Top Banner
22. janúar—24. janúar 2016 3. tölublað 7. árgangur Fréttaskýring Klofningur innan Pírata vegna stjórnarskrár Mynd | Rut Sigurðardóttir Sérverslun með Apple vörur KRINGLUNNI ISTORE.IS iPad Pro Með heiminn í lófanum Frá 149.990 kr. iPad Air 2 Léttur í þungavigt Frá 84.990 kr. Apple TV 4 Vertu þinn eiginn dagskrárstjóri Frá 28.990 kr. | 10 Fékk nýtt bris og losnaði við sykursýki Gísli Ragnar Sumarliðason greindist með sykursýki níu ára gamall og bjóst við að glíma við sjúkdóminn til æviloka. Líf hans gjörbreyttist þegar hann fékk ígrætt nýtt nýra og bris. Þannig losnaði hann við sykursýkina og hefur ekki þurft insúlín síðan. Sex íslenskir sykursjúklingar hafa fengið ígrædd bris. | 4 og 34 Dulsálfræðingurinn Erlendur Indriði miðill gerði allt vitlaust | 42 Verkamaðurinn Irenusz Greiddi Íslandsferð dýru verði | 8 Fatahönnuðurinn Jet Korine Braut nánast öll bein líkamans í fallhlífarstökki | 28
80

22 01 2016

Jul 25, 2016

Download

Documents

Fréttatíminn

Iceland, fréttatíminn, news, iceland
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: 22 01 2016

22. janúar—24. janúar 20163. tölublað 7. árgangur

Fréttaskýring Klofningur innan Pírata vegna stjórnarskrár

Myn

d | R

ut S

igur

ðard

ótti

r

Sérverslun með Apple vörur KRINGLUNNI ISTORE.IS

iPad ProMeð heiminn í lófanumFrá 149.990 kr.

iPad Air 2Léttur í þungavigtFrá 84.990 kr.

Apple TV 4Vertu þinn eiginn dagskrárstjóriFrá 28.990 kr.

| 10

Fékk nýtt bris og losnaði við sykursýkiGísli Ragnar Sumarliðason greindist með sykursýki níu ára gamall og bjóst við að glíma við sjúkdóminn til æviloka. Líf hans gjörbreyttist þegar hann fékk ígrætt nýtt nýra og bris. Þannig losnaði hann við sykursýkina og hefur ekki þurft insúlín síðan. Sex íslenskir sykursjúklingar hafa fengið ígrædd bris. | 4 og 34

Dulsálfræðingurinn Erlendur

Indriði miðill gerði allt vitlaust | 42

Verkamaðurinn Irenusz

Greiddi Íslandsferð dýru verði | 8

Fatahönnuðurinn Jet Korine

Braut nánast öll bein líkamans í fallhlífarstökki | 28

Page 2: 22 01 2016

„Konan hlaut margfalt brot á mjaðmagrind,

brotnaði á öðrum fæti, auk þess

sem nokkur rif-bein gáfu sig. Ætt-ingi hennar segir

að læknar hafi sagt að einungis

hafi munað hárs-breidd að hún

týndi lífinu.“

Konan er stórslösuð og var í öndunarvél fyrstu dagana.

Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Tæplega sjötug kona slasaðist al-varlega þegar rútu frá Kynnis-ferðum var bakkað á hana, við Leifsstöð, fyrr í mánuðinum. Framkvæmdastjóri Reykjavík Exc-ursions segir að þetta hafi verið óhapp. Ekki sé við aðstæður á slys-stað að sakast.

Konan var farþegi í rútunni, föstudaginn 8. janúar, og nýstigin út við Leifsstöð þegar slysið varð klukkan rúmlega ellefu um morg-uninn. Hún átti sér einskis ills von þegar rútunni var bakkað á hana þar sem hún var á leið með tösk-una að flugstöðinni. Komið hefur verið fyrir bílastæðum fyrir rútur brottfararmegin við flugstöðina en ekki virðist vera gert ráð fyrir gangandi vegfarendum, því þar eru engar gangbrautir.

Konan hlaut margfalt brot á mjaðmagrind, brotnaði á öðrum fæti, auk þess sem nokkur rifbein gáfu sig. Ættingi hennar segir að læknar hafi sagt að einungis hafi

munað hársbreidd að hún týndi lífinu. Hún var í öndunarvél fyrstu dagana en gekkst undir aðgerð tveimur dögum eftir slysið, sem gekk vel.

Þetta er afar sorglegt mál, segir Kristján Daníelsson, framkvæmda-stjóri Reykjavík Excursions. „Þetta er mjög vanur bílstjóri, sem taldi að allir væru farnir af stæðinu þegar hann færði rútuna til að komast áfram, því fleiri þurftu að komast að.“

Hann sagðist ekki telja að neitt væri athugavert við aðstæður á slysstað. „Plássið er ágætt og sem betur fer er ekki mikið um slys.“

Konan er íslensk en búsett í Sví-þjóð. Hún var á leið þangað þegar slysið varð. Hún var flutt í sjúkra-flugi til Svíþjóðar í fyrrinótt þar sem við tekur erfið meðferð og endurhæfing. Engin ákvörðun liggur fyrir um málsókn gegn fyrirtækinu vegna aðstæðna þegar slysið varð. Samkvæmt rannsókn-ardeild lögreglunnar á Suðurnesj-um, kemur fram í lögregluskýrslu um atburðinn að konan hafi hlotið minniháttar meiðsl. Engir rann-sóknarmenn voru því sendir á vettvang þegar slysið varð. Lög-

reglu sé venjulega tilkynnt um alvarleg meiðsl af einhverjum hlutaðeigandi, en það hafi ekki verið gert í þessu tilfelli. „Ég veit ekkert um það. Við köllum bara til lögreglu og sjúkrabíl en við sjáum ekki um að tilkynna lögreglu um hversu alvarleg meiðslin voru,“ segir Kristján Daníelsson.

Rannsókn Í lögregluskýrslu er talað um minniháttar meiðsl

Rútubílstjóri bakkaði á konu við LeifsstöðEngir æðarungar í sumar

Formaður ÖBÍ segir að langir biðlistar, heimsmet í hlutastörfum og fjársvelt starfsendurhæfing taki sinn toll.

Ungu fólki í hópi öryrkja hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi, þeir eru hlutfallslega miklu fleiri en á öðrum Norðurlöndum. Þannig eru sextán prósent allra á aldrinum 30 til 39 ára með örorku, samkvæmt nýrri skýrslu sem ber saman velferðar-kerfi Norðurlanda.

Ellen Calmon, formaður Öryrkja-bandalagsins, segir að einkum sé um að ræða fjölgun ungra karla í hópi

öryrkja. Ástæðurnar liggi ekki fyrir en karlmenn eigi oft erfiðara með að leita sér hjálpar fyrr en of seint.

Ellen segir að stærsti hópurinn á örorku sé þar vegna stoðkerfis-vanda og geðraskana: „Lægstu launin eru of lág og margir þurfa að vera í endalausum aukastörf-um til að láta enda ná saman. Við eigum heimsmet í hlutastörfum, hér er ekki óalgengt að leikskóla-kennarar starfi við veisluþjónustu á kvöldin eða afgreiðslufólk skúri fyrir aðra eftir vinnu. Streita og vinnuálag í langan tíma tekur sinn toll og á endanum lætur eitthvað undan.“

Norðurlandamet í örorku hjá ungu fólkiFjöldi ungra öryrkja á Norðurlöndunum

Hlutfall öryrkja af íbúum í aldurshópnum á árinu 2014. Heimild Nososco, nor-ræna tölfræðinefndin.

Og Ellen segir ennfremur að ekki megi gleyma biðlistunum: „Fólk

er að bíða mánuðum saman eftir nauðsynlegum aðgerðum. Og það

er gríðarlega löng bið eftir viðtali við geðlækni, þá eru starfsendur-hæfingarstöðvar víðast hvar fjár-sveltar.“

Ellen segir að samfélagið þurfi að taka á þessum málum í stað þess að einblína alltaf á hvað öryrkjar séu margir og gera sér í hugarlund að eitthvað annarlegt liggi þar að baki: „Það verða alltaf til einhverjir sem eru með skerta starfsorku. En við þurfum að horfa til þess hvernig er hægt að bæta samfélagið til að koma í veg fyrir fjölgun og styðja fólk til sjálfshjálpar í staðinn fyrir að fjár-svelta þau úrræði sem fyrir eru.“ | þká

20-29 ára 30-39 ára

Danmörk 4,6%

Færeyjar 1,5%

Finnland 5,3%

Ísland 10,4%

Noregur 3,9%

Svíþjóð 9,1%

Danmörk 9,6%

Færeyjar 1,7%

Finnland 8,0%

Ísland 16,5%

Noregur 7,9%

Svíþjóð 6,8%

Athugasemd. Sagt var frá því í Fréttatímanum í síðustu viku að Jón Gnarr undirbyggi nýja Vaktar-seríu sem nefndist Öryggisvaktin og að fjórða þátta-röð af Pressu hefði verið sett á ís. Jón Gnarr segir þetta rangt. Aðeins hafi verið til skoðunar að framleiða jóla- og áramótaþátt af Næturvaktinni. Beðist er velvirðingar á þessu. Hann segir jafnframt að ekkert hafi verið ákveðið um framhald af Pressu 4.

Skáldsagan Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgason verður að kvikmynd á

næsta ári. Bókin kom út árið 2011 og er sú fyrsta af þremur um sorgir og sigra fótboltastráksins Jóns Jónssonar. Verk-efnið hlaut styrk úr handritasjóði frá Kvikmyndamiðstöð Íslands í fyrra en það er SagaFilm sem framleiðir kvik-myndina. „Mér til mikillar gleði keypti SagaFilm réttinn árið 2011 og þetta hefur

verið í undirbúningi síðan,“ segir Gunn-ar sem er í skýjunum með verkefnið.

„Við Jóhann Ævar Grímsson erum að vinna í handritinu en stefnum á

að klára það í mars. Við gerðum treiler að myndinni í vikunni sem verið er að klippa núna. Það er allt að gerast.“

Nýjustu talningar sýna að anda-varpið við Reykjavíkurtjörn er enn í erfiðri stöðu en þó gekk varpið vel sumarið 2015 hjá nokkrum andategundum. Hjá duggönd hefur fjöldi unga ekki verið eins hár í 30 ár en alls 27 ungar sáust. Kríuvarpið er líka blómlegt eftir að hafa rétt úr kútnum þegar nýtt varpsvæði myndaðist í friðland-inu. Slæmu fréttirnar eru hins-vegar þær að engir æðarungar komust á legg í sumar og afkoma

stokkandar var einnig léleg. Kalt tíðarfar, fæðuskortur og afrán eru líklegustu ástæðurnar.

Víti í Vestmannaeyjum verður að kvikmynd

Gunnar Helgason er kampakátur með það að fótboltastrákurinn Jón Jónsson fari á hvíta tjaldið.

2 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 3: 22 01 2016

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is

HÖRKU ÚTSALA Á ALVÖRU PLANKA HARÐPARKETIVERÐ FRÁ 1.590 kr. m²

TEGUND: ROOMS LOFT R1006

Page 4: 22 01 2016

2345 börn eiga ekki tvenna skó sem passa samkvæmt fátæktarkönnun Unicef á Íslandi og 1665 börn eiga aðeins föt sem hafa verið notuð af öðrum.

2120 börn geta ekki tekið þátt í ferðum eða viðburðum á vegum skólans ef krafist er þátttökugjalds, 300 börn hafa ekki aðstöðu til heima-náms og 605 börn hafa ekki að-gengi að tölvu.

1285 börn eiga ekki bækur sem henta þeirra aldri, 1815 börn eiga ekki útileik-föng og 985 börn eiga ekki inni-leikföng sem henta þeirra aldurs-skeiði.

2270 börn fá ekki fisk- eða kjötmáltíð dag-lega og 530 börn fá ekki ávexti eða grænmeti daglega.

1060 börn geta ekki boðið vinum sínum í afmæli og 2875 börn geta ekki boðið vinum sínum heim. | gse

Sex Íslendingar með sykur-sýki hafa fengið ígrætt nýtt bris. Aðgerðin er aðeins gerð þegar nýrun hafa gefið sig.

Þóra Tómasdó[email protected]

Af þeim sex einstaklingum sem hafa gengist undir aðgerðina eru fimm enn með starfandi bris og því með eðlilega blóðsykursstjórn- un. Þeir þurfa því ekki á insúlín-meðferð að halda lengur.

„Ígræðslum á brisi fer fjölgandi og árangurinn af aðgerðunum fer batnandi. Aðgerðirnar eru yfir-leitt gerðar samhliða því þegar nýrnabilun verður hjá sykursjúk-lingnum. Þá fær hann ígrætt nýtt nýra og bris úr sama látna einstak-lingnum,“ segir Runólfur Pálsson, nýrnalæknir á Landspítal-anum.

Aðgerðirnar á Ís-lendingum fara fram á Sahlgrenska sjúkrahús-inu í Gautaborg en þær eru gerðar víðar um heiminn. „Áður voru aðgerðirnar gerðar með lökum árangri. Undanfarna tvo áratugi hafa verið gerðar umfangs-miklar prófanir á að græða bara

frumur, sem framleiða insúlín, í sykursjúklinga. Frumurnar voru einangraðar úr brisinu. Árangur-inn af þeirri aðferð var ekki nógu góður svo það var aftur horfið til þess að græða heil bris í sykur-sjúklinga samhliða nýrnaígræðslu. Vegna tækniframfara við líffæra- ígræðslur hafa þær aðgerðir sýnt sífellt betri árangur. Þetta er því mjög áhugavert.“

Fríða Bragadóttir, framkvæmda-stjóri Félags sykursjúkra: „Bris- ígræðsla er ekki eitthvað sem við bindum vonir við að sé framtíðar-lausn fyrir sykursjúklinga. Flestir sykursjúklingar nota utanáliggj-andi insúlíndælur sem tengdar eru við líkamann með nál. Við horfum frekar til þeirrar þróunar sem er á gervibrisum, tölvustýrðum tækj-um sem reikna út blóðsykurinn og stjórna nákvæmum insúlíngjöf-

um. Við sjáum frekari fram-tíðarmöguleika með þróun

nýrra tækja en líffæra- ígræðslum sem eru hættu-legra og flóknara mál.“

Sjá viðtal við Gísla Ragar á síðu 34.

Brisígræðslur hafa læknað íslenska sykursjúklinga

Runólfur Pálsson

nýrnalæknir segir árangur brisígræðslna

mjög áhuga-verðan.

Læknavísindi Framfarir í líffæraígræðslum nýtast sykursjúkum vel Barnafátækt á Íslandi

Mörður er ekki vanhæfurSegir að fiskur hafi legið undir pólitískum steini þegar fjallað var um vanhæfi hans.

Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingar-innar, er ekki vanhæfur til að sitja í stjórn RÚV, að mati forseta Alþingis, sem fékk málið í fangið eftir að stjórnin vísaði þangað erindi um ábendingu frá menntamálaráðuneytinu um meint vanhæfi hans. Vísað var í ákvæði um að kjörnir fulltrúar eigi ekki að sitja í stjórninni.

Mörður bendir á að þetta skot úr ráðuneyt-inu hafi þó geigað því í ljós hafi komið að sex af níu fulltrúum á fundinum hafi samkvæmt þessu mögulega verið vanhæfir, enda varamenn á Alþingi eða í sveitarstjórnum. „Ég er ekki mikill samsæris-kenningamaður en það var óeðlilegt að farið væri að draga hæfi mitt í efa, þegar ég var búinn að sitja í stjórninni í tíu mánuði,“ segir Mörður sem frétti fyrst um meint vanhæfi sitt frá blaðamanni Mogg-ans.

„Mér fannst þessi óvanalegi málshraði benda til þess að fiskur lægi undir steini. Ég nenni ekki að leita að fiskinum en tel mig geta fullyrt að steinninn sé úr pólitískri bergtegund,“ segir Mörður. | þká

Það hefur verið nefnt við okkur að fara fram.

Baldur Þórhallsson og Felix Bergs-son eru mátaðir við Bessastaði í nýrri skoðanakönnun Gallup, en verið er að hringja til fólks og spyrja hvort það geti hugsað sér að dr. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, verði næsti for-seti Íslands og setjist ásamt maka sínum, Felix Bergssyni, á Bessa-staði?

Baldur Þórhallsson segist ekki hafa hugmynd um hver stendur á bak við þessa könnun: Það hefur vissulega verið nefnt við okkur að

fara fram, en ég kann nú bara mjög vel við vinnuna mína hérna í Há-skólanum og ætla bara að vera þar.“

Baldur, sem er stjórnmálafræð-ingur að mennt, segist þó furða sig

á því hversu lítið líf er í aðdraganda forsetakosninganna: „Ég er bara mjög hissa á að fleiri hafi ekki komið fram, en sjálfur er ég ekki á leiðinni á Bessastaði.“ | þká

Við erum ekki á leiðinni á BessastaðiFréttatíminn er meðal þeirra sem tilnefndir eru til íslensku vefverð-launanna í flokknum Vefmiðill árs-ins 2015. Einnig eru tilnefndir vef-ir RÚV, Stundarinnar, Kjarnans og Krakka RÚV.

Nýr vefur Fréttatímans fór í loftið í mars síðastliðnum og sá Andri Sig-urðsson hjá Vefstofunni um hönnun útlits. Aldrei hafa heimsóknir á vef-síðu Fréttatímans verið fleiri en nú, en þær voru um 40.000 í síðustu viku.

Íslensku vefverðlaunin verða veitt í Gamla bíói 29. janúar.

Fréttatíminn tilnefndur til vefverðlauna

Forsetakönnun Baldur og Felix koma af fjöllum

4 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 5: 22 01 2016

Nýr Optima er glæsileg viðbót við Kia fjölskylduna. Djörf útlitshönnunin grípur augað en Optima er meira en bara útlitið. Hann er kraftmikill, rúmgóður og ríkulega búinn margvíslegum tæknilausnum sem gera aksturinn spennandi. Komdu og kynntu þér flaggskipið í fólksbílum frá Kia — og línuna eins og hún leggur sig. Léttar veitingar í boði.

Bran

denb

urg

Fylgdu okkur á Facebook.facebook.com/kiamotorsisland

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.isViðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.

Öll Kia línan bíður þín í Öskju. Komdu og reynsluaktu.

Kia Optima EX — sjálfskiptur DCT-7

Verð frá 5.190.777 kr.

Page 6: 22 01 2016

Fjörutíu konur bíða þess að afplána fangelsisvist en ekkert kvennafangelsi hefur verið á landinu frá því að Kvennafangelsinu í Kópavogi var lokað. Konurnar þurfa að bíða að meðaltali í eitt ár og fjóra mánuði eftir refsingu. Óvissan veldur kvíða hjá konunum og að-standendum þeirra.

Halla Harðardó[email protected]

„Það er mjög einstaklingsbundið hvernig fólk tekst á við biðina og aðstæður kvennanna eru misjafnar en vissulega er þessi óvissuþáttur erfiður,“ segir Sólveig Fríða Kjær-nested, sálfræðingur og sviðs-stjóri meðferðarsviðs Fangelsis-málastofnunar. „Þetta fer auðvitað eftir því hvernig staðan er fyrir,

til dæmis hvort einstaklingur er með vinnu eða ekki, en stað-reyndin er sú að óvissu fylgir kvíði. Óvissan hefur ekki bara áhrif á ein-staklinginn sem bíður heldur á fjölskyldu hans og allt hans um-hverfi. Í tilfelli mæðra þá getur óvissuþátturinn haft áhrif á fleiri einstaklinga og mæður þurft að glíma við það hvernig þær eigi að undirbúa börnin fyrir afplánun.“

Fjórar konur afplána í fangelsinu á Akureyri og tvær eru í gæsluvarð-haldi. Brot kvennanna sem eru á boðunarlistanum eru flest minni-háttar, umferðarlagabrot og þjófn-aður, og í 80% tilfella eru refsingar 9 mánuðir eða minna. Það þýðir

að stór hluti þeirra gæti endað í samfélagsþjónustu en þegar hafa nokkrar umsóknir þess efnis borist. Sólveig Fríða segir einstaklinga á bið geta haft samband við Fangels-ismálastofnun og óskað eftir því að hefja afplánun í stað þess að bíða og að reynt sé að verða við þeirri ósk, losni pláss. Einnig eigi einstakling-ar á bið möguleika á að nýta sér sál-fræðiþjónustu Fangelsismálastofn-unar. „Að fólk standi frammi fyrir því að bíða í lengri tíma eftir því að taka út refsitíma hefur áhrif á það og því er bagalegt að þessir biðlistar séu til staðar,“ segir Sólveig Fríða.

Páll Winkel fangelsismálastjóri er bjartsýnn á stöðuna þar sem nýtt fangelsi verður tekið í notkun í haust. „Það er bjart fram undan því við opnum nýtt fangelsi eftir nokkra mánuði og þar verður pláss fyrir allt að 56 fanga, karla og kon-ur.“

BOGGIE 3ja sætaSlitsterkt áklæði. Margir litir.

Stærð: 186 x 77 cm, H: 85 cm.

Verð: 99.900 kr.

20%AFSLÁTTUR

Aðeins 79.920 kr.

Afgreiðslutími Rvk.Mán. til fös. kl. 10–18Laugardaga kl. 11–16Sunnudaga kl. 13–17www.dorma.is

Holtagörðum 512 6800Dalsbraut 1, AkureyriSkeiði 1, Ísafjörður

NÝTTU TÆKIFÆRIÐ

Komdu í Dorma

ÚTSALANí fullu fjöri

ALLT AÐ

60%AFSLÁTTUR

NATURE’S COMFORTheilsurúm

Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni.Stærð: 180x200 cm.

Fullt verð: 164.900 kr.

25%AFSLÁTTUR

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

Aðeins 123.675 kr.

Opið alla daga

í janúar

2.925 kr.

Fibersæng & Fiberkoddi

PURE COMFORT

7.425 kr.

PURE COMFORT koddiFullt verð: 3.900 kr.

PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr.

Koddi Sæng

25%AFSLÁTTUR

Holtagarðar | Akureyri | Ísafjörður | www.dorma.is

NÝTTUTÆKIFÆRIÐ

Komdu í Dorma

2.925 kr.

NATURE’S COMFORTheilsurúm

Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni.

COMFORTheilsurúm 25%

AFSLÁTTURaf öllum stærðum

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

Aðeins 123.675 kr.

Verðdæmi 180 x 200 cm

ÚTSALANí fullu fjöri

ALLT AÐ

60%AFSLÁTTUR

Fibersæng & Fiberkoddi

PURE COMFORT

7.425 kr.

PURE COMFORT koddiFullt verð: 3.900 kr.

PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr.

Koddi Sæng

25%AFSLÁTTUR

Fullt verð: 164.900 kr.

Opið alla daga

í janúar

Þú finnur útsölubæklinginn

á dorma.is

40 konur bíða þess að afplána

Fjórar konur afplána nú í fangelsinu á Akureyri.

Sólveig Fríða Kjærnested.

Fangelsismál Beðið eftir nýju fangelsi á Hólmsheiði

„Eitthvað hefur vantað upp á að ráðherrarnir fengju viðeigandi tilsögn hjá viðkomandi aðilum því að nýlega sagði flóttamaður frá Sýrlandi að koss væri annaðhvort krafa um kynlíf eða tilboð um það sama,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður um móttökunefnd ráðherra sem tók á móti sýrlensku flóttamönnunum á þriðjudag. Lögmaðurinn segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardótt-ir hafi sett stút á munninn til að kyssa og kjassa flótta-mennina. Hann bætir reyndar um betur og segir að aumingja flóttafólkið hafi verið felmtri slegið. „Með þessu hafa þau Eygló og Sigmundur greinilega ætlað að girða fyrir að fleira flóttafólk kæmi til landsins,“ segir Jón Magnússon. | þká

Eldheitar móttökurMóttaka flóttamanna Gestrisni ráðherra gæti misskilist

„Mér finnst mjög áhugavert að sjá hvað neysla ungmenna á áfengi á Íslandi hefur minnkað mikið miðað við áfengisneyslu sama hóps í Dan-mörku,“ segir Sveinsína Emilsdóttir sem skrifaði BA-ritgerð í mennt-unarfræði um muninn á unglinga-drykkju á Íslandi og í Danmörku.

Svokölluð ESPAD-rannsókn var lögð fyrir í fimmta sinn á Íslandi í febrúar og mars árið 2011. Þegar skoðaður er sérstaklega munurinn á Íslendingum og Dönum sögðust 75 prósent nemanda í Danmörku hafa neytt áfengis á 30 daga tíma-

bili en aðeins sautján prósent á Ís-landi.

Þá voru nemendur spurðir hvort þeir hefðu oft orðið mikið ölvaðir. Þrettán prósent íslenskra nem-enda sem sögðust hafa orðið mikið ölvaðir en 56 prósent danskra unglinga. Munurinn á þessum tveimur Norðurlöndum var sem sagt fjórfaldur

Sveinsína bendir á að danskir unglingar eigi auðvelt með að nálg-ast áfengi, sextán ára unglingar geti farið út í næstu matvöruverslun og keypt bjór og léttvín. Rannsóknir

hafi sýnt að það sé góð forvörn að stýra aðgengi til að koma í veg fyrir barna- og unglingadrykkju. Þá séu almennt jákvæðari viðhorf til drykkju í Danmörku en sam-kvæmt rannsóknum ýti það undir unglingadrykkju. Hún bendir enn-fremur á að samkvæmt ESPAD rannsókninni hafi hugarfar ís-lenskra foreldra breyst mjög mikið þegar sjálfræðisaldurinn hækkaði úr 16 ára í 18 ára, foreldrar hafi orðið meðvitaðri um áfengisneyslu barna sinna og farið að fylgjast betur með. | þká

Unglingadrykkja Drykkja eykst í Danmörku en minnkar á Íslandi

Danskir unglingar miklu drykkfelldari en íslenskir

Úrklippa úr Fréttablaðinu, en Jón Magnússon tjáir sig um viðburðinn á Facebook.

6 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 7: 22 01 2016

Fangelsismál Beðið eftir nýju fangelsi á Hólmsheiði

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA

– FULLT HÚS ÆVINTÝRAFiskislóð 1 Sími 580 8500

REYKJAVÍK

Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630

AKUREYRI

Mán.–fös. 10–18Lau. 10–16

OPNUNARTÍMI

Verð og stærðir birt með fyrirvara um prentvillur.

ELLINGSENELLINGSEN

RISA- ÚTSALAKomdu og skoðaðu úrvalið!

DIDRIKSONS IMALAKULDAGALLI

9.990 KR.VERÐ: 17.990 KR.

DAXARA HJÓLAKERRA 751

99.990 KR.VERÐ ÁÐUR 172.810 KR.

SCOOTER GEMINI COMFORT KAJAKI

99.900 KR.VERÐ ÁÐUR 159.900 KR.

BARBECOOK GRILL SIESTA 2102 brennarar

44.990 KR.VERÐ ÁÐUR 64.990 KR.

Columbia

25%afsláttur

Ferðavörur

30%afsláttur

Veiðivörur

30%afsláttur

DIDRIKSONS SIGVARD ÚLPA

24.990 KR.VERÐ ÁÐUR 39.900 KR.

DIDRIKSONS VENTURE KVK og KK

13.493 KR.VERÐ ÁÐU 17.990 KR.

20–70%AFSLÁTTUR

DIDRIKSONS FREJAÚLPA

24.990 KR.VERÐ ÁÐUR 39.900 KR.

COLUMBIA SNUG KULDAGALLIÝmsir litir

6.445 KR.VERÐ: 12.890 KR.

COLUMBIA GLOBAL ADVENTURE

8.990 KR.VERÐ ÁÐUR 19.790 KR.

55%afsláttur

50%afsláttur

Allur snjósleða-fatnaður

25%afsláttur

Allir bakpokar

40%afsláttur

Stök skópör í stórum stærðum 47–50

50%afsláttur

Devold

20%afsláttur

MUCKBOOTS HALE BARNASTÍGVÉL

6.990 KR.VERÐ ÁÐUR 11.990 KR.

Page 8: 22 01 2016

2005 Missti báða fætur fyrir neðan hné á Íslandi2012 Fannst látinn í íbúð sinni einn og yfirgefinn

Sautjánda ágúst 2012 braust lögreglan inn í íbúð í Grafarholti, til að kanna af hverju 46 ára Pólverji sem þar bjó hafði ekki svarað í síma undanfarna daga. Svarið mætti þeim í gætt-inni. Hann hafði látist í íbúðinni en þar með lauk átakanlegri sögu Irenuszar Gluchowski sem var frétta-efni á Íslandi í kjölfar þess að hann missti báða fæturna.

Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Árið 2005 voru fleiri erlendir verkamenn við störf í landinu en nokkru sinni áður. Mikil bjart-sýni var ríkjandi í þjóðfélaginu og fáa óraði fyrir því að efnahags-kerfi þjóðarinnar myndi hrynja til grunna þremur árum síðar. Í apríl sama ár kom hingað til lands pólski verkamaðurinn Irenusz Gluchowski, til að vinna. Hann var myndarlegur, hraustur, tæplega fertugur og var að flýja atvinnu-ástandið heima fyrir. Hér var blússandi góðæri, atvinnuleysi lítið og fjöldi erlendra verkamanna í landinu hafði slegið öll met. Árið 2012 var hann fluttur í líkkistu aft-ur til Póllands, eftir að hafa gengið í gegnum hörmungar, sem enginn einn maður ætti að þurfa að þola.

Þegar lífið snerist viðIrenusz var vanur erfiðisvinnu, búinn að vinna um alla Evrópu sem farandverkamaður. Hann fékk vinnu við línulagnir hjá fyrir-tækinu Jarðvélum og var við störf í Borgarfirði í júní 2005 þegar hann veiktist og lífið snerist við. Hann lýsti deginum örlagaríka ári síðar í samtali við Friðrik Þór Guðmunds-son, blaðamann á Eflingarblaðinu: „Í lok júní komu notaðir gámar sem átti að nýta undir vinnubúðir.

Gámarnir voru fullir af drasli, til dæmis flöskum, blöðum, spýtum og fleira. Ég og tveir aðrir starfs-menn vorum settir í að þrífa gámana og gera þá íbúðarhæfa.

Við byrjuðum að koma matsalnum í stand, þar sem ég þreif meðal annars ísskáp sem innihélt gamlar matarleifar, Ég þreif líka aðra skápa og bakarofn.“

Meðan á þessu stóð hruflaði hann sig á höndum við störf, en ekki alvarlega og vafði límbandi um sárin til að stöðva blæðinguna.

Svartir útlimirÞann 29. júní veiktist hann hastar-lega í vinnunni og treysti sér ekki til að vinna meira. Verkstjórinn sagði honum að leggja sig í skóla-húsinu þar sem vinnuhópurinn hélt til. Síðar um daginn var hann vakinn og sagt að verkstjórinn segði að hann ætti að fara heim til sín í Reykjavík. Samstarfsmenn hans komu honum heim, þar sem hann lagði sig.

„Ég vaknaði um sexleytið og varð skelfingu lostinn þegar ég sá að hendur mínar og fætur voru svartir, Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég væri ekki bara með flensu,“ sagði Irenusz í viðtalinu.

Hafði enga fæturHann neytti síðustu kraftanna til að kalla til hjálp og var fluttur á spítala. Hann vaknaði ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar. „Þegar

Góðærið Pólski verkamaðurinn var ekki með atvinnuleyfi og því ekki sjúkratryggður þegar hann slasaðist

Hvað varð um Irenusz?

ég komst aftur til meðvitundar sá ég að ég hafði enga fætur.“

En það var ekki það eina. Hann var heyrnarlaus á vinstra eyra, með hálfa heyrn á því hægra. Annað nýra hans var líka óvirkt.

Nágranninn sem hafði aðstoðað hann við að komast á sjúkrahúsið hafði fljótlega horfið á braut og starfsfólkið gat því ekki vitað nein deili á honum. Sjálfur var hann of máttlítill til að veita neinar upplýsingar. Haft var samband við ríkislögreglu-stjóra og ræðismann Pól-lands og smám saman tókst að bera kennsl á manninn, þó ekki fyrr en það hafði verið leitað í íbúð hans í Barmahlíð þar sem vegabréf hans fannst.

Réttindalaus all-staðarHinn pólski Irenusz reyndist ekki vera með nein félags-leg réttindi á Ís-landi. Hann var að vísu kominn með kennitölu en ekki atvinnu-leyfi. Stétt-ar-félag-ið Efling

gekk í hans mál og krafði vinnu-veitandann svara þar sem Irenusz hefði ekki verið með atvinnuleyfi. Þá gagnrýndi félagið að málið hefði ekki verið tilkynnt til lög-reglu. Fyrirtækið viðurkenndi mistök en sagðist hafa talið að það væri nægilegt að hafa kennitölu.

Allar eftirlitsstofnanir brugðust í máli hans og það var í raun

heilbrigðisstarfsfólki og íslenskum almenningi að þakka að hann var ekki sendur út á guð og gaddinn. Síðar kom í ljós að sjúkleiki hans stafaði af meningó-kokkasýkingu, sem

veldur oft heila-himnubólgu

en getur líka valdið losti sem lýsir sér með bólgu í útlim-um. Veik-indin þurfa því ekki

og hafa mjög ósenni-lega haft

með að-

stæður á vinnustað að gera. Það varð þó ekki ljóst fyrr en löngu seinna, þar sem málið var ekki rannsakað frá byrjun eins og lög gera ráð fyrir.

Almenningur brást ekkiTorfi Geir Jónsson var í hópi að-stoðarfólks nunnureglu Móður Theresu, Kærleiksboðberanna, sem bauðst til að aðstoða Ire-nuzs eins og hægt væri. Þótt hann dytti milli þilja í kerfinu og væri í raun jafn réttlaus hér og í Póllandi, segir Torfi Geir að ís-lenskt samfélag hafi ekki brugðist honum heldur reynt að rétta út hjálparhönd. Þótt hann hafi ekki haft nein réttindi hér á landi vildi Landspítalinn ekki senda hann út í óvissuna í Póllandi og taldi það ekki læknisfræðilega verjandi. Stoðtækjafyrirtækið Össur færði honum gervifætur, Félag nýrna-sjúkra safnaði fyrir nýjum tönnum fyrir hann og nunnureglan Kær-leiksboðberar aðstoðaði hann eftir föngum. Irenusz hafði verið giftur um hríð í Póllandi, hjónabandið hafði endað með skilnaði en hann átti einn son. Starfsfólk Landspítal-ans efndi til samskota til að hægt væri að kaupa geislaspilara og föt fyrir hann og lagði líka drjúgt af mörkum til að fá son hans og fyrr-verandi eiginkonu hans í heim-sókn hingað til lands en þar lagði Rauði krossinn líka til fé.

Myndir/Friðrik Þór Guðmundsson

Ég ... varð skelfingu lostinn

þegar ég sá að hendur mínar og fætur voru

svartir.

Irenusz var stoltur og einþykkur og þótt margir vildu hjálpa í kjölfar slyssins fór það svo að hann lést einn og yfirgefinn og fáir fréttu af því.

8 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 9: 22 01 2016

5%

10%

15%

20%

Frjálsi 1 Frjálsi ÁhættaFrjálsi 2 Frjálsi 3

13,2%

10,2%11,8%

8,5%

11,9%

20,4%

6,8%

6,5%

Ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins

Lífeyrissjóður í fremstu röð

Frjálsi lífeyrissjóðurinn

Á síðasta ári var Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn besti lífeyrissjóður Evrópu í sínum stærðarflokki í samkeppni á vegum fagtímaritsins Investment Pension Europe. Undanfarin ár hefur sjóðurinn unnið til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna sem staðfesta góðan árangur hans og sterka stöðu. Ef þú hefur frjálst val um hvar þú ávaxtar skyldulífeyrissparnaðinn þinn og vilt faglega stýringuþá er Frjálsi lífeyrissjóðurinn góður kostur. Jafnframt stendur öllum til boða að ávaxta viðbótar- lífeyrissparnað sinn hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum. Þú færð ítarlegar upplýsingar um Frjálsa lífeyrissjóðinn í næsta útibúi Arion banka, á frjalsi.is, með því að senda fyrirspurn á [email protected] eða í síma 444 7000.

Nafnávöxtun 20155 ára meðalnafnávöxtun tímabilið 2011–2015

Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna meðalnafnávöxtun fyrir tímabilið 2011–2015 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um Frjálsa lífeyrissjóðinn, þ.á.m. um ávöxtun hvers árs, reglur sjóðsins o.fl.,má nálgast á frjalsi.is.

Lífeyrissjóður í fremstu röð

Frjálsi lífeyrissjóðurinn

Á síðasta ári var Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn besti lífeyrissjóður Evrópu í sínum stærðarflokki í

Bitur og einmanaSonur Irenuszar bjó hjá honum um hríð og studdi föður sinn með ráðum og dáð en feðgunum kom ekki alltaf nógu vel saman, og á endanum sneri sonurinn aftur til Póllands. Torfi Geir bendir á að Irenusz hafi verið mjög sterkur og einþykkur einstaklingur. Kannski þurfti hann á hörkunni að halda á flakki sínu um Evrópu í margs-konar erfiðisvinnu. Harkan varð honum hinsvegar fjötur um fót sem örkumla einstæðingi, í félags-málaíbúð í Grafarvogi. Hann varð bitur og erfiður í öllu samstarfi. Og það olli því að fólk gafst upp á að hjálpa honum.

„Honum gekk illa að vinna úr þessu áfalli og það var svo sem ekki erfitt að skilja það,“ segir Torfi Geir í viðtali við Fréttatímann. „Hann gat ekki talað um neitt annað en sjúkdóminn, fötlunina og stríð, raunverulegt og ímyndað við læknana og hélst illa á allri meðferð því hann fór ekki eftir leiðbeiningum. Þá vildi hann lítið nota gervifæturna og hafði því ekki gagn af þeim sem skyldi.”

Örkumla og afskiptur„Irenusz A. Gluchowski er örkumla útlendingur á Íslandi; fótalaus fyrir neðan hné, með ónýt nýru, verulega heyrnarskertur, búinn að missa nánast allar tennur, býr aleinn og er aðstandendalaus á landinu, er aleinn og afskiptur. Hann fær örorkulífeyri og ein-hvern styrk en fé þetta fer að stórum hluta í leigu,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður um hagi Irenenuzsar í bréfi sem hann skrifaði árið 2009 og sendi nokkr-um völdum aðilum sem höfðu komið að máli hans eftir veikindin. Þar segist hann hafa knýjandi áhyggjur af líkamlegu og andlegu heilsufari „Pólverjans fótalausa“, en hann hafi fengið meðferð og þjónustu af mannúðarástæðum þótt ósannað sé að veikindi og ör-kuml hans hafi stafað af atvinnu-tengdum ástæðum og fyrirtækið sem hann vann hjá og veiktist hjá löngu gjaldþrota. Sjálfur sé hann búinn að gefast upp.

„Í heimsókn minni til hans í Blóðskilun LSH í síðustu viku varð mér mjög brugðið. Fyrir utan að vera með ofboðslega fráhrindandi svöðusár á læri annars fót-stubbs-ins þá sýnir hann augljós merki vaxandi andlegrar truflunar. Eng-inn sérfræðingur er ég, en mér sýnist augljóst að paranoja fari vax-andi og hann kvartaði mjög undan miklum verkjum í höfði og að hann gæti ekki einbeitt sér og ætti erfitt með rökhugsun og að tala yfirleitt. Mér sýnist satt að segja að hann sé á barmi sturlunar.“

Erfitt líf á bótumÞað fækkaði því í stuðningshópi Irenuszar, þeir menn sem helst höfðu reynt að aðstoða hann í sjálfboðavinnu gáfust báðir upp, sonur hans flutti til Póllands og fyrir mann með ekkert félags-legt net á Íslandi annað en það sem hið opinbera lét honum í té, var þetta fremur snautlegt líf. „Ég veit að það var líka oft þröngt í búi hjá honum,“ segir Torfi Geir en Irenusz dró fram lífið í félags-málaíbúð á bótum. „Hann svalt svo sem ekki, en hann hafði ekki ráð á neinu nema því allra ódýrasta til að mynda í mat og drykk. það var aldrei neitt afgangs.“

Lögreglan braust inn Einn dag í ágúst 2012 mætti hann ekki í blóðskilun á Landspítalanum eins og hann þurfti að gera þrisvar í viku. Hann svaraði heldur ekki í síma þegar reynt var að hringja til hans. Lögreglan var að lokum fengin til að brjótast inn í íbúðina. Þegar þangað var komið var hann dáinn í rúmi sínu.

Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga, segir í sam-tali við Fréttatímann að það geti verið lífshættulegt fyrir sjúkling

að mæta ítrekað ekki í blóðskilun. Hann staðfesti jafnframt að þetta hefði ekki verið í fyrsta sinn sem Irenusz lét hjá liða að mæta. „Það fannst engin ákveðin skýring á dauðsfallinu. Þetta var svokall-aður skyndidauði,“ segir Runólfur. „Það átti enginn von á því að hann myndi deyja en það kom heldur ekki á óvart. Hann var farinn að veslast upp.“

Runólfur segir ennfremur að málið hafi vissulega verið hræði-legt, en margir hafi þó viljað hjálpa. Áfallið hafi þó verið meira en hann gat ráðið við. Að lifa við afleiðingarnar, einn og örkuml-aður, í ókunnugu land án þess að geta gert sig skiljanlegan á tungu-málinu, hafi einfaldlega reynst of erfitt.

Dýrasta verðiðJóhannes Gunnarsson, fyrr-verandi lækningaforstjóri Landspítalans, sagði í viðtali við Friðrik Þór Guðmundsson blaðamann árið 2006, þegar sá síðarnefndi vann að masters-verkefni um Irenusz og örlög hans á Íslandi, að hann hafi fengið eina dýrustu meðferð sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur þurft að veita. Almenn-ingur greiddi þó þann reikning, líkt og þann sem efnahags-hrunið skildi eftir enda of mikil uppsveifla, of mikill hraði, of mikil gróðavon, til að menn gætu fylgt reglum og haft allar undirstöður í lagi.

Dýrasta verðið greiddi þó Irenusz sjálfur.

Þótt hann væri ekki sjúkratryggður var honum séð fyrir góðri heilbrigðisþjónustu.

|9fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 10: 22 01 2016

„Ég tel að við kæmum sterkari út ef við gengjum ekki í gildruna og sprengdum þetta,“ sagði fulltrúi Pírata.

Atli Þór [email protected]

Klofningur er innan þingflokks Pírata vegna stjórnarskrárnefndar forsætisráðherra. Píratar hafa, eins og aðrir stjórnmálaflokkar sem sæti eiga á Alþingi, átt fulltrúa í stjórnarskrárnefnd forsætisráð­herra sem skipuð var í lok árs árið 2013, eftir stjórnarskipti. Gríðarlegt púður fór í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á síðasta kjör­tímabili. Almenningur var kallaður til þátttöku á Þjóðfundi, í stjórn­­lagaþingskosningum og þjóðar­atkvæðagreiðslu. Þrátt fyrir það var endurskoðun færð úr því ferli inn í lokaða flokkspólitíska nefnd.

Togstreita vegna stjórnarskrárInnan Pírata er deilt um þátttöku flokksins í nefndinni í ljósi skorts á gegnsæi í störfum nefndar­innar. Birgitta Jónsdóttir, þing­kona flokksins, sagði á félagsfundi flokksins snemma í janúar að hún væri afar ósátt við nefndina, drög að tillögum hennar og skort á upp­lýsingum. Þau Helgi Hrafn Gunn­arsson og Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmenn flokksins, eru hinsvegar þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að taka þátt í starfi nefndarinnar og reyna þannig að ná fram þeim lýðræðisumbótum sem þó standa til boða.

Aðalheiður Ámundadóttir, lög­fræðingur og starfsmaður þing­flokksins, er fulltrúi Pírata í nefnd­inni. Á félagsfundum um málið hefur hún talað fyrir því að stíga varlega til jarðar og varað Pírata við því að slíta sig úr starfi stjór­nlaganefndar sökum óánægju. „Ég upplifi að menn vilji ólmir að aðrir sprengi og helst springi í loft upp sjálfir á meðan þeir eru að því,“ sagði Aðalheiður á félagsfundi Pírata 19. janúar síðastliðinn eftir að fundarstjóri óskaði hennar mats á starfi nefndarinnar. „Það verður enginn jafn glaður og forsætis­ráðherra ef við kljúfum flokkinn í herðar niður,“ sagði Aðalheiður jafnframt.

Allt eða ekkertÍ stuttu máli snúast deilurnar innan flokksins um það hversu langt á að ganga til að miðla málum við stjórnarmeirihlutann varðandi breytingar á stjórnarskrá. Fyrir liggur tillaga stjórnlaganefndar um að 15 prósent kosningabærra manna geti krafist þess að nýsam­þykkt lög verði borin undir þjóðina í almennri, leynilegri og bindandi atkvæðagreiðslu. „Kröfuna ber að leggja fyrir ráðherra innan fjögurra vikna frá birtingu laganna og skal atkvæðagreiðslan fara fram innan þriggja mánaða frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Fjárlög, fjárauka­lög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóð­réttarskuldbindingum verða ekki borin undir þjóðina samkvæmt þessari málsgrein.“ Tillögudrögin ganga nokkuð skemur en stjórnar­skrárdrög stjórnlaganefndar Alþingis sem kveður á um að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Sé miðað við kjörskrá ársins 2013, þegar alþingiskosningar fóru síðast fram, er ljóst að um 36 þúsund kosningabærra manna þyrfti til

þess að hægt yrði að boða atkvæða­greiðslu um samþykkt lög, yrði tillaga stjórnarskrárnefndar for­sætisráðherra að veruleika. Væri hins vegar stuðst við drög stjór­nlaganefndar er lágmarkið tæplega 24 þúsund undirskriftir. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin var 20 október árið 2012, vegna fyr­irhugaðra breytinga á stjórnarskrá, segir að styðjast skuli við tillögur Stjórnlagaráðs við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Leyndarhyggja og gildrur„Af hverju í ósköpunum erum við svona ó fokking­pírataleg?“ sagði Birgitta á félagsfundi Pírata um þátttöku flokksins í stjórnlaga­nefnd. „Mér finnst við vera komin inn á mjög háskalegar slóðir, þegar við erum búin að taka þátt; ekki bara í eitt ár heldur tvö og hálft ár, í störfum nefndar þar sem ekkert gegnsæi ríkir. Þar sem við Píratar – hvort sem við erum þingmenn eða grasrótin – höfum ekki fengið að kynna okkur þessar tillögur almennilega.“

Í stuttu máli er vandamálið skortur á trausti til stjórnarskrár­nefndar forsætisráðherra. Meðal fundargesta og félagsmanna Pírata er það rætt að tillögur stjórnar­

skrárnefndar séu í raun „gildra“ lögð fyrir Pírata. Sá armur flokksins sem vill ná fram einhverjum breyt­ingum frekar en engum telur að stjórnarmeirihlutinn vilji sjá Pírata sprengja stjórnarskrárnefndina.

