Top Banner
VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA - prófefnislýsing 18. útgáfa Opni háskólinn í HR 2017-2018
31

VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

Aug 29, 2019

Download

Documents

vuongkhanh
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

1

VOTTUN

FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -

prófefnislýsing 18. útgáfa

O p n i h á s k ó l i n n í H R 2 0 1 7 - 2 0 1 8

Page 2: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

2

Efnisyfirlit 1. Samstarfsamningur um vottun fjármálaráðgjafa ............................................................................ 3

1.1. Skipulag og umgjörð ................................................................................................................ 3

Stýrihópur ........................................................................................................................................ 4

Vottunarnefnd ................................................................................................................................. 4

Matsnefnd ....................................................................................................................................... 6

Verkefnastjóri .................................................................................................................................. 6

2. Markmið vottunar ........................................................................................................................... 6

2.1. Forkröfur .................................................................................................................................. 6

2.2. Undirbúningsnám til vottunar ................................................................................................. 6

3. Vottunarpróf og uppbygging þeirra ................................................................................................ 7

3.1. Vottunarpróf í fagþekkingarhluta ............................................................................................ 9

Forsendur vottunar ......................................................................................................................... 9

Einkunnir.......................................................................................................................................... 9

Námsmat í raunfærnimati ............................................................................................................. 10

Endurtektarpróf ............................................................................................................................. 10

Prófsýningar .................................................................................................................................. 11

4. Reglur um próftöku ....................................................................................................................... 11

4.1. Skráning í endurtektarpróf .................................................................................................... 11

4.2. Prófstaðir ............................................................................................................................... 11

4.3. Prófstofur .............................................................................................................................. 12

4.4. Próftími .................................................................................................................................. 12

4.5. Á meðan á prófi stendur ........................................................................................................ 12

4.6. Sérúrræði í prófi .................................................................................................................... 13

4.7. Brot á prófreglum og viðurlög ............................................................................................... 14

5. Vottunarskírteini ........................................................................................................................... 14

5.1. Gildistími ................................................................................................................................ 14

6. Endurmenntun .............................................................................................................................. 14

6.1. Ágreiningur og áfrýjunarleiðir ............................................................................................... 15

7. Prófefnislýsing í fagþekkingarhluta ............................................................................................... 15

Page 3: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

3

1. Samstarfsamningur um vottun fjármálaráðgjafa

Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Háskólinn á

Bifröst, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík standa að samstarfssamningi um

aðkomu að verkefninu Vottun fjármálaráðgjafa.

Samstarfssamningurinn hefur það að markmiði að auka áreiðanleika og trúverðugleika

vottunar. Eigendur verkefnisins eru Samtök fjármálafyrirtækja, hér eftir nefnd SFF,

aðsetur þeirra er í Borgartúni 35, Reykjavík.

1.1. Skipulag og umgjörð

Með æðsta vald í verkefninu Vottun fjármálaráðgjafa fer stýrihópur sem starfar í

umboði stjórnar SFF. Stýrihópur skipar vottunarnefnd og formann hennar. Hér neðar

má sjá stjórnskipurit verkefnisins auk þess sem í framhaldi er greint sérstaklega frá

einstökum nefndum.

Mynd 1: Stjórnskipurit verkefnisins.

Stjórn SFF

Vottunarnefnd

Stýrihópur

Page 4: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

4

Stýrihópur

Hlutverk stýrihóps er að tryggja framgang verkefnisins og móta umgjörð þess út frá

framtíðarsýn, gæðum, ábyrgð, áherslum og kostnaði. Stýrihópur velur formann

vottunarnefndar.

Stýrihópur er skipaður fulltrúum viðskiptabankana þriggja innan SFF, einum fulltrúa

frá SFF, einum fulltrúa frá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja og formanni

vottunarnefndar.

Í stýrihóp sitja eftirtaldir aðilar:

Guðlaugur Örn Hauksson, starfsþróunarstjóri Íslandsbanka.

Hanna María Pálmadóttir, mannauðstjóri Arion banka.

Halla Jónsdóttir, fræðslustjóri Landsbankans.

Guðný S. Magnúsdóttir, stjórn SSF.

Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur hjá SFF.

Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við

viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, formaður vottunarnefndar.

Auk þess situr verkefnastjóri námsins fundi stýrihóps eins og þurfa þykir.

Vottunarnefnd

Vottunarnefnd fer með æðsta vald í faglegu inntaki vottunar og kemur að gerð og

þróun þeirra lærdómsviðmiða sem lögð eru til grundvallar í prófum og mati á hæfni

sem vottaður fjármálaráðgjafi þarf að standast til að hljóta vottun.

Vottunarnefnd samanstendur af ábyrgðaraðilum eftirfarandi námshluta:

þjóðhagfræði, fjármál og fjármálamarkaðir, laga-og stofnanaumgjörð, fjármál

einstaklinga, sparnaður, útlán og greiðslumiðlun, siðfræði og ráðgjafafærni. Þá

skal ábyrgðaraðili raunfærnimats einnig eiga sæti í vottunarnefnd. Verkefnastjóri

námsins skal vera ritari vottunarnefndar. Formaður vottunarnefndar er tilnefndur

af stýrihóp.

Meðal verkefna vottunarnefndar eru:

Þróun á faglegu innihaldi námsefnis.

Page 5: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

5

Gerð náms- og prófefnislýsinga.

Að tryggja að vottunarpróf taki mið af gildandi prófefnislýsingu hverju sinni.

Val sérfræðinga til kennslu.

Að koma að kennslu þegar svo ber undir.

Gerð vottunarprófa og tryggja að þau séu í samræmi við prófefnislýsingu,

yfirferð námsefnis og almenn viðmið um faglega prófsmíði.

Að hafa fagleg samskipti við verkefnastjóra námsins vegna skipulagningar á

kennslu og vegna framkvæmdar og gerðar vottunarprófa þegar svo ber undir,

þar með talið raunfærnismat.

Skera úr álitamálum hjá próftaka vegna vottunarprófa.

Vottunarnefnd getur skipað kærunefnd til úrlausnar ágreiningsmála.

Samráð um próf og námsefni

Við endurskoðun eða breytingar á innihaldi námsefnis eða fyrirkomulagi prófa skal

vottunarnefnd leitast eftir að hafa samráð við aðildarfyrirtæki SFF og stýrihóp í því

skyni að námið tengist eins og hægt er aðstæðum í fjármálafyrirtækjum.

Í vottunarnefnd sitja eftirtaldir aðilar:

Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við

viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, formaður vottunarnefndar.

Þórólfur Matthíasson, Háskóli Íslands, Þjóðhagfræði.

Elmar Hallgríms Hallgrímsson, Háskóla Íslands, Laga- stofnanaumgjörð og

Fjármál og fjármálamarkaðir.

Sigurbjörn Einarsson, Háskólanum á Bifröst, Sparnaður, útlán og

greiðslumiðlun og Fjármál einstaklinga.

