaða og lauk því málinu án frekari aðgerða.

„Ég sé eftir því að hafa ekki kært meðferðina á Blæ til lögreglu á sínum tíma,“ segir Baldvin sem hélt það vera í réttum farvegi þar sem dýralæknir hafi sent skýrslu um málið til Matvælastofnunar. Baldvin segir það fjarri lagi að Blær hafi náð fullri heilsu. „Lengi var andleg líðan Blæs ekki söm. Það heyrðust í honum stunur sem var honum ólíkt. Í nokkur ár var hann mjög kvíðinn en hefur náð ágætu jafnvægi núna en skepnur ná sér aldrei að fullu eftir svona meðferð.“

Dagný Hulda Erlendsdóttir

[email protected]

dýravelferð uMdeild ráðning sérfræðings hjá Matvælastofnun

Hæfasti umsækjandinn svelti stóðhest árið 2007Matvælastofnun réð á dögunum sérfræðing í velferð og aðbúnaði dýra í Suðurlandsumdæmi sem árið 2007 viðurkenndi slæma meðferð á stóðhestinum Blæ frá Torfunesi sem var í kjölfarið vart hugað líf. Matvælastofnun fór yfir málið í ráðningarferlinu en mat sérfræðinginn hæfasta umsækjandann eftir jákvæða umsögn frá fyrri vinnuveitanda. Eigandi hestsins furðar sig á ráðningunni.

Í skýrslu dýralæknis sem gerð var eftir dvöl hestsins í umsjón Óðins Arnar Jóhannssonar sagði meðal annars að sjá mætti nær öll rif hestsins og að hálsinn væri eins og á veturgömlu trippi, auk þess sem bak- og lendarvöðvar væru mjög rýrir. Ljóst var að ekki væri veikindum um að kenna heldur alfarið vanfóðrun.

Myndin að neðan var tekin þegar Blær kom til dvalar hjá Óðni Erni Jóhannssyni haustið 2007, við góða heilsu, en í lok dvalarinnar var honum vart hugað líf vegna vanfóðrunar. Mynd/Anna Fjóla Gísladóttir

Hægt var að sjá nær öll rif hestsins.

2 fréttir Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 3: 24 01 2014

Nánari upplýsingar á rsk.is

442 1000Þjónustuver 9:30-15:[email protected]

Launamiðar og verktakamiðar

Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi launagreiðslur, hlunnindi, lífeyri, bætur, styrki, happdrættis- og talnavinninga (skattskylda sem óskatt skylda), greiðslur til verktaka fyrir þjón-ustu (efni og vinnu) eða aðrar greiðslur sem framtalsskyldar eru og/eða skattskyldar.

BifreiðahlunnindamiðarSkilaskyldir eru allir þeir sem í rekstri sínum eða annarri starfsemi hafa haft kostnað af kaupum, leigu eða rekstri fólks-bifreiðar.

HlutafjármiðarSkilaskyld eru öll hlutafélög, einkahlutafélög, samlagshluta-félög, samvinnuhlutafélög og sparisjóðir.

Viðskipti með hlutabréf og önnur verðbréf

Skilaskyldir eru bankar, verð-bréfafyrirtæki og aðrir þeir aðilar sem annast kaup og sölu,

umboðsviðskipti og aðra um-sýslu með hlutabréf og önnur verðbréf.

BankainnstæðurSkilaskyldar eru allar fjármála-stofnanir og aðrir aðilar sem taka við fjármunum til ávöxtunar.

Lánaupp lýsingar Bankalán, fasteignaveðlán, bílalán og önnur lán. Skilaskyld-ar eru allar fjármálastofnanir (bankar, sparisjóðir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög, fjármögnunar-leigur o.s.frv.) sem hafa lánað fé til einstakl inga.

StofnsjóðsmiðarSkilaskyld eru öll samlagsfélög, sameignarfélög og samvinnu-félög, þ.m.t. kaupfélög.

Takmörkuð skattskylda - greiðsluyfirlit

Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers konar greiðslur til erlendra aðila og annarra, sem bera takmarkaða skattskyldu hér á landi.

Greiðslumiðar – leiga eða afnot

Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum eða öðrum réttindum.

Hlutabréfakaup skv. kaupréttarsamningi

Skilaskyld eru öll hlutafélög sem gert hafa kaupréttarsamninga við starfsmenn sína samkvæmt staðfestri kaupréttaráætlun. Sama á við um söluréttar-samninga.

FjármagnstekjumiðiÞeir aðilar sem innheimt hafa vexti skulu skila þessum miða og tilgreina þar sundurliðun á mót-takendum og þá staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts sem haldið hefur verið eftir. Hér er einkum um að ræða smærri innheimtu-aðila, t.d. lögfræðistofur. Þessum miða er eingöngu hægt að skila rafrænt.

Vakin er athygli á launamiðareit nr. 405, þar sem færa skal íþrótta- og líkamsræktarstyrki.Einnig er vakin athygli á launamiðareit nr. 410, þar sem færa skal samgöngustyrki.Minnt er á að upplýsingum um húsnæðishlunnindi skal skila á launamiða. Húsnæðishlunnindi eru allt að 5% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis 31. des. 2012, sem látið er launþega í té endurgjaldslaust eða með óeðlilega lágu endurgjaldi. Sjá nánar í lið 2.8 í skattmati ríkisskattstjóra vegna tekjuársins 2013.

Athugið að sameignarfélög og samlagsfélög eiga að skila stofnsjóðsmiða með upplýsingum um eignarhluti eigenda og úttekt af höfuðstól.

2014Skil á upplýsingum

vegna skattframtals

Skilafrestur á eftirtöldum gögnum vegna framtalsgerðar 2014 er til 30. janúar en þeir sem skila á rafrænu formi hafa þó frest til 10. febrúar 2014

Page 4: 24 01 2014

Löður er með Rain-X á allan bílinn

Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinuwww.lodur.is - Sími 544 4540

Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn

Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi

Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

SA 10-18 en SV 8-15 S-til SíðdegiS. VíðA rigning og hiti 0 til 5 Stig.

höfuðborgArSVæðið: SA og S 5-13 og rigning, hiti 2 til 4 Stig.

SA 3-10 m/S.VíðA einhVer VætA en þurrt Að meStu nA-til. hiti um froStmArk.

höfuðborgArSVæðið: SA 5-8 m/S. Smá rigning og hiti 2 til 4 Stig.

A og nA 5-13 m/S. SkýjAð en léttir til SV-lAndS. froSt 0 til 5 Stig.

höfuðborgArSVæðið: A og nA 5-10 m/S. SkýjAð og froSt 0 til 3 Stig.

Suðlægar áttir og vætusamtA-átt með rigningu S-til fyrri-partinn, en norðantil síðdegis. Snýst í S-átt með skúrum í kvöld en þurrt fyrir norðan. S- og

síðan A-læg átt og væta víða um land á morgun

en norðanátt á sunnudag.

Svalt í veðri.

2

0 -20

32

1 01

3

-2

-2 -3-2

-1

elín björk jónasdóttir

[email protected]

lærdómsríkur skiptidótamarkaðurUngmennaráð UniCEf stendur fyrir skiptidótamarkaði, á Borgarbókasafni við tryggvagötu næsta sunnudag klukkan 15-16.30. Börnum er boðið að koma á markaðinn með leikföng, bækur og spil sem þau eru hætt að leika sér með, leggja þau inn í leikfangasafn ungmennaráðsins og velja sér önnur leikföng í staðinn. leikur sameinar öll börn, hvar svo sem þau kunna að búa og þjónar mikilvægu hlutverki í þroska hvers einstaklings. með skiptidótamarkaðnum vill ungmennaráð UniCEf skapa vettvang þar sem börn fá tækifæri til að leika sér um leið og þeim

er gefið tækifæri til að læra að þekkja umhverfið sitt og samfélag. Á markaðnum munu fulltrúar í ungmennaráðinu leika við börnin á sama tíma og þeir fræða þau um endurnýtingu, sjálfbærni og Barnasátt-mála Sameinuðu þjóðanna.

Íslandsmót barna í skákÍslandsmót barna í skák fór fram nýverið, eins og fram kom í skákþætti frétta-tímans um liðna helgi. Þar var getið þeirra sem efstir urðu og jafnir, sem voru Vignir Vatnar Stefánsson tr og Óskar Víkingur Davíðsson gm helli. Vignir Vatnar hafði síðan betur í tveggja skáka einvígi þeirra og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Þar sem aðeins var getið barna úr tr, að Óskari Víkingi frátöldum, er rétt að árétta að börn úr öðrum skákfélögum náðu prýðilegum árangri. Í þriðja sæti varð Bjarki Arnaldarson tg. árangur ungra skákmanna utan höfuðborgarsvæðisins vakti athygli en keppendur frá grindavík, Akureyri og hellu komust í úrslit.

Í dag, föstudag, verður nýr framhaldsskóli vígður í mosfellsbæ. framhaldsskóli mos-fellsbæjar tók til starfa í bráðabirgðahús-næði árið 2009 um leið og undirbúningur nýrrar skólabyggingar hófst. Byggingin er 4100 fermetrar og tekur um 400-500 nemendur. hugmyndafræði skólans, sem kennir sig við auðlindir og umhverfi, var útgangspunktur í hönnun byggingarinnar sem gengur út á að búa til námssam-félög með samvinnu milli kennara og nemenda og flæði á milli rýma, að því er

fram kemur í tilkynningu frá skólanum. Sveigjanleiki er hafður að leiðarljósi og opin og fjölbreytt rými jafnt inni sem úti einkenna skólann. Þau eru vettvangur fyrir óhefðbundnar kennsluaðferðir sem hvetja til nýsköpunar og samskipta. Í stað þess að kennararnir standi og haldi fyrirlestra nota þeir verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og eru með nemendum, leiðbeina þeim og aðstoða. Samtalið sem verður á milli nemenda og kennara er mikilvægur þáttur í námsferlinu. -sda

nýr framhaldsskóli vígður í mosfellsbæ

Matvæli heFur þróað leið til að bæta oMega-FitusýruM í Mat

v ið erum nánast tilbúnir með þetta til framleiðslu og getum þá bætt í réttina omegadufti sem er al-

gjörlega bragðlaust þannig að neytandinn verður ekki var við annað en þau góðu áhrif sem omega hefur á heilsuna,“ segir Gísli Gíslason, markaðsstjóri hjá Grími kokki og bróðir Gríms sem fyrirtækið er kennt við. Grímur kokkur framleiðir fjölda tilbúinna fiskrétta auk þess að selja mat til mötuneyta vinnustaða, skóla og leikskóla. „Við reiknum með að fyrsta varan sem fer á markað með viðbættu omega 3 og D-vítamíni verði svokallaðar skólabollur sem hafa hingað til aðeins verið seldar í mötuneyti en eru vænt-anlegar á neytendamarkað. Fleiri vörur bætast svo við í framhaldinu. Við framleið-um einnig grænmetisbuff og það verður gott fyrir grænmetisætur að geta fengið þessi efni beint úr buffinu,“ segir hann.

Eftir að Gísli tók eftir því hversu margir fengu sér kjúklingabringur vegna hás inni-halds próteins ákvað hann að þróa leið til að hækka próteinhlutfallið í fiskbollunum. „Síðan kom í ljós að samkvæmt neytenda-könnun var omega það sem fólk vildi helst fá í matnum og leggur mun meiri áherslu á það en prótein. Verkefnið þróaðist því í þá átt,“ segir hann. Leitað var eftir samvinnu við Matís um þróunina og í framhaldinu var farið í samstarf við fyrirtæki á Norðurlöndum.

Í sumar varð gerð rannsókn á ávinningi af neyslu omegaduftsins þar sem þátttak-endur voru 50 ára og eldri. Þeim var skipt í þrjá hópa þar sem einn hópurinn neytti fæðu með viðbættu omega 3, annar hrærði omegadufti út í vatn og sá þriðji fékk ekk-ert omega. „Niðurstöðurnar verða birtar í virtu vísindariti í febrúar en þær voru á þá leið að þeir sem fengu omega, hvort sem því var bætt við fæðu eða hrært út í vatn, komu betur út,“ segir Gísli.

Fyrirtækið Grímur kokkur er í Vest-mannaeyjum og þó það hafi verið stofnað árið 2005 bendir Gísli á að þeir bræður geti rekið ættir sínar allt aftur til franskra skútusjómanna sem strönduðu hér við land á átjándu öld og voru forfeður þeirra alla tíð síðan tengdir sjávarútveginum. Fyrir-tækið er í dag í eigu þriggja bræðra, þeirra Gríms, Gísla og Sigmars, auk eiginkonu Gríms, en flestir meðlimir stórfjölskyld-unnar tengjast fyrirtækinu á einn eða annan hátt.

Matís sótti um styrk til Evrópusambands-ins vegna verkefnisins og frekari rann-sókna, og tók Grímur á móti styrknum í Brussel. „Við stefnum ótrauðir áfram og ef vel gengur er ekki útilokað að við höldum á erlendan markað,“ segir Gísli en Grímur kokkur hefur einkarétt til tveggja ára á aðferðinni sem fyrirtækið notar til að bæta omegadufti við mat.

erla hlynsdóttir

[email protected]

Fiskbollur með viðbættu omega 3

Omega var það sem fólk vildi helst fá úr matn-um.

fiskbollurnar verða fyrstu vörur gríms kokks sem koma á

markað með við-bættu omega 3 og

D-vítamíni. Myndir/Hari

grímur kokkur sem sérhæfir sig í fram-leiðslu fiskrétta setur með vorinu á markað fisk-rétti með viðbættu omega 3 og D-vítamíni. Bragðlausu omegadufti er bætt við matinn og haldast gæði fitusýranna eftir eldun. niðurstöður neytendarannsóknar á áhrifum viðbættu fitusýranna verða birtar í virtu vísinda-tímariti í febrúar.

grímur kokkur er sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Það er í eigu þriggja bræðra, auk eiginkonu gríms sjálfs, en flestir meðlimir stórfjölskyldunnar tengjast fyrirtækinu á einhvern hátt. hér rétt glittir í gísla á myndinni en hann er fimmti frá hægri í öftustu röð.

4 fréttir helgin 24.-26. janúar 2014

Page 5: 24 01 2014

Betri kjör á bílafjármögnun

Vexti, verðskrá og nánari upplýsingar má finna á landsbankinn.is eða hjá Bíla- og tækjafjármögnun Landsbankans í Borgartúni 33. Afsláttur gildir til 1. febrúar 2014.

Út janúar eru engin lántökugjöld af lánum til einstaklinga til kaupa á

nýjum bílum. Búið er að afnema stimpilgjöld af lánaskjölum. Landsbankinn

býður fjölbreyttar leiðir í bílakaupum og Vörðufélagar njóta betri kjara.

7 ára 0%Allt að 7 áralánstími

Engin lántöku-gjöld75%

Allt að 75%lánshlutfall

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Page 6: 24 01 2014

Kjarasamningar Helmingur aðildarfélaga asÍ Hafnar samningum

Kemur ekki alveg á óvartGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir það ekki hafa komið alveg á óvart að helmingur aðildarfélaga ASÍ hafi hafnað kjarasamningum. Innan þeirra vé-banda sé launalægsta fólkið en ríkisstjórnin hafi hafnað því að hækka skatt-leysismörk og þess í stað valið að lækka skatta þeirra sem hæstar tekjur hafi.

Þ að er ekki ljóst hverju félagsmenn voru að hafna í samningunum og þurfum við nú að komast að því,“

segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann segir óljóst hvað niðurstaðan þýði og erf-itt að lesa í stöðuna. „Fyrir utan þrjú félög þar sem afstaða félagsmanna er afgerandi eru samningarnir að standa og falla á mjög litlum mun,“ segir Gylfi.

Hann segir að samningarnir taki til þriggja atriða. Í fyrsta lagi séu þeir einföld launahækkun, í öðru lagi aðfarasamningur að lengri samningum og í þriðja lagi stöð-ugleikasáttmáli. Ekki sé ljóst hverju þess-ara atriða félagsmenn voru að hafna. „Það getur verið að félagsmenn hafi verið að hafna launahækkuninni, að hún hafi ekki þótt nægilega mikil. En hvað þarf hún þá að vera mikil? Við þurfum að fara í gegn-um umræðu með félagsmönnum okkar um það,“ bendir Gylfi á.

„Þessi samningur er undanfari lengri samnings sem er grundvöllur að meiri sátt og stöðugleika. Það er í uppnámi og er það tónn sem ég hef aldrei heyrt áður, að menn séu á móti stöðugleika og að treysta gengi krónunnar,“ segir Gylfi.

„Kjarasamningarnir voru samkomulag við stjórnvöld um aðgerðir í skatta- og verðlagsmálum. Ríkisstjórnin hafnaði því að hækka skattleysismörkin eins og við vildum gera og valdi þess í stað að setja 60 prósent af skattalækkunarsvigrúminu í að lækka skatta tekjuhæsta fólksins. Það kemur því ekki alveg á óvart að tekjulægsta fólkið sem greiddi atkvæði í þessum samn-ingum hafi hafnað þeim. Að sama skapi vildi ríkisstjórnin ekki sýna frumkvæði og axla sjálf ábyrgð á stöðugleikasáttmálan-um með því að afturkalla hækkanir hjá sér

eins og Reykjavíkurborg hefur gert. Ríkið hækkaði gjaldskrár um 3,2% að meðaltali. Ríkisstjórnin hafnaði því að afturkalla þær hækkanir en boðaði að hún myndi kannski gera eitthvað smávegis af samningar yrðu samþykktir,“ segir Gylfi og bendir jafn-framt á að fjármálaráðherra, Bjarni Bene-diktsson, hafi ekki sent opinberum stofn-unum bréf með tilmælum um að halda aftur af hækkunum fyrr en 21. janúar. „Þá voru áramótin löngu liðin og gjaldskrárhækk-anir höfðu þegar tekið gildi. Þess má geta að meirihluti þeirra sem eru á svörtum lista ASÍ yfir fyrirtæki og stofnanir sem hækka vöru og þjónustu eru opinberar stofnanir,“ segir Gylfi.

Hann segir að næstu skref í kjarasamn-ingum landsmanna séu þau að ríkið semji við sína starfsmenn. „Samningur okkar getur vart talist fyrirmynd þar sem hann var felldur að hálfu leyti. Næstu skref eru þá að búa til ný viðmið og eðlilegt að ríkis-stjórnin geri það, ekki síst í ljósi áramóta-ávarps forsætisráðherra, þar sem hann boðaði hækkun lægstu launa. Tækifæri ríkisstjórnarinnar til að hækka laun er núna og því eðlilegt að ríkisstjórnin grípi það,“ segir Gylfi.

„Ríkisstjórnin hafnaði því að hækka skattleysismörkin eins og við vildum gera og valdi þess í stað að setja 60 prósent af skattalækkunarsvigrúminu í að lækka skatta tekjuhæsta fólksins. Það kemur því ekki alveg á óvart að tekjulægsta fólkið sem greiddi atkvæði í þessum samningum hafi hafnað þeim,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

[email protected]

Gylfi Arn-björnsson, forseti ASÍ, segir að aðildarfélögin þurfi nú að komast að því hvaða þáttum samningsins félagar hafi verið að hafna.Mynd/Hari

Það kemur því ekki alveg á óvart að tekjulægsta fólkið sem greiddi atkvæði í þessum samningum hafi hafnað þeim.

Aflaverðmæti dróst saman um 7,5 milljarða sjávarafli fyrstu tÍu mánuðir liðins árs

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 130,8 millj-örðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2013 samanborið við 138,4 milljarða á sama tímabili 2012. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um rúmlega 7,5 milljarða króna eða 5,5% á milli ára, að því er Hagstofa Íslands greinir frá.

„Aflaverðmæti botnfisks var tæplega 75,9 milljarðar króna og dróst saman um 6,8% mið-að við sama tímabil í fyrra. Verðmæti þorskafla nam 38,1 milljarði og dróst saman um 8,5% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 9,6 milljörðum og dróst saman um 7,2% en verðmæti karfa-aflans nam rúmum 11,5 milljörðum, sem er 4,1% samdráttur frá fyrstu tíu mánuðum ársins 2012. Verðmæti úthafskarfa nam 2,1 milljarði

króna á fyrstu tíu mánuðum ársins og jókst um 8% miðað við sama tímabil í fyrra. Verð-mæti ufsaaflans jókst um 7,9% milli ára og nam rúmum 8,6 milljörðum króna í janúar til október 2013.

Verðmæti uppsjávarafla nam rúmum 41,6 milljörðum króna í janúar til október 2013, sem er um 2,1% samdráttur frá fyrra ári. Aflaverð-mæti loðnu nam 15,6 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins sem er 19,2% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti kolmunna jókst um 9,6% frá fyrra ári og var tæplega 3 milljarðar króna í janúar til október 2013. Aflaverðmæti síldar dróst saman um 35,8% milli ára og var rúmlega 6,9 milljarðar

króna í janúar til október 2013. Aflaverðmæti makríls var um 15,4 milljarðar króna á fyrstu tíu mánuðum ársins sem er 6,7% aukning mið-að við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti flat-fisksafla nam rúmum 8,4 milljörðum króna,

sem er 9% samdráttur frá janúar til október 2012.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 61,5 milljörðum króna og dróst saman um 5,1%

miðað við fyrstu tíu mánuði ársins 2012. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um

1,7% milli ára og nam tæplega 17,9 milljörð-um króna. Aflaverðmæti sjófrystingar nam tæpum 47 milljörðum í janúar til október og dróst saman um 5,5% milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam tæpum 3,5 milljörðum króna, sem er 25,7% samdráttur frá árinu 2012.“ -jh

Verðmæti þorskafla dróst saman en verðmæti loðnu- og makrílafla jókst.

Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution

AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 LyfjAborg, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, [email protected]

Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því!

Solaray Íslandwww.heilsa.is

Solaray bætiefnin fást eingöngu í Apótekum og Heilsuvöruverslunum.

Solaray bætiefnin sem næringarþerapistar mæla með.

Tískutímaritin hafa sagt frá því að leikkonan Kate Hudson taki inn Asparagus frá Solaray í nokkra daga áður en hún þarf að ganga rauða dregilinn, en virku næringarefnin í asparagus hreinsa lifrina og eru vatnslosandi. Góð blanda þegar maður vill líta sem allra best út. Asparagus er ekki bara vatnslosandi heldur hefur marga aðra góða eiginleika. Nýsprottnir sprotarnir, rótin og jarðstilkarnir eru notaðir til að búa til bætiefni og lyf. Aspas er notað með vatni til að örva þvagmyndun og létta á okkur. Asparagus hefur einnig verið talin hjálpa gegn þvagfærasýkingum, og öðrum óþægindum frá þvagfærunum sem valdið geta verkjum og bólgu.

Aspargus er líka talin hjálpa við: • verkjum í liðum en oft eru þeir verkir vegna vökvasöfnunar í kringum liðina • hægðatregðu, Asparagus inniheldur náttúrulegar tre�ar og er hreinsandi.

Asparagus frá Solaray léttir á okkur

Aspargus er líka talin hjálpa við: • verkjum í liðum en oft eru þeir verkir vegna vökvasöfnunar í kringum liðina• hægðatregðu,Asparagus inniheldur náttúrulegar trefjar og er hreinsandi. Sumir nota asparagus til að hreinsa húðina, tilvalið að nota á bólur. Þá er best að taka hylkið í sundur blanda innihaldinu saman við vatn þangað til svona létt kremkennt áferð fæst (verður samt alltaf soldið gróft) og bera beint á bólurnar, láta bíða í ca. 10 mínútur strjúka svo af, þetta er talið þurrka upp fituna og koma jafnvægi á rakann í húðinni. Aspar-gus er góð uppspretta af trefjum, fólín sýru, C-vítamíni, E-vítamíni, B6- vítamíni og nokkrum steinefnum. Fæst aðeins í apótekum og heilsuvöruverslunum.

Tískutímaritin hafa sagt frá því að leikkonan Kate Hudson taki inn Asparagus frá Solaray í nokkra daga áður en hún þarf að ganga rauða dregilinn. Hún tekur Asparagus frá Solaray en virku næringarefnin í asparagus hreinsa lifrina og eru vatnslosandi. Góð blanda þegar maður vill líta sem allra best út. En Asparagus er ekki bara vatnslosandi heldur hefur marga aðra góða eiginleika. Nýsprottnir sprot- arnir, rótin og jarðstilkarnir eru notaðir til að búa til bætiefni og lyf. Aspas er notað með vatni til að örva þvagmyndun og létta á okkur. Asparagus hefur einnig verið talin hjálpa gegn þvagfærasýkingum, og öðrum óþægindum frá þvagfærunum sem valdið geta verkjum og bólgu.

Sumir nota asparagus til að hreinsa húðina, tilvalið til að nota á unglinga bólur. Þá er best að taka hylkið í sundur blanda innihaldinu saman við vatn þangað til svona létt kremkennt áferð fæst (verður samt alltaf soldið gró�) og bera beint á bólurnar, láta bíða í ca. 10 mínútur strjúka svo af, þetta er talið þurrka upp �tuna og koma jafnvægi á rakann í húðinni. Aspargus er góð uppspretta af tre�um, fólín sýru, C-vítamíni, E-vítamíni, B6- vítamíni og steinefnum.

Asparagus frá Solaray léttir á okkur

Reykjavík, Bíldshöfða 9,kópavoguR, Smiðjuvegi 4a, græn gataHafnaRfjöRðuR, Dalshrauni 17ReykjanesbæR, Krossmóa 4, selfoss, Hrísmýri 7 akuReyRi, Furuvöllum 15, egilsstaðiR, Lyngás 13

www.bilanaust.is gæði, reynsla og gott verð!

EXPO

- w

ww

.expo

.is

sími: 535 9000

gæðavöRuR fyRiR bílinn á góðu veRði!landsins mesta úrval bílavara

ÞuRRkublöð Í flestar gerðir fólks- og atvinnubifreiða. verslanir

sjömeð mikið

vöruúrval

6 fréttir Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 7: 24 01 2014

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

60

29

4

www.samskip.is

> Fulla ferð áframSamskip óska handboltalandsliðinu góðs gengis á EM í Danmörku.

Þeir ná lengst sem sækja fram með samstilltum hætti og fylgja sendingum

eftir alla leið. Samskip eru stoltur bakhjarl íslenska handboltalandsliðsins.

Áfram Ísland!

Saman náum við árangri

Page 8: 24 01 2014

Vinnumarkaður atVinnuþátttaka 80,9 prósent

Atvinnuleysi í desember 4,4 prósentAtvinnuleysi í síðasta mánuði var 4,4%, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Sam-kvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar voru að jafnaði 185.100 manns á vinnumarkaði í desember. Af þeim voru 176.900 starfandi og 8.200 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 80,9%, hlutfall starf-andi 77,3% og atvinnuleysi var 4,4%. Samanburður mælinga í desember 2012 og 2013 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 0,8 pró-sentustig og hlutfall starfandi um 1,6 prósentustig. Hlutfall atvinnu-

lausra minnkaði á sama tíma um 1,1 prósentustig.

Enn fremur kemur fram hjá Hagstofunni að árstíðaleiðréttur fjöldi fólks á vinnumarkaði í desember 2013 var 187.500 sem jafngildir 81,7% atvinnuþátttöku sem er aukning um 900 manns frá nóvember og hlutfallið þá var 81%. Fjöldi atvinnulausra í desember var 8.600 og fækkaði um 400 manns frá því í nóvember 2013. Hlutfall atvinnulausra var 4,6% í desember en var 4,8% í nóvember. Fjöldi starfandi fólks í desember var 178.900 en var

177.700 í nóvember. Samkvæmt leiðréttingunni minnkaði því at-vinnuleysi um 0,2 prósentustig á milli mánaða og hlutfall starfandi jókst um 0,8 prósentustig.

Fyrstu sex mánuði ársins jókst atvinnuleysi um 3% eða 0,1 prósentustig en minnkaði seinni sex mánuðina um 5,4% eða 0,3 prósentustig. Þegar litið er á árið 2013 þá fækkaði atvinnulausum um 3,6% frá upphafi til loka þess. Á sama tíma fjölgaði starfandi fólki um 3,3% eða 1,7 prósentu-stig og var aukningin nokkuð jöfn yfir allt árið. -jh

Þetta hefur verið lengi í umræðunni en það sækja allir í hótel-rekstur.

Húsnæðismál leigumiðlari bregst Við skorti á leiguíbúðum

Smíðar smáíbúðir fyrir leigumarkaðinnSvanur Guðmundsson leigumiðlari hefur gert frumgerðir af smáíbúðum sem hann vonast til að geta reist í sveitarfélögum þar sem skortur er á leiguíbúðum. Viðræður við sveitarfélögin eru að fara af stað en Svanur segir þörfina fyrir litlar leiguíbúðir á viðráðanlegu verði vera gríðarlega. Íbúðirnar verða tilbúnar til sýningar um miðjan næsta mánuð.

V ið erum búnir að smíða frumgerðir af smáíbúðum og ætlum að sýna þær um miðjan næsta mánuð. Þetta eru tilbúnar 26 og 38 fermetra íbúðir með eldhúsi, baði og herbergi, sem hægt er að setja saman með skömmum

fyrirvara,“ segir Svanur Guðmundsson leigumiðlari sem ásamt viðskiptafélögum sínum hefur stofnað félag um smáíbúðirnar. „Þetta snýst um að leysa þann

bráðavanda sem er uppi þegar kemur að leiguhúsnæði á höfuðborgar-svæðinu. Fjöldi fólks býr í iðnaðarhúsnæði og sífellt meira er lagt

undir hótelrekstur,“ segir hann. Svanur er formaður félags löggiltra leigumiðlara og hefur lengi

talað um nauðsyn þess að reisa nýjar leiguíbúðir. „Þetta hefur verið lengi í umræðunni en það sækja allir í hótelrekstur. Nokkrir fjárfestar leituðu síðan til mín með þessa hugmynd sem ég hef talað fyrir og við gengum í málið. Við erum að reyna að gera þetta á sem ódýrastan hátt í samræmi við nýjustu byggingarreglugerð-ir. Við erum að byrja að ræða við sveitarfélögin um að fá að reisa þessar íbúðir,“ segir Svanur sem vonast til að geta reist þær til að mynda í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri.

Þegar er búið að teikna upp byggingu með 36 íbúðum. „Hugsunin er að fá leyfi til skemmri tíma og þá er

einfaldlega hægt að taka þetta niður aftur eftir kannski 10 ár. Því skemur sem íbúðirnar mega

vera því hærri verður leigan því stofnkostn-aður er verulegur. Við hugsum þetta sem raunhæfan kost sem fólk hefur efni á að búa í. Leigan verður væntanlega í kringum 100 þúsund krónur en vonandi lægri. Það fer allt eftir kostnaðinum sem sveitarfélögin leggja á félagið,“ segir hann.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Á teikningunni er gert ráð fyrir 36 íbúðum sem eru ýmist 26 eða 38 fermetrar.

Svanur Guð-mundsson leigumiðlari segir brýna þörf fyrir aukið framboð á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Ljósmynd/Hari

Frítt söluverðmat án allra skuldbindinga

Halldór Kristján Sigurðssonsölufulltrúi695 [email protected]

Sylvía Guðrún Walthersdóttir

löggiltur fasteignasali477 7777

[email protected]

KAUPTU FJÓRARFÁÐU SEX

HLEðSLA Í FERNU MEð SÚKKULAðIBRAGðI

Hátækni á HeimsmælikvarðaNox Medical hefur þróað svefnrann-sóknabúnað sem vakið hefur verð-

skuldaða athygli.

Síða 2

krabbi fyrir og eftir kreppuMatthea Sigurðardóttir kynntist sitt hvorri hlið heilbrigðiskerfisins þegar hún glímdi við krabbamein.

Síða 4

karlar mikilvægir í umönnun

Fjöldi karla í umönnunarstörfum hjá öldrunarheimilum Akureyrar tvöfaldaðist síðasta sumar.Síða 8

einstakur grunnur til rannsóknaKrabbameinsskrá okkar Íslendinga hefur verið starfrækt í hálfa öld. Hún þykir ein sú fullkomnasta í heimi.

Síða 10

1. tölublað 2. árgangur

10. janúar 2014

Öldruðum mun fjölga hratt á næstu árum og áratugum. Eftir tuttugu ár verða fimmtán pró-sent landsmanna yfir sjötugu en eru níu prósent nú. Álag á heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna og kostnaður samfara því. Heilbrigðis-kerfið er ekki tilbúið að takast á við þennan nýja veruleika.

Síða 6

Ellisprengja

Lúsasjampóeyðir höfuðlús og nit

Virkni staðfest í

klínískum prófunum*

Öflugt - fljótvirkt - auðvelt í notkun Virkar í einni meðferð Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum 100% virkni gegn lús og nit Náttúrulegt, án eiturefna

* Abdel-Ghaffar F et.al; Parasitol Res. 2012 Jan; 110(1):277-80. Epub 2011 Jun 11.

FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM

klínískum prófunum*

Fyrir 2 ára og eldri www.licener.com

Mjög auðvelt

að skola úr hári!

Kemur næstút 14. febrúarNánari upplýsingar veitir Gígja Þórðardóttir, [email protected],í síma 531-3312.

8 fréttir Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 9: 24 01 2014

23.–26. janúar

Magni peysa10.800 kr.4.000 kr.

Lóa ungbarnasett4.900 kr.1.500 kr.

Vindur dömujakki39.800 kr.12.000 kr.

Vík vindheld hettupeysa 27.500 kr.12.500 kr.

Loki vindheld peysa12.500 kr.5.000 kr.

Kjölur primaloft skyrta16.500 kr.6.500 kr.

Vík hettupeysa23.500 kr.11.000 kr.

Öskjuhlíð vettlingar3.900 kr.1.000 kr.

Öskjuhlíð húfa7.500 kr.3.000 kr.

Gunnar síðermabolur7.500 kr.2.500 kr.

Viðey húfa6.500 kr.1.500 kr.

Gjóla dömujakki28.500 kr.8.000 kr.

Lagersala50-80% afsláttur

Útsölumarkaður Faxafen 12 | 108 Reykjavík Opnunartími: Fös. 8-18 | Lau. 11-18 | Sun. 12-16Skipagata | 600 Akureyri Opnunartími: Fös. 9-18 | Lau. 10-18 | Sun. 12-18Miðvangur 13 | 700 Egilsstaðir Opnunartími: Fös. 11-18 | Lau. 11-18 | Sun. 12-18

Börn Dömur Herrar Aukahlutir

Page 10: 24 01 2014

www.fi.is

Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

www.fi.is

Ferðaáætlun FÍ 2014Ferðaáætlun FÍ 2014Ferðaáætlun FÍ 2014

er komin úter komin úter komin útUpplifðu náttúru Íslands

FÉ Í

er komin útUpplifðu náttúru ÍslandsUpplifðu náttúru Íslands

F imleikar eru önnur vinsælasta íþrótt landsins á eftir fótbolta og sú vinsælasta meðal stúlkna. Fim-

leikafélögin anna ekki eftirspurn vegna húsnæðisskorts og þurfa sum hver að deila plássi með öðrum minna vinsælum íþróttum eða jafnvel hafast við í geymslu, á meðan fótboltinn er alltaf settur í for-gang. Þorgerður Diðriksdóttir, formaður Fimleikasambands Íslands, telur að hér sé verið að mismuna kynjunum og kallar eftir hugarfarsbreytingu.