„Ég tel að við kæmum sterkari út ef við gengjum ekki í gildruna og sprengdum þetta,“ sagði fulltrúi Pírata í stjórnarskrárnefndinni á félagsfundi. „Vegna þess að það er gildran.“ Undir þetta sjónarmið taka meðal annarra, Helgi Hrafn, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Erna Ýr Pétursdóttir sem sitja í framkvæmdaráði flokksins.

Birgitta hefur verið talsvert gagn­rýnni á störf nefndarinnar og hefur sagt að hún vilji helst að flokkurinn segi sig frá starfinu. „Mér finnst að við eigum að setja miklu meiri kröfur á þessa andskotans nefnd.“ Meðal þeirra sem tjáðu sig um stöðu mála er Margrét Tryggva­dóttir, fyrrverandi þingkona fyrir Hreyfinguna, Hún sagðist hafa töluverðar áhyggjur af málinu, „Kannski ekki eins miklar og ég hefði ef ég hefði einhverja trú á að Alþingi myndi klára þetta,“ sagði Margrét. „Þetta mun ekki klárast þannig að þetta fari í forsetakosn­ingarnar, þá mun þetta falla á þátttökuþröskuldi og þá segja allir óvinirnir, það er bara enginn áhugi á þessari stjórnarskrá. Fólkið vill engar breytingar á þessu. Þetta er nefnilega gildran.“ Margrét gaf til kynna að starf stjórnarskrárnefnd­arinnar væri hannað til að enda á vegg. „Ég held að ef það ætti að gefa ykkur einhver ráð þá er það að það ætti bara að sprengja þetta upp og segja bara: hérna eru menn bara með útvatnaðar tillögur og þetta er ekki það sem lagt var af stað með. Þetta er ekki eitthvað sem við getum tekið þátt í.“

Aðalfundur Pírata samþykkti í ágústlok þá tillögu að Píratar vinni að því að tvö mál verði meginmál næsta kjörtímabils; stjórnarskrár­málið og þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald umsóknarferlisins við Evrópusambandið. Þá vilja Píratar að kjörtímabilið verði stutt.

VaxtarverkirPíratar eru langstærsti flokkur landsins, miðað við skoðanakann­anir. Það var í mars í fyrra sem flokkurinn mældist fyrst með mest fylgi allra flokka eða 27 prósent. Í nýrri könnun MMR, sem birt var í vikunni, mælist fylgi flokksins tæplega 35 prósent.

Fylgi flokksins er því fimmtán prósentustigum meira en fylgi Sjálf­stæðisflokksins sem mælist næst stærstur með rúm tuttugu prósent.

Farið er að bera á vaxtarverkjum innan flokksins. Í mótun er efna­hagsstefna, auk þess sem aðferðir við prófkjör, val á lista og fram­boðsmál eru komin á dagskrá. Innan Pírata virðist nokkur meðvit­und um það hve viðkvæmar slíkar ákvarðanir eru fyrir stjórnmálaafl í mótun og hefur verið um nokkurn tíma. Í maí síðastliðinn var blásið til þess sem kallað er Pírataskól­inn. Til umræðu var hvort Píratar teljist hægri eða til vinstri. Frum­mælandi var Svanur Kristjánsson, stjórnmálaprófessor við HÍ og yfir­lýstur stuðningsmaður flokksins, sem taldi flokkinn fyrst og fremst lýðræðis­ og umbótaflokk. Á fund­inum sagðist Svanur hafa meiri áhyggjur af því hvernig tækist til að raða á lista heldur en hvað flokk­urinn myndi gera ef hann kæmist til valda. Svanur sagði Pírata hafa alla burði til að halda sínum vin­sældum í gegnum kosningar en að hættan sé að flokknum takist ekki að stilla upp frambærilegum lista. „Ef Píratar stilla þannig upp og eru bara með karla í öllum sætum þá vinna þeir ekki,“ sagði Svanur. „Hvers vegna haldið þið að verka­lýðshreyfingin sé svona veik? Kon­ur voru bara ekki með.“ Hann sagði flokkinn fyrst og fremst standa fyrir að koma á vestrænu lýðræði hér á landi. „Hann er lýðræðis­ og réttarfarsflokkur.“

Hrunið afleiðing af sósíalismaFemínismi, efnahagsmál og starfs­mannahald er meðal þeirra mála eru líkleg til að valda titringi innan flokksins. Píratar reka öflugan

vettvang skoðanaskipta á eigin vef auk þess að reka Pírataspjallið og sérhópa um ýmis mál á Facebook. Undanfarið hefur hópur Píratafem­ínista logað af illdeilum en umdeilt er innan flokksins hvort að hann sé femíniskur. Á fundi um próf­kjör og framboðsmál sem haldinn var síðastliðinn miðvikudag kom fram að talsverð andstaða væri við kynjuðum fléttulistum innan flokksins. Þá hefur formaður fram­kvæmdaráðs flokksins vakið athygli fyrir túlkun sína á efnahagskreppu ársins 2008 sem hún telur vera afleiðingu af „stækum sósíalisma.“ Nokkur óánægja er innan Pírata með framgöngu hennar og nýfrjáls­hyggjuáróður. Hún á þó talsvert dyggan hóp stuðningsmanna innan flokksins.

Mikill stuðningur en fáir virkirFram kom á fundi um prófkjör og framboðsmál að um 2000 manns eru formlega skráðir í Pírata en að aðeins um 200 séu skráðir í kosn­ingakerfi flokksins á netinu. Form­leg stefnumótun fer fram innan kerfisins og því vekur athygli hve fáir eru virkir í kerfinu. Fjölmenn­asta málefnakosningin er sam­kvæmt upplýsingum á sama fundi kosning um stjórnarskrármálið þar sem 160 atkvæði voru greidd. Á Pírataspjallinu, óformlegum vett­vangi skoðanaskipta á Facebook, eru hins vegar um 5600 meðlimir. Þá mælist flokkurinn langsamlega stærstur í skoðanakönnunum. Það virðist þó illa skila sér í virkni. Í flokknum eru nú til umræðu reglur til vinna gegn smölun og prófkjör­sdeilum. Í dag geta aðeins þeir sem verið hafa í flokknum í 30 daga eða lengur tekið þátt í prófkjöri. Til umræðu eru aðrir varnaglar, til að mynda atvinnuviðtal og vottunar­ferli fyrir frambjóðendur en óljóst er hvort slíkar hugmyndir njóti stuðnings innan flokksins.

Mér finnst við vera komin inn á mjög háskalegar slóðir, þegar við

erum búin að taka þátt; ekki bara í eitt ár heldur

tvö og hálft ár, í störfum nefndar

þar sem ekkert gegnsæi ríkir.

Birgitta Jónsdóttir

Fréttaskýring Píratar deila hart um þátttöku í stjórnarskrárnefndinni

Enginn jafn glaður og forsætis-ráðherra ef við kljúfum flokkinn

Birgitta Jónsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir og

Helgi Hrafn Gunnarsson.

10 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 11: 22 01 2016

fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is

Ferskar og fallegar pottaplöntur20% - 60% afsláttur

sKránIng hAfiNí gRiLlsKólAnnsJá wWw.gArdHeImaR.iS

2 fyrir 1 út að borða á Bjórgarðinum fylgir öllum bóndadagsgjöfum*á meðan birgðir endast.

Úrval skemmtilegra gjafahugmynda

Gleðjum bóndann

Myndarlegar flöskuskreytingar

Gerbera fylgir öllum gjafabréfum í Grillskóla Garðheima og Weber

Grillskóli Garðheima og Weber

Nýtt og endurbætt gæludýrafóður frá Hills

20% kynningarafsláttur20% kynningarafsláttur*út janúar

Page 12: 22 01 2016

„Mér finnst hræðilegt hvernig fjórða valdið hefur misnotað sína aðstöðu til þess hreinlega að taka mann af lífi 16 árum eftir að hann var réttilega dæmdur og hefur lokið sinni afplánun.“

Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

„Það að Lögmannafélag Íslands skuli setja sig á móti því að Atli Helgason fái sín réttindi aftur er með ólíkindum enda hafa þeir enga heimild fyrir því í lögum þar sem ekki var um að ræða brot í starfi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. „Ég fordæmi afskipta-semi og í raun frekju Lögmanna-félagsins í þessu máli og ég er þess fullviss að hjá þeim snýst þetta mál um pyngjuna hjá fámennum hópi

lögfræðinga, sem og fordóma, frekar en siðferði eða lög,“ segir Guðmundur Ingi.

Guðmundur Ingi bendir á að uppreist æru sé forsenda þess að einstaklingur sem afplánað hefur dóm geti tekist á við lífið aftur. Atli sé einn af stofnendum Afstöðu og fyrrum formaður. Hann hafi unnið mjög óeigingjarnt starf fyrir fjölda einstaklinga, bæði á meðan afplán-un stendur sem og eftir afplánun.

Hann segir að kannanir í löndum sem við berum okkur gjarnan saman við hafi sýnt að mikill meirihluti almennings vilji að dómar séu ekki hefnd sam-félagsins, heldur tæki til að beina dómþolum á rétta braut.

„Þetta mál er auðvitað mjög sorglegt, sem fjölskyldur bæði brotaþola sem dómþola þurfa að bera. Ég get fullyrt það að Atli hef-ur iðrast fyrir sitt brot á svo marg-

an hátt og það er margt sem gerir málið mjög flókið og erfitt sem ekki er hægt að rekja í fjölmiðlum. Það er ekki eðlilegt að fólk iðrist í fjölmiðlum og mér finnst hræðilegt hvernig fjórða valdið hefur mis-notað sína aðstöðu til þess hrein-lega að taka mann af lífi 16 árum eftir að hann var réttilega dæmdur og hefur lokið sinni afplánun.“

Bókaðu núna á baendaferdir.isSími 570 2790 | [email protected] | Síðumúla 2, 108 RVK

Hjólað í Víetnam & KambódíuFararstjóri: Þórður Höskuldsson

Komdu með í ógleymanlega hjólaferð um þessi töfrandi Asíulönd. Við hjólum m.a. á milli helstu kennileita Hanoi í Víetnam, skoðum minjar Angkor Wat í Kambódíu og siglum á Tonle Sap vatninu. Í ferðinni kynnumst við einstöku landslagi, iðandi mannlífi og ólíkum menningarheimum. Ævintýraleg ferð fyrir allt hresst hjólafólk!Allir velkomnir á kynningarfund 26. janúar kl. 18:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. sp

ör e

hf.

29. okt. - 11. nóv.

Uppreist æru Segir Atla hafa víst iðrast á svo margan hátt

Gunnar Bragi segir að ef landamærin hrynja verði það til óhagræðis fyrir alla.

Forseti Evrópuráðsins segir að ESB hafi tvo mánuði til að ná tökum á f lóttamannavandanum, annars hrynji Schengen samstarfið, sem gerir íbúum 26 landa í Evrópu kleift að ferðast yfir landamæri hvers annars, án þess að framvísa vegabréfi eða persónuskilríkjum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis-ráðherra segir þetta mikið áhyggju-efni: „Það er vont mál ef Schengen fer til fjandans. Það er alveg ljóst að allir sem fara út fyrir landsteinana myndu finna mikið fyrir því.“

Ertu bjartsýnn á að það takist að leysa flóttamannamálið fyrir þann tíma eða er þetta fyrirfram tapað spil?

„Ég hef efasemdir að þessi tími dugi vegna þess hve hægt hlutirn-ir gerast í Brussel. Auðvitað vonar maður samt sannarlega að þarna finnist lausn þó það taki eitthvað lengri tíma en Tusk talar um.“

Ekkert lát er á straumi flótta-manna til Evrópu frá Miðaustur-löndum og Norður-Afríku og hann heldur enn áfram að aukast. Fjöldi

flóttamanna sem kom til álfunnar á fyrstu tíu dögum ársins er þrisv-ar sinnum meiri en á sama tíma í fyrra. 49 hafa týnst eða látið lífið eftir að hafa reynt að komast yfir landamærin.

Meira en ein milljón flóttamanna kom til landa ESB í fyrra, flestir frá Sýrlandi þar sem borgarastyrjöld hefur grandað 250 þúsund manns og hrakið tólf milljónir frá heim-kynnum sínum. | þká

„Það er verið að taka mann af lífi sem hefur afplánað 16 ára dóm“

Ég get fullyrt það að Atli hefur

iðrast fyrir sitt brot á svo marg­

an hátt og það er margt sem gerir

málið mjög flókið og erfitt.

Schengen ESB hefur tvo mánuði til að bjarga samstarfinu

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga.

Gunnar Bragi segir vont ef Schengen fer til fjandans

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.

12 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 13: 22 01 2016

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800

ORMSSON KEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI

SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK -EGILSSTÖÐUM

SÍMI 4712038

ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ

SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM

SÍMI 481 3333

TÆKNIBORGBORGARNESI SÍMI 422 2211

BLóMSTuRvELLIRHELLISSANDISÍMI 436 6655

OMNISAKRANESI

SÍMI 433 0300

GreiðslukjörVaxtalaust

í allt að 12 mánuði

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum

kl. 11-15.

20% afsláttur

helluborð

20% afsláttur

ofnareyjuháfar · veggháfarAirforce

Gott úrval af Airforce veggháfum og eyjuháfum, sem eru annálaðir fyrir glæsilega hönnun og mikil gæði. 20-40%

afsláttur

20-40% afsláttur

heimilislausnirryksugur

20% afsláttur

hársnyrtitækihársnyrtitækihársnyrtitækihársnyrtitækihársnyrtitækihársnyrtitækihársnyrtitæki

20% afsláttur

25ÁR

HJÁ

25252525HJÁHJÁ

25ÁR ÁR

uppþvottavélarþurrkarar uppþvottavélaruppþvottavélarþurrkararþurrkararþvottavélarþvottavélarþvottavélar

20% afsláttur

20% afsláttur

20% afsláttur

20% afsláttur

PIX-EM-12 - 2 X 15W - CD MP3 og WMA afspilun - FM Útvarp m. 30 stöðva minni - RDS stuðningur - Tengi: USB, Audio-In, Loftnet

Hljómtækjastæður

20% afsláttur

Samanbrjótanleg. Fáanleg í 4 litum.

MJ532 heyrnartól

25% afsláttur

Mjög gott úrval leikja

20-40% afsláttur

janúardagar LOKADAGAR

Page 14: 22 01 2016

• R-Line ytra útlit og 18” álfelgur• Litað gler• Alcantara áklæði• Webasto bílahitari með fjarstýringu

• Hraðastillir• Bluetooth fyrir farsíma og tónlist• Climatronic - 3ja svæða loftkæling• Bílastæðaaðstoð

• Aðfellanlegt dráttarbeisli• Bakkmyndavél• Leiðsögukerfi fyrir Ísland• Panorama sólþak

Staðalbúnaður í Tiguan R-Line 4Motion 2.0 TDI dísil, fjórhjóladrifnum og sjálfskiptum

Er ekki kominn tími á Tiguan?

VW Tiguan R-Line er vel útbúinn með öllu því helsta sem gerir bíl að sportjeppa.

Taktu skrefið til fulls og fáðu þér Tiguan. Góða skemmtun!

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isHöldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirðiwww.volkswagen.is

5.990.000 kr.Sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn

Tiguan R-Line:

Danskir kratar reyna að endurreisa fylgið með „vinsælli innflytjendastefnu“.

Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Frumvarp um hælisleitendur sem gerir dönskum stjórnvöldum kleift að taka verðmæti af flóttamönn-um, þegar þeir koma inn í landið hefur öruggan meirihluta í danska þinginu eftir að jafnaðarmenn lýstu stuðningi við það. Árni Páll Árna-son, formaður Samfylkingarinnar, segir þetta býsna langt gengið. Sjálf-ur myndi hann aldrei leggja neitt slíkt til.

Frumvarpið er afar umdeilt og hefur valdið talsverðum titringi í dönskum stjórnmálum en þó meiri í nágrannalöndunum. Þá hafa Sam-einuðu þjóðirnar einnig gagnrýnt frumvarpið og sagði að það kunni að auka andúð á útlendingum. Margir hafa lýst því að það veki upp hugrenningatengsl við Þýskaland

nasismans. „Já, auðvitað koma slík hugrenningatengsl upp,“ segir Árni Páll: „En ég skil líka þá grundvall-arafstöðu jafnaðarmanna að hver og einn, þiggi og leggi að mörkum eftir getu. Þá hafa þeir sagt að frum-varpið hefði orðið grimmilegra og harkalegra ef þeir hefðu ekki verið

með á því. Mér finnst slíkar hug-myndir hinsvegar ekki réttlætan-legar við þær aðstæður sem eru uppi í heiminum, þar sem aðgerðir af þessum toga draga upp þá mynd af flóttafólki að það sé almennt vel stöndugt en vilji hafa gott af kerfinu á Vesturlöndum.“

Danskir jafnaðarmenn hafa tap-að fimm kosningum í röð og rekja það til innflytjendamála en Danski þjóðarflokkurinn, sem á núna ráð-herra innflytjendamála, hefur náð dagskrárvaldinu í málaflokknum. Ósigur Helle Thorning Schmidt er þannig rakinn til innflytjendmála en Mette Frederiksen, nýr formað-ur jafnaðarmanna, hefur tekið aðra stefnu og uppskorið betra gengi í skoðanakönnunum.

Kalt stríðMeðan ekki sér fyrir endann á straumi f lóttamanna til Norður-landa ríkir kalt stríð milli Dana og Svía, sem eru mjög ósammála um hvernig eigi að nálgast málið. Þeir

Flóttamenn Danskir kratar styðja umdeilt frumvarp um innflytjendur við litla hrifningu

Árni Páll: Ég hefði ekki lagt þetta til

Hælisleitendur á ÍslandiSamkvæmt íslenskum útlendinga-lögum er heimilt að krefja hælis-leitanda um að standa straum af kostnaði við dvöl hans í landinu ef hann hefur efni á því. Ákvæðinu hefur aldrei verið beitt. Samkvæmt Útlendingastofnun er þó nokkuð um að hælisleitendur afþakki stuðning, til að mynda hvað varðar húsnæði. Þannig hafa níu hælis-leitendur afþakkað húsnæðisstuðn-ing frá mánaðamótum en þegið aðra þjónustu sem þeim stendur til boða. Alls hafa þrjátíu sótt um hæli það sem af er janúar en þeir voru fimmtán alls í janúar í fyrra.

Nýr for-maður jafn-aðarmanna, hefur tekið aðra stefnu

og upp-skorið betra gengi í skoð-

anakönn-unum.

sem búa í Kaupmannahöfn og starfa í Malmö eða öfugt, eru nú helmingi lengur til vinnu en annars, eftir að Svíar tóku upp vegabréfaeftirlit á Eyrarsundsbrúnni. Það gerðu þeir í kjölfar þess að Danir hleyptu flótta-fólki óhindrað áfram til Svíþjóðar þótt landið væri að sligast undan þunganum. Danir hafa tekið við tuttugu þúsund flóttamönnum, en Finnar og Norðmenn hafa tekið við

þrjátíu þúsund flóttamönnum. Svíar hafa hinsvegar tekið við 160 þúsund og landið löngu komið yfir þolmörk.

Danir brugðust við aðgerð Svía með því að loka landamærunum að Þýskalandi og taka upp vegabréfa-eftirlit. Samkvæmt dagskrá danska þingsins verða greidd atkvæði um frumvarpið í næstu viku en það hef-ur síður en svo bætt andrúmsloftið milli þjóðanna.

47%

16%

Hinir ríku verða ríkari en millistéttin blankari

Ráðstöfunartekjur eins prósents hinna tekjuhæstu hafa hækkað um 47% frá 1997 en ráðstöfunartekjur fólks með miðlungstekjur um 16%.

Byggt á upplýsingum frá Hagstofunni úr skattframtölum á árunum 1997 til 2014. Borin er saman staða eins prósents hinna tekjuhæstu og fólks sem er í þremur tekjutíundum í kringum miðjuna (40, 50 og 60 prósent).

Hækkun

558 þús.

1.1951997

1.7542014

Þeir tekjuhæstu

Hver einstaklingur innan eins prósentsins fékk því sömu hækkun og þrettán einstaklingar með miðlungstekjur.

Hækkun

44 þús.

2751997

3192014

Miðlungstekjuhópur Þeir tekjuhæstu MiðlungstekjuhópurHækkun eiginfjáR

72%Lækkun eiginfjáR

26%Frá 1997Til 2014

Frá 1997Til 2014

-gse

14 | FréTTaTíminn | Helgin 22. jAnÚAr–24. jAnÚAr 2016

Page 15: 22 01 2016

BURT ÚR BÆNUMMEÐ HÓPINNFRÁBÆR FERÐATILBOÐ INNANLANDS OG LÍKA TIL FÆREYJANÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 570 3075 EÐA Á [email protected]

Flugfélag Íslands mælir með því að hrista saman hópinn í alveg nýju landslagi. Starfsmannafélagið gæti komið sér upp vinabæjarfélagi. Það er lærdómsríkt að

sjá hvernig vinnufélagarnir fóta sig í öðrum lands-hlutum. Gerðu árshátíðina ógleymanlega eða komdu liðinu á óvart með spennandi óvissuferð.

Page 16: 22 01 2016

Bættu LGG + við daglegan morgunverð fjölskyldunnar og styrktu ónæmiskerfið.

Nú fylgja frítt með

Þú getur lesið meira um LGG+ áms.is/lgg

+ stuðlar að vellíðan

+ styrkir varnir líkamans

+ bætir meltinguna og kemur jafnvægi á hana

+ eykur mótstöðuafl

+ hentar fólki á öllum aldri

+ er bragðgóð næring

Eiginleikar LGG+

+ bætir meltinguna og

fjölskyldunnar og styrktu ónæmiskerfið.

Þú getur lesið meira um LGG+ á

kemur jafnvægi á hana

+ eykur mótstöðuafl

+ hentar fólki á öllum aldri

+ er bragðgóð næring

kemur jafnvægi á hana

+ hentar fólki á öllum aldri

+ er bragðgóð næring

+ hentar fólki á öllum aldri

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

- 1

2-00

14H

VÍT

A H

ÚSI

Ð/S

ÍA -

12-

0014

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

- 1

2-00

14

Fyrir fulla virkniEin á dagEin á dag

2

Flokkar hægri sinnaðra þjóðernispopúlista hafa á umliðnum árum þotið fram í fylgi Evrópu og tekið sér stöðu sem meginafl í stjórn­málum álfunnar. Fyrsta bylgjan reis á áttunda áratugnum, önnur undir aldamót og sú þriðja í kjölfar fjármálakrísunnar – allar í kjölfar efnahagslegra og pólitískra örðugleika.

Eiríkur Bergmanneirikurbergmann.com

Ömurlegur atburður í Köln um áramótin þegar hópur aðkominna karlmanna áreitti ungar þýskar stúlkur og beitti sumar þeirra al-varlegu kynferðislegu ofbeldi, auk þess að ræna þær eigum sínum, framkallar eflaust aukna andúð í garð flóttamanna – líka þeirra sem ekkert höfðu með málið að gera. Líkt og endurteknar herfarir vest-rænna herja í Mið Austurlöndum magna vitaskuld vandann hinum megin. Kannski það sé ein birting-armynd þess samstuðs menningar-heilda sem bandaríski fræðimað-urinn Samuel P. Huntington spáði fyrir um í ritgerð sinni Clash of

Civilizations árið 1993. Alltént hafa samskipti Evrópubúa og aðkom-inna múslima versnað til muna á undanförnum árum.

Samfara auknum árekstrum hafa fylkingar þjóðernispopúl-ista þotið fram í fylgi út um alla Evrópu, svo svaðalegur hefur upp-gangurinn verið að marga leiðtoga úr röðum meginstraumsflokkana hefur í ráðaleysi sínu sundlað yfir velgengni þeirra sem áður fyrr þóttu á jaðri þess boðlega í siðaðri stjórnmálaumræðu. Sumstaðar hafa öfl af þessum toga jafnvel náð til sín stjórnartaumunum.

Harðræði á ný austur í álfuÍ Ungverjalandi hefur Viktor Or-bán um alllangt skeið fært landið af braut þess frjálslynda lýðræðis sem þarlendir færðust til eftir fall kommúnismans og yfir til öllu harðari fáræðisstjórnar þar sem verulega hefur þrengst um lýðræðið og sjálft réttarríkið. Með umdeildum breytingum á stjórnar-skránni tókst Orbán að fá svo gott sem alla þræði ríkisvaldsins í eigin hendur. Á sama tíma tíma þramma svo enn fasískari öfl Jobbik-hreyf-ingarinnar svokölluðu um götur Búdapest og annarra byggðarlaga

þessa fornfræga lands í einkennis-klæðnaði sem umbúðalaust vísar til fasisma Ítalíu og Þýskalands á þriðja og fjórða áratug liðinnar aldar.

Sömuleiðis hefur Rússland, frá því Vladimir Pútín tók við um aldamótin, verið á jafnvel enn stíf-ari braut í átt til harðræðis og nú síðast hefur Pólland færst á sömu leið eftir að Jaroslaw Kaczynski og félagar í flokknum Lög og réttlæti tóku til við að lama stjórnlagadóm-stól landsins og herða meðal ann-ars tökin á fjölmiðlum, svo mjög að alþjóðastofnanir telja nú margar í öngstræti stefna.

Nær okkur, hér í Vestur Evrópu, hafa slíkir flokkar einnig náð miklum árangri, svo sem Þjóðar-fylkingin í Frakklandi, Breski sjálfstæðisflokkurinn og auðvitað Danski þjóðarflokkurinn sem hér var sérstaklega til umfjöllunar fyrir tveimur vikum. Í þessari grein er þróun þjóðernispopúl-iskra flokka þrædd frá endalokum seinni heimsstyrjaldar.

Þrjár bylgjur Í fræðunum er töluvert tekist á um bæði það hvernig rétt sé að skil-greina þjóðernispopúlisma (sem ég ræði nánar í næstu grein) og svo með hvaða hætti slíkar hreyf-ingar hafa þróast. Á ofanverðum níunda áratugnum greindi fræði-maðurinn Klaus Von Beyme þrjár bylgjur slíkra hægri öfgaflokka frá endalokum seinna stríðs. Sú fyrsta hafi falist í nostalgískum fasista-hreyfingum í Þýskalandi og Ítalíu

Þjóðernispopúlistar þjóta fram

Benito Amilcare Andrea Mussolini: Fasistar risu til valda

á Ítalíu á öndverðum þriðja áratugnum undir

forystu Benito Mussolini, einræðisherra á Ítalíu frá 1922 til 1943. Þessi fyrrum blaðamaður og áður sann-

færður sósíalisti áður en hann gekk hernaðarhyggjunni á

hönd reyndist lunkinn við nýta sér efnahagslega örvæntingu og pólitíska ringulreið á milli

stríða og fylkti svartstakkasveit-um sínum undir gömlu tákni

Rómverja um yfirráð: Facismo – knippi prika vöðlað saman

við exi. Hann hét því að hefja ítalskt þjóðerni aftur til vegs

og virðingar og fyrst um sinn við valdatöku fasista

virtist sem regla kæmist á, en undir niðri ríkti sama óstjórnin og örbirgðin

og áður.

Geert Wilders er leiðtogi Hollenska frelsis-flokksins. Hollensku þjóðernispopúlistarn-

ir hafa skorið sig frá öðrum í Evrópu með því að færa andstöðu sína við múslimska innflytjenda fram sem varðstöðu við hið

víðfræga hollenska frjálslyndi. Svo virðist þó sem hollenska frjálslyndið afmarkist við það sem þegar var viðurkennt innanlands,

semsé einkum hvað varðaði kynlíf og vímuefni, en takmarkist að öðru leyti við

viðhorf annarra menningarheilda sem falla utan við hið skilgreinda frjálslyndi.

Jörg Haider fór langt með að setja Evrópu á hliðina þegar Frelsisflokkur hans komst í valda í Austurríki um alda-

mótin. Haider sætti stöðugri gagnrýni fyrir að upphefja sum stefnumál þýska nasistaflokksins og fyrri allnokkur

ummæli færð fram gegn gyðingum í Evrópu. Lykillinn að árangri hans fólst meðal annars í öflugu bandalagi við

helsta götublað Austurríkis, Kronen Zeitung. Haider svar-aði jafnan gagnrýninni á sig með því að hann segði aðeins það sem fólkið í landinu væri að hugsa. Evrópusambandið

beitti um stund ríkisstjórn Austurríkis refsiaðgerðum vegna veru Haiders þar innan borðs. Jörg Haider dó í bíl-

slysi árið 2008.

Siv Jensen tók við stjórnartaumunum af Carl I Hagen í norska Framfaraflokknum árið 2006. Norski framfara-

flokkurinn fellur í flokk mýkstu útgáfu þjóðernispopúlista í Evrópu. Flokkurinn á rætur í Framboði Anders Lange um afgerandi niðurskurð á sköttum og gjöldum árið 1973 sem bar svipmót af stefnumálum Mogens Glistrup í Danmörku.

Norski framfaraflokkurinn lenti í nokkrum öldudal í kjölfar ódæðisverks Anders Behring Breivik í Útey og í

Osló árið 2011 en hann hafði tilheyrt flokknum á fyrri tíð. Ekki leið þó á löngu þar til flokkurinn fann fyrri stuðning

í Noregi og náði svo alla leið inn í ríkisstjórn í kjölfar kosninganna 2013.

16 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016

Page 17: 22 01 2016

Framtíðin er full af möguleikum Öllum þykir gaman að velta fyrir sér hvað framtíðin muni færa þeim af spennandi viðfangsefnum og áskorunum. Okkar hlutverk er að auðvelda þér að leggja grunn að farsælli framtíð með traustri fjármálaráðgjöf.

Kynntu þér það sem við höfum að bjóða á arionbanki.is eða komdu við hjá okkur til að ræða þína framtíð.

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

5-1

85

6

strax í kjölfar stríðsins sem þó hafi mátt sín lítils og á endanum lognast út af, önnur hafi vaxið í andstöðu við skattheimtu á sjötta og sjöunda áratugnum, einkum í Frakklandi og loks slíkar viðlíka út um álfuna á níunda áratugnum. Af líffræðilegum rasisma tók við það sem kalla má menningarlegan rasisma, sem felst í þeirri trú að til séu æðri og þá óæðri menningar-heildir. Popúlistar telja þá oft eigin menningu öðrum fremri.

Sjálfur tel ég aðra þriggja tíma-bila skiptingu frá stríðslokum skýra uppgang þjóðernissinn-aðra hægri hreyfinga enn betur. Samkvæmt henni urðu allar þrjár bylgjurnar í kjölfar einhvers-konar áfallakrísu og hver hafði sín einkenni. Mikilvægast er þó að hver var þeirri fyrri sterkari. Með öðrum orðum þá hafa þær magnast eftir því sem lengra líður frá lokum stríðsins.

Ég held því fram að fyrsta raun-verulega þjóðernisbylgjan í kjölfar seinna stríðs hafi ekki farið á flug fyrr en í kjölfar olíukreppunnar á fyrri hluta áttunda áratugarins þegar fylkingar í Evrópu fóru að setja sig upp á móti innflytjendum sem þá voru komnir til álfunnar, að önnur bylgjan hafi birst í snoð-inkollahreyfingum um og eftir fall Berlínarmúrsins og að sú þriðja hafi svo risið í kjölfar fjármála-krísunnar sem hófst á seinni hluta fyrsta áratugs nýrrar þúsaldar.

Sú fyrstaÍ kjölfar þeirra þjóðfélagsbreytinga sem urðu í Evrópu eftir stríð fóru flest Evrópuríki upp úr sjöunda áratugnum að reka virka samlög-unarstefnu í anda fjölmenningar. Stefnunni var ætlað að vernda minnihlutahópa sem til álfunnar voru komnir og vinna gegn for-dómum auk þess sem fjölbreytnin var álitin æskileg í sjálfu sér. Enda hörmungar þjóðernishyggjunnar fólki enn í fersku minni – öfugt við okkar tíð þegar farið er að fenna yfir söguna.

Fyrstu flokkarnir til þess að setja sig upp á móti þeirri þróun komu fram í kjölfar olíukreppunn-ar sem skall á af fullum þunga árið 1972. Á meðan Jean Marie le Pen var að smíða Þjóðarfylkinguna í Frakklandi, einkum í andstöðu við innflytjendur og fjölmenningu, var annars konar popúlismi að bruggast í Skandínavíu. Framfara-flokkar þeirra Mogens Glistrup í Danmörku og Carl I Hagen í Noregi voru reyndar upphaflega stofn-aðir í andstöðu við skattheimtu en snéru sér fljótt upp í mótstöðu við innflytjendur þar sem kjörlendur voru gjöfulli. Þetta voru einskonar frjálshyggjuflokkar sem lögðust gegn fjáraustri í innflytjendur á kostnað hins venjulega manns. Börðust fyrir niðurskurði á opin-berri þjónustu og uppbroti á svik-ulu samráðskerfi sósíaldemókrata og ríkisvaldsins sem þeir kölluðu svo. Popúlisminn fólst einkum í að ala á grímulausri leiðtoga-dýrkun og svo því að þykjast þess umkomnir að tala fyrir hönd hins almenna manns gegn elítunni, sem samkvæmt þeirra skilgrein-ingu voru einkum sósíaldemókrat-ar. Eins og ég ræddi hér í síðustu grein náði skattalögfræðingurinn Mogens Glistrup strax árið 1973 sextán prósent atkvæða og síðan hafa þjóðernispopúlistar eiginlega bara vaxið í Danmörku.

Í Noregi var fyrsta útgáfan raunar kallað Framboð Anders Lange um afgerandi niðurskurð á sköttum og gjöldum. Báðir héldu því fram að skattaundaskot ættu að vera refsilaus en Glistrup end-aði einmitt í fangelsi fyrir akkúrat það.

Rætur fyrstu bylgju þess þjóð-ernispopúlsima sem hér er til umfjöllunar lágu í andstöðu við innflytjendur. Þegar hjaðna tók á atvinnumarkaði í kjölfar olíukrís-unnar harðnaði áreksturinn á milli innflytjenda og innfæddra.

Eftir sat fjöldi aðkomumanna sem ekki aðeins keppti við innfædda um vinnuna heldur hlóð niður börnum í meira mæli en þekktist meðal jafnvel frjósömustu Evrópu-manna.

Fátt hafði verið gert til að laga innflytjendur að öðrum siðum í nýjum heimkynnum í Evrópu. Og þar sem litið var á innflytj-endur sem vinnuafl en ekki fólk af holdi og blóði var lítið gert til að undirbúa þá sem fyrir voru undir það, að fjölmenningarlegt samfélag hafði þá þegar tekið við af hinu gamla einþjóðarsam-félagi. Hvort svo sem mönnum líkaði það nú betur eða verr. Víða urðu til svo gott sem hrein-ræktuð innflytjendagettó. Inn-flytjendur fluttu í ódýrustu

Nýnasistaflokkurinn Gyllt dögun í Grikklandi: Á meðal þeirra flokka

sem ruku fram á öldu þriðju bylgju þjóðernispopúlisma sem reis í kjölfar fjármálarkrísunnar

árið 2008 var nýnasistaflokkurinn Gyllt dögun í Grikklandi. Grikk-land er raunar sérdeilis áhuga-vert dæmi því þar náðu vinstri

popúlistar jafnvel enn meiri árangri, eins og sumstaðar hefur

orðið í Suður-Ameríku, svo sem í Venesúela og í Bólivíu. Gríski

flokkurinn Syriza er popúlískur að því leyti að leiðtogar hans

þykjast þess umkomnir að tala fyrir hönd þeirra undirsettu á

meðan hægri popúlistar eru alltaf talsmenn hins almenna manns

gagnvart elítunni.

|17fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016

Page 18: 22 01 2016

„Ég vildi eiga þaufyrir nágranna“

Fimmtudaginn 28. janúar mun Páll Biering dósent í geðhjúkrun kynna verkefni si� á Grikklandi í lok síðasta árs. Þar starfaði hann í fló�amannabúðum norska Rauða krossins í Idomeni, smábæ við landamæri Makedóníu og vei�i fló�afólki sálfélagslegan stuðning og þjálfaði sjál�oðaliða gríska Rauða krossins.

Sálfélagslegur stuðningur við fló�afólk á Grikklandi

Fyrirlesturinn verður haldinn í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9 kl. 8.30-9.30

Allir velkomnir

Skráning á raudikrossinn.is

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA –

16–

0225

Þótt Þjóðernispopúlismi sé orðinn ansi rótgróinn í evrópskum stjórn málum getur reynst örðugt að skilgreina fyrirbærið. Hreyf­ingarnar eru enda alls konar, byggja gjarnan á aðstæðum í hverju landi fyrir sig sem geta verið æði ólíkar, hverfast því oft um jafnvel gagnstæða hagsmuni milli landa. Að sumu leyti er popúlismi jafn­vel frekar aðferð við að stunda stjórnmál, leið til þess að fá fólk til fylgilags við tiltekinn flokk eða málefni. Þó er hægt að tína til tíu einkenni sem sammerkt auðkenna flestar hreyfingar þjóðernis­popúlista í Evrópu nú um stundir.

Augljósast af öllu er það, að þjóðernispopúlistar berjast gegn fjölmenningu og vilja stöðva eða allavega takmarka verulega straum innflytjenda.

Í öðru lagi hrífast þeir af sterku yfirvaldi fremur en miklu dreif­ræði og upphefja gjarnan hinn sterka leiðtoga – sem oft er álitinn eiga í sérstökum tengslum við almenning, að hann skynji betur en aðrir aðstæður, þrár og langanir hins almenna manns, nokkuð sem elítan sé dottin úr tengslum við.

Í þriðja lagi færa popúlistar gjarnan fram einfaldar lausnir við flóknum úrlausnarefnum.

Í fjórða lagi fylgir popúlisma oft siðaboðskapur fremur en praktísk nálgun. Þeir kippa sér líka minna en margir aðrir upp við mótsagnir, svo sem þá að lækka skatta en snarauka um leið velferðarþjón­ustuna. Ætla þess heldur að vera öllum allt.

Í fimmta lagi er þjóðernispopúlismi yfirleitt útilokandi. Greint er á milli okkar sem tilheyrum samfélaginu og hinna sem standa, eða ættu að standa, fyrir utan hinn skilgreinda hóp. Hverjir þessir hinir eru geta til að mynda verið innflytjendur, hælisleitendur, þjóðernisminnihluti, trúarminnihluti og jafnvel stjórnmálaelítan. Í umræðunni eru þessir hinir – hverjir svo sem þeir eru hverju sinni – gjarnan gerðir að óvinum sem ógni okkur, einkennum okkar og menningu eða misnoti okkur svo sem með aðgangi að velferðarkerfi okkar.

Í sjötta lagi búa popúlistar gjarnan til elítu úr andstæðingum sínum sem þeir síðan snúast gegn. Þetta gera þeir oft jafnvel þótt þeir sjálfir komi úr ríkmannlegri uppruna en hin tilbúna elíta. Popúl­istar telja sig tala í nafni fólksins, almennings. Greina gjarnan á milli heiðarlegs almennings og spilltrar elítu.

Í sjöunda lagi segjast þeir oft í orði kveðnu vera frjálslyndir en reynast þó yfirleitt aðhyllast verndarstefnu, til að mynda í milli­ríkjaviðskiptum – sér í lagi með landbúnaðarvörur. Þeir notfæra sér gjarnan áföll á borð við efnahagskrísur til að koma verndarstefnu sinni í framkvæmd.

Í áttunda lagi höfða þeir gjarnan fremur til tilfinninga heldur en kaldrar rökhyggju. Þekkja oftast það – sem til að mynda kom fram í rannsókn bandaríska félagssálfræðingsins Drew Weston – að þegar tilfinningar takast á við kalda staðreyndarökhyggju í stjórnmálaum­ræðum þá vinna þeir yfirleitt umræðuna sem beita fyrir sig tilfinn­ingarökum.

Í níunda lagi eru popúlistar oft refsiglaðir í glæpamálum og vilja fremur auka við löggæslu og viðurlög.

Að lokum er popúlistum í Evrópu yfirleitt uppsigað við Evrópusam­bandið. Sumir vilja brjóta það upp á meðan aðrir vilja aðeins vinda ofan af Evrópusamrunanum.

Skilgreiningin gæti því samandregin verið einhvern vegin svona: Hægri þjóðernispopúlistar eru yfirleitt andsnúnir breytingum. Þeir eru siðboðandi andstæðingar Evrópusambandsins, innflytjenda og elítunnar. Þeir trúa á sterkan innblásinn leiðtoga, eru verndarar inn­lendrar framleiðslu, laga og reglna og hafa efasemdir um fjölmenn­ingu. Þeir greina skýrt á milli „okkar“ og „hinna“, bjóða einfaldar lausnir við flóknum úrlausnarefnum og kippa sér ekki upp við innri mótsagnir.

hverfin og þegar hlutfall þeirra var orðið of hátt að mati þeirra sem fyrir voru flúðu þeir innfæddu úr hverfunum, það er að segja sá hluti sem hafði á því ráð. Og svo, þegar hefðbundin borgarhverfi breyttust með þessum hætti í nær hreinræktuð innflytjendahverfi, virtust borgaryfirvöld víða missa áhugann á að halda þeim við. Þar með urðu til gettó. Samgangur innflytjenda og innfæddra var af þessum sökum víða lítill. Skortur á aðlögun sem birtist í hálfgildings aðskilnaðarstefnu milli menn-ingarhópa leiddi svo af sér gagn-kvæma tortryggni sem aftur leiddi til aukinna árekstra og átaka. Smám saman fóru fasískar hug-myndir sem kraumað hafa í huga margra Evrópubúa að fljóta aftur upp á yfirborð stjórnmálanna.

Við þessar aðstæður varð vita-skuld stutt í að óprúttnir stjór-nmálamenn færu að ala á ótta í garð útlendinga; sögðu fjölmenn-ingu ógna vestrænni menningu sem bæri höfuð og herðar yfir aðra menningarheima, suma hverja æði framandi sem opni jafnvel fyr-ir pyntingar, þrælahald, kvenna-kúgun, hommahatur, gengjavæð-ingu og misþyrmingu á kynfærum kvenna – líkt og hollenski heim-spekingurinn Paul Cliteur orðaði

það. Hér er kominn sá menningar-legi rasismi sem aðgreinir þjóðern-ispopúlista nútímans frá fasistum fyrri tíðar.

Önnur bylgjanNæsta bylgjan í framgangi hægri sinnaðra þjóðernispopúlista í Evrópu náði hámarki við fall Berlínarmúrsins og í aðdraganda stækkunar Evrópusambandsins. Þá fóru á flug hreyfingar á borð við Frelsisflokk Jörg Haider í Austur-ríki, Flæmska blokkin í Belgíu, Alþýðuflokkur Sviss og Norður-bandalagið á Ítalíu, svo nokkrir flokkar séu nefndir. Hér má líka nefna Frelsisflokk Geert Wilders í Hollandi sem tók við af lista Pim Fortyn en sérstaða þeirra hol-lensku var að segjast málsvarar hins niðurlenska frjálslyndis, gegn umburðarleysi múslima. Svo virtist hins vegar sem frjálslyndið afmarkaðist þá aðeins við það sem þegar væri viðurkennt innan-lands og einkenndi núorðið Hol-land, semsé hvað varðaði kynlíf og vímuefni, en takmarkaðist við viðhorf annarra menningarheilda sem féllu utan við hið skilgreinda frjálslyndi.

Annars var þetta líka tími her-skárra snoðinkolla, svo sem í Bretlandi, Þýskalandi og út um Skandínavíu, marserandi í her-mannaklossum, æpandi nasísk heróp og skartandi fasískum táknmyndum, svo sem svastíku, tattúum og Þórshamri. Önnur bylgjan reis semsé að hluta til í andstöðu við austurstækkun Evr-ópusambandsins. En þeim megin komu einnig fram margar mjög svo ofbeldisfullar hreyfingar, svo sem á borð við Jobbik-hreyfinguna fyrrnefndu í Ungverjalandi.

Sumir flokkanna sem komu fram á þessum tíma voru bara bulluflokkar – hoolíganar, eins og til að mynda Breski þjóðarflokk-urinn. Þessir flokkar fengu ekki inni í almennri umræðu og lifðu á jaðrinum og höguðu sér sem slíkir. Það breyttist ekki fyrr en með þriðju kynslóðinni.

Á þessum tíma varð líka afger-andi umbreyting á popúlistaflokk-um Skandínavíu. Pía Kærsgaard, sem hafði verið næstráðandi hjá Mogens Glistrup, fór fyrir Danska þjóðarflokknum sem sagði skilið við skattabaráttuna og einbeitti sér þess í stað að því að ala á andúð í garð innflytjenda. Líkt og í Danmörku færði leiðtogi norska Framfaraflokksins, Carl I. Hagen, pólitík sína nær miðju í efnahags-málum og til varnar hinu norska velferðarkerfi sem stæði ógn af innflytjendum.

Sú þriðjaÞriðja bylgja þjóðernispopúl-isma í Evrópu reis svo samhliða fjármálakrísunni haustið 2008. Flokkarnir fóru þá enn frekar að fikra sig nær miðjunni og því ásættanlega. Lögðu frá sér fas-istatáknin, klæddu sig í jakkaföt og settu upp skartbindi. Skýr-asta umbreytingin varð kannski í Bretlandi þegar Breski sjálfstæðis-flokkurinn (UKIP) tók við af tann-lausu bullunum í Breska þjóðar-flokknum (BNP). Í Frakklandi varð Þjóðarfylkingin svo líka öllu mýkri ásýndum undir stjórn Marine Le Pen, dóttur stofnandans.

