Top Banner
HOMO Viðtal við mann- fræðing hjá Landsvirkjun Hvað gera þessir mann- fræðingar Umhverfis- sjónarmið í Grænlandi Pólitísk þátaka kvenna í Kósovó Homo - Blað Mannfræðinema 2. tbl. mars 2012. Mynd: Arny Mogensen
5

Mannfræðiblað 2. útgáfa

Mar 23, 2016

Download

Documents

Haskolablad
Welcome message from author
This document is posted to help you gain knowledge. Please leave a comment to let me know what you think about it! Share it to your friends and learn new things together.
Transcript
Page 1: Mannfræðiblað 2. útgáfa

HOMO

Viðtal við mann-

fræðing hjá Landsvirkjun

Hvað gera þessir mann-fræðingarUmhverfis-sjónarmið í GrænlandiPólitísk þátttaka kvenna í Kósovó

Homo - Blað Mannfræðinema 2. tbl. mars 2012.

Mynd: Arny Mogensen

Page 2: Mannfræðiblað 2. útgáfa

HOMO HOMO

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í mannfræði?Ég ætlaði í líffræði vegna þess að ég hafði mikinn áhuga á mannerfðafræði og skráði mig í hana um vorið. Þegar ég fletti námsskránni til að velja námskeið gerðist dálítið óvænt – námskeiðin sem voru í boði í mannfræði voru bara langmest spennandi af öllu sem í boði var í háskólanum. Ég fékk að breyta skráningunni hjá mér, hóf nám í mannfræði um haustið og hef aldrei séð eftir því.

Eftir að að þú kláraðir BA í mannfræði hér við HÍ, hvað tók við hjá þér?Ég fór að vinna hjá fjölmiðlum. Ég hafði samhliða háskólanámi skrifað pistla um dans og birtingarmynd hans í hinum ólíku samfélögum heimsins í Morgunblaðið. Skömmu eftir að ég útskrifaðist fékk ég svo vinnu sem blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar sem þáttastjórnandi Kastljóssins hjá Sjónvarpinu. Mannfræðin nýttist vel í þessum störfum – hún hjálpaði mér sérstaklega að horfa á hlutina í fjarlægð, halda í ákveðna ,,menningarlega afstæðishyggju” á meðan maður var að skrifa eða fjalla um brennandi málefni líðandi stundar.

Eftir tæpan áratug í starfi við fjölmiðla flutti ég til Danmerkur þar sem ég tók meistaranám í alþjóðaviðskiptum og þróunarfræðum. Það er heil-landi blanda að mínu mati, praktískara en mannfræðin en samt með ákveðinn mannfræðivinkil sem ég vildi halda í í gegnum þróunarfræðina. Þetta var líka frábært nám sem ég er mjög ánægð með að hafa tekið.

Við hvað starfar þú í dag? Hvað felst í starfinu?Ég gegni starfi yfirmanns samskiptasviðs hjá Landsvirkjun. Starfið er mjög fjölbreytt og í því felst yfirumsjón með ytri og innri samskiptum, samskiptum við fjölmiðla, kynningarstarf ýmiskonar og auglýsingagerð, samstarf og samráð við hagsmunaaðila, verkefnastjórn yfir samfélagsábyrgð og umsjón með kynningarefni og vefsíðu fyrirtækisins.

Finnst þér menntun þín nýtast í starfinu? Mannfræði nýtist mér mjög vel í starfinu og í raun í öllum störfum sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Aðferðafræðin hefur nýst sérstaklega vel, bæði grunnþekking á eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum. Einnig sú sýn sem mér fannst ég læra í mannfræði, hún hefur alltaf nýst mér vel. Síðan komst ég að því þegar ég tók meistaranám í viðskiptafræði – og það kom mér virkilega á óvart – að þessar tvær greinar eiga ýmislegt sameiginlegt. Á meðan mannfræðin horfir á samfélög og menningarheildir, horfir viðskiptafræðin á fyrirtæki og skipulagsheildir. Báðar reyna þær að greina ákveðna þróun eða eiginleika, sem mér finnst ákaflega heillandi og nytsamlegt jafnvel þegar út á vinnumarkaðinn er komið.

Er vinnan þín skemmtileg?Já, mjög skemmtileg. Bæði fjölbreytileg og krefjandi.

Ragna Sara Jónssdóttir,yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunarveitti okkur örstutt viðtal!