Jón Ólafsson, Háskóli Íslands, Siðfræði.

Brynja Þorbjörnsdóttir, Raunfærnimat.

Davíð Halldórsson, Ráðgjafafærni.

Nefndin býr við faglegt sjálfstæði sem leggur grunn að trúverðugleika verkefnisins.

Page 6: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

6

Matsnefnd

Í raunfærnimati fer fram mat á hæfni starfsmanna við úrlausn ákveðinna verkefna.

Mat þetta fer fram í Opna háskólanum í HR.

Tveir óháðir prófdómarar koma að hverju raunfærnimati og tryggja samræmingu og

hlutleysi við mat á raunfærni starfsmanns.

Verkefnastjóri

Verkefnastjóri námsins er Ásdís Erla Jónsdóttir, starfsmaður Opna háskólans í

Háskólanum í Reykjavík.

2. Markmið vottunar

Markmiðið með verkefninu er að auka traust á bankastarfsemi og gæði þeirrar

fjármálaráðgjafar sem viðskiptavinum er veitt. Til að ná tilsettum markmiðum þarf að

samræma þær kröfur sem gerðar eru til þeirra starfsmanna sem sinna fjármálaráðgjöf

til einstaklinga og eru innan aðildarfélaga SFF. Mikilvægt er að tryggja að

fjármálaráðgjafar búi yfir nauðsynlegri þekkingu og færni og að þeir séu í stakk búnir

til að mæta aukinni þörf viðskiptavina.

Með vottuninni fær fjármálaráðgjafi staðfestingu á þeirri þekkingu og reynslu sem

viðkomandi hefur aflað sér og jafnframt eykst færni hans í starfi sem fjármálaráðgjafi.

2.1. Forkröfur

Starfsmönnum þeirra viðskiptabanka sem eiga aðild að SFF er heimilt að skrá sig í

vottun að fengnu samþykki yfirmanns.

Starfsmenn verða að hafa að lágmarki eins árs starfsreynslu til að verða þátttakendur

í vottun fjármálaráðgjafa. Með starfsreynslu er átt við reynslu af samskiptum við

viðskiptavini eða ráðgjöf í fjármálafyrirtæki.

2.2. Undirbúningsnám til vottunar

Starfsmönnum fjármálafyrirtækja sem hyggja á vottun býðst að sækja

undirbúningsnám til vottunar sem nemur um 174 kennslustundum.

Starfsmenn sem ekki hafa lokið háskólaprófi í viðskiptafræði eða skyldum greinum eru

hvattir til að nýta sér það undirbúningsnám sem í boði er.

Page 7: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

7

Þeir sem hyggjast gangast undir vottun verða hins vegar allir að sitja þann hluta

undirbúningsnámsins er snýr að siðfræði og ráðgjafafærni og fellur undir fagþekkingu

vottunar.

Nemendur sem nýta sér undirbúningsnámið til vottunar þurfa að sækja um inngöngu

í námið hjá sínu fjármálafyrirtæki. Nemendur sem ekki kjósa að taka undirbúningsnám

til vottunar skulu taka það fram í umsókn.

3. Vottunarpróf og uppbygging þeirra

Starfsmaður fjármálafyrirtækis sem ætlar að verða vottaður fjármálaráðgjafi verður

að standast fagþekkingarpróf og verklegt próf í samskipta- og ráðgjafafærnihluta.

Hér neðar má sjá skipulag náms til vottunar fjármálaráðgjafa.

Page 8: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

8

Nám til vottunar skiptist í tvo hluta sem eru annars vegar fagþekkingarhluta og hins

vegar samskipta- og ráðgjafafærnihluta.

Page 9: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

9

3.1. Vottunarpróf í fagþekkingarhluta

Forsendur vottunar

Vegið meðaltal úr öllum þeim sjö námshlutum sem falla undir fagþekkingu vottunar

þarf að vera að lágmarki 7,00 til að nemandi í vottun standist próf í fagþekkingarhluta.

Nemandi sem skráður er í vottun skal hafa lokið öllum prófum með fullnægjandi

árangri innan þriggja ára frá því að fyrsta vottunarprófið er tekið. Engar undanþágur

eru veittar frá próftöku.

Til að standast hvert próf þarf próftaki að ná að lágmarki 6,0 í lokaeinkunn í öllum

eftirfarandi námshlutum:

Námshlutar í

fagþekkingarhluta:

Fjöldi kennslu-

stunda

Vægi námsmats í

meðaleinkunn:

Þjóðhagfræði 20 klst. 15%

Laga- og stofnanaumgjörð 38 klst. 20%

Fjármál og fjármálamarkaðir 28 klst. 15%

Fjármál einstaklinga 28 klst. 20%

Sparnaður, útlán, greiðslumiðlun 24 klst. 15%

Siðfræði 20 klst. 7,5%

Ráðgjafafærni 16 klst. 7,5%

174 klst. 100%

Einkunnir eru gefnar í heilum eða hálfum tölum.

Heimilt er að reyna þrisvar sinnum við hvert próf. Þetta gildir um bæði vottunarpróf í

fagþekkingarhluta og í raunfærnimati.

Engar undanþágur eru veittar frá þeim prófum sem vottaður fjármálaráðgjafi þarf að

standast til að hljóta vottun.

Einkunnir

Einkunnir úr lokaprófum og endurtektarprófum námskeiða eiga að liggja fyrir eigi síðar

en tíu virkum dögum eftir að prófi lýkur.

Page 10: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

10

Raunfærnimat

Til að öðlast próftökurétt í raunfærnimati þarf að hafa lokið öllum prófum í

fagþekkingarhluta með vegið meðaltal 7,00.

Til að meta raunfærni starfsmanns eru lögð fyrir þrjú verkefni er snúa að eftirfarandi

viðfangsefnum:

Sparnaður

Innlán

Útlán

Siðferðisleg álitamál í ráðgjöf

Verklegt raunfærnimat fer fram innan Opna háskólans í HR. Tveir prófdómarar koma

að matinu.

Námsmat í raunfærnimati

Námsmat í raunfærnimati er munnlegt og fá nemendur umsögnina staðist eða ekki

staðist.

Námsmat er veitt samdægurs að loknum verklegum vottunarprófum.

Nemandi sem ekki stenst færniviðmið eftir þrjár tilraunir í raunfærnimati skal taka upp

öll vottunarpróf í bæði fagþekkingar- og samskipta- og ráðgjafafærnimati vottunar að

nýju.

Endurtektarpróf

Standist nemandi ekki þau viðmið sem lagt er upp með hefur hann tækifæri til að

reyna þrisvar sinnum við hvert fagþekkingarpróf og raunfærnimat.

Endurtektarpróf í fagþekkingarhluta eru haldin í lok hverrar annar. Starfsmenn bera

sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í endurtektarpróf hjá verkefnastjóra námsins, einni viku

fyrir auglýstan prófdag.