Í Ungverjalandi náði framan-greindur Viktor Orbán, leiðtogi Fidez, völdum en þrátt fyrir skýra fasíska stjórnarhætti þótti hann bara hófsamur í samanburði við brúnstakkana í Jobbik-hreyfing-unni. Meðal áhrifa þess má nefna að meðhöndlun flóttamanna í Ungverjalandi hefur undanfarið verið talin brjóta öll vestræn við-mið um mannréttindi.

Í Búlgaríu sótti fasistaflokkurinn Árás í sig veðrið og Gyllt dögun í Grikklandi er jú bara hreinrækt-aður nasistaflokkur. Grikkland er raunar sérdeilis áhugavert dæmi því þar náðu vinstri popúlistar enn meiri árangri eins og

Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP). Í

þriðju bylgju þjóðernispopúl-ismans tóku fágaðri öfl víða

við af snoðinkollasveitum sem áður skreyttu sig nasískum

táknum. Ein skýrasta umbreyt-ingin varð í Bretlandi þegar

UKIP tók við af tannlausu bull-unum í Breska þjóðarflokknum

(BNP). Þjóðernispopúlískar hreyfingar geta verið mismun-

andi milli landa og stundum lenda þær í andstöðu hver við

aðra, eins og til að mynda á við um UKIP sem neitaði að

vinna með frönsku Þjóðarfylk-ingunni eftir stórsigur beggja í Evrópuþingskosningum 2014,

sökum þess að þeir frönsku væru rasískar þjóðernisbullur,

nokkuð sem UKIP vildi ekki láta bendla sig við.

Vladimir Putin og Viktor Orbán: Á umliðnum árum hafa nokkur ríki, einkum í Austur Evrópu, borist af braut þess

frjálslynda lýðræðis sem þau færðust til eftir fall kommún-ismans og yfir í átt að auknu alræði og harðstjórn. Lengst

inn á þá hálu braut hafa gengið þeir Orbán í Ungverjalandi og Pútin í Rússlandi. Báðir hafa þeir látið breyta stjórnar-skrá landa sinna eftir eigin höfði og nokkuð umbúðalaust

í viðleitni til þess að auka við eigin völd. Nú virðist sem skoð-anabróðir þeirra í Póllandi, Jaroslaw Kaczynski, hafi lagt

upp í samskonar vegferð. Þrengt hefur verið að mannrétt-ingum í öllum ríkjunum þremur og sumum þykir sem lýð-ræðinu og réttarríki landanna sé ógnað. Því hefur Evrópu-sambandið nýlega hafið fordæmalausa athugun á því hvort

Pólland uppfylli áfram kröfur þess um virkni réttarríkisins.

Teboðshreyfingin í Bandaríkjunum einkennist af viðlíka þjóðernispopúlisma og víða var við lýði í Evrópu. Ásamt því að stemma stigu við komu innflytjenda en halda um leið úti viðamiklum hernaðarumsvifum erlendis studdu

bandarískir ný-íhaldsmenn trúboð í skólum en vildu banna bæði fóstureyðingar og giftingar samkynhneigðra.

Nafnið vísaði til mótmæla í höfninni Boston árið 1773 gegn aukinni skattheimtu Englendinga á tei.

Tíu einkenni

18 | fréttAtÍminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016

Page 19: 22 01 2016

Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

citroen.is Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050

Það er auðvelt að gleyma sér við akstur þegar maður er á liprum, sparneytnum og þægilegum Citroën C4. Hönnun hans er í senn hagnýt og grípandi. Ekki nóg með það heldur er hann búinn nýrri Puretech vél sem nýverið hlaut eftirsótta titilinn Vél ársins (International Engine of the Year). Margverðlaunaða Puretech vélin sameinar frábæra frammistöðu, lága eyðslu og litla koltvísýringslosun. Citroën C4 er fáanlegur með nýrri sex þrepa sjálfskiptingu sem hefur fengið mikið lof.

Sérstaða Citroën C4 felst jafnframt í fjölmörgum smáatriðum sem hámarka þægindi ökumanns og farþega. Má þar nefna 7“ snertiskjá í mælaborði, tölvustýrða miðstöð, fjölstillanleg sæti sem eru einstaklega þægileg, frábæra hljóðeinangrun, hraðastilli og nýja kynslóð LED ljósa.

VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.990.000 KR.Komdu í reynsluakstur

CITROËN C4

ÞÚ FINNUR EKKI FYRIR KÍLÓMETRUNUM

Citroen_C4_rvk-sker_5x38_20160106_END.indd 1 8.1.2016 14:05:35

Page 20: 22 01 2016

GÆÐA-UPPFÆRSLA

O K K A R B E S T I

ÁV E X T I R B R AG ÐA S T A LV E G E I N SS V O N A F I N N U R Þ Ú Þ I N N

U P PÁ H A L D S T R Ó P Í :

©20

15 T

he C

oca

Co

la C

om

pan

y -

all r

ight

s re

serv

ed

sumstaðar hefur orðið í Suður Ameríku, svo sem í Venesúela og í Bólivíu. Gríski flokkurinn Syriza er popúlískur að því leyti að leið-togar hans þykjast þess umkomnir að tala fyrir hönd þeirra undir-settu á meðan hægri popúlistar eru alltaf talsmenn hins almenna manns gagnvart elítunni.

Nær okkur í rými má nefna að Framfaraflokkurinn í Nor-egi mýktist enn ásýndum þegar næstráðandi Carl I Hagen, Siv Jensen, tók við flokknum og land-aði honum alla leið í ríkisstjórn. Síðan hefur flokkurinn títt mælst sá stærsti þar í landi, einkum á grundvelli þess að vilja treysta stoðir samfélagsins á kristnum norskum gildum og sporna gegn fjölmenningu í Noregi, sér í lagi múslimavæðingu.

Norski Framfaraflokkurinn lenti í nokkrum öldudal í kjölfar ódæð-isverks Anders Behring Breivik í Útey og í Osló árið 2011 en hann hafði tilheyrt flokknum á fyrri tíð. Ekki leið þó á löngu þar til hann fann fyrri stuðning í Noregi og náði svo alla leið inn í ríkisstjórn í kjölfar kosninganna 2013.

Öfugt við Danmörku og Noreg, þar sem svona flokkar hafa starfað frá áttunda áratugnum, var það ekki fyrr en með þriðju bylgjunni að slíkir skutust upp á yfirborðið í Finnlandi og Svíþjóð á bak við fágaðri svip þriðju bylgjunnar – þótt rætur þeirra sænsku í nas-isma væru raunar mun greinilegri. Þarlendis hafa nasískar hreyfingar raunar lifað undir niðri allt frá þriðja áratug liðinnar aldar. Og þrátt fyrir þessa meginstraum-svæðingu þjóðernisorðræðunnar í þriðju bylgjunni þá starfaði enn fullt af nasískum hreyfingum út um öll Norðurlönd, sem oft földu áform sín á bak við norræna goða-

Marine Le Pen og Jean Marie Le Pen: Jean Marie Le Pen er líkast til einn allra áhrifamestur upphafs-manna þjóðernispopúlismans í Evrópu. Frönsku

þjóðernisfylkingu sína (Front National) ræsti hann strax árið 1973 í andstöðu við straum útlendinga

til Frakklands. Rasísk retórík átti eftir að einkenna alla hans framgöngu og hann gekk svo langt að

hafna helför nasista. Mestum árangri náði hann í forsetakjörinu árið 2002 þegar hann skaust fram

fyrir sósíalistann Lionel Jospain og tryggði sér annað sætið og réttinn til að keppa um hnossið við

Jaques Chirac. Fyrir vikið neyddust sósíalistar til að kjósa erkifjandann Chirac svo forða mætti Le

Pen frá forsetahöllinni í París. Árið 2011 tók dóttir hans, Marine Le Pen, við stjórnartaumunum í

Þjóðarfylkingunni en nokkru síðar kastaðist í kekki á milli feðginanna, einkum vegna áframhaldandi

andstyggilegra ummæla föðurins í garð minnihluta-hópa, sem meðal annars sagði að ebólufaraldurinn

gæti reynst ágæt lausn á flóttamannavandamáli Evrópu. Í fyrra, árið 2015, var stofnandinn, Jean

Marie Le Pen, svo rekinn úr flokknum.

fræði og norrænar táknmyndir.Lengst af var í Svíþjóð þver-

pólitísk sátt um að halda slíkum hreyfingum niðri, bæði í stjór-nmálum og í fjölmiðlaumræðu. Það breyttist ekki fyrr en árið 2010 þegar Svíþjóðardemókröt-unum, undir forystu hins unga og fágaða Jimmie Ákesson, tókst að vinna sín fyrstu þingsæti eftir að hafa hlotið þrettán prósent at-kvæða í kosningunum.

Í Finnlandi er svo enn aðra sögu að segja. Þarlend hreyfing þjóðernispopúlista rekur rætur sínar aftur til Vetrarstríðsins og í gegnum Lapua hreyfinguna á þriðja og fjórða áratugnum. Finna-flokkurinn, undir forystu Timo Soini, þaut fram í kosningunum 2011 og tryggði sér nítján prósent atkvæða.

Þáttaskil urðu í Evrópuþings-kosningunum 2014 þegar þjóðern-

isflokkar Frakklands, Danmerkur og Bretlands hlutu flest atkvæði í löndum sínum. Árangrinum var svo víða fylgt eftir í fyrra, árið 2015, til að mynda í Danmörku þar sem Þjóðarflokkurinn hlaut yfir fimmtung atkvæða í þingkjöri, í Frakklandi þar sem Þjóðarfylk-ingin tryggði sér fast að 28 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosn-ingum og í Póllandi þar sem Lög og réttlæti vann nálega 38 prósent atkvæða.

Með hverri bylgjunni sem hér er lýst hefur staða og styrkur hreyf-inga þjóðernispopúlista í Evrópu aukist, svo nú teljast þeir til meg-inafla í álfunni og ekkert farar-snið virðist á slíkum hreyfingum. Sömuleiðis hefur andstaðan við slíka pólitík sem byggir á þjóð-ernisáherslu og aðskilnaði menn-ingarheilda minnkað eftir því sem frá leið styrjöldunum miklu.

Fjölmenning og fámenningMeint einsleitni Evrópu hefur raunar verið nokkuð orðum aukin. Álfan hefur nefnilega lengst af verið byggð fólki af ólíkum upp­runa, svo sem germönskum, keltneskum, latneskum, slavneskum, hellenískum, úrölskum, illýrískum og thrasískum menningar­heildum. Íbúar Evrópu tala hartnær hundrað ólík tungumál og trúarlegur fjölbreytileiki hefur ávallt einkennt álfuna og gengið þvert á mörk þjóðernishópa, svo sem kaþólska, mótmælendatrú og rétttrúnaðarkirkjan auk víðfeðmra áhrifa gyðingdóms og mús­limatrúar yfir aldir.

Kreppa sósíaldemókratíunnarUppgangur þjóðernispopúlista hefur ekki síst orðið á kostnað sósíaldemókrata sem allt frá tíunda áratugnum hafa verið í djúpri kreppu víðsvegar í Evrópu. Við endalok kalda stríðsins fluttu sósíaldemókratar sig víðsvegar inn á miðjuna þar sem þeir töldu auðugri kjörlendur að finna. Hámenntaðir leiðtogarnir úr efri lögum samfélags fundu sig ekki lengur á meðal almúgans. Og við það glötuðu þeir margir hverjir tengslunum við kjarnafylgi sitt, verkafólk og aðra þá er alþýðunni tilheyra. Inn í það tómarúm áttu þjóðernispopúlistarnir greiða leið, ekki síst á Norðurlönd­unum. En þótt uppruni og framganga norrænu þjóðernispopúl­istanna hafi verið ólíkur, líkt og hér er rakið, þá áttu þeir það sameiginlegt að hafa einkum horn í síðu fjölmenningarstefnu sósíaldemókrata og því sem þeir kölluðu laumulega infíltrasjón útlendinga í hin norrænu samfélög þar sem þeir lifðu sníkjulífi.

Bandaríska útgáfanViðlíka þróun og varð í Evrópu hófst um líkt leyti í Bandaríkj­unum og braust svo töluvert síðar út í Teboðshreyfingunni svokölluðu. En það var fyrst upp úr 1970 að margir íhaldssamir demókratar sem aðhylltust kristin gildi og þjóðernisstefnu fóru að verða óánægðir með áherslu flokksins á félagslegt frjálslyndi; afstæðishyggju í siðferðismálum, þjónkun við fjölmenningu og femínisma ásamt hugmyndum um að draga úr umsvifum Banda­ríkjahers erlendis. Þessi hópur átti eftir að ná saman við repú­blíkana sem lögðu áherslu á lítil ríkisumsvif svo úr varð einskonar blanda efnahagslegra hugmynda Adam Smith og hefðaráherslu Edmund Burke. Öfugt við frjálshyggjumenn og hefðbundna íhaldsmenn sáu þess­ir félagslegu ný­íhaldsmenn (neo conservatives) ekkert athuga­vert við trúboð í skólum og það að banna bæði fóstureyðingar og giftingar samkynhneigðra – ásamt því auðvitað að stemma stigu við komu innflytjenda en halda um leið úti viðamiklum hernaðar­umsvifum erlendis. Það var svo í andstöðu við kjör Barack Obama, árið 2009, að svo­kölluð teboðshreyfing lét til sín taka innan Repúblikanaflokksins þar sem byggt var á þessum sömu áherslum; félagslegri íhalds­semi og lágri skattheimtu. Nafnið vísaði til mótmæla í höfninni Boston árið 1773 gegn aukinni skattheimtu Englendinga á tei – en það er jú önnur saga.

Hin nýja tíðSíðari heimsstyrjöldin leiddi til allsherjar uppstokkunar í stjórn­málum Evrópu og markaði umskipti í ríkjakerfi heimsins. Álfan var í rúst og fólkið í sárum. Þær hugmyndir fengu byr undir báða vængi að brjóta niður múrana og tengja íbúana órjúfanlegum böndum í náinni samvinnu þvert á landamæri. Síðan hefur við­leitni þjóða verið í þá átt að formbinda alþjóðasamstarf í fjöl­þjóðlegum stofnunum og áhersla verið lögð á að samskipti ríkja byggi á alþjóðalögum sem aftur byggja á formlegum sáttmálum milli ríkja og samtaka þeirra. Við tók nýtt ríkjakerfi sem byggði á alþjóðalögum og skuldbindandi þátttöku í alþjóðastofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið, Alþjóða viðskiptastofnunina, Evrópuráðið og Evrópusambandið.

Við þessa umpólun var fólk frá fjarlægari svæðum í stríðum straumi boðið velkomið til Evrópu til þess að taka þátt í uppbygg­ingunni. Það vantaði vinnufúsar hendur. Þetta er grundvöllur hinnar svokölluðu fjölmenningarstefnu í Vestur Evrópu sem margir þeirra flokka sem hér um ræðir berjast svo ötullega gegn. Þessar vinnufúsu hendur voru sóttar til nálægra svæða, svo sem til Tyrklands og Norður­Afríku. Með slíkum straumi verkafólks urðu samfélög Evrópu fjölbreyttari, til að mynda hvað varðar ásýnd fólksins, trúmál, tónlist og matarmenningu. Fjölmenning­arlegt samfélag skaut þá um leið rótum.

20 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016

Page 21: 22 01 2016

Íslenzkur matur að fornum siðÍslenski þorramaturinn á sér aldalanga hefð sem gekk í endurnýjun lífdaga á nítjándu öld þegar tekið var að halda þorrablót að nýju.

Þorramatur er eitt af því sem er mest ekta við Ísland. Íslendingar gæða sér á þorramat alla daga þorrans.

Goði – þjóðlegur um þorrann

Page 22: 22 01 2016

LANDSINS MESTAÚRVALfyrir heilsuna

Lýsi vítamínLÝSI er leiðandi á heimsvísu á sviði rannsókna, vöruþróunar, framleiðslu og sölu á fiskiolíum.

RapunzelFáðu Rapunzel lífrænar vörur á

tilboði í næstu verslun.

biona baunirTilbúnar beint í réttinn.

Margar tegundir.

Rapunzel FREYJA próteinstykkiHreysti, Styrkur og Kraftur.

Gild

ir t

il 24

. jan

úar

á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

Amino EnergyNýjar tegundir hafa bæst við fjölskylduna,

kaffi og súkkulaði, kaffi og vanillu.

BSN og ON Úrval af BSN og ON Optimum Nutrition

fæðubótarefnum.

Amino EnergyNýjar tegundir hafa bæst við fjölskylduna,

Amino EnergyNýjar tegundir hafa bæst við fjölskylduna,

Amino EnergyNýjar tegundir hafa bæst við fjölskylduna,

Nýjar bragðtegundir

Gott verð2.989 kr/stk

309 kr/stk

verð áður 359Ný tegund

TEATOX Energy Matcha gefur þér mikla orku, eykur einbeitingu og róar taugarnar.

Matcha er japanskt grænt te í púðurformi sem er margfalt orkuríkara en hefðbundið grænt te. Það er stútfullt af

andoxunarefnum en virku efnin í þeim eru flavoníð sem ver frumur líkamans og vinnur gegn öldrun og catechin sem talið er hefta útbreiðslu krabbameinsfruma, lækka blóðþrýsting, halda

blóðsykurmagni stöðugu og draga úr líkum á blóðtappa.

Ragnhildur Guðmundsdóttir

Höfundur uppskriftar

Ferskur Matcha Smoothie • 1/4 bolli blàber eða önnur ber

að eigin vali• 1/2 bolli hreint jógúrt • 1/2 bolli klaki • 1 tsk Teatox Energy Matcha

HIMNESKT VÖRUR Í MIKLU ÚRVALI!

biona baunirTilbúnar beint í réttinn.

Gild

ir t

il 24

. jan

úar

á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

BSN og ON USNMest úrval í Skeifunni, Garðabæ

og Smáralind.

Vítamín í úrvaliBurnirótar hylkin frá Íslenskum fjallagrösum innihalda íslenska

burnirót. Burnirót er talin hjálpa vel á tímabilum andlegs álags í vinnu eða námi, einnig gott gegn streitu og skorti á orku.

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

COLLAGEN & CLAStyður við heilbrigða húð og liði ásamt því að auka brennslu.

Turmeric drykkirnir með eða án kókosTúrmerikrótin hefur verið notuð öldum saman til að vinna á ýmis konar kvillum eins og bólgum, gigt, meltingarvandamálum, ofnæmi og jafnvel

blóðsjúkdómum.

Gott verð999 kr/stk

NOW vítamínÖll NOW vítamín á 20% afslætti.

GULI MIÐINN vítamínÍ Gula miðanum eru margar stakar vítamín tegundir og einnig blöndur sem hafa verið

sérhannaðar fyrir Íslendinga.

GULI MIÐINN vítamín vítamín

New Nordic og Bio-KultActive Liver, Candéa, Chili Burn.

Bio-Kult CandéaHefur reynst vel bæði til að fyrirbyggja og meðhöndla Candida sveppasýkingu. 100% náttúruvara sem er örugg fyrir börn, barnshafandi og mjólkandi mæður.

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Magnolia officinalisBetri svefn og andleg líðan.

TEATOX vörurnar fást í Hagkaup Garðabæ, Eiðistorgi, Kringlunni og Smáralind.

Froosh ávaxtasmoothieMargar bragðtegundir.

Bounce orkuboltarEinstaklega handhæg og bragðgóð leið til að næra

líkamann, seðja hungrið og viðhalda orkunni.

OhYeah! OneLágkolvetnastykki sem innihalda 22 grömm

af próteini og aðeins 1 gr af sykri.

LifestreamSpirulina mikill orka, lífrænt fjölvítamín, flensubani.

GULI MIÐINN krakkavítamínBragðgóðar sugutöflur með appelsínu- og berjabragði, án sykurs, gervi- og aukefna.

Spirulina BLUEOrka og góð líðan allan daginn, öflugt gegn streitu, eflir einbeitingu og afköst. Yfir 100 lífræn næringaefni.

CC FlaxMulin hörfræ, lignans, trönuberjafræ, haf-þörungakalk. Styrkir hormónaheilsu kvenna, dregur úr bjúg, grennandi.

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Page 23: 22 01 2016

LANDSINS MESTAÚRVALfyrir heilsuna

Lýsi vítamínLÝSI er leiðandi á heimsvísu á sviði rannsókna, vöruþróunar, framleiðslu og sölu á fiskiolíum.

RapunzelFáðu Rapunzel lífrænar vörur á

tilboði í næstu verslun.

biona baunirTilbúnar beint í réttinn.

Margar tegundir.

FREYJA próteinstykkiHreysti, Styrkur og Kraftur.

Gild

ir t

il 24

. jan

úar

á m

eðan

birg

ðir

end

ast.

Lýsi vítamínAmino EnergyNýjar tegundir hafa bæst við fjölskylduna,

kaffi og súkkulaði, kaffi og vanillu.

BSN og ON Úrval af BSN og ON Optimum Nutrition

fæðubótarefnum.

Nýjar bragðtegundir

Gott verð2.989 kr/stk

309 kr/stk

verð áður 359Ný tegund

TEATOX Energy Matcha gefur þér mikla orku, eykur einbeitingu og róar taugarnar.

Matcha er japanskt grænt te í púðurformi sem er margfalt orkuríkara en hefðbundið grænt te. Það er stútfullt af

andoxunarefnum en virku efnin í þeim eru flavoníð sem ver frumur líkamans og vinnur gegn öldrun og catechin sem talið er hefta útbreiðslu krabbameinsfruma, lækka blóðþrýsting, halda

blóðsykurmagni stöðugu og draga úr líkum á blóðtappa.

Ragnhildur Guðmundsdóttir

Höfundur uppskriftar

Ferskur Matcha Smoothie • 1/4 bolli blàber eða önnur ber

að eigin vali• 1/2 bolli hreint jógúrt • 1/2 bolli klaki • 1 tsk Teatox Energy Matcha

HIMNESKT VÖRUR Í MIKLU ÚRVALI!

USNMest úrval í Skeifunni, Garðabæ

og Smáralind.

Vítamín í úrvaliBurnirótar hylkin frá Íslenskum fjallagrösum innihalda íslenska

burnirót. Burnirót er talin hjálpa vel á tímabilum andlegs álags í vinnu eða námi, einnig gott gegn streitu og skorti á orku.

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

COLLAGEN & CLAStyður við heilbrigða húð og liði ásamt því að auka brennslu.

Turmeric drykkirnir með eða án kókosTúrmerikrótin hefur verið notuð öldum saman til að vinna á ýmis konar kvillum eins og bólgum, gigt, meltingarvandamálum, ofnæmi og jafnvel

blóðsjúkdómum.

Gott verð999 kr/stk

NOW vítamínÖll NOW vítamín á 20% afslætti.

GULI MIÐINN vítamínÍ Gula miðanum eru margar stakar vítamín tegundir og einnig blöndur sem hafa verið

sérhannaðar fyrir Íslendinga.

Vítamín í úrvaliVítamín í úrvali

New Nordic og Bio-KultActive Liver, Candéa, Chili Burn.

Bio-Kult CandéaHefur reynst vel bæði til að fyrirbyggja og meðhöndla Candida sveppasýkingu. 100% náttúruvara sem er örugg fyrir börn, barnshafandi og mjólkandi mæður.

New Nordic og Bio-Kult

fyrir börn, barnshafandi og mjólkandi mæður.

New Nordic og Bio-KultNew Nordic og Bio-Kult

fyrir börn, barnshafandi og fyrir börn, barnshafandi og mjólkandi mæður.

New Nordic og Bio-KultNew Nordic og Bio-Kult

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Magnolia officinalisBetri svefn og andleg líðan.

TEATOX vörurnar fást í Hagkaup Garðabæ, Eiðistorgi, Kringlunni og Smáralind.

Froosh ávaxtasmoothieMargar bragðtegundir.

Bounce orkuboltarEinstaklega handhæg og bragðgóð leið til að næra

líkamann, seðja hungrið og viðhalda orkunni.

OhYeah! OneLágkolvetnastykki sem innihalda 22 grömm

af próteini og aðeins 1 gr af sykri.

OhYeah! One

LifestreamSpirulina mikill orka, lífrænt fjölvítamín, flensubani.

GULI MIÐINN krakkavítamínBragðgóðar sugutöflur með appelsínu- og berjabragði, án sykurs, gervi- og aukefna.

Spirulina BLUEOrka og góð líðan allan daginn, öflugt gegn streitu, eflir einbeitingu og afköst. Yfir 100 lífræn næringaefni.

CC FlaxMulin hörfræ, lignans, trönuberjafræ, haf-þörungakalk. Styrkir hormónaheilsu kvenna, dregur úr bjúg, grennandi.

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

20%TILBOÐ

afsláttur á kassa

Page 24: 22 01 2016

Í Samfylkingunni er tekist á um það sem mestu skiptir í starfi stjórn- málaflokks; forystu og hvert beri að stefna. Meiri geta ágreiningsefnin varla orðið.

Sigurjón Magnús [email protected]

Í Samfylkingunni er tekist á um það sem mestu skiptir í starfi stjórnmálaflokks; for-ystu og hvert beri að stefna. Meiri geta ágreiningsefnin varla orðið.

Af samtölum við forystufólk í Samfylking-unni er ljóst að það fólk skiptist í tvo hópa, misstóra. Sá stærri er í andstöðu við for-mann Samfylkingarinnar, Árna Pál Árna-son, og sá minni styður formanninn. „Það eru engir flokkadrættir,“ sagði einn af við-mælendunum meðan aðrir segja allt annað.

Deilt er um hvar Samfylkingin eigi að vera í hinu hefðbundna litrófi stjórn-málanna. „Á síðasta kjörtímabili færðist Samfylkingin svo langt til vinstri að hún var nánast runnin saman við Steingríms-vænginn í VG,“ sagði Össur Skarphéðins-son í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur haustið 2013, þá var Kolbrún blaðamaður á Mogganum.

Þá stöðu hefur Árni Páll rætt oftar en einu sinni í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni. Hann hefur sagst ekki vilja keppa við Vinstri græna um hvor flokkurinn eigi að vera meira til vinstri. Samfylkingin eigi að tala fyrir meira frjálslyndi og að þörf sé á að opna flokkinn, fá til liðs við hann fólk sem vilji tala á þeim nótum. Til þess að Samfylkingin verði klassískur krataflokkur. Vegna ágreinings um ágæti formannsins og annarra í forystunni er lítið talað um póli-tískar stefnur og á hvaða stefnu Samfylking-unni ber að vera.

Afdrifarík afstaða formannsinsFlokksstjórn Samfylkingarinnar kom saman á Akranesi um miðjan nóvember síðast-liðinn. Fyrir um tveimur mánuðum. Þar hafnaði Árni Páll að landsfundi, og þar með forystukjöri, yrði flýtt. Afstaða formannsins féll í grýttan jarðveg. Forysta verður kjörin í allsherjaratkvæðagreiðslu í nóvember og landsfundur verður í febrúar 2017. Þá tekur ný forysta við, svo framarlega sem sú verður niðurstaða kjörsins.

Er ekki afleitt að það gerist svo skömmu fyrir kosningar? „Nei, nei. Það reddast,“ sagði einn sem rætt var við. Aðrir eru ekki eins vissir að þetta reddist. Flestir eru á því máli að þetta sé þröng staða. Forystukjörið verður í nóvember og í því geta allir félagar í Samfylkingunni tekið þátt. Það verður raf-ræn kosning og fari svo að kosin verði ný forysta tekur hún ekki við fyrr en á lands-fundi mörgum vikum síðar. „Þetta er afleitt með öllu,“ sagði einn af þeim sem talað var við og flestir hinna töluðu á svipuðum nótum.

Bitnar á flokksstarfinuEkki er nokkur vafi á að átökin, eða kannski er réttara að segja samskiptaleysið, bitni á öllu starfi flokksins.

„Mér finnst það nú merkilega gott þrátt fyrir allt,“ var eitt svarið. Annar sagði allt starf og anda innan flokks taka mið af stöð-unni, Samfylkingarfólk fagni orðið mælist flokkurinn yfir tíu prósentustigum. „Flokk-urinn er desperat.“

Einn sagðist vonast til þess að Árni Páll sjái hver staðan hans er og hann hætti, rétti varaformanninum, Katrínu Júlíusdóttir, keflið.

„Ég verð formaður svo lengi sem flokkur-inn vill hafa mig sem formann.“ Þetta er af-staða Árna Páls Árnasonar, sem hefur talað skýrt hvað þetta varðar. Það er fjarri Árna Páli að axla einn, eða því sem næst, ábyrgð á stöðu Samfylkingarinnar. Sem er vægast langt undir væntingum flokksfélaga.

Fjörutíu prósenta fylgistapStóra breytingin á fylginu, segja viðmæl-endur, varð eftir hinn ótrúlega vonda landsfund í mars 2015. Fyrirvaralítið bauð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir kost á sér til formennsku. Skoraði Árna Pál á hólm. Öll munum við þetta. Árni Páll hélt formennsk-unni á einu atkvæði. Einu atkvæði. „Það er ósanngjarnt að kenna henni einni um. Ef hún hefði ekki gefið kost á sér gegn Árna Páli hefði óánægjan birst með öðrum hætti. Á landsfundinum eða eftir hann,“ sagði margreyndur þingmaður Samfylkingarinn-ar. „Aðför,“ segja stuðningsmenn Árna Páls og efast ekki um að Jóhanna Sigurðardóttir hafi átt drjúgan þátt í framboði Sigríðar Ingi-bjargar.

Aðrir túlka framboðið sem áhlaup frá vinstri. Að Árni Páll sé of hægri sinnaður. Kannski hefði verið betra fyrir mig pers-ónulega hefði ég tapað í kosningunni. En ég vann og mér ber að starfa samkvæmt því, á þessa leið mæltist Árna Páli Árnasyni í út-varpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni síðastliðið haust.

Skömmu fyrir landsfundinn mældi Þjóð-arpúls Gallup fylgi Samfylkingarinnar 17,1 prósent. Nokkrum dögum síðar mældist það mun minna og í hverri mælingunni af ann-arri hefur fylgið tínst af flokknum. Fór lægst í rúm níu prósent en mælist nú 10,4 prósent. Frá landsfundinum hefur Samfylkingin tapað rétt um fjörutíu prósentum fylgisins. Í nokkurn tíma þar áður hafði fylgið verið á milli fimmtán og tuttugu prósent.

Ekki sjáanlegar sættirÞarna er stóra málið. Árni Páll og svo flest hin. Erfitt er að sjá að forystufólkið nái að vinna saman. Það er leitað að formannsefni, til að taka við af Árna Páli eða fara gegn honum, hætti hann ekki sjálfviljugur. Með-an sumir segja ekki sanngjarnt að kenna honum einum um afleita stöðu Samfylking-

arinnar segja aðrir hann hafa misst af þeim tækifærum sem hann hafði til að bæta stöðu flokksins. Hann geti einfaldlega ekki meir.

En hver á að taka við? Össur Skarphéðins-son? Nei. Svo segja þeir sem næst honum standa. Össur féll í formannskjöri þegar svilkona hans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fór gegn honum. Undir forystu Össurar náði Samfylkingin um 32 prósenta fylgi. „Hann á það og það yrði fráleitt af honum, með þá sögu, að taka við flokknum nú þegar hann mælist með rétt um tíu prósenta fylgi.

Hver þá? Helgi Hjörvar eða Katrín Júlíus-dóttir? Bæði tvö eru oft nefnd. Katrín er varaformaður og sem slíkur er hún í æðstu forystu flokksins. Helgi Hjörvar er þing-flokksformaður og þar með er hann einnig hluti af æðstu forystu flokksins. Hvaða end-urnýjun yrði af þeim? Þetta er stór spurn-ing, svo stór að við henni er ekkert svar. Þegar kemur að umræðu um forystuna er allt í svo mikilli þoku. „Það mun enginn lýsa yfir vilja til forystustarfa fyrr en eftir tals-verðan tíma. Að gera það núna yrði algjör afleikur. Það er það langt til kosninganna. Við verðum að bíða,“ sagði einn af þeim sem talað var við.

Vel á minnst, Katrín er varaformaður og viðmælendur, sumir hverjir, sögðu að vegna þess að hún barðist um fyrsta sætið í Krag-anum við Árna Pál hafi það ekki orðið til að bæta samskiptin þeirra á milli. Sem eru, þegar upp er staðið, lítil.

Segja má að allur þingflokkur Samfylking-arinnar sé í óstuði. Því er litið til fólks utan hans. Það verður að rifja upp að við síðustu kosningar fækkaði þingmönnum Samfylk-ingarinnar úr tuttugu í níu. Allir þingmenn-irnir voru á þingi fyrir kosningarnar og því voru þeir allir beinir þátttakendur í afhroði flokksins.

Leit að nýju fólki, leit að leiðtoga„Okkur vantar sterkan foringja. Einhvern sem gæti fyllt skarðið sem Ingibjörg Sólrún skildi eftir.“ Þannig mæltist þingmanni. Hins vegar hefur formaðurinn, Árni Páll, talað fyrir að það vanti nýtt fólk, frjáls-lynt fólk sem er reiðubúið að starfa að framgangi jafnaðarstefnunnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nefndur í sam-tölum sem hugsanlegur leiðtogi flokksins. Hann hefur sjálfur ekki sagst hafa áhuga á að taka við flokknum. „Við skulum sjá hvað verður,“ sagði þingmaður.

Aðrir utan þingflokksins eru nefndir. Magnús Orri Schram, fyrrverandi þing-maður, er nefndur. Sumir hvísla nafni Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR og varaforseta ASÍ. Er hún í flokknum? „Nei, það held ég ekki,“ sagði einn þeirra sem nefndi hana. Annar sagði að hún væri örugglega í betri stöðu en svo að hætta þar sem hún er og ganga inn í þá óvissu sem forysta í Samfylkingunni er og verður. „Hún er formaður VR, varaforseti ASÍ og trúlegast næsti forseti þar,“ sagði þing-maður og taldi Samfylkinguna ekki getað freistað formanns VR.

Kannski er ekki tímabært að velta hugs-anlegum frambjóðendum mikið fyrir sér. Það er ekki komið að þeim þætti. Þar sem forystukosningarnar verða ekki fyrr en í nóvember. Meðan heldur flokkurinn áfram hálf lamaður.

Niðurstaðan er einhvern veginn svona; það er forystukreppa í Samfylkingunni, heilindin í samstarfinu eru lítil, það er of mikið að segja að þau séu engin, flokkur-inn hefur enga sjáanlega sérstöðu, erfitt er að sjá hvernig Samfylkingunni reiðir af fram að forystukjörinu. Samfylkingin er í óvissuferð.

Fréttaskýring Ég verð formaður svo lengi sem flokkurinn vill hafa mig sem formann

Alkul í Samfylkingunni

Katrín Júlíusdóttir varaformaður og Helgi Hjörvar þingflokksformaður: Yrði mikil endurnýjun með annað þeirra í formannssæti.

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.Mynd | Press Photos

24 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 25: 22 01 2016
Page 26: 22 01 2016

lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir

Samkvæmt úttekt Íslands-deildar Barnahjálpar Sam-einuðu þjóðanna er fátækt barna á Ísland stórt vanda-

mál. Fjöldi barna líður alvarlegan skort. Börnin fá ekki viðunandi fæði, eru ekki nógu vel klædd, búa þröngt, eiga ekki bækur eða dót við hæfi og geta ekki boðið vinum sín-um heim.

Þetta eru börnin sem alast upp á ábyrgð okkar allra. Þau búa á heim-ilum með skerta foreldragetu. For-eldrarnir geta ekki hjálparlaust upp-fyllt þarfir barna sinna. Það er því á ábyrgð okkar hinna að gæta þess að þau líði ekki fyrir vangetu fjöl-skyldna sinna og njóti sömu tæki-færa í uppvextinum og önnur börn.

Þessi börn eru fyrsta ástæðan þess að við höfum formlegt samfé-lag á millum okkar. Það miðar að því að draga úr takmarkandi aðstæðum á líf og hamingju fólks, einkum ef fólk ber enga sök á þessum aðstæð-um. Þá á við um aldraða, fatlaða og sjúka. Og það á sannarlega við um börn. Þótt einhverjir vilji kannski halda því fram að fátækt fólk beri einhverja sök á aðstæðum sínum þá á það sannarlega ekki við um fátæk börn.

Samfélagið þarf því að eiga tæki til að styðja börn sem búa á fátækum heimilum hver svo sem ástæða fá-tæktarinnar er.

Þrátt fyrir að úttekt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sé ítarleg þá

vantar í hana þætti svo við getum skilið orsakir fátæktar barna. Í könnuninni er spurt um fjölskyldu-gerð, búsetu og kyn, húsnæði, menntun og tekjur. En það er ekki spurt um heilsu foreldranna.Öll vitum við að heilsubrestur er helsta orsök fátæktar. Skert heilsa skerðir starfsgetu. Öryrkjar þurfa að lifa af launum sem eru langt undir meðallaunum. Fólk sem glímir við geðraskanir og vímuefnasýki hrekst oft út á jaðar vinnumarkaðarins þar sem laun eru lægst og öryggi minnst. Aðstoð samfélagsins við fólk með þessa sjúkdóma kemur seint og er veik.Við vitum að stór hópur barna sem býr við sára fátækt kemur frá fjöl-skyldum sem hafa laskast vegna langvarandi sjúkdóma og stuðnings-leysis samfélagsins. Könnun Barna-hjálparinnar nær ekki að kasta ljósi á vanda þessa hóps þar sem aðeins er horft til almennra skilyrða.

Þær niðurstöður könnunarinnar sem hafa verið dregnar fram í umræðunni snúa að tekjum, menntun og húsnæði. Hinir fátæku hafa lakari menntun, eru á lægri launum og eru líklegri til að búa í leiguhúsnæði en aðrir. Hver sem er hefði getað séð þetta fyrir. Fá-tækt skerðir foreldragetu, skerðir stuðning við börnin, eykur hættu á að börnin falli úr námi, dregur úr tekjumöguleikum og skilur fólk eftir í bjargarleysi.

Gallinn við könnun sem einblínir á birtingarmyndir fátæktar frekar en orsakir er að umræðan snýst um almenn atriði. Ef fleiri fátækir búa í leiguhúsnæði; er þá ekki lausnin að lána fleirum svo þeir geti keypt sér íbúð? Ef fleiri fátækir hafa litla menntun; er þá ráð gegn fátækt að auka aðgengi að menntun? Auðvitað er það ekki svo.Könnun Barnahjálparinnar dregur fram að þrátt fyrir áratugalanga áherslu á séreignastefnu í hús-næðismálum og aukið aðgengi að menntun býr hópur íslenskra barna við sára fátækt. Það er auðvitað sjálf-sagt að halda uppi almennri stefnu í til að bæta almenn lífskjör. En til að ná utan um fátækt barna þurfum við líklega fyrst og fremst sértækar aðgerðir sem beinast að fjölskyldum með skerta foreldragetu.

Á undanförnum áratugum hefur okkur tekist að auka réttindi barna. Ofbeldi og vanræksla barna á heimilum er ekki einkamál held-ur opinber mál. Fátækt foreldra er annars eðlis. Foreldrarnir eru ekki ógn við barnið heldur aðstæður fjölskyldunnar og stuðningsleysi samfélagsins. Til að vernda barnið þarf ekki að fjarlægja foreldra af heimilinu heldur aðstoða þá til að sinna foreldraskyldum sínum. Öll börn eiga rétt á að njóta uppeldis og skólagöngu sem örvar þau og styrkir. Það er á ábyrgð okkar allra að veita þeim börnum stuðning sem ekki njóta hans ekki heima við.

Við eigum að sjálfsögðu að hafa að markmiði að bæta almenn lífskjör í landinu. Við þurfum hins vegar einnig að stefna að því að draga úr áföllum sem fjölskyldur verða fyrir vegna sjúkdóma og annarra þekktra sértækra ástæðna fátæktar. Og síðan eigum við að aðlaga öll kerfi sam-félagsins að þeirri staðreynd að hluti barna þarf aðstoð heildarinnar vegna þess að þau njóta ekki nægi-legs stuðnings heimafyrir.

Þörfin fyrir þann stuðning mun aldrei hverfa, alveg sama hversu vel við stöndum okkur varðandi hin markmiðin.

Gunnar Smári

Fátæk börn eru börn

okkar allra

köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.

Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.

TENERIFE

Frá kr.69.900

GRAN CANARIA& TENERIFE

Frá kr. 89.800m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2-4 í íbúð/stúdíó/herbergi.

2. febrúar í 7 nætur.

Frá kr. 134.900m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 134.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.

9. febrúar í 14 nætur.

Frá kr. 95.900m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 95.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.

2. febrúar í 7 nætur.

Tamaimo Tropical

Villa Adeje Beach

Birt m

eð fy

rirva

ra um

pren

tvillu

r. He

imsfe

rðir

áskil

ja sé

r rétt

til le

iðrétt

inga á

slíku

. Ath.

að ve

rð ge

tur br

eyst

án fy

rirva

ra.

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

7316

4

GRAN CANARIASTÖKKTU

STÖKKTU

SÉRTILBOÐ

Frá kr. 69.900 Netverð á mannFrá kr. 69.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð/stúdíó/herbergi.Frá kr. 79.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð/stúdíó/herbergi.27. janúar í 7 nætur.

Frá kr. 92.800m/hálfu fæði Netverð á mann frá kr. 92.800 m.v. 2 fullorðna í herbergi.3. febrúar í 7 nætur.

Stökktu

Beverly Park

Stökktu

SÉRTILBOÐ

SÉRTILBOÐ

26 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 27: 22 01 2016
Page 28: 22 01 2016

Jet Korine, fatahönnuður og eigandi verslunarinnar Gloriu við Laugaveg, lenti í fallhlífarslysi á Hawaii og skall í jörðina á hundrað kílómetra hraða. Hún braut nánast öll bein líkamans og var vart hugað líf. Hún náði þó fullum bata, lærði að ganga á ný og hefur aldrei verið sáttari við líkama sinn.

Halla Harðardó[email protected]

„Ég var búin að stökkva meira en þúsund sinnum þegar ég lenti í slysinu,“ segir Jet Korine, fatahönnuður sem rekur versl-unina Gloriu á Laugavegi. Jet er frá Hollandi en hefur búið á Ís-landi í frá árinu 1999 en hingað til lands kom hún í leit að nýjum ævintýrum. Áður en hún ákvað að opna verslun í Reykjavík setti hún aftur á móti alla sína orku í sína helstu ástríðu á þeim tíma, fallhlífarstökkið. „Veturinn 2002 bjó ég á Hawaii þar sem ég æfði stíft því planið var að vera í topp-formi í Evrópukeppninni sumarið eftir. Ég var búin að vera þar í tvo mánuði og þegar öll framtíðarplön breyttust.“

Flugmaðurinn misreiknaði sig„Daginn sem slysið átti sér stað fórum við í loftið snemma um morguninn og flugvélin, sem tók 15 manns, var full af stökkv-urum. Flugmaðurinn þarf alltaf að gera sér grein fyrir því hvern-ig vindurinn liggur því þannig ákveður hann hvaða staður henti best til að sleppa stökkvurunum út. Í frjálsu falli hefur vindurinn engin áhrif, þú bara fellur niður óháð vindinum, en um leið og fallhlífin opnast skiptir vindurinn öllu máli. Hann blæs þér í þá átt sem þú lendir og svo notar þú líka vindinn til að lenda rétt, þú snýrð þér upp í vindinn rétt áður en þú lendir. Vindurinn á Hawaii hegðar sér eins og á Íslandi, hann getur komið úr öllum áttum, og þennan dag misreiknaði flugmaðurinn sig gjörsamlega.“

„Allur hópurinn stökk út og á þeirri stundu sem fallhlífarnar opnuðust blés vindurinn okkur öllum í vitlausa átt. Við áttum að lenda á stórum grasbletti en

vindurinn feykti okkur í átt að sjónum. Því þyngri byrði sem fall-hlífin ber því auðveldara er að ráða við vindinn og flestir voru þyngri en ég, sumir jafnvel tveir saman í fallhlíf, en ég var í litlu fallhlífinni minni og auk þess létt svo ég réð ekkert við vindinn. Ég sá í fljótu bragði að ég gæti lent á húsþökum, á rafmagnslínum, háum girðingum, í grunnum sjón-um þar sem voru kóralrif eða á hraðbrautinni. Ég endaði á því að lenda í litlum garði á milli húsa án þess að geta bremsað með hjálp vindsins svo ég lenti á um það bil 100 km hraða.“

Lærði að ganga á ný„Ég man ekkert eftir lending-unni. Ég man eftir því að hafa opnað augun í sjúkrabílnum en næst rankaði ég svo við mér á sjúkrahúsinu tveimur dögum síð-ar,“ segir Jet en henni hafði verið flogið frá litlu sjúkrahúsi með þyrlu á sjúkrahúsið í Honolulu. „Ég man að ég rankaði aftur við mér eftir viku, og þá var mér sagt í hvaða ástandi líkami minn væri. Sem betur fer lenti ég ekki í einu lagi eins og kartöflupoki, þá hefði ég dáið, heldur fór fyrsta höggið á fæturnar, svo mjaðmirnar, svo bakið og svo framvegis. Höggið hafði dreifst á nokkur svæði. Það brotnuðu öll beinin í báðum fótleggjunum, mjaðmagrindin mölvaðist, hryggurinn brotnaði á fimm stöðum, kjálkinn brotnaði og allar tennurnar.“

„Ég lá í sama spítalarúminu án þess að hreyfa mig í þrjá mánuði á meðan öll bein greru. Þessi tími var ekkert svo slæmur í minn-ingunni enda liðu þeir í mor-fínvímu. Svo var mér flogið til Hollands þar sem þurfti að læra að ganga upp á nýtt. Ég komst úr hjólastólnum eftir þrjá mán-uði og lærði svo að ganga upp á nýtt.“ Ári síðar var Jet aftur kom-in aftur til Hawaii. „Mig langaði til að hitta þetta fólk sem hafði skrapað mig upp úr jörðinni og fólkið á spítalanum, allt þetta fólk sem bjargaði lífi mínu. Svo langaði mig til að eyða tíma með vinum mínum á Hawaii og byggja líkamann aftur upp þar. Ég fór að stunda jóga af kappi og yfirgaf ekki Hawaii fyrr en ég var orðin jafn góð og ég hafði verið áður.“

Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is

LEIKFÖNGIN FÆRÐU Í KRUMMA

HAPEWONDER WALKER GÖNGUVAGN

16.335.-

KÍKTU Á VEFVERSLUNKRUMMA.IS

Braut flest bein í fallhlífarstökki

Hamingjusamari eftir slysiðJet segir slysið vera algjöran vendipunkt í sínu lífi. „Þetta sneri öllu á hvolf og lét mig sjá hlutina í algjörlega nýju ljósi. Allt sem ég hafði trúað á féll um sjálft sig. Ég hafði lifað lífinu til fulls en það var í raun engin tilgangur með því. Ég hafði lifað fyrir sjálfa mig og engan annan, sem margir gera og það er allt í lagi, en eftir slysið langaði mig ekki til þess lengur. Allt í einu langaði mig til að breyta alveg um stefnu og gera eitthvað nýtt. Þetta voru allt mjög velkomnar tilfinn-ingar á þessum tíma í mínu lífi og í raun hef ég verið miklu hamingju-samari eftir slysið. Ég setti aðra hluti í forgang og þá fóru fullt af nýjum ævintýrum af stað. Eins og flestir segja sem komast nálægt dauðanum, þá áttar maður sig á því hvað lífið er dýrmætt. Ég hefði átt að deyja en hér er ég enn og finn ekki einu sinni til verkja.“

Náði sáttum við líkama sinn

„Ég áttaði mig líka á því hvað líkaminn er magnað verkfæri. Samband mitt við líkama minn er mun heilbrigðara en þegar ég var í toppformi og á fullu í stökkinu. Því þrátt fyrir að vera í góðu formi þá var ég ekki í neinum tengslum við líkamann. Að líkaminn hafi jafnað sig eftir þetta og meira að segja skapað og komið út úr sér börnum er bara magnað,“ segir Jet sem á í dag tvær dætur þrátt fyrir að hafa verið sagt að hún ætti aldrei eftir að geta átt börn. „Ég á fatabúð og upplifi það oft að konur sem koma til mín eru ekki sáttar við líkama sinn. Flestir dæma líkama sinn allt of hart. Við gleymum því að þakka fyrir líkamann. Konur eiga svo auðvelt með að dæma hvernig þær líta út og ég er þar engin undan-tekning. Ég hafði átt í mjög erfiðu sambandi við minn líkama alveg frá því að ég var ung en það hætti algjörlega við slysið. Ég lærði í fyrsta sinn að bera virðingu fyrir honum og þakka fyrir það í dag.“

Jet Korine segir slysið hafa verið algjöran

vendipunkt í sínu lífi. Frá unga aldri hafði hún verið

ósátt við líkama sinn en slysið setti hlutina í nýtt samhengi. Í dag þakkar hún fyrir það magnaða

verkfæri sem líkaminn er, sama hvernig hann lítur út. Jet segist hafa fengið

sinn skammt af fallhlífar-stökki og ætlar aldrei að

stökkva aftur.

