Top Banner
V I K U B L A Ð 23. FEBRÚAR 2012 8. tölublað 2. árgangur Kærir Snorra til lögreglu Pétur Maack, sálfræðingur á Akureyri, hefur kært Snorra Óskarsson, kennara í Brekkuskóla á Akureyri, til lögreglu. Þetta segist Pétur gera vegna ummæla Snorra á bloggsíðu sinni. Óvissa virðist fyrir hendi hvar mörk tjáningarfrelsis liggi og þess vegna kæri hann. Þetta kemur fram í grein sem Pétur skrifar í blaðið í dag undir fyrirsögn- inni „Verndar stjórnarskráin rétt okkar til að segja hvað sem er?“ Hann skrifar að undanfarið hafi ýmsir málsmetandi menn tekið upp hanskann fyrir Snorra Óskarsson, kennara og predikara, eft- ir að Akureyrarbær sendi hann í leyfi. Skólayfirvöld á Akureyri hafi verið sök- uð um gerræði, skoðanakúgun og jafnvel brot á stjórnarskrárvörðu tjáningar- frelsi Snorra. Tjáningarfrelsið sé ein af grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. En tjáningarfrelsið sé ekki óskert. „Mér er t.d. óheimilt að tjá mig opinberlega um málefni sjúklinga minna og sam- bærilegar skorður við tjáningarfrelsið eru fjölmargar. Að sama skapi má ætla að sá sem tekið hefur að sér kennslu í grunnskóla hafi framselt rétt sinn til að tjá skoðanir sem ganga jafn augljóslega gegn hagsmunum hluta nemendahópsins og bloggskrif Snorra gera,“ segir Pétur. Pétur bendir á að samkvæmt 233. grein almennra hegningarlaga sé ólög- legt að ráðast gegn einstaklingi eða hópi á grundvelli þjóðernis, litarháttar, kyn- þáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. „Í dómi nr. 461/2001 kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að maður sem lét hafa eftir sér í blaðaviðtali, niðrandi ummæli um þeldökka, hafi gerst brot- legur við 233. greinina. Í tilfelli Snorra deila menn nú sumsé um það hvort vegi þyngra, tjáningarfrelsi hans eða réttur samkynhneigðra nemenda til að þola ekki árásir af hans hálfu. Þegar slikur vafi er uppi er eðlilegast að fá úr honum skorið fyrir dómi líkt og gert var með dómi hæstaréttar nr. 461/2001.“ Álit lögmanns sem skrifar grein í blað dagsins vegna ummæla Snorra er á svipuðum nótum. Sjá bls. 13 SUÐRÆNT FÓLK ELST upp við annað og mildara veðurfar en Akureyringar. Þessi Mexíkói lét þó kuldann í gær ekki trufla sig - enda öskudagur! ORMSSON · FURUVÖLLUM 5 · 2. HÆÐ · AKUREYRI · SÍMAR 461 5003 / 461 5000 · www.hth.dk Opið virka daga frá kl. 10:00-18:00 og laugardaga frá kl. 11:00-14:00 2. LAGERVARA OG ÓSAMSETT Láttu Draumaeldhúsið þitt verða að veruleika með HTH 1. SÉRPANTAÐ OG SAMSETT Veldu réttu innréttinguna fyrir heimilið þitt. HTH er hágæða dönsk framleiðsla og þú hefur 2 valkosti! Persónuleg og góð þjónusta Viltu að við hönnum sérstaklega fyrir þig nýju eldhús- eða bað- innréttinguna – án greiðslu ? Viltu fá faglegar ráðleggingar við endurnýjun innréttinga og svo pottþétt verðtilboð ? Endilega k 5 ára ábyrgð á vöru og virkni 12 mánaða vaxtalaus staðgreiðslulán Völundur
16

08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

Mar 26, 2016

Download

Documents

HTH FRAMLEIÐIR INNRÉTTINGAR Í: · ELDHÚS · BAÐHERBERGI · ÞVOTTAHÚS OG SKÁPA Í ÖLL HERBERGI Endilega komdu þá í heimsókn! Endilega komdu þá og þú hefur 2 HTH er hágæða ORMSSON · FURUVÖLLUM 5 · 2. HÆÐ · AKUREYRI · SÍMAR 461 5003 / 461 5000 · www.hth.dk HTH er hágæða dönsk framleiðsla · FURUVÖLLUM 5 · 2. HÆÐ · AKUREYRI · SÍMAR 461 5003 / 461 5000 · www.hth.dk valkosti! við endurnýjun innréttinga og pottþétt verðtilboð? Völundur
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

v i k u b l a ð23. febrúar 20128. tölublað 2. árgangur

Kærir Snorra til lögregluPétur Maack, sálfræðingur á Akureyri, hefur kæ rt Snorra Óskarsson, kenn ara í Brekkuskóla á Akureyri, til lög reglu. Þetta segist Pétur gera vegna um mæla Snorra á bloggsíðu sinni. Óvissa virðist fyrir hendi hvar mörk tjáningarfrelsis liggi og þess vegna kæri hann.

Þetta kemur fram í grein sem Pétur skrifar í blaðið í dag undir fyrirsögn­inni „Verndar stjórnarskráin rétt okkar til að segja hvað sem er?“ Hann skrifar að undanfarið hafi ýmsir málsmetandi menn tekið upp hanskann fyrir Snorra Óskarsson, kennara og predikara, eft­ir að Akureyrarbær sendi hann í leyfi. Skólayfirvöld á Akureyri hafi verið sök­

uð um gerræði, skoðanakúgun og jafnvel brot á stjórnarskrárvörðu tjáningar­frelsi Snorra. Tjáningarfrelsið sé ein af grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. En tjáningarfrelsið sé ekki óskert. „Mér er t.d. óheimilt að tjá mig opinberlega um málefni sjúklinga minna og sam­bærilegar skorður við tjáningarfrelsið eru fjölmargar. Að sama skapi má ætla að sá sem tekið hefur að sér kennslu í grunnskóla hafi framselt rétt sinn til að tjá skoðanir sem ganga jafn augljóslega gegn hagsmunum hluta nemendahópsins og bloggskrif Snorra gera,“ segir Pétur.

Pétur bendir á að samkvæmt 233. grein almennra hegningarlaga sé ólög­legt að ráðast gegn einstaklingi eða hópi

á grundvelli þjóðernis, litarháttar, kyn­þáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. „Í dómi nr. 461/2001 kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að maður sem lét hafa eftir sér í blaðaviðtali, niðrandi ummæli um þeldökka, hafi gerst brot­legur við 233. greinina. Í tilfelli Snorra deila menn nú sumsé um það hvort vegi þyngra, tjáningarfrelsi hans eða réttur samkynhneigðra nemenda til að þola ekki árásir af hans hálfu. Þegar slikur vafi er uppi er eðlilegast að fá úr honum skorið fyrir dómi líkt og gert var með dómi hæstaréttar nr. 461/2001.“

Álit lögmanns sem skrifar grein í blað dagsins vegna ummæla Snorra er á svipuðum nótum. Sjá bls. 13

Suðrænt fólk elSt upp við annað og mildara veðurfar en Akureyringar. Þessi Mexíkói lét þó kuldann í gær ekki trufla sig - enda öskudagur!

ORMSSON · FURUVÖLLUM 5 · 2. HÆÐ · AKUREYRI · SÍMAR 461 5003 / 461 5000 · www.hth.dkOpið virka daga frá kl. 10:00-18:00 og laugardaga frá kl. 11:00-14:00

2. LAGERVARA OG ÓSAMSETT

Láttu Draumaeldhúsið þitt verða að veruleika með HTH1. SÉRPANTAÐ OG SAMSETT

Veldu réttu innréttinguna

fyrir heimilið þitt.

HTH er hágæðadönsk framleiðsla

og þú hefur 2 valkosti!

HTH FRAMLEIÐIRINNRÉTTINGAR Í:· ELDHÚS· BAÐHERBERGI· ÞVOTTAHÚS

OG SKÁPA Í ÖLL HERBERGI

HTH er hágæða

Persónuleg og góð þjónusta · FURUVÖLLUM 5 · 2. HÆÐ · AKUREYRI · SÍMAR 461 5003 / 461 5000 · www.hth.dk

Láttu Draumaeldhúsið þitt verða að veruleika með HTHViltu að við

hönnum sérstaklegafyrir þig nýju eldhús- eða bað- innréttinguna – án greiðslu?

Viltu fá faglegar ráðleggingar við endurnýjun innréttinga og

svo pottþétt verðtilboð?Endilega komdu þá

við endurnýjun innréttinga og pottþétt verðtilboð?

Endilega komdu þáí heimsókn!

5 ára ábyrgðá vöru og virkni

12 mánaða vaxtalausstaðgreiðslulán

V

ölu

ndu

r

Page 2: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

2 23. febrúar 2012

Sæll hér er stéttaskiptingarfréttin aðalfréttin. Ef þú þarft ekki að nota stystu fréttirnar kæmi til greina að setja eina slíka á sexuna - aðalféttin þar er í styttri kantinum.

Safnasafnið fékk EyrarrósinaByggðastofnun hefur sæmt Safnasafnið á Sval­barðsströnd Eyrarrósinni 2012, viðurkenningu fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggð­inni. Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrar­rósarinnar afhenti verðlaunin á Bessastöðum um helgina en verðlaunin eru fjárstyrkur að upp­hæð 1,5 milljón, verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur, auk flugmiða. Önnur tilnefnd verkefni í ár voru Sjóræningjahúsið á Vatneyri við Patreksfjörð og tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði og þau hljóta 250 þúsund króna verðlaun, auk flugmiða.

Handhafi Eyrarrósarinnar, Safnasafnið – Al­þýðulistasafn Íslands, stendur við þjóðveg eitt rétt utan við Akureyri, í gamla Þinghúsinu á Sval­barðsströnd. Safnið opnaði árið 1995 og vinnur merkilegt frumkvöðlastarf í þágu íslenskrar al­þýðulistar. Safnið hefur fyrir löngu sannað mikil­

vægi sitt og sérstöðu í safnaflóru landsins og sýn­ingar þess byggja á nýstárlegri hugsun, þar sem alþýðulist og nútímalist mynda fagurfræðilegt samspil. Í sölum Safnasafnsins sýna hlið við hlið frumlegir og ögrandi nútímalistamenn, sjálflærðir alþýðulistamenn, einfarar og börn. Samspil heim­ilis, garðs, safns og sýningarsala er einstakt og sífellt er bryddað upp á nýjungum. Safnasafnið vinnur ötullega með íbúum sveitarfélagsins og hefur frá upphafi haft frumkvæði að samstarfi við leikskóla­ og grunnskólabörn, segir í fréttatil­kynningu frá hlutaðeigandi um verðlaunin.

Metfjöldi umsókna var um Eyrarrósina í ár, en árlega er auglýst eftir umsóknum í fjölmiðl­um. Fjögurra manna verkefnisstjórn, skipuð for­stjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefnir og velur verðlaunahafa.a

ÁtjÁn manns tryggð framtíðAkureyrarbær og Fjölsmiðjan hafa undirritað samstarfssamning sem tryggir rekstur Fjölsmiðjunnar á Akureyri næstu þrjú árin.