„Það má segja að fótbolti og fimleikar séu íþróttir sem spegli hvor aðra. Kynjahlutfallið í þeim er jafnt, 75% stúlkur á móti 25% strák-ar í fimleikunum og akkúrat öfugt í fótbolt-anum. Svo er fótboltinn vinsælastur meðal stráka og fimleikarnir vinsælastir meðal stúlkna. Það er nóg pláss fyrir strákana til að stunda sína íþrótt, sem er í alla staði frábært, en það er aftur á móti ekkert pláss fyrir stúlkurnar til að stunda sína íþrótt. Ef við ætlum að hafa jafnræði milli kynja til íþróttaiðkunnar þá þyrfti auðvitað að vera sambærileg aðstaða til fimleikaiðkunar og til fótboltaiðkunar. Fimleikar eru gríðarlega góð hreyfikennsla og kennir heilbrigðan lífs-tíl sem dugar út lífið, óháð því hvort börnin ætli að verða keppnisfólk eða ekki.“

Nú eru 9500 manns skráðir í fimleika-hreyfinguna en tugur barna er á biðlista eftir að komast að þar sem hallirnar sem byggðar hafa verið rúma ekki fjöldann sem sækir íþróttina. Þorgerður segir að þrátt fyrir töluvert uppbyggingarstarf síð-ustu ára og byggingu nýrra fimleikahúsa vanti enn mikið upp á til að aðstaðan fyrir þessa gífurlega vinsælu íþrótt sé viðun-andi. „Ég get nefnt fimleikadeildina á Eg-ilsstöðum sem dæmi en þar hefur átt sér stað mikil uppbygging síðastliðin 10 ár. Nú eru fleiri stúlkur sem stunda fimleika þar en strákar sem stunda fótbolta. Samt sem áður er aðbúnaður fyrir fimleika eng-inn og deildin þarf að deila fjölnota innan-hússal með öllum öðrum innanhúsíþrótt-um og leikfimi skólans á meðan fótboltinn er enn settur í forgang.“

Þorgerður bendir á að það hafi alltaf verið, þar til nýlega, meiri hefð fyrir því að strákar stundi íþróttir en að nú sé vitað mál að heilbrigður lífsstíll er öllum nauðsynlegur, óháð kyni. „Við þurfum að gefa í gagnvart þeim íþróttagreinum sem stelpur vilja stunda því við vitum að hreyf-ing er jafn nauðsynleg fyrir stelpur og stráka. Það verður að verða vitundarvakn-ing hjá sveitarfélögum því það er ekki hægt að búa við það að ekki sé jafnræði milli kynja til að stunda íþróttir. Nú þurfa allir að leggja sig fram við að skoða hvar og hvernig stúlkur vilja stunda íþróttirnar og hvernig sé hægt að búa þeim aðstöðu til þess.“

Þorgerður bendir jafnframt á erfið-leika sveitarfélaganna þegar kemur að biðlistum sem börn úr öðrum sveitar-félögum fylla. „Nú liggja fyrir teikningar úti á Seltjarnarnesi fyrir nýja aðstöðu en þá er aðal umræðan sú hvort þeir eigi að

taka endalaust við, og borga undir Reyk-víkinga, sem ekki hafa sjálfir aðstöðu. Fjölmargir iðkendur innan Gróttu eru ekki Seltirningar því það er ekkert fim-leikahús í boði í Vesturbæ Reykjavíkur. Svo Seltirningar spyrja sig hvort þeir eigi að leggja í þennan mikla kostnað, meðal annars fyrir Reykvíkinga. En þessi umræða hefur líka verið tekin milli Reykjavíkur og Kópavogsbæjar. Það er mjög langur biðlisti í Gerplu, og þá hefur bæjarstjórinn haldið því fram að börnin úr Kópavogi eigi forgang fram yfir þau börn sem koma úr sveitarfélagi þar sem aðstaðan er engin. En svo er Grafarvog-ur annað dæmi um hverfi með langan biðlista. Risastórt hverfi þar sem Fjölnir hefur frábæra aðstöðu til íþróttaiðkunar með íshokkísal og fótboltahús og glæsi-legan útivöll fyrir fótbolta, en fimleika-deildin þarf að notast við gömlu áhald-geymslu fótboltans.“

Þorgerður segir það sorglegt að hreyf-ing sem hafi alla burði til að vaxa og dafna, sem eigi tækin og tólin og ekki síst mannskapinn til að bregðast við vin-sældunum, skuli ekki fá neina aðstöðu. „Það er alveg ljóst að það þarf að byggja eða útbúa aðstöðu þar sem að fimleika-áhöld eru og tækifæri fyrir deildir að vera með meiri umsvif. Til dæmis hefur verið rætt í Kópavogi að Gerpla fái bara aðgang að fleiri sölum, það þurfa ekkert að vera sérhannaðir fimleikasalir því mikið af okkar starfsemi getur farið fram í venjulegum sal með dýnum og trampólíni. Reykjavík hefur staðið sig vel sem íþróttaborg en nú þarf að gefa fim-leikunum pláss. Þetta er að verða eins og með tónlistarskólana, það þarf að sækja um pláss á sama tíma og í leikskóla. En svo er alltaf nóg pláss fyrir fótboltann því þar hefur verið mikil og frábær upp-bygging, en nú er bara kominn tími á fimleikana.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Fimleikar FimleikaFélög anna ekki eFtirspurn en verða að víkja Fyrir Fótboltanum

Ekkert pláss fyrir íþrótta-iðkun stúlknaÞorgerður Diðriksdóttir, formaður Fimleikafélags Íslands, segir ekkert jafnræði milli kynjanna þegar kemur að íþróttaiðkun og kallar eftir almennri hugarfarsbreytingu.

„Við þurfum að gefa í gagnvart þeim íþrótta-

greinum sem stelpur vilja stunda því við

vitum að hreyfing er jafn nauðsynleg fyrir

stelpur og stráka.“ Ljósmynd/Hari

Það má segja að fótbolti og fimleikar séu íþróttir sem spegli hvor aðra. Kynjahlut-fallið í þeim er jafnt, 75% stúlkur á móti 25% strákar í fimleikunum og akkúrat öfugt í fót-boltanum.

10 fréttaviðtal Helgin 24.-26. janúar 2014

Phosphatidylserine eru sérhæfð lípíð sem líkaminn framleiðir. Þó að það sé nauðsynlegt efni til að stýra virkni allra frumna þá nýtist það mest í heilanum. Phosphatdylserine spilar lykilhlutverk í taugaboðum til heilans. Rannsóknir hafa beinst að því að hjálpa þeim sem eru byrjaðir að gleyma einföldum hlutum. Phophatdylserine hefur sýnt fram á mjög jákvæð viðbrögð í þessum einstaklingum og er því kynnt sem fæðubótarefni til að auka minni og vitræna frammistöðu. O� er það streita sem veldur minnistapi og Phosphatdylserine hefur hjálpað gegn streitu. Það er talið hjálpa til að viðhalda réttum taugaboðum og hafa jákvæð áhrif á minnið. Phosphatdylserine er talið vera örugg og áhrifarík lausn til að hjálpa gegn minnistapi og til að virkja betur heilastarfsemina.

Útgefnar rannsóknir hafa sýnt fram á að Phosphatdylserine/PS hefur yngjandi áhrif á heilafrumurnar og vegna þessa er það talið:

• Styrkja minnið• Styrkja athygli og árverkni hjá fólki• Hjálpar fólki til að læra eitthvað nýtt• Eykur skerpu • Eflir einbeitingu• Dregur úr þunglyndi og bætir skapið• Minnkar streitu hjá ungum sem öldnum• Hægir á elliglöpum

Minnið í lag

Rannsóknir hafa sýnt að með því að taka Phosphatdylserine/PS þá sýna sjúklingar aukna getu til að læra eitthvað nýtt, muna nöfn og að þekkja fólk. Guðrún Bergmann mælir með PS í bókinni sinni Ung á öllum aldri og segir „Þetta náttúrulega lípíð eða fituefni er talið vera næringarefni fyrir heilafrumurnar og þar með hafa jákvæð áhrif á minni og einbeitingu. Rannsóknir gefa til kynna að það dragi úr ótímabærri aldurstengdri hugrænni hnignun.“

Solaray Íslandwww.heilsa.is

Page 11: 24 01 2014

janúarútsala icewear20-60% afsláttur

í verslun icewear fákafenI 9

lokadagar útsölu!

útivistarfötfyrir alla fjölskylduna!

Page 12: 24 01 2014

Rithöfundurinn ræddi vítt og breitt um lestur og mátt bókar-innar við drengi í 9. og 10. bekk. Þeir tóku virkan þátt í spjall-inu, auk þess sem bókasafnið kom upp sýningu sem gæti fallið ungum drengjum í geð.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjórar: Jónas Haraldsson [email protected] og Sigríður Dögg Auðuns dóttir [email protected]. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@

frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson [email protected] . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

G Gengið hefur verið út frá því sem gefnu að Íslendingar séu læsir. Því voru niðurstöður nýlegrar PISA-könnunarinnar sem köld vatnsgusa framan í okkur. Þar kom fram að nær þriðjungur 15 ára drengja ætti erfitt með að meta og túlka lesinn texta. Þetta hefði samt ekki átt að koma á óvart. Könnun sem gerð var fyrir rúmum tveimur árum í grunnskólum Reykjavíkur sýndi að tæplega

fjórðungur 15 ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Þá hafa PISA-kannanir síðast-liðinn áratug sýnt stöðugan kynjamun á lesskilningi en árið 2009 kom fram að 70 pró-sent þeirra íslensku nemenda sem teljast slakir í lestri voru drengir.

Það er því að vonum að Illugi Gunnarsson mennta-málaráðherra kalli eftir svari við þeirri spurningu hvernig

sextán ára piltur komist í gegnum alla bekki grunnskólans án þess að geta lesið sér til gagns.

Lengi hefur legið fyrir að mikill munur er á áhuga drengja og stúlkna á lestri þar sem stúlkurnar standa sig betur. Þó er það ekki svo að þessi þriðjungur drengja sé hreinlega ólæs. „Þessi 30 prósent eiga við um drengi sem ná ekki svokölluðu hæfnisprófi 2 af 6,“ sagði Almar M. Halldórsson, sérfræðingur hjá Námsmatsstofnum. Það þýðir ekki að drengirnir geti ekki stautað sig í gegnum texta, að hans mati, enda ekki um lestrar-próf að ræða, „enda væri það undarleg niðurstaða ef þriðjungur 15 ára drengja gæti ekki lesið texta. Við vitum að þeir lesa mik-inn texta í gegnum samskipti sín á netinu,“ segir Almar.

Þar virðist hluti skýringarinnar liggja. Vandinn er ekki bara hérlendur. Fjölþjóð-legur samanburður sýnir hið sama annars staðar. PISA-kannanirnar gefa til kynna að stúlkur hafi jákvæðara viðhorf til lestrar og lesi sér frekar til skemmtunar. Ein möguleg ástæða hefur verið nefnd, að val á lesefni

í skólum endurspegli frekar áhugasvið stúlkna en drengja. Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að því er fram kom á Lesvefnum um kynjamun og læsi, „að kennarar leggja oftast meiri áherslu á textategundir sem stúlkur kjósa, eins og til dæmis frásagnir og skáldsögur þar sem áhersla er á ákveðna atburðarás, persónusköpun og tengsl milli einstaklinga. Mun minni áhersla virðist aftur á móti lögð á þær gerðir texta sem drengir hafa áhuga á, eins og til dæmis myndasögur, íþróttasíður í dagblöðum, vísindaskáldsögur, furðusögur og fræðandi texta um tiltekið sérsvið.“ Þá hefur tilrauna-verkefni Skólavefsins sýnt að lestraráhugi drengja virðist aukast með notkun lesbretta.

Menntamálaráðherra segir að engin skyndilausn sé til við margþættum vanda í skólakerfinu sem áðurnefnd PISA-könnun sýni – en vill skoða kennaranám og náms-gögn. Hann setti síðastliðið sumar af stað vinnu við nokkur atriði þar sem hann telur breytinga þörf, meðal annars við lestrar-kennslu. Stefnuskrá verður gefin út og hugmynda leitað á fundum með foreldrum, kennurum og nemendum.

Mikilvægt innlegg í þá vinnu er framlag einstaklinga jafnt sem stofnana. Frá því var greint í liðinni viku að Andri Snær Magna-son rithöfundur hefði mætt sem gestur Bókasafns Seltjarnarness en starfsfólk þess vill stuðla að vitundarvakningu meðal ung-lingsdrengja og hvetja þá til bóklesturs. Rit-höfundurinn ræddi vítt og breitt um lestur og mátt bókarinnar við drengi í 9. og 10. bekk. Þeir tóku virkan þátt í spjallinu, auk þess sem bókasafnið kom upp sýningu sem gæti fallið ungum drengjum í geð.

Verði þetta til þess að fleiri bækur sjáist á náttborðum ungra drengja á Seltjarnar-nesi er það vel og fordæmi fyrir aðra. Leita þarf nýrra leiða til að hvetja drengina til dáða – vitaskuld án þess að það komi niður á árangri stúlkna. Kostur þarf að vera á náms-efni í grunnskólunum sem hentar báðum kynjum og aðferðum sem duga til að vekja áhuga beggja.

Unglingsdrengir hvattir til lesturs

Stuðlað að vitundarvakningu

Jónas [email protected]

FramsóknarlógíkVið ætlum ekkert að ganga í Evrópu-sambandið, þannig að það þarf enga kosningu. Þetta er alveg lógískt.Sigrún Magnúsdóttir, formaður þing-flokks Framsóknarflokksins, valtaði með rökum yfir kosningaloforð um þjóðaratvkæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB.

Veröld innan veggjaÞá leyfi ég mér að vitna í bíómyndina Few good men með Jack Nicholson, og segi: You can’t handle the truth!Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Stefáns Blackburn í Stokkseyrarmálinu, greip til fleygra orða Jacks Nicholsons úr herréttardramanu A Few Good Men í varnarræðu sinni.

Samfylking um GeirMér finnst mikilvægt að halda til haga að á stjórnmálaferli sínum tók Geir alltaf málstað frjálslyndis í málefnum innflytjenda og tók skýra afstöðu gegn andúð á inn-flytjendum þegar sú umræða var sem heitust í íslenskri pólitík fyrir áratug

eða svo. Þar synti hann að sumu leyti gegn straumnum og uppskar virðingu fyrir.Dagur B. Eggertsson kom Geir H. Haarde til varnar á Facebook-síðu sinni eftir að DV rifjaði upp fordómafulla grein sem Geir skrifaði í menntaskóla-blaðið Fjörni á yngri árum.

Sjálfum sér til lítils sómaTilvitnuð ummæli eru sett á blað af 16 ára unglingi fyrir tæpum 50 árum með orðfæri þess tíma. Þau voru og eru fáránleg og höfundi ekki til sóma. Störf mín og skrif síðan bera ekki vott um slík viðhorf.Geir H. Haarde benti á að rasísk skólablaðsgrein væri ungæðisleg og ekki í takt við viðhorf hans sem fullorðins manns.

Nauðsyn brýtur lögAð okkar mati er birtingin nauðsynleg.Stjórnendur vefsíðunnar sem birti öll rannsóknargögn í kynferðisbrotamáli þar sem lögreglumaður var kærður fyrir brot gegn ungri stúlku. Lögmenn efast sumir hverjir um lögmæti birtingarinnar.

Sagt hefur það verið...

Í slíku samfélagi vil ég ekki búa, né get boðið mínum nánustu upp á það.Hannes Friðriksson hefur ákveðið að flytja frá Keflavík við fyrsta tækifæri eftir að grín var gert að skoðanaskrifum hans á þorrablóti Íþróttabandalags Keflavíkur.

BotnslagurÍ þessu máli nær hátt-virtur þingmaður nýjum botni í þeirri ógeðfelldu pólitík sem hann er farinn að stunda, líklega til að verjast í vandræðum á sínum heimavígstöðvum í sínum flokki.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for-sætisráðherra brást hinn versti við fyrir-spurn Árna Páls Árnasonar um tengsl ráðherrans við stjórnendur MP-Banka.

Líf í öll hverfiVið búum í ólíkum hverfum, við ólíkar aðstæður.Líf Magneudóttir gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í borgar-stjórnarkosningunum og fer þar með gegn sitjandi oddvita, Sóleyju Tómas-dóttur.

Vikan sem Var

Baileys-terta

pekanpæ

jarðarBerjakaka

kökur og kruðeríað hætti jóa Fel

rósaterta með Frönsku súkkulaði-smjörkremi

sími: 588 8998

12 viðhorf Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 13: 24 01 2014

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar

Fim. 30. jan. » 19:30

Steve Reich og Daníel Bjarnason

Opnunartónleikar á Myrkum músíkdögum

Haukur Tómasson Í sjöunda himniDaníel Bjarnason The Isle is full of NoiseÞuríður Jónsdóttir Nýtt verkSteve Reich Three Movements

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóriHamrahlíðarkórarnirÞorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri

Á tónleikum Sinfóníunnar á Myrkum músíkdögum er ný íslensk tónlist í forgrunni. Frumflutt verður verk eftir Þuríði Jónsdóttur auk þess sem tvö nýleg íslensk tónverk hljóma; Í sjöunda himni eftir Hauk Tómasson og The Isle is full of Noises eftir Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóra tónleikanna.

Hamrahlíðarkórarnir munu taka þátt í flutningi verksins sem hljómar hér á landi í fyrsta sinn en verkið var frumflutt í Disney Hall 2012. Efnisskrána fullkomnar svo Three Movements eftir Steve Reich, eitt þekktasta tónskáld bandaríska mínímalismans.

Tryggið ykkur miða

Page 14: 24 01 2014

Skipulagða draumalífið mitt

Þetta verður öðruvísi á morgunÞ að besta við annars erfiðasta

mánuð ársins, janúar, er að þá lýkur jólafríinu. Auðvitað er

jólafríið yndislegt og allt það, en mikið óskaplega fer það illa í börnin mín – og þar með okkur foreldrana – þegar slakað er á reglum og rútínan fer úr skorðum. Þau verða nánast stjórnlaus –

og eiginlega líka ég.Ég komst að því fyrir ára-

tugum að mér sjálfri líður best í rútínu – og það er ennþá raunin. Það er hins vegar minn akki-lesarhæll hvað mér gengur illa að halda þeirri rútínu sem ég hef komið mér upp. Sérstaklega á dimmustu mánuðum ársins.

Mig dreymir um að lifa eftir stundaskrá. Þá myndi ég vakna útsofin fyrir allar aldir, henda í eina þvottavél og hengja upp úr annarri áður en ég reimaði á mig hlaupaskóna og tæki einn

léttan hring í hverfinu. Svo kæmi ég heim og hellti upp á kaffi og færði eigin-manninum í rúmið og stykki í sturtu áður en ég hrærði í ávaxta- og græn-metisbúst í morgunmat fyrir fjölskyldu-meðlimi. Þegar ég væri klædd og tilbúin vekti ég börnin með kossi og þau myndu vakna með bros á vör. Klæddu sig í fötin sem ég var búin að hafa tilbúin fyrir þau kvöldið áður, fengju sér sæti við eldhús-borðið og drykkju bústið sitt yfir spjalli

um daginn sem framundan er.Svo færum við öll glöð og ánægð í

skóla og vinnu – og ég myndi aldrei gleyma að taka með píanóbækur eða fimleikaföt.

Og ég væri löngu búin að skipuleggja hver ætti að sækja börnin í skóla eða leikskóla ef við foreldrarnir þyrftum að vinna lengur – og við hefðum keypt inn fyrir alla vikuna á sunnudeginum og værum með það á hreinu hver ætti að elda hvað á hverju kvöldi. Heimanámið gengi eins og í sögu og börnin borð-uðu með ánægju það sem var á boð-stólum. Þau færu í háttinn á slaginu átta og væru sofnuð eftir stutta kvöldsögu klukkan hálf níu. Þá tæki ég úr þvottavél og setti í aðra og gerði allt tilbúið fyrir morgundaginn – á meðan eiginmaður-inn vaskaði upp eftir kvöldmatinn. Svo settumst við hjónin niður og ættum smá gæðastund saman – eftir að við værum búin að taka smá stormsveip yfir íbúðina og gera allt fínt. Svo myndi ég setjast á rúmstokkinn hjá unglingnum og gæfi honum tækifæri til að tjá sig um það sem á honum hvílir. Loks færi ég upp í rúm og læsi í smá stund í einhverri mjög gáfulegri og uppbyggjandi bók og væri sofnuð löngu fyrir ellefu.

Þetta hljómar svo einfalt – en af hverju gengur mér svona illa að lifa eftir þessu annars fullkomna skipulagi?

Ég byrja daginn yfirleitt á því að

rumska við að eiginmaðurinn fer á fætur við vekjaraklukkuna. Ég sofna hins veg-ar alltaf aftur. Svo vakna ég við að hann kemur með kaffi í rúmið til mín eftir að hann er búinn að fara í sturtu og klæða sig og hafa fötin tilbúin fyrir börnin. Svo vakna börnin sem höfðu bæði skriðið upp í um nóttina. Og baráttan hefst. Fyrst þarf ég að berjast við sjálfa mig að koma mér fram úr. Svo þarf ég að berjast við að koma börnunum í fötin og út úr húsi (og fara aukaferð heim og í skólann því við gleymdum píanóbókunum eða íþróttafötunum).

Kvöldið er álíka skipulagslaust. Annað okkar sækir börnin og hitt vinnur leng-ur. Það okkar sem kemur heim á undan þarf að klóra sér í hausnum yfir því hvað á að vera í kvöldmatinn (og annað hvort að þrælast í búðina með börnin undir handleggnum eða töfra fram máltíð úr einhverju úr skápunum) og bölvar sér yfir því að vera ekki skipulagðari. Og ef svo heppilega vill til að ég man eftir því að láta börnin lesa heima (svo ekki sé talað um að æfa sig á píanóið) hefst rökræðan um mikilvægi heimanáms. Og börnin eru sett allt of seint í háttinn sem verður til þess að bæði fara í mót-þróakast og allir verða uppgefnir og enginn fær gæðastund, hvorki foreldrar né börn. Og við foreldrarnir sofnum úr-vinda frá ótilteknu húsi og þvottafjalli.

En þetta verður öðruvísi á morgun.

Sigríður Dögg Auðunsdóttirsigridur@

frettatiminn.is

sjónarhóll

SILFUR

50% afsláttur

LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660

Verslunin í Spönginni LOKAR – allt á að seljast

GULL 30% afsláttur

ÚR 50% afsláttur

DKNY - Casio - Fossil - Diesel

VikAn í tölum

44 mörk hefur Guðjón Valur Sigurðsson skorað á EM í Danmörku.

259nýir bílar seldust hér á landi dagana 1. til 20. janúar. Það eru jafnmargir bílar og á sama tíma í fyrra.

2.000.000króna veð fékk lögmannsstofan Lex í nýreistu húsi Kára Stef-ánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í Kópavogi. Stofan hafði unnið fyrir Kára en hann ekki viljað greiða, samkvæmt frétt Við-skiptablaðsins.

1803 kíló vógu tólf keppendur í Biggest Loser samanlagt þegar tökur á þættinum hófust. Meðal-þyngd þeirra var 150,25 kíló. Sýningar á Biggest Loser hófust á Skjá einum á fimmtudagskvöld.

14 viðhorf Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 15: 24 01 2014

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900

samsungsetrid.is

Verslanir ogumboðsmennum land allt

KEFLAVÍKSÍMI 421 1535

ORMSSONAKRANESISÍMI 530 2870

ORMSSONÞRISTUR-ÍSAFIRÐISÍMI 456 4751

ORMSSONORMSSONAKUREYRISÍMI 461 5000

ORMSSONHÚSAVÍKSÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK-EGILSSTÖÐUMSÍMI 471 2038

ORMSSONPAN-NESKAUPSTAÐSÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSISÍMI 480 1160

GEISLIVESTMANNAEYJUMSÍMI 481 3333

KSSAUÐÁRKRÓKI455 4500

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMAR 530 2800

Treystu Samsung til að framleiðaafburða uppþvottavélar.

Úrval Samsung kæliskápa á góðu verði.

Treystu Samsung til að framleiða

Verð þvottavéla frá kr. 99.900

Verð frá kr. 159.900

Hágæða heimilistæki frá

Frábærir nýir kæliskápar

Þvottavélar og þurrkararfrá Samsung – gegnheil gæði

12 mánaðavaxtalausarraðgreiðslur

3 eða 4 hellur · NiðurfellanlegtVerð frá kr. 139.900

Blástursofn · 70 lítrarVerð hvítur kr. 139.900 /stál kr. 176.900

Vandaðir eldhúsofnar Spanhelluborð Hallandi veggháfur Glæsileg hönnun frá Samsung

Verð 159.900.-

Bjóðum hvíta skápa ogþrjár gerðir í burstuðu stáli.

Úrval Samsung kæliskápa á góðu verði.

„ AMERÍSKUR“ KÆLIR–FRYSTIRAldrei að afþýða.

Dæmi - hér sýndur:178 cm hár · hvítur

Kr. 129.900

Page 16: 24 01 2014
Page 17: 24 01 2014
Page 18: 24 01 2014

18 viðtal Helgin 24.-26. janúar 2014

Þyngdist um 30 kíló á hálfu ári„Það var svolítið skrýtið að sjá sjálfa sig í sjónvarpinu. Ég vissi alltaf að ég væri stór en þegar ég sá mig í sjónvarpinu gerði ég mér fyrst grein fyrir hversu stór ég var orðin. Það var erfitt að sjá mig þarna á hlaupabrettinu og lungun að springa. Ég var í engu formi með skerta hreyfigetu en ég upplifði það ekki þannig því ég var orðin vön þessu. Ég hef verið að þyngjast síðan ég var 9 ára. Ég var alltaf stærri en jafnaldrar mínir, hef tekið þátt í íþróttum en borðað því meira á móti. Um hálfi ári áður en byrjað var að taka upp þættina hafði ég gefist upp, ég hætti að hreyfa mig og borðaði mikið, og bætti á mig 30 kílóum á þessu hálfa ári. Ég var alveg hætt að hugsa um sjálfa mig. Það er alls ekki samþykkt í samfélaginu að vera svona stór og það birtist á ýmsa vegu. Til dæmis er lítið af fötum í boði fyrir stórar manneskjur og áður en Evans kom gat ég varla fundið föt á mig. Ég er aðallega í íþróttafötum, fötum með teygju sem teygðust með manni. Ég hef líka fundið fyrir því í starfi mínum sem hjúkrunarfræðingur og fræði fólk um lífsstíl að það gengur misvel. Fólk sá auð-vitað í hvaða formi ég var en það er ekki það sama að vita og gera.“

Solaray Íslandwww.heilsa.is

Eru þið kvefuð ?Sumir fá alltaf ennis og kinnholubólgur í hvert sinn sem þeir kvefast og eins sársaukafullt og það er þá er fólk tilbúið að gera nánast hvað sem er til að losna undan því. Einkenni sýkingar eða bólgu í ennis-og kinnholum er o� sársauki og þrýstingsverkur í enni og kinnum. Bætiefnið Sinus Source frá Solaray hefur hjálpað mörgum sem hafa átt við krónískar bólgur í ennis- og kinnholum að stríða, og hreinlega stytt veikindatímann hjá þeim og sumir fá ekki einu sinni bólgurnar ef þeir taka inn Sinus Source. Mengandi efni úr umhver�nu og ofnæmi geta valdið ennis-og kinnholubólgum. Þessi blanda er sérvalin til að virka

gegn óþægindum sem ennis-og kinnholubólgur valda og getur ha� mikil áhrif á lífsgæði fólks. Sinus Source kemur að gagni hvenær sem ennis-og kinnholuvandamál gerir vart við sig og á hvaða árstíma sem er. Sinus Source inniheldur þróaða blöndu bætiefna og jurta t.d. C-vítamíni, quercetín, bromelain, netlulauf, boswella og ginkgo biloba. Allt eru þetta jurtir og bætiefni sem vinna saman að því að létta á ennis- og kinnholubólgum. Margar þessara jurta bæta einnig meltinguna, því bólgur sem ýta undir ennis- og kinnholuvandamál koma o� upp víðar í líkamanum og þá mjög gjarnan í meltingarveginum.

Átakið er hafiðRaunveruleikaþátturinn The Biggest Loser Ísland hefur breytt lífi þeirra tólf einstaklinga sem í september ákváðu að segja offitunni stríð á hendur. Allir voru þeir í mjög slæmu líkamlegu ástandi, jafnvel farnir að einangra sig félagslega og með afar slæma sjálfsmynd. Fyrsti þátturinn af The Biggest Loser Ísland var sýndur á SkjáEinum í gær og af því tilefni spurðum við þátttakendur nokkurra spurninga um hvernig þeim hafi liðið að sjá sig í sjónvarpinu, hvað varð til þess að þeir urðu jafn þungir og raun bar vitni, og hvort þeir hafi fundið fyrir útlits-fordómum vegna þyngdar.

Öðlaðist frelsi„Fyrsti þátturinn fór fram úr mínum vænt-

ingum. Mér fannst þetta alveg stórkostlegt. Ég fékk engan kjánahroll og var bara

ánægður með strákinn sem ég sá. Þarna var ég í mínu alversta formi og öll

viðleitni til hreyfingar kvöl og pína. Þessi fyrsta vika var mjög erfið,

við byrjuðum bratt og héldum alltaf áfram.

Í raun varð ekkert sérstakt til þess að ég varð svona þungur. Ég hef í

gegn um tíðina valið að verðlauna mig með mat og huggað mig með

mat ef þess þurfti. Ég held að það sé minn akkilesarhæll. Nú hef ég

lært að takast á við tilfinningar með heilbrigðari hætti og það er svakalegt

frelsi að vera búinn að viðurkenna veik-leika mína. Þó ég hafi þurft að berhátta mig

fyrir alþjóð í þættinum þá er ávinningurinn algjört frelsi. Ég er hættur að þykjast.

Ég var farinn að finna fyrir fordómum vegna þyngdar en kveikjan að fordómunum var

fyrst og fremst hjá sjálfum mér. Ég var sjálfum mér verstur og held að ég hafi jafn-

vel gert fólki upp neikvæðar skoðanir á mér. En ég fékk líka jákvæðar ábendingar frá fólki

sem vildi mér vel.“

Föst í vítahring„Ég var mjög kvíðin fyrir því að sjá mig í sjónvarpinu en svo var það bara mjög gaman. Það var auðvitað

skrýtið en ég varð líka stolt yfir árangrinum. Í raun vissi ég ekki hverju ég ætti von á því í ferlinu gleymdi ég fljótt að þetta yrði sjónvarpinu. Við höfðum um nóg annað að hugsa. Ég hef alltaf verið of þung en á síðustu fimm árum þyngdist ég smátt og smátt meira. Ég var alltaf að reyna að létta mig, náði einhverjum smá árangri en gafst alltaf upp og bætti á mig enn fleiri kílóum en ég hafði

misst. Ég var orðin mjög óánægð með mig, var farin að loka mig af og borða meira, og þar af leiðandi verða enn

óánægðari með mig. Ég var bara föst í vítahring. Ég borðaði ekki mikinn mat en því meira af sætindum, nammi og ís. Þar sem ég hef alltaf verið of þung hef ég ekki samanburð og

veit því ekki hvort fólk kæmi öðruvísi fram við mig ef ég væri það ekki. Fólk hefur bara oft verið að gefa mér góð ráð til að hjálpa mér að grennast.“

Haldinn brauðfíkn„Mér fannst ekkert mál að sjá mig í sjón-varpinu. Mér finnst þetta ekkert feimnis-mál og í raun bara ótrúlega gaman að sjá sjálfan sig takast á við þessi verkefni. Ég þyngdist smátt og smátt, á nokkrum árum bætti ég á mig um fimmtíu kílóum. Ég held að það sem hafi haft mest að segja var hvað ég drakk mikið af gosi og borðaði mikið snakk. Ég borðaði líka mikið af brauði og finnst eins og ég hafi nánast verið með einhvers konar brauðfíkn. Það eru einhver efni í þessu sem bara kalla á meira. Ég borðaði mikið eftir klukkan átta á kvöldin og held að það hafi líka haft mikil áhrif á þyngdina. Ég vissi alveg að það var ekki í lagi með matarvenjur mínar þegar ég horfði á vigtina fara stöðugt upp en ég réði ekki við þetta. Ég hef ekki fundið fyrir neinum fordómum vegna þyngdar. Vissulega hef ég lent í því í búðum að lítil börn spyrja mig af hverju ég sé svona þungur og að börn benda á mig en þau vita auðvitað ekki hvað þau eru að segja. Ég er jákvæður að eðlisfari og hef ekki látið þetta hafa áhrif á mig.“

Hrönn Harðardóttir er 30 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann á Akureyri.

Óðinn Rafnsson er 37 ára sölumaður frá Hafnarfirði.

Inga Lára Guðlaugsdóttir frá Akranesi er 31 árs félagsfræðinemi við HÍ.

Sjúk í sykur„Mér fannst kjánalegt að sjá mig í sjónvarp-

inu og mjög erfitt að sjá mig á vigtinni. Það sást svo vel hvað mér leið illa. Það var nógu óþægilegt að vera á vigtinni þó ekki bættist á að ég var hálfber að

ofan fyrir framan myndavélar. Ég hef alltaf verið stærri á alla

kanta en jafnaldrar mínir. Í raun borðaði ég bara allt

með sykri; sælgæti og kökur. Á dæmigerðum

degi borðaði ég ekkert fyrr en um klukkan þrjú eða

fjögur. Þá fékk ég mér samloku, kók, kex,

súkkulaði, og á kvöldin borðaði ég mjög mikið. Ég prófaði bæði Herbalife og að vera hjá einkaþjálfara.

Það virkaði á meðan ég var í því en um leið og ég

hætti bætti ég á mig aftur. Ég var líka óþolinmóð og vildi sjá árangur

strax. Ég fann aðeins fyrir fordómum í grunnskóla en í seinni tíð aðallega ef ég fór í tískubúðir. Ég vissi að ég myndi ekki passa í neitt þar og fór kannski inn með vinkonu minni. Af-

greiðslukonurnar horfðu samt alltaf á mann með einhverjum svip. “

Anna Lísa Finnbogadóttir

er 28 ára hjúkrunarfræðingur

úr Kópavogi.

Arnfinnur Daníelsson er 44 ára viðskiptafræðingur

úr Kópavogi.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

173 kg

143 kg

155 kg

141 kg

136 kg

Page 19: 24 01 2014

viðtal 19 Helgin 24.-26. janúar 2014

Heimspíanistar í Hörpu

Piano études Ásamt píanóleikurunumVíkingi Heiðari Ólafssyni og Maki Namekawa

www.harpa.is/philipglass

Goðsögnin Philip Glass frumflytur eigin verk í Hörpu

Philip Glass 28. janúar, kl. 20:00

Harpa kynnir með stolti

Tryggðu þér miða á www.harpa.is

Bra

nden

burg

Aðalheiður Þóra Bragadóttir er 43 ára þroskaþjálfi og grunnskóla- kennari frá Hafnarfirði.

Gat varla leikið við barnabarnið„Mér fannst hálf óraunverulegt að sjá mig en líka erfitt. Mér fannst erfitt að horfa á mig stíga á vigtina og erfitt að sjá mig grenja í sjónvarpinu. Það kom mér annars á óvart hvað þátturinn fangar vel andrúmsloftið hjá okkur. Ég er mjög lágvaxin og þó ég hafi verið 101 kíló var ég með svipaðan BMI-stuðul og konur sem voru mun þyngri. Ég þyngdist um rúm 40 kíló á síðustu meðgöngunni minni og þegar ég var búin að eiga hélt ég áfram að þyngjast. Ég hef haft miklar áhyggjur af heilsunni, ég var með verki í hnjánum og svo móð að ég gat varla leikið við barnabarnið mitt. Það var síðan farið að hræða mig hvað ég var byrjuð að einangra mig mikið frá vinum og kunn-ingjum því ég vildi ekki að fólk sæi mig.Sem kennari varð ég oft fyrir því að litlir krakkar spurðu hvort ég væri með barn í maganum og sum hlógu að mér. Verstu fordómarnir komu hins vegar frá fullorðnu fólki. Ég var kölluð feit belja af fullorðinni manneskju fyrir tíu árum og það stendur enn mjög í mér. Ég man líka eftir því að hafa verið að horfa á sjónvarpið með fólki og þar birtist feit kona að dansa og ein konan sagði: Ég hélt að þetta væri Heiða.“

Þór Viðar Jónsson er 39 ára kerfisstjóri frá Hafnarfirði.

Fordómar á Íslandi„Mér fannst mjög erfitt að sjá sjálfan sig á svona slæmum stað. Það vakti upp erfiðar tilfinningar sem ég var að burðast með á þessum tíma en mér fannst líka jákvætt að sjá hvað ég er kominn langt síðan þá. Ég bjó í Kanada í 20 ár og fannst íslenskan mín líka koma mjög illa út í nokkrum atriðum. Ég var orðinn mjög þungur þegar ég flutti heim til Íslands árið 1998 eftir að mamma mín dó úr krabbameini. Ég tók þá þátt í Líkami fyrir lífið og léttist mikið. Árið 2001 fór ég aftur til Kanada, datt í sömu rútínuna, fór að borða mikið og þyngdist aftur. Ég varð þá þunglyndur, seldi húsið og flutti aftur heim. Ég var mjög ósáttur við sjálfan mig og lokaði árum saman á öll tengsl við kvenfólk. Mér finnst ég hafa dottið í lukkupottinn að hafa fengið að taka þátt í Biggest Loser. Ég fann ekki fyrir neinum fordómum í Kanada en á Íslandi var það öðruvísi. Þá upplifði ég til dæmis í fyrsta skipti að fólk kom upp að mér á skemmti-stöðum og fór að rífa kjaft og spyrja hvernig ég gat leyft mér að verða svona feitur. Það var mjög erfitt að heyra þetta, sérstaklega því þetta var sann-leikurinn.“

„Mér fannst ótrúlega fyndið að sjá mig þarna. Ég lifði í þeirri trú að ég væri ekki jafn hrika-lega stór og ég var. Mér fannst áhugavert að endurupplifa þessi augnablik og að átta mig á því hversu veik ég var í raun orðin. Ég hef alltaf verið stærri en vinkonur mín-ar sem voru mikið í íþróttum. Ég byrjaði snemma að vinna, eignaðist peninga og réði mér mikið sjálf þó mamma reyndi að hafa áhrif á mig. Ég þyngdist síðan verulega eftir að ég eignaðist fyrra barnið mitt í júní 2011. Síðan varð ég ólétt aftur og eignaðist annað barn í janúar 2013. Eftir það missti ég öll tök, fór að borða meira og vera allt of góð við sjálfa

mig. Ég fékk líka fæðingarþunglyndi og leitaði mikið í mat. Ég er mjög dómhörð við sjálfa mig og dæmdi mig hart þegar ég þyngdist en samt gerði ég ekkert í því. Mér fannst stundum að fólk væri að stara á mig en ég held núna að það hafi bara verið í höfðinu á mér.“

Kolbrún Jónsdóttir er 25 ára í fæðingarorlofi og kemur frá

Vestmannaeyjum.

Fékk fæðingarþunglyndi

101 kg

176 kg

120 kg

Framhald á næstu opnu

Page 20: 24 01 2014

20 viðtal Helgin 24.-26. janúar 2014

Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.iswww.rekstrarland.is

Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða.Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

Öflug fjáröflun fyrir hópinn

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

13

25

03

Sigurður Jakobsson frá Fellabæ er 19 ára nemi við Menntaskólann á

Egilsstöðum.

Lifði á skyndibitum„Ég hafði gaman að því að sjá mig í þættinum

og skemmtilegast að sjá hvað ég hef breyst mikið. Í þessum þætti sást líka þegar Gurrí þjálfari er að skjóta á mig og segja að það

séu sextugar konur að æfa hjá henni sem geta meira en ég sem ég mótmæli auðvitað. Ég þyngdist jafnt og þétt alla mína grunn-skólagöngu en sumarið 2012 þyngdist ég síðan um 20 kíló. Ég vann mjög mikið, á N1 og sem næturvörður á hóteli, og lifði bara á skyndibitum. Hefðbundin máltíð var kannski 12 tommu pítsa eða tvöfaldur hamborgari.

Ég hafði engar áhyggjur af þyngdinni þegar ég var 120 kíló. Ég rokkaði á milli 120 og 125 kílóa í þrjú ár og hélt að ég myndi bara vera í þeirri þyngd og hafði ekki miklar áhyggjur. Þegar ég var orðinn 140 kíló missti ég allt þol og allar athafnir fóru að verða erfiðari. Eftir á sé ég að ég var í afneitun og

hreinlega nennti ekki að taka mig á. Ég varð aldrei fyrir neinum fordómum vegna þyngdarinnar heldur var

það frekar þannig að fólk vildi hjálpa mér og sýna mér stuðning.“

Jónas Pálmar Björnsson er 27 ára kjötiðnaðarmaður frá Hvolsvelli.