Mynd/Rut Sigurðardóttir

Ég sá í fljótu bragði að ég gæti lent á húsþökum, á rafmagnslínum, háum girðingum,

í grunnum sjónum þar sem voru kóral-rif eða á hraðbraut-

inni. Ég endaði á því að lenda í litlum

garði á milli húsa

28 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 29: 22 01 2016

– fyrst og fremstódýr!

AFGREIÐSLUTÍMAR OG FLEIRI TILBOÐ Á WWW.KRONAN.IS

2499kr.kg

Verð áður 4199 kr. kgUngnautafile, erlent

40 %afsláttur

1599kr.kg

Verð áður 1799 kr. kgLambalærisneiðar blandaðar

3499kr.kg

Verð áður 3899 kr. kgLambafile með rifjum

DEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUDEKRAÐUVIÐ BÓNDANN

40 40 40 VIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANNVIÐ BÓNDANN

Á BÓNDADAGINN

NÝTTkortatímabil

Öll verð eru birt m

eð fyrirvara um prentvillur og/eða m

yndabrengl. Tilboðin gilda til 24. janúar 2016.

Page 30: 22 01 2016

Undirhlíð 2 Akureyri

UPPLIFÐU!UPPLIFÐU!UPPLIFÐU!UPPLIFÐU!UPPLIFÐU!UPPLIFÐU!UPPLIFÐU!UPPLIFÐU!UPPLIFÐU!UPPLIFÐU!UPPLIFÐU!UPPLIFÐU!UPPLIFÐU!UPPLIFÐU!UPPLIFÐU!

360°NÆR ÓTAKMARKAÐ ÚRVAL

AF 360° 3D VR LEIKJUM,

TÓNLISTARMYNDBÖNDUM,

KVIKMYNDUM,

OFL. OFL.

Hallarmúla 2 Reykjavík

STÆRSTA TÖLVUVERSLUN LANDSINS

0%VEXTIRALLAR VÖRUR

VAXTALAUST Í 12 MÁNUÐI

Í Janúar fást allar

vörur með vaxtalausum

raðgreiðslum með 3.5%

VR

13. JANÚAR 2016 - BIRT M

EÐ FYRIRVARA UM

BREYTINGAR, PREN

TVILLUR OG MYN

DABRENGL

6.990Gerðu sjónvarpið snjallara á augabragði og

notaðu þjónustur eins og Netflix eða Hulu;)CHROMECAST 2

GOOGLECHROMECAST2Breyttu sjónvarpinu í snjall-sjónvarp með Chromecast 2, þú stjórnar snjallsjónvarpinu þínu með hvaða snjalltæki sem er ;)

PEBBLE TIME

astólar frá Arozzi úr og mjúkum örmum.

4LITIR

LEIKJASTÓLAR

NÝ SENDINGVAR AÐ LENDA

KOMDU AÐ

PRUFA :)FREEFLY VR

SÉRFRÆÐINGUR Á

STAÐNUM NÝ SENDINGVAR AÐ LENDA

299.900

• Intel Core i5-5300U 2.9GHz Turbo 4xHT

• 12GB DDR3 1600MHz vinnsluminni

• 256GB SSD ofur hraður diskur

• 14.1’’ FHD IPS Antiglare 1920x1080 skjár

• 1167Mbps WiFi AC, BT 4.0, USB 3.0

• 2 rafhlöður samtals 10 tíma ending

• Fingrafaralesari, TPM, Smartkortalesari

• Fullkomið Dokku tengi undir vélinni

• Windows 8.1 Pro & Windows 10 Update!

T450s

20BWS05K00

NÝ KYNSLÓÐ THINKPAD

10

3 Á

RA A

LÞJÓÐLEG ÁB

YRG

Ð3ÁRA

LE

NO

VO THINKPAD FYRIRTÆKJA

LÍN

AN

249.900ALLTAF BETRA VERÐ Á APPLE!

• Intel Core M Dual Core 2.6GHz Turbo

• 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni

• 512GB SSD PCle Flash - 60% hraðari

• 12’’ IPS Retina 2304x1440 skjár

• 867Mbps AC WiFi, BT 4.0, USB 3.1 Type-C

• Li-Polymer rafhlaða allt að 10 tímar

• Apple OS X Yosemite stýrikerfi

169.900MEÐ i7 OG 1TB SSHD AÐEINS 189.900

• Intel Core i5-6200U 2.8GHz Turbo 4xHT

• 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni

• 256GB SSD ofur hraður diskur

• 15.6’’ FHD LED AntiGlare 1920x1080

• 2GB AMD R7 M360 DX12 leikjaskjákort

• 2.0 JBL Dolby Digital Plus hljóðkerfi

• 867Mbps Dual WIFI AC, BT 4.0, USB 3.0

• Innbyggð 720p HD vefmyndavél

• Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

IDEAPAD500

80NT00AJMX1920x1080

FHDFULL HD SKJÁR

ANTI-GLARE VÖRN

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

OPNUNARTÍMAR

Virka daga10:00 - 18:30

Laugardaga11:00 - 16:00

3 LITIR

erfi.

GHz Turbo

500GB SSHD og 8GB SSD Hybrid diskur

8GB AMD R6 Carrizo DX12 skjákjarni

2.0 TrueHarmony Wide Range hljóðkerfi

-MIMO, BT 4.1, USB 3.0

720p Crystal Eye HD Skype vefmyndavél

Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum!

1920x1080

ÖLVA

13.3” MacBook AIR

229.900i5+256GB SSD

20ÞÚSUND LÆGRA VERÐ!ALGENGT VERÐ 249.990 MACBOOK

ÍSLE

NSKIR

LETUR LÍMMIÐAR Á LYKLABORÐI

ENN BETRA VERÐ!Á BETRA VERÐI MEÐ

ÍSLENSKUM LETUR LÍMMIÐUM

ÞÚ FÆRÐ

2015

HÁGÆÐA LEÐURTÖSKURHÁGÆÐA LEÐURTÖSKUR

19.900VERÐ FRÁ

HÁGÆÐA LEÐURTÖSKURHÁGÆÐA LEÐURTÖSKUR

2.990ÁRS ÁSKRIFT

Home&Student

21.900

OFFICE 2016

NÝJUSTU ÚTGÁFUR AF WORD, EXCEL, POWERPOINT OG ONENOTE

NÝTTBÆÐI TILFYRIR MAC

OG PC

ÖRYGGISVÖRN

NÝ SENDING LÆGRA VERÐ:)

199.900

80HE00GSMT

Sú allra flottasta frá Lenovo, örþunn og fislétt

með QHD+ IPS fjölsnertiskjá sem hægt er að

snúa 360° ásamt mögnuðu JBL hljóðkerfi!

• Intel Core M-5Y71 2.9GHz Turbo 4xHT

• 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni

• 256GB SATA3 SSD ofur hraður diskur

• 13.3’’ QHD+ IPS fjölsnertiskjár 3200x1800

• 1GB Intel HD 5300 DX12 skjákjarni

• AccuType lyklaborð með baklýsingu

• 867Mbps WiFi AC, Bluetooth 4.0, USB 3.0

• Örþunn 12.7mm og aðeins 1,19kg

• Windows 8.1 & Windows 10 Update!

YOGA3 PROLENOVO MEÐ QHD+ SNERTISKJÁ

7

FÆST Í 3 LITUM

NÝ SENDING

ENN ÖFLUGRI

QHD+IPS

FJÖLSNERTISKJÁR MEÐ178° SJÓNARHORNI

60ÞÚSUND AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR 259.900

199.900Örþunn 12.7mm og aðeins 1,19kg

• Windows 8.1 & Windows 10 Update!

159.900

kur

jóðkerfi, USB 3.0

ngum

80JV00K9MT

154.900STÍLHREIN OG FALLEG

• Intel Core i5-5200U 2.7GHz Turbo 4xHT

• 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni

• 1TB SSHD og 8GB SSD Hybrid

• 15.6’’ FHD LED AntiGlare 1920x1080

• 2GB AMD R7 M360 DX12 leikjaskjákort

• 2.0 JBL Dolby Digital Plus hljóðkerfi

• 867Mbps Dual WIFI AC, BT 4.0, USB 3.0

• Innbyggð 720p HD vefmyndavél

• Windows 8.1 & Windows 10 Update!

Z51-70

80K60082MT 1920x1080

FHDFULL HD SKJÁR

ANTI-GLARE VÖRN

199.900

• Intel Core i5-6200U 2.8GHz Turbo 4xHT

• 8GB DDR4 2133MHz vinnsluminni

• 1TB SSHD og 8GB SSD Hybrid diskur

• 15.6’’ FHD IPS Anti-Glare 1920x1080

• 4GB GeForce GTX 950M leikjaskjákort

• 4.0 Dolby Digital Plus Surround hljóðkerfi

• 867Mbps Dual WIFI AC, BT 4.0, USB 3.0

• 720p Crystal Eye HD vefmyndavél

• Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

NITRO

7

DRAUMAFARTÖLVAN:)

FULL HDIPS1920x1080 SKJÁR MEÐ

BAKLÝSTLYKLABORÐ Í FULLRI STÆRÐ

129.900NÝJASTA KYNSLÓÐ!

• •

50ÞÚSUND AFSLÁTTUR

VERÐ ÁÐUR

249.900

VN7-792G

NITRO BLACKLEIKJASKRÍMSLIÐ FRÁ ACER

Black edition lúxus fartölva með Soft-touch

metal finish, 17’’ ULTRA HD IPS skjá, ofur

öflugu leikjaskjákorti og Dolby 4.0 hljóðkerfi.

• Intel Quad Core i7-6700HQ 3.5GHz Turbo

• 8GB DDR4 2133MHz vinnsluminni

• 1TB SSHD og 8GB SSD Hybrid

• 17.3’’ UHD 4K IPS Anti-Glare 3840x2160

• 4GB GeForce GTX 960M leikjaskjákort

• 4.0 Dolby Digital Plus Surround hljóðkerfi

• 867Mbps Dual WIFI AC, BT 4.0, USB 3.0

• 720p Crystal Eye HD vefmyndavél

• Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

17.3” 4K UHD LEIKJATÖLVA!

4 PORTA USB HUB FARTÖLVUDOKKA

50%AFSLÁTTTUR VERÐ ÁÐUR2.990

FARTÖLVUBAKPOKI

CRUZ 16”

7.990CRUZ BAKPOKIFartölvubakpoki með plássi fyrir allt aukadótið :) 3

LITIR

279.900

MacBook Pro Retina

i5+256GB SSD

229.900i5+256GB SSD

MACBOOKMACBOOKMACBOOKMACBOOKMACBOOKMACBOOKMACBOOKMACBOOKMACBOOKMACBOOKMACBOOKMACBOOKMACBOOKMACBOOKMACBOOK

AABBOORRÐÐRRÐRR II

RRÐÐRRÐRR!!

279.900i5+256GB SSDi5+256GB SSD

30ÞÚSUND LÆGRA VERÐ!ALGENGT VERÐ 309.990

10ÞÚSUND AFSLÁTTUR

VERÐ ÁÐUR179.900

USB3.0DOKKA

ÖLL HELSTU TENGI FYRIR FARTÖLVUNA:)

EKTALEÐUR

Lúxus leðurtöskur með axlaról

Z51-70Z51-70Z51-70

3840x21604K-UHD

IPS SKJÁR MEÐ178° SJÓNARHORNI

68ÞÚSUND LÆGRA VERÐ!ALGENGT VERÐ 317.990

MacBook12” RETINA 512GB

MACBOOK

ÍSLE

NSKIR

LETUR LÍMMIÐAR Á LYKLABORÐI

ENN BETRA VERÐ!Á BETRA VERÐI MEÐ

ÍSLENSKUM LETUR LÍMMIÐUM

ÞÚ FÆRÐ

69.900 MACBOOK

ÍSLE

NSKIR

LETUR LÍMMIÐAR Á LYKLABORÐI

ENN BETRA VERÐ!Á BETRA VERÐI MEÐ

ÍSLENSKUM LETUR LÍMMIÐUM

ÞÚ FÆRÐ

2015

GLEÐILEGTGRÆJUÁR:)BYRJUM ÁRIÐ MEÐ LÁTUM • ALLAR HEITUSTU GRÆJURNAR

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.iswww.tolvutek.is

Undirhlíð 2 Akureyri Undirhlíð 2 Akureyri

PEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIME

Undirhlíð 2 Akureyri Undirhlíð 2 Akureyri Undirhlíð 2 Akureyri

VRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRVRPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIME

VRVRVRVRVRVRVRVRVRVRPEBBLE TIMEPEBBLE TIMEPEBBLE TIME

SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP

GHz Turbo

500GB SSHD og 8GB SSD Hybrid diskur

8GB AMD R6 Carrizo DX12 skjákjarni

2.0 TrueHarmony Wide Range hljóðkerfi

-MIMO, BT 4.1, USB 3.0

720p Crystal Eye HD Skype vefmyndavél

Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum!

1920x10801920x10801920x10801920x10801920x10801920x10801920x10801920x10801920x10801920x10801920x10801920x10801920x1080

NÝ SENDING LÆGRA VERÐ:)NÝ SENDING LÆGRA VERÐ:)

505050505050ÞÚSUND ÞÚSUND ÞÚSUND 50ÞÚSUND 5050ÞÚSUND 5050ÞÚSUND 50

AFSLÁTTUR

4BLSBÆKLINGURSTÚTFULLUR AF NÝJUM SJÓÐHEITUM VÖRUM!

OPNUNARTÍMAR

Virka daga10:00 - 18:30

Laugardaga11:00 - 16:00

Black edition lúxus fartölva með

Soft-touch metal finish, 17’’ ULTRA HD IPS skjá, ofur öflugu leikja-skjákorti og Dolby 4.0 hljóðkerfi.

249.900

NITRO

50ÞÚSUND AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR299.900

3840x21604K-UHDIPS SKJÁR MEÐ178° SJÓNARHORNI

BAKLÝSTLYKLABORÐ Í FULLRI STÆRÐ

Með hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á hús-næði sem hentar ungu fólki, fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Talið er að nærri helmingur ungs fólks á aldrinum 18-30 ára í Evrópu búi enn í foreldra-húsum. Ísland er þar ekki undanskilið. Eru þetta ósjálf-stæðir eilífðarunglingar eða er þetta bara það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki?

Fullorðin í foreldrahúsum Kristín Helga Ríkarðsdóttir 22 ára

Kristín Helga býr í húsi fjölskyldu sinnar í Laugardalnum.

Hefur sitt prívasí í kjallarnum hjá mömmu

Kristín Helga Ríkharðsdóttir er 22 ára gamall nemi á lokaári í mynd-list við Listaháskóla Íslands. Hún býr í kjallara raðhúss fjölskyldu sinnar á meðan hún klárar námið. „Mamma flutti úr minni íbúð í raðhús og við systir mín fengum að nota kjallara hússins. Núna er systir mín reyndar flutt og ég nota herbergið hennar sem skrifstofu, svo ég hef það óvenju gott. Ég bý í 5 mínútna fjarlægð frá skólanum og hef alveg mitt prívasí hérna.“

Hún segist finna fyrir minnk-andi pressu frá samfélaginu til að

búa sjálfstætt, þar sem svo margir séu í sömu stöðu, sérstaklega þeir sem séu á námslánum. Fæstir sjái kost í því að taka full framfærslu-lán og hafa þau svo á bakinu alla ævi. Kristín sér ekki fyrir sér að fara út á leigumarkað Reykjavíkur eftir nám, enda stefnir hugur hennar út fyrir landsteinana. „Ég hef alltaf séð fyrir mér að flytja til útlanda eftir nám, en það tengist lítið leigumarkaðnum, þó hann væri hagstæður fyrir ungt fólk myndi ég samt vera með þessa útþrá.“ | sgþ

30 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 31: 22 01 2016

Margverðlaunað meistarastykkieitraðasta eftirpartý leiklistarsögunnar!

Fös 22/1 kl. 20Lau 23/1 kl. 20Sun 24/1 kl. 20Fim 28/1 kl. 20

Tryggðu þér miða!

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Fös 29/1 kl. 20Lau 30/1 kl. 20Sun 31/1 kl. 20Fim 4/2 kl. 20

Fös 5/2 kl. 20Lau 6/2 kl. 20Sun 7/2 kl. 20Mið 10/2 kl. 20

Fim 11/2 kl. 20Fim 18/2 kl. 20Lau 27/2 kl. 20

UPPSELTUPPSELTUPPSELTUPPSELT

UPPSELTörfá sæti

UPPSELTUPPSELT

UPPSELTUPPSELTörfá sæti

UPPSELT

UPPSELTUPPSELT

„Magnaður samleikur“ SBH - Mbl

„Besta sýning leikársins til þessa“ S.J. - Fbl

„Þessi baneitraði heimiliskvartett er skylduáhorf”

S.J. - Fbl

„Þetta er leiklist í hæsta gæðaflokki.” SA. tmm.is

„Egill Heiðar Anton Pálsson leikstjóri og hans teymi allt vinnur stórsigur”

JSJ. Kvennablaðið

Margverðlaunað meistarastykki

Page 32: 22 01 2016

Ég heiti Stefán Ingi Stefánsson, fæddur í Noregi en alinn upp í Hlíð-unum. Kominn af niðursetningum á Snæfellsnesi og tröllum af Látra-strönd. Lærði sjúkraþjálfun, eins og mamma, en varð skrifstofukall, eins og pabbi. Hef síðan í gegnum tíðina alltaf orðið meiri og meiri hugleiðslujógi.

Ég er staddur Panama í Mið-Ameríku, bý í gamla bænum, Casco Viejo, og vinn við hliðina á Panamaskurðinum í Clayton. Ég er að vinna fyrir Barnahjálp Sam-einuðu þjóðanna og vinn á svæðis-skrifstofu sem þjónar Rómönsku-Ameríku og Karíbahafi sem er í Panama. Á skrifstofunni sé ég um að reka þjónustumiðstöð. Hluti af því er fjáröflun meðal einstaklinga, fjáröflun meðal fyrirtækja, hvatn-ing um samfélagslega ábyrgð fyrir-tækja og annað slíkt.

Veit ekki hvert stefnan verður tekin héðan né hvað ég mun endast en er búinn að vera hér í eitt og hálft ár og gæti verið í þrjú og hálft í viðbót ef ég verð allan tímann sem ég get. Næsta stopp verður vonandi

New York eða Genf.Ég sakna nánast bara fólksins

míns. Fjölskyldu og vina – sakna fólksins sem mér þykir vænt um. Sakna þess sérstaklega að vera langt frá hugleiðsluhópnum mínum. En fyrir utan það sakna ég lítils. Ef ég á að segja eitthvað þá sakna ég kannski grófs brauðs. Það er erfitt að finna gott fjögurra korna brauð hér.

Ég er feginn að vera laus við ís-lenska samfélagsumræðu. Upplifi einhvernveginn alla reiða og bitra á einhvern undraverðan hátt. Það er eitthvað vægðarleysi bæði í um-ræðunni og í stjórnmálunum. Það er eins og það megi segja allt og gera allt. Feginn að vera laus við það.

Ef ég hefði einhver áhrif og gæti breytt einhverju á Íslandi þá mundi ég vilja að það væri meira úrval af uppvöskunar-svömpum og að fólk væri almennt opnara fyrir því að brugga sér íste, jafnvel þó það sé kalt.

Mér finnst mjög gaman að búa í fjölbreyttu samfélagi með fólki af mismunandi uppruna. Bæði á það við um landið sem ég bý í en ekki síður vinnustaðinn. Og ég held að það sé eitthvað sem við gætum haft

í huga að við verðum áfram Íslend-ingar, þótt við blöndumst öðrum. Ég finn að minn menningarlegi bakgrunnur er mjög sterkur og mér þykir mjög vænt um hann en mikið óskaplega finnst mér gaman að kynnast nýjum siðum og nýrri sýn.

Það hefur verið aðeins erfitt að rækta tengslin heim út af tímamun-inum vestur. Þannig að þegar ég kem heim á kvöldin eru allri farnir að sofa á Íslandi. Hef verið duglegur að fara heim.

Það væri frábært ef maður gæti tekið flugið beint heim. Er ekki kominn tími til að íslensk flugfélög byrji að fljúga beint til Suður-Amer-íku?

Þegar maður er svona langt í burtu þá teygist á ýmsum tengslum og sum bönd slitna. Kunningjar og fólk sem er ekki alveg í innsta vin-ahring en mér þykir samt vænt um. Fólkið í hverfinu, í vinnunni, úr HÍ, úr MH og Hlíðaskóla.

Það sem hinsvegar kemur mér á óvart er að ég er orðinn meiri Valsari en áður. Finn fyrir mikilli löngun til þess að kaupa mér bún-ing og merkta bolta og hef reynt að gera það án árangurs. Svona hefur suður-ameríski hitinn skrýtin áhrif á mann!

PóskortPanama

Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson

TómÉg heyrði sögu af manni sem eitt sinn langaði að hafa frumkvæði að því að minnast fallins samferða-félaga með því að reisa honum minnisvarða. Honum fannst til-hlýðilegt að minnisvarðinn yrði staðsettur á fæðingar- og uppeldis-slóðum þess sem fallinn var frá. Varðinn var reistur af myndarskap. Hár og stílhreinn steinn sem fögur orð prýddu. Orðin endurómuðu manngildi og persónu þess sem minnst var. Frumkvöðullinn ákvað einnig að láta fylgja orðunum eina setningu neðst á steininum. Setn-ing sú opinberaði frumkvæði frum-kvöðulsins.

Hvers vegna „þurfti“ maðurinn að láta framtíðina vita að það var hann sem átti frumkvæði af minn-isvarðanum? Var ekki minnisvarð-inn þar með orðinn minnisvarði um tvær manneskjur?

Það virðist vera þannig með okkur mennina að við þurfum öll á ytri viðurkenningu að halda. Viðurkenningu á tilvist okkar. Spegilmynd frá samfélaginu sem fullvissar okkur um eigin tilveru og ágæti. Þessi þörf virðist þó mismik-il og fer sjálfsagt eftir því hvernig sjálfsmynd okkar er dregin. Hvaða ramma og liti við höfum fengið í arf og hvernig penslinum var beitt í upphafi. Að hve miklu leyti tómið sem er samtvinnað hinni flöktandi innri fullvissu er fyllt. Hversu mik-ið tóm við berum í sjálfsmyndinni og hvað djúpt er á því.

Uppeldi okkar og samtími gefur okkur leiðbeiningar um hvernig tómið sé best „fyllt“. Markaðurinn eggjar okkur áfram með skilaboðum að okkur líði betur og innri fullvissu um eigið ágæti sé best „fullnægt“ með ytra efni. Trú okkar og skynsemi segir á hinn bóginn að innri fullvissa og þar með hamingja sé tryggð með því að fylla tómið innan frá. Að í tóminu grói kærleikur sem rétt nærður

fylli holuna okkar innan frá og að kærleikurinn sé óháður hinu ytra efni.

Öll erum við breysk og búum við mismikla innri fullvissu og tóm. Við getum ályktað að allt líf okkar einkennist í grunninn að því að við viljum hámarka vellíðan um leið við viljum forðast vanlíðan. Við getum velt því fyrir okkur að hve miklu leyti við ráðum pensilstrok-unum og hvort við getum eitthvað átt við þær eftir að þær hafa verið dregnar. Hvort við getum orðið samverkamenn að eigin sjálfs-mynd.

Getum við einbeitt okkur að því að fylla tómið innan frá og þannig aukið innri fullvissu. Vera viss um að við séum nóg eins og við erum án of mikillar ytri viðurkenningar?

Hamingjugaldurinn ku vera sáað holuna fylla skal innan frá.Einbeita sinni að einföldum dyggðum,elska og hvílast í fámennum byggðum. (hu)

Teygist á tengslum og sum slitna

Reykja‑víkur‑leik‑arnir hefjast um helgina þar sem keppt verður í fjölbreyttum íþrótta greinum.

Fyrsta keppnisgrein á Reykjavíkurleikunum hefst í dag, 22. janúar, í Laugardalnum. Keppt er í 21 íþróttagrein, þar á meðal bardagaíþróttum, frjálsum íþróttum, sundi og ólympískum lyftingum. Í heildina má búast við 1500 manns til landsins að taka þátt í leikunum. Okkar fremsta íþróttafólk hefur undirbúið sig vel fyrir leikana enda við öfluga keppendur að etja. Sundkonan Eygló Ósk og hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir fá verðuga and-stæðinga frá Norðurlöndunum og verður spennandi að fylgjast með. Vonir eru bundnar við ný met í greinum kraftlyftinga og ólympískra lyftinga þar sem Íslendingar hafa alltaf staðið sterkt að vígi og greinarnar njóta mikilla vinsælda. Mótið stendur yfir dagana 22.-24. janú-ar og 28.-31. janúar.

Eygló Ósk og Aníta Hinriks fá verðuga keppinauta

Aníta Hinriks-

dóttir.

32 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 33: 22 01 2016

Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur.

Hver sem íþróttin er, markmiðið er alltaf að verða betri. Hleðsla er íþróttadrykkur úr náttúrulegum íslenskum hágæðapróteinum sem byggir upp vöðvana. Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur. hledsla.is

MS ÓSKAR ÖLLUM KEPPENDUM

GÓÐS GENGISá Reykjavíkurleikunum dagana 21.–31. janúar

Page 34: 22 01 2016

Mynd | Rut Sigurðardóttir

Gísli Ragnar Sumarliðason greindist með sykursýki níu ára gamall og bjóst við að þurfa að glíma við sjúkdóminn til æviloka. Eftir að nýru hans gáfu sig, fyrir fimm árum, fékk hann nýtt nýra og bris og losnaði við sykursýkina.

Þóra Tómasdó[email protected]

„Líf mitt breytist svo mikið eftir aðgerðina að þetta er eins og svart og hvítt,“ segir Gísli Ragnar sem ekki hefur þurft að sprauta sig með insúlíni í rúm þrjú ár.

Aðdragandinn að líffæraígræðsl-unni var langur. Eins og algengt er meðal sykursjúkra, höfðu in-súlíngjafir og langvarandi óregla á blóðsykri valdið skemmdum á líf-færum í líkama hans. Í ársbyrjun 2011 voru nýru Gísla Ragnars nán-ast óstarfhæf. „Ég fékk mér hangi-kjöt um jólin og bólgnaði allur upp, saltið í matnum hreinsaðist ekki út og það safnaðist upp mikill vökvi í líkamanum. Ég fór beint upp á spítala og var sendur í mína fyrstu blóðskilun.“ Þegar ljóst var að Gísli Ragnar væri með nýrna-bilun á háu stigi þurfti að tengja hann við vél sem hreinsar blóðið. Í kjölfarið var hann skráður á biðl-ista eftir nýra frá líffæragjafa.

Fram að þessu vann Gísli Ragn-ar langa vinnudaga á sjó og við þær aðstæður átti hann erfitt með

að passa upp á að blóðsykurinn héldist jafn. Það reyndist erfitt að borða reglulega og gefa sér tíma til að finna út réttar insúlínsgjafir. „Ég var orðinn mjög máttfarinn og farinn að fá blóðsykursföll á hverjum einasta degi. Líkaminn brást við sykurfalli með svaka-legum krampaköstum. Átökin voru svo mikil að ég hafði enga stjórn. Menn þurftu að setjast ofan á mig til að koma í veg fyrir að ég meiddist. Eitt sinn skall höfuðið á mér svo harkalega í jörðina að ég var með skakkt bit í langan tíma á eftir.“

Algengt er að sykursjúklingar séu í langan tíma að jafna sig eftir alvarlegt blóðsykursfall. Allt upp í rúman sólarhring. „Ég hefði nú alveg þegið að fá að jafna mig í einhvern tíma eftir svona köst en oftast var ég kominn út að vinna hálftíma síðar.“

Eftir að nýrun voru hætt að starfa þurfti Gísli Ragnar að gefa sjómennskuna upp á bátinn. Hann var orðinn háður blóð-skilun þrisvar í viku og erfiðara var að stunda vinnu. „Ég ætlaði að nýta tímann til að fara í skóla og flutti á Keili til að sækja nám. Það reyndist hinsvegar ómögulegt. Ég þurfti að fara þrisvar í viku í blóð-skilun á Landspítalanum þar sem ég var tengdur við vélina í marga klukkutíma. Ég náði ekki að sinna fullu námi meðfram þessu en tók þess í stað meiraprófið og vinnu-vélaréttindi.“

Sykursýki Framfarir í líffæraígræðslum

Nýtt bris breytti lífi mínu

Tveimur árum eftir að nýru Gísla Ragnars gáfu sig, kom kallið og hann var sendur til Svíþjóðar. Fundist hafði líffæragjafi sem talið var líklegt að passaði. Læknarnir lögðu það til að hann fengi ekki aðeins nýtt nýra, heldur líka bris úr sama einstaklingi. Aðgerðin hafði verið framkvæmd á nokkr-um Íslendingum áður og gefið góða raun.

„Ég hafði aldrei heyrt um bris ígræðslur áður og fór að hlæja þegar læknirinn sagði mér frá þessu. Mig grunaði ekki að það væri mögulegt að lækna mig af sykursýki og að ég gæti nokkurn tíma lifað án þess að vera háður insúlíni.“

Bróðir Gísla Ragnars fór með honum til Svíþjóðar þar sem

aðgerðin var framkvæmd á Sa-hlgrenska sjúkrahúsinu í Gauta-borg 9. september 2013. Bæði bris og nýra var grætt úr sama ein-staklingi í Gísla Ragnar og er óhætt

að segja að árangurinn hafi verið góður. Hann þarf þó, eins og allir líffæraþegar, að vera á ónæmisbæl-andi lyfjum það sem eftir lifir.

„Ég fékk reyndar smávægilega sýkingu tveimur mánuðum eftir aðgerðina og þurfti að fara aftur út til að fá sérfræðiaðstoð. Síðan hef ég varla orðið veikur og orkan og mátturinn er öll að koma til baka. Ég er farinn að geta unnið hluta úr degi og það hentar mér vel.

Helsti munurinn felst í að þurfa ekki að vera stöðugt að sprauta mig. Ég var vanur að gefa mér insúlín sex sinnum á dag og mér reiknast til að þá hafi ég sprautað mig 34 þúsund sinnum um ævina. Ég hef ekki þurft á insúlíni að halda síðan daginn fyrir aðgerð. Líf mitt er allt annað.”

Í brúðarkjólnum stendur Arngerð-ur María Arnardóttir í lyftunni hans Spessa ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni á Laugarnesi. Nýstigin úr brúðkaupsmyndatöku lýsir tónlistarstjórinn Arngerður sinni nýlegu hæstu hæð og gam-alli lægð í lífinu.

„Ég hef gengið í gegnum erfið-leika, eins og flestir, en það er oftast eitthvað sem varir stutt og annað betra tekur við,“ segir Arn-gerður sem á erfitt með tímasetja einn botn í lífinu. „Þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Ég veit ekki hver minn botn í lífinu er, þeir virðast svo smávægilegir eftir á að hyggja en ég gekk í gegnum skilnað og það tekur alltaf á.“

Arngerður segir sínar hæstu hæðir í lífinu vera að eignast börnin sín tvö og að giftast sínum heittelskaða. „Við giftum okkur núna um daginn hjá sýslumanni og héldum hundrað manna veislu með nánustu vinum og ættingj-

Frá skilnaði í brúðarkjólinnLyftan #2 Spessi

Arngerður í brúðar-kjólnum.

um. Það var plötusnúður á staðn-um, dansað og haft gaman. Veisla í okkar anda.“

Ég var vanur að gefa mér insúlín

sex sinnum á dag og mér reiknast til að þá hafi ég

sprautað mig 34 þúsund sinnum

um ævina.

Gísli Ragnar Sumarliðason fór að hlæja þegar læknirinn hans stakk upp á að hann undirgengist brisígræðslu.

Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 13. skipti þann 5. mars næstkomandi.

Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu en skilafrestur tilnefninga til dómnefndar er föstudagurinn 29. janúar.Eins og á síðasta ári verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir:

• Besta umfjöllun ársins 2015• Viðtal ársins 2015• Rannsóknarblaðamennska ársins 2015• Blaðamannaverðlaun ársins 2015

Hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla 23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti á heimasíðu BÍ, www.press.is .

GERÐUVEL VIÐBÓNDANN!Komdu við og taktumeð þér Bóndasælu í fallegri g jafaöskju – aðeins 690 kr. í dag

Austurstræti 16 apotek.is

34 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 35: 22 01 2016

Mögnuð lýsing á tíðaranda millistríðsáranna.Í sakleysislegri sögunni er margt ósagt, sem þó lifnar við

í huga lesandans. Ida Simons hefur verið kölluðJane Austen Antwerpen-borgar.

„Sannkallaður gálgahúmor og hreinræktuð frásagnargleði.“DAGENS NÆRINGSLIV

Þýðandi: Jóna Dóra Óskarsdóttir

DA

Þýð

FÁVÍS MÆR EFTIR IDU SIMONS NÝ BÓK Í NEON-BÓKAFLOKKNUM

Bókin komfyrst út árið 1959en er nú endurútgefinum allan heim.

EVRÓPA MILLI STRÍÐA

★★★★★DE STANDAARD

IDA SIMONS

Page 36: 22 01 2016

Starfsmenn kaþólsku kirkjunnar á Íslandi beittu sömu aðferðum við að hylma yfir kynferðisbrot presta og þeir sem til umfjöll-unar eru í Óskarstilnefndu kvikmyndinni Spotlight.

Þóra Tómasdó[email protected]

Spotlight byggir á sönnum atburð-um og aðdraganda þess að rann-sóknarteymið Spotlight á dag-blaðinu The Boston Globe afhjúpaði umfangsmikil kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar í Boston. Rit-stjórnin hlaut Pulitzer verðlaunin fyrir vel unnin störf í almanna-þágu árið 2003 en kvikmyndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta kvikmynd ársins 2015. Hún varpar ljósi á hvernig upp komst um afbrot prestanna og hylming-ar starfsmanna kirkjunnar. Mynd-in verður frumsýnd á Íslandi 29.

janúar en þau Rachel McAdams og MarkRuffalo eru bæði eru tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Thomas McCarthy er tilnefndur fyr-ir leikstjórn og handrit ársins.

Kvikmyndin sýnir sjónarhorn blaðamannanna en þeir fullyrtu í umfjöllun sinni að 6% kaþólskra presta í Boston væru kynferðis-brotamenn. Það reyndist blaða-mönnunum þrautinni þyngri að fletta ofan af málinu þar sem æðstu menn kirkjunnar földu slóðina, sátu á sönnunargögnum og beittu marg-víslegum brögðum til að hylma yfir glæpina.

Kirkjunnar menn vissu vel af háttsemi prestanna og í stað þess að víkja þeim frá störfum eða leita til lögreglu, var „tekið á málum“ innan kirkjunnar. Sem virðist einmitt hafa verið lenska innan kaþólsku kirkj-unnar á Íslandi. Prestarnir í Boston, sem höfðu orðið uppvísir að kyn-ferðisbrotum gegn börnum, voru sendir í veikindaleyfi eða færðir til

í starfi. Eitt af því sem gerði blaða-mönnunum erfitt fyrir var að prest-arnir stöldruðu stutt við á hverjum stað. Þeir bjuggu ávallt í húsnæði á vegum kirkjunnar og þegar sög-urnar fóru á stjá voru þeir færðir til og þeim fundið starf á nýjum stað. Þannig komst kirkjan hjá óþægilegu umtali.

Spotlight-teymið vann í marga mánuði við að afhjúpa glæpina og sagði í fyrstu umfjölluninni um málið frá brotum hátt í 80 presta. Ekki gengust kirkjunnar menn þó við vitneskju um málið þrátt fyrir að blaðamennirnir hefðu undir höndum gögn sem sönnuðu hið gagnstæða.

Viðbrögð lesenda létu ekki á sér standa. Um leið og umfjöllunin birt-ist í blaðinu rigndi símtölum inn á ritstjórnina og fjöldi þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir brotum margfaldaðist. Alls voru 249 prest-ar sakaðir um brot gegn meira en þúsund einstaklingum.

Kynferðisbrot Líkindi með Landakotsmáli og Spotlight

Sömu hylmingar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og í Boston

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

2. tölublað 1. árgangur

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

17.-19. júní 2011

24. tölublað 2. árgangur

24

Trúir á bæn ogfyrirgefninguna

Viðtal

Íris Norðfjörð

34Bækur

54

Nanna Árna

Skrifar bók um upp-vakninga

2

ana lilyBerst fyrir

brott-numdum

syni

úttekt kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar

Séra George, sem var

skólastjóri landakots-

skóla og staðgengill

kaþólska biskupsins,

er sakaður um grófa

kynferðislega mis-

notkun á ungum dreng.

Þýsk kennslukona við

skólann er einnig sökuð

um að hafa misnotað

drenginn. Börnin sem

hafa verið klippt út úr

myndinni tengjast ekki

efni fréttarinnar.

kajsa fær

„Íslenski útgefandinn

heitir því á kápu að sagan sé

meinfyndin. Það er

hún ekki.“

rós kristjáns

46tÍska

Rómantísk hippatíska

Ljós

myn

d/Lj

ósm

ynda

safn

Rey

kjav

íkur

Síður 16-20

FAST Verð

Gleraugnaverslunin þínSÓLGLER með styrkleika

fylgja kaupum á gleraugum í júní MJÓDDINNIÁlfabakka 14

Opið: virka daga 9–18

FIRÐIFjarðargötu 13–15

Opið: virka daga 10–18

og laugardaga 11–15

AKUREYRIHafnarstræti 95

Opið: virka daga 9–17.30

SELFOSSAusturvegi 4

Opið: virka daga 10–18

Kynferðisleg misnotkun innan

kaþólsku kirkjunnar á ÍslandiTveir menn stíga fram og lýsa kynferðislegu ofbeldi sem var látið viðgangast innan kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík.

Þeir vilja rannsókn og svör frá kaþólska biskupnum á Íslandi sem hefur þagað þunnu hljóði þrátt fyrir vitneskju um

málið. Nýtt fagráð um kynferðisbrot á vegum innanríkisráðuneytisins er með málin til meðferðar. Séra George var skólastjóri Landakotsskóla og staðgengill kaþólska biskupsins á Íslandi. Hann var sakaður um ítrekuð

kynferðisbrot gegn börnum í áratugi. Forsíða Fréttatímans frá 17. júní 2011.

MICHAEL KORS

ÚTSALASKÓR -30%

KRINGLUNNI

KRINGLUNNI | SKEIFUNNI | SPÖNGINNI | SMÁRALIND

ÚTSALAALLT AÐ

AFSLÁTTUR

byko.is

GROHE Aquatunes Bluetooth hátalari.Hlustaðu á tónlist í sturtunni eða baðinu. Vatnsheldur hátalari með hleðslustöð.

36 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 37: 22 01 2016

– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –

Í S L E N S K U R

GÓÐOSTUR

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/MSA

733

03 0

3/15

Sama þöggun og á ÍslandiAðferðirnar til að hylma yfir brotin voru á margan hátt þær sömu og starfsmenn kaþólsku kirkjunnar á Íslandi beittu til að þagga niður margra ára kynferðislega misnotk-un. Meðal annars með því að þykj-ast ekki hafa vitað af brotunum.

Eins og fyrst var sagt frá í Frétta-tímanum árið 2011 beittu æðstu menn Landakotsskóla og kaþólsku kirkjunnar á Íslandi börn grófu kynferðislegu ofbeldi svo árum skipti. Biskup kaþólsku kirkjunnar þagði þunnu hljóði þrátt fyrir vitn-eskju um málið og neitaði alfarið að hafa fengið ábendingar um slíkt.

Tveir menn lýstu reynslu sinni í Fréttatímanum þann 17. júní 2011 og rufu þögnina um leyndarmálið sem svo margir vissu. Að starfs-menn kirkjunnar og Landakots-skóla hefðu misnotað börn. Brotin sem mennirnir lýstu áttu að hafa gerst áratugum áður. Ekki fékkst nokkur maður innan kaþólsku kirkjunnar til að svara spurningum Fréttatímans um ásakanirnar. Eftir að blaðið kom út stigu fleiri fórnar-lömb fram og greindu frá ofbeldi sem viðgekkst í Landakotsskóla, í sumarbúðum skólans og innan kaþólsku kirkjunnar. Sérstök rann-sóknarnefnd var stofnuð til að fara ofan í saumana á ásökunum og nið-urstöður hennar staðfestu að fótur var fyrir ásökununum.

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

2. tölublað 1. árgangur

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

17.-19. júní 2011

24. tölublað 2. árgangur

24

Trúir á bæn ogfyrirgefninguna

Viðtal

Íris Norðfjörð

34Bækur

54

Nanna Árna

Skrifar bók um upp-vakninga

2

ana lilyBerst fyrir

brott-numdum

syni

úttekt kynferðislegt ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar

Séra George, sem var

skólastjóri landakots-

skóla og staðgengill

kaþólska biskupsins,

er sakaður um grófa

kynferðislega mis-

notkun á ungum dreng.

Þýsk kennslukona við

skólann er einnig sökuð

um að hafa misnotað

drenginn. Börnin sem

hafa verið klippt út úr

myndinni tengjast ekki

efni fréttarinnar.

kajsa fær

„Íslenski útgefandinn

heitir því á kápu að sagan sé

meinfyndin. Það er

hún ekki.“

rós kristjáns

46tÍska

Rómantísk hippatíska

Ljós

myn

d/Lj

ósm

ynda

safn

Rey

kjav

íkur

Síður 16-20

FAST Verð

Gleraugnaverslunin þínSÓLGLER með styrkleika

fylgja kaupum á gleraugum í júní MJÓDDINNIÁlfabakka 14

Opið: virka daga 9–18

FIRÐIFjarðargötu 13–15

Opið: virka daga 10–18

og laugardaga 11–15

AKUREYRIHafnarstræti 95

Opið: virka daga 9–17.30

SELFOSSAusturvegi 4

Opið: virka daga 10–18

Kynferðisleg misnotkun innan

kaþólsku kirkjunnar á ÍslandiTveir menn stíga fram og lýsa kynferðislegu ofbeldi sem var látið viðgangast innan kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík.

Þeir vilja rannsókn og svör frá kaþólska biskupnum á Íslandi sem hefur þagað þunnu hljóði þrátt fyrir vitneskju um

málið. Nýtt fagráð um kynferðisbrot á vegum innanríkisráðuneytisins er með málin til meðferðar.

Mennirnir tveir sem fyrst lýstu kynferðislegu ofbeldi starfs-manna kaþólsku kirkjunnar, sögðu kirkjuna vel upplýsta um brotin.

Árið 1996 fékk annar mannanna prest til að lýsa misnotkuninni, sem hann varð fyrir, fyrir bisk-upi. Engin viðbrögð komu frá biskupi.

Árið 1997 fór annar mannanna á fund nokkurra starfandi presta í Landakoti og greindi frá mis-notkuninni. Einn prestanna sagði manninn einungis á hött-unum eftir peningum og þannig lauk fundinum.

Í maí 2010 sendi maðurinn Pétri Bürcher, þáverandi biskupi, bréf og greindi frá reynslu sinni.

Svona hylmdi kaþólska kirkjan á Íslandi yfir kyn-ferðisbrot:Iðunn Angela Andrésdóttir, fyrr-um nemandi í Landakotsskóla, greindi frá því í Fréttatímanum 2011 að kaþólska kirkjan hefði hunsað fjölmargar ábendingar um kynferðislega misnotkun sem séra Georges, skólastjóri Landakotsskóla, beitti hana.

Árið 1963 fór faðir Iðunnar á fund með Hinriki Frehen þá-verandi biskupi og sagði að séra George hefði misnotað Iðunni. Engin eftirmál urðu af fundin-um.