„Það eru núna 18 harðdugleg ungmenni við vinnu í Fjölsmiðj­unni alla virka daga. Opnunartími nytjamarkaðarins er frá klukkan tíu á morgnana til fjögur, segir Er­lingur Kristjánsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar.

Fjölsmiðjan á Akureyri er vinnu­staður fyrir ungt fólk 16­24 ára, sem stendur á krossgötum í lífinu. Hún verður 5 ára í sumar og hafa um 90 ungmenni unnið þar um lengri eða skemmri tíma frá upphafi. Flestir Akureyringar eru farnir að kann­ast við Fjölsmiðjuna og hafa stutt við bakið á starfseminni með því að gefa húsgögn og húsbúnað á nytjamarkaðinn, koma með bílinn sinn í þvott eða kíkja í hádegismat.

Fjölsmiðjan er staðsett að Ós­eyri 1a og er síminn þar 414­9380.

meiri líkur Á sjallahóteliSkipulagsnefnd Akureyrarbæj­ar hefur látið bóka, að hún telji ekki að breyting Sjallans í hótel sé svo afgerandi að gera þurfi nýtt skipulag. Nefndin telur að umbeðin breyting á notkun hússins falli undir ákvæði og skil­mála gildandi aðalskipulags og deiliskipulags svæðisins. Verður að túlka álitið sem svo, að þar með aukist líkur á að skemmtistaðnum verði breytt í hótel.

Birgir Jósepsson, f.h. óstofn­aðs félags um eignina Glerárgata 7 (Sjallinn), óskaði eftir afstöðu skipulagsnefndar til þess hvort leyfi fengist til að breyta Glerár­götu 7 í hótel. Samkvæmt aðal­skipulagi Akureyrar 2005­2018 er lóðin Glerárgata 7 á skilgreindu “miðsvæði”, þar sem gert er ráð fyrir verslunar­ og þjónustustarf­semi s.s. veitinga­ og gistihúsum.

atvinnu- og nýsköpunar-helginHelgina 24. – 26. febrúar næst­komandi verður haldin Atvinnu­ og nýsköpunarhelgi á Akureyri. Að helginni standa Innovit, Landsbankinn og Tækifæri fjár­festingarsjóður í samstarfi við Ak­ureyrarbæ. Eins styðja fjölmörg fyrirtæki af svæðinu rausnarlega við viðburðinn, segir í fréttatil­kynningu. Meginmarkmið helgar­innar er að efla frumkvöðlastarf og þróun nýrra hugmynda ásamt því að ýta undir atvinnusköpun á hverju svæði fyrir sig.

Atvinnu­ og nýsköpunarhelgin er opin fyrir alla, fyrir þá sem eru með viðskiptahugmynd og þá sem hafa áhuga á að leggja sitt að mörkum við að fullmóta viðskiptahugmynd annarra. Þátt­takendur njóta leiðsagnar og ráð­legginga frá sérfróðum aðilum og fá tækifæri til að hlusta á reynda fyrirlesara miðla þekkingu sinni varðandi framgöngu hugmynda og stofnun fyrirtækja.

Getum öll verið stolt af FSASegir Þorvaldur Ingvarsson forstjóri um þá erfiðu ákvörðun að hætta störfum hjá FSA. Dró til baka umsókn. Hélt að ráðið yrði í forstjórastöðu til lengri tímaÞorvaldur Ingvarsson, settur forstjóri, hefur ákveðið að hætta störfum hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann segir að breytingar séu að verða á persónuhögum fjölskyldunnar og þess vegna færi hann sig um set. Hann hafði áður sótt um for­stjórastöðuna, en svaraði ekki spurningu blaðsins hvað honum fyndist um að Halldór Jónsson sneri aftur. Í viðtali við Akureyri vikublað fyrr í vetur vildi Þorvaldur ekki heldur tjá sig um hvort hann teldi rétt að Halldór Jónsson, sem verið hefur í leyfi snéri aftur.

Í pistli sem Þorvaldur sendi samstarfsmönnum segir m.a. „Eins og þið vitið þá var um miðjan des­ember sl. auglýst laust til umsóknar starf forstjóra, tímabundið til eins árs, vegna leyfis Halldórs Jóns­sonar. Að beiðni velferðarráðuneytisins þá hef ég gegnt starfinu frá 1. maí síðastliðnum en skipun mín rann út um síðustu áramót. Þessi tími hefur verið ánægjulegur og gefandi, mér finnst að við höfum öll komið miklu í verk og þið hafið staðið ykkur frábærlega á þessum niðurskurðartímum. Ennþá getum við veitt sjúklingum góða þjónustu, það er ykkur að þakka.

Ég hef ákveðið að þiggja ekki tímabundna stöðu forstjóra, þar sem líklegt er að breytingar verði á búsetu fjölskyldu minnar í sumar.“

Þorvaldur segir að með því að starfa ekki sem forstjóri geti hann unnið meira sem bækl­unarlæknir um sinn. „Þetta er mér ekki auðveld ákvörðun, þar sem við erum að ganga í gegnum miklar breytingar sem ég hef leitt. Þegar ég tók að mér starfið var gert ráð fyrir að ég gegndi því

til síðustu áramóta og átti ég von á að í haust yrði gengið frá ráðningu forstjóra til lengri tíma. Af því hefur ekki orðið enn. Ég mun þó gegna starfinu þar til ráðuneytið hefur gengið frá tímabundinni ráðningu forstjóra, sem ég ætla að verði 1. mars.“

Þorvaldur segir mikilvægt að starfsfólk styðji heilshugar við bakið á nýjum stjórnendum og standi öll saman að því að innleiða nýja stefnu og framtíðarsýn sjúkrahússins með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi.

„Munið að það eruð þið sem gerið Sjúkrahúsið

á Akureyri að því góða sjúkrahúsi sem það er og við erum öll stolt af.“

Akureyri vikublað biðst velvirðingar á villandi og í sumum tilvikum röngum upplýsingum sem fram komu í frétt blaðsins sl. fimmtudag um aug­lýsta forstjórastöðu og FSA. Ónákvæmri heimild og slælegri úrvinnslu var um að kenna, en fyrir blað sem vill bæði eiga þátt í að byggja upp nær­samfélagið og flytja gagnrýnar og réttar fréttir er höfuðskilyrði að vel sé vandað til verka.

Ritstjóri

Stéttaskipting fer vaxandiGuðmundur Ævar Oddsson, doktors nemi í fé­lagsfræði við Missouri­háskóla, flutti í síðustu viku erindi á Félagsvísindatorgi Háskólans á Ak­ureyri undir yfirskriftinni: Hugmyndir um stétt­leysi Íslendinga. Í erindi sínu ræddi Guðmundur Ævar um rannsókn sína á hugmyndum um meint stéttleysi Íslendinga, en niður­stöður Guðmundar eru að Íslendingar telji almennt að stétta­skipting hérlendis fari vaxandi samfara örum þjóðfélagsbreytingum.

Guðmundur byggir rannsókn sína að miklu leyti á gögnum úr Morgunblaðinu fyr­ir hrun . Hann vitnar í marga og m.a. Guðmund Magnússon sagnfræðing sem kemst þannig að orði í bókinni Nýja Ísland: Listin að týna sjálfum sér: „Ísland er enn öflugt og gott samfélag. En það er ekki lengur þetta óvenjulega, sérstaka samfélag sem það var. Jafn­aðarandinn, sem er svo mikilvægur þáttur í sam­kennd Íslendinga, er ekki með öllu horfinn. En það fer æ minna fyrir honum. Hvaða áhrif hefur það á menningu okkar ef hann hverfur með öllu?“

Guðmundur segir einnig: „Samkennd fólks er hverju þjóðfélagi lífsnauðsyn. Hún sækir styrk sinn í sameiginlegar hugmyndir um markmið og verðmæti. Samkenndin er vefnaðurinn sem heldur þjóðfélaginu saman. Án hennar raknar hann upp. Þjóðfélagið er þá í hættu statt.“

„Orð Guðmundar fanga vel þá óttablöndnu til­finningu sem gegnumsýrir gögnin, nokkurs konar paradísarmissi,“ segir rannsakandinn Guðmundur Ævar Oddsson, sem telur blikur á lofti hvað varði menningarlega stéttaskiptingu á Íslandi, nokkuð sem fólk telji eiga upptök sín í óhóflegum efnamun.

„Sú niðurstaða að hugmyndir um stétt­leysi Íslendinga sæti aukinni gagnrýni kallar á frekari rannsóknir á því hvernig Íslendingar hugsa um stéttir og stéttaskiptingu og hvernig þær hugmyndir hafa breyst frá fyrri tíð“, segir hann. a

SafnaSafnið á SvalbarðSStrönd byggir á nýstárlegri hugsun, segir í áliti frá dómnefnd. Völundur

Mikill niðurSkurður hefur orðið á Sjúkrahúsinu á Akureyri og tekur í að sögn forstjóra. Völundur

GuðMundur ævar OddSSOn

Page 3: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad
Page 4: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

4 23. febrúar 2012

Reynslumikið starfsfólk sér um að uppfylla tæknilegar þarfir og ráðleggja um atriði er varða skipulagninu og framkvæmd viðburða og funda. Öflugt veitingateymi LAVA undir stjórn Viktors Arnars landsliðskokks býður spennandi matarupplifun.

Nánari upplýsingar í síma 420 8800 eða í netfanginu sales@ bluelagoon.iswww.bluelagoon.is

FUNDIR OG VEISLUR Í KRAFTMIKLU UMHVERFI OG SPENNANDI MATARUPPLIFUN

AN

TON

&B

ERG

UR

Nenna ekki að munn-höggvast við Sigríði

„Það eina sem ég hef um málið að segja er að ég tel samanburð Sig­ríðar Margrétar Oddsdóttur á þess­um tveimur málum óraunhæfan og ekki eiga við rök að styðjast, enda um ólík mál að ræða. Að öðru leyti hyggst ég ekki munnhöggvast um þetta í fjölmiðlum,“ segir Geir Kristinn Aðal steinsson, forseti bæj­arstjórnar á Akureyri.

Sigríður Margrét Oddsdótt­ir, forstjóri JÁ, sakar Geir Kristin og Eirík Björn Björgvinsson, bæj­arstjóra á Akureyri, um að bregð­ast ólíkt við orðum og athöfnum forstöðumanna fyrirtækja, eftir kyni. Í viðtali við Fréttablaðið, 17. febrúar sl., segir Sigríður Margrét að Geir Kristinn hafi sjálfur stað­ið að ráðningu á forstjóra Saga Capital í starf framkvæmdastjóra

Atvinnuþróun arfélags

Eyjafjarðar, en í maí árið 2011, sama mánuði og Já hafi tilkynnt að flytja yrði starfstöð Já frá Akureyri til Reykjavíkur, hafi forstjóri Saga Capital tilkynnt að starfsemi bank­ans yrði flutt frá Akureyri til Reykja­víkur sem þýddi glötuð störf, flutning starfa frá Akureyri til Reykjavíkur.

