Top Banner
Vinnuverndarvika ársins 2005 verður dagana 24. til 28. október. Hún er helguð baráttu gegn hávaða á vinnu- stöðum. Það er þekkt að langvarandi vinna í miklum hávaða getur valdið heyrnartjóni. Heyrnartjón af völdum hávaða er algengasti atvinnusjúkdómur- inn, algengari en t.d. húðsjúkdómar og öndunarfærasjúkdómar. En önnur áhrif hávaða en heyrnartjón eru ekki eins vel þekkt þrátt fyrir að þau geti verið alvar- leg. Hávaði er t.d. stór þáttur í vinnu- staðastreitu, hann getur aukið líkur á slysum og valdið eyrnasuði sem er algengur fylgifiskur heyrnarskerðingar. Í tilefni vinnuverndarvikunnar hefur Vinnueftirlitið látið prenta vegg- spjald og mun einnig gefa út bækling með grundvallarupplýsingum varð- andi hávaða. En mest áhersla verður þó lögð á upplýsingar á heimasíðu Vinnueftirlitsins þar sem verður, í lok október, opnuð sérstök síða með ítar- Vinnueftirlitið / 1. tbl. 22. árg. 2005 Vinnuverndarvikan 2005 Niður með hávaðann ! Mynd: Böðvar Leós Efnisyfirlit * Vinnuverndavikan 2005 bls 1 * Þrjú slys bls 2 * Hávaði og vinna bls 3 * Brautryðjandi bls 5 * Vinnuslys og atvinnu- sjúkdómar bls 6 * Nýir starfsmenn bls 7 * Aðgerðir gegn einelti bls 8 * Vinna í kældu rými bls 9 * Vinnueftirlitið á Suðurlandi bls 9 * Líkamlegt álag bls 10 * Ábyrgð og skyldur bls 11 * Verndum heyrnina! bls 12 f r é t t a b r é f u m Framhald á bls 2
12

Vinnuverndarvikan 2005 - Vinnueftirlitið · 2013-03-01 · kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur,

Dec 24, 2019

Download

Documents

dariahiddleston
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Vinnuverndarvikan 2005 - Vinnueftirlitið · 2013-03-01 · kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur,

Vinnuverndarvika ársins 2005 verður dagana 24. til 28. október. Hún er helguð baráttu gegn hávaða á vinnu-stöðum. Það er þekkt að langvarandi vinna í miklum hávaða getur valdið heyrnartjóni. Heyrnartjón af völdum hávaða er algengasti atvinnusjúkdómur-inn, algengari en t.d. húðsjúkdómar og öndunarfærasjúkdómar. En önnur áhrif hávaða en heyrnartjón eru ekki eins vel þekkt þrátt fyrir að þau geti verið alvar-leg. Hávaði er t.d. stór þáttur í vinnu-staðastreitu, hann getur aukið líkur á slysum og valdið eyrnasuði sem er algengur fylgifiskur heyrnarskerðingar.

Í tilefni vinnuverndarvikunnar hefur Vinnueftirlitið látið prenta vegg-spjald og mun einnig gefa út bækling með grundvallarupplýsingum varð-

andi hávaða. En mest áhersla verður þó lögð á upplýsingar á heimasíðu Vinnueftirlitsins þar sem verður, í lok október, opnuð sérstök síða með ítar-

Vinnueftirlitið / 1. tbl. 22. árg. 2005

Vinnuverndarvikan 2005Niður með hávaðann !

Mynd

: Böð

var L

eós

Efnisyfirlit

* Vinnuverndavikan 2005 – bls 1

* Þrjú slys – bls 2

* Hávaði og vinna – bls 3

* Brautryðjandi – bls 5

* Vinnuslys og atvinnu-

sjúkdómar – bls 6

* Nýir starfsmenn – bls 7

* Aðgerðir gegn einelti – bls 8

* Vinna í kældu rými – bls 9

* Vinnueftirlitið á

Suðurlandi – bls 9

* Líkamlegt álag – bls 10

* Ábyrgð og skyldur – bls 11

* Verndum heyrnina! – bls 12

f r é t t a b r é f u m

Framhald á bls 2

Page 2: Vinnuverndarvikan 2005 - Vinnueftirlitið · 2013-03-01 · kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur,

Fréttabréf um vinnuvernd / 1. tbl. 22 árg. október 2005Útgefandi: Vinnueftirlitið / Aðalskrifstofa: Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík / Sími: 550 4600 / Fax: 550 4610 / Netfang: vinnueftirlit@ver.is / Veffang: www.vinnueftirlit.is / Ritstjórar: Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir og Hanna Kristín Stefánsdóttir / Umbrot og prentun: Gutenberg / Ljósmyndir: Ritstjóri og aðrir starfsmenn VER sé annars ekki getið

Í ágúst urðu þrjú alvarleg vinnuslys í umdæmi Vinnueftirlitsins í Norðurlandi eystra. Í öllum tilvikum er um samskon-ar slys að ræða, þar sem trésmiðir brjóta fingur eða taka framan af fingrum í sög. Í nýjasta slysinu, og því alvarlegasta, missti smiður framan af þremur fingrum hægri handar. Eru þetta meiðsli sem teljast alvarleg og menn ná sér ekki af, þetta fylgir mönnum það sem eftir er því sjaldnast er hægt að bjarga fingrun-um. Það er sammerkt með slysunum að hlífabúnað vantaði í öllum tilvikum á vélarnar, bæði blaðhlíf og kleyfi – og jafnframt það að hvorki var notuð eftir-reka né stuðningsklossi. Í einhverjum tilvikum var búnaðurinn til á staðnum en ekki notaður. Í öðrum tilvikum vant-aði hann en yfirleitt er hægt að nálgast hlífabúnað hjá seljendum trésmíða-véla. Trésmíðavélar eru í eðli sínu hættu-

legum fróðleik um hávaða, heyrn, heyrnartjón, persónuhlífar, hljóðdæmi o.m.fl.

Fræðslu- og eftirlitsátakÍ Vinnuverndavikunni verður sér-stakt fræðslu- og eftirlitsátak hjá Vinnueftirlitinu. Eftirlitsmenn munu þá heimsækja fyrirtæki og gera stuttar mælingar á hávaða, kynna málefni vinnu-verndarvikunnar og halda fund með full-trúum stjórnenda og starfsmanna.

Vill fyrirtæki þitt fá fræðslu og stutta mælingu á hávaðanum?Ef svo er þá býðst ykkur að óska eftir heimsókn frá Vinnueftirlitinu með því að senda tölvupóst á netfangið vinnu-verndarvikan@ver.is

Það er ábyrgð atvinnurekanda að vernda heilsu og öryggi starfsmanna sinna gagnvart allri áhættu sem skapast vegna hávaða. Við viljum því hvetja atvinnurekendur til að skoða ástand-ið í sínu fyrirtæki. Góð byrjun á því getur verið að óska eftir heimsókn

Vinnueftirlitsins í tilefni Vinnuverndar-vikunnar.

Góð fordæmi

Við viljum hvetja stjórnendur fyrir-tækja og starfsmenn þeirra til að benda Vinnueftirlitinu á góð fordæmi, stór sem smá, varðandi lausnir á hávaða-vandamálum. Gott og markvisst starf innan fyrirtækja til að tryggja forvarnir, heilbrigði og öryggi starfsmanna gagn-vart hávaða flokkast einnig sem gott fordæmi. Þess er vænst að góð for-dæmi verði öðrum til eftirbreytni og Vinnueftirlitið mun leitast við að kynna slík fordæmi í samvinnu við fyrirtækin. Sendið tilkynningar á netfangið vinnu-verndarvikan@ver.is

Morgunverðarfundur

Þriðjudaginn 25. október mun Vinnu-eftirlitið halda morgunverðarfund í tilefni Vinnuverndarvikunnar á Grand Hóteli í Reykjavík. Efni fundarins verð-ur tvískipt. Annars vegar verður fjallað um hönnun vinnustaða með hliðsjón af

legar vélar en rétt notkun á hlífabúnaði minnkar verulega líkur á slysum og hefði jafnvel komið í veg fyrir þessi slys.

Í einu af ofangreindum tilvikum var verið að saga einangrunarplast, froðuplast. Má búast við að slíkt sé að aukast aftur vegna breytinga í bygg-ingariðnaði þar sem farið er að ein-angra húsin meira að utan en áður var gert. Þetta getur aukið hættu á slysum því plastið vill bráðna eða brenna við blaðið og skjótast síðan til af afli vegna snúnings blaðsins. Er þá vissara að hafa blaðið varið eins og hægt er og hendurnar fjarri. Til að minnka hættu af þessu getur verið gott að velja rétta gerð af blaði (með breiðu sagarfari, það minnkar hættu á núningi við blað) og nota þann búnað sem tiltækur er, hlífina, kleyfinn, eftirreku og stuðnings-klossa.