Aldrei verið fínt klæddur„Það var mjög sérstakt að sjá sjálfan sig þarna. Ég var hálf hissa á því hvernig ég var. Ég vissi að ég var orðinn stór og illa á mig kominn en að horfa á þetta var eins og að fá spark í sjálfan sig. Ég byrjaði að þyngjast í kringum bílprófs aldurinn. Ég hætti að reykja fljótlega eftir það, varð þunglyndur og þetta bara vatt upp á sig. Ég borðaði í tíma og ótíma og áður en ég vissi af var ég orðinn hrikalega þungur. Ég fékk mér til dæmis bara kók og súkkulaði ef mér leiddist. Eftir að ég eignaðist eldri dóttur mína ákvað ég að taka mig á. Ég fór þá á Herbalife og léttist um rúm 20 kíló en síðan slasaðist ég, datt alveg niður og fékk allt til baka, og meira til, á um ári. Þetta var hrikalegt. Ég hef ekki fundið fyrir fordómum sem ég hef tekið inn á mig. En það versta sem ég vissi var að reyna að finna mér föt. Það var sama hvað mér leist á, það var aldrei til í minni stærð og öll föt sem ég fékk voru ljót á mér. Ég gat aldrei verið fínt klæddur og mér fannst ég aldrei geta farið neitt.

Allt nema rósakál„Ég er mjög stolt af sjálfri mér og ánægð

að hafa tekið þetta skref, að hafa þorað þetta. Ég er jú að opinbera sjálfa mig

algjörlega, segja frá mínum veik-leikum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera með í þessu

ferli, þetta var einstök lífsreynsla. Ég hef alltaf verið of þung en eftir

tvítugt þá hætti ég að hugsa um sjálfa mig setti allt annað í fyrsta sæti. Ég bætti stöðugt á mig og gerði lítið til að stoppa þessa þyngdaraukningu.

Ég hef alltaf verið dugleg að borða og borða allt nema rósakál.

Ég fann vissulega fyrir útlitsfordómum vegna þyngdarinnar. Maður fær augngotur

héðan og þaðan, það er hlutur sem ég tek mjög nærri mér.“

Eyþór Árni Úlfarsson er 34 ára öryrki og býr

í Reykjanesbæ.

Áreittur á skemmtistöðum„Ég hafði í raun gaman af því að sjá mig í þættinum þó það væri líka svolítið skrýtið.

Ég var búinn að vera svona þungur lengi, líklega í fimm eða sex ár. Ég varð móður þegar ég labbaði upp þrjár tröppur og ég varð móður af

því að klæða mig í skó. Líklega hafði það einna mest áhrif á mig þegar ég

flutti til Keflavíkur þegar ég var 8 ára og átti erfitt með að aðlagast samfélaginu. Þarna voru miklir töffarar en ég lítill í mér, með krullað hér og gleraugu. Mjög fljótt var ég tekinn fyrir og strítt. Ég byrjaði að

bæta á mig og datt yfir 100 kílóin þegar ég var um 15 eða 16 ára gamall. Ég hafði lengi verið í afneitun en

síðan fór ég að hafa áhyggjur af hjartanu og sá hreinlega fyrir mér að einhvern daginn myndi ég hreinlega ekki vakna.

Ég sá þáttinn sem tækifæri til að snúa blaðinu við. Ég fann mest fyrir fordómum á skemmtistöðum. Ég gat ekki farið á pöbbinn með vinum mínum án þess að hitta vaxtarræktargæja sem fóru að pota í mig og segjast ætla að taka mig í gegn, án þess að ég væri að óska eftir því. Ég fann fyrir því að fólk starði á mig og ég fór ekki í sund í mörg ár. Oft eru þetta litlir hlutir sem fólk gerir sér ekki grein fyrir en hafa áhrif á mann.“

Ég byrjaði að bæta á mig og datt yfir 100

kílóin þegar ég var um 15 eða 16 ára

gamall.

Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir er 35 ára lífeindafræðingur

frá Mosfellsbæ.

143 kg

126 kg

140 kg

249 kg

Page 21: 24 01 2014

Hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu, í þéttbýli, drei�ýli eða hreinlega uppi á jökli þá sjáum við um að koma þér í samband.

Vertu í stuði með okkur. Það er einfalt að koma í viðskipti hvar sem þú ert á landinu, með einu símtali í 422 1000 eða á orkusalan.is.

Við seljum rafmagn — um allt land.

ORKA FYRIR

ÍSLAND

Bran

denb

urg

Orkusalan 422 1000 [email protected] orkusalan.is Raforkusala um allt land

Page 22: 24 01 2014

Gild

ir t

il 26

. ja

núar

á m

eðan

bir

ir e

ndas

t.

999kr/pk

699kr/pk

ALLT FYRIR ÞORRANN & BÓNDADAGINN. Hrútspungar. Rófustappa. Sviðasulta

. Lundabaggar

. Sviðakjammar

. Lifrarpylsa

. Hákarl

. Hvalrengi

. Hangikjöt

. Blóðmör

. Harðfiskur

. Flatbrauð

6

Cheesecake FactoryEkta amerískar ostakökur.

Koniaksglös3 stk

Bjórglös2 stk

Egils PilsnerÓmissandi með þorramatnum.

Cheesecake Factory

NÝ SENDING

999kr/pk

Koniaksglös3 stk

BjórglösBjórglös

299kr/stkverð áður 499verð áður 499

Maísbrauð Í maísbrauði Hagkaups ber angan af túrmerík kryddi

sem gefur einstakt bragð ásamt maísnum. Einnig inniheldur það til að mynda heilnæm graskers- og

sólblómafræ, bókhveiti, hafraflögur og hirsi.

LABRADALabrada Nutrition var stofnað fyrir 18 árum af Lee

Labrada fyrrum heimsmeistara IFFB, Mr. Universe og handhafa fjölmargra annara titla. Slagorð fyrirtækisins er „The Most Trusted Name in Sports Nutrition“. Markmið fyrirtækisins er að aðstoða viðskiptavini þess við að ná

þeim markmiðum sem þeir setja sér, hvort sem það er í keppnisíþróttum eða daglegri heilsueflingu.

LEAN PRO 8Hampað sem bragðbesta próteininu frá Labrada.Inniheldur nauðsynlegar amínósýrur. Varnar vöðva-niðurbroti. Átta mismunandi próteintegundir sem vinna á mismunandi tímum.

PRO V 6060gr gæða prótein.

Lágmarks sykur innihald. Tilvalið fyrir

lágkolvetnakúrinn

BA ENDURANCESeinkar vöðvaþreytu

Eykur afköst á æfingum sem flýtir árangri

BA er 100% hreint Beta Alanine

EFA LEAN sameinar ólíkar fitusýrur sem

styðja við alhliða fitubrennslu, keyrir

upp orkuna yfir daginn, styður við

vöðvauppbyggingu.

BCAA POWER Inniheldur 100% Branched Chain Amino Acids (BCAAs). Flýtir fyrir endurhleðslu vöðvanna á milli æfinga. 50 skammtar.

ÍTALSKURGELATO

Tonitto GelatoEkta ítalskur gelato beint frá ítalíu.

SESAM-TERYAKI

KÍNARÚLLUR MEÐ KJÚKLINGIVORRÚLLUR MEÐ KJÚKLINGIVORRÚLLUR MEÐ NAUTAKJÖTI

AÐEINS 17 MÍN. Í OFNI

DALOON RÚLLUR3 TEGUNDIR

579 kr/pkverð áður 658

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

HattingLífrænt veggen speltbrauð. Pítubrauð fínt 6 stk.

Hatting

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

KALKÚNALUNDIR

2.399kr/kgverð áður 3.299

LAMBALÆRIFERSKT

1.499kr/kgverð áður 1.899

LAMBAFILE

3.999kr/kgverð áður 4.999

RIB-EYE

3.374kr/kgverð áður 4.499

GRÍSALUNDIRÍSLENSKAR FROSNAR

1.499 kr/kgverð áður 1.999

ALVÖRU STEIK FYRIR BÓNDANN

Arizona Green Tea3 tegundir.

Arizona Green TeaArizona Green Tea

NÝTTÍ HAGKAUP

699kr/pkverð áður 899

1.099kr/pkverð áður 1.299

Page 23: 24 01 2014

Gild

ir t

il 26

. ja

núar

á m

eðan

bir

ir e

ndas

t.

999kr/pk

699kr/pk

ALLT FYRIR ÞORRANN & BÓNDADAGINN. Hrútspungar. Rófustappa. Sviðasulta

. Lundabaggar

. Sviðakjammar

. Lifrarpylsa

. Hákarl

. Hvalrengi

. Hangikjöt

. Blóðmör

. Harðfiskur

. Flatbrauð

Cheesecake FactoryEkta amerískar ostakökur.

Koniaksglös3 stk

Bjórglös2 stk

Egils PilsnerÓmissandi með þorramatnum.

NÝ SENDING

299kr/stkverð áður 499

Maísbrauð Í maísbrauði Hagkaups ber angan af túrmerík kryddi

sem gefur einstakt bragð ásamt maísnum. Einnig inniheldur það til að mynda heilnæm graskers- og

sólblómafræ, bókhveiti, hafraflögur og hirsi.

LABRADALabrada Nutrition var stofnað fyrir 18 árum af Lee

Labrada fyrrum heimsmeistara IFFB, Mr. Universe og handhafa fjölmargra annara titla. Slagorð fyrirtækisins er „The Most Trusted Name in Sports Nutrition“. Markmið fyrirtækisins er að aðstoða viðskiptavini þess við að ná

þeim markmiðum sem þeir setja sér, hvort sem það er í keppnisíþróttum eða daglegri heilsueflingu.

LEAN PRO 8Hampað sem bragðbesta próteininu frá Labrada.Inniheldur nauðsynlegar amínósýrur. Varnar vöðva-niðurbroti. Átta mismunandi próteintegundir sem vinna á mismunandi tímum.

PRO V 6060gr gæða prótein.

Lágmarks sykur innihald. Tilvalið fyrir

lágkolvetnakúrinn

BA ENDURANCESeinkar vöðvaþreytu

Eykur afköst á æfingum sem flýtir árangri

BA er 100% hreint Beta Alanine

EFA LEAN sameinar ólíkar fitusýrur sem

styðja við alhliða fitubrennslu, keyrir

upp orkuna yfir daginn, styður við

vöðvauppbyggingu.

BCAA POWER Inniheldur 100% Branched Chain Amino Acids (BCAAs). Flýtir fyrir endurhleðslu vöðvanna á milli æfinga. 50 skammtar.

ÍTALSKURGELATO

Tonitto GelatoEkta ítalskur gelato beint frá ítalíu.

SESAM-TERYAKISESAM-TERYAKI

KÍNARÚLLUR MEÐ KJÚKLINGIVORRÚLLUR MEÐ KJÚKLINGIVORRÚLLUR MEÐ NAUTAKJÖTI

KÍNARÚLLUR MEÐ KJÚKLINGIVORRÚLLUR MEÐ KJÚKLINGIVORRÚLLUR MEÐ NAUTAKJÖTI

AÐEINS 17 MÍN. Í OFNI

DALOON RÚLLUR3 TEGUNDIR

579 kr/pkverð áður 658

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa

25%TILBOÐ

afsláttur á kassa20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

HattingLífrænt veggen speltbrauð. Pítubrauð fínt 6 stk.

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

KALKÚNALUNDIR

2.399kr/kgverð áður 3.299

LAMBALÆRIFERSKT

1.499kr/kgverð áður 1.899

LAMBAFILE

3.999kr/kgverð áður 4.999

RIB-EYE

3.374kr/kgverð áður 4.499

Tonitto GelatoEkta ítalskur gelato beint frá ítalíu.

verð áður 1.899

GRÍSALUNDIRÍSLENSKAR FROSNAR

1.499 kr/kgverð áður 1.999

ALVÖRU STEIK FYRIR BÓNDANN

Arizona Green Tea3 tegundir.

NÝTTÍ HAGKAUP

699kr/pkverð áður 899

1.099kr/pkverð áður 1.299

Page 24: 24 01 2014

Gengur aldrei að reyna að vera sexí á sviðinu

Þær stelpur sem keppa í þessu og eru að reyna rosalega mikið að vera sexí á sviðinu eru á algerum villigötum.

Fitness-meistarinn Margrét Edda Gnarr varð í fyrra samþykkt sem atvinnumaður í keppnisgreininni, fyrst Íslendinga. Hún er komin með 40.000 fylgjendur á Facebook-síðu sinni og hyggur á landvinninga í Bandaríkjunum þar sem fitnessið nýtur mestra vinsælda og atvinnufólk getur þénað vel. Þótt fitness-drottningar skarti gegnumsneitt stórum brjóstum og stinnum rössum þvertekur hún fyrir að sportið gangi út á kynþokka. Það breytir því þó ekki að hún verður fyrir áreiti dónakalla á netinu. Ruglumbullara, eins og hún kallar þá.

Fitness heimsmeistarinn Margrét Edda Gnarr varð í fyrra fyrsti Íslendingur-inn til þess að fá samþykki IFBB, alþjóðasambandi

líkamsræktarfólks, sem atvinnu-manneskja. Réttindin gera henni mögulegt að keppa við þær bestu í bransanum og velgengni í Bandaríkj-unum getur gefið góða tekjumögu-leika. Margrét keppir í lok febrúar í bikini-fitness á Arnold Classic og nú í fyrsta sinn sem atvinnumanneskja.

„Ég gat sótt um að gerast atvinnu-maður eftir að ég sigraði á heims-meistaramótinu og þetta þýðir ein-faldlega að ég er komin á annað stig í fitnessinu og keppi nú einungis við atvinnumenn,“ segir Margrét Edda. „Ólíkt því sem gerist hjá áhugakepp-endum eru engir hæðarflokkar heldur bara einn hópur óháð hæð og ég er að fara að keppa á móti þessum stelpum sem eru framan á fitness-tímaritunum og eru frekar þekktar í bransanum.“ Konurnar sem Margrét Edda mun mæta á sviðinu í framtíð-inni hafa meðal annars prýtt forsíður tímaritanna Oxygen, FitnessRX, Flex Magazine, Muscle and Fitness.

Margrét Edda keppir í hópi atvinnu-kvenna í bikini-fitness á Arnold Classic-mótinu í Bandaríkjunum í lok febrúar og óhætt er að segja að þar verði hún í flokki þeirra bestu í heim-inum í sportinu. „Þetta er eitt stærsta atvinnumannamót í heiminum og mér var boðið að keppa.

Þar er bæði hægt að keppa sem atvinnumaður og áhugamaður en sem atvinnumaður þarft maður að fá þetta sérstaka boð. Aðeins sextán stelpur fá boð í bikini fitness-flokkinn og ég er ein af þeim sem er gríðarlega mikill heiður. Svo er líka hægt að keppa sem áhugamanneskja þarna og það eru nokkrir Íslendingar að fara að keppa sem slíkir. Þetta er eiginlega bara draumur allra fitness-keppenda, að komast í atvinnumennskuna. Þar eru veitt peningaverðlaun fyrir fyrstu fimm sætin og svona.“

Framhald á næstu opnu

24 viðtal Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 25: 24 01 2014

skeljungur.is

Bran

denb

urg

Á SAMA PLANISHELL OG 10-11

VIÐ HÖFUM OPNAÐ NÝJA SHELLSTÖÐ MEÐ 10-11 VIÐ KRINGLUNA,

ÞAR SEM ORKAN VAR ÁÐUR. AF ÞVÍ TILEFNI VERÐUR TILBOÐ

Á SÓMASAMLOKU, LJÚFFENGU PRINSPÓLÓ OG KÓK,

SAMAN Á AÐEINS 399 KR. Í DAG OG Á MORGUN, LAUGARDAG

FÆRÐ ÞÚ FRÍTT KAFFI OG KLEINUR OG 10 KR. AFSLÁTT

AF ELDSNEYTISLÍTRANUM EF ÞÚ GREIÐIR MEÐ LYKLI EÐA

KORTI. VERSLUN 10-11 VERÐUR OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN

OG STARFSMAÐUR Á PLANI FYLLIR Á TANKINN Á SAMA VERÐI

OG Í SJÁLFSAFGREIÐSLU MILLI KL. 7:30 OG 19:30.

AFSLÁ

AF ELDSNEYTISLÍTRANUM EF ÞÚ GREIÐIR MEÐ LYKLI EÐA

10-11 VERÐUR OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN

KAFFI OG KLEINUR OG 1

AF ELDSNEYTISLÍTRANUM EF ÞÚ GREIÐIR MEÐ LYKLI EÐA

10-11 VERÐUR OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN

ÞAR SEM ORKAN VAR ÁÐUR.

Á SÓMASAMLOKU, LJÚFFENGU PRINSPÓLÓ OG KÓK,

KAFFI OG KLEINUR OG KAFFI OG KLEINUR OG KAFFI OG KLEINUR OG

Í DAG OG Á MORGUN, LAUGARDAG

Á SÓMASAMLOKU, LJÚFFENGU PRINSPÓLÓ OG KÓK, Á SÓMASAMLOKU, LJÚFFENGU PRINSPÓLÓ OG KÓK,

Í DAG OG Á MORGUN, LAUGARDAG

Á SÓMASAMLOKU, LJÚFFENGU PRINSPÓLÓ OG KÓK,

KAFFI OG KLEINUR OG

Page 26: 24 01 2014

Pfaff Grensásvegi 13 Sími 414 0400 www.pfaff.is

Pfaff Grensásvegi 13 Sími 414 0400 www.pfaff.is

Út-sölu-lok!

HIRO SPOTVerð áður kr. 19.900

Verð nú kr. 14.900

FOCA GÓLFLAMPI Verð áður kr. 16.900

Verð nú kr. 7.900

u-

FOCA GÓLFLAMPI

kr. 7.900

FREYAVerð áður kr. 68.900

Verð nú kr. 34.500

JOZEF Verð áður kr. 25.900

Verð nú kr. 19.900

Mikilverðlækkun á sýnishornum

í verslun

Hörð keyrslaSportið og æfingar taka mikið pláss í lífi atvinnukonunnar og ef vel á að vera er lítill tími til að sinna öðru en Margrét Edda hefur hagað hlutum þannig að fitnessið er ekki aðeins helsta áhugamál hennar heldur einnig lifibrauðið.

„Ég er með fjarþjálfun og það er rosalega þægilegt vegna þess að þá ræð ég svolítið vinnutíma mínum sjálf og það hentar mér vel. Ég vinn mjög mikið í kringum fitnessið og er til dæmis alltaf með það sem kallað er „pósu workshop“ fyrir bæði stóru mótin sem eru haldin hérna. Þetta er bara einn dagur, tveir til þrír tímar, þar sem ég fer yfir allar pósur og fæ alþjóðadóm-ara til að fara yfir reglur og ráð. Svo er ég líka með pósunámskeið og býð upp á einkatíma í pósum þann-ig að ég vinn heilmikið í kringum fitness og heilsurækt.“

Margrét Edda hefur stundað íþróttir alla sína tíð og byrjaði snemma að keppa og þjálfa. „Ég hef alltaf verið rosalega mikið í íþróttum. Ég byrjaði í listdansi á skautum og fór strax að keppa í því. Ég fór svo í tækwondó og byrjaði að þjálfa í því þegar ég var bara fjórtán ára. Ég hef unnið mjög mikið sem þjálfari og vann til dæmis hjá fimleikafélaginu Björk. Þar var ég þjálfari í almennings-deild, fimleikadeild og tækwondó-deild. Ég hef verið mjög lengi í svona þjálfarastörfum en byrjaði með fjarþjálfunina mína fyrir einu og hálfu ári eða svo. Ég hef líka verið að einkaþjálfa í Sporthúsinu en mér finnst fjarþjálfunin henta mér betur. Sérstaklega núna vegna þess að ég er að fara að ferðast mikið á þessu ári og þá er gott að geta verið meira í samskiptum við kúnnana mína á netinu.“

Snýst ekki um að vera sexíÞeir sem sjá myndir af bikini-fit-ness keppnum hljóta að álykta að þetta sé fyrst og fremst keppni í kynþokka þegar fáklæddar konur

hnykla vöðvana á sviðinu, býsna þokkafullar. Gengur þetta ekki fyrst og fremst út á kynþokka?

„Nei, alls ekki,“ segir Margrét Edda og hlær. „Þær stelpur sem keppa í þessu og eru að reyna rosa-lega mikið að vera sexí á sviðinu eru á algerum villigötum vegna þess að dómararnir fíla það ekki. Þetta er fitness-keppni þannig að þeir eru að dæma heildarútlitið og þá fyrst og fremst vöðvaskil, skurð og líkamann í heild. Þar sem þetta er fitness erum við auðvitað eitthvað skornar en þeir vilja samt sjá frekar heilbrigt útlit í bikiní-fitnessinu. Og það var það sem tryggði mér fyrsta sætið á HM, að ég sýndi frekar heilbrigt útlit. Ég segi öllum stelpum sem koma til mín að læra pósur að reyna alls ekki að vera sexí á sviðinu vegna þess að það skilar þeim engu.“

En nú átt þú sjálf þína eigin einkennispósu sem gæti nú þótt ansi munúðarfull ef ekki beinlínis ögrandi?

„Ahhh,“ hlær Margrét Edda. „Ég er samt ekkert að reyna það. Ég hugsa meira um þetta sem dans og að sýna mínar bestu hliðar.“ Og hún segist verða lítið vör við að fitnessið sé gagnrýnt fyrir að vera lítt dulbúin kroppasýning. „Ég finn reyndar ekki mikið fyrir því og verð lítið vör við stæla, leiðindi og einhverja neikvæðni og ef það er einhver neikvæðni þá tek ég lítið mark á henni.

Það er svo margt mjög jákvætt í kringum fitnessið. Eins og með at-hugasemdir sem ég fæ við myndir af mér á vefnum. Ég fæ kannski hundrað athugasemdir við eina mynd og þær eru allar jákvæðar, nema kannski ein. Það er oftast þannig og ég tek sjaldnast eftir neikvæðum athugasemdum.“

30.000 fylgjendurMargrét Edda hefur vakið mikla athygli með myndum og mynd-böndum af sér á Facebook-aðdá-endasíðu sinni en þegar þetta

er skrifað hefur rúmlega 30.000 manns líkað við síðuna. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en það varð einhver sprenging. Þetta var rosalega skrítið. Ég var bara með 26.000 læk í síðustu viku og ég veit ekki hvað gerðist svona allt í einu,“ segir Margrét Edda sem er að vonum hæstánægð með athyglina og þá ekki síst hversu margir í Bandaríkjunum fylgjast með henni á Facebook.

„Þetta er sérstaklega mikið fólk í Bandaríkjunum og flestir sem hafa lækað síðuna eru þaðan. Næstflestir eru frá Íslandi og síðan koma Ástralir, Bretar og eitthvað frá Austur-Evrópu. Ég er auðvi-tað mjög ánægð með áhugann frá Bandaríkjunum sem er óneitanlega gott veganesti til landvinninga þar,

„Ég er mjög ánægð með það vegna þess að fitness er lang stærst í Bandaríkjunum þannig að mesti peningurinn er þar þannig að þetta er mjög gott.“

Margrét Edda viðurkennir þó að ekki fylgist allir með henni á netinu af einlægum fitness-áhuga og hún hefur fengið að kynnast því að inn á milli slæðast karlar með höfuðið fullt af miður geðslegum hugsunum. „Maður fær alveg fullt af skilaboðum á Facebookinu og þetta er svolítið áreiti. Þetta var sérstaklega mikið í byrjun þegar ég samþykkti eiginlega bara allar vinabeiðnir sem ég fékk á persónu-legu síðuna mína. Þá lenti ég mik-ið í svona ruglubullurum og þetta var rosalegt áreiti en ég passa mig betur núna og svara aldrei ef einhver er að senda mér eitthvað svona. En þetta fylgir þessu enda eru allar manngerðir á netinu.“

Keppniskonan ætlar síður en svo að láta staðar numið við 30.000 fylgjendur á Facebook. „Planið er að koma mér upp í 100.000 læk. Er það ekki bara? Spyr fitnessdrottn-ingin og hlær.

Þórarinn Þórarinsson

[email protected]

Margrét Edda Gnarr er orðin atvinnukeppandi í fitness og stígur á svið í hópi sextán bestu atvinnukvenna í heimi í bikini-fit-ness í Bandaríkjunum í febrúar. Hún er rétt að byrja og möguleikarnir eru miklir, ekki síst þar sem hún er þegar frekar vel kynnt í fitness-heiminum vestanhafs. Ljósmynd/Hari.

26 viðtal Helgin 24.-27. janúar 2014

Page 27: 24 01 2014

advania.is

Viltu losna við aukakílóin?Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna

Guðrúnartún 10, Reykjavík

Opið mán. til fös. frá 8 til 18 Lau. frá 12 til 16

Hringdu í síma 440 9010 eða sendu póst á [email protected] og fáðu upplýsingar um þessa frábæru vél.

Velkomin í verslanir okkar:

Tryggvabraut 10, Akureyri

Opið mán. til fös. frá 8 til 17

21mmÓtrúlega ne­ og 33% þynnri en forveri sinn.

13 klst.Allt að 13 tíma ra�löðuending. Fer e�ir stillingum, notkun, tæknilegri útfærslu og umhverfisþá­um.

16 GBSérlega öflug og hraðvirk, allt að 16GB vinnsluminni.

1,6 kgFislé­ og fáguð, tölvan vegur ekki nema 1600 grömm.

við aukakílóin?

21mmÓtrúlega ne­ og 33% þynnri en forveri sinn.

13klst.Allt að 13 tíma ra�löðuending. Fer e�ir stillingum, notkun,

16GBSérlega öflug og hraðvirk, allt að 16GB vinnsluminni.

1,6kgFislé­ og fáguð, tölvan vegur ekki nema 1600 grömm.

við aukakílóin?

21 131616

Dell Latitude E7440 – Lé­ og öflug fartölva fyrir kröfuharða.

Inte

l, mer

ki In

tel, I

ntel

Cor

e og

Cor

e in

side

eru

vör

umer

ki In

tel C

orpo

ratio

n í B

anda

ríkj

unum

og/

eða

öðru

m lö

ndum

. H

VÍT

A H

ÚS

IÐ/S

ÍA

13-3

502

Þessari vél fylgir „Dell Branded Services“ sem tryggir betri og fljótari þjónustu.

Þjónustuábyrgð Dell (DBS)Nýtir sömu tengikví og spennubreyta og áður.

Hámarks �árfesting

Page 28: 24 01 2014

VirðingRéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

Samkvæmt lögum VR gerir Uppstillinganefnd tillögu um skipan í trúnaðarráð

félagsins. Áhugasamir geta ge�ð kost á sér með því að senda erindi á netfangið

[email protected] fyrir kl. 12 á hádegi þann 31. janúar nk.

Uppstillinganefnd stillir upp lista til trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið eins

og mögulegt er hvað varðar aldur, kyn og störf félagsmanna. Einnig verður litið

til félagsaðildar og starfa fyrir félagið.

Hlutverk trúnaðarráðs VR er að vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis

stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins svo sem við gerð

kjarasamninga og stærri framkvæmda.

Uppstillinganefnd VR

Viltu leggja þitt afmörkum í starf i VR?

N ick Cave fer hörðum orðum um stofnanir kirkjunnar og stofnanavæðingu trúar. Að

hans mati er kirkjan orðin að lög-málsstofnun sem hefur misst sjónar á hlutverki sínu og hann gengur svo langt að segja að þeir sem að kirkj-unni standi séu farísear nútímans,“ segir Kristján Ágúst Kjartansson sem skrifaði lokaritgerðina „Guð-fræði Nick Cave“ í BA-námi í guð-fræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin sem ber undirtitilinn „Framlag til nútímalegrar umræðu innan guð-fræði með hliðsjón af rannsókn-araðferðum femínískrar guðfræði“ hlaut mikið lof og er hún notuð sem kennsluefni við guðfræðideildina þar sem Kristján er nú í magister-námi. Hann er í stjórn Æskulýðs-sambands þjóðkirkjunnar, hefur sinnt almennu æskulýðsstarfi við Hallgrímskirkju og fermingar-fræðslu við fjórar sóknir. Krist-ján, líkt og Nick Cave, hafnar bók-stafstrú og segir mikilvægt að kirkja nútímans tali inn í nútíma-samfélag í stað þess að vera föst í tvö þúsund ára kreddum. Tónlist Nick Cave er að sjálfsögðu á fón-inum þegar við Kristján setjumst niður til að ræða guðfræðina. Nic Cave er heimsþekktur fyrir tón-listarferil sinn sem spannar þrjá áratugi og í textunum fjallar hann gjarnan um efni á borð við dauða, ást, ofbeldi og trú. Hann hefur hald-ið fimm tónleika á Íslandi, síðast í fyrra með hljómsveit sinni The Bad Seeds, og hefur samið tónlist fyrir nokkur verka leikhópsins Vestur-ports. Minna þekkt eru skrif hans um guðfræði en þó hafa fræðimenn víða um heim sökkt sér niður í guð-fræði þessa listamanns auk þess sem aðdáendur hans hafa margir velt sér upp úr þeim.

Guð mættur með útrétta hönd„Ég fór í raun ekki að hlusta á Nick Cave af alvöru fyrr en fyrir um tíu árum. Í fyrstu hlustaði ég mest á þessar klassísku plötur, Mur-der Ballads og Boatman´s Call, og fannst tónlistin mjög góð. Seinna þegar ég var farinn að velta trúmál-um fyrir mér þá tók ég eftir öllum þessum trúartilvísunum hjá honum og varð forvitinn um hvað honum gengi til,“ segir Kristján sem var orðinn fullorðinn þegar hann varð trúaður. „Ef t ir menntaskóla fór ég í tölvunarfræði en hætti þar og fór að vinna í fjöl-skyldufyrirtæk-inu sem rekur gleraugnaversl-anir. Þar komst ég að því að framtíð mín lægi á sviði mannlegra sam-skipta. Tengda-foreldrar mínir á þessum tíma voru úr KFUM og ég fór smátt og smátt að velta guð-fræði fyrir mér en áður hafði ég lítið kynnt mér hana og var ekki alinn upp í æskulýðsstarfi. Ég átti þarna hægt um vik að leita eftir svörum,“ segir Kristján sem þá fór þegar að nálgast kirkjuna með það að leið-arljósi að hún ætti ekki að vera stofnun sem þjónar sjálfri sér fyrst og fremst, heldur fólkinu sem hún samanstendur af.

„Þegar ég lagðist yfir texta Nick Cave sá ég að þar var oft mikið um átök þar sem verið var að fást við missi, söknuð og vonbrigði, og mörkin oft óljós milli þess hvort hann er að tala til manneskju eða

guðs. Við fyrstu hlustun virðist kannski augljóst að hann sé að tala til konu en síðan verða mörkin óljósari.“ Kristján tekur dæmi af laginu „Gates to the Garden“ sem Nick Cave samdi þegar hann var í afvötnun vegna heróínfíknar. „Í lokaversinu er guð mættur með út-rétta hönd og boðskapurinn er að hendi guðs sé alltaf til staðar – það eina sem þú þarft að gera er að taka við hjálpinni. Guð krefst einskis af þér, alveg sama hvað þú hefur gert. Þú þarft bara að treysta.“

Rannsakaði guðfræði Nick CaveKristján Ágúst Kjartansson byrjaði að læra tölvunarfræði við Há-skóla Íslands en fann sig ekki í því námi og fór að læra guðfræði auk þess sem hann er virkur í æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar. Lokaverkefni hans fjallar um birtingarmyndir guðfræði í verkum Nick Cave. Kristján er sammála listamanninum um að kirkjan nálgist nútímasamfélag á fornaldarlegan hátt og fann líkindi með Nick Cave og femínistum þegar kemur að því að nálgast guð.

Villtur unglingurNick Cave fæddist inn í reglusama miðstéttarfjölskyldu í Ástralíu þar sem bókmenntum var haldið að honum frá unga aldri auk þess sem hann söng í kirkjukór. Á unglingsár-unum varð hann heldur villtur og fann sig með hópi artí-pönk-hóps sem reyndi mikið að valda bæði hneykslun og usla. Síðar öðlaðist hann nokkra frægð með hljóm-sveitinni The Birthday Party þar sem hljómsveitarmeðlimir komu varla fram nema undir miklum áhrifum fíkniefna. „Nick Cave var á þessum tíma farinn að lesa Gamla testamentið og nýta sér ýmis stef þaðan í textagerðina. Hann hefur síðar skrifað mikið um guðfræði, bæði bækur og fyrirlestra.“

Meðal þess sem Kristján vísar til í ritgerðinni er fyrirlesturinn „The Flesh made Word“ sem Nick Cave flutti fyrst á BBC árið 1996. Þar segir hann frá því að hafa upp-haflega heillast af þessum harða og grimma guði Gamla testamentisins sem vílaði ekki fyrir sér að þurrka út heilu þjóðirnar. „Þegar líf Nick Cave var komið í algjört óefni, hann var óhamingjusamur og reiður út í alla, fékk hann það ráð frá ónefnd-um presti að hvíla sig á Gamla testa-mentinu og lesa það Nýja. Hann tek-ur prestinn á orðinu og viðhorf hans til guðs og heimsins gjörbreytist, hann finnur þar mýkri og friðsam-ari guð og þetta hefur einnig mikil áhrif á textagerðina hans.

Boðskapur guðs misnotaðurUm sex ár eru síðan Kristján fékk þá hugmynd að vinna lokaverkefni um guðfræði Nick Cave. „Mig lang-aði að vekja athygli á nálgun hans á guðfræði en var hræddur um að þetta væri efni sem væri erfitt að fá samþykkt sem akademískt loka-verkefni í háskóla. „Bæði í textum sínum, fyrirlestrum og viðtölum segir Nick Cave mjög afdráttarlaust hvað honum gengur til. Honum mis-býður hvernig boðskapur Krists hefur verið misskilinn og misnot-aður af stofnunum og bókstafstrú til að réttlæta kúgun ákveðinna samfélagshópa. Honum finnst það hreinlega skylda sín að leiðrétta þennan misskilning á boðskap kristinnar trúar og koma á framfæri þeim kærleik og von sem þar er að finna. Kjarninn í boðskap Nick Cave er að Kristur kemur inn í heiminn til að veita okkur innblástur, lyftir okkur upp og sýnir okkur hvernig hann getur verið okkur fyrirmynd. Til að guð hafi hjálpandi merkingu þurfum við að geta tengt við hann

og skilið þá rödd sem hann talar með til okkar. Hann lítur svo á að með ögrandi textum sínum sýni hann hvernig við getum leyft guði að fylla upp í þau göt sem lífið er sí-fellt að slá í tilveru okkar og verði þannig tækifæri til að finna okkur leið til að veita lífi okkar tilgang og merkingu. Guð er ekki persóna, ekki karl eða kona, heldur innblást-ur og vilji til góðs,“ segir Kristján um boðskap Nick Cave.

Popptónlist í fermingar-fræðslunniÍ ritgerðinni fjallar hann einnig um femíníska guðfræði og hvernig hún hefur verið notuð til að nálgast al-menning ennfrekar, líkt og Nick Cave gerir. „Konur máttu lengi vel ekki vera leiðtogar innan kirkj-unnar vegna kynferðis síns. Þær vildu láta í sér heyra og fóru þá leið að ögra föstum ímyndum, líkt og Nick Cave gerir. Þær vissu að það þurfti að sveifla pendúlnum langt yfir miðjuna til að ná einhverju jafn-vægi. Kristnar konur áttuðu sig á því að þeirra reynsla skipti máli og að þær máttu líka hafa rödd. Þær áttuðu sig á því að boðskapur Krists þarf að tala til þjóðfélagsins eins og það er í dag en ekki bara taka mið af tvö þúsund ára menningarsam-félagi.“ Dr. Arnfríður Guðmunds-dóttir var leiðbeinandi Kristjáns í verkefninu. „Arnfríður er leiðandi fræðimaður í femínískri guðfræði á Íslandi og prófessor við guðfræði-deild Háskóla Íslands. Hún er mér líka mikil fyrirmynd og hún hefur sýnt að við þurfum að hrista upp í því hvernig við tölum um trú. Það er ekkert að innihaldinu í boðskap Krists, það er bara oft svo mikið að umbúðunum.“ Þetta er einmitt það sem Kristján hefur einsett sér í sínu kristilega starfi. „Við þurfum að hlusta á og tala inn í aðstæður fólks í nútímasamfélagi. Við þurfum að nota nýjar myndlíkingar og vera skapandi í framsetningu,“ segir Kristján sem meðal annars hefur notað texta úr nútíma popptónlist í fermingarfræðslunni til að ná fram nýjum vinklum á guðfræði. Stöðnun í því hverning við tölum um trú og guðfræði getur leitt til þess að rof myndist milli guðfræði og nýrra kynslóða samfélagsins. „Aukin áhersla á hversdagsmenningar er því mikilvæg og ef við vinnum með gagnvirkum hætti þarna á milli má koma miklu til leiðar. Jafnvel þó við þurfum líka að ögra.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Kristján Ágúst Kjartansson fékk mikinn áhuga á því hvernig guðfræði birtist í verkum Nick Cave og skrifaði um það lokaritgerð við Háskóla Íslands. Ljósmynd/Hari

Nick Cave & The Bad Seeds á tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties í gömlu NATO herstöðinni Ásbrú í fyrra. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

28 viðtal Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 29: 24 01 2014

Við gerum meira fyrir þig

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Öll v

erð

eru

bir

t m

eð fyr

irva

ra u

m p

ren

tvillu

r og

/eð

a m

yndabre

ngl

.

2898 kr./kg

Súrirhrútspungar

Þorrinn er kominn í verslanir Nóatúns 99 kr./stk.Egils Pilsner, 0,5 l

15 %afsláttur

119 kr./stk.Súrmeti - Nýmeti - Ljúfmeti

Þorra-Þorra-veisla

Þorra-veislaÞorra-Þorra-veislaveisla

1998 kr./pk.