Um miðjan níunda áratuginn sagði Iðunn kaþólskri nunnu frá misnotkuninni en nunnan kom til hennar á vegum kvenfélags kaþólsku kirkjunnar. Hún sagði að Iðunn yrði að læra að fyrir-gefa séra George.

Árið 1990 greindi þáverandi eiginmaður Iðunnar kaþólska prestinum séra Patrick Breen frá misnotkun séra Georges.

Daginn eftir greindi Iðunn sjálf séra Patrick og öðrum presti frá misnotkuninni. Viðbrögð prest-anna voru að Iðunn þyrfti að fyr-irgefa séra George. Séra Patrick er enn starfandi við kaþólsku kirkjuna.

Kvikmyndin Spotlight hlaut sex tilnefningar til

Óskarsverðlauna.

Iðunn Angela Andrés-dóttir sagði prestum kaþólsku kirkjunnar

frá ofbeldi séra George, skólastjóra

Landakotsskóla. Við-brögð prestanna voru

að Iðunn þyrfti að fyrirgefa séra George. Faðir hennar krafðist

þess að biskupinn sendi séra George aftur til Hollands

en við því var ekki brugðist.

|37fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 38: 22 01 2016

Í september 2010 fór maðurinn á fund með Pétri Bürcher og séra Patrick Breen og greindi frá misnotkun sem þeir báðir urðu fyrir. Hann bað biskup að hefja rannsókn á málunum.

Stuttu síðar sendi biskup mann-inum bréf og sagðist ætla að hefja rannsókn á málinu. Manninum stæði til boða almenn sáluhjálp sem kirkjan veiti.

Nokkrum dögum síðar sendi biskup manninum bréf og sagði að ekkert væri til um málin inn-an kaþólsku kirkjunnar. Rann-sókninni væri því lokið.

Viku síðar sagði upplýsinga-fulltrúi kaþólsku kirkjunnar, séra Jakob Rolland, í viðtali við Vísi að ekkert tilfelli tengt kyn-ferðislegu ofbeldi innan kaþ-ólsku kirkjunnar hefði komið upp á Íslandi, að því er kirkjan best vissi.

Árið 2011 tilkynntu mennirnir tveir um mál sín til Ögmundar Jónassonar, þáverandi innan-ríkisráðherra. Ráðherra vísaði málunum til fagráðs um kyn-ferðisbrot sem starfaði á vegum ráðuneytisins.

Skömmu síðar boðaði innanríkis-ráðherra og fagráðið Pétur Bürc-her biskup á fund til að skýra biskupi frá málum mannanna tveggja. Engin viðbrögð komu frá biskupi.

17. júní 2011 birti Fréttatíminn viðtal við mennina tvo sem

sögðust hafa verið misnotaðir kynferðislega af tveimur starfs-mönnum kaþólsku kirkjunnar og kennslukonu við Landakots-skóla.

Samdægurs sendi Pétur Bürc-her yfirlýsingu um að kirkjan liti ásakanirnar alvarlegum augum og ynni að samræmdri viðbragð-sáætlun við kynferðisbrotum með norrænum starfsbræðrum.

21. júní 2011 sendi Pétur Bürc-her frá sér aðra yfirlýsingu þar sem hann spurði hver væri rétt-ur hinna látnu sem bornir voru þungum sökum. Það væri ekki hlutverk kirkjunnar né stjórn-valda að skera úr um sekt fólks, heldur dómstóla.

Fagráð um kynferðisbrot vísaði málinu til lögreglu en þar sem brotin voru fyrnd og gerendur látnir var ekkert aðhafst í mál-inu.

Í ágúst 2011 stofnaði Kaþólska kirkjan rannsóknarnefnd til að rannsaka hvort fótur væri fyrir ásökununum fjölda fólks sem stigið hafði fram og lýst ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar í fjöl-miðlum.

Alls komu um þrjátíu einstak-lingar fyrir nefndina. Átta þeirra sögðust hafa sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu starfsmanna kirkjunnar. Fyrsta dæmið var frá 1956 og það síðasta frá 1988.

Niðurstaða nefndarinnar var að Kaþólska kirkjan hefði vísvit-

andi stungið ábendingum um kynferðislegt ofbeldi, undir stól. Að Jóhannes Gijsen hefði meðal annars eyðilagt bréf með slíkum ábendingum til að hylma yfir brot.

Eins og fram kemur í kvikmynd-inni Spotlight hefur kaþólska kirkjan stundað það í áraraðir að færa menn til í starfi sem sakað-ir hafa verið um kynferðisbrot. Þannig átti að reyna að koma í veg fyrir illt umtal um kirkjuna. Bæði séra George, skólastjóri í Landakotsskóla, og Johannes Gij-sen voru sendir frá Hollandi til að starfa fyrir kaþólsku kirkjuna á Íslandi. Gijsen var biskup á Ís-landi í ellefu ár, frá 1996 til 2007.

Árið 2010 sökuðu tveir menn Jo-hannes Gijsen um að hafa áreitt þá kynferðislega í skóla í Rolduc í Hollandi á árunum 1959-1961. Gijsen neitaði ásökunum.

Í ársbyrjun 2014 fullyrtu tals-menn Mea Culpa, samtaka þol-enda kynferðisofbeldis starfs-manna kaþólsku kirkjunnar, að ásakanir um ofbeldi Gijsen hefðu ítrekað verið hundsaðar.

Í apríl 2014 staðfesti nefnd innan kaþólsku kirkjunnar Roermond í Hollandi að Gijsen hefði brotið gegn tveimur drengjum. Nefnd-in komst að þeirri niðurstöðu að brotin væru sönnuð.

Kaþólska kirkjan Roermond í Hollandi staðfestir að Johannes Gijsen, sem var biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í ellefu ár, hafi misnotað unga drengi. Fullyrt er að hylmt hafi verið yfir ásakanir um brot hans.

Vetrarhátíð 2016Sérblað fylgir Fréttatímanum 5.febrúar

Vetrarhátíð 2016 er hátíð ljóss og myrkurs og verður haldin í tólfta sinn 4.-8. febrúar 2015.Af því tilefni gefum við út blað í samvinnu við bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem fylgir Fréttatímanum 5. febrúar.

Þetta er tilvalin staður til þess að tengjast markhópi þínum með skilaboðum. Hafðu samband við auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á [email protected] og fáðu nánari upplýsingar.

ÖFLUGRI EN HEFÐBUNDNAR OMEGA-3 OLÍUR

TM

Bioglan Calamari Healthy May V4.indd 1 23/05/2014 16:23

Rannsóknir sýna að Omega-3 olía:• Stuðlar að heilbrigðari heilastarfsemi• Bætir minni og einbeitingu• Vinnur gegn elliglöpum• Er nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska og starfsemi líkamans

Útsölustaðir: Fæst í öllum helstu apótekum, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum, Heimkaup.isog Heilsutorgi Blómavals

www.balsam.is

Calamari Gold inniheldur einstaklega mikið af Omega-3 (DHA): • 5 x meira af omega-3 (DHA) en þorskalýsi• 3 x meira af omega-3 (DHA) en fiskiolía

Koffein Apofri - 100% hreinar koffíntöflur

VANTAR

ÞIG

ORKU?

• Á morgnana • Í vinnuna • Í skólann og prófalesturinn • Fyrir æfinguna

ÞÆGILEG ORKA ÞEGAR ÞÚ ÞARFT Á HENNI AÐ HALDA

ÁN ALLRA AUKAEFNAFæst í næsta apóteki

– FULLT HÚS ÆVINTÝRAFiskislóð 1 Sími 580 8500

REYKJAVÍK

Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630

AKUREYRI

ELLINGSENELLINGSEN

RISA- ÚTSALA

Komdu og skoðaðu úrvalið!

20–70%AFSLÁTTUR

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA

38 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 39: 22 01 2016

Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / [email protected] / S: 560 2000

HÉR ER GAMAN! Veldu þinn pakka og komdu með okkur í langþráða sólina á Gaman Ferða kjörum. Kíktu á gaman.is og skoðaðu úrvalið. Innifalið er flug, skattar, gisting & ein 20 kg taska á mann. Þetta er pakkalega einfalt!

Verð á mann m. v. 2 fullorðna í 7 nætur með hálfu fæði. Ferðatímabil: 23.-30. apríl.

89.600 kr.

79.200 kr.

Verð frá:

Verð frá:

Ifa Buenaventura ***

Verð á mann m. v. 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 16.-23. apríl.

Marina Suites ***

Verð á mann m. v. 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) í 7 nætur með allt innifalið. Ferðatímabil: 2.- 9. maí.

87.790 kr.

62.500 kr.

Verð frá:

Verð frá:

Olympic Park ****

Verð á mann m. v. 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 2.- 9. maí.

Costa Encantada ****

KANARÍ

Verð á mann m. v. 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) í 7 nætur. Ferðatímabil: 18.-25. maí.

63.700 kr.

69.900 kr.

Verð frá:

Verð frá:

Cye Holiday Center ***

Verð á mann m. v. 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) í 7 nætur með morgunverði.Ferðatímabil: 18.-25. maí.

Regente Aragon ****

COSTA DORADA / SALOU

COSTA BRAVA

Verð frá 104.850 kr. miðað við 2 fullorðna

Verð frá 76.200 kr. miðað við 2 fullorðna

Verð frá 74.960 kr. miðað við 2 fullorðna

Verð frá 74.600 kr. miðað við 2 fullorðna

Verð á mann m. v. 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára) í 7 nætur með allt innifalið. Ferðatímabil: 30. apríl - 7. maí.

86.890 kr.

69.000 kr.

Verð frá:

Verð frá:

Dream Villa Tagoro ****

Verð á mann í 7 nætur m. v. 4 fullorðna saman ííbúð. Ferðatímabil: 30. apríl –7. maí.

Green Garden Resort & Spa ****

TENERIFE

Verð frá 108.900 kr. miðað við 2 fullorðna

Verð frá 88.150 kr. miðað við 2 fullorðna

Verð frá 109.400 kr. miðað við 2 fullorðna

Page 40: 22 01 2016

Kæri Árni.Bestu þakkir fyrir bréfið þitt. Það er einmitt þessi glíma við hegð-unarmótun barns sem er eitt af stórum verkefnum hverrar fjöl-skyldu og margir foreldrar eiga í miklum vanda þegar kemur að því að setja viljasterku barni mörk.

Mesta hegðunarnámiðGóð hegðun og jákvæður agi er það sem leggur grunninn að sjálf-stjórn hvers einstaklings og mesta hegðunarnám fer fram upp að 6-7 ára aldri, eftir það verður erfiðara að eiga við öll hegðunarvand-kvæði. Þess vegna er afar mikil-vægt að þið hjónin grípið til ráða. Samkvæmt lýsingu þinni hefur drengurinn ykkar fengið að æfa neikvæða hegðun heima með til-heyrandi taumleysi, eitthvað sem hann sýnir ekki annars staðar. Börn læra nefnilega hvað er í boði og hvað er ekki í boði af viðbrögð-um fólksins í umhverfinu. Þess vegna sýna þau oft ólíka fram-komu frá einum stað til annars og ábyrgðin er ekki barnanna, heldur fullorðna fólksins í kringum þau.

Jákvæð styrking áhrifameiriHegðunarþjálfun okkar snýst ekki bara um að stöðva barn sem er í ógöngum með framkomu sína. Þvert á móti lærir barn mest um góða framkomu þegar vel gengur og þið skuluð endilega ræða bæði við leikskólann og ömmuna um þær aðstæður sem þau skapa og gerir það að verkum að honum gengur svona vel þar. Mögulega er meiri röð, regla og rútína í leik-skólanum sem auðveldar honum lífið, mögulega hefur amma tíma til að spjalla og leika við hann, mögulega nær amma að semja við hann um millileið áður en hann er kominn í stríðsham til að fá meira sælgæti? Þið getið án efa lært eitt-hvað af þeim til að skapa bæði betri hegðunaraðstæður heima og bæta viðbrögð ykkar sjálfra. Á sama hátt og jákvæðar aðstæður og jákvæð viðbrögð kenna meira heldur en neikvæð, mun hrós ykkar fyrir góða hegðun styrkja drenginn ykkar til áframhaldandi góðra æfinga. Veitið sem sagt góðu hegðuninni athygli og hrósið fyrir hana.

Að setja mörk og velja sér orusturSíðan verða öll börn að læra að nei þýðir nei. Þess vegna er best að ákveða fyrirfram reglur heimilsins um aukabita milli mála, aðgengi að sælgæti eða tíma við sjónvarp eða í tölvu og fylgja því eftir. Í svörum ykkar dagsdaglega er svo best að velja sér orustur, þ.e. hvað skiptir máli og hvenær er bara allt í lagi að segja jáið. Foreldrið verður nefnilega að vera tilbúið að fylgja málum eftir. Það þarf ekki að gerast með látum og öskrum á barnið, heldur af festu og hlýju, síendurtekið þar til barnið skilur að hinn fullorðni meinar raunveru-lega það sem hann segir. Undan-látssemi eins og „jæja þá, en bara í kvöld“ er bara kennsla í að brjót-ast áfram af frekju hvað sem hver

segir – og þá hefði verið betra að segja bara jáið strax.

Ólík börn – en allir geta ruglastÖllum börnum hentar best að hafa einfaldar og skýrar reglur og oftast eru færri reglur betri en margar. Hins vegar eru börn ólík og bregð-ast ólíkt við neitun og mörkum sem foreldrar setja. Auðvitað ber okkur öllum að nálgast börn af nærgætni og skilningi til þess að vera bæði góð við börnin okkar og líka góð fyrir þau sem ábyrgir uppalendur. Börn geta ruglast í hegðuninni sinni og það getum við líka, fullorðna fólkið en öll viljum við stuðning til að laga okkur. Munum að sum börn eru afskap-lega tilfinninganæm og gráta sárt þegar illa gengur og þá má bara hugga án þess að láta undan. Önn-ur bregðast við með mikilli reiði og oft hentar þeim vel að róa sig niður í friði, t.d. í herberginu sínu. Enn önnur munu reyna að snúa sig út úr málum, fara í fýlu og refsa foreldrunum með þögn eða hót-unum og oft er gott að segja þeim glaðlega að þið sjáið í gegnum plottið – og bjóða þeim svo með að undirbúa kvöldmatinn. Sem sagt; engar langar sektarræður og eng-an pirringssvip eftir átök heldur bara bros á vör og hrós þegar þau laga sig eftir ruglið.

Samvinna foreldraAð öllu þessu sögðu er ráð mitt til ykkar að ræða saman um bæði reglur heimilisins og viðbrögð ykkar þegar drengurinn heimtar eitthvað sem var búið að neita honum um af öðru hvoru ykkar. Þið verðið að standa saman, byggja upp samkomulag og bakka hvort annað upp því annars lærir drengurinn að stilla sér upp með öðru hvoru ykkar gegn hinu for-eldrinu. Slíkt getur haft mjög al-varlegar afleiðingar fyrir samband ykkar hjónanna. Takið ykkur svo tíma til að rækta ykkar eigið sam-band því að hamingja ykkar hefur bein áhrif á samstöðu ykkar sem ábyrgra foreldra, á fjölskyldulífið – og á hegðun og árangur drengsins ykkar í lengd og bráð.

Hlýjar kveðjur og gangi ykkur vel,

Magga Pálamagga

UppeldisáhöldinMagga Pála gefur foreldrum

ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára.

[email protected]

Sæl vertu Margrét Pála.Ég á fjögurra ára strák sem á það til að taka ansi hressileg reiðiköst ef hann fær ekki það sem hann vill STRAX. Hann leggst á gólfið og

grætur og öskrar og hendir hlutum. Við erum búin að fara allan hringinn, til barnalæknis o.s.frv. og það er ekkert að honum.

Hann sýnir ekki þessa hegðun í leikskólanum og ekki hjá ömmu sinni sem hann er oft hjá svo að kannski eru þetta aðferðir okkar

foreldranna sem ekki eru að ganga upp. Hann er fyrsta barn og við höfum hvorugt mikla reynslu af uppeldi. Ég vil taka harðar á þessu en mamma hans dettur oft í að vorkenna honum og lætur

undan. Áttu einhver ráð sem við hjónin gætum sameinast um?Með fyrirfram þökk, Árni.

Ósammála í uppeldinu?

40 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐFRÁ GEOSILICA INNIHELDUR

HREINAN JARÐHITAKÍSIL

• Styrkir bandvefinn*

• Stuðlar að þéttleika í beinum*

• Styrkir hár og neglur*

• Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð*

*Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf.

Kísillinn kemur beint úr iðrum jarðar og er

því eins náttúrulegur og nokkur kostur er á.

Það eru engin viðbætt efni í vörunni.

ANNA GUÐmUNDSDóTTIR „Ég mjaðmargrindar­brotn aði illa fyrir tíu mán uðum, ég hef verið að taka kísilinn ykkar núna í u.þ.b.

8 mánuði og eftir tveggja til þriggja mán­aða inntöku varð ég strax vör við mikinn mun. Í dag finn ég varla fyrir því að hafa brotnað.“

HAFDÍS PRISCILLA mAGNúSDóTTIR „Ég finn mikinn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að taka kísilinn frá GeoSilica inn reglu lega. Ég ákvað að prófa að taka út kísilinn í tvær vikur til að finna mun og hann finn ég. Beinverkir og vefja­gigtaverkir sem ég var í raun alveg hætt að finna eru komnir aftur en í minna mæli og eina sem er

breytt er að kísillinn er dottin út. Einnig fann ég mikinn mun á nöglum en þær eru mun sterkari en þær voru en þær voru alltaf að brotna hjá mér. Ég get alveg sagt að þið eruð komin með framtíðarkúnna hvað mig varðar.“

GeoSilica kísilvatnið fæst í Heilsuhúsinu, öllum helstu apótekum og í Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind og Hagkaup Garðabæ.

Page 41: 22 01 2016

Láttu okkur

prentreksturinn.

sjá um

Slakaðu á.

Þú hefur nóg annað að gera í vinnunni. Láttu okkur sjá um prentreksturinn. Það er okkar fag.

Opin Kerfi býður upp á hagkvæma prentrekstrarþjónustu fyrir stór og smá fyrirtæki.

Nánar á www.ok.is/prentrekstur – [email protected]

Opin Kerfi // Höfðabakka 9 // 110 Reykjavík // 570 1000 // ok.is

40% minni prentarar

Hagkvæmari prentun

Öruggari prentun

Auðkenning

40% hraðvirkari prentarar

VE

RT

4522

Page 42: 22 01 2016

Mynd | Rut Sigurðardóttir

Erlendur Haraldsson dulsálarfræðingur hefur rannsakað reimleika og upp-lifanir fólks af dulrænum atburðum alla sína starfs-ævi og leitað um leið svara við spurningum sem flestir vísindamenn sniðganga. Erlendur gaf nýlega út bók um upphaf spíritismans hér á landi og Indriða Indriðason, miðilinn sem gerði allt vitlaust í Reykjavík í upphafi síðustu aldar.

Halla Harðardó[email protected]

„Spíritismi hefur alltaf verið mjög sterkur á Íslandi. Líklega er það vegna þjóðtrúarinnar en það er þó fyrst og fremst vegna kynna fjölda manna af Indriða Indriðasyni, merkilegasta miðli sem uppi hefur verið á Íslandi,“ segir Erlendur Haraldsson, prófessor í dulsálar-fræði, sem hefur ritað fjölda bóka og greina um dulræn málefni, nú síðast um Indriða Indriðason miðil og upphaf spíritisma í Reykjavík.

Setti allt á fleygiferð á fundumÞað var fyrir algjöra tilviljun að Indriða Indriðasyni, ungum sveitastrák úr Dölunum, var boð-

ið í heimsókn árið 1905 til Einars H. Kvaran, eins helsta spíritista Reykjavíkur, þar sem hann upp-lifði hæfileika sína í fyrsta sinn. „Einar H. Kvaran hafði lesið sér til um spíritisma og verið að prófa sig áfram með miðilsfundi en það gerðist sama og ekki neitt fyrr en Indriði kom til sögunn-ar,“ segir Erlendur. „Indriði var nýfluttur í bæinn og bjó heima hjá Karlottu nokkurri sem var í hópnum hans Einars og bauð honum að mæta á fund. Indriði var ekki fyrr sestur en hlutir í herberginu fóru á fleygiferð og borðið kippist til. Lætin voru svo mikil að Indriði varð hræddur og vildi hlaupa í burtu. Hópur-inn róaði hann niður og upp frá þessu héldu þau reglulega fundi með Indriða.“

„Það leið ekki á löngu áður en Indriði byrjaði að falla í trans og farið var að tala í gegnum hann og eins fóru að gerast ýmis önnur fyrirbæri eins og ljósfyrirbæri og ósjálfráð skrift. Heima hjá Einari voru líka hljóðfæri sem byrjuðu að hljóma líkt og spilað væri á þau án þess að nokkur kæmi nálægt þeim. Svo fóru að heyrast raddir sem venjulega ein-hver í hópnum þekkti og það var hægt að tala við þessar raddir,

Miðillinn sem gerði allt vitlaust í Reykjavík

Indriði Indriðason miðill ólst upp í Dölunum við

Breiðafjörð. Hann flutti um tvítugt til Reykjavíkur og var fyrir tilviljun boðið á miðilsfund árið 1905 þar sem ótrúlegir hlutir áttu sér stað. Indriði var einn

umtalaðasti maður Reykja-víkur á árunum 1905-1909.

Bók Erlends er gefin út í Englandi og kallast Indridi Indridason – The Icelandic

Physical Medium.

Erlendur Haraldsson lærði heimspeki, vann sem blaðamaður og bjó með uppreisnarmönnum í Kúrdistan áður en hann ákvað að nema dulsálarfræði í Þýskalandi. Þegar Erlendur hafði lokið doktorsprófi, árið 1974, flutti hann

aftur heim til Íslands og þá var hans fyrsta verk að gera rannsókn á upp-lifun þjóðarinnar af dulrænum atburðum. Þessi fyrsta rannsókn sinnar

tegundar leiddi í ljós að tveir þriðju þjóðarinnar höfðu orðið fyrir einhvers-konar dulrænni reynslu; komist í kynni við reimleika, hugsanaflutning eða átt merkilega drauma. Áhugi Erlendar á því yfirnáttúrulega varð kveikjan

að stofnun styrktarsjóðs við Háskóla Íslands fyrir ekki alls löngu. Sjóðurinn styrkir rannsóknir á dulrænum fyrirbærum og dulrænni reynslu.

Tilraunafélagsfundir voru haldnir heima hjá prófessor Haraldi Níelssyni á efri hæðinni í Mið-

stræti, allt þar til íbúar neðri hæðar kvörtuðu um hávaða og flytja þurfti fundina annað.

Einar Kvaran bjó í þessi húsi við Stýri-mannastíg þar sem hópur spíritista hittist

reglulega árið 1907, áður en Tilrauna-félagið var stofnað í Þingholtunum.

HVAÐ FÆR ÞINN

BÓNDI Í DAG?

HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ HVAÐ FÆR FÆR FÆR FÆR FÆR FÆR FÆR FÆR FÆR FÆR FÆR FÆR FÆR FÆR ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN ÞINN

BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI BÓNDI Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?Í DAG?

HERRASVUNTA

NÚ 3.894 KRÁÐUR 5.990 KR

MICHAEL KORS

ÚTSALASKÓR -30%

KRINGLUNNI

42 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 43: 22 01 2016

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is

Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 Lau-gardaga kl. 11-15

innréttingardanskar

í öll herbergi heimilisins

Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framh-liðum, klæðningum og einingum, geFa þér endalausa möguleika á

að setja saman þitt eigið rými.

við hönnum og teiknum Fyrir þigKomdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.

sterkar og glæsilegar

þitt er valiðÞú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

betr

i sto

Fan

sem var mjög óvenjulegt,“ segir Erlendur. „Indriði var einn af fáum frægum miðlum sem kallaði fram slíkar raddir sem allir heyrðu og svo eru líka til lýsingar á því þegar hann tókst á loft.“

Gerðu tilraunir á Indriða Upplifanir hópsins sem hittist reglulega heima hjá Einar H. Kvaran við Stýrimannastíginn í Reykjavík voru allar skráðar skilmerkilega niður í dagbækur og urðu lýsingarnar sífellt ítar-legri og magnaðri eftir því sem á leið. „Það er auðséð á því hvern-ig Haraldur Níelsson og Einar Kvaran gera sínar rannsóknir að þeir þekkja rannsóknir á frægum erlendum miðlum. Þeir stofnuðu, ásamt fleiri mektar-mönnum og konum í Reykjavík, félag í kringum Indriða sem kallaðist Tilraunafélagið og sömdu þau við Indriða um að hann héldi bara fundi með þeim og engum öðrum. Félagið var til húsa í hinu svokallaða Til-raunahúsi í Þingholtunum sem samanstóð af sal á neðri hæð-inni og lítilli íbúð fyrir Indriða á efri hæðinni. Á fundunum, sem voru haldnir í miklu myrkri, við lítinn kolaofn, var mjög gaum-gæfilega gætt að því að engin svik væru í tafli, t.d. með því að binda Indriða niður. Indriði var umtalaðasti maðurinn í Reykja-vík á þessum tíma, frá árunum 1905-1909, og fundirnir voru það vel sóttir að það var iðulega fullsetið á bekkjunum í salnum sem tók um 60 manns.“

Fann hundrað ára draugUm hvern einasta fund Til-raunafélagsins var gerð fundar-gerð þar sem allt sem átti sér stað var skráð niður. Fundar-gerðirnar höfðu verið týndar áratugum saman þegar þær fundust í dánarbúi ekkju séra Jóns Auðuns og komust í hendur Erlends. „Það voru þessar fund-argerðir sem urðu til þess að ég ákvað að rita sögu Indriða. Það eru þarna margar magn-aðar lýsingar en eitt atvik finnst mér standa upp úr. Á einum fundinum myndaðist ljósstólpi þar sem birtist mynd af manni sem sagðist vera fabrikant Jensen frá Kaupmannahöfn. Þessi fabrikant Jensen tilkynnti viðstöddum að það væri eldur í Kaupmannahöfn en hvarf svo aftur. Hann birtist svo aftur í lok fundarins og sagði að búið væri að ná tökum á eldinum. Á þessum tíma var ekkert fjar-skiptasamband en þegar næsta skip kom frá Kaupmannahöfn voru fundarhaldarar fljótir að ná sér í Politiken þar sem bak-síðufréttin var um brunann í Kaupmannahöfn. Bruninn hafði átt sér stað sama kvöld og fund-urinn og þetta töldu margir vera endanlega sönnun fyrir hæfi-leikum Indriða,“ segir Erlendur sem ákvað að grafast fyrir um þennan fabrikant Jensen við gerð bókarinnar, hundrað árum eftir miðilsfundinn í Þingholt-unum. „Það hafði komið fram á síðari fundum að fabrikant Jensen hét Emil að skírnarnafni og ég fann hann á skjalasafninu í Kaupmannahöfn. Hann bjó við St. Kongegade, í næsta húsi við brunann.“

Hefur aldrei upplifað neittIndriði miðill var alltaf heilsu-lítill og fékk berkla mjög ungur. Hann lést 28 ára gamall á Vífils-staðahælinu. Erlendur dregur engar persónulegar ályktanir af heimildunum um Indriða miðil í bókinni heldur leggur einfald-lega fram þessar nýju upplýs-ingarnar ásamt fjölda annarra heimilda og ljósmynda. Erlend-ur hefur sjálfur aldrei upplifað slíka atburði og aðspurður seg-

Haraldur Níelsson flutti skýrslu um

rannsóknir Til-raunafélagsins á al-

þjóðlegu þingi sálar-rannsóknamanna í Kaupmannahöfn

árið 1921.

ist hann trúa á allt og ekkert. „Ég hef vísindalegt viðhorf til veraldarinnar. Ég vil vita og ég vil vita með vissu ef mögulegt er. En það er svo ótalmargt sem við getum aldrei vitað og eigum engan möguleika á að vita og þá er það bara þannig. Ég veit að þessi fyrirbæri gerðust hjá Indriða en það er ekki hægt að spyrja af hverju. Það er eins og að spyrja af hverju jörðin snýst í kringum sólina. Mennirnir hafa búið til fyrir-bæri sem kallast þyngdarlög-mál en hversvegna það gerist vitum við ekki.“

|43fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 44: 22 01 2016

Unnið í samstarfi við Balsam

Helga Lind Björgvinsdóttir er lærður pilates kennari og einkaþjálfari og rekur líkamsræktarfyrirtækið Balance sem er starfrækt í Sport-húsinu í Kópavogi þar sem hún kennir meðal annars Power Pilates og aðhaldsnámskeiðið Betra form. „Ég hef lifað og hrærst í íþróttum

alla ævi og vissi alltaf að líkamsrækt væri mín hilla.“

Hjálpar fólki að breyta um lífsstílHelga Lind hefur rekið Balance í sex ár og hefur þar að auki kennt lík-amsrækt til fjölda ára. Sem mennt-aður pilates kennari og einkaþjálfari leggur hún áherslu á að fólk breyti hægt og rólega um lífsstíl svo breyt-ingarnar séu varanlegar. „Það er best að taka hlutina skref fyrir skref til að

ná varanlegum árangri, í stað þess að leita að skyndilausnum,“ að mati Helgu Lindar.

Alltaf að kljást við sykurpúkann„Þrátt fyrir að borða nóg af nær-

ingarríkum mat þá hef ég alltaf verið að kljást við naslþörf og áður en ég veit af er ég komin hálf inn í skáp að leita að einhverju að snarla án þess að vera svöng eða þurfa mat. Ég hef verið að kljást við sykurpúkann í mörg ár,“ segir Helga Lind.

Náð fullkominni stjórn á matar-venjum Helga Lind ákvað að prófa Caralluma því það er náttúruleg lausn. „Ég var svo uppveðruð af árangrinum að ég fékk vinkonur mínar allar til að prófa líka. Naslþörfin hvarf algjörlega og ég náði betri stjórn á matarskömmt-unum þar sem ég varð saddari fyrr og lengur,“ segir Helga Lind sem þakkar Caralluma fyrir að nú eigi hún afslappaðra samband við mat. „Þetta er kjörin leið til að ná stjórn á öllum matarvenjum og kveða niður sykurpúkann.“

Balsam kynnir Caralluma Fimbriata frá Nat-ural Health Labs. Caralluma kemur jafnvægi á hið vel þekkta svengdar hormón „Ghrelin“ sem er oft í of miklu magni í líkamanum og kallar á ofát, sætuþörf og löngun í óhollustu.

Náttúrulegt þyngdartap með CARCIANA CAMBOGIA: Fæðu-bótarefnið er unnið úr ávextinum CARCIANA CAMBOGA sem vex í Suðaustur-Asíu, þar sem hann hefur verið notaður í mörg hundruð ár sem almenn fæða og sem lækningalyf. CARCIANA CAM-BOGIA inniheldur virka efnið HCA eða hýdróxýsýru sem rannsóknir hafa leitt í ljós að dregur úr matar-lyst, stöðvar fitumyndun, vekur upp seddutilfnningu og jafnar blóð-sykur. CARCIANA CAMBOGIA eykur jafnframt serótónín en aukin seró-tónínvirkni í heilanum dregur úr matarlyst, bætir andlega líðan, og vinnur gegn streitu.

Helga Lind einkaþjálfari mælir eindregið með Caralluma fyrir þá sem vilja ná stjórn á matarvenjum og slá á naslþörfina.

LGG+ gegn kvefiRannsóknir hafa sýnt fram á áhrif LGG+ gegn kvefi hjá börnum.Unnið í samstarfi við MS

Kvef er líklega algengasti kvilli sem hrjáir jarðarbúa, en reikna má með að þegar 75 ára aldri er náð hafi maður um það bil 200 sinnum fengið kvef á ævinni. Tíðni kvefs lækkar þó með aldrinum og börn fá mun oftar kvef en fólk á efri árum. Rannsóknir á tengslum kvefs og LGG gerilsins virðast benda til verndandi áhrifa gerilsins umfram lyfleysuáhrif og þá sérstaklega hjá börnum.

„Í tveimur klínískum rann-sóknum Hojsak og félaga frá 2010 koma fram ótrúleg áhrif LGG á tíðni kvefs í börnum,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunar-stjóri MS. Þrisvar sinnum minni líkur voru á að fá kvef hjá hópnum er fékk

LGG+ bætir meltinguna og kemur jafnvægi á hana, styrkir ónæmis-

kerfi, hefur fjölþætta varnarverk-un og veitir mikið mótstöðuafl

gegn kvefi og flensu auk þess sem drykkurinn stuðlar að almennri

vellíðan.

LGG heldur en í samanburðarhópn-um sem fékk lyfleysu. Einkennin vörðu skemur í tilraunahópunum sem þýddi að börnin voru styttri tíma frá vegna veikindanna heldur en þau í samanburðarhópunum.

„Ekki er að fullu ljóst hvernig LGG gerillinn og aðrir heilsugerlar fara að því að lækka tíðni kvefs, en talið

er að þeir hafi áhrif á ónæmis-virkni meltingarvegarins.

LGG gerillinn á auð-velt með að festast við slímhúð þarma-veggjarins og virðist sú binding gegna

lykilhlutverki í ónæmis-hvetjandi áhrifum

LGG gerilsins,“ segir Björn. Það er því ljóst að hinu hvimleiða kvefi er hægt að halda vel í skefjum með neyslu á LGG. „Endurteknar niðurstöður ólíkra rann-sókna sýna að þrisvar sinnum minni líkur eru á að börn sem neyta LGG

reglulega fái kvef og þá eru ótalin önnur jákvæð áhrif LGG á meltingar-veginn auk annarra heilsusamlegra áhrifa.“

Almenn vellíðan og bætt heilsa„Heilsa okkar á stöðugt undir högg að sækja vegna alls kyns áreitis og því er gott að vita að með litlum styrkjandi dagskammti af LGG+ styrkjum við mótstöðuafl líkamans og örvum vöxt heilnæmra gerla í meltingarveginum,“ segir Björn. Til að viðhalda fullum áhrifum LGG+ er mikilvægt að neyta þess daglega og ein lítil flaska er nóg fyrir fulla virkni.

Kaktusinn sem dregur úr ofáti

CARCIANA CAMBOGIA er vinsælasta fæðu-bótarefnið við þyngdarstjórnun

1 Vertu með sætis-belti og hjálm

Byrjum á byrjuninni. Ekkert janúarheilsu-átak getur bjargað heilsunni ef þú lendir í árekstri, í bíl sem á hjóli.

2 Bursta tennur og nota tannþráð

Karíus og Baktus eru ekki bara barnasögur.

3 Eigðu viniRannsóknir sýna

að fólk sem á sterk sam-bönd við vini og fjölskyldu lifir lengur og fær síður elliglöp.

4 Hreyfðu þigHeilbrigðisráð Banda-

ríkjanna mælir með tveimur og hálfum tíma af góðri hreyfingu á viku til að halda heilsu. Hreyfing lengir lífið, eða af hverju haldiði að maður sjái svona marga eldri borgara í sundi?

5 Borðaðu réttNæring hefur bein áhrif á líkam-

ann og með réttu mataræði geturðu komið í veg fyrir hjartasjúkdóma og sykursýki. Það er líka gott að halda neyslu áfengis við eitt glas á dag.

6 Sofðu nógÞetta eru ekkert nema góðar

fréttir. Þú ÞARFT eiginlega að sofa út um helgina. Fyrir heilsuna.

7 Notaðu sólarvörnHvað meinarðu, er engin sól

á Íslandi? Vetrarsólin getur brennt, valdið krabbameini og veldur

hraðari öldrun.

8 Ekki reykjaByrjaðu bara að „veipa“ í

staðinn, það er komið í tísku. Það er hvort eð er hætt að vera

töff að reykja og það er allt of kalt til að nenna að fara alltaf út

til þess.

9 Farðu reglulega til læknis

Það getur skipt sköpum fyrir heilsuna að fá kvilla

greinda sem fyrst, ekki taka neina sénsa.

10 Ekki stressa þigJá, þetta er listi með ráðum

sem minna þig á hvað lífið er stutt, og já, við vorum að nefna hversu margt maður þarf að gera til að lengja það, en hey! Ekki stressa þig á því. Stress er slæmt fyrir heilsuna.

10 leiðir til að halda heilsunni

44 | fréttatíminn | HELGIN 22. JANúAR–24. JANúAR 2016

auglýsingadeild fréttatímansS. 531 33 00 | [email protected] | HeilsaKynningar | Heilsa

Page 45: 22 01 2016

+Notið á morgnana til að hreinsa húðina og fá frískandi tilfinningu. Notið aftur að kvöldi til að hreinsa andlitið og fjarlægja farða.

MicellarHreinsivatn

Tilfinningin fyrir frískri og mjúkri húð varir lengur ef þú notar jafnframt létta og mjúka 24 stunda* rakakremið okkar.

EINS AUÐVELT OG 1 + 1

Auðveldar þér að viðhalda hreinni,frískri og mjúkri húð allan daginn

með nýju Garnier 1+1 línunni.

Allt í einni lausn 24 stunda* rakakrem

*Pró

fað

á 24

kon

um

Page 46: 22 01 2016

Heimild: Hélène Amieva, Camille Ouvrad, Caroline Giulioli et al. Self-Repor-ted Hearing Loss, Hearing Aids, and Cognitive Decline in Elderly Adults: A 25-Year Study. Journal of the American Geriatrics Society 2015; Vol 63, Issue 10: 2099-2104.

Það borgar sig ekki að bíða of lengi með að fá sér heyrnartæki

Unnið í samstarfi við Heyrnartækni

Heyrnarskerðing er þriðja algengasta króníska heilsufarsvandamálið sem hrjáir eldri borgara. Um það bil 30% einstaklinga á aldrinum 65 ára og eldri eru með einhverja skerðingu á heyrn og er talið að tíðnin fari upp í 70-90% hjá þeim sem eru 85 ára og eldri. Anna Linda segir að fjöldi rannsókna hafi sýnt fram á að ein-staklingar með skerta heyrn upplifi oft einkenni þunglyndis og félagslega einangrun. „Tvær langtímarannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli heyrnar-skerðingar og vitrænnar hrörnunar á 6 ára tímabili,“ segir Anna Linda.

Um 2/3 með skerta heyrn nota ekki heyrnartækiÞrátt fyrir algengi og heilsufarslegar afleiðingar þá er heyrnarskerðing oft vangreind og þar af leiðandi vanmeð-höndluð. Um það bil tveir þriðju eldri einstaklinga með skerta heyrn nota ekki heyrnartæki. Þar til nú hefur lítið verið vitað um áhrif notkun heyrnar-tækja á heilsufar eldri einstaklinga, sér í lagi á vitræna hrörnun.

Notkun heyrnartækja getur hægt á vitrænni hrörnunPAQUID er fyrsta rannsóknin þar sem sýnt er fram á að heyrnartæki geta haft fyrirbyggjandi áhrif og hægt á vitrænni hrörnun hjá einstak-lingum með skerta heyrn, segir Anna Linda. „Eldri rannsóknir hafa sýnt fram á að vitræn hrörnun er mark-tækt hraðari hjá einstaklingum sem eru með skerta heyrn og nota ekki heyrnartæki.“

Samkvæmt PAQUID rannsókninni eru heyrnarskertir einstaklingar sem nota heyrnartæki í sömu áhættu á að fá aldurstengda vitræna hrörnun og fólk án heyrnarskerðingar. Niður-stöður úr rannsókninni benda til þess að þunglyndiseinkenni og félagsleg einangrun ýti frekar undir tengsl heyrnarskerðingar og vits-munahrörnunar. Með því að laga að einhverju leyti samskiptagetu með notkun heyrnartækja getur skap batnað, félagsleg virkni aukist ásamt þátttöku í samskiptum sem hugsan-lega getur hægt á vitrænni hrörnun.

Til mikils að vinna að bæta skerta heyrn „Þessar rannsóknaniðurstöður lofa vissulega góðu en flest viljum við halda vitrænni getu góðri eins lengi og mögulegt er,“ segir Anna Linda. „Við vitum nú þegar að notkun heyrnartækja bætir vissulega heyrn og hefur veruleg áhrif á lífsgæði. Að taka virkan þátt í samræðum og félagslífi er okkur öllum mikilvægt. Það borgar sig sjaldnast að bíða of

lengi með að fá sér heyrnartæki og þessar nýju rannsóknaniðurstöður styðja það að mörgu leyti þó svo að við viljum gjarnan sjá frekari rann-sóknir á þessu áhugaverða efni,“ segir Anna Linda.

„Við vitum að það getur tekið tíma fyrir heilann að venjast því að heyra aftur hljóð sem hann hefur ekki heyrt svo árum skiptir en einnig er mögulegt að færni til að handleika heyrnartæki sé ekki lengur fyrir hendi þegar á hólminn er komið og ákvörð-un um að bæta heyrn er tekin.“

Fá heyrnartæki til prufuFyrsta skrefið er að láta mæla heyrn-ina og athuga hvort tímabært sé að fara að nota heyrnartæki. „Ef þú ert farinn að finna fyrir erfiðleikum með að heyra, t.d. í fjölskylduboðum, á fundum, í leikhúsi eða kirkjum, þá er hætta á því að þú dragir smám saman úr þátttöku í viðburðum þar sem þú átt erfitt með að heyra,“ segir Anna Linda. „Sumir kvarta undan því að aðrir tali óskýrt eða lágt. Allt geta þetta verið merki um að heyrn sé farin að skerðast.“

Hjá Heyrnartækni í Glæsibæ er boðið upp á fríar heyrnarmælingar og tæki til prufu í vikutíma. „Það hjálpar mörgum að fá að prófa heyrnartæki, sérstaklega þeim sem hafa ekki notað heyrnartæki áður.“

Nánari upplýsingar má finna á www.heyrnartækni.is

Anna Linda Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræð-ingur hjá Heyrnartækni í Glæsibæ, segir að upplýsingar úr stórri rannsókn sýni að notkun heyrnartækja geti mögulega hægt á vitrænni hrörnun hjá eldri einstaklingum.

Taktu prófið

Finnst þér fólk muldra eða tala lægra en það var vant

að gera?

Finnur þú fyrir þreytu eftir langt samtal?

Þarft þú oft að biðja fólk um að endurtaka sig?

Átt þú í erfiðleikum með að fylgja samtali í fjöl-

menni eða klið?

Ertu með sjónvarpið eða útvarpið hærra stillt en

áður?

Áttu í erfiðleikum með að heyra hringingu í síma eða

píp í heimilistækjum?

Hafa aðstandendur haft á orði við þig að þú heyrir

illa?

Ef þú svarar einu eða fleiri atriða játandi þá gæti verið að heyrn þín sé farin að skerðast og tímabært að láta mæla heyrnina.

46 | |47fréttatíminn | HELGIN 30. OkTóbER-1. NóVEMbER 2015 fréttatíminn | HELGIN 30. OkTóbER-1. NóVEMbER 2015

auglýsingadeild fréttatímansS. 531 33 00 | [email protected] | Heilsa

Page 47: 22 01 2016

Betri af blöðrubólgunni

Unnið í samstarfi við Icecare

Með breyttum lífsstíl, aukinni streitu í daglegu lífi, ýmsum sjúk-dómum og aukinni lyfjanotkun er oft gengið á bakteríuflóruna í þörm-unum. Við þær aðstæður verður auðveldara fyrir E. coli bakteríuna að grassera og hún fær greiðari aðgang að þvagrásinni sem getur valdið sýkingum. Helstu einkenni þvagfærasýkingar eru tíð þvaglát, aukin þörf fyrir þvaglát um nætur og aukin þörf fyrir þvaglát án þess að kasta af sér þvagi. Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur vísindalega þróaða þrívirka formúlu, trönuberjaþykkni, tvo sérstaklega valda gerlastrengi og A vítamín. Hlutverk gerlanna og

A-vítamínsins í vörunni er að hjálpa líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum og að viðhalda eðlilegri starfsemi í þvag-rásarkerfinu.

Betri af blöðrubólgunni„Ég hef verið með króníska blöðru-bólgu í rúmlega tvö ár og hefur það valdið mér mikilli vanlíðan og óþægindum,“ segir Guðlaug Jóna Matthíasdóttir. „Ég gat til dæmis aldrei farið í heitan pott eða verið úti í miklu frosti því það olli mér strax mikilli vanlíðan. Þar sem ég stunda hestamennsku og þarf oft að vera á ferðinni í vinnu þá var þetta mjög óþægilegt og hamlandi fyrir mig.“ Guðlaug Jóna átti að fara á langan sýklalyfjakúr en hún var ekki alveg tilbúin til þess. „Því ákvað ég

að prófa Bio Kult Pro-Cyan þegar ég sá umfjöllun um það í blöðunum og fann ég fljótlega að það virkað mjög vel gegn blöðrubólgunni. Í fyrstu tók ég bara eitt hylki á dag eða þegar ég fann að ég fékk einkennin, en núna tek ég tvö hylki um leið og ég finn fyrir óþægindum og stundum nokkrum sinnum yfir daginn þegar ég er verst.“ Guðlaug Jóna finnur að Bio Kult Pro Cyan gerir henni gott.

Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur vísindalega þró-aða þrívirka formúlu sem hjálpar líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum og eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu. Bio-Kult Pro-Cyan er því góð lausn við þvagfæra-sýkingum.

„Ég er í betra jafnvægi, meltingin er betri og mér líður mun betur.“

Icecare styrkir LjósiðMælt er með því að taka inn eitt til tvö hylki einu sinni til tvisvar sinnum á dag með mat. Bio-Kult Pro-Cyan hefur verið sérstaklega hannað til að henta barnshafandi konum en samt sem áður er alltaf mælt með því að ráðfæra sig við fagfólk áður en notkun hefst.

Fyrir börn 12 ára og yngri er mælt með hálfum skammti af ráðlagðri skammtastærð fyrir fullorðna. Bio-Kult Pro-Cyan fæst í apótekum og heilsubúðum. Í desember munu 100 krónur af hverjum seldum pakka af Bio-Kult Original, Bio-Kult Candea og Bio-Kult Pro-Cyan renna til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðn-ingsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.

Bio-Kult Pro-Cyan inni-heldur þrívirka formúlu sem

tryggir heilbrigða þvagrás. Formúlan hefur verið vís-

indalega þróuð og staðfest.