Við þessar vélar eins og aðrar hættulegar vélar er brýnt að starfs-menn noti þann öryggisbúnað sem fylgir vélunum. Getur það bjargað mönnum frá meiðslum sem eru það alvarleg að þau há viðkomandi það sem eftir er. Auk þess er rétt að vekja athygli á því að það getur haft áhrif á ákvörðun skaðabóta til hins slasaða, hvort hann hafi notað fyrir-liggjandi öryggisbúnað þegar slysið átti sér stað. Getur starfsmaður fyrirgert rétti sínum til skaðabóta ef sýnt er fram á að slys hefði ekki orðið ef viðeigandi öryggisbúnaður hefði verið notaður.

Helgi Haraldsson,umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins á

Norðurlandi eystra,helgi@ver.is

Þrjú slys á tveimur vikum

hávaðavörnum og hins vegar kynntar lausnir og aðferðir fyrirtækis til lækk-unar hávaðaálags starfsmanna. Í lok fundarins verða fyrirtækjum veittar við-urkenningar fyrir góð fordæmi í tengsl-um við hávaða.

Á næstunni mun útgáfa bæklings, útgáfa hljóðdæmis og nýtt efni á heima-síðu Vinnueftirlitsins um efni tengt Vinnuverndarvikunni verða kynnt í fréttadálki heimasíðunnar.

Sigurður Karlsson, tæknifræðingur hjá Vinnueftirlitinu,

sk@ver.is

Hávaði fylgir mörgum störfum.

Framhald af bls 1

Page 3: Vinnuverndarvikan 2005 - Vinnueftirlitið · 2013-03-01 · kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur,

3

Hljóð eru alls staðar þar sem einhver vinna fer fram. Þögn er tengd kyrrð og þar með engri starfsemi. Það er byggt á þessu sem ungir athafnamenn, sem eru að stíga sín fyrstu skref í leik 3ja til 5 ára gamlir, segja þegar lætin eru mikil að þeir séu að vinna svo mikið. Það hefur verið þekkt um langan aldur að mikill hávaði skaðar heyrn með varanlegum hætti. Þessi skaði er sér-lega alvarlegur því að heyrnartjón tengt vinnu er oftast á því sviði heyrnar sem okkur er nauðsynleg í samskiptum manna á milli. Hávaði spillir möguleikum til samskipta, framkallar streitu sem getur aukið hættu á hjarta- og æða-sjúkdómum, truflar ein-beitingu, getur framkallað pirring og breytt hegðun okkar og atferli. Vegna þessa getur hávaði aukið líkur á slysum og mistök-um, jafnframt því sem geta til að lesa eða sinna öðrum nákvæmnisverkum minnkar.

Hávaði verður einkum við vinnu þar sem í notkun eru vélar og tæki eða búnaður fellur niður með tilheyrandi hávaða, t.d. við hamars-högg. Því hraðar sem unnið er því meiri hávaði. Við tvöföldun á snúningshraða bensín- eða dísilvélar má t.d. gera ráð fyrir að hávaði aukist um 9 til 15 dB (desíbel) og hávaði frá venjulegum vift-um eykst um 18 til 24 dB við að tvö-falda ganghraða þeirra. Þetta þýðir að þótt hávaði á venjulegum vinnudegi geti að jafnaði verið undir 80dB, mörkum sem flestir eru sammála um að valdi ekki heyrnartjóni á 8 klukkustunda vinnudegi, getur hávaði á álagstímum verið yfir 90 dB. Eftir slíkan vinnu-dag hefur reynt verulega á heyrnina og tímabundið tjón kemur fram. Vel þekkt er meðal þeirra sem lenda í slíku að á leið heim úr vinnu stilla þeir útvarp sitt hærra en þeir höfðu stillt það þegar þeir komu til vinnu um morguninn. Þessir sömu starfsmenn gætu einnig kvartað um tímabundið suð í eyrum eftir vinnu-

daginn, sérlega hafi þeir lent í hvellum hávaða. Ef þeir halda áfram að vinna í slíku vinnuumhverfi með

hávaða yfir 80 til 85dB hljóta þeir af því varanlegan skaða. Það er ekki aðeins í háværum verk-smiðjum, nálægt vélum og á hefð-bundnum byggingarvinnustöðum sem hættan leynist. Á vissan hátt má segja að þar sé hættan minni ef vel er að verki staðið. Þar á að hafa verið gert áhættumat og greining á vinnustaðn-um og hafa verið gripið til aðgerða með vali á vélum, sem framleiða minni hávaða, betri aflokun hávaðans og starfsmenn eiga að vera vanir að nota persónuhlífar og hafa í huga leiðir til að minnka hávaðann. Tilfallandi notk-un á öðrum vinnustöðum á háværum tækjum er hins vegar erfiðari þar sem menn eru síður búnir að taka tillit til hættunnar.

Dæmi um þetta er auðvelt að taka úr lífi okkar flestra. Einstaklingar nota garðsláttuvélar iðulega bæði í vinnu og leik. Starfsmaður Vinnueftirlitsins mældi nýlega hávaða frá slíkri vél og þar var hávaði hjá stjórnanda 83,8 dB

og svipaður hávaði mældist frá heimilis-hrærivél (83,9 dB).

Fæst okkar muna eftir að vernda okkur sjálf eða umhverfi okkar fyrir þeim hávaða sem þessi tæki skapa. Íhuga ætti notkun persónuhlífa þegar hávaðinn fer yfir 80-85 dB þegar við vinnum við tæki, hvort sem er í vinnu eða í frístundum, til þess að vernda heyrn okkar sem best.

En það eru ekki einvörðungu tæki sem skapa hávaða. Hávaði í skólum, allt frá leikskólum og fram eftir allri skólagöngu, getur verið töluverður þegar hópur nemenda er að tala og kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur, valdandi á stundum sálarkvöl og þegar hæst lætur heyrnartjóni, jafnt hjá gest-um sem starfsfólki.

Hávaði er alls staðar jafnt í frístund sem vinnu. Heyrnartjón af völdum hávaða er ólæknandi. Mikilvægt er að stemma stigu við hávaða jafnt í vinnu sem utan vinnu, því að án heyrnar njótum við ekki þeirra mikilvægu hljóða sem við þurfum að heyra né þeirra ljúfu tóna sem við viljum njóta. Stemmum stigu við hávaða!

Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins,

kristinn@ver.is

Hávaði og vinna

þessu sem ungir athafnamenn, sem

beitingu, getur framkallað

um, jafnframt því sem geta til að lesa eða sinna öðrum nákvæmnisverkum minnkar.

okkur sjálf eða umhverfi okkar fyrir þeim hávaða sem þessi tæki skapa. Íhuga ætti notkun persónuhlífa þegar hávaðinn fer yfir 80-85 dB þegar við vinnum við tæki, hvort sem er í vinnu eða í frístundum, til þess að vernda heyrn okkar sem best.

En það eru ekki einvörðungu tæki sem skapa hávaða. Hávaði í skólum, allt frá leikskólum og fram eftir allri skólagöngu, getur verið töluverður þegar hópur nemenda er að tala og kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur, valdandi á stundum sálarkvöl og þegar hæst lætur heyrnartjóni, jafnt hjá gest-um sem starfsfólki.

Hávaði er alls staðar jafnt í frístund sem vinnu. Heyrnartjón af völdum hávaða er ólæknandi. Mikilvægt er að stemma stigu við hávaða jafnt í vinnu sem utan vinnu, því að án heyrnar njótum við ekki þeirra mikilvægu hljóða sem við þurfum að heyra né þeirra ljúfu tóna sem við viljum njóta. Stemmum stigu við hávaða!

Page 4: Vinnuverndarvikan 2005 - Vinnueftirlitið · 2013-03-01 · kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur,

4

Um Dynjanda:

Brauðryðjandi fimmtugurDynjandi, fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í að kynna og útvega viðurkenndan öryggisbúnað, persónuhlífar og vinnu-fatnað, varð 50 ára á síðasta ári. Þar sem fyrirtækið er brauðryðjandi á þessu sviði á Íslandi spjallaði Fréttabréf um vinnuvernd við Gunnlaug Steindórsson, stofnanda fyrirtækisins, um þróunina á þessu sviði frá stofnun fyrirtækisins til okkar dags. Gunnlaugur er áttræður og starfar enn í fyrirtækinu. Hjá honum koma menn ekki að tómum kofanum.

Gunnlaugur var spurður hvernig til kom að Dynjandi hóf innflutning á öryggisbúnaði. Gefum Gunnlaugi orðið:

Þegar álversbygging hófst hér 1963 ætluðu Þjóðverjarnir, sem stjórnuðu

uppsetningu á Álverinu í Straumsvík, að kaupa hjálma handa mannskapnum. Þá kom í ljós að slíkur búnaður var ekki til í landinu, búnaður sem þótti sjálf-sagður í nágrannalöndunum. Það voru tryggingafélög Álversins sem kröfðust þess að verkamennirnir bæru persónu-hlífar eins og hjálma en hér á landi var í þá daga aðeins gerð krafa um hlífar á hinum ýmsu vélum.