Þorrabakki fyrir tvo, blandaður

998 kr./kg

699 kr./kg

Soðin svið

2698 kr./kg

Súr hvalur,langreyður

3498 kr./pk.

Fjölskyldu-þorrabakki30 %

afsláttur1798 kr./kg999 kr./kg

Pörusteik 44 %afsláttur

Page 30: 24 01 2014

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

METSÖLULISTI EYMUNDSSON

VIKAN 16.01.14 - 22.01.14

1 2Sandmaðurinn Lars Kepler

5 Almanak fyrir Ísland 2014 Þorsteinn Sæmundsson Gunnlaugur Björnsson

6

7 Þorsti Esther Gerritsen 8

10 Södd og sátt án kolvetna Jane Faerber9 Vísindabók Villa

Vilhelm Anton Jónsson

43 Árleysi alda Bjarki Karlsson

Mánasteinn Sjón

Iceland small world Sigurgeir Sigurjónsson

Fiskarnir hafa enga fætur Jón Kalman Stefánsson

HHhH Laurent Binet

Það fór allt úr skorðum og jólatré var ekki keypt þetta árið. Þetta var erfiður tími hjá krökkunum og kon­

unni. Hún var í sjokki yfir þessu en planið var að ég kæmi 23. desem­ber og þá ætlaði ég að koma við í Hafnarfirðinum í skötu hjá gamla manninum. Ég fæ örugglega að fara aftur með því skilyrði að ég verði kominn heim fyrir jól,“ segir Arnór Guðjónsson, bifvélavirki hjá Arctic Trucks, en hann ætlaði að koma heim í jólahaldið þegar plön breyttust og hann tafðist á Suður­pólnum.

Arnór var í hópi bifvélavirkja sem fór á Suðurpólinn í október síðastliðnum en kom ekki heim fyrr en í janúar og bjó því í gámi eða í tjaldi í um tvo og hálfan mánuð. Arctic Trucks var með nokkra leiðangra á bílum sínum á Suðurpólnum en veðráttan gerði pólförunum erfitt fyrir.

„Þegar við komum til Cape Town í Suður­Afríku áttum við að vera þar í tvo daga sem urðu svo að 10 dögum því það var ófært,“ segir Arnór. Erfitt segir hann að hafi verið að vinna í gámum þar sem

mikill tími hafi farið í að moka frá svo að þeir kæmust inn eða lokuð­ust ekki inni vegna fannfergis.

Afgangur í jólamatinn„Það voru engin jól. Tilbreytingin var að Arctic Trucks hélt veislu fyrir viðskiptavini og það voru tvær nautalundir í afgang. Eftir að við vorum komin niður á 83 breiddargráðu steiktum við aðra og fengum kartöflumús með,“ segir Arnór.

„Ég átti að koma heim á Þorláks­messu en það breyttist því að einn leiðangurinn sem átti að fara frá Suðurpólnum breyttist. Það átti eftir að ganga frá öllum tjaldbúð­unum og þar voru bara tveir menn eftir. Auðvitað langaði mig heim en mér fannst hitt meira áríðandi, þó að það dyttu þarna út ein jól og áramót, að hjálpa til fremur en skilja þá eftir tvo eina í þessu. Það var löng vegalengd frá Suður­pólnum að 83 breiddargráðu. Við vorum þrjá daga að ganga frá sem menn hefðu ekki ráðið við tveir,“ segir Arnór.

Arnór er mjög ánægður með ferðina í heild sinni en viðurkennir að hafa ekki verið búinn að undir­

búa sig fyrir svona mikla tjald­útilegu. „Maður aðlagaðist mjög fljótt. Fyrstu dagana var 36 stiga frost en minnst fór það í ­18 gráður, það var mildast og þá var skýjað, en yfirleitt var ­24 gráður. Inni í tjaldinu var ­10 gráður en við rúmstæðið var frostið 3 gráður en efst voru 15 gráður. Við vorum með góðan svefnpoka og ég var með bedda með mér. Það fór bara vel um mann og maður gat alveg sofið,“ segir Arnór.

Hæðin breytir ölluAllar ferðir á Suðurpólinn eru skipulagðar með að minnsta kosti árs fyrirvara, að sögn Arnórs. „Það er svo margt sem þarf að vera til staðar eins og til dæmis eldsneyti og heimild til að fara. Svo þarftu að vera tryggður alveg í botn ef eitthvað kemur upp á og það þarf að sækja þig,“ segir Arn­ór. „Á ákveðnum svæðum erum við allir bundnir í öryggislínur og förum ekki út úr bílum nema vera í svifbeltum og öryggislínum við bílana en sums staðar er mikið af sprungum. Maður hoppar til dæm­is ekki út úr bílunum heldur rennir sér fram að þeim. Ef maður tognar

Vill endurtaka erfiða og spennandi lífsreynsluArnór Guðjónsson bifvélavirki tafðist á Suðurpólnum um þessi jól þegar leiðangur Arctic Trucks tók breytingum. Hann segir að dvölin hafi verið erfið á köflum en þó ánægjuleg líka því að hann vill fara aftur. Segir hann að flestir sem fari þangað séu að uppfylla langþráð markmið en sumir sækist í auðnina, náttúrufegurðina og hættuna.

Arnór Guðjónsson stoltur af því að komast á Suðurpólinn.

Arnór Guðjósnsson. „Það bilaði hjá okkur á versta stað uppi á hásléttunni, á hæsta punkti jökulsins. Þar var 40 stiga frost og milli 15 til 20 vindstig og mikill skafrenningur. Þar gat enginn flugvél lent þó að maður hefði kallað á eftir hjálp. Flugvél flýgur ekki þangað því að hún getur hvergi lent.“

30 viðtal Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 31: 24 01 2014

Ef maður tognar eða fótbrotnar þá er lágmarks-tími fimm dagar þangað til maður verður sóttur.

– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –

Í S L E N S K U R

GÓÐOSTUR

eða fótbrotnar þá er lágmarks-tími fimm dagar þangað til maður verður sóttur. Við erum mjög með-vitaðir um það að maður tekur ekki neina sénsa. Það bilaði hjá okkur á versta stað uppi á háslétt-unni, á hæsta punkti jökulsins. Þar var 40 stiga frost og milli 15 til 20 vindstig og mikill skafrenn-ingur. Þar gat enginn flugvél lent þó að maður hefði kallað á eftir hjálp. Flugvél flýgur ekki þangað því að hún getur hvergi lent,“ segir Arnór.

Segir Arnór það svæði erfiðast yfirferðar því þar er mesti kuldinn og mesta hæðin. Ef fólk hefur ekki farið í hæðaraðlögun þá fær það hausverk, ælir og fær niður-gang. „Enginn hjá okkur veiktist alvarlega en tveir af okkur fengu mikinn hausverk og var flökurt. Maður fann það ef maður var að verða veikur, þá drakk maður mikið og reyndi að borða eins og hægt var,“ segir Arnór.

„Demparaturn brotnaði en við höfum aldrei lent í því áður. Fyrir næsta tímabil verða allir bílar teknir og þessir hlutir sem biluðu núna skoðaðir sérstaklega,“ segir Arnór. Segir hann að járn verði mun stökkara við þessar aðstæður og erfitt sé að standa og vinna úti í svona miklum skafrenningi, frosti og miklum vindi.

„Við vorum í tæplega 3400 metra hæð og við þær aðstæður tekur allt breytingum. Þarna vorum með brotinn bíl þannig að rafgeymarnir voru teknir úr og þeir notaðir til að sjóða saman. Við gátum bjargað okkur því að við höfðum tekið mik-ið af varahlutum með okkur. Pálmi er vanur suðumaður þannig að það hefði ekki breytt neinu þó að við hefðum verið fleiri,“ segir Arnór.

Pirringur óhjákvæmilegurArnór segir að stundum hafi verið erfitt að vera á þessum stað og þreyta og pirringur hafi gert vart við sig, sérstaklega eftir að hafa verið að keyra í þessari hæð.

„Menn verða pirraðir og þreyttir en það kom samt aldrei fyrir að menn segðu hreyttu fúkyrðum hver í annan í talstöðvarnar, þeir héldu því hjá sér. Stundum var maður alveg búinn að fá nóg og hugsaði, hvað í andsk... er maður að þvælast hingað..... en eftir góðan svefn var maður tilbúinn í hvað sem er,“ segir Arnór.

Eitt af verkefnum Arnórs var að taka á móti eldsneyti í 200 lítra tunnum sem komu niður með fall-hlífum. Það gekk áfallalaust fyrir sig. „Við vorum með tvo bíla og það eru kranar á bílunum sem not-aðir eru til að hífa tunnurnar upp. Þær eru síðan settar eru á pall og keyrðar. Stundum hefur það komið fyrir að tunnurnar hafa farið of langt ofan í snjóinn og stundum hefur það komið fyrir að þær hafa sprungið en það var ekki ein tunna sem skemmdist,“ segir Arnór.

„Himinn og jörð urðu bara að einum hvítum fleti og menn fengu svokallaða hvítblindu eða „whi-teout“. Þá heldur maður engum ferðahraða og þarf að passa sig

að fara ekki fram af einhverju því snjóskaflarnir voru svo háir. Mikið var um samansafnaðan púðursnjó sem veldur því að bíllinn sunkar allt í einu niður,“ segir Arnór.

Hjálp berst ekki í marga dagaÞrátt fyrir að ferðin hafi stundum verið erfið var ánægjulegt að komast á Suðurpólinn. „Það greip mig ákveðin geðshræring þegar ég komst á Suðurpólinn sjálfan og snerti þessa stöng sem allar myndir eru af. Ég tók myndskeið af mér þegar ég var að ganga að stönginni. Þegar ég skoðaði myndina nokkrum dögum seinna heyrði ég ákveða geðshræringu í röddinni,“ segir Arnór.

„Það er skrítið að vera staddur á

stað þar sem þú þarft að bíða í 5 daga eftir aðstoð ef það kemur eitthvað fyrir og þú verður að gera það sem þú getur til þess að koma bílunum af stað aftur í hæft ástand, að koma þeim annað hvort lengra inn á jökul-inn eða snúa við og fara til baka sem möguleiki er á að flugvél lendi. Ef það vantar eitthvað þá er möguleiki á að fá birgðir niður með fallhlíf en ekki til þess að fara að sækja fólk, ef það er veikt eða slasað,“ segir Arnór.

Arnór safnaði að sjálfsögðu skeggi, eins og gefur að skilja, en synir hans voru ekki alveg með á hreinu hvort að þetta væri pabbi þeirra þegar hann komst loks heim. Hann segir að sjónin sé enn að venj-ast myrkrinu frá því að hann kom heim því að hann þurfti að vera með

sterk sólgleraugu allan sólarhring-inn. Heildarupplifun af ferðinni er já-kvæð, að mati Arnórs, því að hann er til í að fara aftur í styttri ferð. Arnór var um tvo sólarhringa að fljúga til Íslands, tók sér þriggja daga frí og var mættur aftur á verkstæðið, svo vinnuglaður er hann.

Arctic Trucks er eina fyrirtækið sem er komið með góða reynslu á þessari leið um Suðurpólinn og bílarnir hafa sannað sig en stefnan er tekin á að byggja upp frekari ferðamannaþjónustu. Fyrirtækið Ca-terpillar var með ferð á tveimur jarð-ýtum en sú ferð mistókst algjörlega, að mati Arnórs.

María Elísabet Pallé

[email protected]

viðtal 31 Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 32: 24 01 2014

Með titrandi tár í sókn og vörn

ÞÞað er sagt að það sé hollt að stunda íþróttir – og líklega er það svo ef það er gert í hófi. Varla verður hins vegar sagt að slíkt eigi við um hand-boltakappana, strákana okkar, sem nú keppa í Evrópumeistaramótinu í Danmörku. Það er hörmungar-ástand á þeim, karlagreyjunum, það verður bara að segja eins og er. Þeir eru teygðir og togaðir og allir úr lagi gengnir. Þeir voru það fyrir mótið og ekki hefur ástandið skánað eftir því sem á það hefur liðið. Lærvöðv-ar, kálfar og ökklar eru sárir og í sumum tilvikum lítt til gagns. Strák-arnir eru meira og minna plástraðir, vafðir og sprautaðir, það er að segja þeir sem reynt er að tjasla saman. Aðrir eru hreinlega úr leik.

Þetta eru sterkir og stórir strákar, flestir að minnsta kosti, því ómögu-legt er að segja að Snorri Steinn, sonur Gaupa íþróttafréttamanns, sé stór. Hann er hins vegar snöggur og flinkur með boltann – og með einkar góðan leikskilning, að því er starfsbræður Gaupa segja í lýsing-um. Það er því svakalegt að horfa á nettan piltinn í höndunum á þessum tröllum sem við erum að keppa við og hið sama á auðvitað við um liðs-félaga Snorra Steins, þótt stærri séu. Átökum á línunni verður ekki lýst öðruvísi en sem slagsmálum.

Vera kann að það sé heldur ekki gott fyrir leikmenn annarra liða að lenda í krumlunum á varnarjöxlum okkar, Sverre og Vigni. Þeir eru engir veifiskatar og taka hraustlega á andstæðingunum, jafnvel svo að óskiljanlegt er að saumar hangi saman í treyjum þeirra. En svona er handboltinn á efsta þrepi getunnar, slagsmál, hrindingar og pústrar – en ansi falleg mörk og tilþrif inn á milli – og hrífandi markvarsla þegar búið er að skjóta okkar menn í stuð.

Kapparnir sem leggja skrokka sína í þessi átök veita okkur gleði þótt fyrir komi að við verðum fyrir vonbrigðum þegar miður gengur og leikir tapast. Samt erum við alltaf stolt af þeim. Ísland er meðal hinna bestu í Evrópu, og í heiminum ef út í það er farið. Það sýna silfurverðlaun á ólympíuleikum og bronsverðaun á Evrópumóti. Það er ekki sjálfgefið. Árangurinn kostar blóð svita og tár – og það í bókstaflegri merkingu. Hafi drengirnir okkar skakklappast fyrir mót, verið haltir á öðrum fæti, bólgnir og tognaðir, má nokkuð gefa sér það að helti sækir á báða fætur í mótslok.

Mesta furða er þó hvað hægt er að nudda lífi í kappana. Sjúkraþjálf-arar og læknar fara fimum höndum um auma skrokkana og koma liðs-mönnum á fætur á ný. Mestu ræður þó hugarfar þeirra sjálfra, viljinn til að taka þátt, keppa fyrir hönd þjóðar sinnar. Sú sama þjóð stendur þétt við bak þeirra, sjónvarpsáhorf á leiki er gríðarlegt og umfjöllun fjölmiðla fyrir og eftir leiki mikil. Við fáum gæsahúð þegar þjóðsöngurinn er leikinn og hið sama á við um strák-ana okkar þegar þeir heyra „þjóðar-

kórinn“ að baki sér, Íslendinga í danskri stúku fara í hæstu hæðir með eilífðar smáblómið, sem fram til þessa hefur aðeins verið á færi lærðra söngvara. Nú hvarflar ekki lengur að nokkrum manni að skipta um þjóðsöng, við erum og verðum með titrandi tár í sókn og vörn.

Ég hafði gaman af handbolta sem strákur og við vinirnir lékum okkur löngum stundum með knöttinn, hvort heldur var úti við eða í leik-fimi. Þessi áhugi á íþróttagreininni náði samt ekki svo langt að ég æfði með félagi, þótt mitt hverfisfélag, Víkingur, gerði það gott í greininni. Líklega var ég of mjór til að ná langt. Ég leit hins vegar til þeirra bestu í skólanum og hverfinu með stolti þegar þeir urðu sitt á hvað burðarás-ar í gullaldarliðum Víkings og Vals. Bestur þótt mér samt á æskudögum FH-ingurinn Geir Hallsteinsson. Hann var undramaður með knött-inn, átti stórkostlega daga með ís-lenska landsliðinu og yljaði okkur í Laugardalshöllinni. Gaman er að horfa á gamlar myndir af Geir – og öðrum sem kepptu í handbolta þá. Hætt er við að þeir, jafnvel þótt þeir hefðu nánast getað látið knöttinn tala, ættu lítið erindi í handbolta dagsins í dag þar sem allir – nema kannski Snorri Steinn – eru tveggja metra sleggjur og tröllvaxin vöðva-búnt.

Samanrekinn skrokkur er því nauðsyn hvers handknattleikskappa í dag – en samt verða þeir að búa yfir lipurð og snerpu, ekki síst sóknar-mennirnir sem þjóta fram með eldingarhraða og skora úr hverju hraðaupphlaupinu á fætur öðru. Þar fer Guðjón Valur Sigurðsson fyrir – og ekki bara í íslenska lands-liðinu. Án þess að ég sé meiri sér-fræðingur í handknattleik en hefð-bundinn sófaáhorfandi fullyrði ég að enginn annar leikmaður í bestu liðum heims kemst með hælana þar sem Guðjón Valur er með tærnar í þessum efnum.

En það er svo með hælana – og ekki síður tærnar. Þær verða að vera í lagi ef vel á að ganga. Það er erfiðara að spretta úr spori ef þessir mikilvægu líkamshlutar eru úr lagi gengnir, svo ekki sé minnst á kálfa eða lærvöðva þegar mest á reynir.

Svo má heldur ekki gleyma því að allir þessir kappar eru atvinnumenn í grein sinni. Þeir fá ekki hvíld þegar stórmótinu lýkur heldur verða að bíta á jaxlinn og berjast áfram með félagsliðum sínum, hvað sem líður sárum vöðvum og snúnum útlim-unum.

En það má lengi plástra fingur og frysta vöðva. Vonandi fá þessir strákar sér eitthvað rólegt að gera þegar ferlinum lýkur, vinnu á bóka-safni eða saumastofu, en er á meðan er og þá þýðir ekkert annað en að berjast til síðasta blóðdropa.

Áfram Ísland!

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

Loft innan fárra mínútna

Ilmur af mentól og eukalyptus

Andaðu með nefinu

Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingran-na. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þun-guð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, er-fiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

32 viðhorf Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 33: 24 01 2014
Page 34: 24 01 2014

Helgin 24.-26. janúar 201434 tíska

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

ÚTSALA50% afsláttur af allri útsöluvöru.

Verðdæmi :

Peysa. Verð nú 5.950 kr. Verð áður 11.900 kr.

Gallaefnið við völd í vor og sumar

Vor- og sumartískan gallaefni og þægindi

þ ægindi eru ofarlega í huga hönnuða þetta vor og sumar og gallaefnið

verður mjög mikið notað í vor- og sumarlínum.

Lögð er áhersla á það hjá hönn-uðum að klæðast gallaefnum og bómullarefnum í bland við fínni flíkur sem gera heildarútkom-una glæsilega. Hönnuðir munu leggja mikla áherslu á þægindi því lífsstíll marga gerir kröfu um það. Allir vilja vera í þægilegum og mjúkum fötum en um leið vera nógu fínir á fundinn eða kokteilinn.

Fólk er mikið á ferðinni og þarf því nauðsynlega að láta sér líða vel. Rifnar gallabuxur eru eina ferðina enn að koma inn og þykja flottar í blandi við glansandi skó og bómullarjakka eins og sást á Mercedes Benz tískuvikunni í Berlín núna í janúar. Gallaefnið verður einnig vinsælt hjá strák-unum en „sjúskaðar“ gallabuxur eru komar til að vera í vor og sumar eins og sást á tískuvik-unni í Mílanó í janúar.

Indigo blár er litur Marc O’Polo í vor og sumar.

Nýjasta tíska eru flíkur úr rifnu gallaefni eins og þessi fyrirsætan var í á tískuviku í Mílanó nú í janúar.

Síðustu dagar útsölunnar

Enn meiri afslátturGerið góð kaup

Ert þú búin að prófa ?

Moroccan Argan oil sjampó og næring

Ert þú búin Ert þú búin að prófa ?að prófa ?

Moroccan Argan oil sjampó og næringEinstök blanda af Moroccan argan olíu sem smýgur inní hárið og endurnýjar það. Endurnýjar

raka, gefur glans, mýkir og styrkir hárið. Verndar gegn hitaverkfærum og út�ólubláum geislum. Hentar öllum hárgerðum en sérstaklega lituðu hári.

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18,

Laugardaga 10 - 14

FRÁBÆR Í SPORTIÐ !

Fæst í 32-40 D,DD,E,F,FF,G,

GG,H skálum á kr. 10.950,-

Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution

AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 LyfjAborg, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, [email protected]

Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því!

Page 35: 24 01 2014

tíska 35Helgin 24.-26. janúar 2014

ANTIKÚTSALA20-50% AFSLÁTTUR30-50%

af húsgögnum

50% af bókum

20% af smáhlutum

HAFNARFIRÐI552 8222 - 867 [email protected]

Bómullar-peysur og

gallabuxur úr vor- og sumar-

línu Marc O’Polo.

Fyrirsæta í rifnum galla-buxum á Mercedes Benz tískuvikunni í Berlín nú í janúar.

Hönnuðir Marc O’Polo leggja, eins og alltaf, mikla áherslu á þægindi í vor og sumar og vilja höfða til ferðalanganna. Línan verður full af þægilegum flíkum sem auðvelt er að klæða upp og niður eftir því sem hentar. Línan verður blanda af næloni og bómull í blandi við peysur úr bómull og prjóni. Hönnuðir Marc O’Polo segja að bómullarpeysan fari aldrei úr tísku og þær henta mjög vel í ferðalagið. Indigo blái liturinn verður mjög heitur í vor og sumar í gallaefnum sem og í skyrtum hvort sem það er hreinn litur eða með prentmynstri.

Page 36: 24 01 2014

Helgin 24.-26. janúar 201436 tíska

KYNNING

Boheme kápaKápan er til í 3 litumrauðmunstur, grámunst-ur og fjólublátt munstur Stærð 2-5 (42-54) Verð 29.700 kr.

Tískuvöruverslunin Stórar stelpurHverfisgötu 105S. 551 6688

Töff jakki og pilsJakkiStærðir: 14-20Verð: 8.990 kr.

PilSStærðir: 14-20Verð: 5.990 kr.

Curvy.isNóatúni 17S. 581 1552www.curvy.is

Sparilegur og þægilegur kjóllStærðir: 16-28Verð 9.590 kr.

Curvy.isNóatúni 17S. 581 1552www.curvy.is

Töff sam-festingur

Samfestingur 8.990 kr. Hálsmen 2.093 kr.

Metalbelti 2.093 kr.

Shop CoutureSíðumúla 34S. 896 6169

www.shopcouture.is

VIð Íslendingar erum þekktir fyrir að klæðast mikið svörtum flíkum. Ástæðan er ef til vill sú hversu stuttir dagarnir eru hér í svartasta skammdeginu. Svartar flíkur eru í það minnsta klassískar og klæðilegar en þær má lífga upp á með stórum, flottum skartgripum eða litríkum aukahlutum.

Skammdegið kallar á dökka liti

Klassískt og flottJakki 3.950 kr. Kjóll 6.450 kr. Skór 4.450 kr.

Möst.C Suðurlandsbraut 50Bláu húsin FaxafeniS. 588 4499

Túnikur við öll tækifæriSybel+ collection TunicaSnið - RioFæst í rauðu og bláust. 42-56Verð 14.980 kr.

Belladonna Skeifunni 8S. 517 6460

Z by ZKjóll/Túnika Tvöfaldur

Fæst aðeins eins og á mynd.Stærðir 42-52

Verð 19.980 kr.

My StyleBæjarlind 1 - 3

S. 571 5464

Page 37: 24 01 2014

Ráða

ndi -

aug

lýsi

ngas

tofa

ehf

ÚTSALA

* Vi

ðbót

araf

slát

tur r

eikn

ast a

f afs

látta

rver

ði v

öru.

mi:

Verð

kr.

5.00

0 x

60%

afs

láttu

r = v

erð

kr. 2

.000

x 2

0% v

iðbó

tara

fslá

t40-60%

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

40-6040-6040-6040-6040-6040-6040-6040-6040-6040-6040-6040-6040-6040-6040-6040-6040-6040-6040-60*

Viðb

ótar

afsl

áttu

r rei

knas

t af a

fslá

ttarv

erði

vör

u. D

æm

i: Ve

rð k

r. 5.

000

x 60

% a

fslá

ttur =

ver

ð kr

. 2.0

00 x

20%

við

bóta

rafs

láttu

r = v

erð

alls

kr.

1.60

0*

Viðb

ótar

afsl

áttu

r rei

knas

t af a

fslá

ttarv

erði

vör

u. D

æm

i: Ve

rð k

r. 5.

000

x 60

% a

fslá

ttur =

ver

ð kr

. 2.0

00 x

20%

við

bóta

rafs

láttu

r = v

erð

alls

kr.

1.60

0*

Viðb

ótar

afsl

áttu

r rei

knas

t af a

fslá

ttarv

erði

vör

u. D

æm

i: Ve

rð k

r. 5.

000

x 60

% a

fslá

ttur =

ver

ð kr

. 2.0

00 x

20%

við

bóta

rafs

lát%%

VIÐBÓTAR-AFSLÁTTUR

*

AF ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM

40-6040-60VIÐBÓTAVIÐBÓTAVIÐBÓTAAFS20%

KRINGLUNNI • SÍMI 551 3200Fylgstu með okkur á Facebook

OPIÐmán. - mið. 10:00 - 18:30

fimmtudaga 10:00 - 21:00föstudaga 10:00 - 19:00laugadaga 10:00 - 18:00

sunnudaga 13:00 - 18:00

Page 38: 24 01 2014

var haldið í kjallara grunnskólans þurfti að setja á kvótakerfi sökum plássleysis og fengu þá aðeins tveir frá hverju heimili að koma á blótið. „Árið 2000 fluttist blótið í íþrótta-húsið og þá var kvótakerfið lagt niður og síðan hafa allir verið vel-komnir,“ segir Pálmi. Brottfluttir Laugvetningar fjölmenna á blótið og segir Pálmi marga alltaf mæta og halda tryggð við sveitina sína. „Með það í huga færðum við þorra-blótið í stærri sal svo brottfluttir gætu líka komið. Þeim fjölgar alltaf eftir því sem fólk eldist hérna.“

Áður fyrr tíðkaðist að gestir kæmu með sín eigin trog en sá siður var einnig lagður niður þegar blótið fluttist á nýjan stað. Aldrei hefur fallið niður þorrablót en eitt sinn fór rafmagnið af þegar fólk var að ganga í hús og þá var lýst upp með kertum og rafstöð sótt svo hljómsveitin gæti stungið hljóð-færum sínum í samband og spilað fyrir dansi.

Að sögn Pálma eru skemmtiat-riðin alltaf í höndum heimafólks og það sem vekur hvað mesta eftir-væntingu. „Við gerum þá óspart grín hvert að öðru og ekkert er dregið undan. Á ballinu í ár leikur Leynibandið fyr-ir dansi en sú hljóm-sveit er héðan.“ Á þorrablóti Laugdæla er boðið upp á allar gerðir af þorramat en líka gúllas, salt-kjöt og aðra rétti svo þeir sem ekki eru fyrir þorramatinn fá líka eitthvað gott í gogginn.

38 þorrinn Helgin 24.-26. janúar 2014

Þorrablót ungmennafélag laugdæla

u ngmennafélag Laugdæla heldur árlega þorrablót í íþróttahúsinu á Laugar-

vatni þar sem mikið er um dýrðir og Laugvetningar, nærsveitamenn og brottfluttir fjölmenna og gera sér glaðan dag. „Yfirleitt mæta rúmlega 300 manns og þegar mest hefur verið komu 450 manns. Við leggjum mikla vinnu í blótið og skreytum íþróttahúsið í bak og fyrir. Meðal íbúa eru mjög flinkir teiknarar sem teikna myndir af góðborgurum og hengja á veggina og á hverju ári bætast fleiri myndir við,“ segir Pálmi Hilmarsson sem sæti á í skemmtinefnd þorrablóts-ins.

Saga þorrablóta Laugdæla teygir sig allt aftur til miðbiks síðustu aldar og á árum áður þegar það

Þorrablótin er þeirri mynd sem þau eru haldin í dag eiga uppruna sinn að rekja til matar- og drykkjuveislna mennta- og embættismanna á síðari hluta 19. aldar. Þau voru því í upp-hafi þéttbýlisviðburður sem barst út í sveitirnar. Nú eru þorrablót haldin víða um landið það sem fólk skemmtir sér í skammdeginu og blótar þorra með því að syngja ætt-jarðarsöngva og snæða íslenskan mat eins og síld, harðfisk, hákarl, hvalkjöt, súrt hvalrengi, slátur, sviðahausa, súrsaða hrútspunga, hangikjöt, laufabrauð og flatkökur.

Í fornu íslensku tímatali var þorri

fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi í 13. viku vetrar eða á tímabilinu 19. til 25. janúar. Talið er að mánaðarheitið sé frá 12. öld. Þorri var vetrarvættur í forneskju en opinber dýrkun hans var bönnuð eftir kristnitöku. Þorri var oft pers-ónugerður í sögum sem harður og grimmur eða umhyggjusamur til-sjónarmaður bænda sem vildi hafa gætur á heyi þeirra. Því þótti betra að taka vel á móti honum og veita rausnarlega í mat og drykk.

Upplýsingar af vef Stofnunar Árna Magnússonar og af vefnum ferlir.is

Bóndadagur er fyrsti dagur þorra og segir í Þjóðsögum Jóns Árnason-ar að sá siður hafi tíðkast að bændur færu fyrstir á fætur þann morgun, væru berir að ofan og aðeins í annarri buxnaskálminni en létu hina lafa og drógu

hana á eftir sér á öðrum fæti og gengu þannig út. Þar hoppuðu þeir á öðrum fæti í kringum bæinn, drógu á eftir sér brókina og buðu þorrann velkominn. Til allrar hamingju fyrir karlmenn samtímans hefur þessi

siður verið aflagður enda töluverðar líkur á að hrasa og meiða sig við slík hopp úti í kulda og hálku. Í dag tíðkast að gera vel við karlmenn á bóndadaginn og jafnvel færa þeim gjafir og veita rausnarlega í mat og drykk.

Bóndadagur

Saga þorrablótanna

Allt í einum pakka í Víkingastræti – Öðruvísi stemmning

w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i : 5 6 5 1 2 1 3

Þrumandi þorrablót að hætti Víkinga hefjast 24.janúar

Þrumandi þorrablót að hætti Víkinga hefjast 24.janúar

Pakkatilboð í Víkingastræti

ATH. Morgunmatur innifalinn í öllum pökkum.Tilboð gilda til 30. apríl 2014.

Aukanótt í 2ja manna herbergi kr. 5.000, á mann.

1. Þorrapakki:Gisting, bjór og þorrahlaðborð. Víkingasveitin leikur fyrir matargesti.Tveggja manna herbergi kr. 13.400 á mann.

2. Árshátíðarpakki: Gisting með fordrykk og þriggja rétta hátíðarkvöldverði.Tveggja manna herbergi kr. 13.700 á mann.

3. Sælkerapakki:Gisting og kvöldverður með þriggja rétta sælkeraveislu.Tveggja manna herbergi kr. 13.000 á mann.

Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar.www.fjorukrain.is

Víkingasveitin leikur fyrir matargesti öll kvöldin

eins og þeim einum er lagið.

Gerum tilboð fyrir hópa í gistingu og mat

Sérréttamatseðill

HLIÐ ÁLFTANESI

Veitingar og gisting

Hlið á Álftanesi

Við kynnum nýjan möguleika í mat

og gistingu.Verið velkomin

Pakkatilboð í Víkingastræti

Brottfluttir fjölmenna á þorrablót LaugdælaÞorrablót Ungmennafélags Laugdæla hefur verið haldið í yfir hálfa öld og nýtur mikilla vinsælda. Á árum áður var blótið haldið í kjallara grunnskólans og sökum plássleysis fengu aðeins tveir frá hverju heimili að mæta. Nú er blótið haldið í íþróttahúsinu svo nægt er plássið og engin þörf á þorrablótskvótakerfi.

Prúðbúnir gestir á Þorrablóti Laugdæla.

Pálmi Gunnarsson og Jói Gunna (að ofan) eru í

skemmtinefnd Þorrablótsins ásamt konum sínum.

Page 39: 24 01 2014

Vilt þú...// ná fram því besta í þínu fari?

// vera jákvæðari?

// eiga auðveldara með að segja NEI?

// hafa meiri metnaði í námi og vinnu?

// vera skipulagðari?

// eiga auðveldara með að opna samræður og kynnast fólki?

// draga úr sjálfsgagnrýni og ótta?

// geta tjáð þig fyrir framan hóp af fólki án þess að roðna og svitna?

www.NaEstakyNslod.Is

Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina.

// dale Carnegie fyrir UNgt fólk á öllUm aldri.

// kyNNINGaRFUNdIRMánudaginn 27. janúar.

fundur fyrir 10-15 ára klukkan 19:00, foreldrar mæta með á fundinn. fundur fyrir 16-25 ára klukkan 20:00

Ármúli 11, þriðja hæð.

// NámskEIð FyRIR 10 – 12 áRa námskeið hefst þriðjudaginn 11.febrúar klukkan 17:00 - 20:00

// NámskEIð FyRIR 13 – 15 áRa námskeið hefst þriðjudaginn 4. febrúar klukkan 17:00 - 21:00

// NámskEIð FyRIR 16 – 20 áRanámskeið hefst þriðjudaginn 11. febrúarklukkan18:00 - 22:00

// NámskEIð FyRIR 21 – 25 áRanámskeið hefst miðvikudaginn 19. febrúarklukkan18:00 - 22:00

// skráning í síma 555 7080

Page 40: 24 01 2014

40 matur & vín Helgin 24.-26. janúar 2014

vín vikunnar

Grey Goose VodkaGerð: Vodka

Uppruni: Frakk-land.

Styrkleiki: 40%

Verð í Fríhöfn-

inni: 6.990 kr. (1.000 ml)

Umsögn: Eðalvodki frá Frakkland. Full-kominn í Martini og aðra karl-mannlega drykki. Fæst á börum og í Fríhöfninni.

G VineGerð: Gin.

Uppruni: Frakk-land.

Styrkleiki: 40%

Verð í Vínbúð-

unum: 8.999 kr. (700 ml)

Umsögn:

Gin er mikill eðaldrykkur sem fæst í ýmsum útgáfum. G Vine er stórskemmti-leg krydduð gintegund frá Frakklandi. Þetta er svona gin til að eiga spari.

Gentleman Jack Tennessee WhiskeyGerð: Viskí.

Uppruni: Bandaríkin.

Styrkleiki: 40%

Verð í Vínbúð-

unum: 11.199 kr. (1.000 ml)

Umsögn: Það er fátt jafn karlmannlegt og Jack Daniels. Fágaðir íslenskir karlmenn láta sér ekki hefð-bundinn Jack duga á degi sem þessum. Nei, í dag er það við-hafnarútgáfan, Gentleman Jack.

Vín sem hæfir fáguðum karlmönnumÍ dag er bóndadagur sem markar upphaf þorra. Þorrinn stendur í rúmar fjórar vikur en við upphaf hans hyllum við hinn fágaða, íslenska karlmann.Í dag er rétt að gera vel við sig í mat og drykk. Neðar á síðunni fjöllum við um sterka og karlmannlega drykki en það þarf einnig að huga að borð-

víni. Þar sem flestar eiginkonur og kærustur hafa síðustu daga hugað að undirbúningi nautakjöts- og bernais-veislu fyrir sína menn þá er um að gera að benda þeim góðfúslega á hvaða vín hentar fyrir tilefnið. Til dæmis

með því að rífa þessa síðu úr blaðinu og rétta þeim. Á degi sem þessum dugar ekkert minna en að leita í höfuðvígi rauðvínsgerðar heimsins, Frakkland. Þar veljum við vín sem er kröftugt og mikilfenglegt, rétt eins og hinn íslenski karlmaður.Vín frá Châteauneuf-du-Pape-svæðinu eru upplögð við þetta tilefni. Clos de l'Oratoire er fullkomið með nautasteikinni í mikilfengleika sínum.

Clos de l'Oratoire Chateauneuf-de-PapeGerð: Rauðvín.

Þrúga: Grenache, Syrah, Mourvedre, Cinsault.

Uppruni: Frakkland, 2011.

Styrkleiki: 15%

Verð í Vínbúðunum: 4.499 kr. (750 ml)

Höskuldur Daði MagnússonTeitur Jónasson

[email protected]

Fréttatíminn mælir með fyrir karlmenn

Uppskrift vikunnar

Þorrinn er fram-undan með til-

heyrandi þorramat og þorrabjór. Það er

því tilvalið að hefja þorrann á ekta

karlmannsdrykk í anda James Bond, Churchills, Roose-

velt og annarra stórmenna. Hér

eru þrjár óbrigð-ular uppskriftir af Martini-drykkjum.

Þrír góðir Martini-drykkir

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16

Mósel Hornsófi 2H2 verð 215.900 áður 431.880

Río Tungusófi 3+t verð 149.900 áður 336.200

AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM 70%Allt að

ÚTSALA

Rúm frá 99.000

Tungusófar frá 125.900 krHornsófar frá 129.900 krSófasett frá 199.900 kr

Stál stólar 15.900 verð áður 35.900

Stólar 35.920 verð áður 44.900

Sjónvarpskápur 55.900

Skenkur 77.000

Sjónvarpsskápar frá 33.500

Barskápur 89.000

Í öllum góðum Martini-drykkjum er nauðsynlegt að hafa góðan vermút eins og Martini Extra Dry.

Prófaðu Ungava gin en skreyttu það með greipaldini í staðinn fyrir sítrónu.

Hristur martini með ólívuÞetta er sá allra klassískasti og inniheldur ólífu sem ber með sér olíu og salt og hefur strax áhrif á bragð drykkjarins. Ef þú hristir smá ólívuvökva út í klakann með gininu kallast það „dirty martini“. 2 cl ginNokkrir dropar af þurrum vermút.Hrist saman í klaka.Hellt í ískalt kokteilglas.Skreytt með ólívu eða ólívum sem er haldið saman með kokteilpinna.Það er einnig hægt að skreyta drykkinn með perlulauk en þá kallast hann Gibson.