„Forsvarsmönnum Akureyrar­bæjar fannst ekkert óeðlilegt við að veita forstjóra Saga Capital „viður­kenningu“ með mikilvægri stöðu en töldu hins vegar Félag kvenna í at­vinnurekstri (FKA) hafa gert mistök með því að veita Já viðurkenningu fyrir að virkja krafta kvenna við stjórnun. Annar þeirra mætti í sjón­varpsviðtal og hinn skrifaði grein um

„gengisfellingu FKA“ fyrir að veita viðurkenninguna. Af þessari umfjöll­un má í besta falli draga þá ályktun að þessir menn hafi sýnt tvískinnung, en í versta falli má draga þá ályktun að viðhorf þeirra séu þau, að verk

kvenstjórnenda skuli meta með allt öðrum hætti en verk karlstjórn­enda,“ segir Sigríður Margrét.

Eiríkur Björn bæjarstjóri sagð­ist ekki vilja láta hafa neitt eftir

sér vegna ummæla Sigríðar Mar­grétar. a

Afkoma bæjarins miðast við göng„Við reiknum með að framkvæmdir hefjist á árinu,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson aðspurður hvort for sendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar bresti ekki ef ekkert verður af Vaðlaheiðargöngum. Áætlunin gerir, hvað tekjur og atvinnu varðar, ráð fyrir því að gerð ganganna hefjist og einnig gerir tekjuáætlun bæjarins ráð fyrir stækkun Becromal.

„Sveitarfélagið hefur unnið að því hörðum höndum að tryggja að af þessari framkvæmd geti orðið. Ég er mjög bjartsýnn á að svo verði og hef því enn engar áhyggjur af því að forsendur fjárhagsáætlunar muni bresta,“ segir Eiríkur.

Hann segir bæjarráð upplýst reglulega um stöðu bæj­arsjóðs. Ráðið eigi að geta brugðist við ef ein hverjar forsendur áætlunarinnar fari öðruvísi en reiknað var með.

Lærdómsríkt mál hjá StapaKári Arnór Kárason, framkvæmda­stjóri Stapa, segir að tiltekin gjald­eyrisviðskipti sem áttu sér stað sum­arið 2009 og endurskoðandi sjóðsins tilkynnti til Fjármálaeftirlits, sem hugsanlegt brot á reglum um gjald­eyrismál, hafi verið gerð þar sem þau voru talin hagfelld fyrir sjóðinn. Haft hafi verið samband við Gjaldeyris­svið Seðlabankans þegar þau voru gerð og viðskiptin framkvæmd í samræmi við leiðbeiningar þaðan. Betri samskipti milli manna hefðu þó verið æskileg til að koma í veg fyrir þessa „uppákomu“ og að hann myndi standa með öðrum hætti að málum nú, reynslunni ríkari.

„Ég tel vissulega að þetta mál hefði mátt fara betur. Ég held að betri könnun gagna og yfirvegaðri samskipti manna á milli á þessum tíma hefðu getað komið í veg fyrir þetta leiðindamál. Þar ber ég vissu­lega mína ábyrgð. Í ljósi reynslunnar myndi ég taka öðruvísi á svona máli nú og það hygg ég að fleiri myndu gera,“ segir Kári.

Með „leiðindamáli“ á Kári við samskiptin við endurskoðandann, sem tilkynnti um málið til yfirvalda, þar sem honum þótti óljóst hvort við­skiptin stæðust lög. Málið var sent til Fjármálaeftirlitsins, sem sendi það áfram til Gjaldeyrissviðs Seðlabank­

ans til rannsóknar. Seðlabankinn fór yfir málið en taldi ekki ástæðu til að taka það til rannsóknar sem mögu­legt brot á reglum.

Fyrstu reglur um gjaldeyris­hömlur voru settar í nóvember árið 2008, með vísan til bráðabirgða­ákvæða laga um gjaldeyrismál. Spurður hvort viðskiptin hafi far­ið fram með vitneskju og í sátt við stjórnarmenn Stapa segir Kári, að ákvörðun um þau hafi verið tekin í fjárfestingarráði Stapa, eins og reglur sjóðsins kveði á um. „Ég er einn af þeim sem á sæti í fjár­festingarráði og ég stóð að þessari ákvörðun,“ segir Kári. a

endurSkOðandi sendi yfirvöldum mál frá Stapa til rannsóknar en málið er endanlega úr sögunni að sögn framkvæmdastjóra.

Þeir reikna í ráðhúsinu, og þá helst með bættum hag bæjar-búa ef sprengingar fara að hljóma úr Vaðlaheiðinni.

SiGríður MarGrét OG Geir kriStinn

Page 5: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad
Page 6: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

6 23. febrúar 2012

– Leiðari –

Húrra fyrir Akureyrarbæ!Akureyrarbær brást snöfurmannlega við þeirri

stöðu sem upp kom eftir að einn af kennurum Brekkuskóla bloggaði þannig um samkynhneigða að ekki varð við unað. Hagsmunir barnanna voru hafðir að leiðarljósi þegar bærinn ákvað að senda kennarann í sex mánaða leyfi. Húrra fyrir Akur­eyrarbæ! Í stjórnsýslu er mikilvægt að gæta hags­muna lítilmagnans, þess sem ekki getur borið hönd yfir höfuð sér. Þarf ekki að fara mörgum orðum um aðstöðumun barnanna í Brekkuskóla og hins þraut­þjálfaða mælskumeistara og trúarleiðtoga Snorra Óskarssonar í Betel.

En jafn vel og bærinn brást við, eftir að hafa smættað alvöru málsins um skeið, kemur varla til greina að Snorri snúi aftur sem lærifaðir barna í Brekkuskóla. Í besta falli yrðu skólastjórnendur að athlægi ef það yrði reynt eftir það sem á undan er gengið. Í versta falli yrðu afleiðingarnar skaði á and­legri heilsu skólabarna. Burtséð frá öllu bírókratísku ferli dugar ekki að Akureyrarbær setji hagsmuni skólabarna sinna á oddinn, bara annað hvert misseri!

Opinbera skilyrðið sem sett hefur verið fyrir því að Snorri snúi aftur er að hann megi ekki blogga um samkynhneigða. En hvort sem Snorri bloggar einn staf eða ekki um samkynhneigða getur hann auðvitað ekki snúið aftur. Ástæðan er augljós. Algjör trúnaðar­brestur hefur orðið milli hans og samferðarfólks. Milli hans og barnanna. Milli hans og fræðasamfélagsins. Milli hans og talsmanna annarra trúfélaga sbr. T.d. síðasta tölublað, þar sem sóknarprestur Akureyringa benti á að þjóðkirkjan liti ekki á samkynhneigð sem synd, enda gæfi hún nú orðið saman fólk af sama kyni. Einstaka raddir tala fyrir öndverðum sjónarmiðum en það yrði skrípaleikur ef Snorri Óskarsson fengi að koma nálægt kennslu aftur. Hann verður að snúa sér að öðru. Jafnvel þótt það kosti bæinn og okkur sem útsvarsgreiðendur einhverja fjármuni.

Á hinn bóginn hefur verið athyglisvert að sjá hvernig fræðimenn, m.a. á Akureyri, hafa tekið þátt í umræðunni undanfarið með hagsmuni barna í huga. Of algengt hefur verið að fræðimenn leiti skjóls í sín­um akademísku turnum og telji sig ekki hafa skyldur gagnvart álitaefnum líðandi stundar. En krafan að loknu hruni er, að við látum öll að okkur kveða, tökum jafnvel áhættu í stað þess að fljóta dofin að feigðarósi, með frosið gróðærisglott á grönunum.

Og eitt enn: Málið í Brekkuskóla er ekki persónu­legs eðlis þótt Árni Johnsen haldi því fram. Mál­ið snýst í sínum innsta kjarna um rétt skólabarna til að stíga sín unglingsskref án þess að eiga von á meiðingum.

Með ritstjórakveðjuBjörn Þorláksson

akureyri vikublað 8. tölublað, 2. árGanGur 2012Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi @ fotspor.is.framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as @ fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar @ fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. netfang: bjorn @ akureyrivikublad.is, Sími: 862 0856.Umbrot: Völundur Jónsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing:

akureyri vikublaði er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á akureyri.

Viltu segja skoðun þína?Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu-póst á [email protected] eða hringið í síma 862 0856.

Lof og Last vikunnarlOf fá aðstandendur Skessuhorns og fleiri sem boðuðu til málþings í Snorrastofu, um fjölmiðla á landsbyggðinni um helgina. akureyrskir fyrirlesarar voru þar áberandi, en kannski vöktu einna mesta athygli ummæli í fyrirlestri Gísla einarssonar, frétta- og dagskrárgerðarmanns hjá rúv. Gísli hafði uppi stór orð um fyrrum starfsmenn svæðisútvarpanna og taldi að enginn saknaði svæðisútvarpanna lengur – nema þá kannski sveitarstjórnarmenn úti á landi, sem hefðu haft svo gaman af að hlusta á sjálfa sig! Fróðlegt væri að kanna hve margir Norðlendingar eru sammála þessari staðhæfingu Gísla?...

lOf fær akureyrarbær fyrir lagningu göngustígs til norðurs frá flugvellinum á akureyri sem tengjast mun eldri stígum við aðalstræti. Með þessu geta flugfarþegar gengið fallega leið á malbikuðum stíg frá flugvellinum og síðan í gamla innbænum alla leið inn í miðbæ akureyrar, eða hvert sem er. Til fyrirmyndar í bílabænum akureyri, þar sem allt of mikil loftmengun er af völdum blikkbeljunnar. Grípum hjólið, göngum eða skokkum út í búð. Tryggir okkur öllum lengra og betra líf...

laSt fær blaðamaðurinn Björn Þorláksson, sem tók vitlaust eftir þegar hann skráði niður viðtal við rabba Sveins trommara á dögunum. Í blaðinu var sagt ingvar Grétarsson hefði samið lagið

Æskuást en það var náttúrlega pabbi ingvars, Grétar ingvarsson, sem þá spilaði í Hljómsveit ingimars eydal, sem samdi lagið. er beðist velvirðingar á ruglingnum...

lOf fá þeir fjölmiðlar sem leggja samfélagsábyrgð okkar allra lið. Landpósturinn er í hópi þeirra miðla en þar hafa birst góðir sprettir síðustu viku, ekki síst í pistlaformi. er þessi fréttavefur fjölmiðlafræðinema við Háskólann á akureyri líflegri nú en um margra ára skeið. Sem dæmi má nefna nýlegt viðbragð frá Hildi Friðriksdóttur um stóra Keilumálið. Hildur hafnar því að allri ábyrgð á tvíræðum auglýsingum sé skellt á neytandann, eins og lesa má um á landpostur.is...

Mikið kvartað undan rusli í miðbænum um helgarFólk verður að ganga betur um miðbæinn, segir bæjarstjóri

„Við höfum ekki verið að spara hreinsun sérstaklega í þessum hluta bæjarins. Við létum t.d. hreinsa um helgar sl. sumar og gerum það einnig þegar stórar uppá­komur eru í miðbænum. Við höfum ekki lagt þetta alveg af þó minna sé en áður“, sagði Eiríkur Björn Björgvinsson, bæj­arstjóri á Akureyri þegar blaðið innti hann viðbragða vegna óánægju íbúa um að ekki sé lengur hreinsað sorp í miðbænum alla laugardags­ og sunnu­dagsmorgna.