Linda Guðmundsdóttir rannsakar pólitíska þátttöku kvenna í Kósovó

Mastersritgerð mín fjallar um pólitíska þátttöku kvenna í Kósovó og þátt kvenna-samtaka í friðaruppbyggingu í landinu. Á meðan dvöl minni í Kósovó stóð tók ég viðtöl við fólk sem unnið hefur innan frjálsra félagasamtaka í landinu, ásamt því að ræða við opinbera aðila sem komið hafa að friðaruppbyggingunni þar í landi. Mastersritgerð mín er til 60 eininga og er helmingur af tveggja ára rannsóknarnámi mínu. Kristín Loftsdóttir er leiðbeinandi minn. Þessi áhersla á konur er ekki af tilefnislausu en samtök kvenna eru stærstu óháðu borgaralegu öflin í landinu. Á sama tíma er konum markvisst haldið utan við almenna pólitíska þátttöku og hafa þær því haft lítið vald til að taka ákvarðanir er varða opinbera friðaruppbyggingu í landinu

Það er þrástef í rannsóknum á átökum og friðaruppbyggingu að langvarandi friður náist ekki nema hagsmunir sem flestra þegna samfélagsins séu hafðir að leiðarljósi. Sem sagt að ef það ríkir ójöfnuður milli fólks á þeim viðkvæmu tímum er einkenna eftirstríðsárin, þá eru meiri líkur á að átökin taki sig upp aftur. Það er áhugavert að hafa þetta til hliðsjónar þegar horft er til Kósovó þar sem 65% íbúanna eru konur. Alþjóðasamfélagið hefur hvergi í heiminum varið hlutfallslega jafn miklum peningi til friðaruppbyggingar og þar, en á sama tíma hefur lítil sem engin áhersla verið lögð á að styrkja aðgengi kvenna að mikilvægum ákvörðunum er varða framtíð Kósovó. Hafa frjáls félagasamtök kósovóskra kvenna sprottið upp í grasrótinni sem andsvar við þessu þar sem barist er fyrir auknu aðgengi kvenna í ákvarðanatöku og óhefðbundnar friðarviðræður á milli kvenna í landinu hafa farið fram.

Ritgerðin mín tekur á reynslu þessara kvenna, bæði þeim múrum sem og því atbeini semeinkenna þeirra aðild að friðarferlinu.

Betra seint en aldrei... hér koma svörin úr síðasta blaði!

Þjóðhverfa og menningarleg afstæðishyggja eru? Nær andstæður.Fjölveri (polyandry) er form fjölkvæmis hjónabands, hvað einkennir það?Konur eiga fleiri en einn eiginmann.Hver ef eftirtöldum er ekki vel þekkt kona í mannfræðinni? Margaret Atwood .Hver þróaði þróunarkenninguna með Charles Darwin? Alfred Russel Wallace.Hver er sagður upphafsmaður mannfræði trúarbragða? Sir Edward Burnett Tylor.

Hver er oft kallaður faðir mannfræðinnar? Malinowski.Hvað hét fyrsti apinn sem lærði táknmál?Washoe.Hver er regla Allens?Spendýr í köldu umhverfi hafa styttri og þykkari fætur heldur en dýr í kaldara umhverfi.Margaret Mead?Kom oft fram í „The Tonight Show“.

- 1 - - 2 -

Page 3: Mannfræðiblað 2. útgáfa

HOMO HOMO

Björgvin Agnarsson mannfræðinemi skrifar frá GrænlandiÞað sem hefur hrifið mig hvað mest við mannfræðina er hversu sveigjan-legt og fjölbreytilegt fag mannfræðin er, það liggur við að hægt sé að tengja mannfræðina við hvað sem er. Kannski vel tuggin tugga en þó tugginn af ástæðu. Þó ég telji þessa eiginleika mannfræðinnar vera mjög jákvæða hefur þetta kannski ekki beint hjálpað mörgum í að ákveða hvernig eigi að nota hana í framtíðinni (undirritaður meðtalinn). Ég er nú bara hálfnaður upp í BA prófið og hef enn nægan tíma til að glíma við þetta, einmitt vel tuggða vandamál

En ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta bréf til ykkar, samnemendur mínir og fleiri, er að ég hef nú fyrir og meðmannfræðináminu mínu unnið sem trésmiður fyrir Ístak í Grænlandi. Mig langaði að segja ykkur að þó mannfræðin nýtist mér lítið við smíðarnar sjálfar hefur námið gert mér kleift að njóta veru minnar á Grænlandi meir en áður. Það sem við Ístak erum að gera hér er að byggja vatnsaflsvirkjun í nágrenni við Ilulissat. Ilulissat er rúmlega fjögur þúsund manna bæjarfélag sem liggur á milli 69. og 70. breiddargráðu eða 350kílómetrum fyrir norðan heimskautsbaug.