Hrærður martini með sítrónuberkiÞessi er líka klassískur og inniheldur snúinn sítrónubörk (lemon twist). Skerið þunna lengju af sítrónuberki og kreistið hann yfir glasinu áður en hann er lagður ofan í. Það er ótrúlegt hvað smá sítrónubörkur getur haft mikil áhrif.

VesperIan Flemming fékk Bond sjálfan til að kynna drykkinn í fyrstu Bond-bókinni, Casino Royal. Bond, sem pantar eingöngu einn drykk fyrir matinn, vildi hafa hann vel útilátinn. Óhætt er að fullyrða að Vesper nái að snerta flest hraustmennin.3 hlutar gin1 hluti vodka½ hluti Kina Lillet eða annar bitter drykkurAllt hrist vel í klaka, hellt í stórt kokteilglas og skreytt með sítrónuberki.

Page 41: 24 01 2014

NÝTTLÆGRAVERÐ

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

Page 42: 24 01 2014

42 matur & vín Helgin 24.-26. janúar 2014

Bjór sérfræðingar fréttatímans smakka þorraBjórinn

Rekstrarvörur- vinna með þér

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • Fax: 520 6665

[email protected] • www.rv.is

RV skrifstofuvörutilboð

Bréf

abin

di

Túss

litir

Reik

nivé

lar

Ljósr

ituna

rpap

pír

Kúlu

penn

ar

Rafh

löðu

r

Ljósr

ituna

rpap

pír

Verð frá 57 kr.pr. stk.

Verð frá 297 kr.pr. pk.

Verð frá 288 kr.pr. stk.

Verð frá 698 kr.pr. stk.

Verð frá 498 kr.pr. 500 bl.

Verð frá 297 kr. pr. pk.

Bréf

abin

di

Kúlu

penn

arKú

lupe

nnar

Kúlu

penn

arKú

lupe

nnar

Kúlu

penn

ar

RV - birginn þinn í skrifstofuvörum og daglegum rekstrarvörum

Surtur sigraði í þriðja sinnÞorrinn gengur í garð í dag með tilheyrandi veisluhöldum. Nú ilma heimili og veislusalir af þorramat og í ofanálag kemur þorrabjórinn í sölu í Vínbúðunum. Að þessu sinni eru sjö bjórar í boði auk mjaðarins Kvasis sem Borg brugg-hús selur. Félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun, smökkuðu alla bjórana að vanda. Þeir voru býsna ánægðir með úrvalið að þessu sinni en ekki var nokkur vafi í þeirra huga hver væri besti bjórinn í ár. Þetta er þriðja árið í röð sem Surtur er á boðstólum og alltaf hefur hann þótt bera af í smökkun Fréttatímans.

Fágunarmenn smökkuðu á þorra-bjórunum. Frá vinstri eru Sigurður Pétur Snorrason, 47 ára, Helgi Þórir Sveinsson, 26 ára, Bjarki Þór Hauks-son, 24 ára, og Hrafnkell Freyr Magnússon, 31 árs. Ljósmynd/Hari

GestabjórBorg brugghús sendir frá sér mjöðinn Kvasi með þorrabjórunum. Kvasir er ekki bjór en sérfræðingar Fréttatímans fengu að bragða á honum engu að síður. Þó þeir hafi

kunnað að meta framtakið verður ekki beint sagt að Kvasir hafi slegið í gegn.

Kvasir nr. 22 Þorramjöður 9%

33 cl. 888 kr.Ummæli dómnefndar:Ég er ekki viss um að þeir ættu að láta þetta frá sér. Þetta minnir á munnskol eða barnatannkrem. Þetta er áhugaverð tilraun, en hún heppnaðist ekki. Þetta er ekki einu sinni mjöður.

2.Hvalur – þorrabjór Steðja5,2%33 cl. Ekki vitað hvort hann mun verða til sölu í Vínbúðunum.Ummæli dómnefndar:Það er reykur í lyktinni og súrt hey. Flott útlit. Þetta er bjórinn til að taka með súrmatnum! Þetta er besti Steðji sem ég hef smakkað. Hann er rúbínrauður og fal-legur. Mikil sæta. Þeir fá prik fyrir þor og áræðni, að þora að gera eitthvað annað. Þetta er svona „novelty“-bjór. Snilldar-bjór á þorrablótið.

3. Þorrakaldi5,6%33 cl. 395 kr.Ummæli dómnefndar:Það er ávaxtalykt af honum, sæt lykt. Lykt af þurrkuðum ávöxtum. Appelsínur, svolítið gamlar. Ágætis maltfílingur, liggur vel í munni. Brauðkenndur. Fínasta beiskja. Gott jafnvægi. Kalda-bjórarnir eru alltaf svolítið svipaðir, þau mættu vera ævintýragjarnari. Árstíðabjórarnir eiga að vera öðruvísi. Þessi er „seif“. Þessi mun höfða til margra. Ég myndi ekki fúlsa við honum í matarboði.

4.Einiberja Bock þorrabjór6,7%33 cl. 429 kr.Ummæli dómnefndar:Smá karamella í lyktinni. Koparlitaður. Einiberin eru þarna. Ginbragðlaukarnir virkja einiberjabragðið. Það er gott jafn-vægi í honum. Fín áferð. Lítur rosalega vel út. Mér finnst hann flottur.

5.-6.Þorraþræll4,8%33 cl. 399 kr.Ummæli dómnefndar:Kolsýra í lyktinni, gerjunarlykt. Það er gaman að framleiddur sé ESB-bjór hér en ég vildi óska að þessi væri betri. Hann er ekki nógu enskur. Vantar gerjunarkarakter. Ekki nógu mikið jafnvægi í honum. Þessi á ekkert skylt við þorrann. Útlitið sveik mann, hann var ekki eins góður og hann leit út fyrir að vera.

5.-6.Gæðingur þorrabjór5,6%33 cl. 428 kr.Ummæli dómnefndar:Það er sæt lykt af honum. Þessi er mjög fallegur. Vel dökkur. Fín, mild rist í bragðinu. En hann er vatnskenndur, það er lítið bragð. Það er ekkert að gerast, bara flott útlit. Hann er eins og jólabjórinn þeirra, bara léttari útgáfa.

7.Þorragull5,6%33 cl. 369 kr.Ummæli dómnefndar:Þessi gæti farið alveg út í að teljast rafgullinn á litinn. Það er lykt þarna, ágæt þannig séð. Ég held að þetta sé bara það besta sem Egill hefur sent frá sér. Það er karamellusæta í honum sem maður hefur ekki fundið áður í Gulli. Mikið eftirbragð, ekki endilega gott. Hann situr aðeins of lengi í munni. Þessi er fínn með hákarlsbitanum.

1. Surtur nr. 2310%33 cl. 868 kr.Ummæli dómnefndar:Þessi er flottur. Þarna er mikið af humlum, amerískum humlum, í lyktinni. Kaffirist. Þarna er verið að vinna með sama konsept og áður og þetta er vel heppnaður Surtur. Þetta er ekki eitthvað sem þú drekkur með þorramatnum. Þetta er spari-bjór, hátíðarbjór, ekki fyllirísbjór. Sérhver bjórnörd á skilið að veita sjálfum sér einn svona á bóndadaginn.

Höskuldur Daði MagnússonTeitur Jónasson

[email protected]

Page 43: 24 01 2014

WWW.SPICEBOMB.COM

THE NEW EXPLOSIVE FRAGRANCE

Útsölustaðir: Bjarg Akranesi, Debenhams Smáralind, Hagkaup Kringlunni, Holtagörðum, Smáralind, Garðabæ, Hygea Kringlunni, Lyf & heilsa Kringlunni, Jara Glerártorgi Akureyri, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ.

Page 44: 24 01 2014

S tarfsfólk Bruggsmiðjunnar Ár-skógssandi hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur við bruggun á

18.000 lítrum af Þorra Kalda sem verður seldur frá og með deginum í dag í einn mánuð en þó í takmörkuðu upplagi. „Þorra Kaldi er koparlitaður lagerbjór og við leggjum mikla áherslu á að hann sé beiskari en hinir bjórarnir okkar svo við notum meiri humla en vanalega. Í Þorra Kalda notum við humla frá Tékk-landi eins og í aðra Kalda bjóra en bætum líka við humlum frá Nýja-Sjá-landi og sem gefur honum sérstöðu,“ segir Sigurður Bragi Ólafsson bruggari.

Kristinn Ingi Valsson, brugg-ari hjá Bruggsmiðjunni, á heiðurinn að uppskrift Þorra Kalda. „Tónninn í Þorra Kalda er beiskur og sterkur og því hentar hann vel með þorra-matnum en líka einn og sér,“ segir Sigurður Bragi. Þorra Kaldi er fáanlegur í Vínbúð-unum og á flestum börum og segir Sigurður Bragi hann kjörinn sem gjöf í tilefni bóndadagsins í dag.

Eins og í aðra bjóra Bruggsmiðjunnar er einungis notað besta mögulega hráefni í Þorra Kalda svo hann er eins hollur og ferskur og mögulegt er. Þorra Kaldi er ógerilsneyddur og án viðbætts sykurs og rotvarnarefna. Allt hráefnið er sérpantað að utan, fyrir utan

íslenska vatnið sem kemur úr lind við Sólafjall við utanverðan Eyjafjörð.

Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall hefur Sigurður Bragi starfað sem bruggari í fimm ár og líkar starfið vel. Sigurður er sonur hjónanna sem stofnuðu Bruggmiðj-una, þeirra Agnesar Sigurðardóttur og Ólafs Þrastar Ólafssonar. „Það eru endalausir möguleikar í starfinu á því að skapa og mér finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Sigurður Bragi hefur lokið þremur önnum í bruggfræðum frá skóla Bandaríkjunum og í apríl fer hann til München í Þýskalandi til náms við Doemens skólann og útskrifast eftir það með diplómu í bruggunarfræðum. Að náminu loknu ætlar hann svo í brugghúsatúr um Evrópu.

44 matur & vín Helgin 24.-26. janúar 2014

Bjór BruggSmiðjan hefur Bruggað 18 þúSund lítra af þorra KaldaH

VÍT

A H

ÚS

IÐ /

SÍA

Sigurður Bragi hefur starfað sem bruggari í fimm ár þrátt fyrir að vera ekki nema 22 ára.

Sækja hráefni alla leið til Nýja-Sjálands

Bruggsmiðjan á Árskógssandi er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var af hjónunum Agnesi Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafssyni. Hér er öll stórfjölskyldan saman komin í Bruggsmiðjunni.

Bruggsmiðjan Árskógssandi sendir nú frá sér Þorra Kalda sem er beiskur og sterkur og hentar því vel með þorramatnum. Bruggsmiðjan er gegnheilt fjölskyldufyrir-tæki og einn bruggaranna er 22 ára sonur stofnendanna.

Skírnartertur að hætti Jóa Fel– undurfagrar og bragðgóðar

Kíktu á úrvalið á www.joifel.is.

Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut

15% afsláttur af öllum skírnartertum

– fyrst og fremst

2299kr.kg.

Verð áður 4598 kr. kg. Ungnauta entrecote, dansktVerð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 Verð áður 4598 kr. kg.kr. kg.kr. kg.kr. kg.kr. kg.kr. kg.kr. kg.

Ungnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, danskt

kr. kg.

Ungnauta entrecote, dansktkr. kg.kr. kg.

Ungnauta entrecote, dansktkr. kg.kr. kg.

Ungnauta entrecote, dansktkr. kg.

Ungnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, dansktUngnauta entrecote, danskt

50%afsláttur

DA

NS

KT

DA

NS

KT

DEKRAÐU

50505050%%%%%50%50%%%50%50DEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐU

50DEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐU

VIÐ BÓNDANN

– fyrst og fremstódýr!

VIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANN

- á bóndadaginn

Page 45: 24 01 2014

Í janúar bjóðum við yfir 1000 tegundir af hágæða vítamínum og bætiefnum á frábæru tilboði

Fylgist með okkur á facebook:HollandBarrettIcelandPöntunarsími 534-1414

SMÁRALIND

Látum ekki flensur og aðra heilsuspilla leggjaokkur í rúmið - Birgjum okkur upp af hágæðavítamínum á tilboðsdögum í janúar.Þú kaupir eina tegund af hvaða vítamíni sem erog færð aðra að eigin vali með helmings afslætti!Yfir 1000 tegundir í boði af hágæða bætiefnumog vítamínum. Sendum hvert á land sem er!

Page 46: 24 01 2014

46 matur & vín Helgin 24.-26. janúar 2014

Flatkökur og rúgbrauð frá Gæðabakstri/Ömmubakstri á þorrabakkann!

Gæðabakstur / Ömmubakstur ehf • Lynghálsi 7 • 110 Reykjavík

Þ etta er alls ekki galinn tími fyrir þennan drykk. Það er smá hvítvíns-mysustemn-ing í miðinum og ég gæti trúað því að

það sé sniðugt að dreypa á honum með sumu af þorramatnum. Þetta gæti passað með súra slátrinu,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og bjóráhugamaður.

Í tilefni þorra sem gengur í garð í dag setur Borg brugghús á markað mjöðinn Kvasi. Eins og greint var frá í Fréttatímanum í síðustu viku er Kvasir bruggaður úr hunangi, er níu prósent að styrkleika og þykir minna nokkuð á hvítvín. Mjöður á því lítið skylt við bjór.

Nafnið Kvasir kemur úr norrænni goðafræði en mjöður er oftast tengdur við forfeður okkar, víkingana. Í Egils sögu er til að mynda greint frá því að á ferðalögum Egils Skallagrímssonar erlendis taldi hann sjálfsagt að höfðingjar bæru í hann mjöð. Stefán segir að fari því vel á því núna að Ölgerð Egils Skallagrímssonar standi í fram-leiðslu á miði.

„Það er ekki fullljóst hvernig þessi mjöður sem Egill og félagar drukku var. Eins og oft er með hversdagslegt handverk þá er það ekki mikið að rata inn í heimildirnar. Í seinni tíð hefur talsverður iðnaður verið bæði í bjór- og mjaðar-gerð þar sem ýmsir aðilar reyna að selja vörur sem þeir segja nákvæmlega eins og menn voru að drekka fyrir mörg hundruð árum. Ég held að menn séu ansi oft að giska í eyðurnar,“ segir Stefán.

Stefán segir Íslendingar séu gjarnir á að hræra saman hugtökunum bjór og miði. Munurinn sé þó skýr; bjór er bruggaður úr korni en í miði er sterkjugjafinn hunang. „Þessi misskilningur er sjálfsagt sprottinn frá Íslendingasögunum. Ég get ímyndað mér að flestir Íslendingar haldi

að mjöður hafi verið bjór, jafnvel fínasti og flottasti bjórinn tengdur við kónga og höfð-ingja. Það tekur pínu „spönkið“ úr þessu að mjöður hafi í raun verið Breezer síns tíma.“

Stóra spurningin er svo hvort mjöður hafi verið bruggaður hér á landi fyrr á öldum? Eða hvort Kvasir sé fyrsti íslenski mjöðurinn?

„Það þarf mikið magn af hunangi í mjaðargerð. Það hefur varla verið á færi annarra en þeirra ríkustu að verða sér úti um það í tunnuvís. Og það er ekki hægt að skjóta loku fyrir það að einhverjir íslenskir auð-menn á fyrstu öldum Íslandsbyggð-ar hafi látið senda sér hunangstunnu og bruggað mjöð. Það eru hins vegar engar heimildir um það og persónu-lega finnst mér það ekki líklegt. Mér finnst líklegra að menn hafi drukkið mjöð erlendis eða hingað til lands hafi borist lítilræði af brugguðum miði.“

Þannig að þú telur líkur á að Kvasir gæti verið fyrsti mjöðurinn?

„Já, það verður að teljast afskaplega lík-legt. Menn voru bruggandi bjór hér í stórum stíl. Hér var kornrækt sem Íslendingar voru að bisa við frameftir miðöldum þangað til það var orðið of kalt. Það korn var allt of verðmætt í brauð og grauta, það fór allt í bjór. Hér á landi hefur aldrei verið nein náttúruleg hunangsfram-

Fyrsti íslenski mjöðurinn?Borg brugghús sendir frá sér mjöðinn Kvasi nú þorra. Sagnfræðingurinn og bjóráhugamaður-inn Stefán Pálsson segir engar heimildir um að mjöður hafi verið bruggaður af forfeðrum okkar og Kvasir sé því að líkindum fyrsti íslenski mjöðurinn.

Forfeður okkar víkingarnir drukku mjöð úr horni en nútímamaðurinn virðist halda að mjöður sé bjór. Það er mikill misskilningur, mjöður var

Breezer þess tíma. Teikning/Hari

Page 47: 24 01 2014

matur & vín 47Helgin 24.-26. janúar 2014

ÚRVALS NORÐLENSKUR

ÞorramaturKjarnafæði býður fjölbreyttan úrvals Þorramat, bæði súrsaðan og

nýjan, svo sem súr lambaeistu, súra lundabagga, súra lambasviðasultu, súra lifrarpylsu, Vopnafjarðarsvið, hangikjöt, nýja lifrarpylsu, nýjan

blóðmör, nýja lambasviðasultu, magál og fleira.

Súrsun matvæla eykur hollustu þeirra og geymsluþol til muna. Súrsunin varðveitir einnig næringargildið ásamt því að maturinn verður meyrari og auðmeltari.

Skyrmysan er auðug af kalki og próteinum sem síast inn í súrmatinn. Sama gildir um B2-vítamín. Nú á dögum skipar súrmatur mikilvægan sess á þorranum.

Veldu gæði, veldu Þorramat frá Kjarnafæði.

www.kjarnafaedi.is

Grænar ka�baunir frá Solaray er í grænmetishylkjum til að tryggja hámarks upptöku og er unnið úr hágæða grænum ka� baunum. Venjulega eru ka�baunir ristaðar til að fá fram ka�bragðið sem við �est þekkjum. Þegar baunirnar eru ristaðar þá eyðist virka efnið sem heitir ‚chlorogenic acid‘ og er talið vera efnið sem eykur þyngdartap hjá fólki. Með því að nota óristaðar baunir þá er verið að ná hreinu formi af chlorogenic acid og jafnframt með mun lægra innihald af ko�íni. Chlorogenic acid er talið hafa e�irfarandi eiginleika: þyngdartap, hefur

jákvæð áhrif á húð, öldrun og blóðsykur. Green Co�ee Bean er ekki örvandi efni heldur hafa rannsóknir sýnt að efnið lækkar fremur blóðþrýsting á sama tíma og það eykur efnaskipti líkamans. Þá má geta þess að Dr. Oz, sem er með einn vinsælasta sjónvarpsþáttinn vestanhafs um þessar mundir, hefur látið kanna þessa frábæru vöru. Hans niðurstaða er í samræmi við niðurstöður annarra þegar kemur að þyngdartapi; ef þú ert með gæða Green Co�ee Bean extract þá virkar það. Solaray Green Co�ee bean er með hárrétt hlutföll af virkum efnum og hefur hjálpað mörgum að koma af stað þyngdartapi.

Solaray Íslandwww.heilsa.is

Solaray bætiefnin fást eingöngu í Apótekum og Heilsuvöruverslunum.

Solaray bætiefnin sem næringarþerapistar mæla með.

Grænar ka�baunir örva brennslu og hjálpa þér að léttast.

leiðsla og ég kann-ast í fljótu bragði ekki

við neinar heimildir um mikinn hunangsinnflutning

sem gæti bent til framleiðslu á miði.“

Stefán starfar meðal annars sem kennari í Bjórskólanum

sem rekinn er í húsakynnum Ölgerðarinnar. Hann kannast því vel við það að fólk rugli sam-an bjór og miði. „Þeir eru nú ekki að auðvelda manni starfið, strákarnir í Borg. Nú mun fólk endanlega rugla saman miði og bjór þegar það sér Kvasi í

Borgarseríunni,“ segir Stefán og hlær. „Þeir segja á móti að Borg sé brugghús en ekki bjór-hús. Ég mun alla vega mælast til þess að ef framhald verður á framleiðslunni að Kvasir verði settur á stórar flöskur með korktappa.“

Bruggararnir Stulli og Valli í Borg brugghúsi eiga heiðurinn af Kvasi sem hugsanlega er fyrsti íslenski mjöðurinn. Ljósmynd/Hari

Page 48: 24 01 2014

48 bílar Helgin 24.-26. janúar 2014

ReynsluakstuR toyota land CRuiseR 150

Draumabíllinn fundinnLand Cruiser 150 uppfyllir allar mínar kröfur. Hann er fallegur, rúmgóður, öruggur, kemst í Bláfjöll og yfir Krossá.

É g var svo óheppin á dög-unum að fá að reynsluaka nýjum Toyota Land Cruiser

150. „Óheppin“, segi ég, því mikið óskaplega langar mig í hann. Fjöl-skyldubíllinn er orðinn gamall og lúinn og við hjónin farin að huga að því að nauðsynlegri endurnýjun. Sökum fjölskyldustærðar nægir okkur ekki fimm manna bíll. Við þurfum sjö sæti. Svo þurfum við bíl sem kemst í Bláfjöll og til Ísafjarðar að vetri til. Og helst yfir Krossá að sumri. Land Cruiser 150 nær yfir þetta allt.

Ég fékk nýjan Land Cruiser 150 til reynsluaksturs um verslunar-mannahelgina í sumar og fórum við fjölskyldan til Ísafjarðar. Það var hrein unun. Kannski smituðust börnin svona af akstursánægju minni að þau voru syngjandi glöð alla leiðina – eða ef til vill fór bara svona vel um þau. Þetta var að minnsta kosti skemmtileg bílferð sem við nutum í botn. Það hjálpaði auðvitað að hafa góð hljóm-tæki og geta hlustað á uppá-haldstónlistina okkar í gegnum Bluetooth tengingu við símann. Og að geta stillt á cruise control og hafa engar áhyggjur af því að gleyma sér

óvart og fara yfir löglegan hámarks-hraða. Mér líður vel í jeppa. Ég passa vel í jeppa. Maður situr hátt og hefur nægt pláss. Og er öruggur. Aukin-heldur pirrar mig fátt meira en að þurfa að bogra yfir barnastólinn og reyna að finna „innstunguna“ fyrir sætisbeltið sem er falið undir barna-stólnum, því bíllinn er svo þröngur. Þetta er sko alls ekkert mál í Land Cruiser. Börnin gátu meira að segja spennt sig sjálf (allir foreldrar vita hvað það er mikill léttir – í alvörunni) því bíllinn er svo breiður að vel fer um þrjá barnastóla.

Yfir jólahátíðina fékk ég 2014 árgerðina af Land Cruiser 150 til reynsluaksturs. Nýjasta árgerðin

hefur fengið andlits-lyftingu jafnt að utan sem innan. Breytingarnar eru vel heppnaðar og mest áberandi er nýtt grill og nýtt mælaborð og inn-rétting. Ný marg-miðlunartækni sem nefnist Toyota Touch 2 hefur verið tekin í notkun í þessari uppfærslu á bílnum, sem er mjög skemmtilegt og aðgengilegt enda gerir stór snertiskjár notk-unina auðvelda.

Það var gaman að fá að reyna bíl-inn í hálku og snjó enda akstursupp-lifunin allt önnur en í rennifærinu um verslunar-mannahelgina. Það er skemmst frá því að segja að bíllinn reyndist frábærlega. Hálkan og snjórinn höfðu

ekkert í Land Cruiserinn, ekki einu sinni ómokuðu göturnar í Mosfellsbænum (þar sem hjólförin í klakanum voru að minnsta kosti 15 cm djúp) þegar við brugðum okkur þangað í jólaboð.

Ég gerði jólainnkaupin á Land Cruisernum. Fór með langan innkaupalista í búðina á Þorláks-messu þar sem engu skyldi gleymt. Tólf innkaupapokar voru eins og dropi í hafið í rúmgóðu skotti bílsins (aukasætin í skottinu voru ekki í notkun eins og gefur að skilja) og þurfti ég ekkert að stafla þeim. Svo er skottið í þægi-legri hæð þegar þarf að ferma eða afferma.

Ég þarf að sjálfsögðu ekki að tala um búnaðinn því bíllinn er búinn öllu því nýjasta sem eykur öryggi og bætir aksturseigin-leika. Það eina sem truflar mig við þennan bíl er verðmiðinn. En það er einfaldlega vegna þess að ég á ekki til þær tæpar tíu millj-ónir sem ódýrasta útgáfan kostar. En ef ég ætti þær, myndi ég ekki hika við að kaupa mér nýjan Land Cruiser.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir

[email protected]

Stór og rúmgóðurGott að aka honumFrábært hljóðkerfi

Kemur vel út í öryggisprófumGott útsýni úr fram-

og aftursætumStórt og rúmgott skott

Verðmiðinn

Helstu upplýsingar Verð frá 9.920.000 krEldsneytisnotkun frá 8,1 l/100 km

í blönduðum akstriCO2 í útblæstri frá 256 g/km á

blönduðum akstriLengd 4780 mmBreidd 1885 mmFarangursrými 1151 lítrar

Nýr Land Cruiser 150. Bíllinn hefur fengið andlitslyftingu, breytt grill og framljós, auk breytinga á afturhlera.Myndir/Hari

Stór skjár í mælaborði einkennir 2014 árgerðina. Nóg pláss er í skottinu.

Fitul’til ogpr—teinr’k . . .

… og passar með öllu

www.ms.is

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

Page 49: 24 01 2014

Sumarið er handan við hornið

Við seljum eldri veiðibúnaðá mikið lækkuðu verði

Veiðihornið ¥ S’ðumœla 8 ¥ S’mi 568 8410 veidihornid.is ¥ Fylgstu með okkur ‡ Facebook

VETRARÚTSALA

Sumarið er handan við hornið

Við seljum eldri veiðibúnaðá mikið lækkuðu verði

Veiðihornið ¥ S’ðumœla 8 ¥ S’mi 568 8410 veidihornid.is ¥ Fylgstu með okkur ‡ Facebook

VETRARÚTSALA

Page 50: 24 01 2014

50 ferðalög Helgin 24.-26. janúar 2014

Ferðalög gjaldmiðlar í Noregi og KaNada haFi læKKað um Nær FimmtuNg

PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...

Þúsundir fermetra af flísum með 20 -70% afslættiBaðherbergisvörur 20 -70% afslátturTeppi og dúkar 25-70% afsláttur

ÚTSALA

Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...

RevestimientoAce Negro 33,3x100 cmAce Blanco 33,3x100 cmPavimentoCrystal Floor White 33,3x33,3 cmCrystal Floor Dark 33,3x33,3 cm

Mesta úrvalið

Beint flug á áfangastað er sennilega fyrsti kostur hjá flestum ferða-löngum. Jafnvel þó það kosti aðeins meira því tímanum er sjaldnast vel varið á erlendri flugstöð. Af þeim löndum sem flogið er til frá Íslandi á sumrin þá stendur valið oftast á milli tveggja eða þriggja flugvalla í hverju landi fyrir sig. Í Kanada fjölgar borgunum hins vegar í fjórar á næstunni en framboðið á áfangastöðum í Noregi er jafnmik-ið. Fimmta borgin bættist nýlega við í Bretlandi og hefur ferða-mönnum þaðan fjölgað mjög mikið síðastliðið ár. En íslenskir flugfar-þegar hafa hins vegar úr mestu að moða í Bandaríkjunum og Þýska-landi. Er flogið til sjö borga í hvoru landi fyrir sig yfir aðalferðamanna-tímann. Reyndar eru þær átta fram í byrjun sumars þegar gert er hlé á ferðum til Orlando en annars er flogið til Boston, New York, Wash-ington, Denver, Seattle, Minneapol-is og Anchorage í Alaska.

Þýsk flugfélög hafa lengi verið með Ísland á sinni dagskrá og með komu þeirra á vorin þá fjölgar val-kostunum sem flugfarþegar hér á landi hafa í Þýskalandi. Næsta sum-ar verður flogið beint til Berlínar, Hamborgar, München, Stuttgart, Kölnar, Düsseldorf og Frankfurt.

Sá kanadíski hefur lækkað töluvert Nú er sá tími sem margir bóka utanlandsferðir sumarsins og það er ánægjulegt að gengi krónunnar

er hagstæðara í dag en á sama tíma í fyrra. Núna borgar íslenskur kreditkortahafi um tíu prósent minna fyrir hótelreikninginn í Bretlandi, Bandaríkjunum og Evrulöndunum. Sama gildir þá um bílaleigubíla ef við gerum ráð fyrir að verðlagið í þessum löndum hafi haldist stöðugt. Ánægjulegust er hins vegar þróun mála í Kanada og Noregi því það lætur nærri að gjald-miðlar þessara landa hafa lækkað um fimmtung í samanburði við íslensku krónuna frá því í janúar í fyrra. Það munar um minna en eins og við vitum þá flöktir gengið töluvert og því erfitt að hitta á besta tímann.

Lest í kjallaranumLestir geta verið mjög þægilegur ferðamáti en því miður er ekki einfalt að finna út úr því hvert lest-irnar fara og hvað sætið kostar. Á

heimasíðu Raileurope.com er hins vegar að finna gagnlega leitarvél sem gerir fólki kleift að sjá hvert er farið frá hverri lestarstöð fyrir sig miðað við ákveðinn ferðatíma. Þar sést til dæmis að frá lestarstöðinni á Genfarflugvelli, en Icelandair hefur flug þangað í sumar, er hægt að komast tvisvar sinnum á klukku-tíma í allar áttir innanlands og einnig eru nokkrar ferðir á dag til nágrannalandanna. Á fleiri flug-völlum í Evrópu eru lestarstöðvar í kjallaranum og þannig hægt að komast hjá mannþrönginni sem oft einkennir aðallestarstöðvar stórborganna.

Sterkari króna auð-veldar utanlandsferðirJákvæð tíðindi af íslensku krónunni, heimasíða sem auðveldar skipulagningu lestarferðalaga og mikið framboð á beinu flugi til Bandaríkjanna og Þýskalands.

Kristján Sigurjónsson gefur út ferða-vefinn Túristi.is.

Kristján Sigurjónsson

[email protected]

Hamborg er ein þeirra sjö borga í Þýska-landi sem flogið er til frá Keflavík á sumrin.

Það er oftast þægilegt að sitja í lest en það getur verið vesen að finna réttu ferðirnar.

Solaray Íslandwww.heilsa.is

Solaray bætiefnin fást eingöngu í Apótekum og Heilsuvöruverslunum.

Solaray bætiefnin sem næringarþerapistar mæla með.

Solaray super omega 3-7-9 �tusýrur með D-3 vítamíni, er ein af vinsælli vörunum frá Solaray. Þessi blanda hefur alveg ótrúlega góð áhrif á liðamót, slímhúð og á húðina almennt. Hver belgur inniheldur laxalýsi (omega 3) Hafþyrnisolíu (omega 7) og jómfrúarólífu olíu (omega 9).

Omega 3 �tusýran hefur margskonar verkun á líkamann og stuðlar m.a. að jafnvægi í framleiðslu á kólesteróli og dregur úr bólgu í liðum. Omega 7 er talin byggja upp slímhimnuna, hún hægir á öldrum húðarinnar, gerir hana mjúka og teygjanlega svo hrukkurnar sjást síður, svo er í blöndunni omega 9 jómfrúar ólívuolía en hún geymir hátt hlutfall

ómettaðra �tusýra sem teljast góðar fyrir hjarta og æðaker�ð, ekki má gleyma D-3 vítamíninu en það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur sem búum á Íslandi sérstaklega e�ir sólarlítið sumar og harðan vetur, þá borgar sig að byggja upp forðann. Fólk hefur talað um hvað þessi blanda ha� góð áhrif á slímhimnu augnanna, liðina og að sjónin verði betri.Svo niðurstaðan er Super Omega 3-7-9 holl fyrir kroppinn jafnt að utan sem innan.

Omega 3-7-9 �tusýrur hollar fyrir líkamann að utan sem innan

Page 51: 24 01 2014

50%50AFSLÁTTUR

40%4040AFSLÁTTUR

404030%30AFSLÁTTUR

404040403030

OG GERÐU

FRÁBÆR KAUP!

OG GERÐU KOMDU

INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / [email protected] / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17.INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / [email protected] / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16 INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / [email protected] / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

5060%60

AFSLÁTTUR

50404040404040 506070%70

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTURAFSLÁTTURAFSLÁTTURAFSLÁTTUR

SÍÐUSTU DAGAR / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17.

SÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGARSÍÐUSTU DAGAR

ENN MEIRI AFSLÁTTURINTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17.INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 18. SUN. 13 - 17.

ENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTURENN MEIRI AFSLÁTTUR

ÚTSÖLUNNU LÝKUR Á SUNNUDAG

ALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRUALVÖRU

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAINTERSPORT

Page 52: 24 01 2014

52 fjölskyldan Helgin 24.-26. janúar 2014

Frændgarður og fjölskylda

S tundum hreykir fólk sér af frændsemi og tengslum við aðra sem þótt hafa skarað fram úr. Hafi viðkomandi til dæmis unnið til verðlauna vegna andlegs atgervis eða útlits er hann gjarnan „meira“ tengdur viðkomandi, en sá sem hefur sýnt

hegðun sem ekki þykir til eftirbreytni. Það er þó ekki algilt frekar en annað. Kannski skiptir tíminn einhverju máli í því samhengi. Það þykir til að mynda frekar fínt í Ástr-alíu að geta rakið ættir sínar til „glæpamannanna“ sem Bretar losuðu sig við á sínum tíma. Stundum var eini „glæpur“ þeirra fátækt.

Þegar kemur að því að velta fyrir okkur hver tilheyrir frændgarði okkar og fjölskyldu vefst það síður fyrir fólki sem ekki hefur reynslu af skilnaði eða sambandsslitum en þeim sem hafa þá reynslu í farteskinu. Börnin, hvort sem þau eru ung eða fullorðin, til-

heyra fjölskyldu foreldra sinna og foreldrarnir fjölskyldu barna sinna. Ef einhver þykir hafa sýnt óviðeigandi lífsstíl eða hegðun er hann í versta falli talinn vera „svarti sauðurinn“ í fjölskyldunni og fáir myndu gera athugasemd við það þó hann vildi vera með á fjölskyldumyndinni á ættarmótinu fyrir austan. Makar, tengdafor-eldrar og tengdabörn, teljast líka venjulega til fjölskyldunnar hvort sem samskiptin þykja góð og uppbyggileg eða erfið og niðurrífandi.

Óhjákvæmilega fylgja breytingar skilnaði og nýju sambandi. Sumar eru nokkuð fyrirsjáanlegar en aðrar koma á óvart eins og að börn og foreldrar skilgreina fjöl-skyldu sína á annan hátt en áður. Ástæðan er sú að sjaldnast nefna fyrrverandi makar hvorn annan sem hluta af fjölskyldu sinni en tilheyra þó oftast áfram fjöl-skyldu barna sinna. Þegar foreldrar fara í nýja sambúð eða hjónaband bætist við maki og stundum börn hans, sem verður til þess að margir skilgreina fjölskyldu sína upp á nýtt. Það er hinsvegar ekki sjálfgefið að þótt fólk deili heimili að það telji hvort annað til fjölskyldu sinnar. Ef börnum líkar til að mynda ekki við stjúpfor-eldri sitt eða ef stjúpforeldrið hefur ekki náð að tengjast stjúpbarninu eru minni líkur á að viðkomandi teljist til fjölskyldu þess en ella.

Að upplifa sig útundan er vond tilfinning, á það bæði við um börn og fullorðna. Við þurfum öll á viðurkenningu að halda. Það kann að koma sumum á óvart að viðurkenning stjúpbarna skiptir stjúpforeldra máli og að þeir hafa trú á því í fyrstu

að stjúpfjölskyldur verði nánari með tímanum. Börn eru hinsvegar mis tilbúin til þess í fyrstu að taka þeim og þá er hætta á að stjúpforeldri sem reynt hefur eftir bestu geti að tengjast þeim, upplifi höfnun séu þau ekki reiðubúin. Séu samskipti maka stjúpforeldr-isins við fyrrverandi maka líka erfið eru meiri líkur á að stjúpforeldrinu finnist barnið og allt sem því viðkemur smám saman verða vandamál og vilji sem minnst af því vita. Jafnframt fylgir streita þessum aðstæðum sem bitnar bæði á börnum og fullorðnum. Hætta er á að sá stuðningur sem mögulega var fyrir hendi í fyrstu minnki eða hverfi en tengsl segja til um hversu mikils eða lítils stuðnings sé að vænta af viðkomandi og hvort fólk treysti sér til að leita eftir honum þegar á þarf að halda.

Stjúpfjölskyldur þurfa stuðning og að vita hvað er normalt fyrir þær, í stað þess að reyna bera sig saman við fjölskyldur þar sem öll börn eru sameiginleg. Jafnframt þarf að vinna í að koma á góðum samskiptum við fyrrverandi maka/barnsföður eða -móður, séu þau ekki í lagi.

Meiri líkur eru á að stjúpforeldrar – og börn – fái stuðning og veiti stuðning séu góð tengsl fyrir hendi. Stundum þarf fólk að læra hvað hjálpar þannig að þétta megi tengsl-anetið og fleiri fái að tilheyra fjölskyldu viðkomandi. Það ber því að fagna þeirri vinnu sem farin er af stað hjá hinu opinbera að móta fjölskyldustefnu sem tekur mið af marg-breytileikanum – og ekki síst auknum áhuga almennings á málefninu.

Þegar kemur að því að velta fyrir okkur hver tilheyrir frændgarði okkar og fjölskyldu vefst það síður fyrir fólki sem ekki hefur reynslu af skilnaði eða sambands-slitum en þeim sem hafa þá reynslu í farteskinu.

Hver er í fjölskyldunni?

Valgerður Halldórs-dóttir félagsráðgjafi

og kennari

heimur barna

Óhjákvæmilega fylgja breytingar

skilnaði og nýju sambandi.

Flestir foreldrar kannast við það hversu erfitt er að vekja unglinga á morgnana. Það er bæði erfitt og óskemmtilegt fyrir foreldra að verja þeim stutta tíma sem þeir hafa á morgnana í að nöldra og eiga þá hættu að koma of seint í vinnu sem og óþarfi er að byrja á deginum með leiðinlegum samskiptum.