Dynjandi var á þessum tíma aðallega járnsmiðja. Þáverandi Öryggiseftirlit

ríkisins (sem var undanfari Vinnu-eftirlits ins, innskot ritstjóra) leitaði þá til okkar og mæltist til að við flyttum inn hjálmana. Þannig hófst sú starfsemi hjá Dynjanda sem hefur endurspeglað okkar aðaláherslu æ síðan, þ.e. inn-flutningur á persónuhlífum og öðrum öryggisbúnaði.

Hjálmar eða ekki hjálmar

Fljótlega eftir að Álverið tók upp hjálma-notkun bættust nokkur stór fyrirtæki í hópinn. T.d. pöntuðu Landsvirkjum og Eimskip í kjölfarið hjálma fyrir verka-menn sína. Þeir síðarnefndu unnu við alls kyns aðstæður, t.d. ofan í lestum skipa,

með óvarin höfuð. En þá brá svo við að margir verka-mannanna neituðu að nota hjálma, þótti það óþægilegt. Mig minnir að Eimskip hafi ætlað að láta þá verkamenn fara, sem neituðu að nota hjálma, en þá skarst verkalýðsfélagið í leikinn og kom í veg fyrir það; félagið studdi sína menn í því að þeir gætu ákveðið sjálfir hvort þeir bæru hjálma. Svona var nú við-horfið þá, þ.e. um eða fyrir 1970.

Svokallaðir línumenn hjá Landsvirkjun unnu við að setja upp línur og laga þær. Þetta voru 20-30 hraustir karlar. Þeir

komu gjarnan fyrsta virka dag eftir ára-mótin allir í einum hópi, ár eftir ár, til að kaupa öryggisstígvél, öryggisbelti og aðrar öryggisgræjur. Smám saman breyttist þetta og þessir menn fóru að koma þegar þeir þurftu á öryggisbúnaði að halda en ekki bara einn ákveðinn dag á ári.

Stálvík var skipasmíðastöð; þar voru nokkrir hjálmar til en fáir vildu vera með hjálmana. Einn góðan veður-dag gerðist það sem auðvitað hlaut að

gerast: Það varð slys. Þungt járnstykki féll á mann og kom á höfuð honum. Maðurinn féll til jarðar og allir héldu að hann væri dáinn. En viti menn, hann brölti á fætur með hjálminn sinn á höfðinu, að vísu ónýtan. En þessi maður var einn hinna fáu sem höfðu fengist til að nota hjálm. Eftir þetta var hringt í okkur frá fyrirtækinu og 40 hjálmar pantaðir. Ekki þurfti að hvetja mennina hjá þessu fyrirtæki til að nota hjálm eftir þetta!

Hjálmurinn, sem bjargaði lífi manns-ins, var settur undir gler og stillt upp til sýnis í fyrirtækinu.

Einu sinni varð slys við vegagerð á Vestfjörðum. Vegagerðarmaður hafði ekki hirt um að nota hjálm en varð fyrir alvarlegu höfuðslysi og varð örkumla. Hann krafðist bóta en tapaði málinu í Hæstarétti. Allir vissu að hann hafði trassað að bera hjálm. Þá báru atvinnu-rekendur og verkstjórar ekki ábyrgð á því að menn beri hjálm við ákveðnar aðstæður eins og nú er.

Hjálmar hafa svo sannarlega bjargað mörgum mannslífum og öryggisskór mörgum tám. Það er ekki sjaldan sem gasflöskur og staurar hafa mölvað tær manna, þeirra sem ekki ganga í örygg-isskóm. Það má auðvitað lappa upp á handleggi og fætur í mörgum tilvikum en erfiðara er að lappa upp á höfuðið ef það verður fyrir alvarlegu hnjaski.

Vinnupallar lélegir

Það var ekki aðeins hjálmanotkuninni sem var ábótavant. Fyrir 1970 voru fallvarnir afar lélegar. Vinnupallarnir voru gjarnan illa úr garði gerðir og stundum engir við ótrúlegustu aðstæður. Þegar Sólheimablokkin háa var byggð vorum við með vélsmiðjustarfsemina og áttum að smíða handrið. Blokkin var 12 hæðir þannig að tveir menn frá okkur voru í öryggislínu við að koma hand-riðunum fyrir. Einn dag þegar ég kom að þeim voru þeir línulausir og búið að fjarlægja vinnupallana fyrir fram-an svalirnar þannig að við þeim blasti tómt himinhvolfið ef svo mætti segja! Skýringin á því að þeir höfðu losað öryggislínuna var sú að múrarar og tré-smiðir, sem unnu við bygginguna, höfðu gert gys að þeim fyrir gunguskapinn. Mórallinn var svona. Við vorum líklega

Feðgarnir Steindór Gunnlaugsson og Gunnlaugur Steindórsson.

Page 5: Vinnuverndarvikan 2005 - Vinnueftirlitið · 2013-03-01 · kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur,

5

10-20 árum á eftir öðrum þjóðum hvað öryggismál á vinnustað snerti.

Heldurðu að þetta hafi breyst?Já, menn eru meira vakandi núna og

finnst sjálfsagt að fara eftir reglum. Það er meira að segja „töff“ að vera með hjálm á sama hátt og börn vilja gjarnan sýna sig með flottan reiðhjólahjálm. Stóru verksmiðjurnar, þ.e. stóru vinnu-staðirnir, hafa gjarnan gert strangari öryggiskröfur en minni fyrirtæki. Ég er hissa á að tryggingafélög skuli ekki hafa áhuga á að hygla þeim fyrirtækjum þar sem öryggi er haft í fyrirrúmi. Það mundi ýta undir góðan aðbúnað, holl-ustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Og tryggingafélögin myndu einnig græða þar sem minna yrði um bótagreiðslur vegna vinnuslysa.

Vinnuverndarlögin breyttu miklu

Margt hefur líklega breyst við setningu vinnuverndarlaganna 1980?

Já, já, það voru t.d. engar reglur um vinnu með varasöm efni. Ég man eftir þeirri tíð að í flestum frystihúsum var aðeins ein gríma til hlífðar gegn amm-oníaki. Einn maður átti að geta sett á sig grímuna, þegar á þyrfti að halda, til að hlaupa inn í klefa þar sem ammoníaks-leki væri og skrúfa fyrir krana.

Mér er minnisstætt þegar til mín kom málari, algjörlega búinn að missa röddina eftir að hafa málað flugvélar með akrýl-málningu í mörg ár. Hann hafði loksins fengið leyfi til að kaupa sér grímu – en auðvitað var það of seint. Hann fékk röddina ekki aftur. Nú eru skýrari reglur um þessar hættulegu vinnuaðstæður og í kjölfar reglugerða var smám saman byrjað að útvega málurum grímur.

Aukin reglusetning tekur nú til allra vinnuaðstæðna. Nú gilda reglur sem eiga að tryggja mönnum góðan aðbún-að, hollustuhætti og öryggi og þar er örygg-isbúnaður í mikilvægu hlutverki.

Starfsemin fyrr og nú

Hvaða vörur byrjuðuð þið að flytja inn aðrar en hjálma?

Fyrstu innflutningsvörurnar voru auk hjálmanna öryggisskór og öryggislínur. En nú seljum við margt fleira, heyrnar-hlífar, hlífðargleraugu, kuldafatnað, fat-nað sem ekki brennur, grímur, loftræsti-hjálma o.fl.; einnig háþrýstiþvottavélar, sem notast við byggingar, dauðhreins-andi mottur til að setja á brunasár, alls kyns fallbúnað sem m.a. gerir mönnum kleift að nota báðar hendur við vinnuna o.fl.Hver er aðalmunurinn á starfsemi ykkar nú og fyrstu árin?

Áður fyrr tókum við hreinlega að

okkur fræðslu og þjálfun starfsmanna fyrirtækjanna varðandi öryggisbúnað. Starfsmenn okkar fóru út í fyrirtækin og héldu námskeið um notkun persónuhlíf-anna og annars öryggisbúnaðar. Einnig vorum við í náinni samvinnuvið fræðslufulltrúa Vinnueftirlitsins, einkum á árunum 1980-85. Má þar nefna Hörð Bergmann og Kára Kristjánsson. Þeir tóku höndum saman með okkur – í samvinnu við félög tré-smiða, málara og múrara – og héldu fræðslufundi hjá fyrirtækjum og félögun-um um notkun og nauðsyn persónuhlífa. Sýndar voru myndir af afleiðingum hræði-legra slysa. Stundum voru myndirnar svo svæsnar að það leið yfir hraustustu menn!

Við útveguðum oft erlenda fyrirlesara sem héldu fræðslufundi fyrir eftirlits-menn víða um land og öryggistrúnaðar-menn og öryggisverði vinnustaðanna. Nú fer þessi fræðsla einungis fram hér í fyrirtækinu sem leiðbeiningar og ráðgjöf til notendanna. Góðar notkunarleiðbein-ingar fylgja einnig með vörunum.

Nauðsynlegt að fylgjast með

Hvernig er fræðslu til starfsmannaykkar háttað?