Endurtekt í raunfærnimati fer fram að lágmarki mánuði eftir þreytt próf.

Allur kostnaður vegna endurtektarprófa fellur á fjármálafyrirtæki viðkomandi

starfsmanns.

Page 11: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

11

Prófsýningar

Starfsmaður á rétt á að sjá prófúrlausn sína úr fagþekkingarhluta ef hann óskar þess.

Prófsýningar eru haldnar í Reykjavík í tengslum við næstu staðarlotu sem haldin er

samkvæmt gildandi kennsluáætlun. Verkefnastjóri námsins tilkynnir nemendum um

tíma- og dagsetningu prófsýninga innan fimmtán daga frá birtingu einkunna.

Nemendur skrá sig í prófsýningu hjá verkefnastjóra námsins hverju sinni.

Próf og prófúrlausn er ekki eign nemenda. Skila þarf prófi og prófúrlausn til kennara

eða verkefnastjóra námsins eftir prófsýningu.

Ekki er prófsýning í raunfærnimati þar sem prófið er munnlegt. Nemandi getur óskað

eftir því að fá niðurstöðuna skriflega, niðurstaðan verður afhent verkefnastjóra

námsins sem kemur henni til nemenda.

4. Reglur um próftöku

Nemendur í undirbúningsnámi til vottunar eru sjálfkrafa skráðir í vottunarpróf um leið

og þeir skrá sig í námið. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að kynna sér dagsetningar

prófa sem og endurtektarprófa. Um framkvæmd prófa gilda sambærilegar reglur er

varða próftöku á háskólastigi.

4.1. Skráning í endurtektarpróf

Nemandi sem kemst ekki í próf hefur kost á að taka endurtektarpróf sem eru haldin í

lok annar. Nemandi skráir sig í endurtektarpróf hjá verkefnastjóra námsins eigi síðar

en viku fyrir skráðan prófdag.

4.2. Prófstaðir

Nemendur sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins geta óskað eftir því að þreyta

vottunarpróf á viðurkenndum prófstöðum símenntunarmiðstöðva um landið, þ.e. á

Akureyri, Egilsstöðum/Reyðarfirði, Ísafirði, Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði.

Beiðni um próftökustað annan en Reykjavík þarf að berast verkefnastjóra námsins

tveimur vikum fyrir settan prófdag.

Page 12: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

12

4.3. Prófstofur

Prófstofur eru að jafnaði opnaðar 10 mínútum áður en vottunarpróf hefst. Mæti

nemandi meira en einni klukkustund eftir að próf hefst fær hann ekki að þreyta prófið.

4.4. Próftími

Próftími í vottunarprófi er þrjár klukkustundir. Kennara eða staðgengli ber að koma

a.m.k. einu sinni í prófstofur á meðan á prófi stendur til þess að svara spurningum

nemenda.

4.5. Á meðan á prófi stendur

Meðan próf stendur yfir skal nemandi hafa gild persónuskilríki aðgengileg fyrir

prófgæslufólk. Nemandi getur misst próftökurétt ef hann sýnir ekki viðeigandi

persónuskilríki.

Prófgæslufólk gefur merki um hvenær hefjast má handa við úrlausn og hvenær

próftími er liðinn. Að loknum próftíma ber öllum að skila prófum ásamt

prófaúrlausnum sínum.

Ef koma þarf á framfæri leiðréttingum eða upplýsingum til nemenda í

vottunarprófi er það gert með því að skrifa þær á töflu eða dreifa þeim

ljósrituðum til viðkomandi nemenda í samráði við framkvæmdaraðila.

Verkefnastjóri námsins ber ábyrgð á að upplýsa prófgæslufólk á öllum

prófstöðum um allar leiðréttingar eða upplýsingar sem berast eiga nemendum

meðan á prófi stendur.

Ekki má skila úrlausnum fyrr en ein klukkustund er liðin frá upphafi próftíma.

Að loknum próftíma ber öllum nemendum í vottunarprófi að skila úrlausnum

þegar í stað. Nemendur hafa þó tíma til að ganga frá prófúrlausn sinni og merkja

hana eftir að próftíma lýkur en ekki breyta eða bæta úrlausnirnar.

Verði nemandi uppvís að því að vinna að prófúrlausn eftir að próftíma lýkur skal

prófgæslufólk stöðva háttsemina og gera hýsingaraðila viðvart sem tekur

ákvörðun um frekari aðgerðir.

Page 13: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

13

Að loknum öllum skriflegum prófum eiga nemendur að skila prófspurningum,

úrlausnum og rissblöðum til prófgæslufólks. Svör af rissblöðum eru ekki tekin

gild.

Nemanda er óheimilt að nota önnur hjálpargögn í prófi en tilgreind eru á forsíðu

prófs. Þar er meðal annars átt við fartölvur, reiknivélar og önnur tæki.

Nemendur mega ekki hafa yfirhafnir, töskur eða annan búnað sem ekki tilheyrir

leyfilegum hjálpargögnum við prófborðið. Óheimilt er að valda truflun í

prófstofu.

Varsla og notkun farsíma er bönnuð á meðan próf stendur yfir. Hafi nemandi

farsíma meðferðis ber honum að slökkva á símanum, setja hann í tösku eða

afhenda prófgæslufólki til varðveislu meðan vottunarpróf stendur yfir. Öll

samskipti eru óheimil meðan á vottunarprófi stendur.

Verði nemandi uppvís að því að hafa rangt við í vottunarprófi skal prófgæslufólk

stöðva háttsemina og kalla til hýsingaraðila sem tekur ákvörðun um frekari

viðbrögð. Hýsingaraðila er heimilt að vísa nemanda úr prófi. Máli viðkomandi

próftaka er síðan vísað til vottunarnefndar.

Nemanda er einungis heimilt að yfirgefa prófborð áður en hann hefur lokið prófi

til þess að fara á snyrtingu og aðeins undir eftirliti fylgdarmanns.

Nemanda er ávallt skylt að skila úrlausnarblaði með prófnúmeri.

Nemandi sem lýkur prófi áður en tilskildum próftíma lýkur skal yfirgefa prófstofu

og prófsvæði. Viðkomandi nemanda ber að gæta þess að trufla ekki þá sem enn

eru í prófi.

4.6. Sérúrræði í prófi

Nemandi sem óskar sérúrræða í vottunarprófi vegna lesblindu eða líkamlegra hamlana

ber að skila umsókn til verkefnastjóra námsins að lágmarki viku fyrir settan prófdag.

Nemendur geta á grundvelli hamlana þeirra er þeir kljást við sótt um lengingu á

próftíma í vottunarprófum. Uppfylli umsóknin skilyrði verkefnastjóra námsbrautar fær

próftaki 15 mínútur aukalega fyrir hverja klukkustund í vottunarprófi.

Page 14: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

14

4.7. Brot á prófreglum og viðurlög

Verði nemandi uppvís að því að nota óleyfileg gögn mun honum umsvifalaust verða

vikið úr prófi og missir hann þar með rétt til próftöku.