Þetta er partur af áætlun heimas-tjórnarinnar um að færa landið nær sjálfbærni en það er ekki langt síðan öll bæjarfélög á Grænlandi voru keyrð áfram á olíurafstöðvum. Ilulissat er held ég fimmta í röðinni að skipta olíunni út fyrir vatnsaflið. Þetta er auðvitað mjög jákvætt með umhver-fisvernd og sjálfbærni í huga. Grænland þarf ekki að flytja inn jafn mikið af olíu og þar með styrkist sjálfstæði landsins og svo er auðvitað vatnsaflið mikið umhverfisvænna en olían.

Þarna hefur mannfræðin einmitt gert mikið fyrir mig þar sem ég hef í gegnum umhverfismannfræðina lesið mikið um þau margslungnu vandamál sem loftslags-breytingar hafa á fólk og samfélög á norður-slóðum. Ég hef náð að sjá og jafnvel upplifað persónulega sum þessara vandræða og líka séð tvískinnunginn í því að keyra rafmagnbæjarfélaga á olíu þegar það er einmitt brennsla á olíu sem er einn af áhrifavöldum loftslagsbreytinga. Það gefur mér mikið að vera gerandi og partur að þessari breytingu. Ég hef mikla trú á því að þessar framkvæmdir geri mikið fyrir Grænlendinga og ekki bara efnislega og umhverfislega heldur einnig huglægt því það hlítur að vera erfitt fyrir fólkið að vera valdur að sínum eigin vandamálum.

Þrátt fyrir alla þessa kosti; efna-hagslega, styrkir sjálfstæði, umh-verfisvænni og einfaldlega góð fyrir sálartetrið, eru Grænlendingar ekki tilbúnir að gefa neinn afslátt á umhverfisvernd á framkvæmdatímabilinu eins og aðrar ákveðnar þjóðir. Eitt dæmi um slíkt er að það er algjörlega bannað að leggja veg með rafmagnslínunni, hún er öll reist með þyrlum. Þetta er mikið dýrara en þetta er gert til dæmis á Íslandi þegar það eru lagðir vegir með öllum rafmagnslínum til að ódýrara sé að reisa möstrin og ef eitthvað er fyrir, þá er einfaldlega fyllt upp í og sett rör. Nú ætla ég nú ekki að fara rökræða um það hvort það sé rétt að leggja vegi eða ekki,

„þetta einfaldlega sýnir mér að það er mikill munur á viðmóti Grænlendinga gagnvart náttúru sinni og okkar Íslendinga.“

Grænlendingar með öll sín efnahagslegu van-damál og ótrúlegt víðlendi af ósnertri náttúru eru tilbúnir að borga meira fyrir svona mikil-vægar framkvæmdir en þeir þyrftu einungis til að vernda smá part af ósnertri náttúru. Eitthvað sem okkur dytti aldrei í hug, ekki einu sinni þegar við vorum ríkasta þjóð í heimi. Ég er ekki að segja að við Íslendingar tröðkum á náttúrunni eins og okkur sé alveg sama heldur er ég að segja að við gætum lært það af Grænlendingum, okkar nánustu nágrönnum, hvernig maður lætur náttúruna njóta vafans.

„ Eitthvað sem okkur dytti aldrei í hug, ekki einu sinni þegar við

vorum ríkasta þjóð í heimi“

- 4 -- 3 -

Page 4: Mannfræðiblað 2. útgáfa

HOMO HOMO

Misstir þú af Framadögum? Haldnir voru fyrirlestrar um margt sem gott er að hafa í huga þegar sótt er um vinnu og Homo tók saman helstu punktana.

Þegar þú íhugar starfsframa, hafðu eftir-farandi í huga:

• Veldu eitthvað sem þú hefur brennandi áhuga á. Til að geta lagt alla þá vinnu og undirbúning á þig sem þú þarft að gera til að komast í þá starfsstöðu sem þú vilt er best og skemmtilegast að þú hafir ástríðu fyrir því sem þú gerir. Annars kemstu aldrei þangað, eða hundleiðist a.m.k. á leiðinni.• Finndu út hver þinn styrkleiki er. Í hverju ertu góð/góður? Er eitthvað sem þú getur talað um endalaust?