Tugir íbúa hafa haft samband við blaðið í vetur og bent á að þegar verst lætur sé varla hægt að ganga um mið­

bæinn um helgar í kjölfar „gleðskapar“. Flöskur, dósir, glerbrot og fleira stingur í augu og skapar slysahættu að mati óá­nægðra. Íbúar við Strandgötu hafa lýst sérstakri óánægju í samtölum við blaðið.

Eiríkur Björn vill engin loforð gefa um umbætur, en segir að kannski þurfi að hreinsa meira og oftar en gert var í fyrra þegar nýtt fyrirkomulag var tekið upp. „Aðal atriðið í þessari umræðu er þó að fólk gangi betur um miðbæinn um helgar“, segir bæjarstjórinn.

Um ruslið og sóðaskapinn sem var áberandi um næstsíðustu helgi segir Eiríkur Björn að erfiðasti tími

ársins renni upp þegar snjó tekur að leysa, því þá beri mest á ruslinu. Hins vegar sitji menn ekki iðjulausir vegna þessa. „Sveitarfélagið á í reglulegum samskiptum við verslunar­ og veitinga­húsaeigendur í miðbænum og þessi mál ber oft á góma. En umgengnin í bænum er ekki einkamál sveitarfélagsins. Við verðum öll að leggjast á eitt til að gera bæinn okkar snyrtilegri. Það á einnig við um gæludýraeigendur.“

Umhirða og umgengni í bænum var rædd á síðasta fundi bæjarráðs og málið var einnig tekið upp á bæjarstjórnar­fundi. a

ekki vantar nú ruSlatunnurnar í Miðbæinn. Þar standa, miðað við lauslega talningu, á annan tug ruslatunna. En þessar tunnur væri hægt að nýta miklu betur, að sögn bæjarstjóra. Völundur

Page 7: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

Við kynnum spennandi og snjallar UT lausnir sem fela í sér ávinning fyrir fyrirtæki frá A til Ö.

Fimmtudagurinn 1. mars 2012 kl. 13–17 í Menningar-húsinu Hofi.

Ráðstefna Nýherja á Akureyri

Skráning á nyherji.is

Dagskrá:

13:00–13:10 Opnun Emil Einarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs

13:10–13:40 Lausnir í skýinu – Office 365 Snæbjörn Ingi Ingólfsson, lausnaráðgjafi

13:45–14:15 IBM netþjónar – hagkvæmir vinnuhestar Helgi Magnússon, vörustjóri

14:20–14:50 Hagræðing í prentun – Rent a Prent Anton M. Egilsson, lausnaráðgjafi

14:50–15:20 Kaffihlé

15:20–15:50 Ávinningur af sýndarvæðingu á diskastæðum Sigurður H. Ólafsson, vörustjóri

15:55–16:25 Sýndarvæðing frá A til Ö Guðmundur Arnar Þórðarson, lausnaráðgjafi

16:30–17:00 Verður snjallasta tölva heims læknir? Anton M. Egilsson, lausnaráðgjafi

17:00–18:00 Léttar veitingar að hætti Nýherja fyrir norðan

Fólk með snjallar lausnir

Nýherji hf. Kaupangi v/ Mýrarveg sími 569 7620 netverslun.is

Page 8: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

fimmtudagur opnum klukkan 11 fimmtudagur opnum klukkan 11 fimmtudagur opnum klukkan 11

perur í lausu

195kr. kg

epli pink lady

398kr. 700 gr

195kr. kg

appelsínur fuji epli pökkuð

195kr. 2 stk

359kr.200 gr

avocado í lausu 495 kr.kg

Einómettuðu fitusýrurnar og næringar-innihald avocado hjálpa til við

efna-skiptahraða líkamans og dregur úr þörfinni á ofáti. Einómettaðar

fitusýrur hjálpa til við að lækka LDL kólesterólið sem oft er nefnt það slæma og þær stuðla einnig að hækkun á HDL kólesteróli sem er talið vera hið góða.

lárperan

gul epli

159kr. kg

jonagold epli

159kr. kg

498kr. 1 kg

498kr. 1 kg

498kr. 1.2 kg

frosið spergilkál og frosin græmetisblanda m. spergilkáli, gulrótum og hvítkáli: MAGN 1 KG.

298kr. 1000 g

298kr. 1000 g

8

261

5

14

7

5

1

97

46

917

85

29

1

6

4

65

8

382

6

46

2298kr.kg

2298kr.kg

ali ferskar kjúklingagbringur

ali ferskt kjúklingafillet

íslandsnaut ferskt ungnautasnitsel

íslandsnaut ferskt ungnautagúllas

1998kr.kg

1998kr.kg

1395kr. kg

kjarnafæði ferskt kryddað heiðalambfrosnir nautaborgarar

1598kr. 10 stk. 620 gr frosið

100% nautahakk

798kr. 620 gr

BAGUETTE BRAUÐ 129 kr.sTk

nýbakað í verslunum bónus

bónus 4 stk. kornkubbar

198kr. 4 stk

bónus pylsur 10 stk 359 kr. ca. 480 gr. pakki

pylsubrauð 5 stk 139 kr.

bónus pylsur og pylsubrauð

bónus kjarnabrauð600gr

198kr. 600 gr

floridasafi 1 ltr.

179kr. 1 ltr.

98kr. 5 stk

ómissandi með öllum mat !

íslenskar kartöflur í lausu: rauðar og hvítar

59kr. kg

59kr. kg

129kr. kg

gulur laukur í lausu

rauðrófur í lausu

ómissandi eftir saltkjötiðvatnsmelónur

195kr. kg

Page 9: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

fimmtudagur opnum klukkan 11 fimmtudagur opnum klukkan 11 fimmtudagur opnum klukkan 11

perur í lausu

195kr. kg

epli pink lady

398kr. 700 gr

195kr. kg

appelsínur fuji epli pökkuð

195kr. 2 stk

359kr.200 gr

avocado í lausu 495 kr.kg

Einómettuðu fitusýrurnar og næringar-innihald avocado hjálpa til við

efna-skiptahraða líkamans og dregur úr þörfinni á ofáti. Einómettaðar

fitusýrur hjálpa til við að lækka LDL kólesterólið sem oft er nefnt það slæma og þær stuðla einnig að hækkun á HDL kólesteróli sem er talið vera hið góða.

lárperan

gul epli

159kr. kg

jonagold epli

159kr. kg

498kr. 1 kg

498kr. 1 kg

498kr. 1.2 kg

frosið spergilkál og frosin græmetisblanda m. spergilkáli, gulrótum og hvítkáli: MAGN 1 KG.

298kr. 1000 g

298kr. 1000 g

8

261

5

14

7

5

1

97

46

917

85

29

1

6

4

65

8

382

6

46

2298kr.kg

2298kr.kg

ali ferskar kjúklingagbringur

ali ferskt kjúklingafillet

íslandsnaut ferskt ungnautasnitsel

íslandsnaut ferskt ungnautagúllas

1998kr.kg

1998kr.kg

1395kr. kg

kjarnafæði ferskt kryddað heiðalambfrosnir nautaborgarar

1598kr. 10 stk. 620 gr frosið

100% nautahakk

798kr. 620 gr

BAGUETTE BRAUÐ 129 kr.sTk

nýbakað í verslunum bónus

bónus 4 stk. kornkubbar

198kr. 4 stk

bónus pylsur 10 stk 359 kr. ca. 480 gr. pakki

pylsubrauð 5 stk 139 kr.

bónus pylsur og pylsubrauð

bónus kjarnabrauð600gr

198kr. 600 gr

floridasafi 1 ltr.

179kr. 1 ltr.

98kr. 5 stk

ómissandi með öllum mat !

íslenskar kartöflur í lausu: rauðar og hvítar

59kr. kg

59kr. kg

129kr. kg

gulur laukur í lausu

rauðrófur í lausu

ómissandi eftir saltkjötiðvatnsmelónur

195kr. kg

Page 10: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

10 23. febrúar 2012

Skytturnar í viðtaliSkytturnar er ein þekktasta rapp­hljómsveit Íslands. Þeir hafa gefið út tvær hljómplötur. Sú fyrri kom út árið 2001 og sú seinni fæddist tvemur árum síðar. Platan þeirra Illgresið, naut mik­illa vinsælda og kom þeim á kortið. Þeir spiluðu mikið eftir útgáfuna 2003, en það var ekki langt þangað til leiði kom í liðið og leiðir skyldu.

Á annari hæð á Amour, á góðum laugardegi, stendur Dj Sverrir og þeytir skífum sultuslakur. Eftir smá stund munu Skytturnar stíga á svið eftir tveggja ára pásu. Það er þröng á þingi og fólk stendur með ölkollu í annari. Svo stíga Toggi Nólem, Heimir Bjéjoð og Hlynurr á svið og byrja á nýju lagi sem heitir Nostalgía. Hver smellurinn á eftir öðrum fylgir t.d.

“Lognið” og síðan klassíkerinn “Ég geri það sem ég vil”. Þeir frumflytja lögin

“Ást á barnum” og “Málararnir”. Það er ótrúleg stemning að standa pikkfastur í svitakófi að reyna að hoppa við þessa rjómakenndu takta.

Ég fékk Togga Nolem og Heimi Bjejoð í kaffi til mín og spjallaði við þá,

“Þetta voru sturlaðir tónleikir, voru þið sáttir með þá?”

Toggi: “Já, við vorum rosalega ánægðir með tónleikana.” Heimir:

“Það hefur aldrei verið eins mikill hiti í áhorfendunum eins og á Súða­vík... hvað 2000 og eitthvað”. T: “Það

er náttúrlega vitað, ef þú ert með svona lítinn stað og það er troðið, þá myndast góð stemning. Þetta var ekki ósvipað útgáfutónleikum Illgresisins árið 2003 á Amour”.

“Þú talaðir um að þið ætluðuð að spila meira í sumar?”

T: “Jú, það er rétt, við ætlum að vera með tónleikaröð í sumar sem kall­ast Nostalgía. Þá verður þetta svaka­lega flott. Við verðum búnir að semja fleiri lög, fáum með okkur fleira fólk og fáum alvöru trommara með okkur. Þetta verður miklu meira show.

“Þetta eru mjög beittir textar. Hvaðan fáið þið hugmyndirnar og hver semur þá?”

H: “Það er rosalega misjafnt. Við skiptumst alveg rosalega mikið á.” T:

“Oftast er það þannig að hver og einn semur fyrir sig og síðan koma þeir saman með textana. H: “Ég kem með hugmynd og ber hana undir Hlyn og Gunnar. Ef þeir tengja ekkert við það þá er það bara mitt lag.”

Hefur innihald textans breyst eftir öll þessi ár?