5. Vottunarskírteini

Nemandi sem lokið hefur vottun mun fá afhent vottunarskírteini sem mun fylgja

honum færi hann sig á milli fjármálafyrirtækja sem eru innan vébanda SFF og eru

aðilar að vottunarsamstarfinu.

Vottunarnefnd gefur út vottunarskírteini.

Verkefnastjóri námsins sendir í lok hvers námsárs lista yfir þá nemendur sem ljúka

vottun. SFF heldur utan um þær upplýsingar.

5.1. Gildistími

Gildistími vottunar fjármálaráðgjafa er þrjú ár. Sótt er um endurnýjun hjá SFF og

rennur umsóknarfrestur út 15. maí eða 15. nóvember ár hvert eftir því hvort

námi var lokið að vori eða hausti.* Skilyrði fyrir endurnýjun vottunar er: a) að

vera starfandi hjá aðildarfyrirtæki vottunar b) að hafa uppfyllt

endurmenntunarkröfur sem tilgreindar eru í lið 6. Sé vottun ekki endurnýjuð

innan 10 ára frá því að hún fellur úr gildi þarf umsækjandi að endurtaka

vottunarpróf.

6. Endurmenntun

Vottaðir fjármálaráðgjafar skulu sækja endurmenntun skv. viðmiðum SFF til að

tryggja að þeir viðhaldi fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og faglegum gildum

sem vottunin krefst. Endurmenntun skal að lágmarki svara til 10 klukkustunda á

ári og samtals 30 klukkustunda á hverju þriggja ára tímabili á þeim sviðum sem

vottunin nær til. Nánari útlistun á endurmenntunarkröfum til vottaðra

fjármálaráðgjafa er aðgengileg á vef SFF.

Page 15: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

15

6.1. Ágreiningur og áfrýjunarleiðir

Komi upp ágreiningur eða álitamál hjá próftaka vegna vottunarprófa skal vísa slíkum

málum til vottunarnefndar.

Ákveði nemandi að kæra niðurstöður prófs úr fagþekkingarhluta skal sú beiðni berast

verkefnastjóra námsins innan tveggja vikna frá prófsýningu á viðkomandi prófi.

Vottunarnefnd skipar kærunefnd til úrlausnar ágreiningsmála.

Niðurstöður úr raunfærnimati er ekki kæranlegar.

7. Prófefnislýsing í fagþekkingarhluta

Hér á eftir má sjá prófefnislýsingar í fagþekkingarhluta vottunar og taka þær mið af

þeim námsmarkmiðum sem próftakar þurfa að kunna skil á.

Próftaki á að geta útskýrt fagleg atriði sem vísað er til, fléttað þau inn í umfjöllun sem

beðið er um og þannig sýnt fram á þekkingu og færni sem krafist er innan hvers

námshluta.

Með þekkingu er átt við að próftaki hafi öðlast innsýn í valdar kenningar og hugtök, geti gert greinarmun

á milli fræðilegra skýringa og annars konar skýringa, skilji og þekki til innihalds námsefnisins í víðu

samhengi.

Með færni er átt við að próftaki geti hagnýtt þekkingu sína í til að takast á við viðfangsefni í sínu starfi

en í því felst að próftaki geti yfirfært þekkingu og færni í að beita henni á hliðstæðar aðstæður og

viðfangsefni, auk þess að sýna fram á frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Vottunarnefnd staðfestir gildandi prófefnislýsingar sérstaklega en markmiðið er að þær

geti auðveldað nemendum að undirbúa sig fyrir vottunarpróf.

Page 16: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

16

Námshluti: Ráðgjafafærni

Námsbraut: Nám til vottunar fjármálaráðgjafar

Fjöldi kennslustunda: 16

Ábyrgðaraðili: Davíð Halldórsson

Innihald og markmið:

Markmiðið með þessu námskeiði er að nemendur öðlist færni í að veita faglega ráðgjöf.

Nemendur takast á við raunveruleg verkefni er snúa að fjármálum einstaklinga s.s.

innlánum, sparnaði og útlánum. Nemendur fá þjálfun í ráðgjafaferlinu og öðlast þannig

meira öryggi í störfum sínum gagnvart viðskiptavinum. Nemendur þurfa sem

fjármálaráðgjafar að sýna öryggi og fagmennsku í starfi, vera meðvitaðir um hlutverk

sitt og stöðu gagnvart viðskiptavinum, búa yfir hæfileikum til að meta stöðu

viðskiptavina og koma fram með viðeigandi lausnir og svör. Í námskeiðinu verður

einnig farið yfir þá þætti sem metnir verða í raunfærnimat sem fer fram í lok námsins.

Þekkingarmarkmið

Fjármálaráðgjafinn þarf að þekkja eðli ráðgjafar og hlutverk sitt í samtali við

viðskiptavini. Þekkja mismunandi hlutverk og skyldur starfsmanna og viðskiptavina.

Ráðgjafinn þarf að geta nýtt sér þekkingu sína á helstu hugtökum í fjármálum í samtali

og í upplýsingagjöf til viðskiptavina.

Fjármálaráðgjafinn þarf að greina markmið viðtals og koma með viðeigandi lausnir,

ráðgjöf og upplýsingar. Greina fjárhagslega stöðu viðskiptavina og þekkingu hans í

fjármálum í þeim tilgangi að leiðbeina honum og koma með viðeigandi lausnir.

Ráðgjafaferlið er sú umgjörð sem snýr m.a. að móttöku viðskiptavina, viðtali, þjónustu

og eftirfylgni.

Fjármálaráðgjafinn þarf að vera vel að sér í þeim afurðum sem fjármálafyrirtækið

býður uppá og tengjast fjármálum einstaklinga. Hann þarf í viðtölum sínum og ráðgjöf

að beita þekkingu sinni á afurðunum og fjármálahugtökum og geta veitt greinargóð

og skýr svör við spurningum viðskiptavina. Þetta námskeið snýr svo að því að nýta

þekkinguna sem viðkomandi hefur öðlast í náminu, sækja í reynslu og þekkingu hans

Page 17: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

17

í starfi og beita þessu svo þannig að niðurstaðan verði að viðskiptavini sé veitt fagleg

ráðgjöf á sviði fjármála.

Færnimarkmið

Fjármálaráðgjafinn þarf að vera öruggur gagnvart ferli ráðgjafar þ.e. þeim þáttum sem

snúa m.a. að móttöku viðskiptavina, viðtali, þjónustu og eftirfylgni sem felst m.a. í því

að þarfagreina erindi viðskiptavina, meta gögn og upplýsingar og veita viðeigandi

ráðgjöf, upplýsingar og svör hverju sinni. Mikilvægt er að ráðgjafinn nýti þekkingu

sína á þeim fjármálaafurðum og fjármálahugtökum sem tengjast fjármálum

einstaklinga í viðtalinu. Ráðgjafinn þarf að vera meðvitaður um þá þætti sem geta haft

áhrif á samskipta- og ráðgjafafærni þeirra.