Við gætum þess að þjálfa starfsmenn okkar. Þeir fara stundum í heimsóknir til fyrirtækjanna, sem við kaupum vörurnar frá, og verða því að fara til margra landa og margra fyrirtækja því þau sérhæfa sig hvert á sínu sviði. Hið sama má einnig segja um systurfyrirtæki okkar erlendis, þ.e. þau sem selja öryggisbúnað. Þau eru miklu sérhæfðari en við; t.d. sérhæfir eitt fyrirtæki sig í að selja öryggisskó, annað að selja öryggishjálma o.s.frv. Við sendum einnig menn á sýningar og ráðstefnur sem fjalla um öryggisbúnað, kaupum tíma-

rit um þessi efni og fáum reglulega nýjar upplýsingar frá viðkomandi fyrirtækjum.

Hvaðan koma vörurnar?Við kaupum einkum frá Svíþjóð. Svíar

eru afar þróaðir í framleiðslu örygg-isbúnaðar. En við kaupum einnig frá mörgum öðrum löndum, t.d. Finnlandi, sem einnig framleiðir vandaðar vörur, Danmörku, Þýskalandi, Englandi, Frakklandi og Ítalíu. Minna er keypt inn frá Bandaríkjunum en ástæðan er sú að Bandaríkjamenn vilja ógjarnan fylgja Evrópustöðlum þar sem Evrópa er eigin-lega of lítill markaður fyrir þá! Hve margir vinna hjá ykkur núna og hvað er helst á dagskrá?

Við erum 10 manns hjá Dynjanda, þar af er bókari í hálfu starfi. Ég sinni bók-haldi og ráðgjöf auk þess sem ég er stjórn-arformaður. Sonur minn, Steindór, tók við framkvæmdastjóra-starfinu. Ein kona er meðal starfsmanna og að öllum öðrum ólöstuðum mætti segja mér að verslun hafi aukist í búðinni síðan hún kom; hún hefur svo gott auga fyrir umhverfinu og er einkar lagið að koma hlutunum fallega fyrir.

Við sinnum þessa dagana stórum pönt-unum um fallvarnir frá stórfyrirtækjum sem auðvitað eru okkar

stærstu viðskiptavinir. Þetta er skemmt-ilegt og gefandi starf því við vitum að það eru nauðsynlegir hlutir sem við selj-um sem geta skilið milli lífs og dauða. Mér hefur alltaf fundist það vera þjóð-þrifastarf að stuðla að því að fólk noti persónuhlífar á vinnustöðum, þar sem á þarf að halda, og haldi þannig frekar lífi og heilsu. Að lokum, Gunnlaugur, hvers vegna varð nafnið Dynjandi fyrir valinu?

Það eru ýmsar ástæður fyrir því. Það er ekki óalgengt að fyrirtæki taki upp nöfn úr íslenskri nátturu, t.d. Hekla og Katla. Nafnið Dynjandi var á lausu. Nafnið sjálft er fallegt eins og fossinn Dynjandi í Arnarfirði, sem er einn fal-legasti foss á landinu. Fyrirtækið var járnsmiðja í upphafi og nafnið þótti endurspegla dyninn í fossinum – og í járnsmiðjunni – en ekki síður kraftinn og stöðugleikann sem mér finnst hafa ein-kennt fyrirtækið, þótt ég segi sjálfur frá.

Hanna Kristín Stefánsdóttir,sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu,

hanna@ver.is

þar af er bókari í hálfu starfi. Ég sinni bók-haldi og ráðgjöf auk þess sem ég er stjórn-arformaður. Sonur minn, Steindór, tók við framkvæmdastjóra-starfinu. Ein kona er meðal starfsmanna og að öllum öðrum ólöstuðum mætti segja mér að verslun hafi aukist í búðinni síðan hún kom; hún hefur svo gott auga fyrir umhverfinu og er einkar lagið að koma hlutunum fallega fyrir.

dagana stórum pönt-unum um fallvarnir frá

Tabitha Snyder og Snorri Pálsson.

Page 6: Vinnuverndarvikan 2005 - Vinnueftirlitið · 2013-03-01 · kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur,

6

Vinnuslys og atvinnusjúkdómarFjöldi slasaðra í tilkynntum slysum 2000 2001 2002 2003 2004

Vinnuslys 1.343 1.364 1.331 1.382 1.689

Á leið úr og í vinnu 81 26 46 41 68

Slys á borgurum 21 20 14 6 6

Óvíst 0 3 2 1 0

Samtals: 1.445 1.413 1.393 1.430 1.763

Þar af látnir í vinnuslysum 4 3 0 4 2

Í ársskýrslu Vinnueftirlitsins fyrir árið 2004, sem út kom í vor, var m.a. fjallað um vinnuslys ársins. Hér á eftir má lesa hið helsta sem þar kom fram.

Þegar rætt er um vinnuslys er átt við þau slys sem tilkynnt hafa verið til Vinnueftirlitsins, þ.e.a.s. slys á fólki í vinnu, slys á fólki á leið úr og í vinnu og slys á borgurum sem slasast í tengslum við eftirlitsskylda starfsemi Vinnueftirlitsins. Einnig er átt við skíða-lyftur, rennistiga (rúllustiga) o.þ.h., svo og slys á gestkomandi fólki á vinnu-stöðum.

Vinnueftirlitið er aðili að Slysaskrá Íslands en þar má fá yfirlit yfir öll slys á landinu, þ.m.t. vinnuslys. Þar kemur fram að vinnuslys eru um helmingi fleiri en tilkynnt eru til Vinnueftirlitsins. Þetta þarf ekki að vera óeðlilegt þar sem til Vinnueftirlitsins eru einungis tilkynnt þau slys sem valda a.m.k. eins dags fjar-vist frá vinnu auk slysdagsins.

Tilkynnt vinnuslys

Efst á blaðsíðunni má sjá fjölda slysa á árunum 2000-2004 en þar sem slysatil-kynningar berast oft löngu eftir að slys verða eiga eftirfarandi tölur eftir að hækka í einhverjum tilvikum, einkum þær nýjustu.

Taflan sýnir að ekki hafa orðið umtalsverðar breytingar á fjölda vinnu-slysa milli ára síðustu 3-4 árin en slys, sem tilkynnt eru til Vinnueftirlitsins, hafa verið um 1400 talsins á ári. Umtalsverð breyting verður hins vegar á árinu 2004 þegar vinnuslysum fjölgar

mjög. Samkvæmt töflunni hefur slysum á borgurum fækkað nokkuð og vonandi mun hin lága tala 6 halda sér.

Því miður urðu tvö dauðaslys á árinu. Greint er frá þeim síðar í þessari grein.

Gera verður ráð fyrir að enn sé tölu-vert um að slys séu ekki tilkynnt. Í þessu sambandi er rétt að minna á þá nýbreytni í vinnuverndarlögunum að fyrirtæki eiga að halda bókhald um öll slys og óhöpp sem verða í fyrirtækinu. Því betur sem tilkynningar um vinnuslys berast Vinnueftirlitinu því auðveldara verður forvarnastarfið. Þar að auki þurfa lögfræðingar, sýslumenn og trygg-ingafélög oft á umsögnum um vinnu-slys og óhöpp að halda vegna bótamála en vinnuslysatilkynningar eru forsenda þess að starfsmenn Vinnueftirlitsins rannsaki slys og þar með að hægt sé að gefa umsagnir um þau.

Fjöldi slasaðra eftir atvinnugreinum

Taflan á næstu blaðsíðu sýnir fjölda vinnuslysatil kynninga í hinum ýmsu atvinnugreinum samkvæmt þeim upp-

lýsingum sem fyrir lágu þegar þetta var skrifað (1. júlí 2005). Atvinnugreinunum er raðað í stafrófs-röð í töflunni. Bent skal á að mismun-andi fjöldi vinnuslysa eftir atvinnu-greinum skýrist að mörgu leyti af því að atvinnugreinarnar eru afar mismun-andi hvað fjölda starfsmanna varðar.

Í töflunni sést að slysum fjölgaði all-mjög á árinu 2004 eins og áður sagði. Skýrist það einkum af fjölgun slysa í byggingariðnaði en í þeirri atvinnugrein eru langflest vinnuslysin. Svo hefur verið mörg undanfarin ár en tölurnar fyrir árin á undan sýna að árið 2004 sker sig úr. Skýringarnar eru að mestu leyti að finna í hinum viðamiklu framkvæmdum á Austurlandi.

Dauðaslys á árinu 2004

Þann 15. mars 2004 lést 25 ára starfs-maður byggingaverktaka við virkjunar-framkvæmdir er hann, við vinnu sína, varð fyrir steini sem féll fram af brún bergveggs.

Þann 3. ágúst 2004 lést 36 ára starfs-

Nýjar ráðningar

Eyþór Jónasson, sem verið hefur vinnu-vélaeftirlitsmaður á Akureyri, flytur sig um set og tekur þann 1. nóvember nk. við eftirlitsmannastarfi

í umdæmi Vinnueftirlitsins á Norðurlandi vestra á Sauðárkróki. Eyþór tekur við starfi Péturs Víglundssonar eftir-litsmanns sem hætti vegna ald-urs eftir langt og farsælt starf.