Guðlaug Jóna Matthíasdóttir er betri af blöðrubólgunni eftir að hún byrjaði að nota Bio-Kult Pro-Cyan. „Ég gat til

dæmis aldrei farið í heitan pott eða verið úti í miklu frosti því það olli mér strax mikilli vanlíðan. Í dag er ég í betra

jafnvægi, meltingin er betri og mér líður mun betur.“

Hælabót er mýkjandi, nær-andi og frískandi húðsmyrsl sem hefur reynst vel á þurra og sprungna hæla. Megin-uppistaðan er minkaolía og handtíndar íslenskar jurtir. Hælabót inniheldur minkaolíu, bývax, vallhumal, tea tree- og piparmyntu kjarnaolíur auk E-vítamíns. Vallhumall hefur lengi verið notaður sem lækn-ingajurt á Íslandi, þekktur fyrir græðandi og mýkjandi eigin-leika sína. Tea tree olía er talin hafa sótthreinsandi áhrif og piparmyntan þykir auka blóð-flæði.

Sárabót er mýkjandi, græðandi og kláðastillandi smyrsl ætlað fólki. Meginuppistaðan er minkaolía og handtíndar íslenskar jurtir. Sárabót inni-heldur minkaolíu, bývax, haug-arfa, vallhumal og klóelftingu, lavender og rósmarín kjarnaolí-ur auk E-vítamíns. Klóelfting og haugarfi hafa sömu eiginleika og vallhumall en haugarfinn þykir einnig kláðastillandi.

Hjördís Anna Helgadóttir, lög-giltur fótaaðgerðafræðingur, notar Hælabót eftir fótaaðgerðir. „Kremið smýgur vel inn í húðina og það er mjög gott að nudda upp úr því.“

Sonur Klöru Helgadóttur prófaði Sárabót gegn exemi sem hefur reynst afar vel. „Við höldum exeminu alveg niðri með Sára-bót.“

Unnið í samstarfi við Icecare

Minkaolía og handtíndar íslenskar jurtir eru uppistaðan í vörunum frá Gandi. Minkaolía hefur óvenjuhátt hlutfall af ómettuðum fitusýrum sem gefa henni einstaka eiginleika í snyrtivörum. Hún er græðandi og mýkjandi náttúruleg afurð fyrir húð bæði manna og dýra. Minkaolían sogast hratt inn í húðina og getur þannig hjálpað til við að loka sárum og sprungum sem í kjölfarið gróa hraðar. Í smyrslunum er einnig að finna handtíndar íslenskar jurtir, bývax og E-vítamín.

Góð lausn fyrir exem Klara Helgadóttir prófaði Sárabót

fyrir átta ára gamlan son sinn sem berst við exem og er með mjög þurra húð. „Við höfum prófað ansi mörg exem krem, þar á meðal sterakrem og ekkert hefur virkað jafn vel og Sárabót frá Gandi. Við höldum exeminu alveg niðri með Sárabót.“

Frískir og nærðir fæturHjördís Anna Helgadóttir notast við Hælabót í starfi sínu sem fótaað-gerðafræðingur. „Í dag nota ég nær eingöngu Hælabót frá Gandi eftir fótaaðagerðir og mæli ég hik-laust með þessu kremi. Það þarf ekki mikið magn af því. Kremið smýgur mjög vel inn í húðina og það er mjög gott að nudda upp úr því. Hælabótin er sérstaklega góð á sprungna hæla og þurra fætur.“ Hjördís er einnig hrifin af myntunni í kreminu sem gefur fótunum frísk-leika. „Ég hef unnið með þetta

krem í um það bil sex mánuði og bæði ég og viðskiptavinir mínir erum mjög hrifin af Hælabót-inni frá Gandi,“ segir Hjördís.Sárabót og Hælabót

eru fáanleg í apótek-um og heilsuhillum stórmarkaðanna.

Nærandi smyrsl úr íslenskum jurtum

Allt önnur líðan og betra skap

Smyrslin Sárabót og Hælabót eru hluti af íslensku vörulínunni Gandi. Smyrslin eru mýkjandi, frískandi og rakagefandi krem unnin úr minkaolíu og íslenskum jurtum.

Femarelle er náttúruleg lausn fyrir konur á breytingaaldri. Það er gert úr jurtaefnum og rannsóknir sýna að það slær á ein-kenni tíðahvarfa og hefur hjálpað mörgum konum að ná betri líðan.Unnið í samstarfi við Icecare.

Virkni Femarelle hefur verið staðfest með fjölda rannsókna á undanförnum þrettán árum. Guð-rún Ragna Ólafsdóttir prófaði Fem-arelle fljótlega eftir að það kom á markað fyrir þremur árum. „Þegar ég komst á breytingaskeiðið fékk ég hormón hjá lækninum sem fóru ekki vel í mig þannig að ég ákvað að prófa Femarelle. Ég get ekki líkt líðan minni eftir að ég ákvað að prófa Femarelle við líðanina áður. Ég er með gigt og hef verið á lyfjum við gigtinni og mörg lyfin fara ekki of vel með mig. Núna er ég betri í skapinu og líður miklu betur við að nota Femarelle, miðað við það hvernig mér leið á hormón-unum. Ég er ekki sama manneskja eftir að ég kynntist Femarelle,“ segir Guðrún Ragna.

Femarelle hefur hjálpað mikiðValgerður Kummer Erlingsdóttir hefur notað Femarelle í nokkurn tíma og finnur nú vel hve miklu máli það skipti fyrir hana að taka það. „Ég var byrjuð að finna fyrir breyt-ingum hjá mér, var farin að svitna

mikið yfir daginn og var oft með skapsveiflur. Ég var ekki sátt við þessa líðan, ég fékk hormónatöflur hjá lækninum en var aldrei róleg yfir að nota þær. Mér líður núna

svo miklu betur en áður, og jafn-vel betur en þegar ég var

að nota hormónatöflurn-ar. Ég tek yfirleitt bara eitt hylki af Femarelle á dag, en stundum tvö þegar ég er í miklum hita á sumrin.“Valgerður er svo

ánægð með Femarelle að hún mælir með því við allar vinkonur sínar.

„Ég veit að nokkrar eru að nota það

líka. Femarelle hefur hjálpað

mér alveg ótrúlega

mikið og bjargað líðan minni.“

kenni tíðahvarfa og hefur hjálpað mörgum konum að ná betri líðan.

46 | |47fréttatíminn | HELGiN 30. OKTÓBER-1. NÓVEMBER 2015 fréttatíminn | HELGiN 30. OKTÓBER-1. NÓVEMBER 2015

auglýsingadeild fréttatímansS. 531 33 00 | [email protected] | Heilsa

Page 48: 22 01 2016

Ljósmyndarinn og arkítektinn Rafael Pinho er búsettur á Íslandi en ferðast um heiminn og myndar fyrir tímarit á borð við New York Times og Elle.

Rafael Pinho kom fyrst til Íslands árið 2006 að starfa á arkítekta-stofu. Síðan hefur Rafael eignast fjölskyldu hérlendis og býr á Ís-landi mestmegnis af tímanum. Áhugaverð verkefni sem eru honum efst í huga er þegar hann varði þremur dögum á varðskipi Landhelgisgæslunnar um hávetur fyrir tímaritið Monocle. Rafael segist njóta verkefna sem fela í sér ævintýri. „Verkefni sem krefjast þess að ég fari á staði sem ég hefði annars ekki heimsótt eru þau bestu. Eftir dvölina á varðskipinu fór ég til smábæjar í Brasilíu að mynda fyrir Wall Street Journal sem var hentugt til þess að jafna sig á kuldanum.“

Vinnunni fylgja mikil ferðalög en ferilskráin er ekki af verri endanum með kúnna líkt og New York Times, Volkswagen, Whis-kas og Playstation, svo fátt eitt sé nefnt. Rafael er sjálfstætt starf-andi og hefur myndað fyrir ýmsar íslenskar auglýsingaherferðir, tímarit og hljómsveitir. Um helgar einbeitir hann sér að drónanum sínum. „Ég fékk dróna nýverið og er enn að læra á hann. Það krefst

æfingar að beita honum rétt en ís-lenska náttúran en stórbrotin séð að ofan.“

280cm

98cm

Bláu húsin Faxafeni S. 588 4499 Opið mán.-fös. 11-18 lau. 11-16

Tískuvöruverslun fyrir konur

Ævintýramyndir

Myndir Rafaels á frettatiminn.is

Rafael með dóttur sinni Flóru Rafaelsdóttur.

Átján ára gömul bók er námsefni í kynfræðslu í Réttarholtsskóla. Kyn-fræðsla er valáfangi í Haga-skóla.

Salvör Gullbrá Þórarinsdó[email protected]

Til viðbótar við fræðslupakka frá landlækni er bók Miriam Stopp-ard, „Stelpur og strákar, ástir og þroski unglinga“ námsefni til að fræða unglinga í Réttarholtsskóla um kynheilbrigði. Að Stoppard ólastaðri hlýtur bókin að teljast ögn úrelt, enda kom hún út árið 1998, fyrir innreið internetsins inn í líf ungs fólks. Í Réttarholts-skóla kemur einnig hjúkrunar-fræðingur heldur fyrirlestur einu sinni á ári, en missi nemendur af þeim tíma er hann ekki í boði aftur. Á meðan skólastjórnendur í grunnskólum og hjúkrunarfræð-ingar, sem Fréttatíminn ræddi við, eru sáttir við kynfræðsluna í skólum eins og hún er, hafa nem-endur aðra sögu að segja.

Kristín Sesselja Einarsdóttir og Hrafnhildur Jakobína Grímsdóttir eru nemendur í 10. bekk Réttar-holtsskóla. Þær segjast hafa fengið einn eða tvo tíma í kynfræðslu sem hluta af lífsleikniáfanga, en eru sammála um að það sem fram komi í þessum fáu tímum sé eitt-hvað sem flestir á þeirra aldri viti þegar. Þær segja of miklum tíma varið í þurra líffræðilega fræðslu.

„Einu sinni var haldinn spjall-hringur í félagsmiðstöðinni þar sem við gátum spurt spurninga nafnlaust, sem gerði að verkum að fleiri þorðu að spyrja. Það var miklu meiri fræðsla en í kyn-fræðslunni í skólanum.“

Kristín Sesselja segir að hún hafi áður verið í Hvassaleitisskóla og þá fengið nærri sömu fræðslu í sjöunda bekk og Réttarholtsskóli býður upp á í þeim níunda. „Ef ég er með spurningar myndi ég frekar leita til vinkvenna minna en ekki skólans. Við fáum ekki gagnlega kynfræðslu í skólanum.“

Í Hagaskóla er kynfræði boðin sem valáfangi til viðbótar við

árlega heimsókn frá hjúkrunar-fræðingi. Þetta fyrirkomulag býður, að sögn nemenda, þó upp á að færri komist að en vilja og krakkar sem ekki þora að sýna áhuga á kynfræðslu veigra sér við að velja hana.

Tómas van Oosterhout segist hafa valið kynfræðslu í níunda bekk. Hann segir marga áhuga-sama um að velja kynfræðslu en færri komist að en vilja. Krakk-arnir velja 6 valfög en komast bara í tvö. Komist nemandi ekki í kynfræðsluvalhóp er eina fræðsl-an sem boðið er upp á örfáar heimsóknir skólahjúkkunnar.

Sigga Dögg kynfræðingur hefur oft gagnrýnt hvernig kynfræðslu grunnskóla sé háttað. Hún segir aðalnámskrá grunnskóla gera kröfu um kynfræðslu, en enga eftirfylgni um hvenær, hvernig og hversu mikla kynfræðslu nem-endur eigi rétt á. Það kemur henni ekki á óvart að úrelt námsefni sé notað til fræðslunnar, enda ráði hver og einn kennari hvaða gögn skuli notuð til fræðslu.

Átján ára gömul bók í kynfræðslu

Þau Hrafnhildur, Kristín og Tómas segjast ekki læra margt gagnlegt í kynfræðslu.

Myndir | Hari

Fákafen 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

KjóllStærðir 14-22Verð: 8.990 kr

Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9Alla virka daga KL: 11-18 Laugardaga KL: 11-16

48 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 49: 22 01 2016

Ármúla 11, 108 Reykjavík ı Sími 555 7080 ı www.dale.is

S k r á n i n g á dale . is N á n a r i u p p l ý s i n g a r í s í m a 555 7080

// Ókeypis kynningartímarKynningartímar í Reykjavík, Ármúla 11, 3. hæð:

Fullorðnir 13. janúar kl. 20:00 til 21:00

Fullorðnir 17. janúar kl. 16:00 til 17:00

Ungt fólk, 10 til 15 ára 10. janúar kl. 15:00 til 16:00

Ungt fólk, 16 til 25 ára 10. janúar kl. 16:00 til 17:00

Ungt fólk, 10 til 15 ára 24. janúar kl. 15:00 til 16:00

Ungt fólk, 16 til 25 ára 24. janúar kl. 16:00 til 17:00

Upplýsingar um fleiri kynningartíma og skráning

á www.dale.is

// Næstu námskeiðDale Carnegie kvöldnámskeið ......................... 11. janúar

Dale Carnegie kvöldnámskeið ...................... 28. janúar

Dale Carnegie morgunnámskeið................. 10. febrúar

Dale Carnegie á laugardagsmorgnum...... 20. febrúar

Dale Carnegie á þremur dögum ........................ 4. mars

Áhrifaríkar kynningar .................................... 18. febrúar

Samningatækni .......................................................19. maí

Sölunámskeið ....................................................11. febrúar

Stjórnendaþjálfun.............................................11. febrúar

Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur.................9. febrúar

Árangursrík framsögn ........................................ 12. mars

Nánari upplýsingar á www.dale.is

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S D

AL

779

02 0

1/16

„Það jók sjálfstraust mitt að takast á við aðstæður sem gjarnan vekja kvíða og ótta. Ég fékk þjálfun í að nýta hæfileikana semí mér búa. Með því að leysa krefjandi verkefni lærði ég jákvæðari leiðir í samskiptum við aðra. Námskeiðið gaf mér þor til að standa með mínum eigin skoðunum. Ég fékk nýja sýn á sjálfa mig. Í staðinn fyrir hindranir sé ég núna fleiri tækifæri í lífinu.“

// Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, markaðsráðgja�

S K R Á Ð U Þ I G N Ú N ADale Carnegie námskeið

Á námskeiðinu færðu þjálfun í að nýta hæ�leika þína til fulls og ná betri árangri í lí�nu.Lærðu að vera öruggari í framkomu og betri í samskiptum við aðra. Finndu þinn innri leiðtoga og farðu út í lí�ð með meira sjálfstraust og jákvætt viðhorf. Skráðu þig núna!

Ráðgjafi Dale Carnegie verður við símann milli kl. 10 og 16 laugardag og sunnudag.

Kynningartímar í Reykjavík

Fullorðnir 25. janúar kl. 20:00 til 21:00Fullorðnir 31. janúar kl. 16:00 til 17:00

Ungt fólk, 10 til 15 ára 24. janúar kl. 15:00 til 16:00Ungt fólk, 10 til 15 ára 24. janúar kl. 16:00 til 17:00

Upplýsingar um fleiri kynningartíma og skráningar á www.dale.is

Dale Carnegie kvöldnámskeið.......................................28. janúarDale Carnegie morgunnámskeið................................10. febrúarDale Carnegie á laugardagsmorgnum......................20. febrúarDale Carnegie á þremur dögum.........................................4. marsÁhrifaríkar kynningar.......................................................18. febrúarSamningatækni........................................................................19. maíSölunámskeið.....................................................................11. febrúarStjórnendaþjálfun.............................................................11. febrúarLeiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur..................................9. febrúarÁrangursrík framsögn..........................................................12. mars

Nánari upplýsingar á www.dale.is

Page 50: 22 01 2016

Allt í einum pakka í Víkingaþorpinu – Öðruvísi stemmning

w w w . f j o r u k r a i n . i s - P a n t a n i r : b i r n a @ f j o r u k r a i n . i s / S : 5 6 5 1 2 1 3

Þrumandi þorrablót að hætti Víkinga hefjast 22.janúar

Pakkatilboð í Víkingastræti

ATH. Morgunmatur innifalinn í öllum pökkum.Tilboð gilda til 15 apríl 2016.Aukanótt í 2ja manna herbergi kr. 5.500, á mann.

1. Þorrapakki:Gisting, bjór og þorrahlaðborð. Víkingasveitin leikur fyrir matargesti.Tveggja manna herbergi kr. 13.800 á mann.

2. Árshátíðarpakki: Gisting með fordrykk og þriggja rétta hátíðarkvöldverði.Tveggja manna herbergi kr. 14.500 á mann.

3. Sælkerapakki:Gisting og kvöldverður með þriggja rétta sælkeraveislu.Tveggja manna herbergi kr. 13.900 á mann.

Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar.www.fjorukrain.is

Víkingasveitin leikur fyrir matargesti eins og þeim

einum er lagið

Gerum tilboð fyrir hópa í gistingu og mat

Sérréttamatseðill

HLIÐ ÁLFTANESI

Veitingar og gisting

Hlið á Álftanesi

Við kynnum nýjan möguleika í mat

og gistingu.Verið velkomin

Þrumandi þorrablót að hætti Víkinga hefjast 22.janúar

Bóndadagurinn er í dag, föstudag, en hann markar upphaf þorra. Tíu íslenskir þorrabjórar eru nú komnir á markað og flestir þeirra eru afar þjóðlegir.

Það er þjóðlegt þema yfir þorrabjór-unum í ár. Meðal hráefna sem not-ast er við er hvalur, íslensk einiber, reykt tað og brennivínstunnur.

Talsverð eftirvænting hefur verið vegna Surtanna sem Borg brugghús sendir frá sér. Tveir þeirra, númer 8.2 og 8.4, eru sterkustu bjórar sem bruggaðir hafa verið á Íslandi – hvorki meira né minna en 14,5%. Sá fyrr-nefndi hefur verið þroskaður í bour-bon-tunnum og sá síðarnefndi þrosk-aður í single malt whisky-tunnum.

Surtur nr. 38 er 10,8% Imperial Stout sem er til að mynda kryddað-ur með vanillu. Surtur nr. 30.1 hef-ur vakið mikla athygli, að minnsta á kosti á meðal bjórnörda. Hann er í grunninn Surturinn sem kynnt-ur var í fyrra, taðreyktur, en hefur fengið að liggja á notuðum Brenni-víns-tunnum. Þessi bjór átti upphaf-lega aðeins að fara á bari og veit-ingastaði en vegna eftirspurnar fór hann í sölu í vefverslun Vínbúðanna í gær. Þá sendir Borg frá sér mjöð þriðja árið í röð. Að þessu sinni kall-ast hann Fjalar.

Margir aðrir forvitnilegir bjórar bjóðast á þorra. Þorrakaldi er á sínum stað og þorrabjór Gæðings sömuleiðis, en báðir hafa notið vinsælda síðustu ár. Þorragull er

með breyttu sniði í ár, að þessu sinni er hann 6% ósíaður og eikar-leginn lager. Þá býður brugghús Steðja aftur upp á Hval II. Í fyrra var notast við taðreykt hvalseistu í hann.

Handverksbjórar Víking hafa nú fengið nýtt útlit og ný nöfn og þeir fyrstu sem líta dagsins ljós eru þorrabjórarnir. Þeir eru tveir, eini-berja-Bock, sem nú kallast Juniper Bock og er 6.2 í styrkleika. Að sjálf-sögðu er notast við íslensk einiber við framleiðsluna. Hinn bjórinn er English Pale Ale. Myndefnið á nýj-um umbúðum Víking vísar í Íslend-ingasögurnar og á þeim er einnig að finna fróðleik tengdan víkingum og víkingaskipum. Allt í þjóðlegum stíl þorrans. | hdm

Þjóðlegir bjórar á þorra

50 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 51: 22 01 2016

ROMA svefnsófiLjósgrátt, dökkgrátt, ljós-

brúnt og rautt slitsterkt áklæði.

Br: 200 D: 100 H: 50 cm.

Svefnpláss: 120x200 cm.

Fullt verð: 99.900 kr.

Aðeins 79.920 kr.

NÝTTU TÆKIFÆRIÐ

Komdu í Dorma

Afgreiðslutími Mánudaga til föstudaga frá kl. 10–18Laugardaga frá kl. 11–16www.dorma.is

Holtagörðum 512 6800Dalsbraut 1, Akureyri558 1100

NATURE’S COMFORTheilsurúm Aðeins 123.675 kr.

Nature’s Comfort heilsudýna með Classic botni.Stærð: 180x200 cm.

Fullt verð: 164.900 kr.COMFORTheilsurúm Aðeins 123.675

Fullt verð: 164.900 kr.

25%AFSLÁTTUR

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

BOGGIE 3ja sætaSlitsterkt áklæði.

Margir litir.

Stærð: 186 x 77 cm, H: 85 cm.

Verð: 99.900 kr.

20%AFSLÁTTUR

Aðeins 79.920 kr.

ÚTSALANí fullu fjöri

ALLT AÐ

60%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

Opið alla daga

í janúar

Page 52: 22 01 2016

Hvað er eftir í karlaheimum?Eftir áralangt niðurbrot karlmannsins, þar sem Hómer Simpson varð tákngervingur hinnar

nýju og ráðvilltu karlmennsku, er kannski ekki mikið eftir í karlaheimum annað en bjór, enski boltinn og hasarmyndir með hálfsjötugum aðalleikurum. Í tilefni þorrans kíkjum við inn í

karlaheima og skoðum það horn heimsins sem er fyrst og fremst þeirra.

Ertu karl?Ef þrjú atriði á þessum opnum freista þín ertu líklega karl, sama af hvaða kyni þú ert.

Ef sex atriði heilla þig ertu karla karl, karl sem funkerar betur í samfélagi karla en í blönduðum hópi.

Ef níu atriði eða fleiri eiga við þig ertu alvarlega kynheft(ur). Þú leitar í einsleita karlahópa og hræðist konur.

ÚtigrilliðLeið karlsins inn í elda-mennsk-una. Nógu mikil græja svo það sé karl-mannlegt að stjórna henni. Eitthvað annað en þeytari.

BílskúrinnHið nýja húsbónda-herbergi. Geymsla fyrir verkfæri og alls konar karladót.

Enski boltinnTrúarbrögð og tindátaleikur, ígildi ættar og uppruna og afmörkuð friðhelg stund utan áhrifasvæðis kvenna.

BjórEins og

kampavín er drykkur brúðhjóna er bjór drykkur karlfélaga. Félags-hæfni karla er mæld eftir því hversu eftirsóknarvert er að

drekka með þeim bjór.

MótorhjólÚtigrill sem hægt er að setjast upp á og keyra á burt úr bakgarðinum og upp í Hvalfjörð.

KafbátamyndirÞað er næstum öruggt að þar er engin kona, ekki einu sinni í aukahlutverki. Kafbátamyndir þurfa ekki að gerast um borð í kafbáti. The Revenant gerist í óbyggðum Ameríku og The Big Short í bakherbergjum Wall Street en í hvorugri myndinni spila konur nokkra rullu.

Hakkabuff og plokk-fiskurEinkennismatur karl-lægra veitingahúsa. Maturinn hennar mömmu sem karl-arnir fá ekki lengur

heima hjá sér.

JólaskrautKarlar elska allt sem hægt er að keppa í. Yfirgengilegar jólaskreyt-ingar breyta væminni samkennd aðventunnar í hörku sam-keppni.

Star TrekDrengir eru hinir upp-runalegu nördar. Félagsleg bæklun hrekur þá inn í draumaheima þar sem allir eru nör-dar.

Veiðimennska og skytteríVeiðikofinn er karlaklósett, vett-vangur kynhreinna tengsla.

KannabisKonur reykja líka gras en það er fátíðara að þær sannfærist um að helsta mein heimsins sé að of fáir reyki kannabis.

StríðsárinBækur og heim-ildarmyndir um stríðsárin eru hátt í helm-ingur af öllum bókum og heim-ildarmyndum um sagnfræðileg efni. Ástæðan er ekki áhugi kvenna. Karlar gerðu Stríðs-árin á Íslandi 1938 til 1945 að met-sölubók fyrir síðustu jól.

VantrúÞað er svipað hlut-fall kvenna og karla sem trúa ekki á Guð en þegar konur trúa ekki þá trúa karlar alls ekki.

Bílar án notagildisSportbílar sem eru smíðaðir til að keyra hraðar en leyfilegt er og skut-bílar sem eru með burðargetu sem aldrei er notuð.

Súrsaður og kæstur maturEf það þarf að taka á honum stóra sínum til að kyngja þá er það karla-matur. Líka drykkir sem rífa illa í.

RakarastofaKynjaskipt hársnyrting.

SixpensariEina fatið sem konur hafa ekki sannað að fer þeim í raun mun betur en körlum.

Stefán MániÞað eru nánast einvörðungu karlar sem fá bækur Stefáns Mána að láni á Borgarbókasafninu.

52 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

ÚRVALS NORÐLENSKUR

ÞorramaturKjarnafæði býður fjölbreyttan úrvals Þorramat, bæði súrsaðan og

nýjan, svo sem súr lambaeistu, súra lundabagga, súra lambasviðasultu, súra lifrarpylsu, Vopnafjarðarsvið, hangikjöt, nýja lifrarpylsu, nýjan

blóðmör, nýja lambasviðasultu, magál og fleira.

Súrsun matvæla eykur hollustu þeirra og geymsluþol til muna. Súrsunin varðveitir einnig næringargildið ásamt því að maturinn verður meyrari og auðmeltari.

Skyrmysan er auðug af kalki og próteinum sem síast inn í súrmatinn. Sama gildir um B2-vítamín. Nú á dögum skipar súrmatur mikilvægan sess á þorranum.

Veldu gæði, veldu Þorramat frá Kjarnafæði.

www.kjarnafaedi.is

Page 53: 22 01 2016

SkenkarSpeglarBókahillurPúðar

BorðstofuborðSófaborðSjónvarpsskáparFjarstýringavasar

SófasettTungusófarHornsófarStakir sófar

70%Allt að

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavíksími: 557 9510 - www.patti.is

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15

AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM

Sjónvarpsskápar

Barnarúm stærð 106x213

Púðar ogfjarstýringavasar

Verð 221.900 kr. 155.330 kr. Skenkur 216,5x55x84 cm

Þú sparar 34.900 kr.

5.000 kr. *Verð án dýnu

Verð áður 83.900 kr. 7.500 kr. frá

Borð

Verð áður 40.900 kr. 14.900 kr. frá

nokkrir litir 2.900 kr. frá

Valencia sett 311 verð 187.900 áður 469.900

ÚTSALA

Kansas tungusófi verð 99.900 áður 224.900Rín hornsófi 2H2 verð 149.900 áður 299.900

Page 54: 22 01 2016

GLAMPI EINS Í RÖÐ KÖTTURELSKA

BEITABLÓM STRITA

DRYKKJAR-ÍLÁT

ÝLFUR

INNSIGLI

EFNI

TÍÐUMGILDRA

KÖNNUN

KONUNGURKLAKI

TVEIR EINS

SKJÓTUR

LÖGSÓKN

Í UPPNÁMI

BOGI

ÚRGANGUR

VAFRA

BETLARI

ÁFORM

ÞEFAÓGÆTINN

ÁVÖXTURBUNA SPYRNA

HISMI

FISKUR

VERKFÆRI

TÍÐ

VÖRU-MERKI

RJÚFA

ERLENDIS

HÖFUÐNARTGEGNSÆR

HVALUR

HLJÓM-SVEIT

HRUKKA

GÆTTÓÐ

BRASKA

GAUR

NÁLÆGT

LEIKFANG

RÖÐ

AF

SKYLDIR

SVIF

DANGL

FUGL

KÆRLEIKS

HAKA

TVEIR EINS

TRÖLLÞÍÐA

ATHYGLI

SAMTALS

DYGGUR

BRÚKAMISNOTA BOLASKAR

KK NAFN

Á HÖFÐI HESTS

ÖTULL

BEITI-SIGLING

HÆTTA

LJÓMI

GÁSKI

KLAFI

GAN

HEIMSÁLFA

SÓT

HINDRA

DÆLING

SVELG

AÐDANS

ÓSKORÐAÐ

Í RÖÐ

SRÍÐNI

ÁTT

HÖGNI

HLAND

MUNDA FRUM-DRÖG

BÖÐUN KÁL

KVK GÆLUNAFN

my

nd

: Jo

na

th

an

mc

Into

sh

(c

c B

y 2

.0)

277

Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn, og trúir í hjarta þínu að Guð hafi upp vakið hann frá dauðum verður þú hólpinn...

www.versdagsins.is

STÆÐA SMÁU S KRAFSDRYKKUR

VITUR K STERKUR DUGLEGUR

ROFI

Á SJÓ S L Ö K K V A R IÚ T I SVIPAÐ

VÖLLUR Á L Í K A ÐSIGAÐ A T

VAN-VIRÐING

NADDUR Ó S Ó M IF L Ú O R VEIFA

Í RÖÐ

TVÍHLJÓÐI M NHA

TELJA HÖNUG-LYNDI

SVELL Ó L U N D ERTA

KRINGUM B A U N

HALLANDI

FRUMEFNI

ÓÞURFT

T

N Á V Í G I AUÐGAINN-

HVERFUR

SKORA D U L U R HLAÐA UPP

HÖGG-ORUSTA

Á L A S A SKRUGGA

KVK NAFN Þ R U M A SKYNFÆRI GLÁPA SÁMÆLA

ÆVINLEGA

T Í Ð AÐHEFST

GEGNA G E R I R HVIÐA

ÁTT K A S TÆT T MÓTMÆLI

REIGJA A N D Ó F TUDDA

NÆGILEGA N A U T ATVEIR EINS

S A F NÞRÍFAST

VEL

ÞORP D A F N A GIFTI

RÍKI G A FK EGNA

SKÓLI E S P A KUSK

VÖNTUN L ÓTITILL

ÆXLUNAR-KORN J A R L

U M T A L RÚM

KORN V A G G A SAMTÖK

HYGGJA A AAFSPURN

G A TKERALD

MÆLI-EINING Á M A

ÖRVERPI

FASTA STÆRÐ U R P T ÓÞÉTTUR HLUT-

DEILDHOLA

G ÁRANS

ALDRAÐI A N S A N S VILLTUR

FISKUR Ó A R G AIÐN

A GSAMTÖK

ÍÞRÓTTA-FÉLAG A S Í NESODDI

TRYGGING T Á NÚNA

LAMPI N Ú I ÐFJ A F N SUKK

EFNI S V A L L FLÝTIR

ANDMÆLI A S ISLÉTTUR

U M R Ó T ÆXLUN

TVEIR EINS E Ð L U N Á FÆTI

ÓNEFNDUR I LRASK

FUGL

R L A NABBI A R Ð A TIL-FINNING K E N N DE

T I M B U R ÁLÚTUR L O T I N NVIÐUR

AÐ-RAKSTUR

my

nd

: P

hilm

ar

in

(C

C B

y-S

a 3

.0)

276

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

Krossgátan

Allar gáturnar á netinuAllar krossgátur Fréttatímans frá upp-hafi er hægt að nálgast á vefnum http://krossgatur.gatur.net.

Ég hef lengi ætlað mér að einfalda líf mitt. Ég get ekki sagt að mér hafi orðið mikið ágengt í því, a.m.k. ekki viljandi. Í þau fáu skipti sem mér hefur tekist að einfalda líf mitt þá hefur það verið öðrum að þakka, eins og þegar ég hef verið rekinn úr vinnu og önnur slík gæfuspor í lífi mínu.

Nú í vikunni gafst mér einstakt tæki-færi til þess að einfalda líf mitt þegar ég þurfti að skreppa vestur í bæ en hafði ekki aðgang að heimilisbílnum. Ég er vanur að hjóla og labba en ég hef aldrei almennilega þorað að kaupa mér nagla-dekk á reiðhjólið þannig að það kom ekki til greina enda allir göngustígar svelli lagðir. Ég myndi aldrei þora að hjóla á götunum, ég þori varla að keyra eftir göt-unum, það hefur hægst svo mikið á mér síðustu árin (sem er sjálfsblekking vegna þess að ég hef alltaf keyrt löturhægt eins og ellilífeyrisþegi á róandi pillum).

Draumur allra naumhyggjumanna er að taka strætó. Ég þurfti reyndar að fá ráðleggingar hjá börnunum mínum hvað leið ég ætti að taka og hvað ég ætti að borga. Það kom í ljós að það kostar 400 kr. að ferðast þessa 5 km leið sem ég átti fyrir höndum. Heilar fjögur hundruð krónur fyrir að láta skutla mér nokkra kílómetra sem ég væri annars 10 mínútur að hjóla! Ég hellti úr eyrunum og hélt heila ræðu yfir fjölskyldu minni (þessa um hvað allt var betra í gamla daga). Það tók mig svo um klukkutíma að safna sam-an smápeningi til þess að vera tilbúinn daginn eftir.

Eitthvað misreiknaði ég mig þannig að ég var lengur að labba út á stoppistöð en

ég hélt. Ég sá vagninn nálgast úr fjarlægð og tók til fótanna. Ég ætlaði ekki að missa af mínum fyrsta strætisvagni í mörg ár. Hann hinkraði aðeins eftir mér og ég stökk upp í. Ég var lafmóður að hlaupa þessa fimmtíu metra (sem er trúlega ástæðan fyrir því að það er ekki keppt í fimmtíu metra hlaupi á Ólympíuleik-unum).

Farþegarnir sátu svellkaldir og gáfu mér auga. Allt fólk sem var vant því að taka strætó en kannski óvant því að sjá menn á mínum aldri lafmóða á al-mannafæri. Ég hlussaðist niður við hliðina á manni sem mér reiknaðist til að væri næst mér í aldri. Ég var ekki að fara að setjast svona móður hjá ungum manni, hvað þá ungri konu. Það er mikilvægt að hlífa ungu fólki við stunum þeirra sem komnir eru á miðjan aldur.

Ferðin gekk prýði-lega fyrir utan að bíl-stjórinn ók hraðar en ég átti von á þannig að ég þurfti sífellt að vera að grípa í sætið fyrir framan mig. Ekkert stór-mál en það var þarna eitt óþægi-legt augnablik þegar ég greip í höndina á kon-unni fyrir framan mig sem fór út á undan og var að vega sig upp úr sætinu. Ég vonaði

að hún hefði ekki heyrt másið í mér. Endastöðin mín var auðsjáanlega mjög

vinsæl vegna þess að hálfur strætisvagn-inn ruddist út um leið og ég. Ég þjáist af nettri innilokunarkennd við vissar aðstæður, trúlega eftir að hafa gist of oft í svefnpoka hjá ættmennum sem barn þannig að það kemur alltaf upp í mér smá löngun til þess að ryðjast í gegnum röðina og ýta fólki frá mér. Sem betur fer tókst mér að bæla þessa löngun niður og komast skammlaust út úr vagninum. Að

komast út undir bert loft var mikill léttir og sigurtilfinningin að hafa tekist að einfalda líf mitt með því

að taka strætisvagn var auðvitað engu lík.

Ég fór reyndar að hugsa það seinna, þegar sæluvíman rann af mér að þessi strætó-ferð hafði ekki einfaldað

eitt eða neitt, eiginlega hafði ég ekki

lent í flóknari aðstæðum í mörg ár. En ég kýs að líta ekki svo á. Að ein-falda líf sitt getur verið flókið en þegar upp er staðið stendur maður eftir,

þroskaðri, betri en aðrir,

reynslunni rík-ari og bara miklu einfaldari á allan hátt.

Flókið að vera einfaldurSteini skoðar heiminnÞorsteinn Guðmundasson

Lausn

Sudoko

8 5 6 3

7

2 4 1

1

5 3 4

7 9 2

6 4 7

1 9 6

5 8 2

5 7

6 8 1

6 8 3

8 2 6 5

9

2 3 4

6 7 8 4

4 5

9 1

Sudoko fyrir lengra komna

54 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 55: 22 01 2016

• Flug og allir skattar til Lyon í Frakklandi

• Brottför 14. júní og tilbaka 16. júní

• Handfarangur og ein taska per farþega

• Akstur frá flugvelli á hótel og tilbaka fyrir heimflug

Pakkinn kostar149.600*

og innifalið er:

ÍSLAND - PORTÚGAL14 Júní 2016

• Gisting á 4 stjörnu hóteli í 2 nætur með morgunverði

• Akstur á leik og aftur á hótel tilbaka

• Íslensk fararstjórn

Aukakostnaður fyrir eins manns herbergi eru 16.500 krónur

*Uppgefið verð miðast við 2 í herbergi

WWW.TRANSATLANTIC.ISSÍMI: 588 8900 / 588 8917

*Íslensk fararstjórn

Page 56: 22 01 2016

föstudagur 22. janúar laugardagur 23. janúar sunnudagur 24. janúar

56 |fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

SAMSUNG WF70

7 KG. 1400 SN. KR. 79.900,-SAMSUNG WW80

8 KG. 1400 SN. KR. 99.900,-SAMSUNG WF80

8 KG. 1400 SN. KR. 89.900,-SAMSUNG WW80

TM

TM

TM

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

FYRIR HEIMILIN Í LANDINUVið seljum eingöngu

með kolalausum mótor

með 10 ára ábyrgð

ecobubble þvottavélarHVaÐ ER ECO BUBBlE?

leysir upp þvottaduft undir þrýstingi og myndar kvoðu, svo duftið leysist upp á um það bil 15 mín, í stað 30-40 ella.

stöð 207:00 Barnatími Stöðvar 208:10 The Middle08:30 Grand Designs09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors10:20 Hart of Dixie 11:10 Bad Teacher 11:35 Guys With Kids 12:05 Eldhúsið hans Eyþórs 12:35 Nágrannar13:00 What to Expect When ...14:55 The Prince and Me 316:30 Batman16:55 Community 3 (21/22) 17:20 Bold and the Beautiful17:40 Nágrannar 18:05 The Simpsons18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:55 Ísland í dag19:25 Bomban 20:15 American Idol 21:00 American Idol22:25 X-Files00:25 Six Bullets02:15 The Fisher King04:30 What to Expect When You ...

stöð 2 sport10:50 D. Broncos - P. Steelers13:20 Udinese - Juventus14:55 Ítölsku mörkin 2015/201615:25 Spænsku mörkin 2015/201615:55 Meistaradeildin í hestaíþr.16:55 Snæfell - Höttur18:30 La Liga Report19:00 Keflavík - Njarðvík b21:05 Shaqtin a Fool: 2014-1521:30 NFL Gameday22:00 Körfuboltakvöld23:40 Strength in Numbers 01:00 Toronto - Miami b

stöð 2 sport 211:20 Premier League World11:50 Chelsea - Everton13:35 Messan14:40 Newcastle - West Ham16:25 Premier League Preview16:55 Swansea - Watford18:35 Football League Show19:05 Liverpool - Man. Utd. 20:45 PL Match Pack 2015/201621:15 Premier League Review 1522:10 Stoke - Arsenal23:50 Tottenham - Sunderland

stöð 209:00 Með afa09:10 Skoppa og Skítla 09:25 Mæja býfluga09:40 Stóri og Litli09:50 Gulla og grænjaxlarnir10:00 Latibær10:15 Elías10:25 Tommi og Jenni10:45 Kalli kanína og félagar11:10 Teen Titans Go! 11:35 Beware the Batman12:00 Bold and the Beautiful13:45 Bomban (2/12) 14:35 Heimsókn (8/15) 15:05 Landnemarnir (2/16) 15:50 Matargleði Evu (1/10) 16:20 Jamie’s Super Foods (1/6) 17:10 Sjáðu (426/450) 17:40 ET Weekend (18/52) 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (102/150) 19:10 Lottó 19:15 The Simpsons (12/22) 19:35 Two and a Half Men (20/22) 20:00 Heaven is for Real21:40 Kingsman23:45 Cold Spring 01:15 Riddick03:10 Jesse Stone04:35 Diminished Capacity

stöð 2 sport10:05 Snæfell - Haukar11:40 Keflavík - Njarðvík13:15 Körfuboltakvöld14:55 Malaga - Barcelona16:55 NFL Gameday19:40 Empoli - AC Milan b21:45 UFC Now 201522:35 UFC Fight Night00:55 Toronto - Miami

stöð 2 sport 208:40 Messan09:55 Liverpool - Man. Utd. 11:35 PL Match Pack 2015/201612:05 Premier League Preview12:35 Norwich - Liverpool b14:50 Man. Utd. - Southampton b17:00 Markasyrpa17:20 West Ham - Man. City b19:30 Crystal Palace - Tottenham21:10 Leicester - Stoke22:50 Watford - Newcastle00:30 WBA - Aston Villa02:10 Sunderland - Bournemouth

stöð 207:01 Strumparnir07:25 UKI07:30 Doddi litli og Eyrnastór07:40 Zigby 07:55 Latibær08:20 Mörgæsirnar frá Madag.08:40 Víkingurinn Vic08:55 Tommi og Jenni09:15 Ljóti andarunginn og ég 09:40 Skoppa og Skítla 09:55 Gulla og grænjaxlarnir10:05 Rasmus Klumpur og félagar 10:15 Ævintýraferðin 10:25 Ninja-skjaldbökurnar10:50 iCarly (16/25) 11:15 Loonatics Unleashed12:00 Nágrannar13:50 American Idol 16:00 Grand Designs16:50 60 mínútur (16/52) 17:40 Eyjan (21/30) 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (103/150) 19:10 Næturvaktin19:40 Atvinnumennirnir okkar20:10 Shetland 21:05 The Day Hitler Died 21:55 60 mínútur22:40 America 00:10 The Art of More (6/10) 01:00 The Sandhamn Murders01:45 Small Apartments03:20 Act of Valor05:10 Date and Switch

stöð 2 sport09:45 Empoli - AC Milan11:25 Fiorentina - Torino b13:35 Malaga - Barcelona b15:20 Samsung Unglingaeinvígið15:50 Meistarad. í hestaíþróttum16:55 World Strongest Man 201517:25 NBA Special - The Bad Boys19:10 NFL Gameday19:40 D. Broncos - NE Patriots b23:00 C. Panthers - A. Cardinals b

stöð 2 sport 210:00 Norwich - Liverpool11:40 West Ham - Man. City13:20 Everton - Swansea b15:50 Arsenal - Chelsea b18:00 Man. Utd. - Southampton19:40 Everton - Swansea21:20 Arsenal - Chelsea23:00 Leicester - Stoke

DR1 sunnudaginn 24. janúar kl.19. Det Vilde Australien er þýsk náttúrulífsmynd um villt dýr í dýpstu Ástralíu. Saltvatnskrókodílar, kengúrur sem klifra í trjám og fuglar sem geta ekki flogið en eru með klær sem minna á risaeðlur.

Netflix Heimildarmyndin True Cost skoðar hver borgar brúsann þegar við kaupum hræódýra hlýraboli í stórverslunum. Vísbending: Það er ekki Dolce eða Gabbana.

Netflix Spennuþætt-irnir Happy Valley fjalla um harðan raunveru-leika lögreglukonunnar Catherine Cawood, hún er með manninn sem hún telur bera ábyrgð á sjálfsmorði dóttur sinnar á heilanum. Þegar hún kemst að því að maðurinn er flæktur í annað sakamál fer af stað atburða-rás sem hana óraði ekki fyrir.

Kengúrur klifra í trjámHvað kosta fötin okkar í raun?