Viðtalsumsögn

Hverjum nemanda er ráðlagt að skila inn þremur umsögnum úr raunverulegu viðtali

við viðskiptavin þar sem yfirmaður/samstarfsmaður hefur setið viðtalið og gefið

endurgjöf út frá matsblaði sem nemendur fá í námskeiðinu. Umsögnum skal skila inn

til verkefnastjóra Opna háskólans.

Page 18: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

18

Námshluti: ÞJÓÐHAGFRÆÐI

Námsbraut: Nám til vottunar fjármálaráðgjafar

Fjöldi kennslustunda: 20

Ábyrgðaraðili: Dr. Þórólfur Matthíasson

Innihald og markmið

Leitast er við að veita nemendum innsýn í hugtök og lögmál efnahagslífsins sem fjallað

er um í þjóðhagfræði. Þannig er gerð tilraun til að gera nemendur virkari í umræðu

um efnahagsmál og þeim auðveldað að leiðbeina viðskiptavinum í starfi sem

fjármálaráðgjafar. Megináhersla er lögð á að lýsa hagstjórn og áhrif hennar á

efnahagslífið, þar með talið heimili, fyrirtæki og lánamarkaði.

Helstu efnisþættir

1. Verð og verðmæti, efnahagshringrás og þjóðhagsreikningar.

Farið verður yfir tengsl notagildis og verðmætis. Því næst er efnahagshringrásin

skýrð. Reynt að svara spurningum um hvernig farið er að því að mæla og meta

umfang viðskipta í hagkerfinu. Helstu samhengi þjóðhagsreikninga skýrð og

tilraun gerð til að svara spurningum um gagnsemi þess að kasti máli á umfang

efnahagslífsins.

2. Fjármálastefna ríkisins og hagsveiflur

Farið verður yfir hvað hagstjórn er og hvernig hið opinbera getur haft áhrif á

hagsveiflur. Eitt af markmiðum námskeiðsins er að nemendur skilji hvernig hið

opinbera getur haft áhrif á hagsveiflu með fjármálastefnu ríkisins. Hvernig

lánsfjármarkaður virkar og hvernig ríkið hefur áhrif á markaðinn. Kunna helstu

galla þess að hið opinbera noti fjármálastefnu sína til að hafa áhrif á hagkerfið.

Og að nemandinn kunni skil á atvinnuleysi, skilji hugtakið náttúrulegt

atvinnuleysi og viti hvaða áhrif aðgerðir hins opinbera geta haft á atvinnuleysi.

3. Verðbólga og raunstærðir

Farið verður yfir hvað verðbólga er, hvernig hún er mæld og hvaða kostnaður

getur fylgt henni. Nemendur eiga að þekkja mismunandi tegundir verðbólgu,

Page 19: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

19

skilja muninn á nafnstærðum og raunstærðum og kunna hvernig á að

verðlagsleiðrétta hagstærðir (reikna út raunvirði). Að auki verður farið yfir

hvaða áhrif verðbólga hefur á fjármálaeignir og –skuldir og kosti og galla

verðtryggðra- og óverðtryggðra lána.

4. Peningastefna Seðlabankans

Annað markmið námskeiðsins er að nemendur skilji peningastefnu

Seðlabankans og áhrif hennar á m.a. heimili, fyrirtæki og erlenda stöðu

þjóðarbúsins. Farið verður yfir markmið peningastefnu SÍ, eins og hvernig

stýrivextir hafa áhrif á lánakerfið og um leið hagkerfið. Eins verður miðlunarferli

peningastefnunnar lýst og farið ýtarlega yfir hvernig það átti að virka og hvernig

það brást þann tíma sem krónan var á floti. Nemendur eiga einnig að kunna skil

á öðrum stýritækjum sem seðlabankar geta notað til að stuðla að

verðstöðugleika.

5. Seðlabanki Íslands og fjármálastöðugleiki

Að lokum verður farið yfir hvað fjármálastöðugleiki er og hvernig seðlabankar

og fjármálaeftirlit geta haft áhrif á hann. Nemendur eiga að þekkja muninn á

þjóðhagsvarúð og eindarvarúð. Að auki verður farið yfir helstu

þjóðhagsvarúðartækin sem hægt er að nota til að draga úr skuldsetningu í

fjármálakerfinu.

Þekkingarmarkmið

Að loknu námskeiðinu eiga nemendur að þekkja grunnhugtök þjóðhagfræðinnar, s.s.

fjármála- og peningastefnu, inntak hugtaka á borð við greiðslujöfnuð og raungengi

auk þess að hafa öðlast skilning á þeim þáttum er hafa áhrif á vexti, gengi og aðrar

þjóðhagsstærðir.

Færnimarkmið

Nemendur eiga að geta verið virkir þátttakendur í efnahagsumræðunni og gert grein

fyrir samspili helstu þjóðhagsstærða og áhrifum þeirra.

Námið á að styrkja nemendur í starfi sem fjármálaráðgjafar.

Page 20: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

20

Námshluti: Laga- og stofnanaumgjörð

Námsbraut: Nám til vottunar fjármálaráðgjafar

Fjöldi kennslustunda: 38

Ábyrgðaraðili: Elmar Hallgríms Hallgrímsson

Innihald og markmið

Í grófum dráttum eru viðfangsefni námskeiðsins laga- og stofnanaumgjörð

fjármálamarkaðar almennt, yfirferð um helstu reglur sem gilda um hefðbundna

bankastarfsemi (innlán, útlán og greiðslumiðlun) og kynning á meginefni löggjafar um

verðbréfaviðskipti.

Helstu efnisþættir

1. ALMENNUR HLUTI

Um lög/lögfræði, löggjafann, stjórnsýslu o.fl. Almennt yfirlit yfir löggjöf á

fjármálamarkaði, sérstöðu og mikilvægi. Þróun lagaumhverfis

fjármálafyrirtækja, m.t.t. þróunar erlendis (EES-samningurinn o.fl.). Eftirlit með

fjármálastarfsemi, hlutverk og valdheimildir helstu eftirlitsaðila

(Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands). Veitt yfirlit yfir lög um

fjármálafyrirtæki. Lauslegur samanburður á starfsemi fjármálafyrirtækja,

vátryggingafélaga, lífeyris- og verðbréfasjóða. Lög nr. 77/2000 um

persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þá verður vikið að neytendavernd

(m.a. lögum um neytendalán, lögum um fjársölu á fjármálaþjónustu og lögum

um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu), hlutverki Neytendastofu

og úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Þá verður farið yfir

helstu þætti löggjafar um aðgerðir gegn peningaþvætti og innistæðutryggingar.