Vandinn er sá að unglingar þarfn-ast að minnsta kosti 9 tíma svefns en þeir eiga erfitt með að sofna fyrir klukkan 11 á kvöldin. Ein mistök sem foreldrar gera alltof oft, og er ef til vill auðvelt að gera, er taka ábyrgð á því að koma þeim fram úr á morgn-

ana. Eins lengi og foreldrarnir taka ábyrgðina munu unglingarnir ekki taka á sínum málum sjálfir. Foreldrar þurfa að gera börnin sín ábyrg á sjálfum sér og gera þeim það alveg ljóst hver þáttur foreldranna verður á morgnana og hverjar afleiðingarnar geta verið. Stundum þurfa unglingar að finna fyrir afleiðingunum af því að koma of seint í skólann til þess að byrja að taka ábyrgð og foreldrarnir mega ekki hlífa þeim.

Auðveldasta lausnin væri að fá ung-lingana til þess að fara að sofa aðeins fyrr á kvöldin en þeir eiga erfitt með að fara að sofa fyrir klukkan 11. Því

verður að gera tilraun til að fá þá til að fara fyrr að sofa á virkum dögum og ef það gengur betur að vakna þá leyfa þeim að seinka háttatímanum á ný til 11.

Foreldrar geta líka reynt að hjálpa unglingum sínum með ráðgjöf um hvað sé hægt að gera til þess að gera það auðveldara að vakna. Dæmi um slík ráð er að setja vekjaraklukkuna fjær rúminu, hafa fötin, skólatöskuna og nestið tilbúið sem gerir morgnana auðveldari.

María Elísabet Pallé

[email protected]

FjölSkylda ráð Fyrir Foreldra

Hættu að vekja unglinginn á morgnana

www.parkingheater.com

Ice scraping is a thing of the past! With a Webasto parking heater.

Enjoy the comfort and safety provided with a parking heater and choose from different control options with great useability.

T91 Thermo Call with AppHTM100

www.parkingheater.com

Ice scraping is a thing of the past! With a Webasto parking heater.

Enjoy the comfort and safety provided with a parking heater and choose from different control options with great useability.

T91 Thermo Call with AppHTM100

Aldrei að skafa! Með Webasto bílahitara.Þú hitar bílinn með fjarstýringu og þannig getur þú notið þæginda og öryggis.

BÍLASMIÐURINN HFBíldshöfða 16 110 Reykjavík sími 567 2330 [email protected] www.bilasmidurinn.is

Thermo call með App

Page 53: 24 01 2014

heilsu & lífsstílsdagar

tilboðin gilda 16. - 29.jan. 2014

þeytingur

LÍFrÆnt

krÍLin

SÉrFÆÐi

HOLLuStA

uPPBygging

uMHVerFiÐ

25%AFSLáttur

á yFir 2000 VöruMFyrir HeiLSunAOg LÍFSStÍLinn

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

SkOÐAÐu BÆkLinginn á nettO.iS – FjöLdi HugMyndA, uPPSkriFtA Og SPennAndi tiLBOÐA

heilsatröllhafrar 500g

339kr|25%|254kr

goji ber 200g

2.169kr|25%|1.627kr

graskersfræ 200g 629kr|25%|472kr

Vanilluduft859kr|25%|644kr

Öllu blandað saman í skál og látið standa í ísskáp yfir nótt. Að morgni bíður þín þessi seðjandi og gómsæti grautur,uppfullur af næringu.

1 dl grófir hafrar2 dl mÖndlu/rísmjólk1 handfylli frosin bláber1 msk goji ber1 msk kakónibbur2 msk graskersfrænokkrar saxaðar mÖndlur1 tsk Vanilluduft

Nætur grautur

kakónibbur 300g 1.298kr|25%|974kr

hráfæði

Hildur er snillingur í gerð

þeytinga og mun kenna

þátttakendum allan galdurinn!

græn áskorun hildar &

Lærðu að búa til og elska græna heilsudrykki Skráðu þig strax á netto.is/graenaskorun

acaiberja duft 125g3.598kr|25%|2.699kr

kakónibbur 300g1.298kr|25%|974kr

maca duft 300g1.298kr|25%|974kr

kakóduft 250g1.249kr|25%|937kr

chlorella duft 200g2.198kr|25%|1.649kr

bygggras duft 200g2.198kr|25%|1.649kr

hVeitigrasduft 200g2.198kr|25%|1.649kr

lÍfræNT

lÍfræNT

lÍfræNT

lÍfræNT

lÍfræNT

lÍfræNT

lÍfræNT

lÍfræNT

lÍfræNT

lÍfræNT

lÍfræNT

nærandi og bragðbætandi í drykkinn

isola rÍs/möndlumjólk 750ml

398kr|25%|299kr

Page 54: 24 01 2014

54 heilsa Helgin 24.-26. janúar 2014

LífsstíLL samvera foreLdra og barna

s amverustundir foreldra með börnum sínum eru þeim Sig-ríði Örnu Sigurðardóttur og

Láru G. Sigurðardóttur hugleikn-ar. Fyrir rúmlega ári síðan gáfu þær út bókina Útivist og afþreying fyrir börn – Reykjavík og nágrenni og vinna nú að sams konar bók um Akureyri og nágrenni.

Í framhaldi af útgáfu bókarinnar hafa þær haldið fyrirlestra fyrir foreldrafélög í leik- og grunnskól-um, ásamt fræðslu í fyrirtækjum. Báðar eiga þær þrjú börn og segja mikið álag á foreldrum sem margir hverjir séu bæði í námi og vinnu og vilji jafnframt standa sig vel við uppeldi barna sinna. „Maður vill svolítið týnast í hversdagslegum önnum en þarf virkilega að setja sig í rétta gírinn þegar maður er með börnunum og stundum jafnvel að slökkva á símanum og láta þau finna að maður er til staðar en ekki aðeins á staðnum,“ segja þær.

Í fyrirlestrunum og bókinni fjalla þær um hvað hægt sé að gera til að skapa góðar minningar og upplifa skemmtileg ævintýri með börnum. „Kyrrseta er vaxandi vandamál og börn eyða miklum tíma fyrir framan tölvur og sjón-varp. Með því að kynna fyrir þeim hvað felst í heilbrigðum lífsstíl eru þau líklegri til að tileinka sér hann síðar meir.“ Þær leggja áherslu á að foreldrar hafi í huga að það sem þeir geri núna skipti miklu máli fyrir framtíðina. „Þessi fræ sem við sáum þegar börnin eru ung verða kannski ekki að blómi strax en gera það alveg örugglega einn daginn.“

Þær segja foreldra gegna mikil-vægu hlutverki sem fyrirmyndir barna sinna og verði að láta verkin

tala. „Það er til dæmis ósanngjarnt að ætlast til þess að börn gangi út í búð þegar þau hafa aldrei séð for-eldra sína fara þangað öðruvísi en á bíl eða segja þeim að fara út að leika en vera sjálf áfram í tölvunni. Það þarf að kenna börnum heil-brigt líferni með því að stunda það með þeim.“ Þær benda einnig á að mörg börn æfi íþróttir sem oft byggjast á því að komast í keppnis-hóp en að hafa verði í huga að einn daginn eigi þau eftir að hætta

íþróttaiðkun og þá sé mikilvægt að þau þekki annars konar hreyfingu, eins og fjallgöngur.

Nánari upplýsingar um fyrir-lestrana og bækurnar má nálgast á vefsíðunni fyrirborn.is og á Fa-cebook-síðunni Útivist og afþrey-ing fyrir börn – Reykjavík og ná-grenni. Á síðunum er einnig ýmis skemmtilegur fróðleikur eins og uppskriftir að nesti og upplýsingar um uppákomur fyrir börn.

Lára og Sigríður segja foreldra gegna mikilvægu hlutverki sem fyrirmyndir barna sinna og að börn sem alast upp við heil-brigðan lífsstíl séu mun líklegri til að tileinka sér hann á fullorðinsárum. Ljósmynd/GettyImagesNordicPhotos

Tími er besta gjöfin til barnaSigríður Arna Sigurðardóttir og Lára G. Sigurðardóttir gáfu í fyrra út bók um útivist og afþreyingu fyrir börn og fylgja henni nú eftir með fyrirlestrum. Þær segja mikilvægt að foreldrar stundi heil-brigðan lífsstíl með börnum sínum og séu þeim góð fyrirmynd. Ekki sé sanngjarnt að foreldrar ætlist til þess að börn gangi út í búð ef þau hafa aldrei séð foreldra sína fara þangað öðruvísi en akandi á bíl.

Lára G. Sigurðardóttir er læknir og í doktorsnámi í lýðheilsuvísindum og Sigríður Arna Sigurðardóttir er hjúkrunarfræðingur. Báðar starfa þær hjá Krabbameins-félaginu.

S: 568 3868/699-2676 matar�kn@matar�kn.is www.matar�kn.isHlíðasmára 10 · 201, Kópavogur

Stjórnar át og þyngdarvandi lí� þínu?

Fráhald í forgang: 10 vikna meðferðahópar að he�ast 3. og 5. febrúar.Nýtt líf: 5 vikna námskeið fyrir byrjendur hefst 11. febrúar.

Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc.

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

Bodyflex Strong

Solaray Íslandwww.heilsa.is

Solaray bætiefnin fást eingöngu í Apótekum og Heilsuvöruverslunum.

Solaray bætiefnin sem næringarþerapistar mæla með.

Triphala á rætur sínar í hinum aldagömlu og virtu Ayurvedísku lækningum, það er sett saman úr þremur tegundum ávaxta sem eru amalaki, karitaki og bibhitaki. Algengustu áhrif Triphala er hreinsun líkamans, endurnýjun ónæmisker�sins og mildandi áhrif vandamála í maga. Triphala er blanda 3 indverskra ávaxta Amilaki sem er fullt af C-vítamíni, en C-vítamín hjálpar lifrinni að losa sig við óæskileg efni sem vilja safnast upp í

líkamanum og styrkir þannig ónæmisker�ð. Haritaki er ávöxtur sem inniheldur mikið af B-vítamíni, og er talið styrkja lungnastarfsemina og Bibhitaki er ávöxturinn sem gefur Triphala þessi góðu áhrif á magann og djúphreinsunar áhrif á ristilinn.Triphala er líka talið gott til að hemja sykurlöngun. Triphala inniheldur heilmikið magn af andoxunarefnum, en þau gefa okkur unglegra útlit, sléttari húð, skarpari sjón og styrkja hárvöxt. Þekkt aukaverkun af notkun á Triphala er þyngdartap vegna hreinsunar eiginleika þess. Sumir jurtafræðingar segja að Triphala vinni á �tuvefnum og hreinsun lifrarinnar, örvar efnaskipti líkamans, sem gerir það að verkum að við brennum �eiri kaloríum.

Jurtablanda fyrir vorhreinsunina

Haritaki ávöxtur sem inniheldur mikið af B-vítamíni, og er talið styrkja lungna-starfsemina og Bibhitaki er ávöxturinn sem gefur Triphala þessi góðu áhrif á magann og djúphreinsunar áhrif á ristilinn.Triphala er líka talið gott til að hemja sykurlöngun. Triphala inniheldur heilmikið magn af andoxunarefnum, en þau gefa okkur unglegra útlit, sléttari húð, skarpari sjón og styrkja hárvöxt. Þekkt aukaverkun af notkun á Triphala er þyngdartap vegna hreinsunar eiginleika þess. Sumir jurtafræðingar segja að Triphala vinni á fituvefnum og hreinsun lifrarinnar, örvar efnaskipti líkamans, sem gerir það að verkum að við brennum fleiri kaloríum.

Triphala fæst í apótekum og heilsu-vöruverslunum.

Triphala á rætur í hinum aldagömlu og virtu Ayvedískum lækningum, það er sett saman úr þremur tegundum ávaxta sem eru amalaki, karitaki og bibhitaki. Algengustu áhrif Triphala er hreinsun líkamans, endurnýjun ónæmiskerfisins og mildandi áhrif vandamála í maga. Triphala er blanda 3 indverskra ávaxta Amilaki sem er fullt af C-vítamíni, en c vítamín hjálpar lifrinni að losa sig við óæskileg efni sem vilja safnast upp í líkamanum og styrkir þannig ónæmiskerfið.

Triphala einstök ayurveda blanda.

Evonia er hlaðin bæti-efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira.

Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia.

Evonia

www.birkiaska.isFyrir Eftir

Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk.Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

Page 55: 24 01 2014

Opið virka daga kl. 9 -18 • og á laugardögum kl. 11 - 15 • Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is

Útsala 20%-50%

33%þú sparar 18.473

Nuddsæti Shiatsu MAX HOM-CBS1000

Verð áður: 55,980 kr. 37,507 kr.

25%þú sparar 7.462

Raka- og lofthreinsitæki Hvítt AOS-E2441WHI

Verð áður: 29,850 kr. 22,388 kr.

20%þú sparar 750

Töskuvog SOE-661722

Verð áður: 3,750 kr. 3,000 kr.

25%þú sparar 4.937

Rakatæki U200 AOS-U200

Verð áður: 19.750 kr. 14.813 kr.

30%þú sparar 2.085

Fótavermir SOE-68022

Verð áður: 6,950 kr. 4,865 kr.

30%þú sparar 2.925

Hitapúði Vario herðar og bak SOE-680129

Verð áður: 9,750 kr. 6,825 kr.

20%þú sparar 3,550

Dagljós, vekur þig með sólarupprás LUM-NBCTE

Verð áður: 17,750 kr. 14,200 kr.

40%þú sparar 5.180

Fótaspa með hita HOM-ELMFS250

Verð áður: 12,950 kr. 7,770 kr.

20%þú sparar 1.950

Baðvog balance Active shape SOE-63333

Verð áður: 9,750 kr. 7,800 kr.

20%þú sparar 750

Sjálfvirkur dósaopnari MEC-21081

Verð áður: 3.750 kr. 3.000 kr.

30%þú sparar 5.085

FOSCAM barnagæsla FOS-FI8907WH

Verð áður: 16,950 kr. 11,865 kr.

20%þú sparar 1.190

IMAK gigtarhanskar activ IMA-A2018

Verð áður: 5,950 kr. 4,760 kr.

50%þú sparar 2.975

Stuðningspúði milli fóta HOM-OTLEGA

Verð áður: 5.950 kr. 2.975 kr.

20%þú sparar 5.950

Veggfest lofthreinsitæki 16 m2 AIR-F40H

Verð áður: 29.750 kr. 23.800 kr.

Verslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur

Yfir 200 vörunúmer á útsölunni – Vörur sem efla heilsu og auka lífsgæði

30%þú sparar 2.925

Stirio sjálfvirkur hrærir MEC-27320

Verð áður: 9.750 kr. 6.825 kr.

Allt Airfree - 20% afsláttur - frá 19.800 kr. Öll rakatæki - 25% afsláttur - frá 6.338 kr.

Veggfest lofthreinsitæki 16 m2 AIR-F40H

Rafskutlur á einstöku tilboði PRI-R130RED

Verð áður 595.000 kr. 495.000 kr.Rafskutlur í úrvali - verð frá 199.200 kr.

100.000Afsláttur

Page 56: 24 01 2014

56 heilabrot Helgin 24.-26. janúar 2014

Sudoku

Sudoku fyrir lengra komna

kroSSgátan ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni.

SKIPSFLAK PLATÞVO

KROTLÚSAEGG

SMÆRRA

TUNGUMÁL

RÆT-LINGUR

TVEIR EINS

EIGI

VENJUR

ANGAN

EFNI

FORMÓÐIR

ÞEKKJAÁTT

FJANDANS

SIÐUR

GENGI

SKELLUR

49

KLASTUR

YFIRSTÉTTMAGUR

FRAM-KOMA

KORTABÓK

HNOÐA

LAPSKORDÝR

TVEIR EINS

FRUM-STEINN

FOR-POKAST

SEYTLARFRUMEIND

VALTI

BÁGINDI

TULDUR

FISKUR

NÚMER TVÖ

GJALD-MIÐILL

LÍTIL BLÝKÚLA

PLAN

GERVIEFNI

KLEFILJÁ

TALA

SÝKJA

ALKYRRÐ

TIL

HEIMS-ÁLFA

BELTI

SKORÐ-AÐUR

HÆRRA

EÐLUN

UTAN

ANDSPÆNIS

ÚTMÁ

MEGIN-HAFS

GOÐSAGNA-VERA

KOFI

FROST-SKEMMDYFIRRÁÐ

ASKA

HLÝJASTÆLLKLÓ

LJÚKA

RENNINGUR

ÓBEIT

ÚÐAVIÐBITÁKAFLEGA

ÞREYTA

MÁTTUR

HVAÐ

SPIL

HÁR

ÁN

VIT

GARÐS-HORN

ÓSKAÐIDOFINN

BLÓÐ-HLAUP

Í RÖÐ

NÁÐI

SJÚK-DÓMUR

VERSLUN

AÐGÆTA

MÓRAUÐ KIND

STEIN-TEGUND

VAG

ÞRÁ

MEN DRENG

my

nd

: m

as

ss

ly (

CC

By

-sa

3.0

)

173

3 1 6

7 1

2 5

4 2 1

8

2 6 3 7

1 4 9 3 5

5 6 9

9 5 7

2 8

2 1

6 9 8

7 5 1

6 7 5

3 8 6

2 7 9 5

1 8 3

5 1 8

Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t

1798 kr./kg999 kr./kg

Pörusteik 44%afsláttur

Helgartilboð!

SJÓNMÁLI FRÁ-RENNSLI M BLÆÐI

LÍTIÐ L FJALLA-SKARÐ

NEÐAN VIÐ VONSKA

BJÁNA-LEGUR

UMFRAM A S N A L E G U RA U K RISPAN

TALA R Á K I N EGLÁP G Ó LÖGMÆTI

INNILOKA G I L D IS L Í K T JAFNINGUR

HREYFING

ÖFUG RÖÐ I ÐSKORTUR

TIGNASTI E EYJA

KVAÐ K Ý P U RÓHREIN-

INDI

LABBA S O R I

SJÓR

ÞVÍLÍKT

ÞEKKJA

N

H Æ K K U N VILJALOFT-

TEGUND

HVAÐ Ó S O N RUNNI VEG-KLÆÐNINGSTÍGANDI

E Ð L U N SLYS

FLÓN Ó H A P P ÞYS

HEILA Y SÆXLUN

ÁKEFÐ

F S A HNUSA

LEIFÐ N A S ASKRAUT-STEINN

MÁLMUR Ó P A L LOT T

KÁSSA

STEIN-TEGUND M A U K HÁRLEYSI

MÁLHELTI S K A L L ITVEIR EINS

RÍKI

A I T I NIÐRA

ÁTT L A S T A FARFA

MAULA L I TN SKRAMBI

ÁVARPAR A N S I Á FÆTI

SKIPTA T ÁAÐALS-TITILL

KÆLA J A R LD Y L J A BLÓM

SKJÖN D A L Í A GÖSLA UXI ALEYNA

STARFA

I R K AER

STANDA VIÐ S E M KAMBUR

FORM S P Ö N GVÐ ALDRI

FLJÚGA R E K I SVÍKJA

OP F A L S A UMGERÐ

B I S ÞREIFA

ERLENDIS F Á L M A SÍLL

SKEL A L U RERFIÐI

Ö R V U NELDHÚS-ÁHALD

SMÁBÝLI A U S A ÓHREINKA

ÁI A T AERTING

NÁHRIFA-

VALD

BOGI Í T A K NUDDA N I Ð A ÓNEFNDUR UTAN MSÓSA

D Ý F A ÓNN O F N NIÐUR-FELLING A F N Á MÍ

VITLAUST R A N G T TVEIR I I SPYR I N N I

H

172

lauSn

Spurningakeppni fólksins

Kristín Svava Tómasdóttir skáld

1. Chelsea.

2. Lærkby.

3. Hollenskur.

4. Aron Jóhannsson.

5. Þórey Vilhjálmsdóttir. 6. Wolf of Wall Steet.

7. Veit ekki.

8. Veit ekki.

9. Jennifer Aniston. 10. 700 ára.

11. Toronto. 12. Fjörnir. 13. FM 99,5.

14. Vopnafirði.

15. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. 5 stig

Már Ingólfur Másson kennari

1. Stamford Bridge. 2. Lærvik.

3. Ítalskur.

4. Guðjón Valur Sigurðsson. 5. Þórey Vilhjálmsdóttir. 6. American Hustle. 7. Pass.

8. Ung og falleg?

9. Jennifer Aniston 10. 250 ára.

11. Toronto. 12. Fjörnir. 13. 87,7?

14. Á Egilsstöðum. 15. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. 9 stig

1. Stamford Bridge. 2. Lærdal. 3. Svissneskur. (Svissneski listamaðurinn Christoph Büchel). 4. Guðjón Valur Sigurðsson. 5. Þórey Vilhjálmsdóttir. 6. American Hustle. 7. Þorsteinn Baldur Friðriksson. 8. Eyjafjallajökull. 9. Jennifer Aniston. 10. 360 ára. 11. Toronto. 12. Fjörnir. 13. FM 99,4. 14. Á Egilsstöðum. 15. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja.

?1. Hvað heitir heimavöllur enska knattspyrnu-

liðsins Chelsea?

2. Mikið tjón varð í stórbruna í norskum smábæ

um helgina. Hvað heitir bærinn?

3. Hvers lenskur er fulltrúi Íslands á Feneyjar-

tvíæringnum á næsta ári?

4. Hver er fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í

handbolta?

5. Hvað heitir aðstoðarmaður Hönnu Birnu

Kristjánsdóttur innanríkisráðherra?

6. Fyrir aukaleik í hvaða mynd er Jennifer Law-

rence tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár?

7. Hvað heitir forstjóri QuizUp?

8. Hver var opnunarmynd franskrar kvik-

myndahátíðar sem stendur yfir í Há-

skólabíói?

9. Hvaða Friends-stjarna á von á sínu fyrsta

barni?

10. Huang Nubo hefur boðið tæplega 23,5 millj-

ónir króna í flösku fornu eðalvíni. Hversu

gamalt er vínið?

11. Rob Ford er enn að skandalísera. Í hvaða

kanadísku borg er hann borgarstjóri?

12. Hvað hét menntaskólablaðið sem Geir H.

Haarde skrifaði grein í sautján ára gamall

sem er orðin mjög umdeild í dag?

13. Hver er útsendingartíðni Útvarps Sögu?

14. Í hvaða bæjarfélagi er veitingastaðurinn Café

Nielsen rekinn við góðan orðstír á sumrin?

15. Fyrir hvað stendur skammstöfunin BSRB?

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

Kristín Svava skorar á Ásgeir Berg Matthíasson rökfræðing.

Page 57: 24 01 2014

Brand

enbu

rg

Komdu þér í mjúkinnBiðin er á enda. Mjúkís ársins 2014 er loksins kominn í verslanir. Dúnmjúkur undir tönn, bragðmikill og blandaður með kökum og kremi að amerískum sið. Verði ykkur að góðu.

NÝTT

Page 58: 24 01 2014

Föstudagur 24. janúar Laugardagur 25. janúar Sunnudagur

58 sjónvarp Helgin 24.-26. janúar 2014

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

20:20 Got to Dance (3:20) Hæfileikaríkustu dansarar á Englandi keppa sín á milli.

20:10 Playing For Keeps Rómantísk gamanmynd frá 2012 með Gerard Butler, Jessicu Biel, Uma Thurman, Catherine Zeta-Jones og Dennis Quaid

RÚV15.20 Ástareldur17.00 Táknmálsfréttir17.10 EM stofa17.30 EM - Undanúrslit Beint19.00 Fréttir19.25 Veðurfréttir19.30 Íþróttir19.45 EM - Undanúrslit Beint21.15 ÚtsvarSandgerði - Mosfellsb.22.20 Hróp á frelsi Átakanleg mynd byggð á raunverulegum atburðum um vináttu sem myndast meðal tveggja manna sem berjast gegn báðir gegn aðskilnaðarstefnu Suður Afríku á áttunda áratugnum. Leikstjóri er Richard Attenborough og aðalhlutverk leika Kevin Kline og Denzel Washington. Bresk bíó-mynd frá 1987. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.00.55 16 húsaraðir Hasarmynd með Bruce Willis sem leikur útbrunninn lögregluþjón í New York sem fær það einfalda verkefni að fylgja fanga nokkrar húsaraðir frá fangelsi að dóms-húsi. Flutningurinn gengur ekki eins auðveldlega fyrir sig og vonast var til og ljóst að lög-regluþjónninn verður að vera snöggur að rifja upp taktana. Ekki við hæfi ungra barna.02.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:25 Dr. Phil09:10 Pepsi MAX tónlist15:30 Svali&Svavar (3:10)16:10 The Biggest Loser - Ísland (1:11)17:10 Dr. Phil17:55 Happy Endings (21:22)18:20 Minute To Win It19:05 The Millers (3:13)19:30 America's Funniest Home Vid.19:55 Family Guy (13:21)20:20 Got to Dance (3:20)21:10 90210 (3:22)22:00 Friday Night Lights (3:13)22:45 Kite Runner00:50 The Bachelor (12:13)02:20 Ringer (15:22)03:10 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:30 Notting Hill12:30 Mrs. Doubtfire 14:35 Hope Springs16:15 Notting Hill18:15 Mrs. Doubtfire20:20 Hope Springs22:00 Thick as Thieves23:45 Wrath of the Titans01:25 Rock of Ages03:25 Thick as Thieves

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 206:05 Stelpurnar (10/10) 07:00 Barnatími Stöðvar 208:10 Malcolm In the Middle (6/22) 08:35 Barnatími Stöðvar 2 (125/170) 09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors (4/175) 10:20 Drop Dead Diva (2/13) 11:05 Harry's Law (9/22) 11:50 Dallas12:35 Nágrannar13:00 Mistresses (11/13) 13:45 Time Traveler's Wife15:40 Xiaolin Showdown16:05 Ærlslagangur Kalla kanínu16:30 Ellen (126/170) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar17:57 Simpson-fjölskyldan (19/22) 18:23 Veður18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag19:11 Veður 19:20 The Simpsons 19:45 Spurningabomban20:30 The Amazing Spider-man Fjórða og jafnframt nýjasta myndin í þessum vinsæla ævintýrabálki. Með aðalhlutverk fara Andrew Garfield, Jamie Foxx, Martin Sheen, Sally Field og Emma Stone.22:45 The Eagle Stórbrotin mynd frá 2011 með Channing Tatum, Jamie Bell og Donald Sutherland í aðalhlutverkum. 00:40 The Children02:05 The Messenger03:55 Time Traveler's Wife 05:40 Fréttir og Ísland í dag

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

16:10 Fjórgangur17:40 World's Strongest Man 201318:40 NBA - Rodman Revealed19:05 FA Cup - Preview Show 2014 19:35 Arsenal - Coventry Beint21:40 La Liga Report 22:10 17 Again23:45 Arsenal - Coventry

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

12:55 West Ham - Newcastle14:35 Chelsea - Man. Utd. 16:15 Messan17:40 Man. City - Cardiff19:20 Arsenal - Fulham21:00 Match Pack21:30 Premier League World22:00 Football League Show 2013/1422:30 Crystal Palace - Stoke00:10 Sunderland - Southampton

SkjárSport 19:20 Þýska knattspyrnan 201421:30 Þýska knattspyrnan 2014

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 211:50 Bold and the Beautiful13:35 Hello Ladies (3/8) 14:05 Veep (3/8) 14:35 Spurningabomban15:25 Kolla16:00 Sjálfstætt fólk (18/30)16:35 ET Weekend17:20 Íslenski listinn17:50 Sjáðu18:15 Leyndarmál vísindanna18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:50 Íþróttir 18:55 Modern Family (11/22) 19:15 Two and a Half Men (3/22)19:40 Lottó 19:45 Spaugstofan 20:10 Playing For Keeps Róman-tísk gamanmynd frá 2012 með Gerard Butler, Jessicu Biel, Uma Thurman, Catherine Zeta-Jones og Dennis Quaid í aðalhlut-verkum.21:55 Dredd Spennandi mynd þar sem framtíðinni er ógnað af glæpamönnum sem byrla fólki eiturlyf til að gera það að viljalausum verkfærum sínum. Dredd dómari segir þeim stríð á hendur sér.23:25 Ironclad Spennu og ævin-týramynd sem gerist árið 1215.01:25 Basketball Diaries03:05 The Box05:00 Your Highness

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:25 Arsenal - Coventry11:05 World's Strongest Man 201312:05 FA Cup - Preview Show 2014 12:35 Bournemouth - Liverpool Beint14:50 Bolton - Cardiff Beint17:20 Stevenage - Everton Beint19:30 Real Madrid - Granada21:10 Bournemouth - Liverpool22:50 Jean Pascal vs. Lucien Bute01:15 Bolton - Cardiff

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:30 Messan12:55 WBA - Everton14:35 Match Pack15:05 Ensku mörkin - úrvalsdeildin16:00 Liverpool - Aston Villa17:40 Eiður Smári Guðjohnsen18:20 Man. Utd. - Chelsea20:00 Chelsea - Wigan - 09.05.1020:25 Arsenal - Chelsea22:20 Swansea - Tottenham00:00 Premier League World00:30 Season Highlights 2007/2008

SkjárSport 19:35 Hollenska knattspyrnan 201421:45 Hollenska knattspyrnan 2014

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.40 Fisk í dag e.10.50 Handunnið: Line Dyrholm11.00 Sunnudagsmorgunn12.10 Þrekmótaröðin 2013 (3:8) e.12.30 Helgi syngur Hauk e.13.40 Músíktilraunir 2013 e.14.45 Börn fá líka gigt e.15.10 Sumarævintýri Húna e.15.35 Minnisverð máltíð15.45 Fisk í dag. e.15.55 Fum og fát16.00 Táknmálsfréttir16.10 EM stofa16.30 EM - Úrslitaleikur Beint18.00 Stundin okkar18.25 Basl er búskapur (4:10)19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.40 Landinn20.10 Strigi og flauel Mynd um ævi og störf Steinþórs Sigurðssonar myndlistarmans og leikmynda-hönnuðar. 21.10 Erfingjarnir (4:10) Dönsk þátta-röð um systkini sem hittast til að gera upp arf eftir móður sína22.10 Kynlífsfræðingarnir (11:12)Ekki við hæfi barna.23.05 Sunnudagsmorgunn e.00.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist11:20 Dr. Phil12:50 Once Upon a Time (3:22)13:40 7th Heaven (3:22)14:30 The Bachelor (13:13)16:00 Family Guy (13:21)16:25 Happy Endings (21:22)16:50 Parks & Recreation (21:22)17:15 Parenthood (3:15)18:05 Friday Night Lights (3:13)18:50 Hawaii Five-0 (11:22)19:40 Judging Amy (24:24)20:25 Top Gear (2:6)21:15 L&O: Special Victims Unit (22:23)22:00 The Walking Dead (4:16)22:50 Elementary (3:22)23:40 Scandal (2:22)00:30 The Walking Dead (4:16)01:20 The Bridge (3:13)02:10 Beauty and the Beast (9:22)03:00 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:30 I Don't Know How She Does It13:00 Happy Gilmore14:35 Snow White and the Huntsman16:45 I Don't Know How She Does It18:15 Happy Gilmore19:50 Snow White and the Huntsman22:00 Lincoln00:30 Beyond A Reasonable Doubt02:15 Fast Five04:25 Lincoln

19.50 Shrek 2 Íslensk talsett útgáfa sýnd á RÚV, en frummyndin á ensku er sýnd er á RÚV-Íþróttir.

20:50 The Bachelor - LOKAÞÁTTUR Þættir sem alltaf njóta vinsælda meðal áhorfenda SkjásEins.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.40 Útsvar e.11.40 Landinn12.05 Handunnið: Kristine Mandsberg12.15 Fisk í dag12.25 Fum og fát12.30 Reykjavíkurleikarnir14.00 Róið til sigurs15.30 Reykjavíkurleikarnir17.20 Táknmálsfréttir17.30 Vasaljós (10:10)17.55 Verðlaunafé (10:21)17.57 Grettir (14:52)18.10 Skólaklíkur (5:20)18.54 Lottó19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.40 Hraðfréttir e.19.50 Shrek 2 Hjálmar Hjálmars-son, Þórhallur Sigurðsson, Edda Eyjólfsdóttir talsetja íslensku útgáfuna, en Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz þá ensku sem sýnd er á RÚV-Íþróttir.21.25 Hin fjögur fræknu Bandarísk ævintýramynd frá 2007.22.55 Melankólía Lars von Trier leikstýrir Kirsten Dunst og Alexander Skarsgård. Ekki við hæfi barna.01.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist10:45 Dr. Phil13:00 Top Chef (7:15)13:50 Got to Dance (3:20)14:40 Svali&Svavar (3:10)15:20 The Biggest Loser - Ísland (1:11)16:20 Sean Saves the World (3:18)16:45 Judging Amy (23:24)17:30 90210 (3:22)18:20 Franklin & Bash (2:10)19:10 7th Heaven (3:22)20:00 Once Upon a Time (3:22)20:50 The Bachelor - LOKAÞÁTTUR22:20 Trophy Wife (3:22)22:45 Blue Bloods (3:22)23:35 Hawaii Five-0 (11:22)00:25 Friday Night Lights (3:13)01:10 CSI: New York (9:17)02:00 The Mob Doctor (8:13)02:50 Excused03:15 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:40 Fever Pitch12:25 We Bought a Zoo 14:25 To Rome With Love16:15 Fever Pitch18:00 We Bought a Zoo20:00 To Rome With Love21:50 Life Of Pi23:55 30 Minutes or Less01:20 Flypaper02:45 Life Of Pi

19:45 Ísland Got Talent Ís-lenskur sjónvarpsþáttur þar sem leitað er að hæfi-leikaríkustu einstaklingum landsins.

20.10 Strigi og flauel Mynd um ævi og störf Steinþórs Sigurðssonar mynd-listarmans og leikmynda-hönnuðar.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Fáðu meira út úr FríinuBókaðu sértilboð á gistingu og gerðu verðsamanBurð á hótelum og bílaleigum út um allan heim á túristi.is

T Ú R I S T I

Page 59: 24 01 2014

Bandaríska kabal-sjónvarpsstöðin HBO hefur lagt okkur til margar af bestu sjónvarpsþáttaröðum síðustu ára. Nægir í því sambandi að nefna The Sopranos, Boardwalk Empire, Game of Thrones, Girls og The Wire. Á þeim bænum er ekkert gef-ið eftir og tveir fyrstu þættirnir af nýjustu afurðinni, True Detective, benda til þess að enn ein snilldin sé að renna af færibandinu.

Stöð 2 brást snarlega við og er byrjuð að sýna þættina enda hafa þeir fengið mikla athygli hérna þar sem Ólafur Darri Ólafsson á eftir að birtast þar í litlu hlutverki.

Þáttunum vindur fram á tveimur tímaskeiðum. Annars vegar eru þeir Matthew McConaughey og Woody Harrelson ungir lögreglu-menn sem rannsaka viðbjóðslegt morðmál og hins vegar eru þeir orðnir öllu sjúskaðari og rekja rann-sóknina í endurliti. McConaughey er eldklár en dálítið bæklaður á sál-inni og á honum er að sjá að saka-málið hafi tekið af honum stóran toll þegar hann horfir til baka.

Þessi bygging virkar vel og fram-vindan er spennandi og um leið drungaleg og yfir þessu öllu svífur einhver nístandi annarleiki. Haldi

þættirnir áfram á þessari braut eru góðar líkur á að þeir muni lifa lengi í minningunni.

Hér er fyrsta flokks framleiðsla á ferðinni þar sem hugað er að hverju smáatriði. Aðalleikararnir tveir eru frábærir. Harrelson er vitaskuld alltaf traustur og McConaughey hefur vaxið mjög sem leikari á síðustu árum. Með djörfu hlut-verkavali hefur hann hrist af sér

ímynd snoppufríða stráksins sem þótti passa vel, ber að ofan, í róman-tískar gamanmyndir. Hlutverk hans hér er alveg í takt við það sem hann hefur verið að fást við undanfarið og enn ein rós í hnappagat hans.

Svo bíðum við auðvitað spennt eftir Ólafi Darra spreyta sig innan um stórstjörnurnar.

Þórarinn Þórarinsson

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 211:20 Victorious12:00 Spaugstofan12:25 Nágrannar14:10 The Big Bang Theory (3/24) 14:35 Masterchef USA (4/25) 15:20 The Face (3/8) 16:05 Heilsugengið 16:35 Á fullu gazi17:05 Eitthvað annað (5/8) 17:35 60 mínútur (16/52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (22/30)19:10 Sjálfstætt fólk (19/30)19:45 Ísland Got Talent Glæsilegur íslenskur sjónvarpsþáttur þar sem leitað er að hæfileikaríkustu einstaklingum landsins. Kynnir Auðunn Blöndal. Dómarar, Bubbi Morthens, Þórunn Antonía Magnúsdóttir, Jón Jónsson og Þor-gerður Katrín Gunnarsdóttir.20:30 Breathless (4/6) 21:15 The Tunnel (9/10)22:05 The Following (1/15) 22:50 Banshee (3/10) 23:40 60 mínútur (17/52) 00:25 Daily Show: Global Edition00:50 Nashville (3/20)01:35 Hostages (15/15) 02:25 True Detective (2/8) 03:15 The Untold History of The US04:15 American Horror Story (2/13) 05:00 Mad Men (4/13) 05:50 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:50 Bolton - Cardiff09:30 Bournemouth - Liverpool11:10 Stevenage - Everton12:50 Sheffield United - Fulham Beint15:20 Chelsea - Stoke Beint17:45 Rayo Vallec. - Atl. Madrid Beint19:50 Barcelona - Malaga Beint21:55 Sheffield United - Fulham23:35 Chelsea - Stoke01:15 Barcelona - Malaga

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:00 Season Highlights 2012/201311:55 Chelsea - Arsenal, 1997 12:25 Crystal Palace - Stoke14:05 Messan15:30 Willum Þór Þórsson16:00 Chelsea - WBA 17:40 Chelsea - Barcelona - 08.03.0518:10 Chelsea - Man. Utd. 19:50 Chelsea - Man. City21:35 Season Highlights 2008/200922:30 Premier League World23:05 West Ham - Newcastle

SkjárSport 13:20 Hollenska knattspyrnan 201415:30 Hollenska knattspyrnan 2014

26. janúar

sjónvarp 59Helgin 24.-26. janúar 2014

Í sjónvarpinu True DeTecTive

Þrúgandi annarleiki

ókeypis

H e l g a r b l a ð

Samkvæmt könnun Capacent lesa 69% kvenna á höfuðborgarsvæðinu, 25 ára og eldri,

Fréttatímann í viku hverri en 65% lesa föstudagsblað Fréttablaðsins. 32% þeirra

lesa Morgunblaðið og 15% helgarblað DV. Fréttatíminn er því mest lesinn í

þessum hópi ef skoðaður er lestur föstudagsblaða*. Fréttatíminn er líka mest lesna

blaðið meðal kvenna, 25 ára og eldri, á föstudögum á landinu öllu. 53% kvenna, 25 til 80

ára, á landinu öllu lesa Fréttatímann en 51% lesa föstudagsblað Fréttablaðsins,

32% lesa föstudagsblað Morgunblaðsins og 16% helgarblað DV.**

**Capacent sept.-des. 2013. Konur 25 til 80 ára. Byggt á 1792 svörum.

69% 65%

FréttatíminnFréttablaðið

*Capacent sept.-des. 2013. Konur 25 til 80 ára, höfuðborgarsvæðið. Byggt á 1131 svari.