H: “Já, ég myndi til dæmis ekki skrifa “Ég geri það sem ég vil” í dag eða “Ég ætla aldrei.” T: “Já, þetta var svolítið fyndið tímabil árið 2003. Það var þessi “chocko­menning” sem var til staðar þá sem fór í taugarnar á okkur. Svo textinn í “Lognið” fjallar líka um þetta þunglyndi sem flest allir lenda í á uppeldisárunum.”

Hægt er að fullyrða það að við eig­um von á sturluðu efni frá þeim. Það verður gaman að fylgjast með Skytt­unum í sumar og sjá hvað þeir draga upp úr rapp hattinum. a

MATArGATIð ALLSKONAr.IS

Himnesk kjötsúpa og flatkökur meðharira fyrir 4-6 » 2 msk olía » 1 laukur, fínsaxaður » 350gr lambakjöt í bitum » 2 sellerístilkar, sneiddir » 2 gulrætur, skornar í bita » 2 msk salt » 2 msk nýmalaður svartur pipar » 1 tsk túrmerik » 1 tsk karríduft » 2 tsk engifer, malaður

» 100 gr brúnar eða grænar linsur

» búnt af steinselju, saxað » 1 dós niðursoðnir tómatar » 1 teningur lamba- eða

nautakraftur » 1 tsk kanill, malaður » 3 L vatn » 3-4 msk hveiti, til að þykkja » 1 dós kjúklingabaunir

Steiktu laukinn og kjötið í olíunni þar til kjötið fer að brúnast. Bættu nú við selleríi, gulrót, salti, pipar, engiferdufti, túrmerik og karrídufti. Hrærðu vel til að steikja kryddið þar til þú finnur ilminn af kryddinu.

Helltu þá hluta af vatninu út í, nóg til að rétt fljóti yfir kjötið, og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu nú hitann og láttu malla rólega í 30 mínútur. Settu linsubaunirnar, steinselju og niðursoðnu tómatana út í bættu 2­3 dl af vatni út í. Láttu sjóða þar til kjötið er mjög meyrt og linsubaunirnar soðnar (u.þ.b. 15 mín).

Bættu út í pottinn að lokum afgangnum af vatninu, kjöt­kraftinum og kanilnum og hrærðu vel. Hristu saman í gler­krukku með loki smá hveiti og vatni og helltu rólega út í súpuna á meðan þú hrærir í henni ef þér finnst þú þurfa að þykkja hana. Skolaðu kjúklingabaunirnar og bættu út í og láttu súpuna sjóða á lágum hita í 10 mínútur til viðbótar, hrærðu vel í henni annað slagið.

Súpan er dásamleg borin fram með flatkökum eða grófu, ný­bökuðu brauði. Það er gott að setja um 1 msk af sýrðum rjóma í hverja skál og strá saxaðri steinselju yfir og hnífsoddi af kanil.

Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is

ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG!

Öllum þykir okkur mikilvægt að finna til öryggis í lífinu. Dynjandi hefur verið leiðandi á sviði öryggisvara síðan 1954.

Dynjandi örugglega fyrir þig!

ÖRYGGISVÖRUR Á SJÓ OG Í LANDI!

Skytturnar á Sviði

fljótleGt flatbrauð fyrir 4 » 300gr hveiti » 1 dl jógúrt eða súrmjólk » 1 1/2 tsk lyftiduft » vatn

Hnoðaðu saman öllum efnunum, bættu vatni í ef deigið er of þurrt.Skiptu deiginu í 4 hluta.Taktu hvern hluta fyrir sig og hnoðaðu, breiddu út í köku

jafnstóra pönnunni sem þú ætlar að nota til að steikja kökuna.Penslaðu örlítilli olíu á kökuna og steiktu á pönnunni við

meðal hita þar til kakan fer að verða gullin brún, þá penslarðu hina hliðina og snýrð kökunni. a

helga kvammatargat

músík með tryggva Þór

Page 11: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

1123. febrúar 2012

JAKKAFÖT FRÁ

SKYRTUR100% EGYPSK BÓMULL VERÐ FRÁ

18980,-

6990,-ÁVALLT VEL KLÆDDUR

AKUREYRI S:4627800. SMÁRALIND S:5659730. KRINGLUNNI S:5680800. LAUGAVEGI S:5629730

Að gefnu tilefni

Akureyrarbær er oft kallaður íþróttabær og hér er íþrótta­iðkun barna og unglinga mikil. Í bæjarfélaginu er aðstaða til íþróttaiðkunar afar fjölbreytt og góð fyrir flestar greinar. Innan Íþróttabandalags Akureyrar eru starfandi 22 aðildarfélög, sem bjóða upp á meira en 30 íþrótta­greinar. Því ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi til að æfa. Í flestum aðildarfélögunum er boðið upp á æfingar fyrir börn og unglinga og þau boðin velkom­in hvort sem þau vilja æfa til að keppa eða æfa sér til skemmtunar. Hjá mörgum félögum er nýliðum líka gefinn kostur á að prófa að mæta án þess að æfingagjöld séu greidd meðan viðkomandi er að finna hvort áhugi vaknar til að stunda reglubundnar æfingar. Rétt er að hin harða keppni er það sem stærri hluti iðkenda stefnir að enda er keppni skemmtileg og gefur meiri möguleika á að fara í keppnisferðalög og kynnast og reyna sig við jafnaldra sína í öðrum félögum. Þeim sem ekki vilja keppa er hins vegar frjálst að æfa með. Í grunnskólunum er samkvæmt námsskrá kynning á mörgum íþróttum sem boðið er upp á hér á Akureyri, en spurning vaknar hvort þar megi gera bet­ur til þess að nemendur kynnist fleiri greinum sem í boði eru.

Valkostum í íþróttum á Ak­ureyri verður varla fjölgað mik­ið meira en nú er, þar sem öll íþróttamannvirki eru vel nýtt og setið um að komast í þá tíma sem losna. Ekki er hægt að reikna með að Akureyrarbær hafi bolmagn til að bæta mörgum íþróttamann­virkjum við á næstu árum enda er það er viðurkennt að við búum betur en flest bæjarfélög hvað varðar aðstöðu til íþrótta.

Við viljum hvetja öll börn og unglinga til að taka þátt í íþrótta­ og tómstundastarfi og einnig hvetjum við íþróttafélögin til þess að huga ekki síður að þeim sem vilja „bara vera með“. Félags­skapurinn er ekki síður mikil­vægur en árangur í keppni. Brott­fall úr íþróttum er og hefur verið vandamál sem þarf markvisst að draga sem mest úr, til heilla fyr­ir börn og unglinga. Rannsóknir benda eindregið í þá átt að því lengur sem börn og unglingar eru í íþróttum, því minni eru líkur á að þau ánetjist hvers kyns ávana­ og fíkniefnum. Foreldrar og heim­ili þurfa að taka höndum saman með íþrótta­ og tómstundahreyf­ingunni í þessu efni.

Stjórn Íþróttabandalags Akureyrar.

Frumflutningur í febrúarSinfóníuhljómsveit Norðurlands bauð til tónleika í Hofi, menningar­húsi Akureyrar, þann 12 febrúar. Stjórnandi var Guðmundur Óli Gunnarsson, hinn fasti stjórnandi hljómsveitarinnar. Einleikari í öðru verkinu á efnisskránni var píanó­snillingurinn Peter Maté.

Á efnisskrá tónleikanna þann 12. febrúar voru þrjú verk. Hið fyrsta var Fingalshellir eftir Felix Mendelsohn, samið undir áhrifum sem tónskáldið varð fyrir í sam­nefndum stuðlabergshelli á eynni Staffa, sem er á meðal Innri ­Hebr­ideseyja undan Skotlandsströndum. Verkið er í formi forleiks og afar myndrænt. Niður sjávar, brim, hljóð fugla og annað er mótað í tónlistinni og verður úr fjölbreyttur vefur og laðandi. Því miður skorti nokkuð á snerpu í leik hljómsveitarinnar, en almennt skilaði hún verkinu allvel.

Það verk á efnisskrá tónleikanna sem beðið var með mestri eftir­væntingu, var án efa nýr konsert fyrir einleikspíanó og sinfóníuhljómsveit eftir Jón Ásgeirsson, en um frum­flutning var að ræða. Konsertinn er í þremur hlutum: hröðum, hægum, hröðum. Hlutur píanósins er afar veigamikill í verkinu og skemmst frá að segja, að þar skorti ekkert á snilli, öryggi og blæ hjá einleikaranum. Peter Maté lék eins og sá sem valdið hefur og gneistaði víða af leik hans. Hljómsveitin virtist vaxa í samleikn­um með píanóleikaranum. Hún lék

af ákveðni og umtalsverðu öryggi og þeirrar deyfðar, sem nokkuð lýtti flutninginn á verki Mendelssohns, gætti sem næst ekki.

Verkið ber ýmis ánægjuleg höf­undareinkenni tónskáldsins. Í því gætir víða íslenskra hrifa, sem eru líkt og bergmál úr tónlistararfi þjóðarinnar. Var það ekki síst áber­

andi í upphafsstefi fyrsta hluta, en kemur fyrir miklu víðar. Einmitt mikill fjöldi stefja og stefjabrota er eitt höfuðeinkenni verksins. Sum þeirra eru nokkuð unnin, en mikill fjöldi kemur fyrir í ferli verksins án verulegrar úrvinnslu. Eins og höf­undur hefur unnið verkið er enginn

skaði af þessu. Verkið kemur fyrir eyru sem fullunnin heild og skilur eftir ljúfan blæ í huga áheyrand­ans. Skemmtilegt er líka, að inni í þá heildartónamynd sem Jón Ás­geirsson hefur skapað dregur hann blæbrigði, sem auka hrifin án þess að raska þeim. Kölluð er fram víð­áttutilfinning í fyrsta hluta. Í öðr­

um hluta bregður fyrir ávæningi af kontrapunkti, sem verkar eins og smáflækja og í þriðja hluta vefur tónskáldið inn herhvöt, sem rennur yfir í bjartan og leikandi hluta undir lokin. Með þetta í huga læðist að hlustanda sá grunur, að verkið sé ekki einungis tónsmíð tónsmiðar

vegna, heldur feli það í sér frásögn í tónum; úttekt og um leið boðskap, sem erindi á við þá og þær sem á hlýða og vilja meðtaka.

Verkinu var mjög vel tekið og það að verðugu. Tónskáldið gekk upp á hljómsveitarpallinn og áheyrendur stóðu upp hver maður og hylltu það með langvinnu og innilegu lófataki.

Lokaverkið á tónleikunum var sjöunda sinfónía L. v. Beethovens. Ekki er ástæða til þess að rekja í neinum smáatriðum þetta verk, svo þekkt sem það er öllum þeim, sem unna klassískri tónlist. Það byggir á snjallri, yfirvegaðri og ítarlegri úrvinnslu stefja, sem gjarnan eru hrynræn. Í þessu efni kemur mjög vel fram hið gífurlega og frjóa hug­myndaflæði, sem Beethoven bjó að og sem er eitt af því sem setur hann vafningalaust á stall sem höfuðsnill­ing tónlistarsköpunar síns tímabils. Hljómsveitin gerði nokkuð vel í leik sínum. Nokkuð bar þó á því að snerpu skorti og einnig kom fyrir, að tóntak var ekki í svo góðu lagi sem skyldi.

Hljómsveitarstjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar var að vanda örugg og fumlaus. Starf hans með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands verður seint ofþakkað. Vonandi mega tónlistarunnendur norðan heiða enn lengi njóta starfskrafta hans. a

faSti Stjórnandinn Guðmundur Óli Gunnarsson mælir nokkur vel valin orð. Dagbjört Brynja Harðardóttir.

Haukur ÁgústssonSkrifar tónleikagagnrýni

Page 12: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

12 23. febrúar 2012

Lífið er of stutt til að lifa því ekkiErika Lind Isaksen lýsir örvæntingunni og eyðileggingunni sem íbúar Christchurch á Nýja Sjálandi upplifðu í hrika-legum jarðskjálfta fyrir sléttu ári.

Í gær, 22. febrúar var ár liðið síðan gríðarlegur jarðskjálfti skók Christchurch á Nýja Sjálandi. Erika Isaksen, sem vann lengi á Listasafninu á Akureyri, hafði flutt með fjölskyldu sinni til Christchurch skömmu áður en hamfarirnar dundu yfir. Akureyri vikublað bað Eriku að rifja upp hina erfiðu reynslu sem kenndi henni að lífið er of stutt til að lifa því ekki.

Erika, hvernig var að upplifa þessar hamfarir?”Það var náttúrulega bara skelfilegt að upplifa þetta, hef

aldrei á ævinni verið eins hrædd og maður er alveg hættur að treysta því að nú sé þetta búið. Kannski ekki undarlegt eftir rúmlega 10.000 skjálfta, nokkuð sem maður venst alls ekki en einhvernvegin lærir maður bara að lifa með þessu.”

leitin að dótturinniEr rétt munað að í tilfelli ykkar fjölskyldu hafi leikið vafi á að allir væru heilir?

“Daginn sem skjálftinn 22. febrúar varð, var dóttir okkar, hún Sunna Rae, stödd niðri í bæ. Ég og Paul vorum hjá mömmu hans og um leið og jörðin hætti að skjálfa rukum við í skólans hans Leon og sóttum hann, fórum svo heim og sóttum Steina. Svo æddum við til tengdamömmu aftur, því að sjálfsögðu var lítið sem ekkert bensín á bílnum og allar bensínstöðvar lokaðar. Sem betur fer átti hún brúsa með bensíni sem ætlað var slátturvélinni og það bjargaði okkur. Á meðan við vorum hjá tengdamömmu kom bróðir hans Paul þangað til að athuga hvort allt væri í lagi, hann keyrir um á Vespu þannig að hann komst hratt yfir því umferðin var í hnút og götur skemmdar. Vinnustaðurinn hans var í miðbænum og hann sagði okkur að ástandið væri skelfileg, hús hrunin og fólk slasað og dáið. Vitandi þetta keyrðum við niður í bæ til að finna Sunnu. Paul keyrði og á einhverj­um tímapunkti ákvað ég að það yrði fljótlegra að hlaupa en keyra, rauk út úr bílnum, skipaði Steina að koma með mér og Paul og Leon urðu eftir í umferðinni sem hreyfðist varla. Næstu 3 tímana hlupum við Steini um miðborgina að leita að Sunnu, ekkert farsímasamband var þannig að við vissum ekkert hvar hún var eða hvort hún væri í lagi. Ætla ekki að reyna að útskýra hvernig mér leið þessa tíma. Við hlupum framhjá hrundum húsum, slösuðu fólki, krömdum strætisvögnum og bílum ­ hef aldrei hlaupið svona hratt á ævinni. Við fundum Sunnu loksins heila á húfi, en náttúrlega í sjokki. Hún hafði verið alveg niðri í miðbæ að bíða eftir strætó í þeim hluta sem verst varð úti, en hún var heil og stóð sig eins og hetja.”

bölvaðir eftirskjálftarnirHvernig hefur þér og þinni fjölskyldu gengið að jafna sig eftir áfallið?

“Okkur hefur gengið eins vel og hægt er að ætlast til held ég að jafna okkur á þessu og værum örugglega löngu búin að vinna okkur út úr þessu alveg, ef væri ekki fyrir þessa bölvuðu eftirskjálfta sem ná alltaf að hræða úr manni líf­tóruna einhvernveginn og þá sérstaklega þegar krakkarnir eru ekki heima.

Sunna fékk áfallahjálp sem hjálpaði henni mikið, en það sem breytti öllu fyrir okkur er sú umhyggja og aðstoð sem vinir og ættingjar á Íslandi veittu okkur eftir þetta, því það skipti svo miklu máli að geta komist með börnin í burtu frá skelfingunni ­ algjörlega ómetanlegt.Ég hef aldrei getað þakkað fólkinu heima almennilega fyrir stuðninginn, en ég vil nota þetta tækifæri og senda þeim öllum okkar dýpstu og innilegustu þakkir. Svona vinarþeli og hlýhug er ómetanlegt að fá að kynnast.

Ég fór burt með krakkana daginn eftir skjálftann, eftir svefnlausa nótt. Paul var að vinna, mamma hans og systir (sem var í heimsókn frá Japan) fóru suður á bóginn til ætt­ingja, bróðir hans fór með konunni sinni til ættingja hennar sem búa fyrir utan borgina og ég gat bara ekki hugsað mér að vera kjurr með krakkana. Pakkaði því öllu sem komst í okkar litla bíl og keyrði út úr bænum, hef aldrei verið eins fegin að keyra í burtu frá einhverju.”

Hvernig gekk þjóðinni að komast yfir þetta?”Nýsjálendingar eru sterkir og halda bara áfram að lifa

og vera til. Fólk hérna í Christchurch er þó orðið þreytt, það er ekkert gaman að búa í borg sem er brotin. Miðbærinn enn lokaður, þjónusta sem þú sóttir er ekki lengur þar sem hún var né annarsstaðar í Christchurch yfirhöfuð, gatan sem þú keyrðir er lokuð og því þarftu að taka stóran hring. Hljómar kannski ekki svo slæmt og er það alls ekki, en þetta er þreytandi og maður er alltaf og ævinlega minntur á þennan fjanda.”

húsið illa fariðHver varð skaðinn, annars vegar hjá þér en hins vegar heildartjón?

”Húsið okkar er skemmt en stendur, stromparnir tveir sem voru að hluta til inni í stofu, tengdir eldstæðum, hrundu, sprungur í veggjum, hleðsla í grunninum að hrynja, múr­steinsútveggurinn að hrynja, gler sprungið og svona ýmislegt annað smálegt en... ekkert verra en hjá mörgum og betra en hjá sumum. Það verður gert við þetta á endanum, en ekki veit ég hvenær og er satt að segja ekkert að velta því neitt fyrir mér, er bara glöð á meðan við höfum þak yfir höfuðið. Ég viðurkenni þó að ég kvíði vetrinum svolítið, það var ægilega kalt hérna hjá okkur í fyrravetur með allar þessar sprungur, en við eigum lopapeysur, Janusföt og ullarsokka þannig að við björgumst.

Hvað borgina varðar, þá er miðbærinn enn lokaður að mestu og verður ekkert opnaður á næstunni, en það skiptir svosem ekki svo miklu máli, það er búið að rífa svo mikið af honum að mann langar eiginlega ekkert að sjá hann aftur. Eitt íbúðahverfið í bænum verður rifið að mestu og ekki byggt aftur og það er óskemmtilegt að keyra um austurhluta bæjarins, bæði vegna þess að margar götur eru mjög skemmdar en líka vegna þess að svo margt er skemmt og farið, hús, garðar, opin svæði, verslanir jafnað við jörðu. Hérna í kringum okkur er búið að rífa fjölmörg hús. Í einni götu hérna fyrir neðan okkur á t.d. að rífa um 9 af 20 húsum. Christchurch verður aldrei sama borgin og hún var fyrir rúmlega ári síðan, ekki þó endilega verri en aðþað mun taka fjölmörg ár að gera borgina þannig að hún sé ekki eins og eitt allsherjar vinnusvæði. Það tók manninn 160 ár að byggja þessa fallegu borg, sem jarðskjálfti lagði í rúst á 24 sekúndum.”

Þakklátari fyrir að lifaHverju breytti þessi reynsla fyrir þig?

”Þessi reynsla hefur kannski ekki breytt svo miklu fyrir mig svona þannig, maður aðlagar sig bara að breytingunum eins og maður getur... en hún hefur breytt mér sjálfri, veit ekki alveg hvernig en ég er þakklátari fyrir lífið og tilveruna eftir þetta, það er ekki spurning. Ég var ekki mikil efnishyggju­manneskja fyrir skjálftann stóra og ennþá minni núna. Ég hef alltaf elskað börnin mín og manninn minn, en sú ást er jafnvel dýpri og ríkari nú en áður ef það er hægt, því þau eru einfaldlega meira en meiriháttar! Ótrúlegt hvað börnin standa sig vel og eru sterk.

Og þó, jú það er eitt ... ég ákvað að drífa mig í skóla, í myndlist, lífið er of stutt til að lifa því ekki.”

gætum snúið aftur heimOg að lokum, ef einhver er að velta því fyrir sér af hverju við flytjum ekki þá er svarið ekki voðalega flókið. Fyrst eftir þessar hörmungar þá vildi aldrei sjá Christchurch aftur, en svo líður tíminn, rykið fellur til jarðar... Lífið er hættulegt, sama hvar maður er og það liggur í hlutarins eðli að mannskepnan getur tekið upp á þeim ósið að deyja óháð staðsetningu. Svo er fjölskyldan hans Paul hérna þó lítil sé og svo er það líka bara svona praktík eins t.d. þá er skelfilega dýrt að fljúga okkur öllum heim, krakkarnir stóru eru að klára skólann, Paul er í vinnu sem hann elskar og ég nú komin í skóla sem mér líkar mjög vel við en... aldrei að vita hvað framtíðin færir manni þannig að hver veit nema við endum bara á okkar indæla Íslandi fyrir rest.”

TExTI: Björn Þorláksson

22. febrúar árið 2011 mun aldrei líða Eriku og fjölskyldu úr minni. 185 íbúar Christchurch létust þá af völdum jarðskjálfta sem lagði borgina í rúst.

ferMinGardaGur á akureyri Fjölskyldan á fögrum fermingardegi Sunnu og Steina sumarið 2008. úr einkasafni

Page 13: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

1323. febrúar 2012

Af hatursáróðri og fordómumÍ fjölmiðlaumræðu hefur verið vakinn upp gamall draugur sem reið röftum fyrir nokkrum árum og sýnt hefur sitt ljóta höfuð aft­ur. Um ræðir bloggfærslur grunn­skólakennara, sem við fyrstu sýn virðist vera fátt annað en texta­skýring eða lýsing eins manns á einhverjum kreddum afmark­aðs hóps. En innihald orðræðu téðs kennara verður ekki rakið hér heldur kannski bara bent á lagaleg álitaefni sem spurningar vakna um við þvílíkan framgang og vart hefur orðið við á síðustu dögum.