Auk þess verður vikið að lögum um vexti og verðtryggingu, og fjallað stuttlega

um þær reglur sem gilda um viðskiptabréf. Loks verður fjallað um lög um

neytendalán og lög um fasteignalán.

2. Helstu lög er varða fjármál einstaklinga

Farið verður yfir helstu efnisþætti er varða fjármál einstaklinga í eftirfarandi

lögum:

Page 21: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

21

Lögræðislög nr. 71/1997 (aldursmörk, sjálfráða/fjárráða,

lögræðissvipting, um lögráðamenn og ráðsmenn, yfirlögráðandi, reglur

um meðferð á fjármunum ófjárráða manna, löggerningar ólögráða

manna).

Barnalög nr. 76/2003 (forsjá og framfærsla barna).

Hjúskaparlög nr. 31/1993 (forræði eigna og skuldaábyrgð, um kaupmála

og séreign, lok hjúskapar, fjárskipti vegna fjárslita milli hjóna, munur á

hjúskap og óvígðri sambú).

Erfðalög nr. 8/1962 (lögerfingjar, erfðaskrár, um óskipt bú, brottfall

erfðaréttar, um ráðstöfun á arfi sem ekki hefur tæmst).

Lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936. (Hvenær

samningur telst hafa stofnast, umboð og ógildingarreglur

samningaréttar).

Lög um samningsveð nr. 75/1997 (helstu meginreglur, aðaláhersla á

samningsveð í fasteignum og lausafé).

Lög um ábyrgðarmenn nr. 32/2009 (gilda einnig um lánsveð).

Grundvallaratriði í gjaldþrotarétti (lög nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti

o.fl., lög nr. 90/1991 um nauðungarsölu, lög nr. 90/1989 um aðför).

Lög um almannatryggingar (stutt yfirlit).

Lög um lífeyrissjóði (stutt yfirlit).

3. VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI

Grundvallarhugtökin fjármálagerningur og verðbréfaviðskipti. Tengsl laga um

fjármálafyrirtæki og laga um verðbréfaviðskipti. Reglur um fjárfestavernd

(flokkun viðskiptavina) og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja þegar

verðbréfaviðskipti eru annars vegar. Almenn umfjöllun um markaði fyrir

fjármálagerninga (skipulegir verðbréfamarkaðir og markaðstorg

fjármálagerninga, lög um kauphallir, útboð og taka verðbréfa til viðskipta, reglur

um gagnsæi viðskipta). Leikreglur á markaði (þ.e. upplýsingaskylda,

innherjaupplýsingar og viðskipti innherja, markaðsmisnotkun). Loks verða lög

um verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði kynnt (áherslan verður á

verðbréfasjóði og starfsskilyrði slíkra sjóða, þ.m.t. fjárfestingarheimildir).

Page 22: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

22

Þekkingarmarkmið

Nemendur eiga að þekkja grundvallarhugtök lögfræðinnar og helstu lagaákvæði sem

varða fjármál einstaklinga.

Nemendur eiga að skilja og geta gert grein fyrir meginatriðum lagaumgjarðar

fjármálamarkaðar hér á landi.

Nemendur eiga að geta útskýrt hvernig eftirliti með fjármálastarfsemi er hagað á

Íslandi.

Nemendur eiga að skilja og geta gert grein fyrir meginatriðum lagaumgjarðar viðskipta

með fjármálagerninga (þ.e. verðbréfaviðskipta), til dæmis:

Hverjir hafa heimild til að stunda slíka starfsemi.

Ólíkum starfsheimildum og starfsskilyrðum fjármálafyrirtækja með leyfi til

verðbréfaviðskipta (grundvallarreglum sem þeim ber að framfylgja í starfsemi

sinni).

Helstu reglum um markaði fyrir fjármálagerninga og framkvæmd

verðbréfaviðskipta.

Leikreglum á markaði, sem varða einnig aðra þátttakendur á markaði en

fjármálafyrirtæki.

Starfsheimildum og starfsskilyrðum verðbréfasjóða.

Færnimarkmið

Nemendur eiga að geta vísað til og túlkað þær grundvallarréttarheimildir á sviði

fjármálamarkaðar sem fjallað er um á námskeiðinu.

Nemendur eiga að hafa öðlast færni í að nálgast og nýta sér réttarheimildir (lög,

reglugerðir o.fl.).

Page 23: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

23

Námshluti: Fjármál og fjármálamarkaðir

Námsbraut: Nám til vottunar fjármálaráðgjafar

Fjöldi kennslustunda: 28

Ábyrgðaraðili: Elmar Hallgríms Hallgrímsson

Innihald og markmið

Í fyrsta hluta verður farið yfir grundvallaratriði fjármálafræða, svo sem hlutverk

fjármálastjóra og fjármálamarkaða sem og helstu viðfangsefni fyrirtækja út frá

fjármálum, svo sem fjármögnun. Þá verður vikið að umboðsmannavanda og gefið stutt

yfirlit yfir einstaka þætti í ársreikningum fyrirtækja, þ.e. efnahagsreikning,

rekstrarreikning sem og yfirlit eiginfjár og sjóðstreymis fyrirtækja.

Í öðrum hluta verður vikið að sambandi á milli áhættu og ávöxtunar. Farið verður yfir

mismunandi áhættuþætti, svo sem fyrirtækjaáhættu, markaðsáhættu sem og

sjónarmið við samsetningu verðbréfasafna. Þá verður farið yfir hvernig hægt er að

reikna út ávöxtun einstakra verðbréfa sem og safn verðbréfa. Farið verður yfir líkan

um verðmyndun eigna (e. CAPM) og í því sambandi verður vikið að áhættulausum

vöxtum, betagildi og markaðsálagi. Loks verður fjallað um veginn fjármagnskostnað

fyrirtækja (e. Wacc).

Í þriðja hluta verður annars vegar farið yfir tímavirði fjármuna og hins vegar verður

farið yfir helstu þætti skulda- og hlutabréfa. Hvað einkennir slíka fjármálagerninga og

hvernig verðmat þeirra fer fram. Farið verður yfir nafnvexti, raunvexti o.s.frv.

Í fjórða hluta verður fjallað um hvernig hægt er að meta fjárfestingarkosti. Horft verður

til þess hvernig ávöxtunarkrafa ýmissa verkefna er fundinn. Farið verður yfir ýmsar

aðferðir við mat á fjárfestingakostum, svo sem núvirðingu á fjárstreymi,

endurgreiðslutíma, arðsemisstuðul og innri vexti. Litið verður til þess hvernig hægt er

að velja á milli ólíkra fjárfestingakosta, ef þeir t.d. útiloka hvorn annan eða hafa ólíkan

líftíma.

Page 24: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

24

Þekkingarmarkmið

Að námskeiði loknu er stefnt að því að nemendur búi yfir þekkingu á helstu

undirstöðum í fjármálafræðum. Nemendur eiga að geta verðmetið einföldustu

fjármálagerninga og verkefni, reiknað vexti, fundið ávöxtunarkröfu, búið til fjárstreymi

og öðlast skilning á grundvallaratriðum fjármálamarkaða. Farið verður í aðferðir til að

undirbúa ákvarðanir við fjárfestingu og fjármögnun verkefna.