Eyþór Jónasson,sem verið hefur vinnu-vélaeftirlitsmaður á Akureyri, flytur sig um set og tekur þann 1. nóvember nk. við eftirlitsmannastarfi

í umdæmi Vinnueftirlitsins

Hannes Snorrason hefur verið ráðinn að eftirlitsumdæminu á Suðurlandi sem eftirlitsmaður með

vinnuvélum og hóf störf 1. janúar sl. Hannes er vélfræðingur að mennt frá Vélskólanum í Reykjavík og útskrifaðist 1981. Hann er einnig með meistararéttindi í vélvirkjun. Undanfarin 9

ár var Hannes yfirmaður viðhalds hjá Einingaverksmiðjunni ehf. Þar áður vann hann hin ýmsu störf sem tengjast menntun hans, þ.á m. í Ástralíu.

Suðurlandi sem eftirlitsmaður með vinnuvélum og hóf störf 1. janúar sl. Hannes er vélfræðingur að mennt frá Vélskólanum í Reykjavík og útskrifaðist 1981. Hann er einnig með meistararéttindi í vélvirkjun. Undanfarin 9

Margrét Sigurðardóttir hefur nýlega hafið störf sem fulltrúi á skrif-stofu Vinnueftirlitsins í Reykjanesbæ. Hún er stuðningsfulltrúi og skrifstofutæknir að mennt. Hún hefur aðallega unnið við

skrifstofustörf en einnig við blóma-skreytingar. Áður en hún hóf störf hjá Vinnueftirlitinu starfaði hún síðustu þrjú árin sem stuðningsfull-trúi í grunnskóla í Reykjanesbæ.

Margrét Sigurðardóttirnýlega hafið störf sem fulltrúi á skrif-stofu Vinnueftirlitsins í Reykjanesbæ. Hún er stuðningsfulltrúi og skrifstofutæknir að mennt. Hún hefur aðallega unnið við

Page 7: Vinnuverndarvikan 2005 - Vinnueftirlitið · 2013-03-01 · kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur,

7

Fjöldi slasaðra í tilkynntum slysum

Atvinnugreinar 2000 2001 2002 2003 2004

Ál- og járnblendiiðnaður 25 23 24 15 9

Bílgreinar 13 19 17 13 13

Bygging og viðgerð mannvirkja 218 203 166 231 637

Efnaiðnaður 18 22 27 23 30

Fasteignarekstur og þjónusta við atvinnurekstur 8 2 19 11 8

Fiskiðnaður: hraðfrystihús, fiskvinnslustöðvar 90 143 94 105 107

Fiskiðnaður: síldarsöltun, fiskimjölsverksmiðjur 17 10 13 8 9

Fiskveiðar 7 12 20 15 6

Fjarskipta- og póstþjónusta 90 84 100 90 78

Flutningastarfsemi o.fl. 106 101 88 102 90

Framkvæmdir opinberra aðila 1) 9 17 18 26 35

Grunnskólar og framhaldsskólar 12 10 26 20 19

Götu- og sorphreinsun 10 9 8 6 8

Heildverslun 53 56 58 68 60

Landbúnaður 43 60 44 27 20

Matvælaiðnaður, vinnsla landbúnaðarafurða 71 92 106 116 104

Matvælaiðnaður, annar en vinnsla landbúnaðarafurða 16 13 24 20 20

Málmsmíði, vélavinna, skipasmíði og skipaviðgerðir 123 103 96 113 104

Menningarstarfsemi 19 15 12 14 12

Opinber stjórnsýsla 2) 120 119 111 91 73

Opinber þjónusta o.fl. 3) 145 121 133 113 135

Óviss starfsemi 3 2 2 3 2

Pappírsvöruiðnaður 13 8 10 10 11

Peningastofnanir 0 1 1 0 2

Persónuleg þjónusta önnur en bílaþjónusta 20 13 29 31 28

Rafmagns-, hita- og vatnsveitur 47 34 39 40 36

Smásöluverslun 38 21 19 26 25

Steinefnaiðnaður 25 22 26 33 28

Trjávöruiðnaður 20 26 15 15 17

Tryggingar 3 1 3 0 1

Varnarliðið og íslenskt starfslið erlendra sendiráða 23 18 14 20 11

Vefjariðnaður 26 9 8 7 7

Veitinga- og hótelrekstur 8 20 19 13 15

Ýmis iðnaður og viðgerðir 6 4 4 5 3

Samtals 1.445 1.413 1.393 1.430 1.763

maður verktakafyrirtækis er hann, sem ökumaður efnisflutningabifreiðar, ók bifreið aftur á bak og lenti út af veg-kanti. Stökk starfsmaðurinn þá út úr bifreiðinni og varð undir vinstra fram-hjóli hennar.

Atvinnusjúkdómar

Alls bárust 8 tilkynningar um atvinnu-sjúkdóma eða meinta atvinnusjúkdóma á árinu. Tvær tilkynningar voru um atvinnusjúkdóma tengda asbesti. Er það enn og aftur áminning um þann skaða sem asbest getur valdið fólki sem við það vinnur. Nú er vinna við asbest fyrst og fremst tengd niðurrifi á eldri bygg-ingum og öðrum mannvirkjum og er brýnt að vekja athygli á þessari hættu.

Tilkynningar vegna heyrnartjóns voru 11 talsins.

Hanna Kristín Stefánsdóttir,sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu

María Guðmundsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til skrif-stofustarfa hjá Vinnueftirlitinu í Reykjavík.

Hún útskrifaðist úr Viðskipta- og tölvuskólanum árið 2000 en hefur undanfarin ár unnið við verslunarstörf og bókhald.

María Guðmundsdóttirhefur verið ráðin tímabundið til skrif-stofustarfa hjá Vinnueftirlitinu í Reykjavík.

Hún útskrifaðist úr Viðskipta-

Páll Sigvaldason hefur tekið við starfi eftirlitsmanns með vinnu-

vélum á Austurlandi.Hann er bifvélavirki að mennt, útskrifað-ist frá Iðnskólanum í Reykjavík 1984. Síðustu 20 árin hefur hann unnið við bifreiðaskoðanir á

Austurlandi. Hann tók til starfa hjá Vinnueftirlitinu um síðustu áramót.

starfi eftirlitsmanns með vinnu-vélum á Austurlandi.Hann er bifvélavirki að mennt, útskrifað-ist frá Iðnskólanum í Reykjavík 1984. Síðustu 20 árin hefur hann unnið við bifreiðaskoðanir á

Ragnheiður Eyþórsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til skrif-

stofustarfa sem fulltrúi hjá Vinnueftirlitinu í Reykjavík. Hún stundaði nám við Borgarholtsskóla og lauk þaðan stúdents-prófi árið 2004. Í framhaldi af því

hóf hún nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla á Hjúkrunar- og móttökuritara-braut og lauk nýlega námi þaðan.

stofustarfa sem fulltrúi hjá Vinnueftirlitinu í Reykjavík. Hún stundaði nám við Borgarholtsskóla og lauk þaðan stúdents-prófi árið 2004. Í framhaldi af því

hóf hún nám við

1) Þ.e. vega- og brúargerð, hafna- og vitaframkvæmdir, raforkuvera- og raf-orkuframkvæmdir, símaframkvæmdir, vélasjóðir sveitarfélaganna, önnur bygg-ingarstarfsemi opinberra aðila og ung-lingavinna sveitarfélaganna.2) Þ.e. störf við forsetaembættið, alþingi, ríkisstjórn og stjórnarráð, Hæstarétt, utanríkisþjónustuna, stjórnsýslu ríkisins (þ.m.t. sýslumannsembætti og lögreglu) og stjórnsýslu sveitarfélaga.3) Þ.e. skólar á grunnskóla-, fram-haldsskóla- og háskólastigi, heilbrigðis-þjónusta og dvalar- og elliheimili og íbúðir aldraðra

Page 8: Vinnuverndarvikan 2005 - Vinnueftirlitið · 2013-03-01 · kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur,

8

Reglugerð nr. 1000/2004 um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum tók gildi 2. desember sl. Í reglugerðinni er einelti skilgreint sem ámælisverð eða síendur-tekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir.

Undir skilgreininguna fellur ekki skoð-anaágreiningur eða hagsmunaárekstur, sem kann að rísa á vinnustað milli t.d. stjórnanda og starfsmanns eða tveggja eða fleiri starfsmanna, enda leiði slíkur skoðanaágreiningur eða hagsmuna-árekstur ekki til þeirrar háttsemi sem lýst er hér að ofan.

Hlutverk Vinnueftirlitsins

Viðbrögð Vinnueftirlitsins í eineltismál-um beinast að því að vinnuumhverfið verði sem heilsusamlegast og öruggast til frambúðar. Vinnueftirlitið skal einnig sjá til þess að atvinnurekandi grípi til við-eigandi úrbóta ef hann hefur ekki sinnt skyldum sínum á viðunandi hátt að mati stofnunarinnar. Vinnueftirlitið er hlut-laus aðili og tekur aldrei beinan þátt í úrlausn mála innan vinnustaðarins.