Þegar þú ferð í launaviðtal er gott að hafa eftirfarandi í huga:

• Þeir sem semja um laun fá að jafnaði um 50.000 kr. hærri laun en þeir sem gera það ekki.• Einnig eru meiri líkur á því að þeir sem þora að tala og semja um laun fái stöðuhækkun og hafi áhrif innan fyrirtækisins í framtíðinni. • 82% af atvinnuveitendum búast við móttilboði og 92% eru tilbúnir að semja!• Það eykur traust yfirmanna þegar einstaklingar semja um laun. Yfirmenn sjá að þeir geti staðið á sínu og geta þar með gert það sama fyrir fyrirtækið í framtíðinni.• Það er mikilvægt að undirbúa sig vel þegar semja á um laun. Kynnið ykkur launakannanir, verðbólgu, þróun launa o.þ.h.. fyrir viðtal.

P L

Á N

E T

A N

2 0

0 7

Háskólatorgi • 5 700 777 • [email protected] • www.boksala.is

Stærstiskemmtistaður

í heimi!

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, MM Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter

Nova netsíminn er fyrir viðskiptavini í farsímaþjónustu, áskrift og frelsi. Netsíminn virkar á PC og Mac tölvur. Sjá verðskrá og skilmála á www.nova.is.

Hringdu úr tölvunni oglækkaðu símreikninginn!

0 kr.Novaí Nova– nú líka ítölvunni!Þú færð Nova netsímann á nova.is!

da

gu

r &

st

ein

i

- 5 - - 6 -

Page 5: Mannfræðiblað 2. útgáfa

HOMO

Við hvað vinna mannfræðingar?

• Mannfræðingar rannsaka samfélag manna frá öllum mögulegum og ómögulegum (allavega óvæntum) sjónarhornum. • Mannfræðingar skrifa bækur og búa til heimildarmyndir, sjónvarpsþætti og útvarpsþætti. • Mannfræðingar ferðast! Ef það er eitthvað sem mannfræðin veitir möguleika á þá eru það ferðalög. Suður-Ameríka, Suður-Afríka, Kína, Indland, Mongólía, Páskaeyjar, Ástralía. Nefndu svæðið og mannfræðingur getur fundið eitthvað til að rannsaka þar. Þá er lagt upp í langt og skemmtilegt (og/eða erfitt og þreytandi) ferðalag á stað þar sem fræðimaðurinn þarf svo að dveljast í að lágmarki eitt eða tvö ár. • Mannfræðingar breyta heiminum og hananú! Mannfræðingar vinna með samtökum og þjóðfélagshópum út um allan heim við að bæta lífsskilyrði fólks.

• Mannfræðingar fara í framboð! Fyrsti forseti Kenía hafði lokið BA í mannfræði og eitt sinn var mannfræðingur forsætisráðherra Madagaskar. Einnig hafa verið mannfræðingar á Banda-ríkjaþingi. Sigríður Dúna sat á þingi frá 1983 til 1987 fyrir Kvennalistann og var þingflokks-formaður listans í eitt ár. Einnig var hún sendiherra í Suður-Afríku og Noregi. • Mannfræðingar vinna að vöruþróun. Til dæmis hjá Xerox, Intel, Kodak, Whirlpool, AT&T, General Motors og Motorola. • Mannfræðingar stjórna fyrirtækjum og dæmi um það er að finna í Citigroup, Hallmark, Koss og Hauser Design. • Mannfræðingar vinna sem sjálfstæðir ráðgjafar og aðstoða fyrirtæki við að bæta framleiðsluferli, vöruþróunarferli, samskipti innan fyrirtækis, starfsumhverfi og stjórnun.

,,Ertu í mannfræði já...Og hvað gera mannfræðingar” er spurning sem við höfum öll heyrt oftar en þris-var og hér eru nokkur svör.

Homo fór á rölt um háskólann og spurði nema:Veist þú hvað mannfræðingar gera? Stig fyrir Tölvunarfræði- og félagsfræðideildina!

Sigurbjörn, verkfræði: Nei, ekki hugmynd. Bara eins og sálfræðingur?

Hugi, tölvunarfræði: Ekki nákvæmlega. Skoða hegðun fólks.

Lilja, félagsráðgjöf. Kanna mannlega hegðun á ýmsum sviðum.

Ritstjóri: Svanlaug Árnadóttir (sva12 @ hi.is) Ritnefnd: Adam Hoffritz og Solveig Karlsdóttir - 7 -