Færnimarkmið

Í námskeiðinu er lögð áhersla á skilning, þannig að nemendur verði í stakk búnir til að

fylgjast með umfjöllun á sviði fjármála auk þess að öðlast grundvallarþekkingu í

fjármálum.

Að nemendur þekki hringrás fjármálamarkaðarins.

Nemendur eiga að geta veitt góða ráðgjöf og haft góðan skilning á fjármálum

einstaklinga, sparnaðarleiðum og lántökukostum og reiknað einföldustu

fjármálagerninga (skuldabréf og einföldustu hlutabréf).

Page 25: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

25

Námshluti: FJÁRMÁL EINSTAKLINGA

Námsbraut: Nám til vottunar fjármálaráðgjafar

Fjöldi kennslustunda: 28

Ábyrgðaraðili: Sigurbjörn Einarsson

Innihald og markmið

Í þeim tilgangi að styrkja ráðgjafa bankanna í störfum sínum í þágu einstaklinga og

heimila er á þessu námskeiði farið yfir öll helstu grundvallaratriði í fjármálum

einstaklinga. Nánari lýsing á efnisþáttum má sjá hér.

Viðmiðunarútgjöld heimila

Stutt kynning á kenningum um neysluhegðun. Neysluviðmið Velferðarráðuneytisins

eru kynnt og farið yfir mögulega notkun þeirra við fjármálaráðgjöf sem og önnur

viðmið um útgjöld heimila.

Að ná utan um fjármál heimilisins

Hér er fjallað um grundvallaratriði við gerð heimilisbókhalds. Sérstaklega er fjallað um

veflausnina Meniga.is sem sem leið til að framkvæma heimilisbókhald.

Markmiðasetning

Fjallað um markmiðasetningu fjölskyldunnar sem rekstrareiningar. Kynnt er til

sögunnar efnahagsreikningur fjölskyldunnar og hvernig hann breytist yfir tíma. Farið

verður yfir hvernig nýta má upplýsingar um útgjöld, eigna- og skuldastöðu og finna

leiðir að settum markmiðum.

Áætlanagerð við mismunandi aðstæður

Fjallað um fjárhagslega áætlanagerð fjölskyldunnar út frá mismunandi æviskeiðum.

Sérstaklega er fjallað um fjárhagslega áætlanagerð í tengslum við

hjónabönd/samvistir, barneignir og barnauppeldi, samvistaslit og nám.

Page 26: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

26

Langtímaskuldbindingar

Hér er nánar fjallað um helstu langatímafjárhagsskuldbindingar fjölskyldna.

Fasteignakaup, bifreiðakaup og fleira. Samhliða eru grundvallaratriði í fjármögnun

slíkra skuldbindinga skoðuð. Áhersla er lögð á þolmörk skuldsetningar og áhættuþol.

Nánar verður fjallað um val á milli lánsforma á síðari stigum námsins.

Óvissa og öryggi

Hér er fjallað um leiðir fyrir heimili til að bregðast við óvæntum atburðum svo og

leiðum til að tryggja fjárhagslegt öryggi að starfsævi lokinni. Fyrst er fjallað um viðhorf

til áhættu og þol heimila fyrir áhættu. Þvínæst er fjallað um sparnað sem öryggisventil.

Þá er fjallað um helstu tryggingaform til að draga úr óvissu og auka öryggi, s.s. líf,

slysa og sjúkdómatryggingar; tekjuvernd og lánavernd. Loks er fjallað um lífeyriskerfið

á víðum grunni þar sem horft er á samspil almannatrygginga, almenns lífeyris,

séreignasparnaðar og frjáls sparnaðar.

Skattar

Farið yfir helstu þætti varðandi tekjuskatt og útsvar á launatekjur (laun, bætur o.þ.h.

þ.á.m. kaupréttir starfsmanna, lífeyrir, tryggingafé og eftirgjöf skulda;

frádrættir m.a. v/lífeyrissjóðsiðgjalda ). Fjallað um bótakerfi tekjuskattslaganna –

vaxtabætur og barnabætur og húsaleigubætur. Ennfremur um fjármagnstekjuskatt

(vexti, afföll, gengishagnað, leigutekjur), reglur um tap og hagnað af hlutabréfum og

sölu eigna. Loks er farið yfir mismunandi skattprósentur – einstaklingar,

einstaklingsrekstur og félagaform einstaklinga í rekstri.

Fjárhagserfiðleikar og endurskipulagning fjármála heimila

Fjallað er um helstu orsakir fjárhagserfiðleika og leiðir til að takast á við þá. Sérstök

áhersla er á ný og nýleg úrræði svo sem skuldbreytingar banka og greiðsluaðlögun.

Einnig er fjallað um einstaklingsgjaldþrot á áhrif þess til skemmri og lengri tíma.

Þekkingarmarkmið

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að:

Page 27: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

27

Hafa góða yfirsýn yfir alla helstu þætti sem ráða og hafa áhrif á fjármál

einstaklinga, í lengri og skemmri tíma, þar með talið samspil við hagrænar

aðstæður í samfélaginu.

Geta sýnt fram á skilning á helstu viðfangsefnum sem einstaklingar glíma við

í fjármálum sínum yfir æviskeiðið.

Færnimarkmið

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að geta beitt helstu verkfærum sem nýta má til

ráðgjafar um einstök úrlausnarefni í fjármálum einstaklinga, svo og að veita ráðgjöf

um lykilákvarðanir í fjármálum heimila miðað við forsendur einstaklinga.

Lesefni

Lesefni er valið úr ýmsum áttum. Ekki er til nein ein kennslubók um þetta efni á

íslensku. Kennarar munu dreifa ítarlegum glósum og dreifa öðru stuðningsefni eftir

þörfum. Til hliðsjónar eru eftirfarandi bækur:

Dag Jörgen Hveem, Jon Mjölhus, Hilde Nordstoga og Alexandra Plahte (2010).

Personlig ökonomi 2010/2011. Trondheim: Cappelen. 2010.

Jack Kapoor, Les Dlabay og Robert J. Hughes (2011). Personal Finance, 10th.

edition. McGraw-Hill/Irwin.

Page 28: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

28

Námshluti: SPARNAÐUR, ÚTLÁN OG GREIÐSLUMIÐLUN

Námsbraut: Nám til vottunar fjármálaráðgjafar

Kennslufjöldi: 24

Ábyrgðaraðili: Sigurbjörn Einarsson

Innihald og markmið

Í þessum hluta verður farið yfir helstu vörur sem fjármálaráðgjafinn þarf að þekkja í

störfum sínum. Ráðgjafinn þarf að kunna skil á þeim mismunandi fjármálafurðum sem

í boði eru og skilja mögulegt samspil og áhættu í tengslum við mismunandi

fjármálaafurðir. Skoðaðar verða allar helstu fjármálaafurðir sem fjármálaráðgjafinn

þarf að þekkja, mögulegt samspil þeirra og mismunandi skattlagning. Helstu

útlánaform sem standa einstaklingum til boða verða skoðuð.