Ekkert ákvæði í vinnuverndarlögun-um heimilar Vinnueftirlitinu að taka ákvarðanir í málum einstakra starfs-manna, hvort sem kvörtunin lýtur að líkamlegri eða andlegri vanlíðan þeirra, heldur skulu ákvarðanir Vinnueftirlitsins beinast að aðstæðum á vinnustaðnum og ábyrgð atvinnurekandans. Vinnueftirlitið úrskurðar því ekki um hvort tiltekinn einstaklingur hafi orðið fyrir einelti eða ekki. Stofnunin tekur engu að síður við ábendingum um einelti eða annan van-búnað á vinnustað frá starfsmönnum eða öðrum þeim er verður hans áskynja.

Viðbrögð við einelti

Ef fram kemur kvörtun um einelti á vinnustað skal atvinnurekandi bregðast við eins fljótt og hægt er og leitast við að leysa málin innan vinnustaðarins með aðkomu öryggistrúnaðarmanna, öryggis-varða eða öryggisnefnda eftir atvikum. Einnig getur verið um að ræða aðkomu annarra vinnuverndarfulltrúa sem sér-staklega er falið að sinna félagslegum aðbúnaði á vinnustað. Forsenda þess að Vinnueftirlitið komi að málum er:

· Að um endurtekna og viðvarandi háttsemi sé að ræða. · Að ljóst sé að sá starfsmaður sem málið varðar sé enn starfandi á vinnustaðnum. · Að málið hafi verið tekið upp innan vinnustaðarins en viðunandi lausn hafi ekki fundist. · Að aðstæður séu slíkar að ekki er hægt að taka málið upp innan vinnu- staðarins, t.d. þegar atvinnurekandi er meintur gerandi. · Að fyrir liggi skriflegt leyfi frá starfsmanninum eða umboðsmanni hans um að upplýsingar varðandi málið megi nota í samskiptum eftir- litsmanns við vinnustaðinn.

Vinnueftirlitið kemur ekki að málum:· Ef deilur snúast um kjaramál. · Ef um er að ræða deilur eða hags- munaárekstra milli stjórnenda og starfsmanna eða tveggja einstaklinga nema þær séu viðvarandi eða endurtaki sig kerfisbundið, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 1000/2004 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað.· Ef starfsmaður, sem kvartar til Vinnueftirlitsins, er hættur störfum eða hefur ákveðið að hætta, tekur stofnunin málið upp í almennu eftir- liti undir félagslegum aðbúnaði. Það

Ný reglugerð:

Aðgerðir gegn eineltiá vinnustöðum

varða eða öryggisnefnda eftir atvikum.

sama gildir ef starfsmaður óskar nafnleyndar.

Vinnueftirlitið fer fram á að ákveðnar upplýsingar liggi fyrir (sjá nánar á heima-síðu Vinnueftirlitsins) þegar kvartað er til stofnunarinnar um einelti á vinnu-stað. Fylla skal út staðlað eyðublað sem má finna á heimasíðunni.

Þegar umbeðnar upplýsingar liggja fyrir, boðar eftirlitsmaður Vinnueftirlitsins til fundar á vinnustaðn-um um málið.

Eftirlitsmaður Vinnueftirlitsins gefur fyrirmæli og ábendingar eftir fundinn sem geta t.d. falið í sér:

a. Fyrirmæli um áhættumat og áætl- un um forvarnir varðandi félags- legan aðbúnað á vinnustað.b. Fyrirmæli um að gerð sé almenn viðbragðsáætlun vinnustaðarins gegn einelti.c. Fyrirmæli um að gerðar séu ráð- stafanir til að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn á vinnu- staðnum.d. Fyrirmæli varðandi aðstoð eða úttekt utanaðkomandi ráðgjafa.

Nánari upplýsingar um aðgerðir gegn einelti á vinnustað og um hlutverk Vinnueftirlitsins má finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins, www.vinnueftirlit.is. Þar má einnig finna reglugerðina um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum, vinnumhverf-isvísi til að meta félagslegan og andlegan aðbúnað á vinnustað og upplýsingar um bæklinginn. Einelti og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum - Forvarnir og viðbrögð sem er til sölu hjá Vinnueftirlitinu.

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir,fagstjóri og félagsfræðingur hjá

Vinnueftirlitinu,linda@ver.is

Þórunn Sveinsdóttir,deildarstjóri þróunar- og eftirlits-

deildar Vinnueftirlitsins,torunn@ver.is

Myn

d: H

alla

Sól

veig

Þor

geir

sdót

tir

Mynd: Halla Sólveig Þorgeirsdóttir

Page 9: Vinnuverndarvikan 2005 - Vinnueftirlitið · 2013-03-01 · kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur,

9

Þann 5. apríl sl. tók gildi reglugerð um vinnu í kældu rými þegar unnið er við framleiðslu matvæla og starfa þarf við lægra hitastig en 16°C vegna heilbrigðissjónarmiða við framleiðslu vörunnar. Markmiðið með reglugerðinni er að tryggja öryggi og vernda heilsu þeirra starfsmanna sem starfa við þessar aðstæður, þ.e. í kældu rými við matvæla-framleiðslu.

Hitastig

Í reglugerðinni er mælt fyrir um að leit-ast skuli við að hitastig í vinnurými, þar sem unnið er að staðaldri, sé eins nálægt 16°C og unnt er. Enn fremur skal þess gætt að hitastigið fari ekki niður fyrir 10°C í vinnurýminu.

Skyldur atvinnurekenda

Með reglugerðinni eru ákveðnar skyld-ur lagðar á atvinnurekendur sem halda uppi starfsemi þar sem fyrirsjáanlegt er að heilsu og öryggi starfsmanna sé hætta búin vegna kulda. Slík starfsemi getur

verið í fyrirtækjum með framleiðslu mat-væla hvort sem um er að ræða kjöt, fisk eða aðrar matvælaafurðir. Við slíkar aðstæður ber atvinnurekanda að gæta þess að þeim framleiðslu-, starfs- og vinnsluaðferðum sé beitt sem tryggja að starfsmenn verði ekki fyrir heilsutjóni vegna kulda við vinnu sína. Til dæmis skal reynt að draga úr áhrifum einhæfra starfa og óheppilegs vöðvaálags við skip-ulag vinnunnar.

Gerð áhættumats

Í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, holl-ustuhætti og öryggi á vinnustöðum er atvinnurekandi ábyrgur fyrir að gert sé áhættumat á vinnustað sínum. Þegar um er að ræða starfsemi, sem ofangreind reglugerð tekur til, ber áhættumatið að hafa sérstaka hliðsjón af störfum innan fyrirtækisins þar sem fyrirsjáanlegt er að heilsu og öryggi þeirra starfsmanna, sem sinna þeim, sé meiri hætta búin vegna kulda. Ef áhættumat atvinnurek-anda gefur til kynna að heilsu og öryggi starfsmanna er einhver hætta búin ber

Ný reglugerð:

Vinna í kældu rými við matvælaframleiðslu

Síðasta vor flutti Vinnueftirlitið á Suðurlandi skrifstofu og aðra aðstöðu sína í nýtt húsnæði í Sunnumörk 2. í Hveragerði. Húsnæðið er í nýju verslun-ar- og þjónustumiðstöðinni Sunnumörk í bænum og er til mikillar fyrirmyndar. Rýmið, sem skrifstofan er í, var hannað með þarfir starfsmanna í huga. Þar er móttökurými fulltrúa, þrjár starfs-stöðvar eftirlitsmanna með möguleika á fjölgun, skrifstofa umdæmisstjóra, fundarherbergi og kaffistofa, geymsla og ljósritunaraðstaða, snyrting og ræsting og sérstakur starfsmannainn-gangur. Núverandi starfsmenn eru: Gísli Rúnar Sveinsson umdæmisstjóri, Sigrún Arndal fulltrúi, svo og eftirlitsmennirnir Höskuldur Rafn Kárason, Þórhallur Steinsson og Hannes Snorrason.

Vinnueftirlitið – Suðurlandsumdæmií nýtt húsnæði

atvinnurekanda að grípa í framhaldinu til nauðsynlegra forvarna til að koma í veg fyrir hættuna vegna kuldans. Í áætl-un þessari um forvarnir skal þá koma fram lýsing á hvernig hættum og þeirri áhættu, sem þeim fylgir skv. áhættu-mati, skuli mætt, svo sem varðandi, skipulag vinnunnar, val á tækjum, notk-un öryggis- eða hlífðarbúnaðar, innrétt-ingar á vinnustað og aðrar forvarnir.

Gildistaka gagnvart nýjumog eldri fyrirtækjumAtvinnurekendur, er þegar stunda starf-semi sem fellur undir reglugerð þessa, skulu hafa komið skipulagi húsnæðis og starfsemi til samræmis við reglu-gerð þessa fyrir 1. janúar 2006. Öll ný fyrirtæki, sem reglugerð þessi nær yfir, skulu uppfylla kröfur í reglugerðinni þegar þau taka til starfa. Eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins munu í vetur heim-sækja fyrirtæki, sem þessi reglugerð á sér-staklega við, og skoða aðstæður hjá þeim. Í þeim heimsóknum verður m.a. athugað hvort kröfum um hitastig, þar sem fram fer vinnsla matvæla, sé fullnægt.