Í 231. gr. a., almennra hegn­ingarlaga nr. 19/1940 er tekið á því sem titillinn gefur til kynna á eftirfarandi hátt: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóð­ernis þeirra, litarháttar, kynþátt­ar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“

Hæstiréttur hefur í örfá skipti mátt taka á málum sem lúta að of­angreindri grein, hæst ber í slíkri skoðun að í máli nr. 461/2001 var dæmt til greiðslu sektar vegna til­greindra ummæla um kynþætti. Í því máli var um að ræða blaðavið­tal, hvar viðmælandi hafði uppi ummæli sem að mati dómsins féllu undir 231. gr. a. almennra hegningarlaga. Þá var það reynd­ar til refsilækkunar, að viðmæl­andinn sem dóminn hlaut hafði ekki haft frumkvæði að viðtalinu.

Þegar þessi grein er skoðuð í dómasamhengi reynir einna helst á samspil tjáningarfrelsis, sem kemur fram í 73. gr. stjórnar­skrárinnar nr. 33/1994, sbr. 10. gr. Mannréttindarsáttmála Evrópu og ábyrgð þá er hver ber á orðum og annarri tjáningu sinni opinber­lega. Hver og einn hefur til þess frelsi að tjá sig um hvaðeina er honum liggur á hjarta, en hvar draga menn mörkin á milli þess sem er persónulegar skoðanir manna og þess sem 231. gr. a. tekur á. Það er að mati undirritaðs mál sem dómstólar einir geta svarað, þó fræðilegar hugrenningar eigi fullan rétt á sér.

Í 2. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 er fjallað um markmið þeirra og hvert hlutverk grunn­skóla skuli vera. Segir þar m. a. að starfshættir skólans skulu mótast af „[...]umburðarlyndi og kær­leika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sátt­fýsi og virðingu fyrir manngildi.“ Í ljósi þessa er hægt að spyrja sig þeirrar spurningar hvenær sleppir starfi kennara og hvenær tekur við einkalíf viðkomandi starfsmanns skólans. Þá er líka hægt að velta

fyrir sér hvenær einkalíf og eigin skoðanir eru opinberar og hvenær þær eru álit og skoðanir sem varin eru m. a. með 1. mgr. 73. gr. stjórn­arskrárinnar íslensku.

Í ofangreindum dómi Hæsta­réttar í máli nr. 461/2001 var verið að taka á því sem kallað er haturs­ræða (e. hate speech) í lagamáli. Blessunarlega hafa ekki komið til kasta dómstóla mörg mál af áþekku tagi, svo undirritaður hafi tekið eftir, en máski er komin tími til að gefa því gaum sem alþjóða­samfélagið allt hefur fordæmt um langa hríð, en hefur ekki verið álitamál í íslenskri dómafram­kvæmd enn.

Hatursáróður, hvort heldur sem er gegn kynþáttum, trúar­brögðum og kynhneigð manna eða öðru sem m. a. er talið upp í 231. gr. a. alm. hgl. er að mati undirritaðs ólíðandi. Þrátt fyrir að verið sé að lýsa skoðun einhverra óáþreifan­legra trúarhópa verður einnig að hafa í huga að hatursáróður er ekki glæpur án fórnarlamba. Sem dæmi má nefna í dómi Hæstarétt­ar Kanada í R v. Keegstra [1990] var niðurstaða dómsins sú að gengið væri að virðingu þeirra er hatursáróðrinum var beint gegn auk þess sem áróðurinn sem slíkan mætti túlka sem misrétti í verki gegn þeim sem honum er beint að. Þetta má hafa til hliðsjónar hérna heima en þó ekki fyrr en við málsmeðferð fyrir þess til bærum dómstólum. Þá ber einnig að skoða í samhengi hlutanna, hvaða stöðu sá gegnir sem kemur fordómunum sínum fyrir almannasjónir, fyrir því liggja mýmörg dæmi í dóma­framkvæmd erlendis að ábyrgðin eykst eftir því sem staðan er við­kvæmari, sbr. kennari sem útmál­ar minnihlutahóp í orði og æði er máski marktækari en margur annar hjá viðkvæmari hlustend­um. Internetið er ekki landamæra­laust og árásir gegn manni eða hópi manna á grundvelli upp­talningar 231. gr. a., skrifaðar á íslenskri tungu eiga þó að sæta opinberri rannsókn og málsmeð­ferð fyrir lögmæltum dómstólum, ekki dómstóli götunnar. Því síður á að taka pólitískar ákvarðanir byggðar á hugsanlegri sekt, því síðast þegar undirritaður kynnti sér málið var sveitarstjórn ekki dómsvald í neinu máli.

Internetið er ekki landamæra­laust og árásir gegn manni eða hópi manna á grundvelli upp­talningar 231. gr. a., skrifaðar á íslenskri tungu, eiga að sæta op­inberri rannsókn og málsmeðferð fyrir lögmæltum dómstólum, ekki dómstóli götunnar.

Höfundur starfar á Lögmannsstofu Akureyrar

Verndar stjórnarskráin rétt okkar til að segja hvað sem er?Undanfarið hafa ýmsir málsmetandi menn tekið upp hanskann fyrir Snorra Óskarsson, kennara og predikar,a eftir að Akureyrarbær sendi hann í leyfi. Skólayfirvöld á Akureyri hafa verið sökuð um gerræði, skoðanakúgun og jafnvel brot á stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi Snorra.

SérStaða GrunnSkólanS

Á Íslandi er skólaskylda. Á mæltu máli þýðir það að foreldri sem ekki sendir barn sitt í skóla brýtur lands­lög. Skólaskylda er sjálfsagt og eðli­legt fyrirbæri ,enda tryggir hún jafna stöðu og jöfn tækifæri barna betur en fyrirkomulag eins og heima­kennsla. Vegna skólaskyldunnar, öll börn skulu í skóla, verður að ríkja fullkomið traust á milli heimils og skóla. Skólarnir verða að finna leið til að vera lægsti samnefnari allra þeirra heimila og fjölskyldna sem eiga aðild að skólasamfélaginu í

gegnum börnin sín. Til að geta ver­ið þessi lægsti samnefnari verður skólinn að vita af og viðurkenna – beinlínis að gera ráð fyrir – að í nem­endahópnum er fólk af öllu tagi og nemendurnir, skjólstæðingar skól­ans, koma frá alls konar heimilum og úr alls konar fjölskyldum. Þetta eru fjölskyldur með einum pabba og einni mömmu, einni mömmu eða tveimur, tveimur pöbbum eða einum og mörg börn eiga tvær fjölskyldur. Skólaskyldan kveður á um að öll börn skuli ganga í skóla. Skylda skólans er að öllum börnum líði vel í skólanum. Þetta er önnur megin sérstaða grunnskólans.

Hin megin sérstaða grunnskólans er að skjólstæðingar hans eru börn. Flestir foreldrar leggja á það áherslu í uppeldinu að börn beri virðingu fyrir fullorðnum og taki mark á þeim. Yfirleitt ganga börn út frá því

,að það sem fullorðnir segja sé rétt, þau véfengja ekki orð fullorðinna. Þarna helst í hendur að samfélagið ætlar börnum að taka mark á full­orðnum og svo hitt sem er jafnmik­ilvægt, að það er ekki fyrr en undir lok grunnskólagöngunnar sem börn hafa vitsmunalegan þroska til að leggjast í rökræður við kennara sína. Áður en þeim þroska er náð vega orð og skoðanir kennarans því miklu þyngra en á nokkru öðru æviskeiði. Að þessu leiti er hlutverk grunn­skólakennarans miklu vandasamara en kennara í framhalds­ eða háskól­

um; nemendurnir, skjólstæðingar hans hafa ekki forsendur til að véfengja skoðanir hans, þau hafa jafnvel ekki forsendur til að átta sig á því hvort að skoðanir kennarans séu eðlilegar, sanngjarnar, réttmæt­ar, vondar eða beinlínis hættulegar. Foreldrar senda börn sín einfaldlega í skólann, í trausti þess að þar mæti þeim víðsýnir og fordómalausir kennarar sem leggi sig fram um að vernda sálarheill þeirra.

Skyldur GrunnSkólanS

Þegar kennari við skóla hefur þá skoðun að samkynhneigð sé dauða­synd og kemst upp með að predika hana og breiða út á Netinu og í fjölmiðlum óáreittur, hefur skólinn brugðist hluta nemenda sinna. Þetta eru þeir nemendur sem annað hvort eiga samkynheigða foreldra, systkini, frændur, frænkur nú eða eru sjálf að átta sig á eigin samkynhneigð.

Í rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema kemur fram, að um tvö prósent íslenskra grunnskólanem­enda í 10. bekk hafa verið skotin í einstaklingi af sama kyni. Sam­kvæmt þessari sömu rannsókn búa þessir krakkar við miklu lakari lífsánægju en jafnaldrar þeirra gera almennt. Í Fréttablað­inu 15. febrúar s.l. segir Þórodd­ur Bjarnason prófessor frá því að samkynhneigðir tíundabekkingar séu þunglyndari og kvíðnari en jafnaldrar þeirra, auk þess sem þau eru 12 sinnum líklegri til að hugsa oft um sjálfsvíg og 25 sinnum líklegri en aðrir unglingar til þess að hafa reynt sjálfsvíg oft. Eða með öðrum orðum: Samkynhneigðum krökkum líður upp til hópa miklu verr en gagnkynhneigðum jafn­öldrum þeirra. Að þessu leiti bera niðurstöður rannsókna á högum samkynhneigðra ungmenna allar að sama brunni. Kvíðaraskanir, þunglyndi og sjálfsvígstilraunir eru miklu algengari í hópi samkyn­hneigðra ungmenna en almennt gerist. Lífsánægja þeirra er lak­ari en lífsánægja gagnkynhneigðra jafnaldra þeirra. Aðrar rannsóknir sýna að samkynhneigðin sem slík veldur ekki vanlíðan, vanlíðanin sprettur af jaðarsetningunni, ein­eltinu og fordæmingunni sem fylgir því að vera skilgreind sem „öðru­vísi.“. Þegar kennari við grunnskóla

stuðlar að fordómum og jaðarsetn­ingu ákveðins hóps og gerir það óá­talið, hefur skólinn brugðist nem­endum sínum. Hann bregst ekki aðeins minnihlutahópnum sem settur er á jaðarinn heldur öllum nemendunum, því með þögninni leggur skólinn blessun sína yfir framferði kennarans, kennara sem reynir með framferði sínu að afmá sérkenni ákveðins hóps nemenda.

Þegar skólinn hins vegar sendir þennan sama kennara í leyfi tekur hann skyldur sínar gagnvart börnun­um fram yfir þær skyldur sem hann kann að hafa gagnvart þessum sama kennara.

StjórnarSkrárbrOt?

Þjóðmálaumræða á Íslandi er ekki sérlega hófstillt. Eins og áður segir hafa málsmetandi menn jafnvel sak­að skólayfirvöld á Akureyri um að brjóta gegn tjáningarfrelsi Snorra. Tjáningarfrelsið er ein af grund­vallarreglum stjórnarskrárinnar. Það er þó ekki svo að tjáningarfrelsið sé óskert, mér er t.d. óheimilt að tjá mig opinberlega um málefni sjúklinga minna og sambærilegar skorður við tjáningarfrelsið eru fjölmargar. Að sama skapi má ætla, að sá sem tekið hefur að sér kennslu í grunnskóla hafi framselt rétt sinn til að tjá skoð­anir sem ganga jafn augljóslega gegn hagsmunum hluta nemendahópsins og bloggskrif Snorra gera.