Þekkingarmarkmið

Fjármálaráðgjafinn á að þekkja þær fjármálaafurðir sem í boði eru og skilja eiginleika

þeirra. Það sem fjármálaráðgjafinn þarf m.a. að kunna skil á eru mismunandi tegundir

innlána, samspil vaxtabreytinga á vaxta- og skuldabréfamarkaði og á innlánum. Við

skoðum verðbréfamarkaðinn og afurðir hans, hlutabréfa- og skuldabréfavísitölur,

verðbréfa- og fjárfestingarsjóði. Skoðum önnur sparnaðarform, lífeyrissparnað og

viðbótarlífeyrissparnað. Skoðum mismunandi áhættustig sparnaðarforma og hvernig

hægt er að meta það. Fjármálaráðgjafinn á að þekkja mismunandi útlánaform sem

standa viðskiptavinum til boða, mismunandi tryggingar og þau opinberu

greiðsluerfiðleikaúrræði sem í boði eru.

Færnimarkmið

Fjármálaráðgjafinn þarf að geta útskýrt þær fjármálaafurðir sem í boði eru fyrir

viðskiptavinum sínum, hann þarf að skilja mögulegt samspil þeirra og geta gert grein

fyrir mögulegri áhættu mismunandi afurða. Hann þarf að þekkja og geta útskýrt

hvernig skattlagningu fjármagnstekna er háttað og hvernig skattlagning er

mismunandi milli afurða. Fjármálaráðgjafinn þarf að skilja eðli verðbréfa- og

fjárfestingarsjóða, hvernig gengi sjóða er reiknað og mismunandi þóknanir sem

sjóðirnir innheimta. Fjármálaráðgjafinn þarf að þekkja þau útlánaform sem í boði eru,

Page 29: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

29

mismunandi eiginleika, kostnað, mismunandi tryggingar, meðferð og útfyllingu

skuldaskjala og ferlið og gagnaöflun varðandi gerð greiðslumats.

Efnisþættir

Ekki er stuðst við neina eina kennslubók í námskeiðinu.

Hægt er að lesa sér til um ákveðna efnisþætti í eftirfarandi bókum og efni:

Verðbréf og áhætta – www.vib.is/fraedsla/baekur/

Hlutabréf og eignastýring – www.vib.is/fraedsla/baekur/

Verðmætasta eignin - www.vib.is/fraedsla/baekur/

Ýmislegt efni á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða – www.ll.is

Um skuldabréfavísitölur GAMMA – www.gamma.is/skuldabrefavisitala

Áhættuvilji og áhættuþol einstaklinga

Hreyfingar á fjármálamörkuðum

o Vísitölur, skuldabréfavísitölur, hlutabréfavísitölur

o Samspil milli mismunandi markaða

Hvað vinnst með samvali verðbréfa

Fjárfestingarstefna og eignasöfn

o Mótun fjárfestingarstefnu

o Fjárfestingartímabil

o Áhættuskilgreining einstaklinga

Rekstrarfélög verðbréfa- og fjárfestingarsjóða

o Rekstrarfélög verðbréfasjóða

o Verðbréfasjóðir og fjárfestingarsjóðir, eðli og munur

o Útreikningur á innlausnarvirði

o Gengi sjóða og þóknanir

o Útreikningur á ávöxtun sjóða og samanburður

Innlán

o Innlánsreikningar, óverðtryggðir og verðtryggðir

o Vextir, vaxtareglur og dagatalning

o Verðtrygging og verðbólga

Vextir og vaxtamyndun

o Vaxtamyndun á vaxtamarkaði

o Samspil vaxtabreytinga og hreyfinga á fjármálamarkaði

Skuldabréfavísitölur

Page 30: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

30

o Skuldabréfavísitölur á íslenska skuldabréfamarkaðnum

o Samanburður á árangri verðbréfasjóða og vísitalna

Útlán

o Mismunandi útlánaform

o Mismunandi afborgunarfyrirkomulag

o Verðtryggð lán og óverðtryggð lán

o „Vaxtalaus“ lán

Lífeyris- og séreignasparnaður

o Uppbygging lífeyrissjóðakerfisins

o Viðbótarlífeyrissparnaður

Eignastýringaraðferðir og fjárfestingarstefnur

o Mismunandi eignastýringaraðferðir

o Áhætta og ávöxtun

o Fjárfestingartímabil, fjárfestingarstefna, áhættudreifing

o Langtímasparnaður, skammtímasparnaður

Page 31: VOTTUN FJÁRMÁLARÁÐGJAFA -prófefnislýsing 18. útgáfa · Hrefna S. Briem, forstöðumaður BSc. náms í viðskipta-og hagfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,

31

Námshluti: SIÐFRÆÐI

Námsbraut: Nám til vottunar fjármálaráðgjafar

Kennslufjöldi: 20

Ábyrgðaraðili: Jón Ólafsson

Innihald og markmið

Markmið námsins er að gera nemendum kleift að nýta sér innsæi og kenningar

siðfræðinnar í starfi. Þeir kynnast meginkenningum og viðfangsefnum

siðfræðinnar og ræða leiðir til að fella siðadóma og leysa úr siðferðilegum

álitamálum með hjálp kenninga. Rætt er um inntak siðferðilegrar afstæðishyggju

og leiðum siðfræðinnar til að svara henni. Fjallað er um samfélagssáttmála,

samfélagslega ábyrgð og ábyrgð samfélagsins gangvart einstaklingum. Þá

kynnast nemendur tilgangi og notkun siðareglna, fjalla um fagsiðferði, dygðir og

gildi í rekstri fyrirtækja, þjónustu- og atvinnustarfsemi. Loks rætt um greinarmun

á tækniviti og siðviti, og um algeng mistök sem skynsemistakmarkanir (bounded

rationality) geta leitt af sér og hvort siðfræðileg hugsun geti dregið úr líkum á

þeim.

Þekkingarmarkmið

Kunna skil á helstu siðfræðikenningum.

Átta sig á gildi siðfræðikenninga fyrir siðferðilega ákvarðanatöku.

Skilja samhengi siðfræði og fyrirtækjagilda / fyrirtækjamenningar.

Skilja og kunna að beita siðareglum.

Færnimarkmið

Geta beitt siðfræðilegri hugsun við lausn álitamála sem upp koma í tengslum við

fjármálaráðgjöf.

Kunna að nýta siðfræðina við að leita lausna við faglegum álitamálum.

Geta í framhaldi tamið sér að nálgast viðfangsefni út frá forsendum siðfræðinnar

sem viðbót við aðrar úrlausnaraðferðir.