Konur kjósa Fréttatímann

morgunblaðið

DV

32% 15%

Page 60: 24 01 2014

60 bíó Helgin 24.-26. janúar 2014

Í Sha-dow Recruit er Ryan kynntur til leiks sem ungur og upp-rennandi njósnari.

Frumsýnd Jack ryan: shadow recruit

B andaríski rithöfundurinn Tom Clancy lést í fyrra langt fyrir aldur fram. Hann náði miklum vinsældum með

njósna- og stríðsbrölts bókum sínum sem flestar snúast um einhvers konar eftirmál kalda stríðsins. Clancy var ekki síst annál-aður fyrir nákvæmar, ef ekki beinlínis smá-smugulegar, tæknilegar lýsingar á ýmsum stríðstólum og njósnatækjum.

CIA-sérfræðingurinn Jack Ryan er lang þekktasta sögupersóna Clancys og hann hefur átt góðu gengi að fagna í kvikmyndum. Fyrsta bók Clancys um Ryan, The Hunt for Red October, kom út árið 1990 en var kvik-mynduð 1990. Þar lék Alec Baldwin njósnar-ann sem reynir að hafa uppi á rússneskum kjarnorkukafbáti. Sean Connery fór með hlutverk skipherrans um borð í bátnum en sá óhlýðnaðist yfirvöldum í Sovétríkjunum og gerðist liðhlaupi.

Baldwin sagði skilið við Ryan eftir kafbáta-hasarinn og Harrison Ford tók við keflinu og lék Ryan í tvígang, í Patriot Games 1992 og Clear and Present Danger 1994. Eftir Clear and Present Danger tók við átta ára hlé þar til trommað var upp með Ben Affleck í hlut-verki Ryans í þeirri frekar slöppu mynd The Sum of All Fears 2002. Og síðan þá hefur ekkert til Ryans spurst þar til nú þegar Chris Pine birtist í hlutverkinu í Jack Ryan: Shadow Recruit en hugmyndin með myndinni er að hleypa af stokkunum nýrri myndaröð um hetjuna en áhorfendur og viðtökur þeirra munu að sjálfsögðu ráða úrslitum um hvort frekara framhald verði á ævintýrum Ryans

í bíó.Hér er sú gamalþekkta leið farin að gera

einhvers konar forleik að því sem við höfum þegar séð af Ryan og í Shadow Recruit er hann kynntur til leiks sem ungur og upp-rennandi njósnari. Auk Chris Pine eru Keira Knightley og Kevin Costner í mikilvægum hlutverkum. Knightley leikur eiginkonu Jacks, Cathy Ryan, og Costner leikur Thomas Harper, leiðbeinanda og yfirmann njósnarans unga. Kenneth Branagh leik-stýrir myndinni og fer einnig með hlutverk aðalskúrksins, Rússans Viktor Cherevin. Sót-rafturinn sá hefur illt eitt í hyggju og ætlar sér að kollsteypa efnahag Bandaríkjanna og þar með heimsbyggðarinnar með útpældum hryðjuverkaárásum. Ryan fær pata af þessu ráðabruggi og drífur sig til Rússlands til þess að bregða fæti fyrir skúrkinn og koma í veg fyrir áætlun hans.

Ryan má hafa sig allan við eigi hann að halda lífi í þeim hildarleik en málin flækjast þegar eiginkona hans ákveður að drífa sig á eftir honum til þess að leggja honum lið.

Shadow Recruit byggir ekki á skáldskap Tom Clancy heldur skrifuðu Adam Cozad og David Koepp söguna beint fyrir hvíta tjaldið.Aðrir miðlar: Imdb: 6,7, Rotten Tomatoes: 63%, Metacritic: 58%

CIA-sérfræðingurinn Jack Ryan er þekktasta söguhetja spennusagnahöfundarins Toms Clancy. Saga Ryans í kvikmyndum er orðin nokkuð löng en hann var kynntur til leiks 1990 í The Hunt for Red October þar sem Alec Baldwin lék kappann. Ryan hefur ekki látið sjá sig í bíó síðan 2002 í The Sum of All Fears en er nú mættur til leiks, ungur og ferskur í líkama Chris Pine í Jack Ryan: Shadow Recruit.

Þórarinn Þó[email protected]

Ungur og sprækur Ryan í Rússlandi

Kevin Costner og Chris Pine í hlutverkum sínum í Shadow Recruit þar sem Pine leikur hinn unga njósnara Jack Ryan sem nýtur handleiðslu Thomasar Harper sem Costner leikur.

Frumsýnd BókaþJóFurinn

Kvikmyndin The Book Thief er gerð eftir samnefndri skáldsögu ástralska rithöfundarins Markus Zusak. Bókaþjófurinn kom út á íslensku fyrir nokkrum árum og gerði mikla lukku hér, rétt eins og annars staðar. Hún sat samfleytt í 240 vikur á metsölulista New York Times, sankaði að sér verðlaunum og höfundurinn var ausinn lofi.Sagan gerist í Þýskalandi mitt í hryllingi síðari heimsstyrjald-arinnar. Ung stúlka að nafni Liesel er send í fóstur því móðir hennar getur ekki séð henni farborða. Þjökuð af söknuði og sorg byrjar Liesel að lesa, fyrir sjálfa sig og aðra sem eiga um sárt að binda á meðan dauðinn er alltaf á næsta leiti. „Margir hafa mynd í huga sér af marserandi piltum gólandi „Heil Hitler“ þegar þeir hugsa um Þýskaland nasismans og að á einhvern hátt hafi allir Þjóðverjar verið meðsekir. Sú mynd er skökk, það voru ótal mörg uppreisnargjörn börn og fullorðnir

sem hlýddu ekki reglunum og fólk sem faldi gyðinga og annað fólk í húsum sínum. Það er því til önnur hlið á Þýskalandi þessa tíma.“ sagði rithöfundurinn Zusak í viðtali við The Sydney Morning Herald. Sophie Nélisse hefur verið lofuð fyrir hlutverk sitt sem Liesel en ásamt henni fara Geoffrey Rush og Emily Watson í mikil-vægum hlutverkum.

Metsölubók í bíó

SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

YOUNG AND BEAUTIFUL (16)SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS

AKIRA (12)SUN: 20.00

Liesel flýr hörmungar stríðsins inn í heim bókanna.

Frumsýnd august: osage county

Fjölskyldan komin í bíóBókmenntaandinn svífur yfir frumsýn-ingarhelginni í íslenskum kvikmynda-húsum þessa helgina en auk þess sem sýningar hefjast á mynd byggðri á skáldsögunni Bókaþjófnum er myndin August: Osage County frumsýnd. Hún er gerð eftir samnefndu Pulitzer- verðlaunaleikriti Tracy Letts sem var sýnt tæplega 700 sinnum á Broadway við miklar vinsældir. Á Íslandi hét verkið Fjölskyldan og sló í gegn í Borgarleik-húsinu og var sýnt rúmlega 60 sinnum.Sagan gerist í Oklahoma, á heimili hjónanna Beverly og Violet Weston sem

eiga þrjár uppkomnar dætur, þær Ivy, Barböru og Karen. Dag einn hverfur Beverly sporlaust sem verður til þess að Weston-dæturnar hittast á ný á æsku-heimilinu.Leikkonurnar Meryl Streep og Julia Roberts eru tilnefndar til Óskarsverð-launa fyrir hlutverk sín í myndinni.

Meryl Streep er í fantaformi, eins og endranær, í August: Osage County.

Hátækni á HeimsmælikvarðaNox Medical hefur þróað svefnrann-sóknabúnað sem vakið hefur verð-

skuldaða athygli.

Síða 2

krabbi fyrir og eftir kreppuMatthea Sigurðardóttir kynntist sitt hvorri hlið heilbrigðiskerfisins þegar hún glímdi við krabbamein.

Síða 4

karlar mikilvægir í umönnun

Fjöldi karla í umönnunarstörfum hjá öldrunarheimilum Akureyrar tvöfaldaðist síðasta sumar.Síða 8

einstakur grunnur til rannsóknaKrabbameinsskrá okkar Íslendinga hefur verið starfrækt í hálfa öld. Hún þykir ein sú fullkomnasta í heimi.

Síða 10

1. tölublað 2. árgangur

10. janúar 2014

Öldruðum mun fjölga hratt á næstu árum og áratugum. Eftir tuttugu ár verða fimmtán pró-sent landsmanna yfir sjötugu en eru níu prósent nú. Álag á heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna og kostnaður samfara því. Heilbrigðis-kerfið er ekki tilbúið að takast á við þennan nýja veruleika.

Síða 6

Ellisprengja

Lúsasjampóeyðir höfuðlús og nit

Virkni staðfest í

klínískum prófunum*

Öflugt - fljótvirkt - auðvelt í notkun Virkar í einni meðferð Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum 100% virkni gegn lús og nit Náttúrulegt, án eiturefna

* Abdel-Ghaffar F et.al; Parasitol Res. 2012 Jan; 110(1):277-80. Epub 2011 Jun 11.

FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM

klínískum prófunum*

Fyrir 2 ára og eldri www.licener.com

Mjög auðvelt

að skola úr hári!

Kemur næstút 14. febrúarNánari upplýsingar veitir Gígja Þórðardóttir, [email protected],í síma 531-3312.

Page 61: 24 01 2014
Page 62: 24 01 2014

Bókamarkaður 2014

Árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bóka útgef enda verður 21. febrúar til 9. mars næstkomandi.

Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst, eða eigi síðar en 6. febrúar n.k., í síma 511 8020 eða á netfangið [email protected]

Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður

útgefútgefútgefendaendaútgefendaútgefútgefendaútgef

Útgefendur sem vilja bjóða Útgefendur sem vilja bjóða Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum bækur sínar á markaðinum bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við er bent á að hafa samband við er bent á að hafa samband við er bent á að hafa samband við

Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður Bókamarkaður

endaendaendaenda

bækur sínar á markaðinum bækur sínar á markaðinum

S alan er miklu betri en hún var á síðasta ári. Við erum búin að selja fimmtíu pró-

sent meira af miðum en á sama tíma í fyrra og það verður uppselt á hátíðina,“ segir Björn Stein-bekk, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík.

Sónar var haldin í fyrsta skipti hér á landi í fyrra og verður hald-in í annað sinn í Hörpu dagana 13.-15. febrúar. Aðalnúmer há-tíðarinnar eru Major Lazer, Paul Kalkbrenner, Jon Hopkins og Trentemøller.

Björn segir að það sé augljóst að markaður sé fyrir Sónar á Ís-landi en það muni þó taka nokk-ur ár að festa hátíðina í sessi. Hann segir þó einkar ánægju-legt að það stefni í að um það bil helmingur gesta verði útlend-ingar. „Það er aukningin sem við vildum fá. Við erum mjög ánægð

með áhuga útlendinga. Bara í Bretlandi erum við búin að selja 400 miða.“

Samhliða Sónar í Reykjavík halda Björn og félagar Sónar í Stokkhólmi í fyrsta skipti. Nokkr-ir listamenn koma fram á báðum stöðum. Uppselt er á hátíðina í Stokkhólmi. „Við seldum 1.700 miða bara með Facebook-auglýs-ingum. Það birtist ein blaðagrein um hátíðina en við keyptum eng-ar hefðbundnar auglýsingar. Við hefðum getað selt 1.500 til 2.000 miða til viðbótar sem er gott vega-nesti til að fara með inn í 2015. Þá verðum við í mun stærra húsi.“

Stefnir þú að því að halda Són-ar í fleiri borgum á Norðurlönd-unum?

„Við erum að skoða þriðju borgina og munum vita meira um það í febrúar,“ segir Björn Steinbekk. -hdm

Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík verður haldin í annað sinn í Hörpu í næsta mánuði. Miðasala hefur gengið betur en í fyrra og segir skipuleggjandi að hátíðin sé að festa sig í sessi. Um þúsund ferðamenn koma til landsins gagngert til að njóta hátíðarinnar.

Sónar að festa sig í sessi

3+5

8

Hátíðin stendur í 3 daga og listamenn troða upp á 5 sviðum.

8 listamenn og hljómsveitir spila bæði á Sónar Reykjavík og Sónar Stokkhólmur, þar á meðal Sísý Ey.

80.000

67

Um 80.000 gestir sækja hátíðina í Barcelona á hverju ári. Meðal þeirra sem hafa troðið upp þar er Björk Guðmundsdóttir.

67 listamenn og hljómsveitir koma fram á Sónar Reykjavík. Allir erlendu listamennirnir spila live nema Daphni og Evian Christ, þeir eru með DJ set. Stærstu nöfnin eru Major Lazer, Paul Kalkbren-ner, Jon Hopkins, GusGus og fleiri.

2.000 2.000 gestir verða á Sónar í Stokkhólmi þegar allt er talið.

Sónar er raftónlistarhátíð sem hefur verið haldin í Barcelona síðan 1994.

Á 20 ára afmæli hátíðarinnar í fyrra var hún haldin á fjórum stöðum, Barcelona, Tókýó, Ósaka og í Reykjavík. Nú bætist Stokkhólmur í hópinn.

3.300 3.300 gestir verða alls á Sónar Reykjavík, ef allir miðar seljast upp. Þar af verða um 1.000 erlendir gestir.

Miðasala | 568 8000 | [email protected]

Mary Poppins (Stóra sviðið)Fös 24/1 kl. 19:00 Lau 1/2 kl. 13:00 aukas Fös 7/2 kl. 19:00 aukas

Lau 25/1 kl. 13:00 Sun 2/2 kl. 13:00 aukas Lau 8/2 kl. 13:00 aukas

Sun 26/1 kl. 13:00 Mið 5/2 kl. 19:00 aukas Sun 9/2 kl. 13:00 lokas

Fim 30/1 kl. 19:00 Fim 6/2 kl. 19:00 aukas

Súperkallifragilistikexpíallídósum! Síðustu sýningar!

Jeppi á Fjalli (Gamla bíó í janúar, Hof í febrúar)Lau 25/1 kl. 20:00 Lau 1/2 kl. 20:00 í Hofi

Sun 26/1 kl. 20:00 Sun 2/2 kl. 20:00 í Hofi

Sýnt í Gamla bíói í Janúar. Tvær sýningar í Hofi á Akureyri í Febrúar.

Hamlet (Stóra sviðið)Lau 25/1 kl. 20:00 aukas Sun 9/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Fös 14/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Lau 15/2 kl. 20:00Sun 2/2 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýjir tímar, nýr Hamlet.

Óskasteinar (Nýja sviðið)Fös 31/1 kl. 20:00 frums Lau 15/2 kl. 20:00 8.k Fim 27/2 kl. 20:00 aukas

Lau 1/2 kl. 20:00 2.k Sun 16/2 kl. 20:00 9.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k

Sun 2/2 kl. 20:00 3.k Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Lau 1/3 kl. 20:00Þri 4/2 kl. 20:00 4.k Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k

Lau 8/2 kl. 20:00 aukas Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Þri 4/3 kl. 20:00 18.k

Sun 9/2 kl. 20:00 5.k Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k

Þri 11/2 kl. 20:00 6.k Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Lau 8/3 kl. 20:00 20.k

Mið 12/2 kl. 20:00 aukas Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k

Fim 13/2 kl. 20:00 7.k Þri 25/2 kl. 20:00 15.k

Fös 14/2 kl. 20:00 aukas Mið 26/2 kl. 20:00 aukas

Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla

Bláskjár (Litla sviðið)Lau 8/2 kl. 20:00 frums Fim 13/2 kl. 20:00 3.k Fim 20/2 kl. 20:00 5.k

Mið 12/2 kl. 20:00 2.k Sun 16/2 kl. 20:00 4.k Sun 23/2 kl. 20:00 6.k

Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson

Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)Mið 12/2 kl. 10:00 Fim 13/2 kl. 13:00 Þri 18/2 kl. 11:30Mið 12/2 kl. 11:30 Mán 17/2 kl. 10:00 Sun 23/2 kl. 20:00Mið 12/2 kl. 13:00 Mán 17/2 kl. 11:30 Sun 30/3 kl. 20:00Fim 13/2 kl. 10:00 Mán 17/2 kl. 13:00Fim 13/2 kl. 11:30 Þri 18/2 kl. 10:00Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í

Jeppi á Fjalli – síðustu sýningar í Reykjavík

62 menning Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 63: 24 01 2014

Undirstaða Katrínar sýnd í HafnarhúsinuSýning á verki Katrínar Sigurðardóttur, sem var framlag Íslands til Feneyjatvíær-ingsins á síðasta ári, verður opnuð í Lista-safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi á morgun, laugardaginn 25. janúar klukkan 16. Verkið heitir Undirstaða og er stór innsetning í A-sal Hafnarhússins sem nær út í port hússins. Verkið hefur útlínur hefðbundins garðskála frá 18. öld og samanstendur af upphækkuðu gólfi sem brýst í gegnum veggi og súlur sýningarrýmisins. Hand-gerðar flísar mynda skrautlegt mynstur í barokkstíl og er sýningargestum boðið að ganga á gólfinu og upplifa þannig verkið undir fótum sér.Undirstaða er hugsuð sem þríleikur inn-setninga. Fyrsta gerð verksins var sýnd í Palazzo Zenobio í Feneyjum þar sem verkið skaraðist við veggi gamals þvotta-húss. Í Reykjavík er sýningin í A-sal Hafnar-hússins, sem upphaflega var vörugeymsla. Að lokum verður verkið sýnt í í risastóru rými í SculptureCenter í New York sem áður var viðgerðarverkstæði fyrir járn-brautavagna. Þetta er þriðja einkasýning listakon-unnar í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin er skipulögð af Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. - jh

Katrín Sigurðardóttir, Undirstaða.

ÞÚSUNDIR ÍSLENDINGA ÁVAXTA FÉ SITT Í LÍFEYRISAUKA

Lífeyrisauki er stærsti sjóður landsins sem býður eingöngu viðbótarlífeyrissparnað.

Sjö fjárfestingarleiðir tryggja að þú finnur þá réttu fyrir þinn lífeyrissparnað og leggur grunn að varasjóði til að skapa þér góð lífskjör eftir starfslok.

Skoðaðu leiðirnar á www.arionbanki.is/lifeyrisauki, með því að senda fyrirspurn á [email protected] eða hafðu samband við ráðgjafa í síma 444 7000 og leggðu grunn að góðri framtíð.

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

4-0

08

1

ÞÚ KEMST HÆRRA Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP

LífeyrisaukiInnl. skuldabr.

LífeyrisaukiErl. verðbr.

Lífeyrisauki 5

Lífeyrisauki 4

Lífeyrisauki 3

Lífeyrisauki 2

Lífeyrisauki 1

Nafnávöxtun 2013

5 ára meðalnafnávöxtun 2009-2013

ÁVÖXTUN LÍFEYRISAUKA

Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtuní framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna

meðalnafnávöxtun frá 31.12.2008-31.12.2013 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari

upplýsingar um ávöxtun hvers árs má nálgastá arionbanki.is/lifeyrisauki.

9,9%7,2%

9,3%9,7%

7,4%10,0%

6,7%9,6%

8,3%5,6%

3,4%7,8%

9,7% 1,9 %

AdHd í Gamla bíóiDjasskvartettinn AdHd hefur verið á miklu tónleikaferðalagi um Evrópu síðustu vikur. Meðlimir sveitarinnar eru væntan-legir aftur til landsins og hafa boðað til lokatónleika ferðalagsins í Gamla bíói á mánudagskvöld, 27. janúar.Sveitin verður í fantaformi eftir ferðalagið og munu þeir félagar spila nokkur ný lög í bland við efni af þeim fjórum hljómplötum sem sveitin hefur þegar gefið út. Sveitin mun svo fara í stúdíó strax að tónleikum loknum og taka upp efni á fimmtu hljóm-plötu sína.AdHd skipa Óskar Guðjónsson saxófón-leikari, Ómar Guðjónsson gítar- og bassaleikari, Davíð Þór Jónsson sem leikur á hljómborð, orgel og sitthvað fleira og Magnús Trygvason Eliassen trommari.Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 á mánu-dagskvöld og miðaverð er 3.300 krónur.

Strákarnir í AdHd spila í Gamla bíói á mánudagskvöld.

Bækur Joona Linna fæst við raðmorðingJa í sandmanninum

Kiljutímabilið gengið í garðJólavertíðin er afstaðin í bókaútgáfu á Íslandi og þá geta bókaormar hlakkað til þess tíma þegar útgefendur dæla út meðfærilegum og tiltölulega ódýrum gullmolum í kiljuformi. Fyrsta sending ársins er komin frá Forlaginu og í henni ber hæst fjórðu spennubók Lars Kepler um lögreglumanninn Joona Linna, Sandmaðurinn. Það eru sænsku hjónin Alexandra og Alexander Ahndoril sem skrifa undir nafninu Kepler og hafa fyrri bækurnar þrjár notið þó nokkurra vinsælda hér á landi. Jón Daníelsson þýddi. Sandmaðurinn tyllti sér beint í toppsæti metsölulista Eymundsson í síðustu viku.Í bókinni segir af fárveikum ungum manni sem finnst á reiki í Stokkhólmi. Í ljós kemur að sjö ár eru

síðan hann var lýstur látinn, löngu eftir að hann og systir hans hurfu, þá á barnsaldri. Joona Linna er sannfærður um að raðmorðinginn Jurek Walter hafi átt sök á hvarfi systkinanna – maður sem Joona handsamaði sjálfur fyrir þrettán árum og hefur síðan verið í strangri gæslu á geðsjúkrahúsi. Nú kemur það í hlut Joona Linna að vinna traust glæpamannsins til að reyna að upplýsa hvað varð um systkinin. Auk Sandmannsins er vert að vekja

athygli á tveimur kiljum. Annars vegar HHhH, Heilinn í Himmler heitir Heydrich, sem er frumraun Laurent Binet í þýðingu Sigurðar Pálssonar. Bókin gerist í Prag árið 1942 og í henni segir frá tveimur mönnum sem eru komnir frá London til að drepa þann þriðja, Reinhard Heydrich, yfir-mann Gestapo, manninn sem ýmist var kallaður Böðullinn í Prag, Ljós-hærða villidýrið eða Hættulegasti maður Þriðja ríkisins. Þá er komin út Þorsti eftir hollensku skáldkonuna Esther Gerritsen. Ragna

Sigurðardóttir þýddi. Bókinni er lýst sem áleitinni sögu um stormasamt samband mæðgna. -hdm

Sænsku hjónin Alexander og Alexandra Ahndo-ril skrifa undir nafninu Lars Kepler. Fjórða bók þeirra er nú komin út á íslensku.

menning 63 Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 64: 24 01 2014

SKJARINN.IS | 595 6000

SKRÁÐU ÞIG Í ÁSKRIFT NÚNAOG VIÐ OPNUM STRAX!

ARNFINNUR DANÍELSSON44 ára viðskiptafræðingur úr Kópavogi.

#AframFinni

AÐALHEIÐUR BRAGADÓTTIR43 ára þroskaþjálfi og grunn-skólakennari úr Garðabæ.

#AframAdalheidur

ANNA LÍSA FINNBOGADÓTTIR28 ára hjúkrunarfræðingurúr Kópavogi.

#AframAnnaLisa

ÞÓR VIÐAR JÓNSSON39 ára kerfisstjórifrá Hafnarfirði.

#AframThor

HRÖNN HARÐARDÓTTIR30 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann á Akureyri.

#AframHronn

JÓNAS PÁLMAR BJÖRNSSON27 ára kjötiðnaðarmaðurfrá Hvolsvelli.

#AframJonas

KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR25 ára í fæðingarorlofi, frá Vestmannaeyjum.

#AframKolbrun

EYÞÓR ÁRNI ÚLFARSSON34 ára frá Reykjanesbæ.

#AframEythor

JÓHANNA ENGELHARTSDÓTTIR35 ára lífeindafræðingurfrá Mosfellsbæ.

#AframJohanna

INGA LÁRA GUÐLAUGSDÓTTIR31 árs félagsfræðinemifrá Akranesi.

#AframIngaLara

ÓÐINN RAFNSSON37 ára sölumaður frá Hafnarfirði.

#AframOdinn

SIGURÐUR JAKOBSSON19 ára nemi við Mennta-skólann á Egilsstöðum.

#AframSiggi

FIMMTUDAGA KL. 20.40

Þótt mannskepnunni sé einkar lagið að sýna öllu óréttlæti og mis-munun jafnaðargeð og þolgæði; þá endar

það nú samt oftast með því að fólk rís upp þegar misréttið verður yfirgengilegt. Án efa erum við að nálgast slík tímamót. Það er óhjá-kvæmilegt að þeir örfáu sem hafa sankað að sér stærstum hluta af auðlegð mannkyns verði sviptir eignum sínum. Allar byltingar snú-ast um slíka eignaupptöku. Fyrst eru eignir forréttindahópanna þjóðnýttar og síðan endurúthlutað með einhverjum hætti til nýrra eignastétta. Sem draga síðan til sín enn fleiri eignir; hægt og bítandi til að byrja með en svo með stigvax-andi afli og hraða. Þegar eigna-söfnun hinna fáu er aftur komin út yfir allan þjófabálk (í eiginlegri og/eða óeiginlegri merkingu) endur-tekur sagan sig. Franska stjórnar-byltingin var saga þjóðnýtingar á auði aðalsins og völdum kirkjunnar eins og bandaríska byltingin var þjóðnýting á auði og völdum Breta-kóngs eða uppreisn Múhameðs og fylgismanna hans snérist um að flytja auð, völd og frelsi til alþýðu manna.

En byltingar spretta ekki bara upp af misrétti. Eins og ég sagði áðan er manninum einkar lagið að lifa lengi við mikinn órétt. Misrétti og misskipting auðs er vissulega forsenda byltingar en til þess að

kveikja í fólki vilja og sannfæringu fyrir breytingum þarf fyrst að semja einhvers konar siðbót og rök fyrir siðaskiptum. Það þarf að sanna með góðum rökum að gamla kerfið sé gengið sér til húðar; að ef innan þess hafi einhvern tímann ríkt réttlæti þá hafi það réttlæti verið svikið og forsmáð. Það þarf að draga fram í hverju óréttmæti kerfisins liggur; afhjúpa það sem lögleysu og sýna fram á réttmæti andstöðu gegn kerfinu. Og að öllum mönnum sé í raun skylt að brjóta kerfið niður. Samkvæmt hin-um nýja sið eru valdsmenn gamla kerfisins glæpamenn en ekki þeir sem steypa þeim af stóli eða svipta þá eignum sínum.

Franska, bandaríska og íslamska byltingin voru því fyrst og fremst siðbót og siðaskipti. Ef svo hefði ekki verið hefðu þessar byltingar aðeins verið valdarán og eignaupp-taka en ekki þau straumhvörf í mannkynssögunni sem þær vissu-lega voru.

Þeir sem vilja gagngera upp-stokkun á samfélagi okkar á Vesturlöndum ættu því ekki að krefjast byltingar heldur siðbótar og siðaskipta. Bylting án siðaskipta er aðeins uppþot; eins og dæmið af búsáhaldabyltingunni sannar.

Hið æðsta vald til fólksinsGallinn við þau siðaskiptin sem við þekkjum helst og hafa nánast einkarétt á nafngiftinni; er að þeim

fylgdi ekki augljós þjóðfélagsbylt-ing. Furstar og smákóngar náðu vissulega undir sig völdum og áhrifum sem áður höfðu tilheyrt hinu yfirþjóðlega valdi páfadóms; en það var líkara tilflutningi á verkefnum milli ríkis og sveitar-félaga en algjörri umpólun á stofn-unum samfélagsins – alla vega út frá lágum sjónarhóli almúgafólks. En það sýnir mátt siðbótar að þessi siðaskipti sem virtust svo mátt-laus á veraldlega sviðinu eru talin hafa með tímanum getið af sér sjálfan kapítalismann og allar þær samfélagsbyltingar sem hann bar með sér. Kenningin er að frjókorn hugans, sem siðbót Marteins Lúth-ers og félaga náði að fróvga, hafi á endanum gefið einstaklingnum afl til að slíta sig lausan úr stöðnuðu samfélagi miðalda. Orð eru til alls fyrst, eins og sagt er.

Það má segja að Lúther og fé-lagar hafi fellt fulltrúahjálpræðið og komið á beinu hjálpræði. Í páfadómi var kerfið þannig að allt hjálpræði streymdi frá Guði en ekki til fólks-ins heldur rann það fyrst til tiltölu-lega þröngrar valdaklíku og þangað gat fólkið sótt sitt hjálpræði, réttlæti og frið. Eins og gefur að skilja var oft lítið eftir af hjálpræðinu þegar það hafði liðast um flóknar pípu-lagnir valdakerfisins. Hjálpræðið er eins og vald og auður; það seytlar ekki niður heldur stígur upp. Þrátt fyrir margar kenningar um að hinn sterki og stóri gefi hinum smáa og bjargarlausa þá er því ávallt öfugt farið. Hinn smái heldur uppi hinum sterka.

Náð Guðs var talin mestu hugs-

anleg verðmæti á dögum Lúthers. Fólk gat notið auðs og áhrifa en án náðar Guðs færðu þessi gæði fólki hvorki hamingju né frið. Að sama skapi gat fólk unað glatt við lítil ver-aldleg gæði ef það naut blessunar og náðar Guðs. Það var því æði bylt-ingarkennd krafa sem Lúther setti fram; að hvert mannsbarn gæti þegið náðina milliliðalaust og þyrfti ekki að spyrja kóng né prest um leyfi. Lúther skráði í hina andlegu stjórnarskrá að náð Guðs, grund-völlur lífshamingjunnar, skyldi um aldur og ævi vera skilgreind sem einskonar almenningur; verðmæti sem allir hefðu jafnt aðgengi að og enginn ætti umfram annan; verðmæti sem aldrei mætti tak-marka með nokkrum mannlegum hindrunum né selja eða leigja hópi manna svo þeir hefðu betri aðgengi að þessari auðlind en annað fólk, gæti selt aðgang að henni eða leigt.

Það er svo langt um liðið sem þetta var að okkur finnst flestum í dag fáránlegt að einhver mann-leg stofnun geti skammtað okkur innri frið eða lífsfyllingu. Við erum reyndar tilbúin að borga þeim mik-ið sem segjast geta aukið hamingju okkar og frið; til dæmis læknum og lyfjafyrirtækjum; en okkur finnst það eftir sem áður ankannaleg hug-mynd að einhver stofnun eða fyrir-tæki geti meinað okkur að finna tilgang með lífinu.

Helgir fulltrúarÞað tók síðan nokkrar aldir þar til áhrifin af þessari hugmynd höfðu náð fullri virkni. En hægt og bítandi færðist þessi hugmynd um milli-

liðalaus tengsl einstaklingsins við eigin hamingju frá guðfræðilegri og tilvistarlegri stöðu sálarinnar yfir í stöðu mannsins í samfélaginu. Eins og menn höfðu áður véfengt vald páfans á andlega sviðinu og hafnað óskeikulleika hans; þá höfn-uðu menn líka ríkisvaldi kóngs og aðalsstétta. Sú hugmynd að hafa engan yfir sér nema algóðan Guð styrkti sjálfstæðishugsjón borgara og efldi þeim kjark til að leita sér lífshamingju, veraldlegs öryggis og velferðar og var for-senda þess að þeir gerðu kröfu um að sitja við sama borð og allir aðrir þegar kom að ákvörðunum um sameiginleg hagsmunamál borgaranna.

Marteinn Lúther og Jón Kalvin eru ekki bara afar kapítalismans heldur langafar hins borgaralega lýðræðiskerfis, sem fólk í okkar heimshluta telur forsendur fyrir frelsi, velferð og öryggi einstak-lingsins. Þeir félagar stigu fyrstu skrefin í þá átt að færa guðlegt vald út úr samskiptum manna og komu þannig í veg fyrir að einn gæti kúgað annan í umboði Guðs. Við það misstu vestrænir menn að mestu áhugann á Guði. Í flestum ríkjum þessa heimshluta er Guði illa haldið við. Hann er núorðið eins og enn ein sönnun frjálshyggju-manna fyrir því að þegar eignarrétturinn er óskýr er hætt við að fólk fari illa með verðmætin og sinni þeim ekki. Í þeim menningarheimum þar sem aðgreining hefur ekki orðið á milli andlegs og veraldlegs

Siðaskipti á markaði og í stjórnmálumBúsáhaldabyltingin var aðeins uppþot vegna þess að baki var engin krafa um siðaskipti eða siðbót heldur aðeins krafa um yfirbót einstakra manna.

64 samtíminn Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 65: 24 01 2014

SKJARINN.IS | 595 6000

SKRÁÐU ÞIG Í ÁSKRIFT NÚNAOG VIÐ OPNUM STRAX!

ARNFINNUR DANÍELSSON44 ára viðskiptafræðingur úr Kópavogi.

#AframFinni

AÐALHEIÐUR BRAGADÓTTIR43 ára þroskaþjálfi og grunn-skólakennari úr Garðabæ.

#AframAdalheidur

ANNA LÍSA FINNBOGADÓTTIR28 ára hjúkrunarfræðingurúr Kópavogi.

#AframAnnaLisa

ÞÓR VIÐAR JÓNSSON39 ára kerfisstjórifrá Hafnarfirði.

#AframThor

HRÖNN HARÐARDÓTTIR30 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann á Akureyri.

#AframHronn

JÓNAS PÁLMAR BJÖRNSSON27 ára kjötiðnaðarmaðurfrá Hvolsvelli.

#AframJonas

KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR25 ára í fæðingarorlofi, frá Vestmannaeyjum.

#AframKolbrun

EYÞÓR ÁRNI ÚLFARSSON34 ára frá Reykjanesbæ.

#AframEythor

JÓHANNA ENGELHARTSDÓTTIR35 ára lífeindafræðingurfrá Mosfellsbæ.

#AframJohanna

INGA LÁRA GUÐLAUGSDÓTTIR31 árs félagsfræðinemifrá Akranesi.

#AframIngaLara

ÓÐINN RAFNSSON37 ára sölumaður frá Hafnarfirði.

#AframOdinn

SIGURÐUR JAKOBSSON19 ára nemi við Mennta-skólann á Egilsstöðum.

#AframSiggi

FIMMTUDAGA KL. 20.40

Solaray bætiefnin fást eingöngu í Apótekum og Heilsuvöruverslunum.

Solaray bætiefnin sem næringarþerapistar mæla með.

Grænt te er ekki bara grænt te, Matcha grænt te er kröftugur orkugja� sem eykur brennslu. Ef þú ert ekki að drekka Matcha grænt te frá Solaray þá ert þú að missa af stórkostlegum drykk til heilsubóta á allan máta. Þetta einstaka græna te tekur allri annarri súperfæðu út, það örvar efnaskiptin, dregur úr streitu, bætir ónæmisker�ð og lækkar kólesteról í blóðinu.

Kostir Matcha græna tesins:

Solaray Íslandwww.heilsa.is

Vantar þig orku ? Solaray Sunny green Matcha grænt te er svarið.

Telau�n vaxa í skugga og eru rík af Chlorophyll, lau�n eru handtínd, þurrkuð og möluð í fínt du�. Matcha grænt te má alls ekki setja í sjóðandi vatn þá bragðast það eins og gras. Gott er að sjóða vatnið og láta bíða í 5 mínútur áður en hellt y�r teið. Hrærið/þeytið krö�uglega í blöndunni áður en drukkið. Einn bolli af Matcha grænu tei inniheldur jafnmikið af andoxunarefnum eins og 10 bollar af venjulegu grænu tei.

Hjálpar gegn frumuskemmdum vegna andoxandi eiginleika.Hjálpar gegn bólgum, oxun og öldrun líkamans.Hjálpar gegn hjartasjúkdómum með lækkun á slæmu kólesteróli.Örvar �tubrennslu, aukin brennsla ef drukkið á meðan á æ�ngu stendur. Chlorophyll er talið geta haft hreinsandi áhrif á líkamann og losað hann við þungmálma og eiturefni sem geta skaðað lífsgæði.Eykur einbeitingu og og skerpir hugsun án streitunnar sem fylgir oft ka�drykkju.Fullt af tre�um, sem kemur í veg fyrir harðlí� og jafnar blóðsykurinn.Frábær orkugja� þegar þreytan fer að sækja á mann seinnipart dags, tilvalið í staðinn fyrir ka� til að hressa sig við.

1.2.3.4.5.

6.

7.8.

valds og þar sem menn geta enn sótt vald sitt til Guðs til að drottna yfir öðru fólki; er honum mun betur við haldið.