Áslaug Einarsdóttir,lögfræðingur Vinnueftirlitsins,

aslaug@ver.isSigfús Sigurðsson,

fagstjóri byggingarmála hjá Vinnueftirlitinu,

sigfus@ver.is

Sigrún Arndal fulltrúi.

Gísli Rúnar Sveinsson umdæmisstjóri.

Page 10: Vinnuverndarvikan 2005 - Vinnueftirlitið · 2013-03-01 · kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur,

10

Sýnt hefur verið að líkamleg álagsmein eru meðal algengustu orsaka þess að fólk er frá vinnu og því ærin ástæða til að vinna að forvörnum gegn slíku.

Á árinu 2005 er lögð sérstök áhersla á líkamlegt álag við vinnu í vinnustaðaeftir-liti Vinnueftirlitsins. Sérstök áhersla er lögð á vinnu sem felur í sér að þungum byrðum er lyft eða þær færðar úr stað.

Hinir ýmsu þættir vinnunnar eins og eðli verkefna, vinnuumhverfi og vinnuskipulag hafa áhrif á stafsmanninn.

Algengustu orsakir líkamlegra álagseinkenna tengjast

· aðstæðum við vinnu · óhentugum vinnustellingum

eða hreyfingum· líkamlegu erfiði· einhæfum, síendurteknum

hreyfingum· skipulagi vinnunnar· andlegum og/eða félags-

legum þáttum

Hætta á álagseinkennum ræðst af mörgum þáttum. Þótt hver þáttur um sig teljist ekki valda miklu álagi geta samverkandi áhrif þeirra valdið ofálagi. Hafa ber í huga að mörk milli hæfilegs og skaðlegs álags eru mismunandi milli einstaklinga og því mikilvægt að meta aðstæður og getu hvers og eins.

Nýr bæklingur

Samkvæmt vinnuverndarlögunum (46/1980) ber atvinnurekendum að sjá til þess að gerð sé áhættugreining á vinnu-stað svo koma megi í veg fyrir heilsu-tjón.

Til að auðvelda atvinnurekendum og starfsmönnum að koma auga á hugsan-legar hættur í vinnuumhverfinu sem geta valdið heilsutjóni vegna líkamlegs álags við vinnu, meta hættuna og finna leiðir til úrbóta hefur verið gefinn út bækling-urinn Líkamlegt álag við vinnu, vinnu-stellingar, þungar byrðar og einhæfar hreyfingar.

Í bæklingnum er stuðst við norrænt matskerfi þar sem leitast er við að gera heildarmat á líkamlegu álagi vegna vinnu-stellinga, einhæfra hreyfinga og vinnu við að lyfta þungum byrðum. Í mats-

kerfinu er álag metið með þrískiptum kvarða og flokkað í litakerfi, rautt, gult eða grænt eftir því hve mikil áhættan telst. Matskerfið hefur verið notað á Norðurlöndum og víðar og hentar við mat á líkamlegu álagi í flestum starfs-greinum. Það er unnið út frá heilbrigðis-sjónarmiði þar sem tekið er mið af eðli-legri aldurs- og kynjadreifingu og hentar því sem viðmið fyrir heilbrigða einstakl-

inga. Við mat á álagi þarf ætíð að taka tillit til tímalengdar vinnunnar og tíðni hreyfinga / stellinga, bæði daglega og yfir lengri tíma.

Vinnuumhverfisvísar

Jafnframt hafa verið gefnir út eftirfarandi þrír vinnuumhverfisvísar til að auðvelda atvinnurekendum og starfsmönnum að byrja að meta vinnuna með tilliti til líkam-legs álags. Þeir byggja á þeim upplýsingum sem er að finna í bæklingnum.

· Vinnuumhverfisvísir- vinnustellingar · Vinnuumhverfisvísir – að lyfta byrðum og færa úr stað · Vinnuumhverfisvísir – einhæf álagsvinna

Samkvæmt reglum um öryggi og holl-ustu við að handleika byrðar (499/1994) skal atvinnurekandi gera skipulagsráð-stafanir eða nota viðeigandi léttitæki, einkum vélbúnað, til að komast hjá því að starfsmenn lyfti byrðum eða færi úr stað. Þegar ekki verður komist hjá því skal atvinnurekandinn skipuleggja vinnu-aðstæður, nota viðeigandi búnað eða sjá starfsmönnum fyrir léttitækjum til að

draga úr þeirri áhættu sem felst í starfi þeirra. Jafnframt er kveðið á um það í reglunum að atvinnu-rekendum beri að tryggja að starfsmenn fái tilsögn í réttri líkamsbeitingu, kennslu í rétt-ri notkun léttitækja og upp-lýsingar um þá áhættu sem þeir kynnu að taka, einkum ef verkin eru ekki unnin rétt. Í reglunum eru engin ákvæði um þyngdir eða tímaþátt vinnunnar og skal því styðjast við norræna matskerfið, sem og leiðbeiningar og viðmið Vinnueftirlitsins við mat á álagi og vinnuskilyrðum til þess að koma í veg fyrir álags-einkenni í hreyfi- og stoðkerfi líkamans sem gætu leitt til heilsutjóns.

Vakin skal ennfremur athygli á að í reglugerð um vinnu barna og unglinga (426/1999) og reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnu-stöðum fyrir konur sem eru þung-aðar, hafa nýlega alið

barn eða hafa barn á brjósti (931/2000) eru ákvæði um hámarksþyngdir sem eru lægri en viðmið norræna matskerfisins.

Berglind Helgadóttir,sjúkraþjálfari,

sérfræðingur í vinnuvistfræði,berglind@ver.is

Líkamlegt álag við vinnu

Myn

d: H

alla

Sól

veig

Þor

geir

sdót

tir

Page 11: Vinnuverndarvikan 2005 - Vinnueftirlitið · 2013-03-01 · kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur,

11

Inngangur

Í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, holl-ustuhætti og öryggi á vinnustöðum (sem oft eru kölluð vinnuverndarlögin) er ákvæði um skyldur atvinnurekenda og verkstjóra. Ákvæðin kveða með almenn-um hætti á um þær skyldur sem hvíla á atvinnurekendum og verkstjórum gagnvart starfsmönnum á vinnu-stað. Víða í reglum og reglu-gerðum, settum með stoð í áðurnefndum lögum, eru nánari ákvæði um skyldur þessara aðila. Markmið eftirfarandi umfjöllunar er að varpa ljósi á ábyrgð atvinnurekenda og verkstjóra skv. vinnuverndarlöggjöfinni, þ.e.a.s. vinnuverndarlögunum og reglugerðum settum með stoð í þeim.

Skyldur og ábyrgðatvinnurekanda Í vinnuverndarlögunum er hugtakið atvinnurekandi skil-greint sem hver sá sem rekur atvinnustarfsemi. Sé starf-semi, sem lögin ná til, rekin af tveimur mönnum eða fleirum í sameiningu, telst aðeins einn þeirra atvinnurekandi sam-kvæmt lögunum og skal tilkynnt til Vinnueftirlitsins hver rekstraraðilanna telst atvinnurekandi. Framkvæmdastjóri fyrirtækis telst jafnframt atvinnurekandi í merkingu laganna og sé um opinberan rekstur að ræða telst sá atvinnurekandi sem umsjón hefur með starfseminni. Það er því ljóst að hugtakið atvinnurekandi í lögunum hefur víðtæka merkingu.

Um skyldur og ábyrgð atvinnurek-anda er fjallað í IV. kafla laganna. Í kaflanum kemur fram að sú almenna skylda hvíli á atvinnurekanda að tryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbún-aðar og hollustuhátta á vinnustað. Í því samhengi er vísað til annarra kafla í lög-unum þar sem nánar koma fram skyldur atvinnurekanda. Önnur mikilvæg ábyrgð atvinnurekanda kemur einnig fram í kaflanum. Hún er sú að atvinnurekanda ber að gera starfsmönnum sínum ljósa

slysa- og sjúkdómahættu sem kann að vera bundin við starf þeirra. Að auki skal hann sjá um að starfsmenn fái nauðsynlega kennslu og þjálfun í að inna störf sín af hendi á þann hátt að ekki stafi hætta af.

Eins og sjá má bera atvinnurekendur, þ.m.t. framkvæmdastjórar og þeir sem hafa umsjón með starfsemi, mikla ábyrgð á að starfsfólk njóti öryggis í starfi.

Skyldur og ábyrgð verkstjóra

Samkvæmt vinnuverndarlögunum er verkstjóri fulltrúi atvinnurekanda og hefur með höndum verkstjórn og eftirlit með starfsemi í fyrirtæki eða hluta þess.