Enginn gleðidalur

rúv16.55 Táknmálsfréttir (143)17.05 EM í handbolta karla b19.00 Fréttir19.25 Íþróttir (97)19.30 Veður19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu20.00 Útsvar (18:27)21.15 Nicolas le Floch23.00 Birthday Girl00.30 Junebug02.15 Víkingarnir (1:10) e.03.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

skjár 108:00 Everybody Loves Raymond08:20 Dr. Phil09:00 Design Star (7:7)09:45 Minute To Win It10:30 Pepsi MAX tónlist13:00 King of Queens (15:25)13:25 Dr. Phil14:05 America's Funn. Home Vid.14:30 The Biggest Loser - Ísland15:55 Jennifer Falls (3:10)16:20 Reign (8:22)17:05 Philly (3:22)17:50 Dr. Phil18:30 The Tonight Show19:10 The Late Late Show19:50 America's Fun.Home Vid.20:15 The Voice22:30 The Tonight Show23:10 Rookie Blue (5:13)23:55 Nurse Jackie (11:12)00:25 Californication (11:12)00:55 Ray Donovan (10:12)01:40 State Of Affairs (3:13)02:25 Hannibal (3:13)03:10 The Tonight Show03:50 The Late Late Show

rúv 2föstudagur 22. janúar19.20 EM milliriðill b

Laugardagur 23. janúar19.20 Pólland - Noregur b

Sunnudagur 24. janúar17.05 EM milliriðill b19.20 EM milliriðill b

rúv07.00 KrakkaRÚV07.01 Háværa ljónið Urri (35:52)07.11 Nellý og Nóra (8:52)07.18 Einar Áskell (2:13)07.31 Ólivía (31:52)07.44 Veistu hvað ég elska ...? 07.55 Póló (4:52)08.01 Snillingarnir (3:9)08.24 Úmísúmí (11:20)08.47 Kata og Mummi (43:52)08.58 Litli prinsinn (10:26)09.22 Einmitt svona sögur (1:10)09.35 Uss-Uss! (14:52)09.48 (1:52)09.59 Undraveröld Gúnda (3:30)10.09 Um hvað snýst þetta allt10.15 Krakkafréttir vikunnar10.35 Vísindahorn Ævars10.45 Heimsbikarmótið í bruni b13.15 R.leikarnir Frjálsar íþróttir b15.15 R.leikarnir Júdó b16.55 Táknmálsfréttir (144)17.05 Frakkland - Króatía b18.54 Lottó (22:52)19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.35 Veður19.45 Spaugstofan: Andspyrnuhr.20.35 Árið er - Söngvakeppnin21.40 Jurassic Park III23.10 EM stofa23.25 Headhunter01.10 Rocky II03.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

skjár 111:50 Dr. Phil13:10 The Tonight Show15:10 Top Gear (8:8)16:25 Parks & Recreation16:50 The Voice (20:25)18:20 The Voice (21:25)19:05 Life Unexpected (3:13)19:50 How I Met Your Mother20:15 Intolerable Cruelty21:55 Kick-Ass23:55 Lonely Hearts01:45 Fargo (3:10)02:30 CSI (19:22)03:15 Unforgettable (7:13)04:00 The Late Late Show04:40 Pepsi MAX tónlist

rúv07.00 KrakkaRÚV08.07 Hæ Sámur (36:52)08.14 Elías (43:52)08.25 Sigga Liggalá (43:52)08.38 Hvolpasveitin (11:24)09.00 Disneystundin (3:52)09.01 Finnbogi og Felix (11:13)09.23 Sígildar teiknimyndir09.30 Fínni kostur (10:10)09.52 Millý spyr (49:78)10.00 Ævar vísindamaður (2:8)10.30 Árið er - Söngvakeppnin11.30 Menningin (21:30)11.50 Augnablik - úr 50 ára sögu12.05 Íslenskur matur12.30 Útsvar13.35 Stóra sviðið (3:5)14.10 Persónur og leikendur (3:6)15.00 R.leikarnir Sund b17.00 Bækur og staðir17.10 Táknmálsfréttir (145)17.20 Kata og Mummi (14:52)17.32 Dóta læknir (9:13)17.55 Ævintýri Berta og Árna18.00 Stundin okkar (13:22)18.25 Í leit að fullkomnun 19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.35 Veður19.45 Rætur (4:5)20.15 Stóra sviðið (4:5)20.55 Ófærð (5:10)21.50 Kynlífsfræðingarnir (3:12)22.50 Hannah Arendt00.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

skjár 111:55 Dr. Phil13:55 The Tonight Show15:15 Bachelor Pad (3:8)16:45 Rules of Engagement17:10 The McCarthys (4:15)17:35 Black-ish (1:22)18:00 The Millers (7:11)18:25 Minute To Win It Ísland19:15 The Biggest Loser - Ísland20:15 Scorpion (8:24)21:00 L&O: Special Victims Unit21:45 The Affair (4:12)22:30 The Walking Dead (1:16)23:15 Inside Men (3:4)00:05 Ice Cream Girls (3:3)00:50 Rookie Blue (11:22)01:35 CSI: Cyber (11:22)02:20 L&O: Special Victims Unit03:05 The Affair (4:12)03:50 The Walking Dead (1:16)

Page 57: 22 01 2016

Jessica Jones | eru þættir á Netflix upp úr teiknimyndasögum Marvel, femínískir og góðir þættir um einka-spæjarann Jessicu Jones og hennar líf. Á Netflix mæli ég líka með þáttunum Sense 8, sem fjalla um sex mismun-andi manneskjur í ólíkum hlutum heimsins sem tengjast á einhvern hátt, mjög skemmtilegir. Ég reyni að horfa á þætti með sem mestum fjöl-

breytileika, helst ekki bara þætti gerða af körlum fyrir karla. Annars er ég algjör sökker fyrir lélegum raunveru-leikaþáttum. Þegar mig langar að slökkva á hausnum horfi ég á Real Housewi-fes-seríurnar.

| 57fréttatíminn | HelgiN 22. JANúAR–24. JANúAR 2016

Podcast vikunnar Grínistinn og leikarinn Alec Baldwin úr þáttunum 30 Rock stýrir podcast þættinum Here’s the Thing. Í þáttunum ræðir Alec við áhugavert fólk úr bransanum allt frá listamönnum og leikurum til stjórnmálamanna. Viðmælendur ræða á persónulegum nótum þær ákvarðanir og sambönd sem höfðu áhrif á feril þeirra. Allir ættu að finna viðmælanda sem veitir þeim innblástur og eru þætt-irnir gott tækifæri til að kynnast snillingum samtímans.

Youtube Rómantíski gamanþátturinn An African City snýr hugmyndum um fátæka og stríðshrjáða Afríku á hvolf. Hugmyndin að þáttunum kemur frá bandarísku Sex and The city-þáttum, en í stað þess að súpa Martini í New York leika aðalpersónurnar lausum hala í borginni Accra í Ghana. Nú er einmitt rétti tíminn til að byrja að horfa, enda var önnur sería að byrja á fimmtudag, 21. janúar.

SófakartaflanUgla Stefanía Kristjönu­dóttir Jónsdóttir

Beðmál í Ghana

Málið með Alec Baldwin

RÚV sunnudaginn 24. janúar kl. 22.50. Sunnudagsmynd RÚV tikkar í öll sunnudagsmyndarboxin: seinni heimsstyrjöldin, sterk kvenpersóna, sönn saga, munið að poppa!

Hannah Arendt

Vill sjónvarpsefni með fjölbreytileika

Mynd/Móa Hjartardóttir

Fékk foreldra sína til að leika foreldraNetflix Master of None eru þægilegir

og fyndnir þættir með grínistanum Aziz Ansari í aðalhlutverki. Það er auðvelt að tengja við karakterinn í ýmsum aðstæðum nútímans. Foreldrar Dev í þáttunum eru raunverulegir foreldrar leikarans og gefa þau skemmtilega innsýn inn í líf annarrar kynslóðar innflytjenda í Bandaríkjunum.

Page 58: 22 01 2016

Ísfirðingar bíða ólmir eftir að sólin láti sjá sig eftir langa fjarveru.

Sólin dvelur í fjöllunum á Ísafirði um þessar mundir en það er búist við henni í bæinn 25. janúar. Þegar hún loksins sendir geisla sína yfir bæinn fagna bæjarbúar með pönnukökum og kaffi, svokölluðu sólarkaffi. Kristjana Sigurðardóttir segir Kvenfélagið Hlíf vera duglegt að baka að ári hverju. „Þetta er gamall og góður siður að fagna komu sólar, þá er pönnukökuilm-

Elín Edda vinnur að annarri teiknimynda-sögubók sinni en hún rekur myndasöguútgáfu ásamt systur sinni. Sagan hennar um Gombra hefur verið í smíðum í tvö ár.

Þóra Tómasdó[email protected]

Elín Edda hefur teiknað frá því hún var pínulítil. „Eftir að ég fór í Myndlistarskólann, þrettán ára, ákvað ég að þetta væri það sem ég þyrfti að einbeita mér að. Þar lærði ég að teikna betur og fékk hvatningu til að leggja þetta fyrir mig.“

Nú stundar hún nám í grafískri hönnun við Listaháskólann og vinnur hörðum höndum að því að koma annarri myndasögubók sinni út. Fyrirhugað er að sagan, Gombri, komi út í vor, 1. apríl, samhliða sýningu hennar í gall-erí Ekkisens.

„Gombri býr í Garði og er einmana og leiður. Ættingjar hans eru dánir svo hann ákveður að yfirgefa heimili sitt og ráðast í ferðalag. Á leiðinni hittir hann Nönnu sem er líka á flótta undan einhverju en hún man ekki alveg hvað það var. Saman ferðast þau til borgarinnar og sagan fjallar um það sem fólki finnst vera satt og mikilvægt að trúa á.“

Teikningar hafa heillað Elínu Eddu frá því hún var barn. „Ég fór mikið á listasöfn með foreldr-um mínum og flestir í kringum mig voru að teikna. Afi var sér-

Fagna sólinni með pönnsum Gott að dilla

Bryggjan Brugghús býður upp á Sunnudjass alla sunnudaga í vetur. Hjörtur Ingvi, píanóleik-ari Hjaltalín og Andri Ólafsson í Móses Hightower troða upp og tilvalið að njóta ljúfra tóna djassins í lok helgarinnar.

Gott að yrkjaDagar ljóðsins eru haldnir í Kópavogi um helgina og fjölbreytt dagskrá í boði. Ljóðasmiðja fyrir krakka á aldrinum 9 til 12 ára hefst klukkan 13 á laugardaginn og er aðgangur ókeypis í Bóka-safni Kópavogs.

Gott um helgina

ur um allan bæinn. Það er alltaf gott að hafa góðar pönnsur.“

Teiknar undir áhrifum frá afa

Elín Edda notar vatnsliti og blek við gerð myndasögunnar um Gombra.

flott listaverk.“Elín Edda segir Elísabetu Rún,

systur sína, hafa kynnt sig fyrir myndasögum. „Ég hafði bara lesið Andrés önd sem krakki og líklega höfðu teiknimyndirnar í barnatímanum mikil áhrif á mig. Nú er ég að kynnast stærri myndasöguverkum og hef áhuga á að gera fleiri sögur sjálf.“

Systurnar unnu saman mynda-söguna Plantan á ganginum sem kom út árið 2012. Þær lögðu mikla vinnu í bókina og Elín Edda varði öllum tíma með menntaskóla í að koma henni heim og saman. Sagan fjallar um Geirþrúði sem kýs blóm og plöntur fram yfir fólk. Hún hefur einangrað sig frá umheiminum en líf hennar breytist þegar hún setur sérstaka plöntu á ganginn í húsinu sínu.

Fyrst kom sagan út á vefnum en síðar stofnuðu systurnar út-gáfuna Nóvember sem gaf sög-una út í bókarformi.

Elín Edda leitar að fjármagni til að geta komið bókinni um Gombra út. Sjá nánar á facebook-síðu sögunnar facebook.com/gombraelinedda

stök fyrirmynd mín í teikningu. Hann var áhugalistamaður og alltaf að teikna og smíða einhver

Myndasögur Elín Edda teiknar myndasöguna Gombra

Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl.

Njála (Stóra sviðið)Sun 24/1 kl. 20:00 11.k Sun 7/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00Fim 28/1 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00Sun 31/1 kl. 20:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 19:00Mið 3/2 kl. 20:00 Mið 17/2 kl. 20:00Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu

Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið)Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Sun 7/2 kl. 20:00 aukas.

Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Mið 10/2 kl. 20:00Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Fim 11/2 kl. 20:00 13.k

Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Fim 18/2 kl. 20:00Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k

Margverðlaunað meistarastykki

Billy Elliot (Stóra sviðið)Fös 22/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00Lau 23/1 kl. 19:00 Fim 4/2 kl. 19:00 Fös 12/2 kl. 19:00Fös 29/1 kl. 19:00 Fös 5/2 kl. 19:00Allra síðustu sýningar

Lína langsokkur (Stóra sviðið)Sun 24/1 kl. 13:00 100.sýn Sun 7/2 kl. 13:00Sun 31/1 kl. 13:00 Sun 14/2 kl. 13:00Allra síðustu sýningar

Flóð (Litla sviðið)Sun 24/1 kl. 20:00 2 k. Sun 31/1 kl. 20:00 5.k Fim 11/2 kl. 20:00Mið 27/1 kl. 20:00 3.k. Mið 3/2 kl. 20:00 6.k Sun 14/2 kl. 20:00Fim 28/1 kl. 20:00 4.k. Sun 7/2 kl. 20:00 Sun 28/2 kl. 20:00Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri

Sókrates (Litla sviðið)Fös 22/1 kl. 20:00 Fös 29/1 kl. 20:00Allra síðustu sýningar!

Vegbúar (Litla sviðið)Lau 13/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 20:00Fös 19/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

Kenneth Máni (Litla sviðið)Lau 23/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00 Lau 6/2 kl. 20:00Kenneth Máni stelur senunni

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

65 20151950

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

65 20151950

DAVID FARR

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn

Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Lau 13/2 kl. 15:00 Aukasýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn

Lau 30/1 kl. 15:00 Aukasýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn

Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn

Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn

Lau 6/2 kl. 19:30 Aukasýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn

Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)Sun 31/1 kl. 19:30 8.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn

Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn

Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar

Um það bil (Kassinn)Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 4/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 14.sýn

Lau 23/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 15.sýn

Fim 28/1 kl. 19:30 10.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn

Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se

Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)Fim 28/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 6/2 kl. 22:30 17.sýn Fim 11/2 kl. 19:30 18.sýn

Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!

Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)Fös 22/1 kl. 15:00 Aðalæfing Sun 31/1 kl. 13:00 2.sýn Lau 20/2 kl. 13:00 4.sýn

Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 14/2 kl. 13:00 3.sýn

Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!

Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)Sun 24/1 kl. 14:00 aukasýn Lau 30/1 kl. 11:00 aukasýn

Sun 24/1 kl. 16:00 aukasýn Lau 30/1 kl. 13:00 Lokasýning

Síðustu sýningar!

Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)Fös 22/1 kl. 20:00 10.sýn Fim 28/1 kl. 20:00 14.sýn Lau 30/1 kl. 22:30 18.sýn

Fös 22/1 kl. 22:30 11.sýn Fös 29/1 kl. 20:00 15.sýn Fim 4/2 kl. 20:00 19.sýn

Lau 23/1 kl. 20:00 12.sýn Fös 29/1 kl. 22:30 16.sýn Fös 5/2 kl. 20:00 20.sýn

Lau 23/1 kl. 22:30 13.sýn Lau 30/1 kl. 20:00 17.sýn Fös 5/2 kl. 22:30 21.sýn

Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!

Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)Mið 3/2 kl. 19:30 1.sýn Mið 17/2 kl. 19:30 3.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn

Mið 10/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 24/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn

Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!

GAFLARALEIKHÚSIÐÞað er gaman í Gaflaraleikhúsinu á nýju ári

Miðasala - 565 5900 - midi.is - gaflaraleikhusid.is

Næstu sýningarSunnudagur 24. janúar UppseltSunnudagur 31. janúar kl 13.00 Heimsfræg verðlaunasýning fyrir 1-5 ára börn

Silja Huldudóttir Morgunblaðið

Sigríður Jónsdóttir Fréttablaðið

„Óhætt að mæla með þessari sýningu!" Kastljós„Sýningin er bæði falleg og skemmtileg" Silja TMM„Unaðslegur leikhúsgaldur" Jakob Jónsson Kvennablaðið

Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is

AÐGANGUR ÓKEYPIS / ADMISSION FREE

1 6 . J A N Ú A R - 1 5 . M A Í 2 0 1 61 6 . J A N Ú A R - 1 5 . M A Í 2 0 1 61 6 . J A N Ú A R - 1 5 . M A Í 2 0 1 6

S T E M N I N GI N GI N G / M O O DF R I Ð G E I R H E L G A S O NF R I Ð G E I R H E L G A S O NF R I Ð G E I R H E L G A S O N

58 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 59: 22 01 2016

METSÖLUBÓKNew York Times

„Taugatrekkjandi saga um siðgæði,

tryggð og sjálfsmynd.“ELLE

„Snilldarleg lýsing á því hvernig líf

konu brotnar í mél …“THE TIMES

„… hjartnæm, óvægin og grípandi.“US WEEKLY

Tilnefnd sem besta bók síðasta

árs af SAN FRANCISCO

CHRONICLE, THE HUFFINGTON

POST og SHELF AWARENESS

„… bók um konuna í næstu íbúð

sem hættir ekki fyrr en hún veit

hvað er að gerast. Þarna er glæpur

eða kannski glæpir, forboðin ást,

hlýja og skemmtun. Hvað meira

getur maður beðið um?“ANNA KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR / PJATT.IS

Konan í blokkinni er kátbrosleg og

hörkuspennandi glæpasaga eftir

JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR og heyrst

hefur að hér sé komin hin íslenska

Miss Marple.

MetsölulistiEymundsson

Kiljulisti - vika 2

3.

MetsölulistiEymundsson

Aðallisti - vika 2

2.

KILJA FYRIR ÞIGKósýkrimmi eða óvægin ástarsaga?

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39

Page 60: 22 01 2016

STÓLL GEORGE: 79.000.-NÚ: 49.000.-

UR:ND 2,GI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLINDNÝR STAÐUR:

SKÓGARLIND 2,KÓPAVOGI

NÝSENDING

AF SÓFUM

MESOLA TUNGUSÓFI: 275. 000.- NÚ: 192.500.-

CLOTHESLINE RAMMI: 7.950.-

NÚ: 4.770.-

FUBI SUSHI SETT: 4.500.- NÚ: 2.700.-

AGNES MOTTA: 17.500.-NÚ: 14.000.-

LAND SÓFI: 275.000.-NÚ: 192.500.-

MONTINO TUNGUSÓFI: 395.000.-

NÚ: 295.000.-

HELENA LJÓSA GARLAND:

25.300.- NÚ: 19.500.-

YVES BORÐLAMPI:

11.900.-NÚ: 8.900.-

ÚTSALANÍ FULLUM GANGI

20%AF ÖLLUMMOTTUM

40-50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SMÁVÖRUM

20-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

HÚSGÖGNUM

30%AF ÖLLUM

KUBBA-KERTUM

BOW DRESS SKARTGRIPA-

GEYMSLA: 2950.- NÚ: 1.170.-

BOHO KLÚTAHENGI: 2.950.-

NÚ: 1.170.-

3 FYRIR 2 AF ÖLLUM

HANDKLÆÐUM

Page 61: 22 01 2016

STÓLL GEORGE: 79.000.-NÚ: 49.000.-

UR:ND 2,GI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLINDNÝR STAÐUR:

SKÓGARLIND 2,KÓPAVOGI

NÝSENDING

AF SÓFUM

MESOLA TUNGUSÓFI: 275.0 00.- NÚ: 192.500.-

CLOTHESLINE RAMMI: 7.950.-

NÚ: 4.770.-

FUBI SUSHI SETT: 4.500.- NÚ: 2.700.-

AGNES MOTTA: 17.500.-NÚ: 14.000.-

LAND SÓFI: 275.000.-NÚ: 192.500.-

MONTINO TUNGUSÓFI: 395.000.-

NÚ: 295.000.-

HELENA LJÓSA GARLAND:

25.300.- NÚ: 19.500.-

YVES BORÐLAMPI:

11.900.-NÚ: 8.900.-

ÚTSALANÍ FULLUM GANGI

20%AF ÖLLUMMOTTUM

40-50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SMÁVÖRUM

20-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

HÚSGÖGNUM

30%AF ÖLLUM

KUBBA-KERTUM

BOW DRESS SKARTGRIPA-

GEYMSLA: 2950.- NÚ: 1.170.-

BOHO KLÚTAHENGI: 2.950.-

NÚ: 1.170.-

3 FYRIR 2 AF ÖLLUM

HANDKLÆÐUM

Page 62: 22 01 2016

Sögurnar af hinum harð-svíraða lögmanni, Stellu Blómkvist, verða að sjón-varpsþáttaröð.

Þóra Tómasdó[email protected]

Sagafilm og SkjárEinn undir-búa framleiðslu á sex þátta röð sem byggir á bókunum um Stellu Blómkvist. Þýska dreifingarfyrir-tækið Red Arrow hefur ásamt Kvikmyndamiðstöð Íslands sett peninga í þróun þáttanna og stefnt er að því að upptökur hefj-ist í haust.

„Við leitum logandi ljósi að réttu konunni til að fara með hlutverk Stellu enda er þetta mjög krefjandi og skemmti-legt hlutverk,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjón-varps og kvikmynda-framleiðslu Sagafilm. „Leikkonan þarf að hafa mikla breidd og við erum

með nokkrar í sigtinu sem fara í prufur í lok mánaðarins.“

Óskar Þór Axelsson hefur verið ráðinn leikstjóri þáttanna. Hann leikstýrði kvikmyndinni Svartur á leik eftir skáldsögu Stefáns Mána, nokkrum þátt-um af Ófærð og vinnur nú að kvikmynd byggðri á Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur. Handritshöfundar þáttanna um Stellu Blómkvist eru þau Nanna Kristín Magnúsdóttir og Jóhann Ævar Grímsson auk leikstjórans, Óskars Þórs.

Eins og flestum er ljóst, er ráðgáta hver sé höfundur

glæpasagnanna um Stellu Blómkvist.

Halldór Guð-mundsson stýrði

Máli og menn-ingu þegar

fyrsta Stellu-sagan kom út fyrir jólin 1997

og hefur varð-veitt leyndarmálið síðan. Alls hafa komið út átta bæk-

ur um Stellu. Ljóst er að Forlags-

feðgarnir sem eru eigendur Máls og menn-ingar,

þeir Jóhann Páll Valdi-marsson og Egill Örn Jóhannsson, vita hver skrifar þær. En þeir gefa ekkert upp.

Aðspurður um pers-ónueinkenni Stellu segir Egill Örn hana harðsvíraðan lög-mann sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. „Hún er ráðagóð, vel gefin og býsna kaldrifjuð. Hún býr ein og er vön að hafa hlutina eftir sínu höfði. Einveran er henni þó ekki eins ljúf og hún lætur, undir töffaralegu yfirborð-inu leynast óþægilegar minn-ingar sem hún ýtir frá sér með viskídrykkju og skyndikynnum við karla og konur.“

Þegar Þórhallur Gunnarsson er inntur eftir því hver hulduhöf-undur bókanna sé, segir hann; „Það segi ég þér aldrei, þó þú leggirw hníf að hálsinum á mér.“

Hún er ráðagóð, vel

gefin og býsna kaldrifjuð.

FRÁ 11.30–14.30

HÁDEGISTRÍT

2ja rétta 2.990 kr. 3ja rétta 3.790 kr.

FORRÉTTURBLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYAHægelduð bleikja, yuzu mayo, tru�u mayo, stökkt quinoa, epli

HREFNASkarlottulauks-vinaigrette, stökkir jarðskokkar

NAUTARIF 24ra tíma hægelduð nautarif, reyktur Ísbúi, gulrætur, karsi

AÐALRÉTTURLAMBAKÓRÓNAHægeldað lambafille, blaðlaukur, súrsaður laukur, brúnuð seljurót, bakaðar gulrætur, spínat- og dillkrem

SKARKOLISjávargras, grænn aspas, blóðappelsínu- og lime beurre blance

JARÐARBERJA YUZU-SALAT Spínat, yuzu tónuð jarðaber, parmesan kex, ristuð graskersfræ, pipar- og mynturjómaostur

EFTIRRÉTTURKARAMELLU CRANKIEKaramellumousse, pistasíu-heslihnetubotn, karamellukaka SÚKKULAÐI RÓSSúkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn

ARPÍKÓSU MASCARPONE Apríkósuhlaup, karamellukrem, pralín, mascarponemousse, Sacherbotn

ÞÚ VELURÚR ÞESSUMGIRNILEGURÉTTUM

Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is

ÞÚ ÁTT SKILIÐ SMÁ TRÍT

Blóðappelsínurnar eru komnar í bænda- og grænmetismarkað frú Laugu. Þær fyrstu eru af moro-afbrigði, sætar en eilítið beiskar, ættaðar frá hlíðum Etnu á Sikil-ey. Á næstunni kemur enn sætara afbrigði, tarocco, einnig ítalskt. Blóðappelsínur eru vorboðar á miðjum vetri, á sama hátt og hrognin í þorskinum, rauðmaginn og grásleppan. Best er að borða sem mest af þeim meðan þær eru á markaðnum. Öngvar appelsínur eru með meira magn af C-vítam-íni og blóðappelsínurnar eru því himnasending inn í íslenskan vetur og skammdegi. Það má

borða þær eintómar eða í salötum (blóðappelsínur og fennel eru klassískt vetrarsalat). Það má baka úr þeim kökur eða nota safann í vinaigrette. Það má taka þær úr berkinum, skera þunnt og krydda eilítið með kanil og kalla marokkóskan ábæti. Og það má sulta þær niður í marmelaði. Marmelaði úr blóðappelsínum er besta marmel-aði í heimi, þar til annað sannast. -gse

Vorboðinn ljúfi og eilítið beiski

Sjónvarp Íslenskur ofurhetjuþáttur í smíðum

Leitar að Stellu Blómkvist

Þórhallur Gunnarsson hjá Sagafilm leitar

logandi ljósi að hinni réttu

Stellu Blóm-kvist.

Myndin Room segir frá Ma og fimm ára syni hennar, Jack, sem búa í einu herbergi sem

þau kalla Room. Þeim er haldið nauðugum af manni sem þau kalla Old Nick og hefur Ma talið Jack trú um að herbergið sé eini

heimurinn sem til er. Myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins 2015

og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda.

Myndin The Room er hins vegar oft talin versta mynd allra tíma, þrátt fyrir að vera ekki

eldri en 15 ára gömul. Hinn dularfulli Tommy Wiseau leikstýrði, framleiddi (fyrir peninga

sem enginn veit hvaðan komu) og lék aðalhlut-verkið í myndinni. Líklega má því gera hann

ábyrgan fyrir gæðum myndarinnar. Stór-furðuleg samtöl, allt of löng ástarleikjaatriði

og arfaslæmur leikur einkenna myndina sem fengið hefur költstimpil frá fyrstu sýningum.

Sérstök þátttökusýning verður haldin í Bíó Paradís föstudaginn 22. janúar, klukkan 20.

Ekki ruglast!Bíó Kvikmyndirnar Room eða The Room

62 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 63: 22 01 2016

FRUMSÝNINGÁ STÓRA SVIÐINULAUGARDAGINN

23. JANÚAR

LEIKARAR OG FLYTJENDUR:SIGURÐUR SIGURJÓNSSON, ÖRN ÁRNASON, KARL ÁGÚST ÚLFSSON, ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR,BALDUR RAGNARSSON, GUNNAR BEN, JÓN STEFÁN SIGURÐSSON OG STELLA BJÖRK HILMARSDÓTTIR

EFT IR

KARL ÁGÚST ÚLFSSONOG SIGURÐ SIGURJÓNSSON

BYGGT Á SÖGU

JULES VERNE

TÓNLIST

BALDUR RAGNARSSONOG GUNNAR BEN

LEIKSTJÓRN

ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR

FJÖRUGUR, FYNDINN OG ÆVINTÝRALEGURNÝR, ÍS

LENSKUR SÖNGLEIKUR FYR IR ALLA FJÖLSKYLDUN

A

HENTAR VEL ÁHORFENDUMÁ ALDRINUM 5–99 ÁRA!

NÆSTU SÝNINGAR: 23. janúar, 31. janúar, 14. febrúar og 20. febrúar MIÐASALA í síma 551 1200 og [email protected] www.leikhusid.is

ÞJÓ

ÐLE

IKH

ÚSI

Ð

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

160

436

Page 64: 22 01 2016

HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA

PÁSKAFERÐ

19. – 30. MARS

ALBANÍA

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.

Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar

skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á.

VERÐ 329.900.- (per mann i 2ja manna herbergi)

Halla Harðardó[email protected]

„Ég sé mörg hjón í þessum hjónum, bæði hjón sem hafa verið nálægt mér og hjón sem ég hef verið með til meðferðar. Þau eru mjög dæmigerð fyrir óham-ingjusöm hjón sem hanga saman á óhamingjunni. Þau nærast á óhamingjunni og geta ekki án hennar verið. Þetta eru hjón sem geta aldrei skilið.“

En hvað myndir þú ráðleggja þeim ef þau mættu í hjónabands-ráðgjöf til þín?

„Í fyrsta lagi ættu þau nátt-úrulega að hætta að drekka, það er alveg á hreinu. Og sennilega myndi maður vilja sjá þau skilja, en það er sjaldgæft að svona fólk taki það skref því þau kunna ekk-ert annað.

Er líf þeirra þá tilgangslaust án óhamingjunnar?

„Já, algjörlega. Þau sjá engan tilgang utan hennar. Svo eru það líka leyndarmálin sem tengja þau saman og það á líka við um yngri hjónin. Þau eru að koma sér upp þessu sama hegðunarmynstri og eiga eftir að verða alveg eins eftir 30 ár. Það er nefnilega býsna al-gengt að óhamingja verði burðar-aflið í hjónaböndum. Að gagn-

rýna hvert annað og gera sig að fórnarlömbum er algengt í þessari stöðu, fólki finnst örlögin hafa úthlutað sér ómögulegum maka en sjá ekkert að sjálfum sér. Þetta eru píslarvottar sem lifa fyrir það í stað þess að taka ábyrgð á sjálfum sér og skilja. Yngri hjónin eru líka óhamingjusöm þó þau séu alltaf að leika það leikrit að þau séu hamingusöm.“

Hvað veldur allri þessari óham-ingju?

„Það er nú það! Þetta er kannski fólk sem laðast að nei-kvæðum kröftum og þrífst á þeim. Orsökin getur verið margvísleg en þessir einstaklingar koma mjög skaddaðir inn í sambandið og eru bæði í leit að einhverju sem þau fá ekki, hún kannski föðurímynd og hann að konu sem getur hjálpað honum.“

Hvaða ráð gefur þú ungu hjón-unum sem eru á hraðri leið til glötunar?

„Að hætta að drekka! Alkóhól og brotin sambönd eru ekki góð blanda. Fara svo í meðferð og reyna að læra að tala saman eða skilja. Annars hitti ég Kára Stef-ánsson í leikhúsinu og hann sagði að hvorug hjónin ættu að skilja heldur bara mæta á þorrablót því þar eru allir svona.“

Gott um helgina

Tónlistarkonan DJ Flugvél og Geimskip var að gefa út nýtt tónlistarmyndband við lagið Hellirinn bíður. Myndbandið er í leikstjórn Guðlaugar Míu Eyþórs-dóttur. Steinunn hefur hingað til alltaf gert tónlistarmyndbönd við tónlist sína sjálf, en vildi sjá hvað gerðist ef hún setti sköpunina í annarra hendur í þetta skipti.

Steinunn og Guðlaug voru sam-mála um að vilja fá dýr til að leika í myndbandinu og tóku þær á það ráð að auglýsa eftir ólöglegum dýrum í Fréttablaðinu.

„Okkur tókst meira að segja að hafa upp á afrískri lirfu og snák-um, en þegar til kastanna kom

gátu þau ekki verið með í mynd-bandinu. Hins vegar fengum við skjaldbökur, hvíta kanínu og tvo naggrísi til liðs við okkur. Mesti tíminn við gerð myndbandsins fór eiginlega í að passa að dýrin réðust ekki hvert á annað eða skriðu undir eitthvað og týndust. Þetta var ótrúlega skemmtilegur dagur.“

Steinunn segir að myndbandið sé innblásið af raftónlistarmynd-böndum tíunda áratugarins, með þrívíðum mynstrum og öðru konfekti fyrir augað. Lagið sem myndbandið var gert við er af nýjustu plötu Steinunnar, Nótt á hafsbotni. | sgþ

Auglýsti eftir ólöglegum dýrum til að leika í myndbandinu

Gott að fræðastHefur Evrópa staðið sig vel í að taka á móti flótta-mönnum? Hugo Brady ræðir viðbrögð Evrópu og er á því máli að okkur hafi tek-ist ágætlega til þegar hundruðum þúsunda mannslífa var bjargað og unnið var úr yfir milljón hælisum-sóknum. Fundurinn fer fram í Odda, 22. janúar klukkan 12.

Gott að glápaÞað er ekki til neitt sem heitir að sjá Pulp Fiction „of oft“. Svartir sunnudagar í Bíó Para-dís sýna Pulp Fic-tion og er sjaldan sem gefst tækifæri til þess að sjá stórmyndina þar sem hún nýtur sín best, á hvíta tjald-inu.

Gott að skoðaTvær sýningar verða opnaðar í Hafnarborg á laugardaginn, klukkan 15. Listmálarinn Kristberg Ó. Pétursson verð-ur með ný olíu- og vatnslitaverk í sýningunni Hraun og mynd. Ragnhildur Jóhanns sýn-ir verkið Diktur, sjónræn ljóð sem verða til við krufningu bóka.

Leikhús Virginia Woolf í Borgarleikhúsinu

Óhamingja er algengt burðarafl í hjónaböndum

Tístarar elda réttÁ nýju ári skal Elda rétt, ef marka má Twitter. Þjónustuna sendir matarpakka fyrir tvo eða fjóra einstaklinga. Með pakkanum fylgir hráefni í réttum hlutföllum við uppskrift og því fljótlegt að útbúa og laust við matarsóun. Grínistinn Halldór Halldórsson þakkar fyrir að vera laus undan veseninu sem fylgir því að rökræða hvað eigi að vera í matinn. Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, var sáttur með sinn pakka og segist aldrei aftur ætla út í búð nema til þess að kaupa snakk og nammi. Á sama tíma hefur markaðsstjórinn Anna Fríða Gísladóttir krýnt sig aðdáanda númer eitt af Eldum rétt.

64 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 65: 22 01 2016

15.035kr.

74862054Verð almennt: 18.795 kr.

BOSCH HjólsögPKS 55, 1050W,blaðstærð 160 mm.

5.995kr.

74864005Verð almennt: 7.495 kr.

BOSCH SkrúfvélIXO IV Basic 3,6V,3,3 Ah. Hleðslutæki og skrúfbitar fylgja.

7.595kr.

74861024Verð almennt: 9.495 kr.

7.915kr.

74860500Verð almennt: 9.895 kr.

BOSCH Höggborvél500-RE, 500 W, 13 mm sjálfherðandipatróna.

BOSCH JuðariPSS 200 A, 200 W. 24.000 tif á mín. Flötur: 92 mm x 182 mm Þyngd 1,6 kg. Micro-filter box, 1 stk sandpappírog taska fylgir.

9.595kr.

74862660Verð almennt: 11.995 kr.

BOSCH StingsögPST 650-TS. 500W, SDS kerfi.

19.835kr.

74864114Verð almennt: 24.795 kr.

BOSCH Rafhlöðuborvél PSR 14, 4V, 2x1,5 Ah Lithiumrafhlöður.

13.435kr.

74862195Verð almennt: 16.795 kr.

BOSCH Multisög PMF 190 E.Aukahlutir fylgja með.

volta kerfi

27.995kr.

74874094Verð almennt: 34.995 kr.

BOSCH RafhlöðuborvélGSR 14,4, 2x1,5 Ah Lithium rafhlöður. Hersla 34 Nm. 1,2 kg. 2 gírar (0-1,300 sn/mín).

18.235kr.

74870600Verð almennt: 22.795 kr.

BOSCH HöggborvélGSB 13 RE 600WÞyngd 1,8 kg.

71.195kr.

74872507 Verð almennt: 88.995 kr.

BOSCH Geirungssög GCM 8 SJL, 1600WBlaðstærð 216 mm.Hraði 5500 sn/mín.

31.995kr.

74874099Verð almennt: 39.995 kr.

BOSCH Rafhlöðuborvél GSR 18-2 LI 2x1,5 Ah Lithium rafhlöður. 13 mm patróna.Hersla 38 Nm.Þyngd 1,3 kg.

14.635kr.

74874005Verð almennt: 18.295 kr.

BOSCH Skrúfvél MAXI 2x3,6 Ah Lithium rafhlöður.

26.395kr.

74874070Verð almennt: 32.995 kr.

BOSCH Rafhlöðuborvél GSR10, 8V, 2x2,0 Ah Lithium rafhlöður.Hersla 30 Nm.0,95 kg. L-Boxx.

L-BOXX eru töskukerfi fyrir bláu Bosch raf hlöðu vélarnar. Kerfið virkar þannig að allar L-BOXX töskurnar smella saman og því er mjög þægilegt og öruggt að ferðast með verkfærin á milli staða.

AuðvelT að versla á byko.issendum út um allt land

byko.is

VANTAR gJÖF FYRIR BÓNDANN? 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BOSCH RAFMAgNSVERKFÆRUM HELGINA 22.-24. JANÚAR

31.675kr.

74871625Verð almennt: 39.595 kr.

BOSCH SlípirokkurGWS 15-125 CI, 1.500W, skífur 125 mm. Snúningshraði 11.500 sn/mín. 2,4 kg.

Öll v

erð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/ e

ða m

ynda

bren

gl. T

ilboð

gild

a fr

á 22

.-24

. ján

úar e

ða m

eðan

birg

ðir e

ndas

t.

Page 66: 22 01 2016

Mynd | Hari

ÚTSALA

30-60%afsláttur af völdum vörum

ÚTSALAÚTSALA

30-60%30-60%afsláttur af völdum af völdum

Bláu húsin Faxafeni / S. 555 7355 / www.selena.is Selena undirfataverslun

NÝTT KORTATÍMABIL

Nýtt verk eftir Hildi Guðnadóttur er meðal þess sem flutt verður á hátíðinni.

Dagskrá Myrkra músíkdaga saman-stendur af verkum ólíkra tónskálda á öllum aldri, enda er hátíðin hugs-uð sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld að fá verk sín flutt. Fleiri tækifæri eru til að hlýða á verk kvenkyns tónskálda á hátíðinni en gengur og gerist. Sex einleikstón-leikar eru á dagskrá hátíðarinnar og eru einleikararnir allir konur.

Hátíðin hefur hingað til verið að mestu sótt af áhugafólki um sam-tímatónlist, en framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir að margir við-burðir hátíðarinnar gætu náð til

breiðari hóps. Í því skyni eru tvenn-ir tónleikar hátíðarinnar sérstak-lega ætlaðir börnum, en aðgangur á þá er ókeypis.

Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð sem haldin er á Ís-landi og hugsuð sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld að fá verk sín flutt.

Atari er eins árs gamall kóngapúðlu-hundur. Hann er búsettur í mið-bænum og er mikill áhugamaður um fólk og fylgist oft með Laugaveginum út um gluggann. Atari þykir mesti ljúf-lingur en örlítill kvennabósi, enda er hann gjarn á að þefa af þeim konum sem ganga fram hjá honum. Púðlu-hundar eru almennt snyrtipinnar enda fara þeir ekki mikið úr hárum, en þó þarf að baða sig einu sinni í viku. Atari hefur látið það yfir sig ganga, þó honum falli böðin ekki, og verður því hamingjusamari þegar þeim er lokið, stekkur glaður um heimili sitt og kastar sér á sófa.

Nú er Atari á unglingsaldri og vill því stundum ekki hlýða eiganda sínum, en það háir honum líklega ekki fram eftir aldri enda þykir hann kurteis og ljúfur að eðlisfari.

Ljósmyndarinn Friðgeir lifði af drukknun, eldgos og skotárás. Hann heldur nú ljósmyndasýningu á Ljós-myndahátíð Íslands.

Salvör Gullbrá Þórarinsdó[email protected]

Friðgeir Trausti Helgason er alinn upp í Vestmannaeyjum og þaðan er hans fyrsta minning að detta á milli skips og bryggju og drukkna. Hinn þriggja ára Friðgeir var þó lífgaður við, en þremur árum síðar þurfti fjölskylda hans að flytja úr Vestmannaeyjum þegar eldgos varð í Heimey, 1973.

Friðgeir byrjaði að kokka þegar hann var 13 ára á lúðubátnum hjá pabba sínum. Þegar hann var tvítugur ákvað Stella, móðir hans, að selja Tískuhús Stellu sem hún rak í Hafnarstræti og flytja til Los Angeles. Hún hefur búið þar síðan og gert garðinn frægan sem fata-hönnuður. Friðgeir ákvað að fara með. Hann vann svo sem kokkur, bæði í Los Angeles og New Orleans, í tuttugu ár. Í New Orleans var lífið ekki alltaf auðvelt, en þar var Frið-geir rændur um hábjartan dag og skotinn í fótinn.

„Það er bara ákveðið próf sem New Orleans leggur fyrir hvern einasta mann sem þangað flytur. Borgin hendir öllu í þig: þú ert rændur, laminn og annað hvort hrökklastu í burtu og kemur aldrei aftur eða stenst prófið. Og þá fer borgin aldrei úr blóðinu. Ég verð að fara þangað á hverju einasta ári og hlaða batteríin.“

Friðgeir og kona hans, Susan, fluttu fyrir tveimur árum úr miðbæ

Los Angeles í úthverfi til að flýja það sem Friðgeir kallar „gentrifica-tion“ hverfisins. Hugtakið er notað yfir það fyrirbæri þegar hverfi sem áður voru ódýr að búa í, verða vinsæl og fasteignaverð hækkar í samræmi við það. Hjónin eru ánægð á nýja heimilinu, þar sem Friðgeir segist vakna í sólinni á hverjum morgni með appelsínutré fyrir utan gluggann.

„Nú sit ég bara í ruggustólnum mínum á veröndinni og öskra á hipsterana: „Get off my lawn!“

Friðgeir fann ástríðuna fyrir ljósmyndun þegar hann hætti að drekka árið 2006.

„Ég fann að til að geta haldið mér edrú þurfti ég að breyta lífi mínu algjörlega. Því ég hafði oft reynt að hætta áður en alltaf mistekist. Ég ákvað því að fara í nám. Ég var ekki einu sinni með stúdentspróf en ákvað að byrja í kvikmyndagerðarnámi í LA City College.“

Kvikmyndagerðin hentaði Frið-geiri ekki því honum fannst um-stangið of mikið. En þegar hann tók áfanga í ljósmyndun í náminu small eitthvað. „Loksins var þetta bara ég, myndavélin og heimur-inn.“ Í framhaldinu skipti hann alfarið yfir í ljósmyndun.

Hann hélt sína fyrstu ljósmynda-sýningu á Íslandi árið 2008, með myndum sem hann tók í sínu æskuhverfi, Breiðholtinu. Þá höfðu liðið þónokkur ár frá síðustu heim-sókn hans til Íslands og segir hann þjóðfélagið hafa verið óþekkjanlegt frá Íslandi æsku hans.

„Þegar ég kom hérna 2008, tíu mínútur í hrun, þá voru allir geðveikir. Á meðan allir voru með

á heilanum að kaupa sér jeppa og flatskjá og taka þátt í góðærinu, bjó ég á hæli fyrir heimilislausa aumingja á Skid Row í Los Angeles. Þegar ég var lítill var ríkasti kallinn í þorpinu kannski fimm sinnum ríkari en pabbi minn. Nú var allt í einu komið þjóðfélag þar sem ríkasti kallinn var þúsund sinnum ríkari en pabbi.“

Í þessari Íslandsheimsókn urðu til nokkrar þeirra mynda sem eru á sýningunni „Stemning“ í Ljós-myndasafni Reykjavíkur. „Ég fór að leita að þessu Íslandi æsku minnar. Ljósmyndir eru minningar, svo ég leitaði uppi mínar minningar um Ísland.“

Myndirnar eru samsetning af landslagi Íslands og myndum sem teknar eru í Louisiana í Bandaríkj-unum. Samkvæmt Friðgeiri má sjá líkindi í landslagi þessara ólíku landa, það sé ákveðinn friður og auðn í þeim. „Ég er náttúrulega Skandinavi þannig ég finn þessa skandinavísku angist í öllu. Ég ræð ekki við það, þetta er bara í gen-unum.“ Friðgeir er þó ekki í löngu stoppi á Íslandi, en segir skamm-degið hér bara tilbreytingu frá 320 sólardögum á ári í Kaliforníu.

Friðgeir ódrepandi Nú sit ég bara

í ruggustól-num mínum á veröndinni og

öskra á hipster-ana: „Get off my

lawn!“

Friðgeiri Trausta Helgasyni finnst skammdegið á Íslandi bara tilbreyting frá sól-inni í Kaliforníu. Hann sýnir nú ljósmyndir sínar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Ný verk á Myrkum

3000 manns fylgdust með bústörfum Félags-búsins Breiðalæk í síðustu viku.

Snapchat-aðgangurinn ungur-bondi var upphaflega hugsað-ur fyrir bændur til að fylgjast með daglegum störfum hvers annars, en hefur náð gríðar-legum vinsældum meðal borg-arbarna og samfélagsmiðla-fíkla. Félagsbúið Breiðalæk sá um Snapchatið í síðustu viku. Þar var unga parið Kristján

og Elín að taka við bústjórn á þeim 35 kúm, níu kindum og tólf hænum sem þar er að finna. Elín segist alls ekki hafa búist við hversu margir horfðu á dagleg störf þeirra á búinu. „Ég bjóst við að 300 manns myndu horfa en alls ekki 3000, eins og raunin varð.“ Hún segir augljóst að áhug-inn nái út fyrir bændastéttina. Vikulega er skipt um bónda sem sér um snapið og eru bændurnir frá öllum lands-hornum með allskyns bú.

Líf mitt sem púðluhundur

Atari er ljúfur kvennabósi

Dansað í dimmuÁ þriðjudagskvöldum kemur saman hópur fólks á Dansverk-stæðinu við Skúlagötu og dans-ar í svarta myrkri. Mun auð-veldara er að sleppa fram af sér beislinu og njóta þess að dansa frjáls og algjörlega hömlulaus umlukinn svarta myrkri. Lífs-reynsla sem allir ættu að reyna, segja þeir sem hafa upplifað eina slíka kvöldstund. Dans í dimmu er að finna á Facebook og eru allir áhugasamir vel-komnir að taka þátt, hvort sem það eru þrautreyndir dansarar eða dansarar sem eiga enn eftir að stíga sín fyrstu spor.

Ungir bændur eru vinsælir á Snapchat

66 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

Page 67: 22 01 2016

MÁNUD. – FÖSTUD. 11–18LAUGARDAG 11–16SUNNUDAG 12–16

OPNUNARTÍMI ÚTSÖLU

PIPA

R\

TBW

A•

SÍA

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRI 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Útsala í Módern10–50% afsláttur

af öllum vörum 22.–30. janúar

AFSLÁTTUR AF SÉRPÖNTUNUM

MEÐAN Á ÚTSÖLUNNI STENDUR

AFSLÁTTURINN GILDIR EINNIG Í VEFVERSLUN

Page 68: 22 01 2016

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Hrósið ......fær hin átján ára gamla Jóna María Gerðudóttir fyrir að deila erfiðri lífsreynslu sinni og vekja um leið athygli á aðstæðum ungra fíkla.

Tónlistarkonan Björk Guðmunds-dóttir hélt veglegt kveðjupartí á Kaffi Vest á þriðjudags-kvöldið þar sem vinir og samstarfsmenn hennar skáluðu og dönsuðu. Meðal gesta var Arca sem vann með henni að plötunni Vulnicura. Mikið stuð var í partíinu, svo mikið að nágrannar kaffihússins sáu sig tilneydda að kvarta undan hávaðanum við Gísla Martein Baldursson, einn eigenda þess, sem brást skjótt við og lét skrúfa niður í tónlistinni...

Ríkisútvarpið undir-býr af kappi undan-keppni Eurovision en þrjátíu ár eru nú síðan Ísland tók fyrst þátt. Meðal þeirra sem vinna að keppninni í ár eru Kári Sturluson, tónleikahald-ari og einn umboðsmanna Sigur Rósar, sem sér um skipulagningu á tónleikastaðnum sjálfum, og Rúnar Freyr Gíslason leikari sem titlaður er verkefnastjóri...

Ein þeirra sem syng-ur í undankeppni Eurovision er Elísabet Ormslev sem sló í gegn í The Voice á Skjá einum. Þó þetta sé í fyrsta sinn sem Elísa-bet tekur þátt er hún vel kunnug keppninni, dóttir sjálfrar Helgu Möller og hefur sjálf séð um förðun í keppninni auk þess sem hún söng bakraddir fyrir Herbert Guðmundsson árið 2012...

Á meðal þeirra sem gera óspart grín að foreldrum sínum er Steiney Skúla-dóttir leikkona. Móðir hennar, Hall-dóra Geirharðsdóttir, og besta vinkona, Blær, kyssast í sýningunni Mávurinn og tístir Steiney um málið.