En þótt að Guð sé ekki við góða heilsu á Vesturlöndum þá hefur trúin lítið gefið eftir. Mannskepnan hefur af lítillæti sínu kallað sig Hinn vitiborna mann. Við viljum trúa að þann-ig hafi sagan og þróunin mótað okkar; eflt vit okkar við hverja raun. En ef við leyfðum okkur að fylgjast með manninum um

stund þá myndum við fljótt átta okkur á að hann notar vit sitt fyrst og fremst til að réttlæta trú sína. Hann er

miklu fremur Hinn trú-gjarni maður.

Þetta sést ekki aðeins á því hversu ginnkeyptur maður-inn er fyrir alskyns þvælu, tísku, upp-þotum og æsingi heldur skýrir það

líka hversu lengi hann getur treyst og

trúað á hugmyndir sem eru hæpnar og heimskulegar. Við höfum þegar drepið á nokkrar; óskeikulleik páfa, að allir menn séu fæddir í þá stétt sem þeir best gagnast, að Guð eða sagan hefji þann hæfasta til valda og auðs.

Við margboðað andlát Guðs færðist margt sem áður til-heyrði honum yfir á þjóðríkið; sálmar, helgimyndir, dýrlingar og fleira. Í konungsríkinu sóttu valdhafarnir helgi sína til Guðs. Í þjóðríkinu kusu borgararnir ekki aðeins fólk til að gegna til-

teknum stöðum heldur helgaði þjóðin þessar stöður; ekki fólkið eða borgararnir heldur einskonar loftkennd hugmynd um þjóðarsál

og þjóðarvilja. Fólk sem var kosið af samborgurum sínum til að gegna stjórnunarstöðum fyllist því oft uppblásinni helgi þegar það tók til starfa. Það krafðist virðingar í nafni stöðu sinnar þótt það hefði ekkert virðingarvert gert eða sagt.

Það krafði samborgarar sína um þeir sýndu kjörnum fulltrúum sínum virðingu – eins geggjað og það nú hljómar. Ef við rekjum þessa hugmynd aðeins aftur á bak; þá er þetta svipað og ef páfinn krefðist þess af Guði að hann sýndi sér til-hlýðilega virðingu og væri ekki að skipta sér um of af verkum sínum. Það fór nú einu sinni fram páfakjör – gæti páfinn sagt við Guð.

Staðnaður markaðurLýðræðiskerfi þjóðríkja Vestur-landa og blessaður kapítalisminn umbyltu í sameiningu samfélögum manna og skópu meiri hagsæld og jöfnuð en áður hafði þekkst í stórum samfélögum. Þetta var ekki einfalt kerfi frjáls markaðsbú-skapar og almennra þingkosninga heldur dínamískt kerfi átaka og málamiðlana milli ólíkra hagsmuna í samfélögum sem einkenndust af fólksflutningum úr sveit í borg og gríðarlegri stéttarlegri hreyfingu. Breyttir framleiðsluhættir kölluðu sífellt á meira vinnuafl sem aftur skóp tækifæri fyrir undirokaða og kúgaða hópa til að brjótast undan oki sínu og öðlast rétt á við aðra. Afrek lýðræðiskerfisins og mark-aðsbúskaparins var ekki endilega að leysa þessa orku úr læðingi heldur kannski fremur að halda uppi einhverri reglu og stöðug-leika á meðan þessar breytingarnar gengu yfir.

Þegar síðan hægðist á þessum

Fólk kaus Besta flokkinn til að fella flokks-ræðið og ónýtt fulltrúalýðræði. Borgarfulltrúar Besta flokksins fengu hins vegar trú á full-

trúalýðræðið um leið og þeir urðu

fulltrúar.

Framhald á næstu opnu

samtíminn 65 Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 66: 24 01 2014

breytingum fóru gallar kerfanna að koma í ljós. Það má vera að markaðskerfið hafi aukið hagsæld meginþorra fólks langt fram eftir síðustu öld og ýtt undir möguleika einstaklinganna til að móta eigin velferð. En þegar líða fór að lokum aldarinnar varð augljóst að kerfið þjónaði fyrst og fremst þeim sem þegar nutu auðs og valda. Það gerði hina ríku ríkari.

Segja má að markaðsbúskapur-inn hafi orðið fórnarlamb eigin velgengni. Eftir því sem fyrir-tækin skiluðu betri árangri reyndu stjórnvöld að ýta undir enn frekari árangur með því að laga samfélagið að þörfum fyrirtækjanna. Þetta efldi fyrst og fremst fyrirtækin sem þegar höfðu náð góðri fótfestu sem leiddi óhjákvæmilega til snöggrar og stórfenglegrar samþjöppunar auðs og valda. Þar sem ríkisvaldið hafði skilgreint það sem meginhlut-verk sitt að þjóna fjármálakerfinu til að tryggja öflugt flæði fjármagns um efnahagskerfið uxu bankarnir ríkinu fljótt yfir höfuð – ekki bara hér á Íslandi heldur um allan heim. Eins og fyrir sjónhverfingu snérist allt atvinnulíf skyndilega um bank-ana. Fjármálaheimurinn drottnaði yfir viðskiptalífinu; ýtti enn frekar undir samruna fyrirtækja og færði þannig sífellt meiri auð á æ færri hendur.

Þetta hefur leitt stöðnun yfir samfélögin. Markaðsbúskapurinn var áður forsenda þess að fólk gæti hreyft sig milli stétta; komist í álnir með dugnaði og útsjónarsemi þótt það byggi í upphafi við lítil efni. Markaðsbúskapur hins staðnaða samfélags virkar öfugt. Hann held-ur flestu fólki niðri en lyftir fáum upp. Í raun kemst venjulegt fólk ekki hærra upp metorðastigann í stöðnuðu samfélagi nútímans en að þjóna hinum ríku með einhverj-um hætti; reka mál þeirra í dómsal, hjálpa þeim við að svíkja undan skatti eða skemmta þeim með söng eða trúðslátum. Þetta eru húsnegr-ar nútímans.

En flestir tilheyra negrunum úti á ekrunum; þræla til að ná endum saman án þess að hafa nokkra raunhæfa von um að erfiðið auki hamingju þeirra eða velferð. Þeir skulda eigur sínar og greiða af þeim vexti ævina á enda án þess að eignast nokkuð. Strit þeirra er auðlind fyrir bankana.

And-pólitík Besta flokksinsMeð stöðnun samfélagsins dró úr virkri borgaralegri þátttöku almennings og allar meginstoðir samfélagsins stofnanavæddust; verkalýðsfélögin, réttindabaráttan, stjórnmálaflokkarnir. Það skorti hreyfanleika og átök til að hrista reglulega upp í þessum kerfum eða tryggja nægja endurnýjun. Nú er borgaraleg þátttaka orðin starfs-vettvangur. Fólk vinnur sig upp

innan kerfisins með því að vera að-stoðarmenn eldri stjórnmálamanna. Flokkarnir minna að þessu leyti á gildi handverksmanna á miðöldum; kerfi sem byggt var upp til að við-halda óbreyttu verklagi. Sama þróun hefur orðið í verkalýðshreyf-ingunni. Þar tóku aðstoðarmennirn-ir við af formönnunum fyrir löngu. Verkalýðsforystan er jafn ólík því fólki sem hún vinnur fyrir og stjór-nmálastéttin er fjarlæg almenningi.

Þetta kom skýrt í ljós á miðviku-daginn var þegar þjóðin hafnaði svokallaðri þjóðarsátt sem atvinnu-stjórnmálamenn í ríkisstjórn og verkalýðsfélögum höfðu komið sér saman um; líkast til í trausti þess að þeir sjálfir væru þjóðin.

Sigur Besta flokksins í borgar-stjórnarkosningunum 2010 dró fram hversu veikt stjórnmála-lífið tengist samfélaginu. Þá sigraði þröng strákaklíka flokka, sem sögulega höfðu yfir að ráða viðamiklu neti sem hríslaðist um allt samfélagið. Það kom í ljós í þessum kosningum að flokkarnir eru í raun ekki merkilegra fyrir-brigði en þessi strákaklíka (með fullri virðingu fyrir henni). Flokk-arnir höfðu hvorki aðstöðu, tæki né getu til að lesa vilja fólks betur en strákarnir. Það sem þeir höfðu um-fram flokkana var meiri reynsla í að koma fram og lesa viðbrögð áheyr-enda. Og það dugði þeim til sigurs í kosningunum.

Með Besta flokknum kom hins vegar engin siðbót. Besti flokk-urinn og Björt framtíð eru í raun skilgetin afkvæmi hins staðnaða samfélag. Boðskapur þessara flokka hefur verið sá að fólk komist að niðurstöðu ef það ræði saman af heilindum því í raun sé enginn djúp-stæður ágreiningur í samfélaginu. Allra best sé að láta fagmennina um að finna niðurstöðu í veigamiklum málum á meðan almenningur og stjórnmálamenn kjósa um seinkun klukkunnar eða hvar ruslatunnur séu í borginni. Boðskapurinn er einskonar and-pólitík í anda þess að öll klassísk deilumál séu útkljáð; að við lifum tíma sem eru handan við endalok sögunnar. Sú kenning spratt fram við fall Sovétríkjanna og varð uppáhaldskenning frjáls-hyggjunar. Hún varð rök fyrir enn frekari tilflutningi valda til fyrir-

tækja; einkum bankanna. Besti flokkurinn hefur líka

dregið fram þrot fulltrúalýðræðis-ins. Þrátt fyrir að borgarfulltrúar hans tengist engri þekktri valda-blokk í samfélaginu og hafi í raun dottið alshendis óvart inn í borgar-stjórn; þá hafa þeir ekki fært vald til fólksins. Þvert á móti virðast þeir staðfastlega trúa á fulltrúa-lýðræðið. Þeir trúa kannski ekki á aðra fulltrúa annarra kjósenda en borgarfulltrúar Besta flokksins virðast hafa mikla trú á sjálfum sér sem fulltrúum sinna kjósenda. Þannig hefur uppreisn kjósenda gegn flokksræðinu og fulltrúa-lýðræðinu 2010 í raun mistekist. Besti flokkurinn braut ekki niður valdakerfi Reykjavíkurborgar, flutti ekki völdin út í hverfin, jók ekki að-komu borgaranna að veigamiklum ákvörðunum (ég tel Betri Reykjavík ekki með; enda snérist sú tilraun um agnarsmá mál). Flokkurinn hafði tækifæri til að kjósa beint í hverfisráð eða skólastjórnir og auka með öðrum hætti beina aðkomu fólks að ákvörðunum og virkja það til borgaralegrar þátttöku en gerði það ekki. Þess í stað jók Besti flokk-urinn völd embættismannakerfisins á kostnað stjórn málanna.

Með því að kjósa Besta flokkinn 2010, veita fjórflokknum duglega ráðningu 2013 og með því að fella hina svokölluðu þjóðarsáttarsamn-inga í vikunni hefur almenningur sýnt sterkan vilja til uppstokkunar í samfélaginu. Þetta hefur verið túlkað sem almenn óánægja al-mennings en mætti miklu fremur túlka sem ákall um veigamiklar grundvallarbreytingar á meginstoð-um samfélagsins.

Það væri alla vega reynandi að efna til umræðu um hvort full-trúalýðræðið okkar og umgjörð markaðsbúskaparins þarfnist ekki siðbótar – ekki grátklökkrar yfirbótar einstakra manna; heldur gagngerra siðaskipta svo þessi kerfi geti þjónað vel meginþorra almenn-ings í stað örfárra eins og þau gera í dag.

Gunnar SmáriEgilsson

[email protected]

Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ

Fæst án lyfseðils

Verkir íhálsi og öxlum?Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í hálsi og öxlum!

VO

L130

102

HelgartilboðVerð nú 450.000 kr.

Áður 750.000 kr.

Cielo gæðasett úr tvöföldu leðri

Só� B 235 cmH 80 cm D 92 cm

StóllB 103 cmH 80 cm D 92 cm

HÚSGAGNAVERSLUN V/HALLARMÚLA 108 REYKJAVÍKSÍMI 553 [email protected]

Full búð af gæðavöru

Þegar þjóðin fellir þjóðarsáttarsamninga í kosningum er augljóst að þeir sem telja sig vinna fyrir þjóðina hafa ekki hugmynd um hver þjóðin er eða hvað hún vill.

66 samtíminn Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 67: 24 01 2014

TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400Opið mánudaga - laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 Vefverslun á www.tekk.is

WILBO frá Habitat3ja sæta sófi 156.000 kr.2ja sæta sófi 139.000 kr.Stóll 99.000 kr.

ALEXIS fataslá frá Habitat

Verð 8.330 kr.Áður 11.900 kr.

SEATTLE sjónvarpsskenkur frá HabitatVerð 62.400 kr. - Áður 78.000 kr.

DRIO borðstofuborð frá Habitat120/245x98cm

Verð 116.000 kr.Áður 145.000 kr.

TRIO innskotsborð frá HabitatVerð 34.650 kr.Áður 49.500 kr.

MAGNA hilla frá HabitatVerð 68.600 kr. - Áður 98.000 kr.

BAYAM sófi frá HabitatVerð157.500 kr.

Áður 225.000 kr.

TIMBER bluetooth hátalarifrá Habitat - m/USB tengiVerð 23.600 kr. - áður 29.500 kr.

SEATTLE sjónvarpsskenkur frá Habitat

ALIUM loftljós frá HabitatVerð 2.730 kr. –Áður 3.900 kr.

Nokkrir litir

20

20

20 20

5050CALIPSO

kertastjakifrá Habitat

Verð 6.950 kr.

Page 68: 24 01 2014

Barnamenningarhátíð verður haldin í órða sinn í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni. Viðburðirnir eru skapaðir og framkvæmdir af börnum og öðru hugmyndaríku fólki og er hátíðin kærkominn ve�vangur fyrir menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn. Frestur til að sækja um kostnaðarþá�töku vegna viðburða á hátíðinni er til og með 21. febrúar. Frestur til að skrá viðburð á Barnamenningarhátíð er til og með 1. apríl. Só� er um á vef hátíðarinnar www.barnamenningarhatid.is. Nánari upplýsingar í síma 590-1500.

Barnamenningarhátíð er skipulögð af Höfuðborgarstofu sem heldur utan um almenna skipulagningu og samhæfingu viðburða, stendur að útgáfu dagskrár og kynningu á hátíðinni.

Vilt þú taka þá� í Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2014?

29. apríl–4. maíBarnamenningarhátíðí Reykjavík 2014

Helga Gabríela fékk sér nýlega iPhone 5S og

er mjög hrifin af mynda-

vélinni á símanum.

Ljósmynd/Hari

Í takt við tÍmann Helga gabrÍela Sigurðardóttir

Ekkert jafnast á við að vera úti í náttúrunni á Íslandi

Helga Gabríela Sigurðardóttir er 22 ára Kópavogsbúi sem rekur veitingastað-inn Local í Borgartúni. Hún heldur úti skemmtilegri bloggsíðu þar sem hún fær útrás fyrir ástríðu sína fyrir mat. Helga Gabríela er ekki hrifin af því að ganga í notuðum fötum.

StaðalbúnaðurÉg vakna eldsnemma á morgnana þar sem ég mæti klukkan sjö á veitingastaðinn Local til að undirbúa daginn. Ég eyði meirihluta dagsins í vinnunni þannig ég er oftast í þægilegum fatnaði eins og gallabuxum, bol og strigaskóm. Mér finnst því miður ekkert úrval af smart fatnaði fyrir minn aldurshóp hér heima. Flestar verslanir selja not-aðan fatnað sem ég hef ekki fílað að ganga í dags-daglega. Ég hef þó keypt nokkra fallega „vintage“ hluti í París sem er gaman að fara í spari. Dags-daglega klæði ég mig frekar „casual“ en þegar ég fer út þá finnst mér gaman að breyta til og dressa mig upp. Ég er lítið fyrir að vera með fylgihluti hversdags en set frekar upp eitthvað látlaust og fallegt við sparidressið og farða mig aðeins meira.

HugbúnaðurÉg bjó í 101 á síðasta ári og gat gengið á milli staða en nú er ég flutt í Kópavoginn þannig ég ákvað að fá mér bíl fyrir jól. Ég hreyfi mig nú þó nokkuð þar sem ég fer í jóga og lyfti lóðum. Stundum skrepp ég í sund á kvöldin og svo ætla ég að byrja að hjóla þegar klakinn er farinn af götunum en ég geri mikið af því á sumrin. Ég borða alltaf á Local í hádeginu; ferskt salat, samloku, djús eða súpu. Gerist ekki betra! Þegar ég fer á kaffihús verður oft Nora Magasin fyrir valinu. Að kvöldi til eru margir góðir staðir að velja úr í Reykjavík, einn af mínum uppáhalds er tælenski staðurinn Ban Thai. Ég er mikil félagsvera og finnst alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Ég fer þó sjaldan út á „djamm-

ið“ eins og sagt er en finnst mjög gaman að fara í heimsókn til vina og/eða út að borða, það er þegar eitthvað skemmtilegt stendur til.

VélbúnaðurÉg nota MacBook Pro. Ég er oftast með tölvuna með mér því ég vil geta unnið í blogginu mínu, helga-gabriela.com. Svo nota ég iPhone símann minn mikið. Ég var að uppfæra í iPhone 5S þar sem ég nota myndavélina mikið. Það er svo hent-ugt að geta notað símann í stað þess að vera með ljósmyndavél líka.

AukabúnaðurÉg hef ástríðu fyrir því að útbúa mat og öllu sem það tengist. Mér finnst mjög gaman að elda, baka og útbúa eitthvað framandi. Einnig get ég alveg gleymt mér yfir kokkabókum og uppskriftasíðum á netinu. Mér finnst ægilega gott að hafa það nota-legt heima en einnig skemmtilegt að ferðast og kynnast nýjungum. Á sumrin fer ég oft á Þingvöll en þar er fjölskyldan með notalegan sumarbústað á besta stað því útsýnið er stórfenglegt. Það jafn-ast ekkert á að vera úti í íslenskri náttúru og þá sérstaklega á sumrin í góðu veðri. Einnig finnst mér gaman ferðast út fyrir Reykjavík yfir sumar-tímann og kíkja í göngur og heitar náttúrulaugar. Uppáhalds staðurinn minn er Hrunalaug sem rétt utan við Flúðir, það er algjör ævintýrastaður. Ég hef mjög gaman af kvikmyndum og spái mikið í tónlist og hef verið að DJ’ast í nokkur ár. Hver veit nema ég búi til mína eigin tónlist einn daginn.

appafengur

Literary ReykjavíkLiterary Reykja-vík-appið býður notendum upp á einskonar rafræna bókmenntagöngu. Flestar göngurnar eru á ensku en þó nokkrar á íslensku og örfáar á þýsku. Appið er unnið á vegum Reykjavíkur bókmenntaborgar og Borgarbóka-safnsins í sam-starfi við RÚV. Það er vitanlega mikill fjársjóður fyrir ferðamenn en einnig skemmtilegt krydd í tilveruna fyrir heimafólk. Þeir sem skilja ensku geta til að mynda kynnst verk-um Halldórs Lax-ness, Sjón og Yrsu Sigurðardóttur á þennan nýstárlega

hátt, eða jafnvel farið í sérstaka göngu um söguslóðir hinsegin bókmennta. Íslenskar glæpa-sögur hafa notið mikilla vinsælda og eru sérstakar glæpasagna-göngur í boði bæði á íslensku og ensku. Sögulegur fróðleikur um kennileiti í borginni fylgja með leiðsögnunum og ljóst er að þarna stendur bókmenntaunn-endum skemmtileg og fræðandi afþreying í boði. Þú þarft aðeins að mæta á upphafsstað hverrar göngu, setja á þig heyrnartólin og láta leiða þig áfram.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

68 dægurmál Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 69: 24 01 2014

• Full HD 1920 x1080 punktar• 100 Hz X-Reality myndvinnslukerfi• Multimedia HD link fyrir snjallsíma

Tilboð 195.490.- Verð áður 229.990.-

• 20.1 pixla Exmor myndflaga• Full HD video1920x1080/50• 18-55mm linsa fylgir, útskiptanleg linsa

Tilboð 69.590.- Verð áður 79.990.-

• 16.1 pixla Exmor myndflaga• Full HD video1920x1080/50 eða 25 fps• 18-55mm linsa fylgir, útskiptanleg linsa

Tilboð 84.490.- Verð áður 129.990.-

• 24.2 pixla Exmor myndflaga• Full HD video1920x1080/50• 18-55mm linsa, útskiptanleg linsa

Tilboð 99.590.- Verð áður 119.990.-

• 20.2 pixla Exmor R myndflaga• Full HD video1920x1080• Carl Zeiss linsa

Tilboð 119.990.- Verð áður 149.990.-

• Intel Pentium örgjörvi• 15,5” Flat LED skjár• 4GB innra minni, 500GB diskur

Tilboð 93.490.- Verð áður 109.990.-

• 300W 32 bita magnari• 1 hátalari og þráðlaust bassabox• Bluetooth tengimöguleiki

Tilboð 63.990.- Verð áður 79.990.-

• Flottur hljómburður með Bass Reflex kerfi• NFS - einnar snertingar hljóðtenging• Bluetooth tenging

Tilboð 15.190.- Verð áður 18.990.-

www.sonycenter.is

mikill afsláTTur af sýnishornum

og síðustu eintökum!

öflug og TrausT á frábæru verði SVF1521A6EW

HeimabÍÓ m. Þráðlausum bassaHTCT260H

gÓð HljÓmTæki fyrir snjallsÍmaSRSBTM8B/SRSBTM8W

• Full HD 1920 x1080 punktar• 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi• Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

Tilboð 159.990.- Verð áður 199.990.-

framúrskarandi myndgæði 42” LED SJÓNVARP KDL42W653

159.990.- sParaðu 40.000.-

glæsileg Hönnun á floTTu verði46” LED SJÓNVARP KDL46R473

frábær ferðafélagi á gÓðu verðiILCE3000KB

margfaldur verðlaunaHafiSLTA57K

lÍTil og neTT með dslr eiginleikaNEX5RKB

ein öflugasTa smámyndavél veraldarDSCRX100M2

195.490.- sParaðu 34.500.-

93.490.- sParaðu 16.500.-

63.990.- sParaðu 16.000.-

15.190.- sParaðu 3.800.-

69.590.- sParaðu 10.400.-

16gb minniskort fylgir

16gb minniskort fylgir

84.490.- sParaðu 45.500.-

99.590.- sParaðu 20.400.-

119.990.- sParaðu 30.000.-

12 mánaða vaxTalaus lán visa**3,5% lántökugjald og 340 kr. færslugjald á hvern gjalddaga.

sony Center verslun nýherja, borgartúni 37569 7700

sony Center verslun nýherja, kaupangi akureyri569 7645

5 ára ábyrgð fylgir öllum sjÓnvörPum

Page 70: 24 01 2014

Bergrún Íris Lét eurovision-drauminn rætast

Komst í söngvakeppnina á brotnum gítarVinkonurnar Bergrún Íris Sævars-dóttir og Ásta Björg Björgvinsdóttir kynntust þegar þær voru sextán ára í leikhópnum Íslandsleikhús. Strax þetta sumar byrjuðu þær að semja lög og grínuðust með að þær ættu að senda lag í Eurovision. Nú létu þær slag standa og eru komnar áfram í Söngvakeppninni 2014 með lagi sem þær sömdu á brotinn gítar.

„Við erum afskaplega stoltar,“ segir Bergrún sem er blaðamaður á Séð og heyrt. „Okkur fannst þetta bara kjánalegur draumur á sínum tíma og hlógum að þessu en þegar vin-kona mín hvatti okkur til að láta

verða af þessu ákváðum við að prófa. Ásta Björg kom í heimsókn til mín en gleymdi náttúrlega gítarnum sínum þannig að við sömdum þetta á brotinn gítar mannsins míns.“

Útkoman var lagið Eftir eitt lag. „Við vorum þokkalega ánægðar með lagið og sendum inn skelfilega hráa upptöku og höfðum enga von um að þetta færi áfram. En lagið féll í kramið sem er rosalega gaman. Við héldum fyrst að það væri verið að gera at í okkur þegar við fengum símtalið um að við hefðum komist áfram. Við erum rosalega hissa ennþá og brjálæðislega þakklátar.“

Stelpurnar fengu Gretu Mjöll Samú-

elsdóttur, vinkonu Berg-rúnar og fyrrverandi landsliðskonu í fótbolta til að syngja lagið. „Þetta er voða mikið svona vinkonu átak, bara stelpur eitthvað að vesenast sem er mjög skemmtilegt. Greta er með mjög fallega og sérstaka rödd sem við heyrð-um einhvern veginn alltaf á meðan við vorum að semja lagið.“ -þþ

Bergrún Íris segir að nú sé draumurinn óhjá-kvæmilega að komast alla leið í Eruo vison

með lagið og vinkona hennar sem hvatti hana og Ástu til að semja lag hefur slíka trú á þeim að hún er þegar búin að kaupa flug-

miðann til Danmerkur. Ljósmynd/Hari

Við erum afskaplega stoltar.

Þórir Sigur-jónsson og félagar fengu leikkonuna Margot Robbie til liðs við sig í myndinni Z for Zachariah.

20%AFSLÁTTUR

Tökur á kvikmyndinni Z for Zachariah hefjast á Nýja-Sjálandi á mánudaginn. Zik Zak-strákarnir Skúli Malmquist og Þórir Sigurjónsson framleiða mynd-ina ásamt Sigurjóni Sighvatssyni og leikaranum Toby Maguire. Myndin verður stjörnum prýdd og Skúli er flogin utan til þess að undirbúa tökurnar og taka á móti stjörnunum en Chris Pine og Chiwetel Ejiofor, sem tilnefndur er til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í 12 Years a Slave, héldu á tökustað á miðvikudag. Leikkonan unga, Margot Robbie, var væntanleg til Nýja-Sjálands á fimmtudag. Þórir bætist í hópinn síðar og mun halda utan um framleiðsluna fram í febrúar.

Margot hefur vakið mikla athygli fyrir frammi-stöðu sína í Wolf of Wall Street þannig að þeir félagar hafa heldur betur hitt í mark í leikaravalinu og tefla fram vaxandi stjörnum í myndinni.

Z for Zachariah segir sögu sextán ára gamallar stúlku sem lifir af kjarnorkustríð í litlum smábæ og heldur dagbók um það sem á daga hennar drífur.

Zik Zak hefur lengi verið með myndina í undir-búningi en meðframleiðandi þeirra, Páll Grímsson, vakti athygli þeirra á skáldsögunni sem myndin byggir á fyrir nokkrum árum.

Zik Zak stillir upp stjörnum á Nýja-Sjálandi

BrynhiLdur Lagði fiðLunni fyrir rafmagnsgÍtarinn

Lífið er blúsaður djass

B rynhildur Oddsdóttir er spreng-lærð í tónlistinni. Hún lærði á fiðlu í Nýja tónlistarskólanum

og lauk 5. stigi í því námi, auk þess sem hún lærði síðar söng við sama skóla. Hún lauk BA námi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands árið 2011 og stundar nú nám í Tónlistarskóla FÍH í djasssöng og á rafgítar.

„Ég lagði eiginlega fiðluna á hill-una, þótt maður búi alltaf að henni, og rafgítarinn kom í staðinn. Mig langaði alltaf að læra á gítar. Þetta var leyndur draumur sem ég lét ekki rætast fyrr en seint og síðar meir,“ segir Brynhildur og bætir við að gítarinn hafi smám saman tekið líf hennar yfir enda sé lífið blús-aður djass.

Brynhildur hefur í nógu að snúast með gítarinn á lofti. Hún er að leggja lokahönd á plötu með hljómsveit sinni Beebee and the bluebirds og er byrjuð að vinna að sólóplötu. Þá leikur hún í Þingkonunum í Þjóðleikhúsinu og er þar er hún líka með gítarinn á lofti.

Hún lauk einnig tamningaprófi frá Hólaskóla 2002. „Ég er búin að vera í hestamennsku síðan ég var átta ára og var tvítug þegar ég fór á Hóla. Ég vann síðan við tamningar nokkur ár eftir það. Tamningarnar eru svo mikið hark samt, kannski svipað og tónlistin þannig að það má segja að ég hafi farið úr öskunni í eldinn.“

Brynhildur ætlar að senda frá sér nýtt

tónlistarmyndband í febrúar og í því sameinar hún áhuga sinn á hestum og blúsuðum djassi. „Ég fékk hest lánaðan hjá kunningja mínum og náði að sam-eina þetta þannig með því að nota hann í myndbandinu.“

Brynhildur stofnaði Beebee and the bluebirds 2010 og þau hafa meðal ann-ars komið fram á Blúshátíð Reykjavíkur, Norden Bluesfestival, Eldi í Húnaþingi og víðar.

Gítarinn kom Brynhildi einnig að á sviði Þjóðleikhússins þar sem hún leik-ur eina þingkvennanna í Þingkonunum í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.

„Ég hafði nú eiginlega enga reynslu af sviðsleik en er þannig lagað búin að vera á sviði frá því ég var krakki þannig að ég get alveg staðið á sviði án þess að skjálfa á beinunum.“ Hún leikur á gítar í leikritinu en segir að hlutverk hennar hafi þróast upp í annað og meira en bara að vera tónlistarmaður á leiksviði.

„Þetta er búið að vera rosalega gam-an,“ segir hún um vinnuna í leikhúsinu. „Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með hvernig leikararnir vinna og bara að fá að vera í þessum hópi, vinna með Benedikt og Agli Ólafssyni sem sér um tónlistina,“ segir þingkonan, tamninga-konan og blúsgítarleikarinn sem á eftir að láta mikið að sér kveða á næstunni.

Þórarinn Þórarinsson

[email protected]

Blúsgítarleikarinn og tamningakonan Brynhild-

ur Oddsdóttir ásamt 1. verðlauna stóðhestinum Pilti frá Hæli sem kemur

fram með henni í nýju tónlistarmyndbandi sem er væntanlegt í febrúar.

Tónlistarkonan Brynhildur Oddsdóttir lauk á sínum tíma 5. stigi í fiðlunámi en lagði síðan fiðl-una frá sér þegar hún lét gamlan draum rætast og tók upp rafmagnsgítarinn. Nú spilar hún blúsaðan djass af lífi og sál og er að leggja lokahönd á plötu með hljómsveit sinni Beebee and the bluebirds. Í næsta mánuði ætlar hún að frumsýna nýtt tónlistarmyndband en þar sameinar hún tvö áhugamál, tónlistina og hesta en hún er lærð tamningakona.

Tamning-arnar eru svo mikið hark samt, kannski svipað og tónlistin.

70 dægurmál Helgin 24.-26. janúar 2014

Page 71: 24 01 2014

Leystu einhver afeftirtöldum verkefnum:

Taktu selfie með selebi, skelltu þér í sjósund, knúsaðu stjórnmálamann, gerðu góðverk að eigin vali, farðu í alla stuttermabolina þína í einu, spilaðu Quiz Up uppi á Esjunni, notaðu venjulegan síma með snúru, hoppaðu í polla ...

#KFChotwingstaktu þátt í leiknum!

hot wings

máltíð

Vinningar: Playstation 4, snjóbretta- eða skíðanámskeið, jöklaferð, Hot Wings-veisla,Garmin VIRB hasarmyndavél.

eftirtöldum verkefnum:eftirtöldum verkefnum:eftirtöldum verkefnum:eftirtöldum verkefnum:

Taktu selfie með selebi, skelltu þér í sjósund, knúsaðu Taktu selfie með selebi, skelltu þér í sjósund, knúsaðu Taktu selfie með selebi, skelltu þér í sjósund, knúsaðu Taktu selfie með selebi, skelltu þér í sjósund, knúsaðu Taktu selfie með selebi, skelltu þér í sjósund, knúsaðu

Leystu einhver afLeystu einhver afLeystu einhver afLeystu einhver afeftirtöldum verkefnum:eftirtöldum verkefnum:eftirtöldum verkefnum:eftirtöldum verkefnum:

#KFChotwings#KFChotwings#KFChotwings#KFChotwings#KFChotwings#KFChotwings#KFChotwings#KFChotwings

hot wingshot wingshot wingshot wingshot wingshot wings

máltíðmáltíðmáltíðmáltíðmáltíðmáltíðmáltíðmáltíð

Vinningar:Vinningar:Vinningar:Vinningar: Playstation 4, snjóbretta- eða Playstation 4, snjóbretta- eða Playstation 4, snjóbretta- eða Playstation 4, snjóbretta- eða Playstation 4, snjóbretta- eða skíðanámskeið, jöklaferð, Hot Wings-veisla,skíðanámskeið, jöklaferð, Hot Wings-veisla,skíðanámskeið, jöklaferð, Hot Wings-veisla,skíðanámskeið, jöklaferð, Hot Wings-veisla,skíðanámskeið, jöklaferð, Hot Wings-veisla,skíðanámskeið, jöklaferð, Hot Wings-veisla,Garmin VIRB hasarmyndavél.Garmin VIRB hasarmyndavél.Garmin VIRB hasarmyndavél.Garmin VIRB hasarmyndavél.

#KFChotwings#KFChotwings#KFChotwings#KFChotwings#KFChotwings#KFChotwings#KFChotwingstaktu þátt í leiknum!taktu þátt í leiknum!taktu þátt í leiknum!taktu þátt í leiknum!taktu þátt í leiknum!taktu þátt í leiknum!

Vinningarí hverriviku!

aðeins

990 krónur

svooogott™ FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUMHAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI WWW.KFC.IS

aðeins

990 krónur

Vinningarí hverriviku!

Page 72: 24 01 2014

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Trygg og hlýAldur: 45 ára.

Maki: Enginn.

Börn: Einar Antonín 18 ára og Magdal-ena Sif 13 ára.

Foreldrar: Sigrún Einarsdóttir, hjúkr-unarfræðingur par excellence og Ásgeir Eiríksson, alt mulig mand.

Áhugamál: Klassísk tónlist og aftur klassísk tónlist og bóklestur.

Menntun: Píanókennari og píanó-leikari. Lagði einnig stund á frönsku og listasögu um tíma við HÍ en lauk ekki prófum.

Starf: Kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík og píanókennari.

Fyrri störf: Starfaði lengi sem dag-skrárgerðarmaður hjá tónlistardeild Rásar 1. Hef komið víða við og öll tengjast störfin klassískri tónlist.

Stjörnumerki: Týpísk vog – rísandi sporðdreki með mars í meyju. Skilst að þetta sé afar flókin samsetning.

Stjörnuspá: Þetta er ekki rétti dagurinn til þess að hefja þrætur við aðra. Nú er rétti tíminn til að hlaða orkustöðvarnar fyrir komandi ár. Samkvæmt stjörnuspá á mbl.is.

A rndís er með mjög líflegt ímyndunarafl, alveg frábæra kímnigáfu og svo skemmti-

lega sýn á lífið,“ segir Sigríður Más-dóttir augnlæknir en þær hafa verið vinkonur frá fjögurra ára aldri. „Arn-dís er líka einstök vinkona, trygg og hlý og afskaplega vel gerð. Hún hef-ur mikinn lífskraft, er vel gefin auk þess að vera stundvís og nákvæm og er þá aðeins fátt eitt nefnt því kostir hennar eru ótal margir.“

Arndís Björk Ásgeirsdóttir var í vikunni ráðin kynningar-stjóri Listahátíðar í Reykjavík. Hátíðin er sú tuttugasta og áttunda í röðinni og verður haldin dagana 22. maí til 5. júní.

ARndís BjöRk ÁsgeiRsdóttiR

BAkhliðin

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA www.rumfatalagerinn.is

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

DÝNA+

BOTN+

FÆTUR

BlUe MOON AMeRÍSK DÝNAAmerísk dýna á frábæru verði! Stærðir:

90 x 200 sm. nú aðeins 24.950 140 x 200 sm. nú aðeins 34.950160 x 200 sm. nú aðeins 39.950 180 x 200 sm. nú aðeins 39.950

Vnr. 802-13-1030-A

ALLT AÐ

60%AFSLÁTTUR

VERÐ FRÁ:

24.950

ALLT AÐ 36 MÁNUÐIR

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSÖLULOK

ÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAReDGReeN SÆNGURveRASeTTStórglæsilegt lúxus REDGREEN sængur verasett

úr 100% bómullar satíni. Stærðir: 140 x 200 sm. 60 x 63/70 sm. nú 3.995140 x 220 sm. 60 x 63/70 sm. nú 3.995

Vnr. 1301100

100% BÓMULLARSATÍN

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

IvANA KeRTASTjAKIFallegur kertastjaki með kertaglösum.

Fáanlegur í nokkrum litum.Vnr. 1004-12-1005

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALA

ÚTSALASOKKABUxUR OG SKRIÐSOKKABUxUR

Mikið úrval af sokkabuxum á frábæru verði. Fyrir 7-8 ára.1 munstruð og 1 einlit saman í pakka. Mikið úrval af

skriðsokkabuxum á frábæru verði. 1 munstruð og 1 einlit saman í pakka. Vnr. 15000794, 21000242

2 STK.

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALA

SOKKABUxURSvartar nylon-sokkabuxur 20

den. Stærð: 36/42.3 stk.

saman í pakka.Vnr. 5863601

3 STK.

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAAFSLÁTTUR

70%

AFSLÁTTUR86%

2 STK. FULLT VERÐ: 995

300

3 STK. FULLT VERÐ: 695

100

FULLT VERÐ: 2.995

1.995

FULLT VERÐ: 12.950

3.995

2 STK.

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

ÚTSALAÚTSALAÚTSALA

AFSLÁTTUR69%

SPARIÐ

1000ÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALAÚTSALA

Fallegur kertastjaki með kertaglösum.

ÚTSALAmeð kertaglösum.

ÚTSALAÚTSALAFáanlegur í nokkrum litum.

ÚTSALAÚTSALAVnr. 1004-12-1005ÚTSALAÚTSALAÚTSALARIvAlDI SKYRTUR

Rivaldi síðerma- og stutt-ermaskyrtur. Nokkrir mis-

munandi litir fáanlegir.Nokkrar stærðir. Vnr.

609-11-1000

AFSLÁTTUR50%

FULLT VERÐ: 1.995

1.000

PLÖTUSPILARI

Verð 59.900,-

Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is

Hrósið...fær Aron Kristjánsson sem náði prýðisgóðum árangri með íslenska

handboltalandsliðið á Evrópumótinu þrátt fyrir talsvert mótlæti.