Ákvæði um skyldur verkstjóra er aðal-lega að finna í 20. – 23. gr. laganna. Samkvæmt ákvæðunum hvílir m.a. sú skylda á verkstjóra að sjá um að búnað-ur allur sé góður og öruggt skipulag ríki á þeim vinnustað sem hann hefur umsjón með. Honum ber skylda til þess að beita sér fyrir því að starfsskilyrði innan þess starfssviðs, sem hann stjórnar, séu fullnægjandi að því er varðar aðbún-að, hollustuhætti og öryggi. Jafnframt ber hann ábyrgð á að þeim ráðstöfunum,

sem gerðar eru í þeim tilgangi að auka öryggi og tryggja aðbúnað, sé framfylgt. Samkvæmt lögunum skal verkstjóri taka þátt í samstarfi sem miðar að auknu öryggi og betri aðbúnaði og hollustu-háttum á vinnustað. Ennfremur ber honum að tryggja að hættu sé afstýrt, verði hann var við einhver þau atriði sem leitt geta til hættu á slysum eða

sjúkdómum. Í lögunum segir einnig að ef verkstjóra verður skyndi-lega ljóst að upp hafi komið bráð hætta á heilsutjóni eða vinnu-slysum starfsmanna á vinnustað er honum skylt að hlutast til um að starfsemin verði stöðvuð strax og/eða að starfsfólk hverfi frá þeim stað þar sem hættuástand

ríkir, sbr. 86. gr. Samkvæmt ofangreindu bera

verkstjórar eins og atvinnurekendur mikla ábyrgð gagnvart starfsfólki sínu

samkvæmt lögum og reglum.

Refsiábyrgð atvinnurekenda og verkstjóra samkvæmt vinnu-verndarlögunumEins og rakið hefur verið hér að ofan hvílir ákveðin lagaskylda á

atvinnurekanda og verkstjóra sem felur í sér að þeim ber að tryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað. Í XV. kafla vinnuverndarlaganna er refsiákvæði en þar segir að brot gegn lögunum og reglu-gerðum settum samkvæmt þeim geti varðað sektum. Af þessu ákvæði leiðir að, ef atvinnurekendur og verkstjórar sinna ekki þeirri skyldu sem ákvæðin í lögum og reglugerðum kveða á um, getur það varðað hinn brotlega sektum og jafnvel fangelsisvis, ef þyngri refs-ingu við háttseminni er að finna í öðrum lögum.

Áslaug Einarsdóttir, lögfræðingur Vinnueftirlitsins

Vinnuverndarlöggjöfin:

Ábyrgð og skylduratvinnurekanda og verkstjóra

Myndin sýnir að ábyrgð atvinnurekanda er viðamest. Hann ber ábyrgð á vinnustaðnum í heild. Verkstjórinn ber ábyrgð á því vinnuumhverfi sem hann hefur umsjón með. Starfsmaðurinn ber ábyrgð á eigin verksviði. Allir eiga þó að láta sig allan vinnustaðinn skipta.

Page 12: Vinnuverndarvikan 2005 - Vinnueftirlitið · 2013-03-01 · kennarar skerpa röddina til að láta raust sína berast. Hávaði á skemmtistöð-um er einnig oft og iðulega verulegur,

Verndum heyrnina!Notum heyrnarhlífar

Í fjölmörgum atvinnugreinum starfar fólk í svo miklum hávaða að hann getur valdið heyrnartjóni. Dæmi um slík störf er að finna í flestöllum iðnaði, land-búnaði, þjónustugreinum og jafnvel kennslustörfum. Til að verjast því er gerð sú krafa að atvinnurekendur dragi úr hávaðanum eins og kostur er og búi starfsmönnum sínum viðunandi starfs-umhverfi. Hins vegar koma fyrir þau tilvik að ekki verður með góðu móti dregið úr hávaðanum niður fyrir skað-leg mörk. Í slíkum tilvikum er mikil-vægt að nota heyrnarhlífar til að vernda heyrnina.

Tvenns konar heyrnarhlífar

Í stórum dráttum eru til tvenns konar heyrnarhlífar, annars vegar eyrnatappar, sem komið er fyrir í hlust eyrans, og hins vegar heyrnarhlífar sem umlykja eyrun.

Mikilvægt er að velja hlífar sem henta aðstæðum og einstaklingnum sem notar þær. Hlífarnar mega ekki valda starfsmanninum óþægindum, svo sem hita, þrýstingi eða ertingu. Og ekki er alltaf æskilegt að þær dempi hávaðann miklu meira en þörf er á. Við ákveðnar aðstæður mega hlífarnar ekki einangra einstaklinginn frá umhverfinu, t.d. þar sem mikilvægt er að greina viðvör-unarhljóð. Í öðrum tilfellum, þar sem áhættan er hverfandi en eðli starfsins (í bland við notkun heyrnarhlífa) ein-angrar starfsmanninn félagslega, þá getur verið kostur að nota heyrnar-hlífar með innbyggðu útvarpi. Rétt er

að geta þess að ákveðin tækniþróun hefur átt sér stað við gerð heyrnarhlífa, m.a. er varðar möguleg samskipti milli manna í hávaða án þess að það dragi úr vernd hlífanna. Með réttri og mark-vissri notkun heyrnarhlífa má reikna með að eyrnatappar dragi úr hávaða um 10-20 dB (desíbel) og heyrnarhlífar um 20-30 dB. Lækkunin næst aðeins ef hlífarnar eru notaðar allan tímann sem verið er í hávaða. Vernd hlífanna minnkar verulega, jafnvel þó það sé aðeins stuttur tími sem þær eru teknar af í hávaða. Eins þarf að nota hlífarnar rétt. Eyrnatapparnir þurfa að falla vel í hlustirnar og heyrnarhlífarnar þurfa að umlykja eyrun vel.

Þar sem hávaði er 85 dB(A) eða meiri skulu starfsmenn bera heyrnarhlífar. Atvinnurekendum er skylt að leggja til heyrnarhlífar og að sjá til þess að þær séu notaðar; einnig ber þeim að upplýsa starfsmenn um mikilvægi heyrnarhlífa og leiðbeina um notkun, viðhald og geymslu þeirra.

Þar sem hávaði er 85 dB(A) eða meiri þarf að merkja vinn-usvæði (sbr. táknmynd) og takmarka aðgang að þeim.

Merking heyrnarhlífa

Seljendur heyrnarhlífa og ann-arra persónuhlífa skulu aðeins selja CE-merktar hlífar. Með CE-merkinu ábyrgist framleiðandinn að persónu-hlífarnar uppfylli grunnkröfur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. Hlífunum skulu ávallt fylgja íslenskar

leiðbeiningar um notkun, viðhald og geymslu. Í notkunarleiðbeiningum með heyrnarhlífum skal jafnframt gefið upp ein-angrunargildi þeirra. Á þann hátt getur kaup-andinn valið sér heyrnar-hlífar með fullnægjandi vörn. Einangrunargildið á bæði að gefa upp fyrir einstök tíðnibil sem HML-gildi og sem stakt gildi, SNR-gildi (Simplified Noise Level Reduction) sem spannar öll tíðnibil. HML-gildi

lýsa einangruninni, eftir því sem við á, fyrir hátíðni- (H), millitíðni- (M) og lág-tíðnisvið (L). Lágtíðni er ríkjandi t.d. við stórar vélar eins og jarðvinnuvélar, bræðsluofna o.fl. Millitíðni er t.d. ríkj-andi við trésmíðavélar, spunavélar o.fl. Háþrýstiblástur er dæmigert hátíðni-hljóð.

Dæmi um hvernig HML- og SNR- gildi eru notuð og sett fram í leiðbein-ingum:

H M L SNR 31 24 16 27 Hér er sýnt einangrunargildi hlífanna fyrir hátíðni-, millitíðni- og lágtíðnisvið og staka SNR-gildið sem nær yfir allt tíðnisviðið. Strangt til tekið ætti SNR-gildið ekki aðeins að vera skráð í notk-unarleiðbeiningarnar heldur einnig á sjálfar heyrnarhlífarnar.

Ef hávaðinn á vinnustaðnum er að jafn-aði á millitíðni og mælist 100 dB þá dregst

frá M-gildið 24 dB og þá er hávaða-álagið innan við heyrnarhlífina 100–24 = 76 dB.

SNR-gildið notast ef ekki er vitað um tíðni hljóðsins og þá reiknast hávaðaálag starfsmanns-ins að teknu tilliti til einangrunar-

gildis hlífanna; 100–27 = 73 dB.Rétt val og notkun heyrnarhlífa

verndar heyrn okkar.Lærum að meta þögnina áður en við missum heyrnina.

Sigurður Karlsson, tæknifræðingur hjá Vinnueftirlitinu,

sk@ver.isÓlafur Hauksson, aðstoðardeildar-

stjóri í þróunar- og eftirlitsdeild,olafur@ver.is

Ítarefni:

Reglur um notkun persónuhlífa nr. 497/1994Reglur um gerð persónuhlífa nr. 501/1994Reglur um hávaðavarnir á vinnustöð-um og heyrnareftirlit starfsmanna nr. 500/1994 Íslenskur staðall ÍST EN 352Bæklingurinn Hávaði og heyrnarverndBæklingurinn Til kaupenda persónuhlífaUpplýsingarsíða um persónuhlífar: www.ver.is/ppece

frá M-gildið 24 dB og þá er hávaða-álagið innan við heyrnarhlífina

gildis hlífanna; 100–27 = 73 dB.