Steiney Skúladóttir | @steiney_skula„Mamma mín og besta vinkona í sleik er eitthvað sem ég hélt ég myndi ekki upplifa #mávurinn #borgarleikhúsið #scarred4life“

Aðspurð segist Halldóra ekki hafa séð færsluna áður en hafi góðan húmor fyrir. „Ég er ekki á Twitter en þetta er mjög fyndið. Ég held að Blær ætti heldur að hugsa sinn gang en hún fer einnig í sleik við pabba vinkonu sinnar í annarri sýningu.“...

jaha.is

Eigðu betri dag með okkur

kubbur.indd 1 21.1.2016 14:56:51

Page 69: 22 01 2016

Vetrarfjörfréttatíminn Helgin 22. janúar-24. janúar 2016

n Sjósund Hafdís fer í sjóinn í öllum veðrum n Hjól Bergur Benediktsson fer um allt á fatbike n Gönguskíði Auður segir skíðin reyna á alla vöðva líkamans

CRAFT einfaldlega besti skíðafatnaður í heimi?

www.craft.is

BLIZ gleraugun frábær fyrir hjólin, gönguskíðin og hlaupinTOPPPAKKINN

fyrir byrjendur í Fossavatnsgönguna, (skíði, skór og stafir)

Fullkomið frelsi uppi á fjöllum

Guðmundur Skúlason notar hvert tækifæri til að fara upp á fjöll á vélsleðann sinn. Hann hefur verið í sportinu frá því hann var smástrákur og

eignaðist sinn fyrsta sleða tólf ára gamall.

Ljósmynd | Víðir Björnsson

Page 70: 22 01 2016

2 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016

Vetrarfjör

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

S

ÍA

Upplýsingasími 530 3000skidasvaedi.is

Skíðasvæðin í Bláfjöllum eru opin:Um helgar: Kl. 10:00–17:00Virka daga: Kl. 14.00–21.00

Skíða- og brettaskóliBláfjalla er opinn kl. 11–15 allar helgar.Tímapantanir á www.skidasvaedi.is.

Æfa úti klukkan hálf sjö á morgnana

„Þetta er átak fyrst, svo venst þetta og svo verður maður háður þessu,“ segir Sævar Þór guðmundsson sem er meðlimur í november Project á Íslandi, hópi fólks sem hittist snemma á morgnana og stundar líkamsrækt undir berum himni.

november Project er þekkt fyrir-bæri í Bandaríkjunum og rakel eva

Sævarsdóttir flutti þessa hefð með sér heim frá Boston fyrir einu og hálfu ári. nú hittist hópur Íslendinga á ýmsum aldri á miðvikudagsmorgn-um við anddyri Háskóla Íslands og á föstudögum fyrir framan Hallgríms-kirkju. Æfingin hefst klukkan 6.30 og stendur í fjörutíu mínútur. „Það er misjafnt hvað margir mæta, þetta

geta verið frá 5-7 manns og upp í 20 eða 30. en hópurinn fer stækkandi.“

Hann kippir sér ekki mikið upp við kuldann og æfir allan ársins hring úti. „Það er fullt af fólki sem fer í líkams-rækt snemma á morgnana. Við höfum það umfram að þetta kostar ekki neitt – og ferska loftið líka.“

Sævar segir að öllum sé velkomið að slást í hópinn – hvort sem þeir eru í góðu formi eður ei. „Það gera allir það sama en fólk gerir það mis-hratt og kemst yfir mismikið.“

Hópur fólks æfir saman tvisvar í viku á sama tíma og margir sofa enn.

Ljósmynd | Rut Sigurðardóttir

Ljósmyndir | Hari

Á blöðruskjóta til fjalla Bergur Benediktsson notar fatbike bæði til innanbæjarsnatts og fjallahjólreiða.Fáir tengja hjólaæðið sem gengið hefur yfir landið síðustu misserin sérstaklega við vetrarsport. Það þýðir hinsvegar ekki að það sé ekki svo. nagladekk fyrir reiðhjól hafa þekkst í langan tíma og á þeim má þeysa um skafna hjólastíga allan veturinn. annað hefur hingað til verið upp á teningnum með fjalla-hjólreiðar. eins og nærri má geta sökkva mjó hjóladekk djúpt snjóinn og því verður fjallatúrinn oftar en ekki í styttri kantinum sé ekki harðfenni. Það var í það minnsta þangað til blöðruskjótinn, eða fatbike hjólið, kom til sögunnar sem er reiðhjól með einstaklega breiðum dekkjum.

Þau hafa reyndar verið til í heimi

sérvitringa í nokkurn tíma en síð-ustu tvö árin hefur orðið sprenging í notkun þeirra feitu enda allir helstu hjólaframleiðendurnir byrj-aðir að framleiða slíka gripi. nú er líka svo komið að í lok janúar á að halda fyrsta árlega heimsmeistara-mótið í fatbikehjólreiðum í Color-ado í henni ameríku. að sjálfsögðu munum við Íslendingar eiga okkar fulltrúa þar því Bergur Benedikts-son, einn af fjórmenningunum á bak við lauf forks, koltrefjagafflana tæknilegu, ætlar að halda uppi heiðri okkar Frónbúa þar ytra.

Bergur segist nota blöðrusjótann bæði til innanbæjarsnatts og fjalla-hjólreiða enda fer gripurinn jafn léttilega upp og niður tröppur

innanbæjar sem upp og niður brekkur og kletta úti í náttúrunni. ekki skemmir svo fyrir þegar laufg-affallinn fyrir fatbike er kominn að framan enda lang vinsælasta varan hjá þeim, enn sem komið er.

Blöðruskjótinn er því sannkallaður jeppi hjólasportsins. Svínvirkar meira að segja að hleypa vel úr dekkjunum og fljóta á snjónum líkt og jeppakarlarnir hafa gert í ára-tugi.

Sunnan heiða er einfalt að leita að brekkum á Hengils- og Bláfjalla-svæðinu eða í Skálafell, nú eða bara þar sem er smá snjór, hvar hægt er að planta sér á blöðru-skjótann og þeysa um frjáls eins og fuglinn.

Meira á frettatiminn.is

Page 71: 22 01 2016

Zinger kjúklingalundir, iceberg salat, salsa-sósa og létt piparmajónes. Allt vafið saman í heita, mjúka, ristaða tortillu.

929 KR.

ZINGER TWISTER

PIPAR

\TBW

A • SÍA

• 156249

piparmajónes. Allt vafið saman

1.899 KR.Boxmáltíð Zinger Twister,

franskar, 3 Hot Wings, gos og Conga súkkulaði.

Page 72: 22 01 2016

4 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016

VetrarfjörSjósundið eins og hugleiðsla

Hafdís Hrund gísladóttir, 41 árs þriggja barna móðir í Hlíðunum, hefur stundað sjósund í átta ár og fer að meðaltali tvisvar í viku.

„Mig langar reyndar að breyta nafn-inu í sjóbað, eins og það heitir í Dan-mörku. Maður syndir ekkert í þess-um kulda á veturna en þegar það fer að hlýna tekur maður kannski nokkur sundtök,“ segir Hafdís sem

skellti sér í sjóinn í einnar gráðu frosti þegar Fréttatíminn heimsótti hana. Það kaldasta sem hún hefur upplifað er mínus 1,7 gráða.

„Þetta er eins og hugleiðsla. Maður labbar út í sjó og hugsar ekki um neitt annað. alveg eins og þegar þú ferð að hugsa um andardráttinn í hugleiðslu. Maður hefur bara þessa hugsun.“

eftir sjósund er til siðs að fá yl í kroppinn að nýju í heita pottinum og segir Hafdís að félagsskapurinn þar sé mjög góður. „Það skiptir máli að skella sér í pottinn. en svo eru margir, þar á meðal ég, sem dýfa sér aðeins í lónið aftur eftir pottinn til að kæla sig niður. Maður verður latur við að vera of mikið í heita vatninu.“

Hafdís Hrund hefur stundað sjósund í átta ár og lætur ekki janúarkuldann aftra sér.

Ljósmynd | Rut Sigurðardóttir

Reynir á alla vöðva líkamansAuður Kristín segir að skíðaganga henti jafnt fólki sem hefur ekkert hreyft sig og vill njóta útiveru og afreksfólki úr öðrum íþrótta-greinum.„Það hefur verið stígandi í þessu síðustu ár en mér finnst hafa orðið sprenging í vinsældum gönguskíða í vetur. einn laugardaginn voru til dæmis á milli 5-600 manns á spor-inu uppi í Bláfjöllum,“ segir auður Kristín ebenezersdóttir sem hefur rennt sér á gönguskíðum um árabil, en á árum áður var hún landsliðs-kona á skíðum.

auður renndi sér í Heiðmörk á dögunum þegar Fréttatíminn slóst í hópinn. „Skíðaganga er rosalega góð alhliða hreyfing. Hún reynir á alla vöðva líkamans og það er mun minna um álagsmeiðsli en í öðrum íþróttum,“ segir auður. „en þetta er ekki bara hreyfingin, þetta er ekki síður útiveran, að vera úti í hreinu lofti og að vera frjáls að fara þínar eigin leiðir.“

Hún segir að hver sem er geti rennt sér á göngustígum, hún hafi rekist á fólk frá þriggja ára og upp í nírætt. Sportið henti jafnt þeim sem hafa ekkert verið að hreyfa sig

og vilja njóta útiverunnar og eins afreksfólki í öðrum íþróttum sem noti gönguskíðin við þjálfun.

Hvað þarf maður að gera til að byrja á gönguskíðum?

„Þú þarft að fá þér skíði og góða skó og fá leiðsögn þannig að skíðin passi þinni þyngd. Svo er rosalega gott að fá smá tilsögn. Það kunna allir að ganga en með smá tilsögn verður þetta skemmtilegra og þú færð meira út úr göngunni. Svo er rétt að hafa höfuðljós eftir að komið er fram á kvöld.“

auður segir að á höfuðborgar-svæðinu sé tilvalið að fara í Bláfjöll, Heiðmörk, á rauðavatn og á golfvöll gKg, garðabæjarmegin. „en Mekka gönguskíðanna er Ísafjörður, þar er alltaf viss hópur sem stundar þetta af kappi. Það ætla til dæmis margir í Fossavatnsgönguna á Ísafirði.“

Vetrarfjör

Reynir á alla Ljósmynd | Rut Sigurðardóttir

Allir í fjallið!Brosið fer ekki af skíða- og snjó-brettafólki þessa dagana enda er tímabilið þeirra í fullum gangi. gott færi var til dæmis í Bláfjöllum um síðustu helgi og vart varð þverfótað fyrir brettafólki í miklum ham.

Skíðasvæðin eru opin flesta daga, bæði um helgar og á virkum dögum. Á virkum dögum er oftast opið til klukkan 21 og þá erU skíðasvæðin upplýst á skemmti-legan hátt. rétt er að benda fólki á að fylgjast með heimasíðum og Facebooksíðum skíðasvæðanna upp á opnunartíma.

Hægt er að leigja snjóbretti á flestum skíðasvæðum og lyftukort er hægt að kaupa á bensínstöðvum svo fólki þurfi ekki að standa í röð áður en það kemst í lyfturnar.

Stefán Guðjónsson var einn þeirra sem skelltu

sér á snjóbretti í Blá-fjöllum um síðustu helgi.

Ljósmyndir | Rut Sigurðardóttir

Meira á frettatiminn.is

Meira á frettatiminn.is

Page 73: 22 01 2016
Page 74: 22 01 2016

6 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016

Vetrarfjör

Gunni Nelson, Kári Jónsson og Gummi Skúla voru ánægðir með frábæra ferð í Bláfjöll.

Ógleymanlegar snjósleðaferðir á hálendi Íslands

Sími: 580 9900 [email protected]

Ævintýri á Langjökli

Guðmundur Skúlason keypti sér fyrsta vélsleðann þegar hann var tólf ára og veit ekkert betra en frelsistilfinninguna að bruna á sleðanum uppi á fjöllum.

Adrenalínkikk uppi á fjöllum

guðmundur Skúlason er 28 ára og hefur verið við-

loðandi vélsleða nær allt sitt líf. „Ég er

fæddur og alinn upp í kringum þetta. Pabbi var á fullu á vélsleðum

og fjölskyldan hefur verið með rekstur í

kringum vélsleða síðan 2001. Ég keypti fyrsta sleðann

minn þegar ég var tólf ára.“guðmundur fór með félögum

sínum, Kára jónssyni og gunna nelson, í Bláfjöll um síðustu helgi og leyfði ljósmyndara Fréttatímans að slást í hópinn.

„Ég reyni að fara alltaf þegar það er veður og færi til. Tímabilið byrjar í desember og maður er að sleðast alveg fram í lok júlí. Yfirleitt er skemmtilegasti tíminn apríl, maí og júní. Þá er hlýtt og gott veður,“ segir gummi sem segir að auðveldlega sé hægt að kaupa sér sleða fyrir 5-600 þúsund krónur til að koma sér af stað. nýr sleði kosti þó rúmar þrjár milljónir.

Hann segir svo nauðsynlegt að eiga góðan hjálm og brynju og sjálfur spari hann ekki við sig í öruggisbúnaði. „lífið manns er dýr-mætara en það sem maður eyðir í öryggisbúnað.“

gummi fer víða til að stunda sportið; Bláfjöll, Skjaldbreið, Botn-súlur, Skálafell, Hengilinn og land-mannalaugar svo eitthvað sé nefnt – auk þess sem hann fer norður í land.

„Svo hef ég svolítið verið í Svíþjóð. einn veturinn var ég líka að vinna sem prufuökumaður hjá Polaris-verksmiðjunum. Þá keyrði ég 200-600 kílómetra á dag á vélsleða.“

Hvað er svona skemmtilegt við þetta sport?

„Það er bara frelsið og útivistin. líka adrenalínið. Það gefur mér meira adrenalínkikk að klifra upp brekkur heldur en að fara hratt, þessi sleði drífur ótrúlega mikið.“

Ljósmynd | Rut Sigurðardóttir

Meira á frettatiminn.is

Page 75: 22 01 2016

| 7fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016

Unnið í samstarfi við Mountaineers of Iceland

Samstarfsfólk, vinahópar, fjölskyldur og einstaklingar fara í síauknum mæli í alls kyns skipulagðar ferðir út fyrir þéttbýlið til að komast í burtu frá ysi og þysi. Þar eru jeppa- og snjósleðaferðir upp á jökul engin undantekning. Mountaineers of iceland er framarlega í flokki þegar kemur að slíkum ferðum og hefur þróað margs konar útgáfur af ævin-týraferðum sem henta hópum og einstaklingum af ýmsum stærðum og gerðum. Mountaineers sérhæfir sig einnig í sérhönnuðum ferðum og leggur sig fram við að láta drauma fólks rætast. „Kúnnahópurinn okkar er að mestu erlendur en við fáum líka Íslendinga til okkar inni á milli, oft hópa og fyrirtæki. Við fáum einstaklinga að utan, líka minni sérhópa, hvatahópa og fyrirtækja-hópa,“ segir Vigdís ingibjörg Páls-dóttir, markaðsstjóri Mountaineers. Hún segir fólk á öllum aldri hafa komið í ferðirnar. „já, aldurshópur-inn er mjög breiður, við höfum fengið áttræða skvísu á sleða til okkar!“

Vigdís segir markmið Mounta-ineers að bjóða upp á ævintýralega skemmtilegar ferðir og skapa ein-stakar minningar. „Ferðamennirnir sem koma til okkar vilja upplifa eitthvað öðruvísi, kynnast Íslandi á annan hátt og eru með ævin-týraþrá. að þeytast um langjökul með vindinn í hárinu, útsýni yfir fjöll og firnindi, umkringd snjó-þekju er ógleymanleg upplifun,“ segir Vigdís sem sjálf hefur upplifað þessar kringumstæður margoft og

fær aldrei nóg. „Við höfum líka tekið eftir því að snjósleðaferðirnar hafa verið að sækja í sig veðrið á gjafamarkaðnum. Svona upplifun er sniðug jólagjöf, afmælisgjöf, fermingargjöf, brúðkaupsgjöf – slær alltaf í gegn,“ segir Vigdís og gefur hér með góða hugmynd að frum-legri gjöf handa þeim sem allt á!

Vigdís segir suma sem fara í ferðir vilja nýta það sem slökun og njóta útsýnisins en aðrir séu hins vegar á höttunum eftir því að láta adrena-línið flæða sem mest. Það gleður eflaust síðarnefnda hópinn að fyrirtækið var að festa kaup á tólf nýjum snjósleðum sem eru léttari og fimari en gengur og gerist og eru því ætlaðir fyrir lengra komna sem vilja fara fulla ferð áfram! Sleðarnir eru sérhannaðir til þess að drífa vel upp og niður brattar brekkur eru því bara fyrir vant fólk sem þorir. Byrjað verður að selja í þessar ferðir í febrúar og búast má við að adrenalínfíklarnir flykkist í raðir.

nýjasta viðbótin við flóru þess sem Mountaineers of iceland býður upp á er nokkuð sem hljómar fremur nýstárlega; nefnilega pylsu-vagn á langjökli.

Vigdís Pálsdóttir segir þetta hafa mælst vel fyrir. „Við erum búin að selja mörg hundruð pylsur síðan við opnuðum pylsuvagninn, það er bara búið að vera brjálað að gera,“ segir hún. allar upplýsingar um ferðirnar, myndir og fleira, er að finna á mountaineers.is og einnig á samfélagsmiðlunum Facebook, instagram, Twitter og Snapchat (mountaineersice).

auglýsingadeild fréttatímansS. 531 33 00 | [email protected] | Vetrarfjör

Pylsuvagn á Langjökli og fleiri ævintýriMountaineers of Iceland lætur draumana rætast með fjölbreyttum ævintýraferðum.

Page 76: 22 01 2016

Unnið í samstarfi við Ferðafélag Íslands

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2016 er komin út, stútfull af ferðum af öllu tagi og fátt annað að gera en að draga fram gönguskóna, reima þá á sig vel og vandlega og halda út í yndislega íslenska náttúru og góða, fjölbreytta íslenska veðrið. Í ferðaáætluninni má finna yfir 200 ferðir, allt frá malbikuðum göngustígum í þéttbýli yfir í grösug-ar sveitir og á hæstu tinda tignarleg-ustu fjalla landsins. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi; ungbörn með snuð í barnavagnaviku Ferða-félags barnanna og eldri og heldri borgarar með staf í viðeigandi rútu-ferðum. Algengustu ferðir félagsins eru gönguferðir um óbyggðir þar sem þátttakendur drekka í sig nátt-úruupplifun, sögulegan fróðleik, örnefnaþulur, flóru landsins og fjöl-breyttan félagsskap.

Tómas leiðsögumaður í ÖskjuFjölbreytt fjallaverkefni má finna í áætluninni sem endranær. Þar er hægt að velja um vikulegar og mánaðarlegar fjallaferðir og Alla leið á hæstu tinda sem er undirbúnings-verkefni fyrir jökulklædda tinda sem sigraðir verða í apríl og maí.

Fólk af öllum mögulegum stærðum og gerðum getur fundið eitthvað við sitt hæfi og þar má til dæmis nefna verkefnin Biggest winner þar sem fólk í yfirvigt fær góða leiðsögn og Bakskóla FÍ sem er sniðinn að þörfum þeirra sem eiga við bakvandamál að stríða. Ferðafélag Íslands áætlar að tugþús-undir landsmanna taki þátt í ferðum félagsins á hverju ári.

Fastir liðir, eins og Laugavegurinn, Hornstrandir og Lónsöræfi, eru meðal ferðastaða en nýrra grasa gætir inn á milli. Þar má til dæmis nefna annan áfangann í raðgöngu umhverfis Langjökul og ferð á níu toppa Tindfjalla. Einnig verður farið

í Íslendingasagnaferð um slóðir Hrafnkels Freysgoða og fleiri kappa austur á landi. Skurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson fer síðan fyrir spennandi leiðangri í Kverkfjöll, Öskju og Holuhraun.

Af öðru áhugaverðu má nefna að snemmsumars er raðganga þar sem farið verður á nokkrum sunnudög-um frá Strandarkirkju í Selvogi milli kirkjustaða í Ölfusi, Flóa, á Skeiðum og áfram í Skálholt. Einnig verður farið í sex daga pílagrímagöngu frá Bæ í Bæjarsveit í Borgarfirði. Báðar þessar ferðir enda á Skálholtshátíð, 24. júlí.

Hjólreiðaferðir og stuttar göngurNýlega er farið af stað verkefnið Fyrsta skrefið, heilsurækt á fjöllum sem Reynir Traustason og Ólafur Sveinsson, með fulltingi Auðar Elvu Kartansdóttir, hafa umsjón með. Verður þá gengið á fjöll í nágrenni borgarinnar og víðar frá í janúar og fram á sumar – að viðbættum reglulegum göngum á Úlfarsfell. Enn er hægt að bætast í þann hóp.

Einnig eru á dagskránni verk-efni með göngu á eitt til tvö fjöll

á mánuði og eru þau ætluð fólki sem er í þokkalegu gönguformi en vill gjarnan halda sér við undir markvissri leiðsögn. Þá er farið af stað verkefnið Landvættir hvar fólk æfir og keppir í öllum greinum fjór-þrautar; það er skíðagöngu, sundi, hjólreiðum og langhlaupi. Umsjón með þessu verkefni hafa hjónin Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall.

Ónefndar eru þá hjólreiðaferðir, stuttar göngur í nágrenni borgarinn-ar og svo mætti lengi áfram tíunda leiðangra, lengri sem skemmri, þar sem landið allt er undir.

Sífellt fleiri börn slást í hópinnSigrún Valbergsdóttir er formaður ferðanefndar og varaforseti Ferða-félags Íslands. „Rauði þráðurinn í okkar starfsemi er skipulagðar og fjölbreyttar ferðir, útgáfa og rekstur fjallaskála, allt í þeim tilgangi að kynna fólki landið og greiða leið þess. Á síðustu árum höfum við þó styrkt þann þátt að koma á ólíkan hátt til móts við fólk í mismunandi aðstæðum svo það geti stundað úti-veru og hreyfingu sem gefur öllum

svo mikið,“ segir hún. Það eru allir velkomnir í ferðir hjá FÍ en félagið hefur þó ekki lagt áherslu á dæmi-gerðar túristaferðir. „Okkar ferðir eru ekki hugsaðar fyrir erlenda ferðamenn. Við beinum þeim held-ur á ferðaskrifstofurnar sem bjóða upp á ferðir sem eru sérhannaðar fyrir þá. Við erum áhugamannafélag og bjóðum upp á ferðir fyrir okkar félagsmenn. Það er undantekning ef erlendir ferðamenn sem ekki kunna íslensku eru í ferðum, hins vegar hefur það ekki valdið neinum vandamálum þótt tveir til þrír slíkir hafi slegist í hópinn en þeim er ekki lofuð fararstjórn á þeirra tungu-máli,“ segir Sigrún. Hún leggur áherslu á að langflestir sem taka þátt í starfi FÍ séu félagar enda gefi það hagstæðari kjör og hina glæsi-legu Árbók FÍ sem er ómissandi fyrir alla þá sem hyggjast leggja landið okkar undir fót.

Sigrún er sérlega ánægð með þá miklu aukningu og áhuga á því að börn séu höfð með í gönguferðum. „Innan FÍ er starfrækt Ferðafélag barnanna og eru það eðalhjónin Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert

Marshall sem eru forsprakkar þess. Þar hafa orðið mikil snjóboltaáhrif og verkefnið hlaðið utan á sig. Verði er haldið í lágmarki og ferðirnar hafa mælst mjög vel fyrir. Við erum að reyna að tæla börnin ung til okkar svo þau upplifi þessa hollu aðferð við að hreyfa sig og ekki síður til þess að skilja og skynja landið okkar,“ segir Sigrún og bætir við að þessar ferðir séu sniðnar að þörfum og getu barnanna. Hún vekur athygli á nýstofnuðu félagi; Ferðafélagi unga fólksins sem er fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára. Þar sé lögð áhersla á að ungmennin læri að fóta sig í fjalla- og gönguferðum án tilsagnar foreldra eða forráða-manna.

Verkefni FÍ eru gríðarlega yfirgrips-mikil og fjölbreytt og Sigrún segir félagið eiga að vera fyrir allar kyn-slóðir og alls konar fólk. „Þá er sama hvort við erum að tala um börnin sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslenskri náttúru eða þá sem vilja láta hæstu tindana ögra sér,“ segir Sigrún að lokum og hvetur alla til þess að kíkja á fi.is og finna eitthvað við sitt hæfi.

AuglýsingAdeild fréttAtímAnsS. 531 33 00 | [email protected] | Vetrarfjör

8 | fréttAtíminn | HELGIN 22. jANÚAR-24. jANÚAR 2016

Allt frá snuði upp í staf!Göngur og fjallaklifur fyrir alla í ferðaáætlun FÍ 2016 sem er komin út.

Sigrún Valbergsdóttir.

Page 77: 22 01 2016

| 9fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016

auglýsingadeild fréttatímansS. 531 33 00 | [email protected] | Vetrarfjör

Ævintýralegar fjallaskíðaferðir fyrir vestanBorea Adventures býður upp á fjallaskíðaferð-ir, dagsferðir og sex daga ævintýraferðir þar sem skíðað er frá fjallstoppum niður í fjöru.Unnið í samstarfi við Borea Adventures.

Borea adventures er ferðaþjónustufyr-irtæki á Ísafirði. nú yfir vetrartímann býður það upp á sérhæfðar fjallaskíða-ferðir sem hljóma hreint ævintýralega.

„Við höfum orðið vör við að fjalla-skíðamennska hefur tekið rosalega kipp síðustu árin. Við höfum verið að halda fjallaskíðanámskeið og þangað koma aðallega Íslendingar,“ segir rúnar Karlsson, einn eigenda Borea.

Þá bjóða þau einnig upp á dags-ferðir svo og lengri ferðir í 6 daga.

„Í dagsferðunum förum við frá Ísafirði og í firðina í kring. Í lengri ferðunum þá förum við norður í jökulfirði á Hornströndum,“ segir rúnar. eins og flestir vita, eru Hornstrandir ekki í vegasambandi og því siglt að eyðibýlinu Kvíum sem hefur staðið autt síðan 1948. „Við höfum verið að gera húsið upp og nú er húsið að breytast í glæsi-legan fjallaskála með uppábúnum rúmum, sánabaði og fleiri þæg-indum. Á morgnana er farið af stað

á báti sem skutlar fólki inn í nær-liggjandi firði og þar er skíðað yfir daginn. Síðan er haldið aftur heim á bæ og borðaður góður matur og slakað á í sána fyrir næsta dag,“ segir rúnar.

rúnar segir að þessi árstími sé í raun ótrúlegur, en þessar ferðir eru farnar síðvetrar, yfirleitt frá mars og fram í lok maí. „Þarna er nánast enginn á ferli því aðgengið er erfitt. Þá er hægt að skíða alveg frá toppi fjallanna og niður í fjöru. Það eru

mjög fáir staðir í heiminum þar sem það er hægt. Fólk er að koma frá bestu skíðastöðum heims til að upplifa eitthvað alveg einstakt,“ segir rúnar.

Borea býður einnig upp á fjalla-skíðaleigu með öllu sem til þarf fyrir fólk sem langar að prófa þetta skemmtilega sport.

Meiri upplýsingar er hægt að nálgast á www.borea.is og í síma 456 3322.

Skíðamenn á uppleið í Hrafnfirði í Jökulfjörðum.

Sá elsti þarna er 72 ára.

Mynd | Rúnar Karlsson

Unnið í samstarfi við Nítró

nítró er ein stærsta mótorsport-verslun landsins og að undanförnu hefur verslunin lagt aukna áherslu á að bjóða upp á allt tengt vetrar-sporti. Þar er hægt að fá allt frá fatnaði upp í sérpantaða varahluti. Vikulega er boðið upp á sérpönt-unarþjónustu á vara- og aukahlutum fyrir allar tegundir vélsleða.

nítró hefur verið starfandi í 12 ár og verið með umboð fyrir Kawasaki á Íslandi allan þann tíma. Verslunin er einnig með umboð fyrir mest seldu fjórhjólin á Íslandi á síðasta ári, CF Moto, sem framleiða einn-ig Buggy bíla sem er nýjasta æðið í sportinu um þessar mundir. af öðrum umboðum má nefna Beta götuskráð enduróhjól, Znen vespur sem hafa verið vinsælar fermingar-gjafir, mótor- og fjórhjól fyrir börn og Z-Tec rafmagnsvespur. að sjálf-sögðu er allur nauðsynlegur bún-aður sem fylgir þessu fáanlegur, hjálmar, fatnaður, skór og auka- og varahlutir.

af vetrarvörunum sem hafa verið vinsælar má nefna unglingavélsleða frá FMC Motors, arctic Cat sleða og Timbersled beltabúnað fyrir torfæruhjól. nítró er með umboð fyrir Camso beltin og á til reimar í flestar gerðir sleða ásamt meiðum, karbítum, ísklórum, nöglum, snjó-flóðabakpokum, hitahandföngum, snjóflóðaýlum og flestu öðru sem viðkemur vélsleðaiðkun.

Það þarf engum að verða kalt í vetrarsportinu, á efri hæðinni er mikið úrval af fatnaði frá Motorfist

sem er einstök gæðavara, hlý með bestu öndun sem þekkist í vatns-heldum fatnaði nú til dags. Frá sama merki fást hanskar og skór með sama gæðastuðli. CKX kjálka-hjálmarnir hafa fyrir löngu sannað sig fyrir þá sem vilja lokaða og hlýja hjálma en svo eru til opnir hjálmar frá CKX, airoh og nox fyrir þá sem kjósa það heldur. einnig framleiðir

CKX góða sleðagalla sem eru á mjög góðu verði.

nítró er til húsa við Kirkjulund 17 í garðabæ en á næstunni flytur versl-unin í nýtt og glæsilegt 1000 fer-metra húsnæði að Urðarhvarfi 4, þar sem verslunin verður á einni hæð. Verkstæðið verður á sama stað, en þar er boðið er upp á viðgerðir fyrir allar tegundir hjóla og sleða.

Allt fyrir vetrarsportiðVerslunin Nítró er ein stærsta mótorsportverslun landsins og þar fæst allt frá vélsleðum niður í fatnað og hjálma.

Page 78: 22 01 2016

10 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016

auglýsingadeild fréttatímansS. 531 33 00 | [email protected] | Vetrarfjör

Unnið í samstarfi við Hlíðarfjall

Hlíðarfjall er eitt helsta aðdráttar-afl akureyrar yfir vetrarmánuðina. Bæjarbúar eru heppnir að geta nýtt sér þessa skíðaparadís í jaðri bæjarins og taka glaðir á móti ferða-mönnum sem koma fjölmargir gagngert til þess að njóta útiveru og hollrar hreyfingar í fjallinu. erlendir ferðamenn koma í sífellt meira mæli í Hlíðarfjall og til að mynda var um 30% af skíðaleigu um síðustu jól og áramót til erlendra gesta.

Skíðaleiðirnar niður hlíðar fjallsins eru margar og mismunandi og allir geta fundið brekku við sitt hæfi; hvort sem óskað er eftir notalegri ferð þar sem hægt er að njóta útsýn-isins á meðan eða hraðri og brattri sem fær adrenalínið til að þjóta um æðarnar. Brekkurnar eru ekki síðri fyrir iðkendur snjóbretta en skíða og gönguskíðabrautin í Hlíðarfjalli er alltaf jafn vinsæl meðal gönguskíða-fólks.

Í Hlíðarfjalli er starfræktur skíða-skóli sem hentar afar vel börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. guðmundur Karl jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir Skíðaskólann njóta mikilla vinsælda enda nauðsynlegt fyrir byrjendur á skíðum að ná grunntækni til þess að

njóta þess að renna sér niður brekk-urnar.

„Kennslan í skíðaskólanum fer fram um helgar og einnig á stórum viðburðum svo sem vetrarfríinu og dymbilviku. Kennslan fer fram frá klukkan tíu til tólf og einnig er hægt að vera frá tíu til tvö. Þegar krakk-arnir eru til tvö fá þau pítsu og drykk í hádeginu,“ segir guðmundur og bætir við að öll börn séu velkomin í skíðaskólann, líka þau sem eru vön en vilja skerpa á kunnáttunni. allir krakkar á aldrinum 5-12 ára eiga þess kost að skrá sig í skíðaskólann og er hann getu- og aldursskiptur. guð-mundur segir skólann sívinsælan en nemendur hvern vetur eru að jafnaði um 2500-3000 talsins; enda hlýtur hann að teljast með skemmtilegri skólum landsins! Í ár verður að sjálf-sögðu aukin þjónusta í tengslum við vetrarfríin sem nálgast óðfluga og verða námskeið vikurnar 15.-19. febrúar og 24.-26. febrúar. gott er að forskrá börnin á www.hlidarfjall.is/is/skidaskolinn/skraning til þess að forðast raðir á staðnum.

Það er nauðsynlegt að fá hvíld frá brekkunum í dálitla stund og í skíða-skálanum er prýðileg aðstaða til þess að kasta mæðinni, spjalla og fá sér í gogginn. Á veitingastaðnum er hægt að grípa samloku og franskar, ylja sér við matarmikla gúllassúpu eða hrein-lega skella sér á rammíslenskar kótil-

ettur og með því. einnig er vinsælt að grípa með sér nesti til þess að gæða sér á úti í fersku loftinu.

Það jafnast fátt á við rjóðar kinnar og brosandi andlit eftir ánægju-lega og fjöruga skíðaferð. Velkomin norður!

Skíðaparadísin HlíðarfjallFjölskylduvænt vetrarfrí og sívinsæll skíðaskóli auk þess sem allir finna brekku við sitt hæfi.

Unnið í samstarfi við skíðasvæði Tindastóls

Í um 15 km fjarlægð frá Sauðár-króki er skíðasvæðið Tindastóll með brekkur við allra hæfi ásamt göngu-skíðabraut.

„Þetta er mjög fjölskylduvænt skíðasvæði,“ segir Viggó jónsson, framkvæmdastjóri skíðasvæðis Tindastóls. Ýmislegt er í boði, jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. „Við erum með töfrateppi fyrir þau minnstu og svo er svæðið þannig að þú sérð yfir allt svæðið og mjög auð-velt er að fylgjast með þínu fólki.“

eitt aðalsmerki skíðasvæðsins er frábær gönguskíðabraut sem hefur allt sem einkennir góða braut. einn-ig eru þar fjölbreyttar skíðabrautir og mjög gott svæði fyrir brettafólk.

Þá er á svæðinu „Crazy roller“ sem er eina tækið sinnar tegundar á Íslandi. „Þetta er í raun bolti sem þú ert ólaður niður í og síðan er þér slakað niður og þú ferð svo hring eftir hring. Þetta er mjög vinsælt og sérstaklega fyrir hópa,“ segir Viggó.

Það er ekki eingöngu fólk af nærsvæðinu sem nýtir sér góða aðstöðu Tindastóls, heldur kemur fólk alls staðar að. „Við erum mjög stutt frá reykjavík, styttra en margan grunar. Það eru ekki nema um 3 ½ tími að renna hingað, svo ef þú leggur af stað um 8 þá ertu kominn á skíði í hádeginu,“ segir Viggó.

Svæðið er opið alla daga frá klukkan 14-19 og klukkan 11-16 um helgar. Opnunartími getur þó lengst ef þess þykir þurfa, t.d. ef um hópa er að ræða. „Við erum mjög sveigjanlegt skíðasvæði og tilbúnir í allt,“ segir Viggó.

Nánari upplýsingar má finna á www.skitindastoll.is

Fjölskylduvænt skíðasvæðiFrábær gönguskíðabraut, töfrateppi fyrir þau minnstu og brekkur við allra hæfi á skíðasvæðinu Tindastóli.

Unnið í samstarfi við Skíðasvæði Ísafjarðar

rétt fyrir utan Ísafjarðarbæ eru Dal-irnir tveir, Tungudalur og Seljalands-dalur, skíðasvæði Ísafjarðarbæjar. Sá fyrrnefndi býður upp á fjölbreyttar brekkur, bæði fyrir byrjendur sem og lengra komna, á meðan sá síðar-nefndi geymir gönguskíðasvæðið.

„Svæðin eru bæði virkilega aðgengileg og þægilegt fyrir fólk að skjótast þangað, t.d. eftir vinnu. Frá miðbænum tekur þetta ekki nema um sjö mínútur,“ segir Heimir Hans-son skíðaáhugamaður. Hann segir skíðin vera mikið fjölskyldusport þar sem allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Sjálfur held ég mig göngu-skíðamegin, á Seljalandsdalnum, sem er alveg frábært svæði. Þar eru fínar brautir fyrir byrjendur og svo bara allt litrófið, upp í keppnis-brautir sem hafa fengið alþjóðlega

úttekt. Brautirnar eru upplýstar og því ekkert mál að skíða fram undir miðnætti ef svo ber við. Þetta er mjög heimilislegt hjá okkur, fólk kveikir bara ljósin þegar skyggja fer og svo þegar þeir síðustu yfirgefa svæðið þá slökkva þeir á eftir sér,“ segir Heimir.

Skíðaganga er vinsæl hjá yngri kynslóðinni fyrir vestan, en Heimir segist einnig hafa tekið eftir mikilli fjölgun hjá fullorðnum. Hann segir að á Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar sé boðið upp á sérstakar æfingar fyrir konur þar sem tugir kvenna hittist og æfi saman. nú séu einnig að fara í gang karlahópar. „Í viðbót við þetta hefur verið boðið upp á sérstök helgarnámskeið á göngu-skíðum, um 2-3 á vetri. Þetta er þá löng helgi þar sem fólk allsstaðar að af landinu kemur til að fá kennslu. Það er eitt nú í byrjun febrúar og mér skilst að um 50 manns eru þegar skráðir,“ segir Heimir.

Dalirnir tveirAllir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Skíða-svæði Ísafjarðar.

Page 79: 22 01 2016

| 11fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016

auglýsingadeild fréttatímansS. 531 33 00 | [email protected] | Vetrarfjör

Unnið í samstarfi við Fjallakofann

Fjallakofinn er útivistarvöruverslun með vörur í háum gæðaflokki. nú yfir vetrartímann er fullt út úr dyrum af öllu tengdu skíðaíþróttinni og þá einna helst gönguskíðunum.

„Það má segja að það hafi orðið eins konar gönguskíðasprengja,“ segir Hilmar Már aðalsteinsson skíðasér-fræðingur. „Við höfum fundið fyrir verulega auknum áhuga á bæði fjalla-skíðum en þó sérstaklega göngu-skíðunum,“ segir Hilmar. Sjálfur hefur hann verið á gönguskíðum frá 10 ára aldri og þekkir sportið því vel.

„Þetta er alls ekki dýrt sport, mikil útivera og ein besta hreyfingin fyrir skrokkinn. Það besta er að það geta nær allir stundað þetta,“ segir Hilmar. Í Fjallakofanum er hægt að fá göngu-skíði fyrir byrjendur jafnt sem þá sem ætla sér á norðurpólinn. „Byrjendask-íðin eru lang ódýrust og svo geturðu farið í dýrari skíði þegar þú ert kom-inn í keppnishugleiðingar og þar er um margt að velja,“ segir Hilmar.

Vöruúrvalið hefur þróast út frá neytendahópnum og er reynt til hins ýtrasta að koma til móts við hann. „Fjallakofinn hefur alltaf verið með fjallaskíði, og svo fyrir nokkrum árum komu inn svigskíði, ferða-gönguskíði og nú eru þar allar teg-undir af gönguskíðum,“ segir Hilmar. einnig er þar að finna breitt úrval af útivistarfatnaði. „Þegar eftirspurnin er mikil þarf að bæta framboðið og við höfum reynt að gera það. Við erum að bæta við nýju finnsku merki, One Way, sem býður upp á gönguskíði og -skó, svo og fatnað,“ segir Hilmar. Ásamt því að bjóða upp á sérhæfðan gönguskíðafatnað er mikið úrval af útivistarfatnaði fyrir öll tækifæri.

Fyrsta stopp áður en haldið er á gönguskíði ætti því að vera í verslun Fjallakofans í Kringlunni 7 þar sem skíðaúrvalið er. auk þess rekur Fjalla-kofinn verslanir sem eru á reykja-víkurvegi 64 Hafnarfirði og lauga-vegi 11 reykjavík.

Nánari upplýsingar má finna á www.fjallakofinn.is

Ullarföt á alla fjölskylduna í útivistinaBaselayer ullarfötin frá Marathon Sportswear eru tilvalinn ullarklæðnaður fyrir fólk á öllum aldri sem stundar útivist af kappi.Unnið í samstarfi við Rún heildverslun

Flestir þekkja það að æða út í fallegu gluggaveðri og uppgötva, rétt fyrir utan dyrnar sínar, að veturinn er langt því frá að vera liðinn. Það að sólin skíni skært á fagurbláum himni segir iðulega lítið til um hitastigið utandyra. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur að eiga hlý undirföt, sem gera okkur kleift að sinna leik og störfum í því hrekkjótta veðurfari sem við búum við. Baselayer ullarnærfötin hafa fengið góðar viðtökur hér á landi undanfarna mánuði, enda eru þessi ullarnærföt hönnuð með þarfir útivistarfólks í huga. Þau henta því íslensku veðurfari ein-staklega vel.

Gæði og þægindi í fyrirrúmiVefnaðurinn byggir á tveggja laga Baselayerkerfi sem inniheldur

annars vegar rafprjónað polyester og hins vegar hreina merino ull. innra lagið er unnið þannig að efnið er gert afar mjúkt en helstu töfrar þess eru að jákvætt hlaðnar fjölliður eða katjónir í efninu flytja allan raka frá líkamanum til ytra lagsins sem inniheldur merino ull. Ullin hefur þá eiginleika að geta tekið til sín allt að 30% raka af eigin þyngd en það þýðir að sá sem klæðist fatnaðinum upplifir aldrei að fatnaðurinn sé rakur, heldur helst líkaminn alltaf þurr og hlýr. Ullarfötin virka best utandyra eða við hitastig frá -20°C til +5°.

Fatnaður á alla fjölskyldunalínan er fáanleg í stærðum M-Xl2 fyrir karla og stærðum S-Xl fyrir konur. Börnin fá líka pláss í þessari línu en þar er hún fáanleg fyrir aldurinn 6-14 ára. Tvær litatýpur koma fyrir hvern hóp fyrir sig þann-ig að allir ættu að geta fundið eitt-hvað við sitt hæfi.

Alþjóðlegur klæðnaður jBS Textile group, sem framleiðir fatnaðinn undir merkjum Marathon, er það stærsta í þessum bransa á norðurlöndunum og selur um allan heim. Í kjölfarið á samningi við fót-boltakappann Christiano ronaldo, sem er andlit Cr7 nærfatalínunnar, er fyrirtækið komið inn á alþjóða-markað og selur vörur sínar um allan heim.

Frábær merino ullarnærföt sem henta í alla útivist: Göngur – hlaup – veiði – fjall-göngur – skíði – hjólreiðar – útilegur ... og allt hitt líka.

Marathon Baselayer ullarfötin eru fáanleg á eftirtöldum stöðum:n Hagkaupn Afreksvörur glæsibæn Icewear akureyrin Bjarg akranesin Fjarðarkaup Hafnarfirðin Jói Útherji reykjavíkn JMJ akureyrin Hafnarbúðin Ísafirðin Kaupfélag V-Húnvetninga

n Kaupfélag Skagfirðingan Nesbakki neskaupstaðn Skóbúð Húsavíkur Húsavíkn Blossi grundarfirðin Efnalaug Dóru Hornafirðin Efnalaug Vopnafjarðarn Siglósport Siglufirðin Heimahornið Stykkishólmin Grétar Þórarinsson Vestm.eyjum

Sprengja í áhuga á gönguskíðum

Tilvalinn áningarstaður fyrir vetrarfríiðÁ skíðasvæði Dalvíkur eru brekkur fyrir alla og mikil veðursæld.Unnið í samstarfi við Skíðasvæði Dalvíkur

Skíðasvæði Dalvíkur er aðeins rétt fyrir ofan bæinn, nánar tiltekið í Böggvisstaðafjalli.

Kári ellertsson, umsjónarmaður svæðisins, segir það afar fjölskyldu-vænt þar sem eru brekkur fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. „Brekkurnar eru vel upplýstar svo hægt er að skíða þó farið sé að rökkva. Þá er einnig skíðagöngubraut sem opin er meðan það er bjart. Skíðaleiga er á staðnum svo allir geta tekið þátt,“ segir Kári.

Tilvalið fyrir hópaÁ staðnum er einnig veglegur skíða-skáli með veitingasölu. „Við höfum einnig frábæran skíðaskála með aðstöðu fyrir ýmsa hópa í gistingu. Hingað hafa verið að koma skóla-hópar, félagsmiðstöðvar og starfs-mannafélög. Við erum með pláss fyrir allt að 50 manns í gistingu og höfum verið með sveigjanlega opn-unartíma fyrir hópa,“ segir Kári.

Opið alla daga eftir 10. febrúarHann segir mikla veðursæld ein-kenna svæðið og að opnunardag-

arnir séu rúmlega 30 síðan í byrjun desember. nú sé opið sex daga vik-unnar en eftir 10. febrúar verði opið alla daga. „Við bjóðum afar hagstæð verð á lyftukortum og ég myndi segja að við værum tilvalinn áningar-staður fyrir vetrarfríið,“ segir Kári.

Nánari upplýsingar um opnunar-tíma, verð og svæðið í heild má finna á www.skidalvik.is

Hilmar Már í Fjallakofanum finnur fyrir verulegri aukningu á áhuga á fjallaskíðum og göngustígum.

Guðmundur í Fjallakofanum

Page 80: 22 01 2016

Fimmtudag - Föstudag 10 - 18

Laugardagur 10 - 16

Austurhraun 3, Garðabæ | www.cintamani.is

FÁLKI 22.493 kr. 48.990 kr.

FURA 22.493 kr. 48.990 kr. STEINGRÍMUR 29.993 kr. 74.990 kr.

JÓNÞÓR 11.993 kr. 24.449 kr.

DÚDDI 9.743 kr. 18.990 kr.

40-90% OUTLETSPRENGJA

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM21.-23. JANÚAR

HERRA JAKKI

HERRA JAKKIDÖMU JAKKI

HERRA PEYSA

KRAKKA ÚLPA