Samkvæmt 233. grein almennra hegningarlaga, er ólöglegt að ráðast gegn einstaklingi eða hópi á grund­velli þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Í dómi nr. 461/2001 kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að maður sem lét hafa eftir sér niðrandi ummæli um þeldökka í blaðaviðtali, hafi gerst brotlegur við 233. greinina. Í tilfelli Snorra deila menn nú sumsé um það hvort vegi þyngra, tjáningarfrelsi hans eða réttur samkynhneigðra nemenda til að þola ekki árásir af hans hálfu. Þegar slikur vafi er uppi er eðlilegast að fá úr honum skorið fyirr dómi líkt og gert var með dómi hæstaréttar nr. 461/2001.

Vegna þessarar óvissu og mikil­vægi þess að fá úr því skorið hvar mörkin liggja, hefur undirritaður þegar skilað inn kæru til lögreglunn­ar á Akureyri vegna ummæla Snorra Óskarssonar á bloggsíðu sinni. a

Guðmundur egill erlendssonhdl

pétur maack Þorsteinssonsálfræðingur

Aðsend grein

Aðsend grein

SnjóMuGGan heilSaði ÞriðjudeGi við Pollinn okkar og Akureyrarkirkja rýndi út fjörðinn. Völundur

Page 14: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

14 23. febrúar 2012

DÖNN LISTINNKoma börnunum í pössun. Muna útigallann. Sitja fyrirlestur. Skella í þvottavél. Tími hjá tannlækni. Leita að heimildum. Kaupa útskriftargjöf. Taka kvöldmatinn úr frystinum. Bíll­inn í olíuskipti. Borga reikningana. Byrja á ritgerð. Litun og plokkun. Leikskólafötin í þurrkarann. Lesa. Taka úr uppþvottavélinni. Klára greinargerð. Kaupa ullarsokka. Sitja nefndarfund. Skutla í tónlistarskól­ann. Hringja í mömmu. Sækja. Hlusta. Hlú að.Venjulegur dagur? Fremur venjulegt líf! Eða brot af venjulegu lífi. Venju­legs fólks. Og öll gerum við þetta og svo miklu, miklu meira. Og sitjum í sófanum í lok dags, föl á vangann með upplennt augu og úfið hár, og veltum því fyrir okkur hvað hafi eig­inlega orðið af deginum. Eða vikun­um. Hvert í fjandanum fór tíminn. Og hvar eru afrekin?

Um daginn sá ég á Youtube myndband af konu sem er haldin athyglisbresti. Hún greindi frá því hvernig hún, til dæmis, hæfi daginn á að fá sér kaffi. Þegar hún setti vatn í kaffikönnuna mundi hún að það átti eftir að vökva blómin. Hún fór inn í stofu en áður en hún kom að blómunum sá hún ógreiddu reikningana á borðstofuborðinu. Hún settist til að greiða reikningana en sá þá hálfétnu brauðsneiðinu sem hún hafði skilið eftir síðast þegar hún settist niður

til að greiða reikninana. Hún gekk fram í eldhús með diskinn, en á eldhúsborðinu sá hún símann og ..... Í lok dags lýsti konan því hvernig hún væri búin að vera á fullu allan daginn, væri örþreytt, en lítið sem ekkert hefði áunnist.

Þótt ég geti þakkað fyrir að þjást ekki af athyglisbresti þá er áreitið á flest nútímafólk svo óheyrilegt og verkefni hversdagsins svo mörg að í stað þess að dagarnir klári verk-efnin, þá klára verkefnin dagana. Þeir hafa snúist í andhverfu sína. en það er gaman! Já mikil ósköp. en ég lýsi eftir afrekunum! Stóru afrekunum. Þessum sem fólk fær Nóbelsverðlaun fyrir! Já, eða bara að klára eitthvað.

Ég er svo heppin að eiga frábærar vin-konur, sem kynna mig fyrir góðum hug-myndum þegar að ég þarf mest á þeim að halda. Þannig heyrði ég af “done” list-anum, eða afrekalistanum. Flest þekkjum við þessa frábæru “to do” lista, listana sem halda utan um, og minna okkur á, það sem þarf að gera. Ég hef notað slíkan lista lengi. Hann gerir það að verkum að ég man eftir að gera það sem ég þarf að gera og hvetur til skilvirkari vinnubragða, en hann afmáir ekki spurningamerkið í kollinum á mér í lok dags.

afrekalistinn er, hinsvegar, hreinasta gersemi. Á afrekalistann fer ekki það sem að þarf að gera. Heldur það sem að búið er að gera. Og sjónarhornið á hið daglega amstur verður annað. eins og að snúa sér við og líta sjálfa sig. Fyrstu vikuna, til að

mynda, fóru á afrekalistann atriði á borð við; kaupa í matinn, senda blóm, hlusta á fyrirlestur, hringja í kennarann, sækja gleraugun úr viðgerð. Gnótt af litlum hvers-dagsatriðum fór á listann minn. atriðum sem voru til þess fallin að láta hjól fjöl-skylduvélarinnar snúast (eru veitt verðlaun fyrir það?) en ekki eitt einasta stóra atriði sem lá til grundvallar einhverri þróun á sjálfri mér. ekkert afrek. ekki eitt skref í átt að markinu.

Í þessari viku hefur ekkert farið á list-ann, nema alvöru afrek. Og viti konur! Ég hef klárað tvo fyrirferðamikla liði í stórum verkefnum sem verða engum til framdrátt-ar nema sjálfri mér. Þegar mér finnst ég hjakka í sama farinu, þá skoða ég afreka-listann og er bara nokkuð ánægð með mig. Þetta er jú einu sinni afrekalisti. Ég hef ekki hugmynd um hvert smáatriðin sem fylltu daginn minn fóru. Mér er eiginlega sama. enn þjáist enginn af næringarskorti heima hjá mér og enn hafa börnin komist heim af leikskólanum í lok dags. allir eru kátir. Og sérstaklega ég.

enda daginn, eins og vanalega, uppi í sófa, föl á vangann, með uppglennt augu og úfið hár. en það er ekki spurningarmerki í kollinum á mér. Þar er upphrópunarmerki!

Andartak með Arndísi

www.ils.is | Sími: 569 6900 | Grænt númer: 800 6969 | Borgartúni 21, 105 Reykjavík

Kynntu þér lán og aðraþjónustu Íbúðalánasjóðs

Lán til íbúðarkaupa

Lán til endurbóta og viðbygginga

Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka)

Ráðgjöf og úrræði í greiðsluvanda

Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar.

Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu.

íslensk framleiðsla

í 20 ár

Rafhitarar fyrir heita potta

Himnesk skemmtun„Þú átt að sitja „inni“,“ sagði konan í miðasölunni, þannig að ég gerði það og sá svo sama leikritið tvisvar, fyrir hlé og eftir hlé. Frá mismun­andi sjónarhorni og með mismiklar upplýsingar í farteskinu. Þetta var sl. föstudagskvöld þegar Himnaríki Árna Ibsens var frumsýnt í Frey­vangsleikhúsinu. Mögnuð stund. Og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera viðstaddur.

Þrjú pör verja helgi saman í sum­arbústað. Snilldarleg leikmynd skipt­ir salnum í tvö rými, helmingur áhorf­enda situr inni í sumarhúsinu framan af en endar svo í garðinum, framan við sumarhúsið Himnaríki, eftir hlé – og öfugt. Sjálfur sat ég skammt frá heita pottinum þegar kom að því að vera „úti“ og er skemmst frá því að segja að maður blotnaði svolítið í stærstu skvettunum. Gusugangurinn er þó ekki aðeins af veraldlegum toga

heldur einnig andlegur. Á köflum er stutt í vídd óhugnaðar í þessu verki. Himnaríki er farsi, 80% skemmtun, þar sem dyr opnast og lokast ört. En verkið spyr einnig ágengra spurn­inga, m.a. um uppvöxt, sjálfselsku, kynlíf og limbóið sem því fylgir „að verða stór“. Hver kannast ekki við gott fyllerí í íslensku sumarhúsi, sem endar með ælu, uppgjöri og áfeng­isdauða? Að minnsta kosti tvö mál voru nýverið rekin fyrir íslenskum dómstólum þar sem slíkar aðstæður urðu uppspretta sakamála. Skiljum við ok siðmenningarinnar eftir á sama herðatrénu heima sem geymir jakkafötin og dragtirnar þegar við förum að djamma í sumarbústaðn­um? Svari hver fyrir sig. Jóni Gunnari Þórðarsyni leikstjóra tekst í öllu falli að draga upp magnaða mynd af ungu fólki í leit að sjálfu sér.

Um frammistöðu einstakra leikara

verður ekki fjallað hér sérstaklega. Hún er misjöfn en leikhópurinn sem heild er frábær. Ekki verður þó undan vikist að nefna að stjarna Jóhanns Axels Ingólfssonar, Gaua, skín skært. Sá drengur getur sennilega orðið allt sem hann vill á sviði leiklistar.

Það er bara einn galli á handriti Árna, sem annars hefur enst vel á þeim sautján árum sem liðin eru frá frumsýningu. Eintölin, a.m.k. í þessari uppfærslu, bæta litlu við samleik­inn, auk þess sem þau skerpa þann mun sem jafnan er á atvinnu­ og áhugaleikurum í krefjandi aðstæðum. En lifandi glatt og ögrandi leikhús er þetta. Færi ég Freyvangsleikhúsinu fjögur þúsund hamingjuóskir og mæli með að sem flestir reyni að komast inn í Himnaríki. Þar er stuð.

Björn ÞorlákssonSkrifar um leikhús

í SuMarbúStaðaferðuM gerist ýmislegt, fólk opnar sig og leyndardómarnir koma í ljós. Freyvangsleikhúsið segir sömu söguna tvisvar á hverri sýningu, en áhorfendur fá nýtt sjónarhorn á söguna eftir hlé. Gunnlaug Friðriksdóttir

Page 15: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

1523. febrúar 2012

út febrúar

Page 16: 08tbl_2argangur_Akureyri-vikublad

Nýr snjall ofnhitastillir sem getur

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Nýi living eco® ofnhitastillirinn setur ný viðmið hvað varðar þægindi, einfaldleika í notkun og orkusparnað:

Notendavænn stafrænn skjár Nætur- og daghitastigslækkun Fjarverustilling

Stilling fyrir opinn glugga Red dot hönnunarverðlaun Uppsetning á aðeins 30 sekúndum

NýjungForritanlegur ofnhitastillir

Hitastjórnun með auknum þægindum og notalegri viðveru allan sólarhringinn

Kaupið living eco® hjá söluaðilum okkar og njótið þæginda og sparnaðar strax eða heimsækið www.danfoss.com/living til frekari upplýsingar

minnkað orkunotkun um 23%